jól

Viðtal
Selja græðlinga á sölustöðum flugelda
Fólki gefst kostur á að kaupa græðling á sölustöðum flugelda hjá Landsbjörg þegar salan hefst á morgun. Verkefnið heitir Skjótum rótum. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir töluvert um það að fólk kaupi flugelda til að styrkja björgunarsveitirnar en taki flugeldana ekki með sér. „Þetta er ákveðið svar við því,“ sagði Jón í viðtali í Morgunútvarpinu í morgun.
27.12.2018 - 08:24
Óánægður með gjafirnar og hringdi í lögguna
Níu ára gamall drengur í bænum Zetel í norðvesturhluta Þýskalands var svo óánægður með jólagjafirnar sem hann fékk að hann hringdi í lögregluna.
26.12.2018 - 18:29
Erlent · jól
Voru með opið hús á jólum: „Gekk rosalega vel“
„Við vorum 14 eða 15, ekki svo margir, en þetta gekk rosalega vel og var mjög gaman,“ segir Ásta Björk Ólafsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Sigurður Lárusson, buðu fólki, sem af einhverjum ástæðum var eitt um jólin, í mat á aðfangadagskvöld. Ásta segir að í hópnum hafi verið eitt par en aðrir hafi komið einir. Fólkið hafi komið víða að af Suðurlandi.
26.12.2018 - 14:44
Rúmlega 150 manns í mat hjá Samhjálp í dag
Rúmlega 150 manns borðuðu hádegismat á kaffistofu Samhjálpar í dag. Þar er opið alla daga ársins. Bæði einstaklingar og fyrirtæki gefa kaffistofunni mat, segir Guðmundur G. Sigurbergsson, fjármálastjóri Samhjálpar. „Það er einstök góðvild sem við búum við.“
26.12.2018 - 12:34
Viðtal
Segir alvöru menn borða kæstustu skötuna
„Auðvitað taka alvöru menn það kæstasta,“ segir Karl Daníelsson, formaður meistaraflokksráðs karla, sem skammtaði skötu á diska Garðbæinga sem flykktust í dag í fjáröflunarskötuveislu fyrir handknattleiksdeild Stjörnunnar. Hann segist gera ráð fyrir að 50 til 70 kíló af skötu hafi verið á boðstólunum hjá þeim í dag. Karl telur skötuna örugga leið til að losa sig við kvefpestir.
23.12.2018 - 21:05
Myndskeið
Fara í miðbæinn til að upplifa stemninguna
Mörgum finnst ómissandi að fara á Laugaveginn á Þorláksmessukvöld til þess að finna jólastemninguna. Flestir sem fréttastofa náði tali af þar í kvöld voru svipað þenkjandi, þótt sumir hefðu geymt sér að kaupa síðustu jólagjöfina með það í huga að finna hana í miðborginni.
23.12.2018 - 20:43
Myndskeið
Vestfirsk skata send út um allan heim
Manni finnst jólin ekki koma nema maður fái skötu, segir Ísfirðingur. Vestfirska tindabikkjan verður á borðum víða um land í dag og jafnvel í Taílandi. 
23.12.2018 - 20:20
Íslendingar renna á skötulyktina á Kanaríeyjum
Íslendingar á Kanarí renna á skötulyktina, segir veitingamaður á Kanaríeyjum sem heldur skötuveislu á veitingastað sínum í dag þriðja árið í röð. Hann segir að nágrannarnir séu ekki jafn hrifnir en þeir láti sig hafa það. 
23.12.2018 - 12:55
Adam algengasta nafn aðfangadagsbarna
Adam er algengasta karlmannsnafnið meðal þeirra sem búsettir eru hér á landi og fæddir eru á aðfangadag. Alls eiga 777 manns hér á landi afmæli á aðfangadag og heita 15 þeirra Adam. Algengustu kvenmannsnöfnin meðal afmælisbarna aðfangadags eru Guðrún og Kristín, eða tólf sem bera hvort nafnið.
21.12.2018 - 19:37
Myndskeið
Verkstæði jólasveinsins á Selfossi
Það má eiginlega segja að verkstæði jólasveinsins sé hjá VISS vinnu- og hæfingarstöð á Selfossi. Þar eru framleiddir jólagripir af ýmsu tagi og eðli málsins samkvæmt er jólastemning þar.
21.12.2018 - 19:31
Hamborgarhryggur enn vinsælastur á aðfangadag
Hamborgarhryggur er enn vinsælasti jólamaturinn hér á landi og eykur vinsældir sínar um tæp þrjú prósentustig milli ára. Annað árið í röð nýtur hamborgarhryggur mestra vinsælda hjá stuðningsmönnum Flokks fólksins; 55 prósent kjósenda Flokks fólksins borða hamborgarhrygg á aðfangadag en voru 72 prósent í fyrra. Kjósendur Samfylkingar reyndust ólíklegastir til að ætla að hafa hamborgarhrygg í jólamatinn. Þetta kemur fram í könnun MMR.
21.12.2018 - 18:29
Grímseyingar undirbúa jól á stysta degi ársins
Í dag eru vetrarsólstöður og því stysti dagur ársins. Af öllum landsmönnum fá Grímseyingar fæstar birtustundir, þar skín sólin aðeins í tvo klukkutíma. Eyjaskeggjar láta það ekki á sig fá við undirbúning jólanna en óvenjumargir verða í Grímsey þessi jól.
