Kjaramál

Flugfreyjur funda með lögfræðingum vegna endurráðninga
Icelandair sendi í gær og fyrradag bréf til hóps flugfreyja þar sem þeim var boðin endurráðning. Nokkur ólga er þó meðal flugfreyja vegna þess að fyrirtækið fór ekki aðeins eftir starfsaldri við endurráðningarnar, sem þær telja brjóta í bága við ákvæði þess efnis í kjarasamningi.
29.07.2020 - 12:07
Flugumferðarstjórar og Isavia ANS semja
Samkomulag hefur náðst í deilu Isavia ANS og flugumferðarstjóra vegna skerðingar á vinnu og launum flugumferðarstjóra.
28.07.2020 - 16:58
Viðtal
„Það besta í ömurlegri stöðu“
„Við horfðum á þetta sem svo að þetta sé það besta í ömurlegri stöðu. Hér höfum við eitthvað um kaup okkar og kjör til framtíðar að segja og í leiðinni erum við að standa vörð um stéttarfélag okkar.“ Þetta sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við fréttastofu nú síðdegis.
27.07.2020 - 16:45
Flugfreyjur samþykktu kjarasamning
Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands hafa samþykkt kjarasamning milli Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna Icelandair ehf.
27.07.2020 - 12:56
VR dregur yfirlýsingu um málefni Icelandair til baka
Stjórn VR hefur samþykkt að draga yfirlýsingu vegna málefna Icelandair til baka. Í yfirlýsingunni voru stjórnarmenn sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hvattir til að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Yfirlýsingin kom í kjölfar fregna um að Icelandair hyggðist slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands.
24.07.2020 - 15:29
Yfirlýsingar Ragnars Þórs „út úr öllu korti“
Seðlabankastjóri segir að tryggja þurfi sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóða, í samþykktum sjóðanna og mögulega með lögum. Hann segir yfirlýsingar formanns VR, um að stjórnarmönnum VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna verði skipt út ef þeir fari ekki að tilmælum stéttarfélagsins, út úr öllu korti.
24.07.2020 - 12:43
Myndskeið
Djúp undiralda á vinnumarkaði
Fyrirætlanir Icelandair um að semja við annað stéttarfélag en Flugfreyjufélag Íslands voru aðför að stöðu verkalýðshreyfingarinnar, að mati prófessors í sagnfræði. Sérfræðingur í vinnumarkaðsfræði segir atburði síðustu daga gefa vísbendingar um djúpa og þunga undiröldu á vinnumarkaði. 
22.07.2020 - 18:55
Atkvæðagreiðsla félagsmanna FFÍ hófst í dag
Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Flugfreyjufélagi Íslands um nýjan kjarasamning hófst að hádegi í dag. Ritari félagsins staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Atkvæðagreiðslan er rafræn og henni lýkur á mánudag.
22.07.2020 - 14:18
„Skiptir okkur öllu máli að þessi niðurstaða náðist“
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, fagnar því að þriggja sólarhringa vinnustöðvun Sjómannafélags Íslands hafi verið aflýst. Vinnustöðvun undirmanna um borð í Herjólfi átti að hefjast á miðnætti.
21.07.2020 - 08:25
„Nú er þetta í höndum félagsmanna“
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að hljóðið sé þungt í félagsmönnum eftir atburðarás síðustu daga. Hún er þó bjartsýn um að félagsmenn samþykki nýjan kjarasamning. Stjórnendur Icelandair tilkynntu á föstudag að félagið myndi hætta viðræðum við Flugfreyjufélagið og leita á önnur mið eftir samningum. Öllum flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp störfum.
20.07.2020 - 13:37
Ekki búið að kæra siglingu gamla Herjólfs
Vinnustöðvun háseta, bátsmanna og þjónustufólks um borð í Herjólfi hefst á miðnætti í kvöld og stendur í tvo sólarhringa. Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að viðræður séu í gangi og að deilan verði leyst við samningaborðið.
20.07.2020 - 13:07
Viðtal
Fagnar því að kjaradeilan leystist við samningaborðið
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að kjaradeila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hafi verið leyst við samningaborðið. Hún segist hafa verið í samskiptum við ríkissáttasemjara en ekki hafa rætt beint við forstjóra Icelandair. Katrín segir að fyrirheit um aðstoð við Icelandair hafi byggt á því að það væri flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi sem hefði íslenska kjarasamninga á íslenskum markaði.
19.07.2020 - 18:40
Segir formann VR tefla störfum félaga sinna í hættu
Félagi í VR og starfsmaður Icelandair segir að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vinni beinlínis gegn hagsmunum Icelandair og tefli störfum félagsmanna sinna í hættu. Ragnar Þór segir nýjan kjarasamning Icelandair og Flugfreyjufélagsins ekki breyta þeirri skoðun sinni að stjórnendur Icelandair hafi sýnt starfsfólki óboðlega framkomu.
