Kjaramál

Fær 370 þúsund króna launahækkun
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í síðasta mánuði að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra fyrirtækisins, um 370 þúsund krónur á mánuði. Launin fara við það úr 2,5 milljónum í 2,87 milljónir króna á mánuði.
Synjum lögbannskröfu staðfest í héraðsdómi
Héraðsdómur Reykjaness staðfesti í morgun ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að synja lögbannskröfu flugfélagsins Bláfugls á verkfallsaðgerðir flugmanna.
05.03.2021 - 12:07
Biden hlynntur verkalýðsfélögum
Joe Biden forseti Bandaríkjanna hvatti verkafólk til að mynda verkalýðsfélög og láta ekki vinnuveitendur kúga sig til að sniðganga slík félög. Hann segir að efnahagskerfi Bandaríkjanna hafi verið byggt upp af millistéttarfólki, en ekki á Wall Street.
01.03.2021 - 03:33
Segir skerðingar reka fólk út í sára fátækt
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir skerðingar í almannatryggingakerfinu leiða hóp fólks út í sára fátækt, ljóst sé að ríkissjóður verði að leggja til mun meira fjármagn til að koma til móts við þá verst settu. Fjármálaráðherra segist gríðarlega stoltur af því félagslega öryggisneti sem almannatryggingakerfið sé þótt vissulega sé hægt að gera betur en til þess verði réttar forsendur að vera til staðar. En öryggisnet hins opinbera geti ekki gripið alla.
25.02.2021 - 23:02
Máli Öryrkjabandalagsins gegn borginni vísað frá
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá dómi máli sem Öryrkjabandalag Íslands höfðaði gegn Reykjavíkurborg. ÖBÍ krafðist þess að Reykjavíkurborg væri dæmd skaðabótaskyld gagnvart leigjendum hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, aftur til ársins 2009 vegna þess að borgin synjaði fólkinu ólöglega um sérstakar húsaleigubætur. Sú ákvörðun Reykjavíkurborgar var síðar dæmd ólögleg og borgin greiddi bætur aftur til ársins 2012.
25.02.2021 - 17:12
Álag á starfsfólk hins opinbera hefur aukist mikið
Meira en helmingur launafólks finnur fyrir auknu álagi í starfi vegna kórónuveirufaraldursins, samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir BSRB. Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir aukið álag mikið áhyggjuefni.
25.02.2021 - 08:59
Máli gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi máli sem fjórir Rúmenar höfðuðu gegn Eldum rétt og aðstandendum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Fólkið kvaðst hafa verð hýrudregið og sætt vanvirðandi meðferð og þvingunar- eða nauðungarvinnu. Dómarinn sagði að þar sem gjaldþrotaskiptum á Mönnum í vinnu væri lokið væri málinu gegn því sjálfkrafa vísað frá dómi. Og þar sem málinu gegn starfsmannaleigunni gjaldþrota var vísað frá dómi var málinu gegn Eldum rétt líka vísað frá.
Frontex-verkefnið í uppnámi?
Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni segja að nýr kjarasamningur samkvæmt úrskurði gerðardóms setji Frontex-verkefni Gæslunnar í uppnám. Samningurinn kveði á um að starfsstaður flugvirkja sé ráðningarstaður þeirra og því beri þeim ekki að vinna erlendis nema að um það sé sérstaklega samið. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélagsins segir þetta breytingu frá fyrri samningi.
23.02.2021 - 18:37
Laun hækkuðu um 3,7 prósent í janúar
Launavísitalan hækkaði um 3,7 prósent milli mánaða í janúar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Hækkunina má að langmestu leyti rekja til launahækkana samkvæmt kjarasamningum sem náðu til meirihluta launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Algengasta hækkunin var 15.750 króna almenn kauphækkun mánaðarlauna fyrir fullt starf, og kauptaxtahækkun um 24 þúsund krónur.
23.02.2021 - 09:26
Viðtal
Kynbundinn launamunur á ábyrgð stjórnenda
„Við verðum að setja upp kerfi sem gerir það að refsiverðu athæfi að sjá ekki til þess að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar,“ segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1. Konur með grunnháskólamenntun hafa svipaðar heildartekjur og karlar sem aðeins hafa lokið grunnskóla. Þórarinn segir að þótt launamunurinn breytist með árunum sé hann alltaf til staðar.
„Við erum stöðnuð í jafnréttismálum“
„Við erum stöðnuð í jafnréttismálum. Það er engin raunveruleg framþróun,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um þann mikla mun á tekjum kvenna og karla sem fréttastofa fjallaði um í gær. Konur í sambúð með meistaragráðu hafa að jafnaði næstum hundrað þúsund krónum lægri heildartekjur á mánuði en karlar í sambúð með grunnháskólamenntun. Konur með grunnháskólamenntun hafa svipaðar heildartekjur og karlar sem aðeins hafa lokið grunnskóla og á landsbyggðinni hafa þeir hærri tekjur en þær.
Spegillinn
Verra en versta niðurstaðan
Gerðardómur fellst ekki á kröfu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni um að kjarasamningur þeirra við ríkið verði tengdur aðalsamningi þeirra við Icelandair. Það hafi í raun verið bannað samkvæmt lögum frá 2006. Flugvirkjar eru ekki sáttir og segja að niðurstaðan sé verri en versta hugsanlega niðurstaðan.
