Banner

Reykjavíkurkjördæmi suður

Reykjavíkurkjördæmi suður
Þingmenn
 -kjördæmakjörnir
 -jöfnunarmenn
11
9
2
Sveitarfélög 1
Kosningar 2009 2013 2016
Kjósendur á kjörskrá 43.748 45.187 45.770
Fjöldi á bakvið hvert þingsæti 3.977 4.108 4.161
Kjörsókn 84,4% 80,2% 78,2%

Reykjavíkurkjördæmi suður hefur 11 sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Landskjörstjórn skiptir Reykjavíkurborg niður í tvö kjördæmi og miðar þar við þjóðskrá fimm vikum fyrir kjördag, reynt er að gæta þess að álíka margir búi í hvoru kjördæmi og að þau myndi sem samfelldasta heild. Reykjavík hefur hingað til verið skipt upp í norður og suðurkjördæmi og mörkin liggja í grófum dráttum meðfram Vesturlandsvegi, Miklubraut og Hringbraut. Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000. Fyrst var kosið samkvæmt þessari nýju kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003. Fjöldi kjósenda á kjörskrá á hvert þingsæti var 3.887 í kosningunum 2003.

Mynd með færslu

Þingmannalisti 2016

 1. Brynar Níelsson (D)
 2. Svandís Svavarsdóttir (V)
 3. Ásta Guðrún Helgadóttir (P)
 4. Sigríður Á Andersen (D)
 5. Hanna Katrín Friðriksson (C)
 6. Kolbeinn Óttarsson Proppé (V)
 7. Gunnar Hrafn Jónsson (P)
 8. Hildur Sverrisdóttir (D)
 9. Lilja Alfreðsdóttir (B)
 10. Nichole Leigh Mosty (A)
 11. Pawel Bartoszek (C)

Þingmannalisti 2013

 1. Hanna Birna Kristjánsdóttir (D)
 2. Vigdís Hauksdóttir (B)
 3. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (S)
 4. Pétur H. Blöndal (D)
 5. Svandís Svavarsdóttir (V)
 6. Róbert Marshall (A)
 7. Guðlaugur Þór Þórðarsson (D)
 8. Karl Garðarsson (B)
 9. Helgi Hjörvar (S)
 10. Jón Þór Ólafsson (Þ)
 11. Óttarr Proppé (A)
Mynd með færslu

Framsókn, Flokkur fólksins og Miðflokkur inni

Bæði Flokkur fólksins og Miðflokkurinn ná inn í Reykjavíkurkjördæmi suður og það gerir Framsóknarflokkurinn líka. Fyrstnefndu flokkarnir eru í fyrsta sinn að ná inn á þing og skoðanakannanir gáfu til kynna að Framsóknarflokkurinn yrði í vandræðum...
Mynd með færslu

Þjóðfylkingin dregur alla lista sína til baka

Íslenska þjóðfylkingin hefur tilkynnt yfirkjörstjórnum að hún hafi dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. Kjörstjórnirnar gerðu athugasemdir við meðmælendalista allra fjögurra framboðslista flokksins eftir að í ljós kom í...
Mynd með færslu

Lilja og Lárus efst hjá Framsókn í Reykjavík

Lilja Alfreðsdóttir og Lárus Sigurður Lárusson verða oddvitar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum í komandi alþingiskosningum. Listarnir voru staðfestir á aukakjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Reykjavík í kvöld. Lilja skipar efsta sætið...
Mynd með færslu

Katrín og Svandís leiða í Reykjavíkurkjördæmum

Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samþykkti í kvöld tillögu kjörnefndar um frambjóðendur í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Sitjandi alþingismenn eru í þremur efstu sætunum í Reykjavíkurkjördæmi Norður og í tveimur efstu í...
Mynd með færslu

Guðlaug, Jasmina og Arngrímur nýir oddvitar

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti nú í kvöld tillögur að uppstillingu í efstu sæti framboðslista sinna í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í lok mánaðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður flokksins og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði,...
Mynd með færslu

Langflestir stilla upp á framboðslista

Nær allir stjórnmálaflokkar ætla að stilla upp á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 28. október. Forsvarsmenn flokkanna vísa margir hverjir í að það sé vegna tímasparnaðar því mjög stutt sé til kosninga. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur...
Mynd með færslu

Nichole leiðir listann

Framboðslisti Bjartrar framtíðar fyrir Reykjavíkurkjördómi suður liggur nú fyrir. Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri á leikskólanum Ösp og formaður hverfisráðs Breiðholts, leiðir listann.
Mynd með færslu

Flokkur fólksins með lista í Reykjavík suður

Flokkur fólksins hefur birt fullmannaðan framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi alþingiskosningar. Listann leiðir Inga Sæland, lögfræðikandidat, Grétar Pétur Geirsson, framkvæmdarstjóri er í öðru sæti og Auður Traustadóttir,...