Norðausturkjördæmi

Þingmenn
 -kjördæmakjörnir
 -jöfnunarmenn
10
9
1
Mannfjöldi
     Norðurland  eystra
     Austurland
42.182
29.685
12.497
Sveitarfélög 21
Kosningar 2009 2013 2016
Kjósendur á kjörskrá 28.362 29.035 29.564
Fjöldi á bakvið hvert þingsæti 2836 2.904 2.956
Kjörsókn 85,1% 83,4% 79,9%

Sveitarfélög í kjördæminu

 • Fjallabyggð
 • Dalvíkurbyggð
 • Hörgársveit
 • Akureyrarkaupstaður
 • Eyjafjarðarsveit
 • Svalbarðsstrandarhreppur
 • Grýtubakkahreppur
 • Þingeyjarsveit
 • Skútustaðahreppur
 • Norðurþing
 • Tjörneshreppur
 • Svalbarðshreppur
 • Langanesbyggð
 • Vopnafjarðarhreppur
 • Fljótsdalshérað
 • Fljótsdalshreppur
 • Borgarfjarðarhreppur
 • Seyðisfjarðarkaupstaður
 • Fjarðabyggð
 • Breiðdalshreppur
 • Djúpavogshreppur.

Norðausturkjördæmi hefur 10 sæti á Alþingi, þar af 1 jöfnunarsæti. Kjördæmið var sameinað úr kjördæmunum Norðurlandi eystra og Austurlandi með þeim undantekningum að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra er í Norðausturkjördæmi en Hornafjörður sem áður var í Austurlandskjördæmi tilheyrir nú Suðurkjördæmi. Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000. Fyrst var kosið samkvæmt nýrri kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003. Í báðum þingkosningunum sem fram hafa farið eftir að nýja kjördæmaskipunin var tekin upp hafa úrslitin í Norðausturkjördæmi einkennst af meiri jöfnuði á milli flokka en tíðkast í öðrum kjördæmum, það er sterkasta vígi bæði Framsóknarflokksins og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á meðan bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa verið veikari þar en á landsvísu.

Mynd með færslu

Þingmannalisti 2016

 1. Kristján Þór Júlíusson (D)
 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B)
 3. Steingrímur J Sigfússon (V)
 4. Njáll Trausti Friðbertsson (D)
 5. Þórunn Egilsdóttir (B)
 6. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V)
 7. Einar Brynjólfsson (P)
 8. Valgerður Gunnarsdóttir (D)
 9. Logi Einarsson (S)
 10. Benedikt Jóhannesson

Þingmannalisti 2013

 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B)
 2. Kristján Þór Júlíusson (D)
 3. Höskuldur Þór Þórhallsson (B)
 4. Steingrímur J. Sigfússon (V)
 5. Líneik Anna Sævarsdóttir (B)
 6. Valgerður Gunnarsdóttir (D)
 7. Kristján L. Möller (S)
 8. Þórunn Egilsdóttir (B)
 9. Bjarkey Gunnarsdóttir (V)
 10. Brynhildur Pétursdóttir (A)