Banner

Norðvesturkjördæmi

Norðvesturkjördæmi
Þingmenn
 -kjördæmakjörnir
 -jöfnunarmenn
8
7
1
Mannfjöldi
     Vesturland
     Vestfirðir
     Norðurland vestra
29.955
15.929
6.870
7.156
Sveitarfélög 26
Kosningar 2009 2013 2016
Kjósendur á kjörskrá 21.294 21.318 21.481
Fjöldi á bakvið hvert þingsæti 2.366 2.665 2.685
Kjörsókn 85,5% 83,6% 81,2%

Sveitarfélög í kjördæminu

 • Akraneskaupstaður
 • Hvalfjarðarsveit
 • Skorradalshreppur
 • Borgarbyggð
 • Eyja- og Miklaholtshreppur
 • Snæfellsbær
 • Grundarfjarðarbær
 • Helgafellssveit
 • Stykkishólmsbær
 • Dalabyggð
 • Reykhólahreppur
 • Vesturbyggð
 • Tálknafjarðarhreppur
 • Bolungarvíkurkaupstaður
 • Ísafjarðarbær
 • Súðavíkurhreppur
 • Árneshreppur
 • Kaldrananeshreppur
 • Strandabyggð
 • Húnaþing vestra
 • Húnavatnshreppur
 • Blönduósbær
 • Skagabyggð
 • Sveitarfélagið Skagaströnd
 • Sveitarfélagið Skagafjörður
 • Akrahreppur.

Norðvesturkjördæmi er fámennasta kjördæmið og hefur 9 sæti á Alþingi, þar af eitt jöfnunarsæti. Kjördæmið varð til þegar fyrrverandi kjördæmin Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra voru sameinuð með nýrri kjördæmaskipan árið 2000 með þeirri undantekningu að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra tilheyrir nú Norðausturkjördæmi. Fyrst var kosið samkvæmt nýrri kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003. Upphaflega var fjöldi þingsæta í kjördæminu ákveðinn 10 sæti en fjöldi á kjörskrá á bak við hvern þingmann var aðeins 2.150 í kosningunum 2003 sem var meira en helmingi minna en í Suðvesturkjördæmi þar sem sami fjöldi var 4.440. Fluttist því eitt þingsæti frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis fyrir Alþingiskosningarnar 2007 í samræmi við ákvæði í kosningalögunum.

Mynd með færslu

Þingmannalisti 2016

 1. Haraldur Benediktsson (D)
 2. Gunnar Bragi Sveinsson (B)
 3. Lilja Rafney Magnúsdóttir (V)
 4. Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir (D)
 5. Eva Pandora Baldursdóttir (P)
 6. Elsa Lára Arnardóttir (B)
 7. Teitur Björn Einarsson (D)
 8. Guðjón S. Brjánsson (S)

Þingmannalisti 2013

 1. Gunnar Bragi Sveinsson (B)
 2. Einar K. Guðfinnsson (D)
 3. Ásmundur Einar Daðason (B)
 4. Haraldur Benediktsson (D)
 5. Guðbjartur Hannesson (S)
 6. Elsa Lára Arnardóttir (B)
 7. Jóhanna María Sigmundsdóttir (B)
 8. Lilja Rafney Magnúsdóttir (V)
Mynd með færslu

Talningu lokið í Norðvesturkjördæmi

Lokatölur bárust úr Norðvesturkjördæmi á sjöunda tímanum í morgun. Þar féllu atkvæði þannig að Guðni Th. Jóhannesson hlaut um 92 prósent atkvæða og Guðmundur Franklín Jónsson um átta prósent. Kjörsókn var 69,2 prósent í kjördæminu.
Mynd með færslu

Vísukorn úr kjörkassa

Enn koma stundum vísur upp úr kjörkössunum sem kjósendur hafa hripað niður á kjörseðla sína. Þessu komumst við að þegar við tókum Inga Tryggvason, formann yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, tali í Borgarnesi í gærkvöld. Ingi segir að vísukornin...
Mynd með færslu

Rúnar var úti í alla nótt

Rúnar Gíslason, frambjóðandi Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, mældist úti af þingi í alla nótt. Hann skipaði þriðja sætið á lista flokksins, sem fékk hins vegar bara einn mann kjörinn. Og Rúnar var úti í fleiri en einum skilningi – hann var líka...
Mynd með færslu

Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi

Þrír flokkar fengu tvo þingmenn hver í Norðvesturkjördæmi og tveir til viðbótar einn þingmann. Sjálfstæðisflokkurinn varð flokka stærstur með 24,5 prósent og Framsóknarflokkurinn næststærstur með 18,4 prósent. Þriðji flokkurinn til að fá tvo...
Mynd með færslu

Sjálfstæðisflokkur stærstur í Norðvestri

Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn í Norðvesturkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum úr síðasta kjördæminu til að birta tölur. Sjálfstæðisflokkurinn fær samkvæmt þessu þrjá þingmenn í kjördæminu en fimm flokkar fá einn þingmann hver. Það eru...
Mynd með færslu

Bergþór oddviti Miðflokksins í norðvestri

Bergþór Ólason leiðir lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann starfaði áður í Sjálfstæðisflokknum og var um skeið aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Bergþór er fyrsti oddviti á lista Miðflokksins sem tilkynnt er um. Hann segir...
Mynd með færslu

Lilja og Bjarni leiða aftur VG í NV-kjördæmi

Þingkonan Lilja Rafney Magnúsdóttir og varaþingmaðurinn Bjarni Jónsson skipa tvö efstu sætin á framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi eins og fyrir síðustu kosningar. Kjördæmisráð Vinstri grænna samþykkti listann á...
Mynd með færslu

Guðlaug, Jasmina og Arngrímur nýir oddvitar

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti nú í kvöld tillögur að uppstillingu í efstu sæti framboðslista sinna í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í lok mánaðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður flokksins og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði,...

Kjördæmafundur á Rás 2 - 2016

Mynd með færslu

Norðvestur (Borgarnes)

12/10/2016 - 19:30