Kjaramál

Kjarasamningur í höfn hjá starfsmönnum Rio Tinto
Fimm stéttarfélög starfsmanna álvers Rio Tinto í Straumsvík skrifuðu í gærkvöldi undir kjarasamning við ÍSAL. Samningurinn er til eins árs og gengur nú til atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem eru um 400.
30.10.2020 - 08:48
Tekjuhrun í menningargreinum
Launagreiðslur í menningartengdum atvinnugreinum féllu um nærri fjórðung milli ára í upphafi COVID-19 faraldursins. Hagstofan birti í dag tilraunatölfræði þar sem áhrif faraldursins á atvinnugreinar menningar eru metin.
Spegillinn
Ragnar Þór nýr varaforseti ASÍ
Þing ASÍ krefst þess að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar þegar í stað til samræmis við þróun lægstu launa og að bótatímabil atvinnuleysisbóta verði lengt úr 30 í 36 mánuð. Sjálfkjörið var í allar forsetastöður sambandsins og varaforsetum fjölgað úr tveimur í þrjá. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er nýr varaforseti ASÍ.
21.10.2020 - 18:15
Samningafundur í skugga verkfallsboðunar
Fundur í kjaradeilu Rio Tinto í Straumsvík og fimm verkalýðsfélaga verður hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkfall skellur á í álverinu á föstudag, semjist ekki fyrir þann tíma.
21.10.2020 - 07:42
Spegillinn
Tveggja ára samningalota og 330 kjarasamningar
Áætlað er að gerðir verði 330 kjarasamningar í samningalotunni sem hófst í árslok 2018. Í byrjun september voru enn 45 kjarasamningar lausir. Fjöldi launamanna á bak við hvern samning er mjög mismunandi. 24 dæmi eru um að sérstakir samningar hafi verið gerðir við færri en 10 einstaklinga. Eitt dæmi er um að kjarasamningur hafi verið gerður við einn launamann.
19.10.2020 - 17:00
Nýr fundur í álversdeilu á miðvikudag
Samningafundi vegna boðaðs verkfalls í álveri Rio Tinto í Straumsvík var að ljúka, en verkfall hefst á föstudag semjist ekki fyrir þann tíma. Að sögn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara var samtalið á fundinum í dag virkt og gott og hefur nýr fundur verið boðaður á miðvikudag.
19.10.2020 - 12:27
Fagnar að Lilja ætli að leysa mál bakvarðar
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands fagnar því að menntamálaráðherra ætli að taka á málum nema í heilbrigðisstétt sem námslán voru skert hjá vegna starfa í bakvarðasveit.
19.10.2020 - 09:45
Verkfall hefst að óbreyttu á morgun
Verkfall um 400 starfsmanna álversins í Straumsvík hefst að óbreyttu á morgun. Formaður Hlífar segir samningafundi síðustu vikna ekki hafa borið árangur og að þungt hljóð sé starfsfólki álversins.
15.10.2020 - 12:43
Vonbrigði að verkfallsaðgerðir hafi verið samþykktar
Forsvarsmenn Rio Tinto segja niðurstöðu atkvæðagreiðslu um verkfall um verkfall um 400 starfsmanna mikil vonbrigði. Það sé von félagsins að ljúka kjarasamningum til samræmis við þær kjarabætur sem gerist og gangi á markaðnum þrátt fyrir mjög erfiða stöðu félagsins.
07.10.2020 - 16:45
Hækkun atvinnuleysisbóta „best fyrir samfélagið“
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir brýnast þessa stundina að hækka atvinnuleysisbætur. Það sé óskiljanlegt að það hafi ekki þegar verið gert. Tryggja verði að öryggisnetið gagnist eins og því sé ætlað og grípi fólk þegar þess gerist þörf.
03.10.2020 - 09:34
Kjaraviðræður grunnskólakennara til ríkissáttasemjara
Viðræðuáætlun samninganefndar Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga rann út í gær. Ekki tókst að semja og kjaraviðræðunum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir í samtali við fréttastofu að atburðarás síðustu daga hafi verið mikil vonbrigði.
01.10.2020 - 23:13
Hæstu laun myndu hækka mest ef gengið yrði að kröfum
ÍSAL segir kröfur starfsmanna, sem boðað hafa verkfallsaðgerðir, þýða að hæstu laun hækki mest. Slíkt sé ekki í samræmi við lífskjarasamninginn.
30.09.2020 - 18:39
Átta aðgerðir til að tryggja frið á vinnumarkaði
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í gær átta aðgerðir stjórnvalda til að tryggja frið á vinnumarkaði.
