Kjaramál

Ísland sagt eiga heimsmet í bótaskerðingum
Íslendingar eiga heimsmet í skerðingum í almannatryggingakerfinu að mati skýrsluhöfunda á vegum stéttarfélagsins Eflingar.
27.05.2021 - 13:05
ÍFF harmar og hafnar dylgjum forystu ASÍ
Íslenska flugstéttarfélagið segist furða sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu gegn viðsemjendum þess. Einnig furðar ÍFF sig á því að ASÍ fari fyrst með rangmæli sín um ÍFF og kjarasamninga þess við PLAY í fjölmiðla áður en leitað er svara hjá félaginu.
23.05.2021 - 17:11
Engin sátt í sjónmáli á milli ASÍ og Play
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands og Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play tókust hart á í umræðuþætti á Bylgjunni í morgun. Drífa kallaði eftir því að fulltrúar stéttarfélagsins ÍFF stígi fram, en Birgir segir að Flugfreyjufélag Íslands eigi ekkert erindi að samningaborðinu.
23.05.2021 - 14:45
Segja sveitarfélögin draga lappir í vinnuvikustyttingu
Starfsgreinasamband Íslands segir sveitarfélögin hafa dregið lappirnar í styttingu vinnuvikunnar og fái algera falleinkunn. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ályktun Starfsgreinasambandsins sorglega.
Myndskeið
ASÍ segir laun hjá Play 30% lægri en hjá Icelandair
Forstjóri Play segir byrjunarlaun flugfreyja og þjóna hjá félaginu hærri en hjá Icelandair. Forseti ASÍ segir samanburð samninga þvert á móti sýna að launin hjá Play séu 30% lægri. 
20.05.2021 - 22:00
Segja ummæli Drífu sorglegan og annarlegan áróður
PLAY segir ummæli Drífu Snædal, forseta ASÍ, um launakjör starfsmanna fyrirtækisins vera sorglegan og annarlegan áróður. Fyrirtækið lýsir yfir sárum vonbrigðum með að hún „skuli bregða fæti fyrir nýtt flugfélag sem er beinlínis stofnað til að færa Íslendingum kjarabætur í formi lægri flugfargjalda," segir í fréttatilkynningu PLAY.
20.05.2021 - 02:12
Hækka vexti til að hamla gegn verðbólgu
Seðlabankinn hækkaði vexti í morgun í fyrsta sínn síðan haustið 2018. Seðlabankastjóri segir þetta gert til að vinna gegn þrálátri verðbólgu. Bankinn gerir ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári og því næsta en áður.
19.05.2021 - 19:00
Spegillinn
Lægstu laun á íslenskum vinnumarkaði
Íslenska flugstéttarfélagið sendi í dag sáttasemjara ríkisins kjarasamninga sem það hefur gert fyrir flugmenn og flugliða flugfélagsins Play. Sáttasemjari hafði ítrekað leitað eftir að fá samningana því skylda er að skila öllum kjarasamningum til embættisins. Forseti ASÍ segir að sér hafi brugðið þegar hún sá samning flugfreyja. Hann kveði á um lægstu laun sem sést hafi á íslenskum vinnumarkaði núna.
17.05.2021 - 17:20
Myndskeið
Ekki stöðugleiki þegar gæðunum er misskipt
Þótt engar væru kröfugöngurnar í dag þá er kjarabaráttan í fullum gangi. Forseti ASÍ segir stöðugleika ekki í boði þegar sumir valsi um auðlindir landsins og maki krókinn á meðan aðrir nái ekki endum saman. Formaður BSRB telur hættu á auknum ójöfnuði. 
Áratugabarátta í höfn með styttingu vinnuvikunnar
Stytting vinnuvikunnar hjá þeim sem vinna vaktavinnu hjá hinu opinbera tekur gildi í dag en hjá dagvinnufólki tók hún gildi um áramótin.
01.05.2021 - 14:22
Nóg til í ríku landi
Baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, verður öðru vísi í dag eins og í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki verða útifundir eða kröfugöngur heldur sjónvarpsþáttur heildarsamtaka launafólks í kvöld.
01.05.2021 - 13:54
Viðskiptasamband við Init í alvarlegri endurskoðun
Viðskiptasamband Reiknistofu lífeyrissjóða við fyrirtækið Init sem rekur tölvukerfi Reiknistofunnar er til alvarlegrar endurskoðunar, segir stjórnarmaður. Stéttarfélagið Efling vill óháða rannsókn.
Konur og innflytjendur hækka mest því með lægri laun
Tímakaup hefur hækkað frá 14 upp í nærri 30 prósent frá því í mars 2019 þar til í janúar 2021. Á þeim tíma hafa 320 kjarasamningar verið gerðir. Lægstlaunuðu hóparnir hækkuðu mest. Þetta kemur fram í skýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. 
Myndskeið
Nokkuð ánægð með aðgerðir en kallar eftir tekjutengingu
Drífa Snædal forseti ASÍ segir að í aðgerðum ríkisstjórnarinnar séu nokkuð góð tíðindi. Hún vilji sjá hlutabótaleiðina festa í sessi á meðan að faraldurinn er enn í gangi. Hundrað þúsund króna eingreiðsla komi sér vel fyrir þá sem eru að glíma við langtímaatvinnuleysi, en þeir þurfi að fá tekjutengdar bætur.
