Kjaramál

Spegillinn
200 falla af bótum 2021 í Reykjanesbæ
Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í janúar og verði tæplega 12 af hundraði. Í lok desember mældist atvinnuleysið 10,7%. Mesta atvinnuleysið er sem fyrr á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysið meðal kvenna var yfir 26%. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ vill að bótatímabilið verði lengt. Það stefni í að um 200 manns í bænum falli af bótum á þessu ári.
15.01.2021 - 16:52
Óperustjóri vísar ásökunum söngvara á bug
„Söngvurum finnst þeir til lengri tíma hafa fengið lítilsvirðandi viðmót frá stjórnendum Íslensku óperunnar,“ segir Ása Fanney Gestsdóttir, formaður Klassís, fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Klassís hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar vegna stjórnunarhátta síðustu ár en Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri hafnar ásökunum félagsins og vill stofna til samtals við söngvara um samningagerð.
11.01.2021 - 13:24
FÍA saka Bláfugl um kjarasamningsbrot vegna uppsagna
Félag íslenskra atvinnuflugmanna sakar flugfélagið Bláfugl um brot á kjarasamningum vegna uppsagna 11 flugmanna félagsins. Í stað þeirra eigi að ráða nýja flugmenn í gegnum starfsmannaleigur á lakari kjörum.
07.01.2021 - 19:14
Spegillinn
Útlendingar áhugasamir að stunda nám í atvinnuleysi
Mikill meirihluti þeirra sem sótt hafa um að stunda nám á fullum atvinnuleysisbótum eru erlendir atvinnuleitendur. Þeir sem hafa verið á bótum lengur en í sex mánuði gefst kostur á að setjast á skólabekk í eina námsönn. Tæplega 500 manns hafa sótt um að hefja nám á vorönn. Það eru nokkuð færri en búist var við.
06.01.2021 - 09:55
Spegillinn
COVID afhjúpaði berskjaldaða hópa á vinnumarkaði
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að atvinnuleysið eigi ekki eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Hún reiknar með því að kosningabaráttan eigi að einhverju leyti eftir að snúast um hvernig brugðist verði við halla ríkissjóðs, stöðu almennings og vinnandi fólks.
30.12.2020 - 17:00
Jafnlaunavottun eykur skrifræði og er jafnvel tálsýn
Jafnlaunavottun hefur í för með sér aukið skrifræði og kerfisvæðingu og er jafnvel tálsýn. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Gerða Björg Hafsteinsdóttir sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, Erla Sólveig Kristjánsdóttir og Þóra H. Christiansen, hjá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, gerðu á upplifun stjórnenda á áhrifum jafnlaunavottunar á kjaraumhverfi á íslenskum vinnumarkaði.
26.12.2020 - 15:19
Flugvirkjar í kappi við tímann að semja
Tveir fundir hafa verið haldnir í deilu Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins frá því að lög voru sett á verkfallsaðgerðir flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Allt kapp er lagt á að semja áður en gerðardómur tekur til starfa 4. janúar.
21.12.2020 - 07:39
Lögðu fram drög að nýjum kjarasamningi
Samninganefnd flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni lagði fram drög að heildstæðum kjarasamningi á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélagsins, segir mikilvægt að semja og komast hjá því að kjaradeilan fari fyrir gerðardóm.
ASÍ telur stjórnvöld ganga gegn markmiðum samninga
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands styður kröfu eldri borgara um hækkun ellilífeyris og telur fjármálaráðuneytið ganga gegn markmiðum kjarasamninga um að rétta stöðu þeirra tekjulægstu.
16.12.2020 - 16:54
COVID kreppa bitnar mest á láglaunafólki
Láglaunanfólk tekur versta skellinn í kreppunni sem nú gengur yfir og grípa verður til sértækra aðgerða til að koma í veg fyrir að ójöfnuður aukist, segir framkvæmdastjóri ASÍ.
Allt að 120 prósenta verðmunur á borðspilum
Allt að 120 prósenta verðmunur er á borðspilum milli verslana. Samkvæmt nýrri verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ eru flest borðspil ódýrust í A4 og dýrust í versluninni Margt og mikið. Mesta úrvalið er í Spilavinum.
12.12.2020 - 13:58
Segir COVID koma í veg fyrir mótmæli eldri borgara
Formaður Landssambands eldri borgara segir kjaragliðnun hafa orðið og eldri borgarar hafi setið eftir. Þeir verst settu búi við fátækt. Ef ekki væri COVID væru eldri borgarar mættir á Austurvöll.
