Suðvesturkjördæmi

Þingmenn
 -kjördæmakjörnir
 -jöfnunarmenn
13
11
2
Sveitarfélög 6
Kosningar 2009 2013 2016
Kjósendur á kjörskrá 58.203 63.125 68.240
Fjöldi á bakvið hvert þingsæti 4.850 4.856 5.249
Kjörsókn 86,4% 82,5% 80,1%

Sveitarfélög í kjördæminu

 • Hafnarfjarðarkaupstaður
 • Garðabær
 • Kópavogsbær
 • Seltjarnarnesbær
 • Mosfellsbær
 • Kjósarhreppur

Suðvesturkjördæmi er fjölmennasta kjördæmið og hefur tólf sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Í kjördæminu eru öll sveitarfélög Höfuðborgarsvæðisins utan Reykjavíkur sem áður voru hluti af Reykjaneskjördæmi. Það var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000, en fyrst var kosið samkvæmt þeirri skipan í Alþingiskosningum 2003. Kjördæmið er stundum kallað Kraginn vegna þess hvernig það umlykur Reykjavík. Upphaflega var ákveðið að ellefu þingsæti skyldu fylgja kjördæminu, en fjöldi kjósenda á kjörskrá fyrir hvert þingsæti var 4.440 í kosningunum 2003 sem var meira en helmingi meira en fjöldi á kjörskrá á bak við hvert þingsæti í Norðvesturkjördæmi. Fyrir Alþingiskosningar 2007 fluttist því eitt þingsæti frá Norðvesturkjördæmis til Suðvesturkjördæmis sem hafði þá tólf þingsæti. Þrátt fyrir flutninginn á sætinu munaði litlu að það sama yrði upp á teningnum í kosningunum 2007 þar sem kjósendum á kjörskrá hafði fjölgað mikið í Suðvesturkjördæmi en fækkað lítillega í Norðvesturkjördæmi.

Mynd með færslu

Þingmannalisti 2016

 1. Bjarni Benediktsson (D)
 2. Bryndís Haraldsdóttir (D)
 3. Jón Þór Ólafsson (P)
 4. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C)
 5. Rósa Björk Brynjólfsdóttir (V)
 6. Jón Gunnarsson (D)
 7. Óttarr Proppé (A)
 8. Óli Björn Kárason (D)
 9. Eygló Harðardóttir (B)
 10. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P)
 11. Vilhjálmur Bjarnason (D)
 12. Theódóra S Þorsteinsdóttir (A)
 13. Jón Steindór Valdimarsson (C)

Þingmannalisti 2013

 1. Bjarni Benediktsson (D)
 2. Eygló Harðardóttir (B)
 3. Ragnheiður Ríkharðsdóttir (D)
 4. Árni Páll Árnason (S)
 5. Willum Þór Þórsson (B)
 6. Jón Gunnarsson (D)
 7. Guðmundur Steingrímsson (A)
 8. Ögmundur Jónasson (V)
 9. Vilhjálmur Bjarnason (D)
 10. Þorsteinn Sæmundsson (B)
 11. Katrín Júlíusdóttir (S)
 12. Birgitta Jónsdóttir (Þ)
 13. Elín Hirst (D)