Kjaramál

Samninganefndir taka stöðuna með sáttasemjara á morgun
Hjúkrunarfræðingar funduðu í morgun hjá Ríkissáttasemjara. Að sögn Gunnars Helgasonar, formanns samninganefndar félags hjúkrunarfræðinga, er ekkert nýtt að frétta.
28.05.2020 - 16:58
Segir Isavia ANS ekki geta sagt upp starfsfólki annarra
Framkvæmdastjóri Isavia ANS segir félagið sjálfstætt félag og því geti uppsagnir ekki farið eftir starfsaldurslista sem taki þá til fleiri félaga. Flugumferðarstjórar telja listann gilda og því séu uppsagnir hundrað flugumferðarstjóra andstæðar honum.
28.05.2020 - 13:41
Myndskeið
Ranglega farið að uppsögnum segja flugumferðarstjórar
Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að kjarasamningar hafi verið virtir að vettugi þegar ákveðið var að segja upp 100 flugumferðarstjórum hjá Isavia ANS og ráða þá í 75 prósent starf. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS telur að reksturinn verði kominn í sæmilegt jafnvægi fyrri hluta næsta árs.
27.05.2020 - 18:21
Myndskeið
Samþykktu hlutafjárútboð í Icelandair einróma
Hluthafar í Icelandair samþykktu hlutafjárútboð einróma á hlutahafafundi í dag. Ráðgert er að hlutafjárútboðið fari fram dagana 29. Júní til 2. Júlí. Í glærukynningu sem birt hefur verið í kauphöllinni kemur fram að útboðslýsing fyrir mögulega fjárfesta verði birt 16. júní. Stefnt er að því að daginn áður, eða 15. júní, verði Icelandair búið að semja við ríkið um lánalínur og við núverandi lánadrottna um skilmálabreytingar og greiðslufresti.
22.05.2020 - 16:26
Flugfreyjur hafa boðið tímabundinn fleytisamning
Flugfreyjur hafa boðið Icelandair svokallaðan fleytisamning til að hjálpa flugfélaginu yfir erfiðasta hjallann í kreppunni. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins segir þó ekki koma til greina að skerða laun og réttindi  flugfreyja til frambúðar.
22.05.2020 - 15:58
Samningur Eflingar samþykktur í atkvæðagreiðslu
Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Hveragerði og Ölfus samþykktu kjarasamning sem undirritaður var 10. maí. 118 greiddu atkvæði samþykktu allir nema einn samninginn, en sá greiddi atkvæði gegn samningnum. Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð frá hádegi á mánudag til hádegis í dag. 
22.05.2020 - 14:44
Atkvæðagreiðslu hjá flugmönnum lýkur klukkan 16
Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning flugmanna og Icelandair lýkur klukkan fjögur í dag, en hún hófst á föstudag fyrir viku. Búist er við að niðurstöður liggi fyrir örfáum mínútum eftir að atkvæðagreiðslunni lýkur.
22.05.2020 - 13:51
Icelandair fær sennilega að auka hlutafé
Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna á ekki von á öðru en að stjórn Icelandair fái heimild til að auka hlutafé í félaginu á hluthafafundi í dag. Lífeyrissjóðurinn hefur ekki ákveðið hvort hann taki þátt í hlutafjárútboðinu.
22.05.2020 - 12:45
útvarpsfrétt
Þekkt aðferð til að rjúfa samstöðu
Flugfreyjur sitja nú á félagsfundi og ræða stöðuna í kjaradeilunni við Icelandair. Forseti Alþýðusambandsins segir að forstjóri Icelandair beiti þekktum aðferðum til að rjúfa samstöðu flugfreyja. Aðfarir félagsins verði ekki látnar óátaldar.
Hækkun launavísitölu í apríl sú mesta í 12 mánuði
Launavísitala í apríl hækkaði um 3,3% frá marsmánuði. Þetta er mesta breyting á vísitölunni á milli mánaða undanfarna 12 mánuði. Breytingin er meðal annars vegna launahækkana sem samið var um í kjarasamningum bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.
22.05.2020 - 09:33
Flugfreyjufélagið segir Boga Nils brjóta lög
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sendi flugfreyjum og flugþjónum félagsins tölvupóst í kvöld með upplýsingum um tilboð Icelandair til Flugfreyjufélagsins. Þar segir hann að það sé í samræmi við stefnu fyrirtækisins um góða upplýsingagjöf til samstarfsfólks. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands segir Boga gerast sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur og reyna að sniðganga félagslega forystu sem félagsmenn hafi valið til að gæta hagsmuna þeirra.
21.05.2020 - 22:14
Viðtal
Ljóst að mikið bar í milli
„Við höfum lagt okkur öll fram og samninganefndirnar hafa lagt hart að sér en það var ljóst að það bar mikið í milli og ólík sýn samingsaðila þannig að við komumst ekki lengra,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjara um stöðu í kjaraviðræðum Flugfreyjufélagsins og Icelandair. Upp úr viðræðunum slitnaði í dag. 
20.05.2020 - 18:53
Fundi Icelandair og flugfreyja lokið
Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk núna um eitt leytið. Nýr fundur hefst klukkan fimm á morgun, að sögn Aðalsteins Leifssonar Ríkissáttasemjara. Fundur stóð í um ellefu tíma, frá því klukkan tvö í dag. 
19.05.2020 - 01:26
Ákveða um framhald kjaraviðræðna í dag
Óformlegum vinnufundum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk að verða eitt í gærkvöld eftir fjórtán tíma fundadag. Samkvæmt Aðalsteini Leifssyni, ríkissáttasemjara, verður staðan metin í dag og ákvörðun tekin þá um framhaldið.
18.05.2020 - 06:42
Vinnufundum flugfreyja og Icelandair lokið
Óformlegum vinnufundum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú rétt fyrir eitt. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Aðalsteinn Leifsson, Ríkissáttasemjari, segir í samtali við fréttastofu að staðan verði metin á morgun og framhaldið þá ákveðið.
18.05.2020 - 01:12
Flugfreyjur og Icelandair funda enn
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sitja enn við samningaborðið hjá Ríkissáttasemjara. Fundur hefur staðið yfir síðan fyrir hádegi í dag.
17.05.2020 - 22:31
Flugfreyjur og Icelandair á vinnufundum
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair eru nú á svokölluðum vinnufundum, en formlegur samningafundur hefur ekki verið boðaður. Icelandair leggur áherslu á að ná samningum fyrir hlutahafafund á föstudag
17.05.2020 - 12:25
„Þurfum að hafa þolinmæði í það að skulda þessa kreppu“
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að stjórnvöld verði að hafa þolinmæði í að skuldsetja sig til að bregðast við kreppunni frekar en að selja ríkiseignir og skera niður. Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til svartsýni þrátt fyrir áföll.
Leigubílstjórar ósáttir við frumvarp Sigurðar Inga
Leigubílstjórar eru ósáttir við frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að þeir geti skilað inn atvinnuleyfum sínum til að geta skráð sig á atvinnuleysisskrá. Það kemur fram í umsögn Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra um frumvarpið. Þar segir að frumvarpið virðist snúast um að greiða ekki hlutabætur til leigubílstjóra.
Atkvæðagreiðsla flugmanna um samning hafin
Flugmenn hjá Icelandair byrjuðu strax í gær að kjósa um nýjan kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair sem undirritaður var snemma í gærmorgun. Þetta segir Jón Þór Þorvaldsson formaður félagsins. Hann segir gögn um samninginn hafa verið senda félögum í gær og að formlegur kynningarfundur verði á mánudag og viðbótarkynningar í vikunni.
16.05.2020 - 18:25
Segir rithöfunda missa stóran hluta tekna vegna COVID
Rithöfundar hafa orðið fyrir miklum tekjumissi vegna COVID-19 faraldursins líkt og aðrir listamenn, segir Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og varaþingmaður. Ástæðan sé sú að upplestrar og önnur verkefni séu stór hluti af tekjum þeirra.
Skref í rétta átt en ekki nógu stórt
Háskólanemar hafa áhyggjur af því að störfin sem stjórnvöld hyggjast fjármagna fyrir stúdenta í sumar séu of fá í ljósi atvinnuástandsins. Stjórnvöld hafa boðað mikla fjölgun slíkra starfa. Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs, sagði í þættinum Vikulokunum á Rás 1 að stúdentar hefðu þegar þurft að hafa alla anga úti til að framfleyta sér fyrir COVID-19 faraldurinn.
16.05.2020 - 12:46
Uppsagnir hjá HSU „skammarleg ákvörðun“
Til stendur að segja upp átta starfsmönnum sem sinna ræstingum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum og bjóða út ræstingar á stofnuninni. Bæjarráð Vestmannaeyja mótmælir þessu harðlega. Formaður BSRB segir áformin skammarleg.
15.05.2020 - 12:22
Segjast nauðbeygð til að taka starfsfólk af launaskrá
Borgarleikhúsið telur sig nauðbeygt til að taka sautján starfsmenn leikhússins af launaskrá. Því til stuðnings vísar leikhúsið til ákvæða í lögum nr. 19/1979 um ófyrirsjáanleg áföll fyrirtækja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Borgarleikhúsinu.
14.05.2020 - 18:44
Fundum lokið hjá löggum og hjúkrunarfræðingum
Samningafundum í tveimur kjaradeilum lauk í dag án árangurs. Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins sátu á fundi til að verða sex í dag án niðurstöðu. Annar fundur hefur verið boðaður á mánudag.