Kaldrananeshreppur

Myndband
Ný búð á Drangsnesi fimm dögum eftir að sú gamla lokaði
Verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Drangsnesi á Ströndum var lokað í byrjun desember eftir tæplega 70 ára rekstur. Íbúar brugðust við í snatri og opnuðu nýja verslun fimm dögum síðar.
09.12.2019 - 22:25
Hvernig yrðu sameinaðir Vestfirðir?
Á Vestfjörðum eru níu sveitarfélög, þar af er einungis Ísafjarðarbær með yfir þúsund íbúa. Ef þingsályktunartillaga sveitarstjórnarráðherra um málefni sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir þúsund íbúa lágmarki er samþykkt verða öll hin sveitarfélögin á kjálkanum að leita til sameininga. Þar af eru þrjú sveitarfélög sem ná ekki 250 íbúum og yrðu því að sameinast fyrir næstu almennu sveitarstjórnarkosningar 2022. Það eru Súðavíkurhreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur.
Íbúakosning um heiti nýrrar götu á Drangsnesi
Íbúar Drangsness kjósa um heiti á nýrri götu í þorpinu. Kosningin fer fram í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Drangsnesi og er opin fram að sveitastjórnarfundi 9. október. Kosið er á milli þriggja nafna: Vitavegur, Vitahjalli og Húsahjalli.
03.10.2019 - 16:33
Drangsnes: Hafa áhyggjur af slæmu símasambandi
Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Drangsnesi hefur áhyggjur af slæmu símasambandi í þorpinu. Björgunarsveitarfólk skili sér jafnvel ekki í útköll þar sem SMS-skilaboð komist ekki til skila.  Síminn segir til skoðunar að fjölga sendum fyrir þorpið.
07.01.2019 - 06:06
Ný brú stendur ónotuð í Bjarnarfirði
Ný brú yfir Bjarnarfjarðará í Bjarnarfirði í Kaldrananeshreppi hefur staðið ónotuð og ótengd við nýjan veg yfir Bjarnarfjarðarháls í tvo mánuði. Kristinn G. K. Lyngmó, eftirlitsmaður hjá Vegagerðinni, segir að vegna fjármagnsskorts við framkvæmdir á nýjum vegi yfir Bjarnarfjarðarháls hafi brúarsmíðinni verið frestað um ár og Borgarverk, sem sér um vegagerðina, hélt í önnur verkefni þar til brúin yrði tilbúin.
28.08.2018 - 17:05
Myndskeið
Minjar um óþekkta landnámsmenn á Ströndum
Fornleifafræðingar rannsaka nú landnámsminjar í Sandvík á Ströndum en engar skriflegar heimildir eru til um landnámsmenn á þessum stað. Fornleifafræðingur segir mikilvægt að safna upplýsingunum áður en minjarnar hverfa fyrir ágangi sjávar.
16.08.2018 - 20:30
Sumarhús í Bjarnarfirði eyðilagðist í eldi
Mannlaust sumarhús í Bjarnarfirði í Kaldrananeshreppi, milli Drangsness og Hólmavíkur, eyðilagðist í eldi í kvöld. Búið var að ná tökum á eldinum, sem þó logaði enn á milli þilja, þegar fréttastofa náði tali af Finni Ólafssyni, slökkviliðsstjóra í Kaldrananeshreppi, laust fyrir miðnætti í kvöld. Þá stóð slökkvistarf enn yfir og reiknaði Finnur með að því lyki ekki fyrr en síðar í nótt. Húsið, sem er gamall sveitabær sem breytt hefur verið í sumarhús, er gjörónýtt að sögn Finns.
29.11.2017 - 00:28
Útþaninn hnúfubakur marar í hálfu kafi
Hræ af hnúfubak hefur marað í hálfu kafi við Hamarsbæli á Ströndum undanfarna daga. Íbúar í nágrenninu urðu varir við hræið á laugardaginn en kviður hvalsins er útþaninn þannig að hvalurinn flýtur á bakinu.
28.11.2016 - 15:44
Íbúar á Drangsnesi bíða betra netsambands
Íbúar á Drangsnesi fá aðgang að Ljósneti í september og mun þá netsamband í bænum bætast til muna. Búnaðinum var skipt út og símstöðvar uppfærðar í júní en vegna reglna Póst- og fjarskiptastofnunar þurfa íbúar að bíða fram í september eftir því að geta nýtt sér endurbæturnar.
15.07.2016 - 15:40
Listaháskólanemar endurgera leikvöll
Rekaviður, gamalt stýrishús og bobbingur úr fjörunni er meðal þess sem hópur nemenda úr Listaháskóla Íslands notaði til að byggja nýjan leikvöll fyrir grunnskólanemendur á Drangsnesi. Krakkarnir í grunnskólanum voru orðnir þreyttir á gömlu leiktækjunum og komu því á framfæri við skólayfirvöld. Oddviti Kaldrananeshrepps hafði samband við Listaháskólann og svo varð úr að ellefu nemendur af fyrsta ári í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands vörðu tæplega viku í endurgera leikvöllinn.
