Norðvesturkjördæmi

Þingmenn
 -kjördæmakjörnir
 -jöfnunarmenn
8
7
1
Mannfjöldi
     Vesturland
     Vestfirðir
     Norðurland vestra
29.955
15.929
6.870
7.156
Sveitarfélög 26
Kosningar 2009 2013 2016
Kjósendur á kjörskrá 21.294 21.318 21.481
Fjöldi á bakvið hvert þingsæti 2.366 2.665 2.685
Kjörsókn 85,5% 83,6% 81,2%

Sveitarfélög í kjördæminu

 • Akraneskaupstaður
 • Hvalfjarðarsveit
 • Skorradalshreppur
 • Borgarbyggð
 • Eyja- og Miklaholtshreppur
 • Snæfellsbær
 • Grundarfjarðarbær
 • Helgafellssveit
 • Stykkishólmsbær
 • Dalabyggð
 • Reykhólahreppur
 • Vesturbyggð
 • Tálknafjarðarhreppur
 • Bolungarvíkurkaupstaður
 • Ísafjarðarbær
 • Súðavíkurhreppur
 • Árneshreppur
 • Kaldrananeshreppur
 • Strandabyggð
 • Húnaþing vestra
 • Húnavatnshreppur
 • Blönduósbær
 • Skagabyggð
 • Sveitarfélagið Skagaströnd
 • Sveitarfélagið Skagafjörður
 • Akrahreppur.

Norðvesturkjördæmi er fámennasta kjördæmið og hefur 9 sæti á Alþingi, þar af eitt jöfnunarsæti. Kjördæmið varð til þegar fyrrverandi kjördæmin Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra voru sameinuð með nýrri kjördæmaskipan árið 2000 með þeirri undantekningu að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra tilheyrir nú Norðausturkjördæmi. Fyrst var kosið samkvæmt nýrri kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003. Upphaflega var fjöldi þingsæta í kjördæminu ákveðinn 10 sæti en fjöldi á kjörskrá á bak við hvern þingmann var aðeins 2.150 í kosningunum 2003 sem var meira en helmingi minna en í Suðvesturkjördæmi þar sem sami fjöldi var 4.440. Fluttist því eitt þingsæti frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis fyrir Alþingiskosningarnar 2007 í samræmi við ákvæði í kosningalögunum.

Mynd með færslu

Þingmannalisti 2016

 1. Haraldur Benediktsson (D)
 2. Gunnar Bragi Sveinsson (B)
 3. Lilja Rafney Magnúsdóttir (V)
 4. Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir (D)
 5. Eva Pandora Baldursdóttir (P)
 6. Elsa Lára Arnardóttir (B)
 7. Teitur Björn Einarsson (D)
 8. Guðjón S. Brjánsson (S)

Þingmannalisti 2013

 1. Gunnar Bragi Sveinsson (B)
 2. Einar K. Guðfinnsson (D)
 3. Ásmundur Einar Daðason (B)
 4. Haraldur Benediktsson (D)
 5. Guðbjartur Hannesson (S)
 6. Elsa Lára Arnardóttir (B)
 7. Jóhanna María Sigmundsdóttir (B)
 8. Lilja Rafney Magnúsdóttir (V)