21.12.2018 - 13:15
Innlent · jól · Norðurland · Veður
Hrun í sendingum jólakorta
Aðeins um fjórði hver landsmaður ætlar að senda jólakort í pósti þetta árið. Það er mikil breyting á skömmum tíma því árið 2015 hugðist nær helmingur landsmanna senda jólakort í pósti.
19.12.2018 - 15:23
Metfjöldi ferðamanna um jólin
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að tekjur af ferðamönnum í desember nemi 30 milljörðum króna. Áætlað er að 49 farþegavélar lendi á Keflavíkurflugvelli á aðfangadag. 
18.12.2018 - 22:53
Viðtal
Eðlilegt að vera stressaður fyrir jólin
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavíkur, segir að gott ráð við jólakvíða sé að skipuleggja sig vel vikurnar frá hausti og fram að jólum. Ólafía Sigurjónsdóttir sálfræðingur segir gott að gefa sér tíma í jólatraffíkinni til að fara yfir líðan sína og sleppa því að gera það sem ekki er mikilvægt. Hollt sé að átta sig á því að það sé í lagi að vera dapur á jólum. Rætt var við þær í Kastljósi í kvöld um jólakvíða.
18.12.2018 - 20:51
Jólagáta í jólaglugga
Ungir sem aldnir í Árborg nota aðventuna til að leysa jólagátu með því að finna eina vísbendingu á dag.
18.12.2018 - 19:06
Viðtal
Æ stærri hluti jólaverslunar í nóvember
Æ stærri hluti jólaverslunarinnar fer fram í nóvember á sérstökum tilboðsdögum. Það sé breyting frá fyrri árum Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Þetta séu dagar eins og svartur föstudagur, rafrænn mánudagur og dagur hinna einhleypu, sem margir miða við verslun á netinu.
17.12.2018 - 20:04
Velja ekki jólagjöf ársins 2018
Rannsóknarsetur verslunarinnar velur ekki jólagjöf ársins 2018 líkt og hefð hefur verið fyrir. Síðast valdi rannsóknarsetrið jólagjöf ársins árið 2015.
13.12.2018 - 14:24
Kaupmenn spenntir fyrir jólunum
Jólaverslunin í verslunarmiðstöðvum fer af stað með svipuðum hætti í ár og undanfarin ár. Í dag hefst lengri opnunartími vegna jólanna á Laugaveginum, í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi. Forsvarsmenn verslunarmiðstöðvanna segja verslunarmenn vera mjög bjartsýna á jólaverslunina.
13.12.2018 - 13:57
Myndskeið
„Betra en súkkulaðidagatal“
Skrítið, skemmtilegt, fræðandi og betra en súkkulaðidagatal, segir börnin í fimmta bekk Ártúnsskóla um öðru vísi jóladagatal sem SOS barnaþorpin standa fyrir. 
04.12.2018 - 20:30
Myndskeið
Jólaglaðningur fyrir ofan og neðan belti
Margir kaupa dálítinn glaðning fyrir aðventuna og sala á jóladagatölum fyrir fullorðna hefur aukist. Hægt er að fá dagatöl fyrir maga, andlit og innilegar samverustundir elskenda.  
14.11.2018 - 19:29
Innlent · jól · Mannlíf
Gävle-jólahafurinn stendur enn
Jólahafurinn í Gävle í Svíþjóð stendur enn, það þykir tíðindum sæta þegar hann lifir af jólahelgina. 29 sinnum hefur hafurinn sem er líklega frægasta hálmgeit heims, verið brenndur og 7 sinnum unnin á honum annars konar skemmdarverk þau rúmlega fimmtíu ár sem hann hefur verið settur þar upp segir Maria Wallberg í viðtali við Aftonbladet. Í ár er hans sérstaklega vel gætt af öryggisþjónustu og X-Cons sem er félag fyrrverandi fanga.
30.12.2017 - 13:51
Erlent · Evrópa · jól · Svíþjóð
Jólagjafir auglýstar á aðfangadagskvöld
Of stórir skór eða of litlir, peysa í lit sem þiggjandi hefur aldrei kunnað að meta, eða miðar í leikhús eða á tónleika sem aldrei verða notaðir. Hvað verður um gjafirnar sem missa marks? Svíar virðast ekki skirrast við það að auglýsa þær til sölu á netinu um leið og búið er að taka utan af þeim. Í frétt á vef sænska sjónvarpsins er rætt við Linneu Aguero hjá smáauglýsingasíðunni Blocket. Þar segir að strax á aðfangadagskvöld hrúgist inn auglýsingar þar sem hlutir eru falboðnir.
25.12.2017 - 17:10
Tenórar, Jesú og jólastemming
Það er hátíðlegt um að litast í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi Þorláksmessu. Í kvöld var boðið upp á söng tenóranna þriggja og svo sást Jesú þar á vappi. Í Hafnarfirði naut fólk þess að dvelja í jólaþorpinu í bænum.
23.12.2017 - 20:12
Kaupa á kennderíi á Þorláksmessu
Þó tímarnir breytist þá er sumt alltaf eins. Þannig er töluvert um að eiginmenn og kærastar við skál kaupi skartgripi á Þorláksmessu. Hjá undirfataverslunum hefur verið tekið upp á því að bjóða konum að skrá stærðir svo ekki þurfi að skila of litlum korselettum og brjóstahöldum í stórum stíl milli jóla og nýars.
23.12.2017 - 20:01