Kjaramál

Hafði betur hjá Persónuvernd og fer fram á 75 milljónir
Fyrrverandi fjármálastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hefur stefnt félaginu og fer fram á að það greiði honum 75 milljónir króna; tæpar 56 milljónir vegna vangoldinna launagreiðslna og lögfræðikostnaðar, 11 milljónir í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar og 8 milljónir í miskabætur.
Ósátt við veru Boga á auglýsingu Kvenréttindafélagsins
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir mynd Kvenréttindafélags Íslands í auglýsingu sem birtist í gær á kvenréttindadeginum. Þar eru ýmsar konur og karlar sem raðast upp svipað eins og fulltrúar á frægu málverki af þjóðfundinum 1851. Sólveig Anna lýsir óánægju sinni með að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sé meðal þeirra sem eru á myndinni.
20.06.2021 - 16:33
Spegillinn
Atvinnulaust fólk ekki hilluvara sem hægt er að kippa í
Þó að atvinnuleysi hafi lækkað hlutfallslega um 12% í síðasta mánuði segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að ekki sé hægt að fagna því sérstaklega því atvinnuleysi sé enn óásættanlega hátt. Það gangi heldur ekki upp að atvinnurekendur séu í stökustu vandræðum með að manna störf sem þeir auglýsa. Forseti ASÍ segir að ekki megi líta á atvinnulaust fólk sem einhverja lagervöru sem hægt sé að kippa í með stuttum fyrirvara.
Eigandi starfsmannaleigu dæmdur fyrir hættulegt húsnæði
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi eiganda starfsmannaleigu í dag til fimm mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Maðurinn var ákærður fyrir að stefna starfsmönnum sínum í hættu með því að útbúa fyrir þá búseturými í iðnaðarhúsnæði sem hann réði. Þegar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tók húsnæðið út taldi það til margvíslega hættu sem íbúum var búin.
Ellilífeyrisþegum fjölgað um helming á rúmum áratug
Sífellt fleiri ellilífeyrisþegar hafa allar sínar tekjur frá lífeyrissjóðum en fá engan ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Ellilífeyrisþegum hefur fjölgað um helming á rúmlega áratug. Á síðustu áratugum hefur hlutfallið milli starfandi fólks á vinnumarkaði og einstaklinga á eftirlaunum farið úr 7,0 í 5,3.
09.06.2021 - 12:38
Spegillinn
Frumvarp um févíti ekki lagt fram
Frumvarp um brotastarfsemi á vinnumarkaði sem átti að leggja fram í tengslum við lífskjarasamninginn verður ekki lagt fram fyrir þinglok. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að leggja fram frumvarp hefur ekki náðst sátt um það innan verkalýðshreyfingarinnar. Líklegt er að tekist verði á um málið í næstu kjaraviðræðum.
Almennilegir atvinnurekendur ekki í vanda með ráðningar
Forseti Alþýðusambands Íslands segir umræðu um að atvinnulaust fólk hafni vinnu lið í áróðri sem miðar að því að skerða bætur og neyða atvinnulaust fólk í hvaða vinnu sem er. Í föstudagspistli skrifar Drífa að með því sé reynt að „svelta fólk út á óviðunandi vinnumarkað“. Einhverjir atvinnurekendur telji sig þannig geta fengið ódýrara vinnuafl en ella.
Umræða um höfnun starfa verður að byggja á staðreyndum
Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir að umræða um að atvinnulausir hafni boðum um vinnu verði að byggjast á staðreyndum. Honum virðist sem ýjað sé að því að atvinnuleysisbætur séu vandamál og jafnvel atvinnulaust fólk líka.
31.05.2021 - 07:00
Geta ekki hafnað vinnu vegna menntunar eða reynslu
Fólk á atvinnuleysisskrá getur ekki hafnað starfi á grundvelli menntunar eða starfsreynslu án þess að það skerði rétt til atvinnuleysisbóta. Vinnumálastofnun vill að fyrirtæki tilkynni um fólk sem neitar vinnu eða lætur ekki ná í sig. Tillit kann að vera tekið til félagslegra aðstæðna en ekki er hægt að bera fyrir sig menntun eða starfsreynslu.
29.05.2021 - 12:28
Spegillinn
Vill fríska upp á ýmislegt í BHM
Friðrik Jónsson, nýr formaður Bandalags háskólamanna, vill hefjast handa strax við að bæta, breyta og byggja upp bandalagið þannig að það þjóni betur fjölbreyttum verkefnum sem eru fram undan. Hann vill líka bæta vinnubrögð á íslenskum vinnumarkaði og stefnir að því að nýr kjarasamningur verði tilbúinn áður en núverandi samningur rennur út.
28.05.2021 - 17:00
Segir ósvífni ÍFF og Play smita út á vinnumarkaðinn
Drífa Snædal, forseti ASÍ segir að ÍFF, Íslenska flugstéttafélagið, beri öll merki þess að vera gult stéttarfélag. Þeir sem sömdu kjarasamning flugfreyja og flugþjóna séu ekki þeir sem eiga að sinna störfunum sem hann snýr að. Ósvífni ÍFF og Play gagnvart launafólki muni smitast út um allan vinnumarkaðinn ef ekki verði spyrnt við fótum.