17.05.2016 - 12:21
Mörg laus störf á Drangsnesi
Mannekla á leikskólanum á Drangsnesi hefur orðið til þess að foreldrar hafa hlaupið undir bagga. Ekki framtíðarlausn segir oddviti hreppsins. Húsnæðisskortur hrjáir Kaldrananeshrepp líkt og fleiri sveitarfélög á landsbyggðinni.
29.03.2016 - 13:00
„Skiptir krakkana miklu máli“
Fyrsta barnamenningarhátíð Vestfjarða lauk um helgina en hún fór fram á Ströndum. Nemandi í 9. bekk segir hátíðina skipta miklu máli: „Barnamenningarhátíð er þar sem við komum öll saman og höfum skemmtilegt, þar sem við hlæjum saman, tölum saman og verðum öll nánari hvert öðru, segir Daníel Freyr Newton, nemandi í Grunnskólanum á Hólmavík.
21.03.2016 - 09:33
Keyrir í annað sveitarfélag fyrir netsamband
Dræmt netsamband skerðir búsetuskilyrði á Drangsnesi og takmarkar aðgengi íbúa að menntun. Þetta segja formaður fræðslunefndar og skólastjóri á Drangsnesi. Íbúi keyrir í annað sveitarfélag til að fá nógu gott netsamband fyrir vinnu.
16.03.2016 - 19:11
Finnur efstur í Kaldrananeshreppi
Finnur Ólafsson hlaut flest atkvæði í kosningunum í Kaldrananeshreppi. Aðrir í hreppsnefnd verða Jenný Jensdóttir, Magnús Ölver Ásbjörnsson, Ingólfur Árni Haraldsson og Guðbrandur Sverrisson. Kjörsókn var 80,95 prósent.
Kaldrananeshreppur
Í Kaldrananeshreppi bjuggu 105 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 67. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Þar verður óhlutbundin kosning í komandi sveitarstjórnarkosningum.
14.05.2014 - 18:09
Kosið um 184 framboðslista í vor
Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru alls 184 þegar öll sveitarfélög landsins eru tekin saman, en þau eru 74. Flestir framboðslistar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta.
Byggðasaga Stranda kostar 21 milljón
Sveitastjórn Strandabyggðar og þrjú nærliggjandi sveitarfélög hafa samþykkt að kaupa og gefa út Byggðasögu Stranda sem hefur verið í ritun frá árinu 1980.
Sérstökum aflaheimildum senn úthlutað
Um næstu mánaðamót eiga að liggja fyrir samningar um úthlutun sérstakra aflaheimilda til sex byggðarlaga sem eiga í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Forstjóri Byggðastofnunar væntir þess að þannig megi tryggja heilsárs fiskvinnslu á þessum stöðum.
Útgerðarmenn á Breiðdalsvík óánægðir
Útgerðarmenn á Breiðdalsvík eru óánægðir með að engin umsókna þeirra um sérstakan byggðakvóta hafi hlotið náð fyrir augum Byggðastofnunar. Heimamenn áforma að endurvekja fiskvinnslu á staðnum.
Kostnaður fámennra sveitarfélaga mun meiri
Stærðarhagkvæmni í rekstri sveitarfélaga kemur glögglega í ljós þegar framlög þeirra til mennta-, menningar og æskulýðsmála eru reiknuð eftir íbúafjölda. Fámennustu sveitarfélögin verja mun hærri fjárhæðum á hvern íbúa til þessara mála en þau fjölmennari.
Mögulega komnar með kvóta í október
Byggðastofnun hefur auglýst eftir umsóknum um viðbótaraflamark á sex stöðum á landinu. Ef allt gengur að óskum gætu viðkvæmar sjávarbyggðir eins og Raufarhöfn og Flateyri verið komnar með kvóta í október.
Fólksfjölgun eyðir ekki byggðavanda
Mesta fólksfjölgun á landinu síðastliðna tólf mánuði var á Vestfjörðum. Albertína F. Elíasdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að þó þetta séu ánægjuleg tíðindi hafi byggðaþróuninni ekki verið snúið við.
Tíu sagt upp á Drangsnesi
Tíu starfsmönnum fiskvinnslunnar Drangs á Drangsnesi hefur verið sagt upp störfum. Starfsfólkinu var tilkynnt þetta fyrir þremur vikum en um tímabundna vinnslustöðvun er að ræða. Ástæðan fyrir uppsögnunum er lítill ýsukvóti ásamt því að staðan á saltfiskmörkuðum sé erfið.
11.12.2012 - 13:37
Borgarbarnið grætur á grindunum
Það er ekki oft nú orðið sem maður heyrir af ungu fólki sem kýs að búa afskekkt. Birna Hjaltadóttir er ein þeirra. Í sumar flytur hún úr Vesturbæ Reykjavíkur og tekur við stöðu skólastjóra grunnskólans í Drangsnesi, bæ þar sem aðeins 72 búa.
16.05.2012 - 10:03
Óttast að ekki verði hægt að flytja grásle
Slæmar gæftir grásleppukarla í Norðurfirði á Ströndum komu í veg fyrir að kasta þyrfti grásleppu. Nú er skylda að færa alla grásleppu til vinnslu. Næsta fiskvinnsla er í Drangsnesi.
13.04.2012 - 15:01