Kosið um verkfall í álverinu í Straumsvík
Félagsmenn í fimm stéttarfélögum sem starfa hjá álveri Rio Tinto í Straumsvík undirbúa nú aðgerðir til að knýja á um gerð kjarasamninga. Könnun var gerð meðal félagsmanna í stéttarfélögunum, yfirgnæfandi meirihluti styður aðgerðir, kosið verður um þær á næstu dögum og áformað er að þær hefjist 16. október.
Viðtal
Hafnar því að SA hafi haft í hótunum við ASÍ 
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hafnar því að samtökin hafi haft í hótunum við verkalýðshreyfinguna. „Við reyndum að ná fram samtali til að bregðast við þeirri stöðu sem upp var komin í efnahagslífinu. Og flestir virðast sjá að hér séu allar forsendur breyttar,“ segir hann í viðtali við Einar Þorsteinsson í Kastljósi kvöldsins.  
Spegillinn
Átti von á stærri aðgerðum
Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar sé jákvæðar í því efnahagsumhverfi sem nú sé. Hún hafi þó átt von á stærri aðgerðum. Hún tekur undir kröfu ASÍ um að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar.
„Eina skynsama niðurstaðan“
Samtök atvinnulífsins hafa valdið óþarfa óöryggi og usla meðal fólks með því að draga gildi Lífskjarasamninganna í efa. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir þörf á aðgerðum á vinnumarkaði, óháð því að samtökin hafi hætt við boðaða atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja sinna um Lífskjarasamninginn sem átti að hefjast í dag.
„Skárri kostur af tveimur slæmum.“
Lífskjarasamningurinn heldur gildi sínu samkvæmt samhljóma ákvörðun framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir aðgerðir stjórnvalda milda höggið af launahækkunum um áramótin.
29.09.2020 - 16:22
SA: Lífskjarasamningurinn gildir áfram
Það er samhljóma ákvörðun framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins að Lífskjarasamningurinn gildi áfram. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá samtökunum. Framkvæmdastjórn SA hefur hætt við atkvæðagreiðslu félagsmanna um uppsögn kjarasamninga.
29.09.2020 - 15:00
Aðgerðirnar styðji aðeins atvinnurekendur og efnafólk
Í yfirlýsingu sem Efling – stéttarfélag sendi frá sér í dag lýsir félagið vonbrigðum yfir nýkynntri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þar segir að þrátt fyrir að aðgerðirnar séu sagðar „til stuðnings lífskjarasamningunum“ styðji þær eingöngu atvinnurekendur og efnafólk, láti undan óeðlilegum þrýstingi þeirra og hlunnfari vinnandi fólk.
29.09.2020 - 14:33
Aðgerðaáætlunin „frekar fyrirsjáanleg“
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir nýja aðgerðaáætlun stjórnvalda „frekar fyrirsjáanlega“. Hún fagnar því að til standi að framlengja átakið „Allir vinna“ en segir lækkun tryggingagjalds almenna aðgerð. Alþýðusambandið telji þörf á sértækari aðgerðum.
Myndskeið
„Þetta eru réttu efnahagslegu viðbrögðin“
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að honum hafi fundist sjálfsagt að ríkisstjórnin gerði grein fyrir því hvað hún hefði á prjónunum og hvar eigi að bæta í. Hann segir að stöðunni milli atvinnurekenda og launþega hafa verið lýst af heiðarleika og einlægni á fundum síðustu daga og þeirri spurningu hafi verið beint til stjórnvalda hvort þau væru með eitthvað til að miðla málum.
29.09.2020 - 11:52
Myndskeið
Kynnir átta aðgerðir sem geta numið 25 milljörðum
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti nú á tólfta tímanum átta aðgerðir á vegum stjórnvalda til að tryggja frið á vinnumarkaði. Heildarupphæð aðgerðanna geta numið 25 milljörðum. Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa talið forsendur lífskjarasamningsins brostnar en ASÍ ekki.
29.09.2020 - 11:30
Kynna aðgerðir fyrir hádegi
Ríkisstjórnin kynnir fyrir hádegi aðgerðir sem hún er reiðubúin að grípa til svo að koma megi í veg fyrir óvissu á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hafa boðað að atkvæðagreiðsla um uppsögn lífskjarasamningsins hefjist í hádeginu og ljúki á morgun. Stjórnvöld ætla að kynna aðgerðir til stuðnings lífskjarasamningnum klukkan ellefu.
29.09.2020 - 09:50
Greiða atkvæði um uppsögn á Lífskjarasamningi á hádegi
Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins greiða í dag atkvæði um hvort Lífskjarasamningnum verði sagt upp. Atkvæðagreiðslan hefst á hádegi og lýkur í hádeginu á morgun. Niðurstaðan á að liggja fyrir klukkan fjögur á morgun.
29.09.2020 - 06:47