jól

Minnisblað Þórólfs væntanlegt til Willums með morgninum
Minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er væntanlegt til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra með morgninum. Núverandi sóttvarnareglugerð rennur út á miðvikudaginn kemur.
Norðanstormur og gul viðvörun á landsvísu
Veðurstofan spáir nokkuð ofsafengnu veðri á landinu á morgun. Búið er að uppfæra gular viðvaranir sem taka gildi í kvöld og fram til morguns fyrir allt land og lítið ferðaveður er í kortunum.
Myndband
„Heppinn að hafa fengið veiruna því ég slapp mjög vel“
Jólasveinninn sem staðið hefur vaktina í Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit í 25 ár getur tekið á móti gestum grímulaus eftir að hafa fengið COVID-19 fyrr í vetur. Hann segir það forréttindi að geta brosað framan í börnin sem koma í heimsókn.
21.12.2020 - 10:22
Myndskeið
Stafafuran kemur sterk inn þegar velja á jólatré
Þótt plastjólatré séu alltaf vinsæl segir skógarbóndi stafafuruna verða sífellt vinsælli hjá Íslendingum þegar velja á jólatré í stofuna.
01.12.2020 - 17:03
Landinn
Dýrmætt að geta glatt aðra um jólin
„Einu sinni hittumst við alltaf og föndruðum fyrir jólin, núna gerum við þetta," segir Kristín S. Bjarnadóttir en á hverju hausti hittast hún og systur hennar ásamt börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum og útbúa gjafir fyrir góðgerðaverkefnið jól í skókassa. Landinn fékk að fylgjast með.
30.12.2019 - 07:30
Landinn
Umgjörð á heimsmælikvarða í stjörnuleiknum í Eyjum
Fullt var út úr dyrum þegar stjörnuleikurinn var haldinn í áttunda sinn rétt fyrir jól. Um er að ræða stærsta handboltaleik ársins, allavega í Vestmannaeyjum. „Þau undirbúa sig allt árið fyrir leikinn, þetta er þeirra leikur,“ segir Magnús Gunnar Þorsteinsson pabbi Katrínar Helenu Magnúsdóttur handboltakonu í Bláa liðinu. Landinn fór á leikinn.
27.12.2019 - 12:20
Útvarpsleikhúsið
Útvarpsleikhúsið: Litlu jólin
Útvarpsleikritið Litlu jólin eftir leikhópinn Kriðpler.
24.12.2019 - 14:00
„Garðarnir eru yfir að líta eins og ljósaborg“
Gera má ráð fyrir að margir leggi leið sína í kirkjugarða landsins í dag til að vitja leiða ástvina sinna yfir jól, leggja þar skreytingar og tendra ljós sem gera kirkjugarðana eins ljósaborg, segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Nokkur umferð hafi verið um garðana um helgina.
24.12.2019 - 09:09
Myndskeið
Geltandi jólakveðjur og kveðja frá Stefáni skjaldböku
Hátt í 3.300 jólakveðjur verða lesnar í Ríkisútvarpinu í ár. Þær hafa ekki verið jafnmargar síðustu fjögur ár. Gæludýr virðast vera orðin nokkuð lunkin við að setja saman kveðjur, því inni á milli er að finna kveðjur frá meðal annars hundum og skjaldbökum.
23.12.2019 - 19:28
Meirihluti segist ætla að vera með gervijólatré
Vinsældir gervijólatrjáa virðast vera að aukast, samkvæmt könnun MMR. Alls sögðust 56 prósent landsmanna ætla að setja upp gervitré yfir hátíðarnar og hefur hlutfall þeirra aukist um sex prósentustig frá fyrstu könnun MMR árið 2010.
23.12.2019 - 17:42
Myndskeið
Pólskur kór söng íslenskt jólalag í Hallgrímskirkju
Flutningur pólska þjóðlagakórsins Mazowsze á Nóttin var sú ágæt ein í Hallgrímskirkju á laugardaginn vakti mikla athygli. Kórinn og hljómsveit hans hélt jólatónleika í Hallgrímskirkju um helgina. Það voru síðustu tónleikar kórsins í tónleikaferð hingað til lands.
23.12.2019 - 15:15
Hljóðmynd
Hunangið ómissandi í jólakveðjulestri
Hunang er ómissandi hjá þulum Ríkisútvarpsins þessa dagana því nú stendur lestur jólakveðjum sem hæst. Jólaandinn ríkir í hljóðveri 5 í Útvarpshúsinu þar sem jólakveðjurnar eru lesnar. Bæði starfandi og fyrrverandi þulir taka þátt í lestri jólakveðja. Þulirnir tóku lagið fyrir fréttamann sem kíkti í heimsókn.
23.12.2019 - 11:40
37 prósent segjast ætla að borða skötu í dag
Rúmlega þriðjungur Íslendinga, átján ára og eldri, ætla að borða skötu á Þorláksmessu í ár, samkvæmt nýrri könnun MMR. Þar sögðust 37 prósent aðspurðra ætla að borða skötu í dag, tveimur prósentustigum fleiri en í fyrra. Karlar eru áfram líklegri en konur til að borða skötu og hún er vinsælli meðal íbúa á landsbyggðinni en hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins.