28.05.2021 - 15:50
Ernst & Young rannsaka Init og reiknistofu
Reiknistofa lífeyrissjóðanna hefur samið við endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young um að gera óháða úttekt á viðskiptum Init við Reiknistofuna. 
Ísland sagt eiga heimsmet í bótaskerðingum
Íslendingar eiga heimsmet í skerðingum í almannatryggingakerfinu að mati skýrsluhöfunda á vegum stéttarfélagsins Eflingar.
27.05.2021 - 13:05
ÍFF harmar og hafnar dylgjum forystu ASÍ
Íslenska flugstéttarfélagið segist furða sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu gegn viðsemjendum þess. Einnig furðar ÍFF sig á því að ASÍ fari fyrst með rangmæli sín um ÍFF og kjarasamninga þess við PLAY í fjölmiðla áður en leitað er svara hjá félaginu.
23.05.2021 - 17:11
Engin sátt í sjónmáli á milli ASÍ og Play
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands og Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play tókust hart á í umræðuþætti á Bylgjunni í morgun. Drífa kallaði eftir því að fulltrúar stéttarfélagsins ÍFF stígi fram, en Birgir segir að Flugfreyjufélag Íslands eigi ekkert erindi að samningaborðinu.
23.05.2021 - 14:45
Segja sveitarfélögin draga lappir í vinnuvikustyttingu
Starfsgreinasamband Íslands segir sveitarfélögin hafa dregið lappirnar í styttingu vinnuvikunnar og fái algera falleinkunn. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ályktun Starfsgreinasambandsins sorglega.
Myndskeið
ASÍ segir laun hjá Play 30% lægri en hjá Icelandair
Forstjóri Play segir byrjunarlaun flugfreyja og þjóna hjá félaginu hærri en hjá Icelandair. Forseti ASÍ segir samanburð samninga þvert á móti sýna að launin hjá Play séu 30% lægri. 
20.05.2021 - 22:00
Segja ummæli Drífu sorglegan og annarlegan áróður
PLAY segir ummæli Drífu Snædal, forseta ASÍ, um launakjör starfsmanna fyrirtækisins vera sorglegan og annarlegan áróður. Fyrirtækið lýsir yfir sárum vonbrigðum með að hún „skuli bregða fæti fyrir nýtt flugfélag sem er beinlínis stofnað til að færa Íslendingum kjarabætur í formi lægri flugfargjalda," segir í fréttatilkynningu PLAY.
20.05.2021 - 02:12
Hækka vexti til að hamla gegn verðbólgu
Seðlabankinn hækkaði vexti í morgun í fyrsta sínn síðan haustið 2018. Seðlabankastjóri segir þetta gert til að vinna gegn þrálátri verðbólgu. Bankinn gerir ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári og því næsta en áður.
19.05.2021 - 19:00
Spegillinn
Lægstu laun á íslenskum vinnumarkaði
Íslenska flugstéttarfélagið sendi í dag sáttasemjara ríkisins kjarasamninga sem það hefur gert fyrir flugmenn og flugliða flugfélagsins Play. Sáttasemjari hafði ítrekað leitað eftir að fá samningana því skylda er að skila öllum kjarasamningum til embættisins. Forseti ASÍ segir að sér hafi brugðið þegar hún sá samning flugfreyja. Hann kveði á um lægstu laun sem sést hafi á íslenskum vinnumarkaði núna.
17.05.2021 - 17:20
Myndskeið
Ekki stöðugleiki þegar gæðunum er misskipt
Þótt engar væru kröfugöngurnar í dag þá er kjarabaráttan í fullum gangi. Forseti ASÍ segir stöðugleika ekki í boði þegar sumir valsi um auðlindir landsins og maki krókinn á meðan aðrir nái ekki endum saman. Formaður BSRB telur hættu á auknum ójöfnuði. 
Áratugabarátta í höfn með styttingu vinnuvikunnar
Stytting vinnuvikunnar hjá þeim sem vinna vaktavinnu hjá hinu opinbera tekur gildi í dag en hjá dagvinnufólki tók hún gildi um áramótin.
01.05.2021 - 14:22
Nóg til í ríku landi
Baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, verður öðru vísi í dag eins og í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki verða útifundir eða kröfugöngur heldur sjónvarpsþáttur heildarsamtaka launafólks í kvöld.
01.05.2021 - 13:54
Viðskiptasamband við Init í alvarlegri endurskoðun
Viðskiptasamband Reiknistofu lífeyrissjóða við fyrirtækið Init sem rekur tölvukerfi Reiknistofunnar er til alvarlegrar endurskoðunar, segir stjórnarmaður. Stéttarfélagið Efling vill óháða rannsókn.
Konur og innflytjendur hækka mest því með lægri laun
Tímakaup hefur hækkað frá 14 upp í nærri 30 prósent frá því í mars 2019 þar til í janúar 2021. Á þeim tíma hafa 320 kjarasamningar verið gerðir. Lægstlaunuðu hóparnir hækkuðu mest. Þetta kemur fram í skýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun.