Kjaramál

Efling býður krónutöluhækkun og samning til rúmlega árs
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist vera bjartsýn að samningar náist við Samtök atvinnulífsins eftir fund félaganna í gærkvöldi. Efling hefur sent Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega eins árs.
Telur að það sé mikið svigrúm til launahækkana
Það er mikið svigrúm til launahækkana, að mati Stefáns Ólafssonar, prófessors emeritus í félagsfræði og efnahagsráðgjafa Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins gangi hægt en von sé á tilboði frá SA á samningafundi í dag.
Viðbrögð rædd í „þröngum 50-80 manna hópi“
Kjaraviðræður iðn- og tæknifólks við Samtök atvinnulífsins eru á viðkvæmu stigi, segir formaður Samiðnar. Það hafi verið miður að VR hafi slitið sínum kjaraviðræðum. VR undirbýr nú kynningarherferð um stöðu efnahagsmála. Samtök atvinnulífsins ætla að greina Eflingu frá viðbrögðum sínum við kröfugerð stéttarfélagsins á þriðjudag í „þröngum 50-80 manna hópi“ eins og framkvæmdastjóri SA orðar það.
Sjónvarpsfrétt
Seðlabankastjóri sýni samningsaðilum virðingu
Ágætur gangur var í kjaraviðræðum í byrjun vikunnar að mati ríkissáttasemjara. Vaxtaákvörðun seðlabankastjóra hafi hins vegar orðið til þess að aðilar beggja vegna borðsins töldu Seðlabankann og þá sérstaklega yfirlýsingar Seðlabankastjóra verið með þeim hætti að gera viðræðurnar enn flóknari og erfiðari en þær voru fyrir.
Viðtal
Stórundarlegt að tala um mannréttindabrot
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það ekki koma sér á óvart að lífeyrissjóðirnir hafi látið vinna fyrir sig lögfræðiálit sem sýni að þeir hafi réttinn sín megin í deilum um ÍL-sjóð. Slíkt sé algengt. Hann segir hins vegar stórundarlegt að tala um hugsanlegt gjaldþrot eða skuldaskil sjóðsins sem brot gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.
Hvorki SGS né LÍV hafa slitið viðræðum
Hvorki Starfsgreinasambandið né Landssamband íslenskra verzlunarmanna hefur slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Samtökin hafa verið í samfloti í kjarasamningaviðræðum við VR sem sleit viðræðum við SA í gærkvöld.
25.11.2022 - 11:40
Viðtöl
Rætt um skammtímasamning eftir fund með Katrínu
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kallaði forystumenn Alþýðusambandsins, Starfsgreinasambandsins, VR og Samtaka atvinnulífsins á sinn fund í morgun til að ræða stöðu kjarasamningaviðræðna. Stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær setti strik í reikninginn í viðræðunum. Mögulegt er að gengið verði frá skammtímasamningi í stað þess að semja til nokkurra ára. Eftir fundinn í stjórnarráðinu lá leið samningamanna í húsakynni ríkissáttasemjara til að halda áfram viðræðum.
Stefnir í harðar aðgerðir og viðræðuslit
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er afar ósáttur við ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentustig. Hann segir allt stefna í að viðræðum verði slitið og gripið til harðra aðgerða.
23.11.2022 - 17:40
Myndband
Fyrsti samningafundurinn hjá ríkisáttasemjara
Fyrsti sameiginlegi fundur samninganefnda Starfsgreinasambandsins, VR, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og viðsemjenda þeirra í Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara hófst klukkan tíu. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara fyrir viku.
21.11.2022 - 11:35
Iðn- og tæknifólk leitar til ríkissáttasemjara
Samninganefndir allra stéttarfélag iðn- og tæknifólks hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu félaganna. Kjarasamningar þeirra hafa verið lausir frá 1. nóvember síðastliðnum.
Spegillinn
Bjartsýnn við upphaf stórrar samningalotu
Hundruð kjarasamninga er á íslenskum vinnumarkaði og í augnablikinu eru 117 útrunnir þó að þeir gildi þar til samið verður að nýju. Á næsta hálfa árinu renna 167 samningar út og hlutfall samninga þar sem búið er að ganga frá nýjum samningi áður en sá fyrri rennur út er afar lágt, eða í 0,6% tilfella. Þetta er meðal þess sem sjá má í nýjum gagnagrunni ríkissáttasemjara, þar sem líka er að finna gildandi samninga.
Vilja 167 þúsund króna hækkun á þremur árum
Efling vill að nýr kjarasamningur félagsins við Samtök atvinnulífsins verði byggður upp með svipuðum hætti og Lífskjarasamningurinn sem undirritaður var árið 2019. Félagið vill krónutöluhækkun sem skili félögum sínum 167 þúsund króna launahækkun á þriggja ára samningstíma. Efling vill fá 30 þúsund króna framfærsluuppbót strax auk árlegra hækkana sem verða hæstar í upphafi en lækka á samningstímanum. Þar er byggt á því að verðbólga verði mest í upphafi en fari síðan minnkandi.
