Kjaramál

BHM varar við hækkun skatta á háskólamenntaða
Bandalag háskólamanna varar við því að reynt verði að bæta afkomu ríkissjóðs með því að hækka skatta háskólamenntaðs fólks. Þetta kemur fram í umsögn BHM um fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2022 - 2026. Þar segir að félagið vari við því að tekjuskattur á háskólamenntaða verði hækkaður við útfærslu afkomubætandi ráðstafana í opinberum fjármálum næstu árin.
Spegillinn
Þörf á 75 nýjum lögreglumönnum
Ráða þarf um 75 nýja lögreglumenn vegna styttingar vinnuvikunnar sem tekur gildi um mánaðamótin. Áætlað er að kostnaðurinn vegna þess nemi um 900 milljónum króna. Ekki liggur enn fyrir hvað ríkið er tilbúið greiða mikið af þessum kostnaði. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að ef ekki verði ráðinn nægur mannskapur geti breytingin haft í för með sér aukna yfirvinnu.
Spegillinn
Vaktir styttast hjá nær níu þúsund manns
Vinnuvikan styttist um næstu mánaðamót hjá allt að níu þúsund opinberum starfsmönnum sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Í sumum tilfellum getur vinnuvikan styst úr 40 tímum í 32. Langflestir sem eru í hlutastörfum ætla að halda áfram sama vinnuframlagi og hækka um leið launin.
08.04.2021 - 15:40
Munur á atvinnutekjum eftir menntun hefur dregist saman
Á síðustu tuttugu árum hafa atvinnutekjur þeirra sem aðeins hafa grunnmenntun hækkað mest, og þeirra sem hafa háskólamenntun hækkað minnst. Þannig hefur dregið töluvert úr tekjumun eftir menntunarstigi. Þetta kemur fram í nýrri greiningu hagfræðideildar Landsbankans.
07.04.2021 - 15:09
Spegillinn
Fyrirtæki sýna ráðningarstyrkjum áhuga
Svo virðist sem talsverður áhugi sé meðal fyrirtækja á að nýta ráðningarstyrki til að ráða atvinnulaust fólk. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að fyrirtæki sýni ákveðna samfélagslega ábyrgð ef þau nýta ráðningarstyrki til að ráða fólk á atvinnuleysisskrá.
Spegillinn
Sameiginleg nálgun til að ráðast gegn atvinnuleysinu
Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að nýta sér ráðningarstyrki til að ráða atvinnulaust fólk í ný störf. Framkvæmdastjóri SA segir að þetta sé sameiginleg nálgun samfélagsins til þess að ráðast á atvinnuleysið. Öll fyrirtæki geti nýtt sér styrkina.
Kastljós
Fimmtungur atvinnulausra býr við efnislegan skort
Aldrei hafa jafnmargir verið í atvinnuleit á Íslandi og nú. Ríflega 21 þúsund manns eru án atvinnu og 4.300 manns eru í skertu starfshlutfalli. Atvinnuleysi kemur mjög illa niður á ákveðnum starsgreinum og það er ólíkt því sem gerðist í hruninu þegar atvinnuleysi dreifðist nokkuð jafnt um samfélagið. „Það varð gríðarlegt högg,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í Kastljósi í kvöld. 
17.03.2021 - 20:39
Sjómenn tortryggja verðlagningu á loðnu íslenskra skipa
Forysta Sjómannasambands Íslands telur brýnt að kanna hvernig standi á því ríflega tvöfalt hærra verð hafi verið greitt fyrir loðnu sem landað var úr norskum skipum hér á landi en fyrir loðnu úr íslenskum skipum, sem þó var í hærri gæðaflokki. Þetta segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hann segir sjómenn vilja að þetta verði skoðað svo skera megi úr um það, hvort áhafnir íslensku skipanna hafi verið hlunnfarnar.
Íslendingar vinna minna og upplifa síður skort
Vinnuvikan hefur styst allverulega hjá Íslendingum undanfarin ár og er það til marks um að Íslendingar hafi í ríkari mæli náð jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þeim fækkar sem upplifa skort.
16.03.2021 - 08:32
Spegillinn
Vilja afnema skerðingar vegna atvinnutekna aldraðra
Samkvæmt samantekt fjármálaráðuneytisins hafa kjör eldri borgara batnað verulega á síðustu árum. Heildartekjur ellilífeyrisþega, sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, hafa aukist um helming frá 2015. Stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara segir að tölurnar sýni að helmingur, eða 16 þúsund eftirlaunaþegar sem fá greiðslur úr lífeyrissjóðum og bætur frá ríkinu, séu með tekjur undir 400 þúsund krónum á mánuði. Spurningin sé hvort það teljist vera góð kjör.
Vill koma til móts við þá sem sýnt hafa óánægju
Ragnar Þór Ingólfsson sem endurkjörinn var formaður í allsherjarkosningu sem lauk í dag segir að fara verði yfir niðurstöðu kosninganna og koma til móts við þá sem hafi sýnt einhverja óánægju.
12.03.2021 - 16:49
Kjaramál · Innlent · VR
Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR
Ragnar Þór Ingólfsson var endurkjörinn formaður VR til næstu tveggja ára. Atkvæðagreiðslan hófst á mánudag og lauk á hádegi og voru niðurstöðurnar gerðar kunnar síðdegis.
12.03.2021 - 14:27
Spegillinn
Stóra verkefnið að endurheimta störfin
Almennt atvinnuleysi dróst örlítið saman í febrúar, í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Forseti ASÍ segir að stóra verkefnið framundan sé að fjölga störfum og koma fólki í virkni. Aðstoðarframkvæmdastjóri SA segir að efnahagsbati sé í vændum en það muni taka tíma að vinna upp efnahagsslakann og endurheimta störf.
