Banner

Reykjavíkurkjördæmi norður

Reykjavíkurkjördæmi norður
Þingmenn
 -kjördæmakjörnir
 -jöfnunarmenn
11
9
2
Sveitarfélög 1
Kosningar 2009 2013 2014
Kjósendur á kjörskrá 43.784 45.523 46.051
Fjöldi á bakvið hvert þingsæti 3.980 4.138 4.186
Kjörsókn 83,1% 79,0% 77,9%

Reykjavíkurkjördæmi norður hefur 11 sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Landskjörstjórn skiptir Reykjavíkurborg niður í tvö kjördæmi og miðar þar við þjóðskrá fimm vikum fyrir kjördag, reynt er að gæta þess að álíka margir búi í hvoru kjördæmi og að þau myndi sem samfelldasta heild. Reykjavík hefur hingað til verið skipt upp í norður og suðurkjördæmi og mörkin liggja í grófum dráttum meðfram Vesturlandsvegi, Miklubraut og Hringbraut. Í kosningunum 2003 voru mörkin látin fylgja Suðurlandsvegi frá gatnamótunum við Vesturlandsveg þannig að Grafarholt lenti í norðurkjördæminu en fyrir kosningarnar 2007 voru mörkin látin liggja um mitt hverfið þannig að það skiptist á milli suður- og norðurkjördæmanna. Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000. Fyrst var kosið samkvæmt þessari skipan í Alþingiskosningum 2003. Fjöldi kjósenda á kjörskrá á hvert þingsæti var 3.892 í kosningunum 2003.

Mynd með færslu

Þingmannalisti 2016

 1. 1. Guðlaugur Þór Þórðarson (D)
 2. 2. Katrín Jakobsdóttir (V)
 3. 3. Birgitta Jónsdóttir (P)
 4. 4. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D)
 5. 5. Þorsteinn Víglundsson (C)
 6. 6. Steinunn Þóra Árnadóttir (V)
 7. 7. Björn Leví Gunnarsson (P)
 8. 8. Birgir Ármannsson (D)
 9. 9. Björt Ólafsdóttir (A)
 10. 10. Andrés Ingi Jónsson (V)
 11. 11. Halldóra Mogensen (P)

Þingmannalisti 2013

 1. Illugi Gunnarsson (D)
 2. Frosti Sigurjónsson (B)
 3. Katrín Jakobsdóttir (V)
 4. Össur Skarphéðinsson (S)
 5. Brynjar Níelsson (B)
 6. Björt Ólafsdóttir (A)
 7. Sigrún Magnúsdóttir (B)
 8. Árni Þór Sigurðsson (V)
 9. Birgir Ármannsson (D)
 10. Helgi Hrafn Gunnarsson (Þ)
 11. Valgerður Bjarnadóttir (S)
Mynd með færslu

Vinstri græn stærst í Reykjavík norður

Vinstrihreyfingin grænt framboð er stærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður, miðað við fyrstu tölur. Vinstri græn eru með 22% samkvæmt þeim tölum en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fæst á hæla þeirra með 21,7%. Flokkur fólksins fær mann á þing í...
Mynd með færslu

Þjóðfylkingin dregur alla lista sína til baka

Íslenska þjóðfylkingin hefur tilkynnt yfirkjörstjórnum að hún hafi dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. Kjörstjórnirnar gerðu athugasemdir við meðmælendalista allra fjögurra framboðslista flokksins eftir að í ljós kom í...
Mynd með færslu

Frambjóðendur í Reykjavík norður mætast

Fyrsta kjördæmaþættinum af sex var útvarpað á Rás tvö í dag. Þar komu fram oddvitar og fulltrúar þeirra 11 flokka sem bjóða fram í kjördæminu. Rætt var um húsnæðismál, málefni aldraðra og öryrkja og skilvirkni á Alþingi svo eitthvað sé nefnt. Næsti...
Mynd með færslu

Lilja og Lárus efst hjá Framsókn í Reykjavík

Lilja Alfreðsdóttir og Lárus Sigurður Lárusson verða oddvitar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum í komandi alþingiskosningum. Listarnir voru staðfestir á aukakjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Reykjavík í kvöld. Lilja skipar efsta sætið...
Mynd með færslu

Katrín og Svandís leiða í Reykjavíkurkjördæmum

Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samþykkti í kvöld tillögu kjörnefndar um frambjóðendur í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Sitjandi alþingismenn eru í þremur efstu sætunum í Reykjavíkurkjördæmi Norður og í tveimur efstu í...
Mynd með færslu

Guðlaug, Jasmina og Arngrímur nýir oddvitar

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti nú í kvöld tillögur að uppstillingu í efstu sæti framboðslista sinna í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í lok mánaðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður flokksins og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði,...
Mynd með færslu

Langflestir stilla upp á framboðslista

Nær allir stjórnmálaflokkar ætla að stilla upp á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 28. október. Forsvarsmenn flokkanna vísa margir hverjir í að það sé vegna tímasparnaðar því mjög stutt sé til kosninga. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur...
Vésteinn Valgarðsson, 1. sæti Reykjavík norður, Alþýðufylkingin, Alþingiskosningar 2016

Vésteinn efstur hjá Alþýðufylkingu í Rvík-N

Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi, er í efsta sæti lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir næstu Alþingiskosningar.

Kjördæmafundur á Rás 2 - 2016

Mynd með færslu

Alþingiskosningar 2017: Kjördæmafundur

10/10/2017 - 17:30

Bein útsending frá kjördæmafundi frambjóðenda í Reykjavík norður.
Mynd með færslu

Reykjavík norður (Efstaleiti)

10/10/2016 - 19:30