Kjaramál

Lagt til að fækka landsbyggðarprestum um tíu
Lagt verður til á komandi kirkjuþingi að fækka prestum kirkjunnar um tíu og hálft stöðugildi. Á sama tíma verður stöðugildum fjölgað á suðvesturhorninu. Dregið verður nokkuð úr sérþjónustu presta.
20.10.2021 - 13:28
ÖBÍ skorar á þingmenn að sýna hugrekki og dug
Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn af sýna hugrekki og dug til að rétta hlut fatlaðs fólks. Þuríður Harpa Sigurðardóttir var endurkjörin formaður sambandsins á aðalfundi þess sem lauk í dag.
Skora á Bláfugl og SA að virða niðurstöðu félagsdóms
Félag íslenskra atvinnuflugmanna skorar á Bláfugl og Samtök atvinnulífsins að virða niðurstöðu félagsdóms um að uppsagnir ellefu flugmanna hjá Bláfugli hafi verið ólögmætar. Það sé krafa réttarríkisins að kjarasamningar séu virtir.
17.10.2021 - 09:11
Fjölmargir greiða yfir 70% ráðstöfunartekna í húsaleigu
Um tíundi hluti allra leigjenda á landinu ver meira en 70 prósentum ráðstöfunartekna sinna til að borga húsaleigu og ríflega fjórðungur leigjenda þarf að greiða yfir helming tekna sinna í húsaleigu. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var á vef stofnunarinnar í gær.
Sjónvarpsfrétt
Staðhæfing stenst ekki segir brottrekinn trúnaðarmaður
Brottrekinn hlaðmaður sem jafnframt var trúnaðarmaður hjá Icelandair furðar sig á fullyrðingu fyrirtækisins um að hún hafi ekki verið trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp. Hún hafi verið í stöðugum samskiptum við yfirmenn sem slíkur. Mörg stéttarfélög hafa stutt hana og málið er á leið í félagsdóm. 
10.10.2021 - 18:52
Lífskjarasamningar í gildi út samningstímann
Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög ASÍ hafa sammælst um að Lífskjarasamningar standi og halda þeir því gildi sínu þar til þeir renna út þann 1. nóvember 2022.
27.09.2021 - 17:00
Morgunútvarpið
Eitt stærsta verkefnið er að grípa langtímaatvinnulausa
Næsta stóra verkefni Vinnumálastofnunar er að grípa þá sem sjá fram á langtímaatvinnuleysi og virðast jafnvel hafa gefist upp á atvinnuleit. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
20.09.2021 - 08:00
Uppsagnir flugmanna dæmdar ólögmætar
Félagsdómur staðfesti nú síðdegis ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í Félagi Íslenskra Atvinnuflugmanna. Formaðurinn segir málið fordæmisgefandi, ekki bara fyrir flugmenn heldur fyrir öll stéttarfélög í landinu.
Iceland oftast með hæsta verðið
Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á matvöru og hreinlætis- og snyrtivöru þann 8. september síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið á matvöru en Iceland oftast með hæsta verðið.
10.09.2021 - 15:53
Skorað á stóru bankana að minnka vaxtamun
VR skorar á stóru bankana þrjá, Lands­banka, Ari­on banka og Ís­lands­banka, að lækka útlánsvexti sína og draga þannig úr vaxtamun. Álagning bankanna sé einfaldlega allt of mikil.
10.09.2021 - 15:10
Launamunur kynja dregst saman - „Þokumst í rétta átt“
Launamunur karla og kvenna hefur dregist saman síðustu ár og á það jafnt við um atvinnutekjur og óleiðréttan og leiðréttan launamun. Forsætisráðherra segir stöðuna þokast í rétta átt.
Ráðherra vill breyta 2ja ára ákvæði talmeinafræðinga
Félag talmeinafræðinga á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þess er farið á leit að heilbrigðisráðherra felli niður tveggja ára starfsreynsluákvæði þeirra líkt og gert var í tilviki sjúkraþjálfara þann 31. ágúst.
Samiðn gagnrýnir harðlega stöðu iðnnáms
Samiðn hefur sent frá sér ályktun þar sem staða iðnnáms hér á landi er gagnrýnd harðlega. Staðan sé orðin mjög alvarleg þegar 700 umsækjendur fái ekki inngöngu í iðnnám. Þá eigi 18 ára og eldri nánast enga möguleika á að komast í iðnnám og það sé algerlega óviðunandi.
01.09.2021 - 10:05
Segir umfjöllun um laun flugumferðarstjóra lágkúrulega
Flugumferðarstjórar aflýstu í gær verkfalli sem átti að taka gildi á þriðjudaginn og samninganefnd skrifaði undir nýjan kjarasamning. Hann vonar að félagsmenn samþykki samninginn og segir umfjöllun um laun flugumferðarstjóra ekki svaraverða og lágkúrulega.