19.07.2020 - 18:00
Óttast að átök föstudagsins geti haft áhrif áfram
Forseti Alþýðusambands Íslands og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagna kjarasamningi Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands sem var undirritaður í nótt. Forseti ASÍ óttast að yfirlýsingar föstudagsins eigi eftir að hafa afleiðingar, enda hafi Icelandair farið ansi langt í að sniðganga viðsemjendur sína. Framkvæmdastjóri SA segir að stjórnvöld hafi engan þrýstingi beitt hvorki Icelandair né SA.
19.07.2020 - 17:03
Myndskeið
Sameiginleg ástríða landaði samningnum
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist hafi skynjað sameiginlega ástríðu forystumanna Icelandair og flugfreyja fyrir fyrirtækinu og það hafi landað samningnum sem undirritaður var í nótt.
Myndskeið
Flugfreyjur og Icelandair boðuð á fund
Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands á samningafund nú undir kvöld. Samninganefndirnar eru nú í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni í Reykjavík, en meðal þeirra sem sitja fundinn er Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair.
18.07.2020 - 18:20
Allsherjarverkfall misráðin aðgerð, segir Lára V.
Lára V. Júlíusdóttir lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segir allsherjarvinnustöðvun sem Flugfreyjufélag Íslands ætli að greiða atkvæði um sé mjög misráðin. Hún geti orðið tvíbent vopn sem Samtök atvinnulífsins gætu nýtt sér til að semja við aðra. Þá sér hún ekki fyrir sér að hugsanleg samúðarverkföll yrðu almennt liðin í því ástandi sem nú sé uppi. 
Flugmenn Icelandair á upprifjunarnámskeið um öryggismál
Sex til átta flugmenn verða um borð í flugvélum Icelandair frá mánudegi. Flugrekstrarstjóri félagsins segir þá hafa alla öryggisþjálfun sem krafist er en fari þó á stutt upprifjunarnámskeið næstu daga. Hagfræðingur segir Icelandair í lífróðri og að verið sé að reyna að bjarga fyrirtækinu.
Flugfreyjur greiða atkvæði um allsherjarvinnustöðvun
Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands samþykkti á fundi sínum síðdegis að boða allsherjarvinnustöðvun hjá Icelandair ef félagsmenn samþykkja slíkt í atkvæðagreiðslu. Þannig bregst félagið við ákvörðun Icelandair að slíta samningaviðræðum, segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum, og boða viðræður um kjarasamninga við annað félag en Flugfreyjufélagið.
17.07.2020 - 18:34
Stjórn VR vill sniðganga hlutafjárútboð Icelandair
Stjórn VR vill að stjórnarmenn sem VR skipaði í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sniðgangi eða greiði atkvæði gegn þátttöku lífeyrissjóðsins í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér eftir að Icelandair sleit viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands um kjarasamning og lýsti því yfir að semja ætti við annan viðsemjanda um kjarasamning.
17.07.2020 - 16:57
Viðtal
Stefna að því að vera áfram á íslenskum vinnumarkaði
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að stjórnendur flugfélagsins hafi ekki séð fram á að ná samningum við Flugfreyjufélag Íslands, því hafi þeir slitið viðræðum. Hann segir að ekki séu hafnar viðræður við neinn um nýjan kjarasamning en stefnt sé að því að flugfélagið verði áfram á íslenskum vinnumarkaði.
17.07.2020 - 16:44
Viðtal
„Þetta er félaginu til skammar“
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að ákvörðun Icelandair um að slíta viðræðum um kjarasamning, fyrirvaralaust og einhliða, sé mikil vonbrigði og fyrirtækinu til skammar. Þetta setji Flugfreyjufélagið í þá stöðu að þurfa að undirbúa verkfallsaðgerðir. Guðlaug Líney segir að félagið muni grípa til allra þeirra ráðastafana sem þörf krefur.
17.07.2020 - 15:53
Viðtal
Ekki hægt að búa við þessa stöðu lengur
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að samtökin standi með Icelandair að ákvörðun um að slíta viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og leita annað. Samtökin fóru með samningsrétt fyrir hönd Icelandair. Halldór Benjamín segir að sú leið sem var farin sé lögleg en að ef Flugfreyjufélag Íslands sætti sig ekki við hana getið það farið fyrir dómstóla með málið.
17.07.2020 - 15:17
Viðtal
Drífa Snædal segir Icelandair beita lúalegum brögðum
Drífa Snædal forseti ASÍ segir algerlega ótrúlegt að verða vitni að þessum vinnubrögðum Icelandair að segja öllum flugfreyjum upp og fá flugmenn til að sinna öryggisgæslu um borð frá og með næsta mánudegi.
17.07.2020 - 14:19
Segja upp öllum flugfreyjum og slíta viðræðum
Stjórnendur Icelandair hafa ákveðið að hætta viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og leita eftir samningum við „annan samningsaðila á hinum íslenska vinnumarkaði, um framtíðarkjör öryggis- og þjónustuliða hjá félaginu,“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. Öllum flugfreyjum og flugþjónum verður sagt upp. Þess í stað eiga flugmenn að taka að sér störf öryggisliða um borð tímabundið.
17.07.2020 - 13:43