23.12.2019 - 11:37
Jól með Jónasi
Fyrsta hljóðritun á jólasöng eftir Jónas Hallgrímsson
Ríkisútvarpið hefur látið hljóðrita jólasöng sem Jónas Hallgrímsson orti á dönsku fyrir barnaball í Reykjavík árið 1829. Skólakór Kársness syngur kvæðið við lag eftir Mozart, en það er í fyrsta skipti sem söngurinn er hljóðritaður.
23.12.2019 - 09:22
Vegagerðin gefur út mokstursplan yfir jólin
Vegagerðin hefur gefið út áætlun um hvernig mokstri verður háttað á vegum landsins yfir jólahátíðina. Mokstur verður með hefðbundnum hætti á aðfangadag fram eftir degi. Síðdegiss verður dregið úr þjónustunni víða, en þó ekki á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum þar sem mokað verður eins og um helgi sé að ræða.
20.12.2019 - 17:20
Myndskeið
Fjörugasti bókaklúbbur landsins
„Það er töff að lesa" eru einkunnarorð yngsta og líklega fjörugasta bókaklúbbs landsins sem hélt jólafagnað sinn í gær. Fyndnar og spennandi bækur eru í sérstöku uppáhaldi hjá klúbbnum.
18.12.2019 - 21:04
„Óþarfi að íþyngja litlum skóm með stórum gjöfum“
Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi, hvetur fólk til að gefa „upplifanir“ í stað hluta, eitthvað sem fólk getur notið, neytt eða nýtt. „Ekki kaupa hluti sem eru óþarfir, fyrir peninga sem þú átt ekki, til að ganga í augun á fólki sem þú þekkir ekki,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Börn þurfa ekki svo mikið frá jólasveinum í raun og óþarfi að íþyngja litlum skóm með stórum gjöfum, segir verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
14.12.2019 - 07:05
Jólastuð!
Bogomil Font og Big Band Samúels Jóns Samúelssonar voru í jólastuði í Vikunni með Gísla Marteini. Þeir fluttu gamlan jólasmell með nýjum íslenskum texta sem heitir einfaldlega Jólastuð. Samúel Jón Samúelsson Big Band verða með jólatónleika 18. desember næstkomandi í Gamla bíó ásamt góðum gestum.
Jóla-Saga fyrir þjóðina
Saga Garðarsdóttir, fréttamaður Vikunnar, hefur á árinu stungið á kýlum og velt við steinum. Nú er jólaandinn hinsvegar kominn yfir hana og hún fór og hitti marga jólalegustu Íslendingana, loðna sem og í fötum. Gleðilega hátíð!
13.12.2019 - 20:50
Myndskeið
Leitin að hinu fullkomna tré á Hólmsheiði
Nú styttist i jólin og margir farnir að huga að því að kaupa jólatré. Í dag opnaði Skógræktarfélagið Jólaskóginn á Hólmsheiði, þar sem fólki býðst að höggva sitt eigið jólatré. 
07.12.2019 - 20:16
Innlent · jól · Aðventa
Myndskeið
Sjö ára tendraði ljósin á Oslóartrénu
Jólaljósin voru tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli í miðborg Reykjavíkur í dag, fyrsta dag aðventunnar. Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli við þetta tilefni.
01.12.2019 - 19:44
Viðtal
Börnunum þykir ofsalega vænt um pokana sína
Sífellt fleiri leita annarra og umhverfisvænni leiða þegar kemur að jólaundirbúningnum, til dæmis hvernig hægt er að sleppa að kaupa hinn hefðbundna gjafapappír sem fer beint í ruslið þegar búið er að taka utan af gjöfinni. Ein leið er að sauma jólagjafapoka sem hægt er að nýta aftur og aftur. Rás 2 heimsótti Hafdísi Jakobsdóttur, uppeldisfræðing á Akureyri, sem til fjölda ára hefur notað heimasaumaða jólagjafapoka.
27.11.2019 - 13:03
Stóru jólaverslunardagarnir valda seinkun hjá Póstinum
Tafir eru á útkeyrslu sendinga hjá Póstinum á höfuðborgarsvæðinu sem rekja má til mikils magns pakkasendinga sem streyma til Póstsins í aðdraganda jóla.
20.11.2019 - 16:16
Myndskeið
Jólakötturinn vaknaði til lífs á Lækjartorgi
Flestir kannast við jólaköttinn, sem var sagður gríðarstór í kvæði Jóhannesar úr Kötlum. Svo virðist sem Jóhannes hafi vitað hvað hann söng því gríðarstór jólaköttur vaknaði til lífs á Lækjartorgi síðdegis í dag við mikinn fögnuð viðstaddra.
16.11.2019 - 20:32
„Hafa verið að vinna að þessu í allan vetur“
Mannfjöldi var samankominn á jólabasar Hringsins á Grand hóteli í Reykjavík í hádeginu í dag. Anna Björk Eðvarðsdóttir, formaður Hringsins, segir undirbúning hafa gengið vel. „Þær þær hafa verið að vinna að þessu í allan vetur,“ segir hún um jólaföndrið og prjónavörurnar sem verði boðnar til sölu á basarnum, sem markar upphaf jólanna fyrir mörgum.
03.11.2019 - 12:49