29.08.2021 - 12:49
Spegillinn
Gæti haft áhrif á allt að 6 þúsund farþega
Ef verkfall flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli skellur á á þriðjudag gæti það haft áhrif á tæplega sex þúsund farþega Icelandair. Upplýsingafulltrúi félagsins segir að nú sé unnið að fyrirbyggjandi aðgerðum sem fela í sér að bjóða flugfarþegum að seinka eða flýta flugi um allt að tvo daga.
Framlengt við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna
Heilbrigðisráðherra hefur framlengt gildistíma reglugerðar um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands til 30. nóvember. 
Meðalforstjóri með 86 föld laun meðalstarfsmanns
Forstjóri AstraZeneca launahæstur breskra forstjóra
Þótt laun forstjóra helstu fyrirtækja Bretlands hafi að meðaltali lækkað um sautján af hundraði á síðasta ári þurfa þeir tæpast að herða sultarólina því enn þéna þeir að meðaltali 86 sinnum meira en meðalstarfsmenn fyrirtækjanna sem þeir stýra. Og sá sem mest bar úr býtum þénaði raunar umtalsvert meira í fyrra en árið þar á undan. Sá heitir Pascal Soriot og er forstjóri lyfjafyrirtækisins AstraZeneca, sem framleitt hefur eitt mest notaða bóluefnið gegn COVID-19.
19.08.2021 - 05:19
Spegillinn
Langtímaatvinnuleysi í eðlilegt horf á vormánuðum
Vinnumálastofnun spáir að það dragi jafnt og þétt úr langtímaatvinnuleysi og að á vormánuðum verði það komið í eðlilegt horf. Í lok júlí höfðu um 5400 verið án vinnu lengur en í 12 mánuði og fækkaði um tæplega 500 frá í júní.
Spegillinn
Óheillaþróun fyrir okkur öll
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar því að atvinnuleysi sé komið niður í 6%. Hins vegar sé ljóst að atvinnuleysið sé enn allt of mikið. Hann hefur áhyggjur af því að langtímaatvinnuleysi skjóti rótum hér. Það sé mikil óheillaþróun. Hann segir að þetta hljóti að verða rætt í aðdraganda Alþingiskosninga.
13.08.2021 - 17:00
Spegillinn
Óttast langtímaatvinnuleysi
Forseti Alþýðusambands Íslands fagnar því að dregið hafi úr atvinnuleysi en óttast langtímaatvinnuleysi eins og varð eftir hrunið 2008. Verkefnið fram undan sé að finna þetta fólk og virkja það, í nám eða störf sem henta.
12.08.2021 - 09:30
Hafði betur hjá Persónuvernd og fer fram á 75 milljónir
Fyrrverandi fjármálastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hefur stefnt félaginu og fer fram á að það greiði honum 75 milljónir króna; tæpar 56 milljónir vegna vangoldinna launagreiðslna og lögfræðikostnaðar, 11 milljónir í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar og 8 milljónir í miskabætur.
Ósátt við veru Boga á auglýsingu Kvenréttindafélagsins
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir mynd Kvenréttindafélags Íslands í auglýsingu sem birtist í gær á kvenréttindadeginum. Þar eru ýmsar konur og karlar sem raðast upp svipað eins og fulltrúar á frægu málverki af þjóðfundinum 1851. Sólveig Anna lýsir óánægju sinni með að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sé meðal þeirra sem eru á myndinni.
20.06.2021 - 16:33
Spegillinn
Atvinnulaust fólk ekki hilluvara sem hægt er að kippa í
Þó að atvinnuleysi hafi lækkað hlutfallslega um 12% í síðasta mánuði segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að ekki sé hægt að fagna því sérstaklega því atvinnuleysi sé enn óásættanlega hátt. Það gangi heldur ekki upp að atvinnurekendur séu í stökustu vandræðum með að manna störf sem þeir auglýsa. Forseti ASÍ segir að ekki megi líta á atvinnulaust fólk sem einhverja lagervöru sem hægt sé að kippa í með stuttum fyrirvara.
Eigandi starfsmannaleigu dæmdur fyrir hættulegt húsnæði
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi eiganda starfsmannaleigu í dag til fimm mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Maðurinn var ákærður fyrir að stefna starfsmönnum sínum í hættu með því að útbúa fyrir þá búseturými í iðnaðarhúsnæði sem hann réði. Þegar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tók húsnæðið út taldi það til margvíslega hættu sem íbúum var búin.
Ellilífeyrisþegum fjölgað um helming á rúmum áratug
Sífellt fleiri ellilífeyrisþegar hafa allar sínar tekjur frá lífeyrissjóðum en fá engan ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Ellilífeyrisþegum hefur fjölgað um helming á rúmlega áratug. Á síðustu áratugum hefur hlutfallið milli starfandi fólks á vinnumarkaði og einstaklinga á eftirlaunum farið úr 7,0 í 5,3.
09.06.2021 - 12:38