10.03.2021 - 17:53
Atvinnuleysi dróst saman í fyrsta sinn síðan í maí
Atvinnuleysi var 11,4 prósent á Íslandi í febrúar og dróst saman úr 11,6 prósentum í janúar. Hingað til hefur atvinnuleysi aukist stöðugt frá því í maí. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir samdráttinn fyrst og fremst skýrast af því að loðnuvertíðin sé byrjuð og að veitingaþjónusta hafi hrokkið í gang þegar kórónuveirusmitum fór að fækka.
10.03.2021 - 14:44
Fær 370 þúsund króna launahækkun
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í síðasta mánuði að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra fyrirtækisins, um 370 þúsund krónur á mánuði. Launin fara við það úr 2,5 milljónum í 2,87 milljónir króna á mánuði.
Synjum lögbannskröfu staðfest í héraðsdómi
Héraðsdómur Reykjaness staðfesti í morgun ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að synja lögbannskröfu flugfélagsins Bláfugls á verkfallsaðgerðir flugmanna.
05.03.2021 - 12:07
Biden hlynntur verkalýðsfélögum
Joe Biden forseti Bandaríkjanna hvatti verkafólk til að mynda verkalýðsfélög og láta ekki vinnuveitendur kúga sig til að sniðganga slík félög. Hann segir að efnahagskerfi Bandaríkjanna hafi verið byggt upp af millistéttarfólki, en ekki á Wall Street.
01.03.2021 - 03:33
Segir skerðingar reka fólk út í sára fátækt
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir skerðingar í almannatryggingakerfinu leiða hóp fólks út í sára fátækt, ljóst sé að ríkissjóður verði að leggja til mun meira fjármagn til að koma til móts við þá verst settu. Fjármálaráðherra segist gríðarlega stoltur af því félagslega öryggisneti sem almannatryggingakerfið sé þótt vissulega sé hægt að gera betur en til þess verði réttar forsendur að vera til staðar. En öryggisnet hins opinbera geti ekki gripið alla.
25.02.2021 - 23:02
Máli Öryrkjabandalagsins gegn borginni vísað frá
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá dómi máli sem Öryrkjabandalag Íslands höfðaði gegn Reykjavíkurborg. ÖBÍ krafðist þess að Reykjavíkurborg væri dæmd skaðabótaskyld gagnvart leigjendum hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, aftur til ársins 2009 vegna þess að borgin synjaði fólkinu ólöglega um sérstakar húsaleigubætur. Sú ákvörðun Reykjavíkurborgar var síðar dæmd ólögleg og borgin greiddi bætur aftur til ársins 2012.
25.02.2021 - 17:12
Álag á starfsfólk hins opinbera hefur aukist mikið
Meira en helmingur launafólks finnur fyrir auknu álagi í starfi vegna kórónuveirufaraldursins, samkvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir BSRB. Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir aukið álag mikið áhyggjuefni.
25.02.2021 - 08:59
Máli gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi máli sem fjórir Rúmenar höfðuðu gegn Eldum rétt og aðstandendum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Fólkið kvaðst hafa verð hýrudregið og sætt vanvirðandi meðferð og þvingunar- eða nauðungarvinnu. Dómarinn sagði að þar sem gjaldþrotaskiptum á Mönnum í vinnu væri lokið væri málinu gegn því sjálfkrafa vísað frá dómi. Og þar sem málinu gegn starfsmannaleigunni gjaldþrota var vísað frá dómi var málinu gegn Eldum rétt líka vísað frá.
Frontex-verkefnið í uppnámi?
Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni segja að nýr kjarasamningur samkvæmt úrskurði gerðardóms setji Frontex-verkefni Gæslunnar í uppnám. Samningurinn kveði á um að starfsstaður flugvirkja sé ráðningarstaður þeirra og því beri þeim ekki að vinna erlendis nema að um það sé sérstaklega samið. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélagsins segir þetta breytingu frá fyrri samningi.
23.02.2021 - 18:37
Laun hækkuðu um 3,7 prósent í janúar
Launavísitalan hækkaði um 3,7 prósent milli mánaða í janúar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Hækkunina má að langmestu leyti rekja til launahækkana samkvæmt kjarasamningum sem náðu til meirihluta launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Algengasta hækkunin var 15.750 króna almenn kauphækkun mánaðarlauna fyrir fullt starf, og kauptaxtahækkun um 24 þúsund krónur.
23.02.2021 - 09:26
Viðtal
Kynbundinn launamunur á ábyrgð stjórnenda
„Við verðum að setja upp kerfi sem gerir það að refsiverðu athæfi að sjá ekki til þess að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar,“ segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1. Konur með grunnháskólamenntun hafa svipaðar heildartekjur og karlar sem aðeins hafa lokið grunnskóla. Þórarinn segir að þótt launamunurinn breytist með árunum sé hann alltaf til staðar.
„Við erum stöðnuð í jafnréttismálum“
„Við erum stöðnuð í jafnréttismálum. Það er engin raunveruleg framþróun,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um þann mikla mun á tekjum kvenna og karla sem fréttastofa fjallaði um í gær. Konur í sambúð með meistaragráðu hafa að jafnaði næstum hundrað þúsund krónum lægri heildartekjur á mánuði en karlar í sambúð með grunnháskólamenntun. Konur með grunnháskólamenntun hafa svipaðar heildartekjur og karlar sem aðeins hafa lokið grunnskóla og á landsbyggðinni hafa þeir hærri tekjur en þær.