30.04.2021 - 19:36
Spegillinn
1. maí: Það er nóg til
Slagorð eða kjörorð 1. maí, baráttudags verkalýðsins, er: Það er nóg til. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að það sé ekki úr lausu lofti gripið. Oft sé sagt þegar gesti ber að garði að það sé nóg til. Við eigum nóg til skiptanna. Ef gæðin eru af skornum skammti þá deilum við gæðunum með sanngjarnari hætti.
30.04.2021 - 17:00
Ólína fékk mun meira en aðrir sniðgengnir umsækjendur
Íslenska ríkið hefur undanfarinn áratug greitt að minnsta kosti 39 milljónir í skaðabætur til þeirra sem gengið hefur verið fram hjá með ólögmætum hætti við ráðningar, skipanir og setningar í opinber störf. Ólína Þorvarðardóttir fékk langhæstu greiðsluna, rúmar nítján milljónir, eftir að hún vann mál fyrir kærunefnd jafnréttismála um skipun í starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum.
29.04.2021 - 17:38
Spegillinn
SA hefur áhyggjur af aukinni verðbólgu
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vaxandi verðbólga sé verulegt áhyggjuefni. Ljóst sé að Seðlabankinn bregðist við ef þessi þróun heldur áfram. Vaxtahækkun myndi hafa bein áhrif á heimilin. Ríflega helmingur íbúðalána sé nú með óverðtryggða vexti.
29.04.2021 - 17:00
Viðtal
Stórt skref í átt að jafnrétti á vinnumarkaði
96 prósent vaktavinnufólks í hlutastarfi hjá ríki og sveitarfélögum hafa samþykkt að auka starfshlutfall sitt en vinna áfram jafnmikið. Er það liður í styttingu vinnuvikunnar. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að þetta eigi fyrst og fremst við um konur sem hafi ekki treyst sér til að vera í fullu starfi vegna þess hversu þung störfin eru og þetta sé því stórt skref í jafnréttisátt á vinnumarkaði.
29.04.2021 - 10:23
Vara við einkavæðingu hjúkrunarheimila
Miðstjórn ASÍ gagnrýnir harðlega að breytingar á rekstri hjúkrunarheimila kunni að fela í sér kjaraskerðingu þeirra sem starfa við aðhlynningu. „Við breytingar á rekstri er greinilega ætlunin að miða við lægstu mögulega taxta á höfuðborgarsvæðinu við nýráðningar og getur þar munað allt að 48.000 krónum í grunnlaunum,“ segir í yfirlýsingu sem miðstjórnin sendi frá sér í dag. Formaður BSRB segir einnig óásættanlegt að þjónusta við aldraða verði einkavædd.
23.04.2021 - 12:23
BHM varar við hækkun skatta á háskólamenntaða
Bandalag háskólamanna varar við því að reynt verði að bæta afkomu ríkissjóðs með því að hækka skatta háskólamenntaðs fólks. Þetta kemur fram í umsögn BHM um fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2022 - 2026. Þar segir að félagið vari við því að tekjuskattur á háskólamenntaða verði hækkaður við útfærslu afkomubætandi ráðstafana í opinberum fjármálum næstu árin.
Spegillinn
Þörf á 75 nýjum lögreglumönnum
Ráða þarf um 75 nýja lögreglumenn vegna styttingar vinnuvikunnar sem tekur gildi um mánaðamótin. Áætlað er að kostnaðurinn vegna þess nemi um 900 milljónum króna. Ekki liggur enn fyrir hvað ríkið er tilbúið greiða mikið af þessum kostnaði. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að ef ekki verði ráðinn nægur mannskapur geti breytingin haft í för með sér aukna yfirvinnu.
Spegillinn
Vaktir styttast hjá nær níu þúsund manns
Vinnuvikan styttist um næstu mánaðamót hjá allt að níu þúsund opinberum starfsmönnum sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Í sumum tilfellum getur vinnuvikan styst úr 40 tímum í 32. Langflestir sem eru í hlutastörfum ætla að halda áfram sama vinnuframlagi og hækka um leið launin.
08.04.2021 - 15:40
Munur á atvinnutekjum eftir menntun hefur dregist saman
Á síðustu tuttugu árum hafa atvinnutekjur þeirra sem aðeins hafa grunnmenntun hækkað mest, og þeirra sem hafa háskólamenntun hækkað minnst. Þannig hefur dregið töluvert úr tekjumun eftir menntunarstigi. Þetta kemur fram í nýrri greiningu hagfræðideildar Landsbankans.
07.04.2021 - 15:09
Spegillinn
Fyrirtæki sýna ráðningarstyrkjum áhuga
Svo virðist sem talsverður áhugi sé meðal fyrirtækja á að nýta ráðningarstyrki til að ráða atvinnulaust fólk. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að fyrirtæki sýni ákveðna samfélagslega ábyrgð ef þau nýta ráðningarstyrki til að ráða fólk á atvinnuleysisskrá.
Spegillinn
Sameiginleg nálgun til að ráðast gegn atvinnuleysinu
Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að nýta sér ráðningarstyrki til að ráða atvinnulaust fólk í ný störf. Framkvæmdastjóri SA segir að þetta sé sameiginleg nálgun samfélagsins til þess að ráðast á atvinnuleysið. Öll fyrirtæki geti nýtt sér styrkina.