Banner

Norðausturkjördæmi

Norðausturkjördæmi
Þingmenn
 -kjördæmakjörnir
 -jöfnunarmenn
10
9
1
Mannfjöldi
     Norðurland  eystra
     Austurland
42.182
29.685
12.497
Sveitarfélög 21
Kosningar 2009 2013 2016
Kjósendur á kjörskrá 28.362 29.035 29.564
Fjöldi á bakvið hvert þingsæti 2836 2.904 2.956
Kjörsókn 85,1% 83,4% 79,9%

Sveitarfélög í kjördæminu

 • Fjallabyggð
 • Dalvíkurbyggð
 • Hörgársveit
 • Akureyrarkaupstaður
 • Eyjafjarðarsveit
 • Svalbarðsstrandarhreppur
 • Grýtubakkahreppur
 • Þingeyjarsveit
 • Skútustaðahreppur
 • Norðurþing
 • Tjörneshreppur
 • Svalbarðshreppur
 • Langanesbyggð
 • Vopnafjarðarhreppur
 • Fljótsdalshérað
 • Fljótsdalshreppur
 • Borgarfjarðarhreppur
 • Seyðisfjarðarkaupstaður
 • Fjarðabyggð
 • Breiðdalshreppur
 • Djúpavogshreppur.

Norðausturkjördæmi hefur 10 sæti á Alþingi, þar af 1 jöfnunarsæti. Kjördæmið var sameinað úr kjördæmunum Norðurlandi eystra og Austurlandi með þeim undantekningum að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra er í Norðausturkjördæmi en Hornafjörður sem áður var í Austurlandskjördæmi tilheyrir nú Suðurkjördæmi. Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000. Fyrst var kosið samkvæmt nýrri kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003. Í báðum þingkosningunum sem fram hafa farið eftir að nýja kjördæmaskipunin var tekin upp hafa úrslitin í Norðausturkjördæmi einkennst af meiri jöfnuði á milli flokka en tíðkast í öðrum kjördæmum, það er sterkasta vígi bæði Framsóknarflokksins og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á meðan bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa verið veikari þar en á landsvísu.

Mynd með færslu

Þingmannalisti 2016

 1. Kristján Þór Júlíusson (D)
 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B)
 3. Steingrímur J Sigfússon (V)
 4. Njáll Trausti Friðbertsson (D)
 5. Þórunn Egilsdóttir (B)
 6. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V)
 7. Einar Brynjólfsson (P)
 8. Valgerður Gunnarsdóttir (D)
 9. Logi Einarsson (S)
 10. Benedikt Jóhannesson

Þingmannalisti 2013

 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B)
 2. Kristján Þór Júlíusson (D)
 3. Höskuldur Þór Þórhallsson (B)
 4. Steingrímur J. Sigfússon (V)
 5. Líneik Anna Sævarsdóttir (B)
 6. Valgerður Gunnarsdóttir (D)
 7. Kristján L. Möller (S)
 8. Þórunn Egilsdóttir (B)
 9. Bjarkey Gunnarsdóttir (V)
 10. Brynhildur Pétursdóttir (A)
Mynd með færslu

Niðurstaða úr Norðausturkjördæmi

Lokatölur bárust úr Norðausturkjördæmi rétt eftir klukkan sjö í morgun. Um 69 prósent kjörsókn var í kjördæminu og skiptust atkvæðin þannig að Guðni Th. Jóhannesson hlaut 93,4 prósent, en Guðmundur Franklín Jónsson 6,6 prósent.
Mynd með færslu

Lokatölur í Norðausturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Norðausturkjördæmi en litlu munaði á honum og Vinstri-grænum eftir að öll atkvæði höfðu verið talin. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 20,3 prósent atkvæða í kjördæminu en Vinstri-græn 19,9 prósent. Báðir...
Mynd með færslu

Sigmundur mun stærri en Framsókn í Norðaustri

Vinstri-græn njóta mests fylgis kjósenda í Norðausturkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum úr kjördæminu og eru eini flokkurinn þar sem fer yfir 20 prósent. Sjálfstæðisflokkur en næststærstur. Framsóknarflokkurinn missir helming fylgis síns milli kosninga...
Mynd með færslu

Sigmundur leiðir í Norðausturkjördæmi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður og fyrrverandi forsætisráðherra leiðir lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur var áður oddviti Framsóknarflokksins í kjördæminu. Listinn var kynntur í dag.
Mynd með færslu

Þorsteinn leiðir Alþýðufylkingu í NA-kjördæmi

Þorsteinn Bergsson bóndi og dýraeftirlitsmaður á Egilsstöðum verður oddviti Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Gengið var frá listanum á aðalfundi flokksins í kjördæminu á laugardag. Þar var Þorsteinn jafnframt...
Mynd með færslu

Steingrímur efstur í Norðausturkjördæmi

Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi var samþykktur einróma á aukafundi kjördæmisráðs á Akureyri í kvöld. Steingrímur J. Sigfússon verður í efsta sæti listans. Systir hans, Kristín Sigfúsdóttir, skipar...
Mynd með færslu

Guðlaug, Jasmina og Arngrímur nýir oddvitar

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti nú í kvöld tillögur að uppstillingu í efstu sæti framboðslista sinna í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í lok mánaðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður flokksins og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði,...
Mynd með færslu

Logi leiðir lista Samfylkingar í NA-kjördæmi

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skipar efsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir annað sæti. Þetta var ákveðið á kjördæmisfundi Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í...

Kjördæmafundur á Rás 2 - 2016

Mynd með færslu

Norðaustur (Akureyri)

17/10/2016 - 19:30