Frumvarpið afgreitt óbreytt úr allsherjarnefnd
Allsherjar og menntamálanefnd lauk afgreiðslu sinni á frumvarpi um lög á verkfallsaðgerðir flugvirkja nú undir kvöld.
27.11.2020 - 19:52
Lög á verkfall rædd á Alþingi
Lagasetning á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýndu dómsmálaráðherra og ríkisstjórnina fyrir lagasetninguna og sögðu að bregðast hafi þurft við stöðunni fyrr.
27.11.2020 - 17:53
Flugvirkjar segja lagasetningu bera vott um offors
Flugvirkjafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við lagasetningu á verkfall þeirra í umsögn um frumvarp dómsmálaráðherra sem nú er til umræðu á Alþingi. Félagið segir lagasetninguna bera vott um offors samninganefndar ríkisins og ráðherra.
27.11.2020 - 16:59
Ríkissáttasemjari eygir enga lausn í augnablikinu
Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og ríkisins, setið var á fundi í tíu tíma í gær og náðist ekki sátt. Verkfall flugvirkjanna hófst 5. nóvember og nú er ekkert flugfar gæslunnar lofthæft. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram svokallaða innanhússtillögu í gær sem flugvirkjar samþykktu ekki.
Myndskeið
Flugvirkjar féllust ekki á tillögu sáttasemjara
Ekkert miðaði í viðræðum flugvirkja og ríkisins í dag. Guðmundur Úlfar Jónsson formaður Félags flugvirkja segir að lítið hafi miðað í viðræðunum í dag. Dómsmálaráðherra hefur sagt að til greina komi að setja lög á verkfallsaðgerðirnar. Ríkissáttasemjari segir að hann hafi lagt fram tillögu sem flugvirkjar gátu ekki sætt sig við.
26.11.2020 - 19:41
Auðskilið mál
Engin þyrla tiltæk en varðskip komin út á sjó
Engin björgunarþyrla er tiltæk hjá Landhelgisgæslunni eins og stendur. Ef fólk lendir í neyð á landi þarf að treysta á björgunarsveitir og lögreglu. Gæslan hefur sem betur fer ekki þurft á þyrlu að halda í dag.
Samningafundur í flugvirkjadeilunni stendur enn
Samninganefndir flugvirkja og ríkisins sitja á fundi hjá ríkissáttasemjara. Frá miðnætti hafa ekki komið upp nein tilvik þar sem þörf hefði verið á aðstoð þyrlu, en engin björgunarþyrla hefur verið til taks frá þeim tíma.
Myndskeið
Verða að treysta á björgunarsveitir og lögreglu
Einu björgunartæki Landhelgisgæslunnar næstu tvo sólarhringa eru skip þar sem engin þyrla verður tiltæk vegna verkfalls flugvirkja. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að treysta verði á björgunarsveitir og lögreglu lendi fólk í neyð utan alfaraleiðar. 
25.11.2020 - 19:55
Myndskeið
Staðan grafalvarleg í kjaraviðræðum flugvirkja
Ríkissáttasemjari segir að staðan í kjaraviðræðum flugvirkja og ríkisins sé grafalvarleg og þung.
25.11.2020 - 19:20
Samningafundi flugvirkja lokið – nýr fundur á morgun
Árangurslaus sáttafundur var haldinn í dag í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins. Sáttasemjari hefur boðað deiluaðila á sinn fund klukkan 9 í fyrramálið. Frá miðnætti verður engin björgunarþyrla tiltæk í tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja.
25.11.2020 - 18:09
Engin björgunarþyrla frá miðnætti – Fundur í dag
Frá og með miðnætti verður engin björgunarþyrla tiltæk í tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja. Samninganefndir flugvirkja og ríkisins hafa verið boðaðar á samningafund síðdegis. 
25.11.2020 - 13:31
Viðtal
Þarf skýrari aðgerðir og aukna fjárfestingu
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir að aðgerðirnar sem ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku séu ekki nægilega skýrar og vel afmarkaðar. Hún segir að auka þurfi fjárfestingu ef stefnt er að því að vaxa út úr kreppunni. 
25.11.2020 - 10:49
Með öllu óviðunandi og ógnar íbúum Vestmannaeyja
Almannavarnanefnd Vestmannaeyja hefur lýst yfir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er varðandi þyrlur Landhelgisgæslunnar vegna verkfalls flugvirkja. Á morgun verður engin þyrla til taks hjá Gæslunni í að minnsta kosti tvo daga vegna viðhalds.