31.10.2022 - 13:16
Samningar þorra fólks á almenna markaðinum renna út
Lífskjarasamningurinn frá 2019 og samningar þorra vinnandi fólks á almenna markaðnum renna út í dag. Viðræður um nýja samninga sumra félaga hafa staðið í nokkurn tíma en eitt félag skilaði inn kröfugerð í morgun.
ASÍ furðar sig á félagafrelsis frumvarpinu
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir mikilli furðu á frumvarpi þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði. Hilmar Harðarson var kjörinn þriðji varaforseti ASÍ.
LÍV og SGS ganga sameinuð að samningaborðinu
Stærstu landssambönd launafólks á vinnumarkaði ganga sameinuð að kjarasamningaborðinu, en Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa ákveðið að taka höndum saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins.
26.10.2022 - 13:54
Ógjörningur að auka kaupmátt við þessar aðstæður
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það sé ógjörningur að auka kaupmátt við þær aðstæður sem nú eru í íslensku efnahagslífi. Kjaraviðræður haustsins og vetrarins eru komnar á fullt.
20.10.2022 - 08:17
Grundvallarmannréttindi eða aðför að stéttarfélögum
Þingmenn og formaður Sjálfstæðisflokksins lögðu mikla áherslu á rétt fólks til að standa utan stéttarfélaga í fyrstu umræðu um frumvarp Sjálfstæðismanna um félagafrelsi á vinnumarkaði. Það eru grundvallarmannréttindi, sagði fjármálaráðherra. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði að aðra vikuna í röð mæltu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir frumvarpi sem bitni á launafólki, fyrst með því að skerða réttindi opinberra starfsmanna og nú með því að naga fæturna undan verkalýðshreyfingunni í heild.
19.10.2022 - 10:45
VR: Skýrist á næstu vikum hvort samningar nást
Formaður VR segir markmið félagsins að ná nýjum kjarasamningum á næstu vikum.  Um miðjan næsta mánuð ætti að skýrast hvort það tekst.
18.10.2022 - 09:21
Viðtal
Mestu átök í hálfa öld: ASÍ óstarfhæft gangi félögin út
„Þetta lítur ekki vel út,“ segir Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur sem hefur sérhæft sig í sögu verkalýðshreyfingar, um stöðuna í ASÍ eftir atburði síðustu daga. Sumarliði lagði mat á stöðuna í beinni útsendingu í sjónvarpsfréttum í kvöld.
12.10.2022 - 20:59
Viðtal
„Það er mjög erfitt þegar fólk gengur út“
Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir miður að þingi Alþýðusambands Íslands hafi verið frestað í dag. Hann kaus gegn frestun en virðir lýðræðislega niðurstöðu.
12.10.2022 - 15:52
Viðtal
„Ljóst í mínum huga að þessum árásum myndi ekki linna“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hann hafi tekið þá ákvörðun í gær að hætta við framboð sitt til formanns Alþýðusambands Íslands því honum hafi verið ljóst að árásum á hann myndi ekki linna að kosningunum loknum.
12.10.2022 - 11:38
Viðtal
Erfið staða fyrir sambandið og hreyfinguna
Kristján Þórður Snæbjarnarson, starfandi forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann gefi kost á sér í forseta ASÍ í dag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, dró framboð sitt til forseta til baka í gær og Ólöf Helga Adolfsdóttir er því ein í framboði í embættið, eins og er. Kristján segir þetta erfiða stöðu fyrir ASÍ og verkalýðshreyfinguna og það sé stórt verkefni að ná saman.
12.10.2022 - 10:16
Ragnar Þór: Ósmekkleg orðræða og árásir á mína persónu
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í færslu á Facebook í kvöld að hann hafi farið inn á þing Alþýðusambandsins með háleit markmið og einlæga von um að aðildarfélögum tækist að snúa bökum saman. „Ég bauð mig fram til að leiða þetta verkefni. Ekki af því ég er sjúkur í völd heldur vegna þess að ég hafði trú á því að þetta væri hægt,“ skrifar Ragnar.
Kastljós
Í höndum félagsmanna að ákveða framhaldið
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist hafa farið inn á þing Alþýðusambandsins í góðri trú um að þar næðist góð samstaða fyrir komandi kjaraviðræður. „Strax á upphafsdegi þingsins er lögð fram tillaga sem er fordæmalaus. Þarna sáum við strax í upphafi að það var ekki vilji til þess að mæta á þetta þing til þess að láta hagsmuni launafólks ráða för,“ sagði Vilhjálmur í Kastljósi í kvöld.
Ragnar Þór, Sólveig Anna og Vilhjálmur hætt við
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, dró í dag framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hafa líka hætt við að gefa kost á sér í embætti varaforseta. Flestir fulltrúar tveggja stærstu stéttarfélaganna innan ASÍ gengu af fundi og óvíst er hvort þeir snúi aftur. Sólveig Anna og Vilhjálmur segja bæði að skoða verði stöðu þeirra hreyfinga innan ASÍ í framhaldi af atburðum dagsins.
11.10.2022 - 14:54