Katla

Reynt að tryggja að neyðarboð berist til allra
Ekki er hægt að fullyrða að neyðarboð berist í tæka tíð til allra á skilgreindu rýmingarsvæði ef ef eldgos hefst í Kötlu. Almannavarnir senda neyðarboð í alla farsíma á svæðinu, bæði innlend og erlend númer.
13.10.2018 - 12:26
Kvikusöfnun í Kötlu
Það þarf að fylgjast með Kötlu, segir eldfjallafræðingur. Nýjar rannsóknir benda til þess að kvika safnist upp undir eldstöðinni. Gríðarlega mikið af koltvísýringi leggur frá stöðinni. Hópur íslenskra og breskra vísindamanna hefur kannað gasútstreymi frá Kötlu með sérútbúinni rannsóknarflugvél. 
13.09.2018 - 11:58
Rýming vegna Kötlugoss flóknari
Endurskoðun viðbragðsáætlunar vegna Kötlugoss er ólokið. Dagleg umferð um svæðið hefur margfaldast og því þarf að leysa á annan hátt hvert flytja á fólk. Þá þarf að breyta lokunum vega og þétta fjarskiptasamband.
28.07.2017 - 12:42
Katla með rólegra móti
Nokkur virkni var í Kötlu í gær en Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segist ekki myndi ganga svo langt að kalla þetta sjálftahrinu. Snörpustu skjálftarnir voru 1,8 að stærð. Mest hreyfing var í norðanverðri Öskju og undir Kötlujökli, sem er skriðjökull til austurs.
06.02.2017 - 11:14
Skjálfti í Kötlu mældist 3,3
Stundarfjórðungi fyrir fimm mældist jarðskjálfti af stærð 3,3 í norðanverðri Kötluöskjunni. Skjálftinn var partur af smá hrinu sem varði í um 30 mínútur að því er vakthafandi jarðvísindamaður Veðurstofunnar skrifar á vef hennar.
17.12.2016 - 18:15
Katla í gjörgæslu
Þéttriðið net af jarðskjálftamælum og gps mælum er notað til að fylgjast með hverjum „andardrætti“ þekktasta eldfjalls á Íslandi, Kötlu. „Við stökkvum yfirleitt til þegar hún hristir sig og þéttum mælanetið ennfrekar,“ segir Bergur H. Bergsson hjá Veðurstofu Íslands.
28.11.2016 - 11:25
Skjálfti í Kötluöskju í nótt
Jarðskjálfti, 3,2 að stærð, varð í Kötluöskjunni á sjöunda tímanum í morgun. Það hefur verið rólegt yfir Kötlu síðan um helgina og talið er að jarðskjálftahrinunni sé lokið en hún var ein sú stærsta í áratugi. Óvissustigi vegna eldgoss í Kötlu var aflýst í byrjun vikunnar og Veðurstofan hefur fært eldfjallakóða Kötlu af gulum yfir á grænan lit. Það þýðir að virkni eldfjalls er með rólegu móti.
06.10.2016 - 07:21
Katla oft virkari á haustin
Katla er öflug og virk eldstöð sem verður að fylgjast með þó að svo virðist sem öflugri hrinu sé lokið þar í bili, segir fagstjóri Jarðvár. Óvissustig er enn í gildi vegna Kötlu en opnað var fyrir umferð og gönguferðir að Sólheimajökli í dag.
03.10.2016 - 18:04
Hrinunni virðist lokið að mestu
Skjálftahrinu í Mýrdalsjökli sem hófst á fimmtudaginn var virðist að mestu lokið. Mjög hefur dregið úr virkni frá því hún var hvað mest á föstudag. Vísindaráð almannavarna kom saman í dag þar sem ákveðið var að hleypa umferð að Sólheimajökli og leyfa gönguferðir þangað en óvissustigi var ekki aflétt.
03.10.2016 - 16:43
Rólegt yfir Kötlu
Ekki þykir líklegt að gos sé væntanlegt í Kötlu en aðeins mældust nokkrir smáskjálftar í öskjunni um helgina. Vísindaráð Almannavarna fundar um framhaldið í dag. Sigurdís Björg Jónasdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir hafa verið rólegt yfir Kötlu síðasta sólarhringinn. 
03.10.2016 - 09:36
Skjálftavirkni hefur minnkað verulega
Skjálftavirkni hefur minnkað verulega í Mýrdalsjökli. Í nótt mældust aðeins tveir skjálftar frá miðnætti. Sá stærri var 2,0 að stærð og mældist hann laust eftir klukkan fimm í nótt. Í gær mældust um tuttugu skjálftar við Kötlu.
02.10.2016 - 10:15
Virkni hefur ekki valdið auknu rennsli
Talsvert minni jarðskjálftavirkni er við Kötlu í dag. Um tuttugu skjálftar hafa mælst þar frá miðnætti. Stærstu skjálftarnir voru í nótt, 2,7 að stærð um klukkan þrjú, 2,1 rétt eftir klukkan eitt og 2,0 stuttu eftir klukkan fimm.
01.10.2016 - 17:07
Þrír snarpir skjálftar skóku Mýrdalsjökul
Þrír snarpir jarðskjálftar, sá stærsti þeirra 3,6 að stærð, urðu í sunnanverðri Kötluöskju undir Mýrdalsjökli á tólfta tímanum í gærkvöldi. Hinir tveir voru einnig um eða yfir 3 að stærð. Hrina minni skjálfta fylgdi í kjölfarið. Hulda Rós Helgadóttir, sérfræðingur í náttúruvá á Veðurstofu Íslands, segir hrinunni hafa slotað um hálf eitt í nótt og allt verið rólegt síðan. Í samtali við fréttastofu sagði Hulda að Mýrdalsjökull hefði verið frekar virkur að undanförnu.
14.07.2016 - 03:12
Byggðin í Vík í hættu verði hlaup
Ljóst þykir að ekki varð hlaup í Múlakvísl í byrjun júlí heldur vatnavextir í kjölfar mikillar úrkomu. Augu manna eru þó stöðugt á kvíslinni, því ef Katla lætur á sér kræla fylgir því hamfarahlaup sem gæti farið í Múlakvísl og haft mikil áhrif á byggðina í Vík.
24.07.2014 - 19:35
Fylgjast grannt með íslenskum eldfjöllum
Hátt í hundrað mælar af ýmsu tagi eru notaðir til að fylgjast með eldfjöllum á Íslandi og var sumum þeirra komið fyrir í sumar. Mælanetið er hluti af risavöxnu rannsóknarverkefni á íslenskum eldfjöllum.
27.08.2013 - 21:34