Kannanir

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 18,3%
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 18,3% fylgi í nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka. Þetta er lægsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 43,7% í sömu könnun.
23.09.2019 - 14:20
Innlent · Stjórnmál · Kannanir · Alþingi · mmr
Minnkandi bjartsýni gagnvart efnahagslífinu
70 prósent landsmanna telja að efnahagsstaða á Íslandi sé góð. Átta prósent aðspurðra telja efnahagsstöðuna vera mjög góða og 63 prósent nokkuð góða. 22 prósent telja stöðuna vera frekar slæma og sjö prósent telja hana mjög slæma. Þeim sem telja efnahagsstöðuna vera góða fækkar hins vegar um tíu prósentustig frá könnun ársins 2018. Þá töldu 80 prósent svarenda ástandið vera nokkuð gott eða mjög gott.
21.06.2019 - 16:59
Félögum í Costco fækkar
Rúmlega helmingur landsmanna, eða 53 prósent, sagðist vera með með virkt Costco-kort í könnun MMR sem birt var í dag. Hlutfall korthafa hefur minnkað töluvert síðan könnunin var gerð síðast. Í janúar 2018 sögðust 71 prósent landsmanna vera með virkt kort.
13.06.2019 - 14:25
62% ánægð með kjarasamninga VR og Eflingar
Sjö af hverjum tíu telja VR og Eflingu vera ástæðu þess að vel hafi tekist til við kjarasamninga þeirra við Samtök atvinnulífsins á móti 34 prósentum sem telja Samtök atvinnulífsins ástæðuna. Tæplega helmingur taldi að samningarnir væru stjórnvöldum að þakka. Þá er meirihluti landsmanna, eða 62 prósent, ánægður með kjarasamningana, samkvæmt könnun MMR á viðhorfi landsmanna gagnvart kjarasamningum VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins.
21.05.2019 - 17:13
Utanlandsferðir og sundlaugar vinsælar
Fleiri fara í utanlandsferðir, færri ferðast innanlands og sundlaugar eru vinsælasta afþreyingin á landinu hjá Íslendingum samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun um ferðalög Íslendinga á árinu 2018. Um 83% Íslendinga ferðuðust til útlanda í fyrra sem er fimm prósentustiga aukning frá árinu áður. Gistinóttum í útlöndum fjölgaði sömuleiðis um eina nótt á milli ára en Spánn og Portúgal voru vinsælustu áfangastaðirnir.
23.04.2019 - 12:40
Vinsældir Macrons dvína
Vinsældir forsetans Emmanuel Macron fara dvínandi í heimalandinu. Er nú svo komið að aðeins fjórðungur Frakka er ánægður með störf hans, sé miðað við nýlega könnun Ifop sem birt er í Journal du Dimanche. 
18.11.2018 - 05:07
Skotar andvígir sjálfstæði
Meirihluti Skota er á móti því að Skotland sækist eftir sjálfstæði, miðað við nýja könnun sem verður birt í breska dagblaðinu Times í fyrramálið. Ef aðeins er tekið mið af þeim sem eru ákveðnir vilja um 57 prósent aðspurðra að Skotland verði áfram hluti af Bretlandi, en tæp 44 prósent vilja sjálfstæði. 
15.03.2017 - 02:15
Viðreisn upp fyrir Framsókn og Samfylkingu
Nýstofnaður flokkur Viðreisnar mælist fjórði stærsti stjórnmálaflokkur landsins í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Píratar mælast stærstir, með 28 prósenta fylgi. Næstur kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 19,7 prósent. Báðir flokkar tapa nokkru fylgi frá síðustu könnun.
24.06.2016 - 07:06
Flestir vilja nýjan Landspítala við Vífilstaði
Flestir vilja að nýr spítali rísi á Vífilsstöðum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Viðskiptablaðsins og Gallup sem birtar eru í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kemur út í dag. Helmingur aðspurðra segjast vilja sjá spítalann rísa á Vífilstöðum en um 36,5 prósent vilja að hann verði áfram á núverandi stað við Hringbraut.
14.04.2016 - 06:12
400 milljóna króna samningur í hættu
Fjögur hundruð milljóna króna samningur SAH afurða á Blönduósi, um sölu á lambakjöti og gærum til Hong Kong, er í hættu dragist verkfall dýralækna á langinn. Fyrstu gámarnir eiga að fara úr landi eftir viku.
19.05.2015 - 12:25