Atvinnuleysi hér á landi það mesta á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hér á landi er það mesta á Norðurlöndunum í fyrsta skipti á síðustu áratugum, og sennilega í fyrsta skipti í sögunni. Undir lok síðasta árs fór atvinnuleysi ýmist að dragast saman eða standa í stað í nágrannalöndunum, eftir að hafa aukist í vor, en hér á landi hélt það áfram að aukast.
18.02.2021 - 13:33
Spegillinn
Félagsleg undirboð í sinni tærustu mynd
Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að það sé hvorki siðferðislega rétt né lögum samkvæmt að segja upp fastráðnum flugmönnum í kjaradeilu til þess að þvinga þá til að gefa eftir lungann af sínum kjörum. Verkfall 11 flugmanna hjá flugfélaginu Bláfugli hefur staðið yfir í hálfan mánuð.
15.02.2021 - 17:00
Viðtal
„Þá er bara komið skotleyfi á mann“
Helgi Pétursson, talsmaður Gráa hersins og frambjóðandi til formanns Landssambands eldri borgara, segir ríkið skipta sér of mikið af bæði starfsmöguleikum fólks þegar það kemst á efri ár og tekjum þess. Hann gagnrýnir ákvæði um að fólk hætti störfum um sjötugt en ekki síður þær skerðingar sem fólk sætir vegna tekna. Þá séu heilu deildirnar í ríkisapparati farnar að fylgjast meðfólki.
14.02.2021 - 14:10
Spegillinn
Ótrúlega sláandi tölur
Um fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman. Staða atvinnulausra er verri en launafólks og staða innflytjenda er talsvert verri en innfæddra. Yfir 40 af hundraði atvinnulausra mælast með slæma andlega heilsu miðað við um fimmtung launafólks. Fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Vörðu á stöðu launafólks. Varða er ný rannsóknastofnun vinnumarkaðarins sem ASÍ og BSRB komu á laggirnar.
10.02.2021 - 10:00
Spegillinn
Fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman
Um fjórðungur launafólks á erfitt eða frekar erfitt með að að ná endum saman. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðskönnun sem kynnt verður á morgun. Þar kemur líka fram að um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu. Þetta hlutfall meðal ungs fólks er nærri 42%.
08.02.2021 - 17:00
Nær helmingur hefur unnið heima á tímum COVID
Þrefalt fleiri unnu að staðaldri heima hjá sér undir lok síðasta árs en gert höfðu árinu áður, fyrir COVID-19. Fólk sem vann einhvern hluta vinnu sinnar heima við varði líka mun meiri tíma heima en áður, heimavinnan fór úr 14,4 prósentum heildarvinnutímans í 61 prósent. Aukinnar heimavinnu gætti víða í samfélaginu, meðal annars í ráðuneytum. Í sumum þeirra unnu allir heima við í það minnsta einhvern hluta vinnutímans.
08.02.2021 - 16:13
Kröfu um lögbann á verkfallsvörslu synjað
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu synjaði í dag kröfu flugfélagsins Bláfugls um að lögbann yrði sett á verkfallsvörslu vegna verkfalls 11 flugmanna félagsins. Verkfall þeirra hefur staðið frá mánaðamótum.
Þingfundum þjappað saman til að stytta vinnuvikuna
Þingfundahaldi verður þjappað saman næstu vikurnar sem liður í styttingu vinnuvikunnar. Forseti Alþingis telur þingið verða fjölskylduvænni vinnustað þótt alltaf verði tarnir inn á milli.
02.02.2021 - 13:26
Segja Bluebird fremja verkfallsbrot með gerviverktökum
Flugmenn Bluebird innan Félags Íslenskra atvinnuflugmanna fóru í verkfall á miðnætti í gærkvöld. Verkfallið er ótímabundið en að sögn FÍA hefur Bluebird tekið þá flugmenn sem eru í verkfalli af vöktum og mannað þær með því sem þeir kalla „gerviverktökum“. Það er skýrt verkfallsbrot að mati FÍA.
01.02.2021 - 23:49
Spegillinn
Telja innflytjendur hafa góð áhrif
Yfir 75% Íslendinga telja að innflytjendur hafi haft góð áhrif á samfélagið. Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn sem gerð var 2018. Þar kemur líka fram að tekjur tæplega 60% innflytjenda voru undir 400 þúsund krónum á mánuði.
Fjölnir kjörinn formaður Landsambands lögreglumanna
Fjölnir Sæmundsson var í dag kjörinn formaður Landsambands lögreglumanna. Hann lagði sitjandi formann af velli í kosningum.
22.01.2021 - 21:36
Spegillinn
11 flugmenn Bláfugls boða verkfall
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir ákvörðun flugfélagsins Bláfugls að segja upp 11 flugmönnum félagsins í miðri kjaradeilu. Það sé brot á lögum og jafnframt að ráða aðra flugmenn í staðinn á lægri kjörum. Kjaradeilan er hjá ríkissáttasemjara og hafa flugmenn boðað ótímabundið verkfall frá 1. febrúar.
Spegillinn
Stytting á ekki að draga úr þjónustu
Formaður BSRB segir að forsendur styttingar vinnuvikunnar séu að fólk lækki ekki í launum og að launakostnaður hækki ekki. Styttingin megi ekki heldur bitna á þeirri þjónustu sem veitt er.
20.01.2021 - 11:33