Jafnréttismál

Mál Lilju Alfreðs gegn Hafdísi komið á dagskrá dómstóla
Fyrirtaka í máli Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, verður eftir tæpar þrjár vikur. Lilja höfðaði mál gegn Hafdísi til að freista þess að fá þeim úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt um að ráðning Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins hefði verið brot á jafnréttislögum. Þá hefur ráðherra sagt að úrskurðurinn skapi lagalega óvissu.
Herða fóstureyðingalöggjöf enn frekar í Póllandi
Stjórnarskrárdómstóll Póllands hefur úrskurðað að fóstureyðingar á grundvelli fósturgalla samræmist ekki stjórnarskrá landsins. Fóstureyðingar eru því nú nánast með öllu ólöglegar í landinu. Aðeins verður hægt að fara í fóstureyðingu stafi móðurinni heilsufarsleg hætta af meðgöngu eða ef um þungun vegna nauðgunar eða sifjaspells sé að ræða.
23.10.2020 - 00:25
Spegillinn
Ungum konum í Danmörku er nóg boðið
Síðsumars og í haust hefur Metoo-bylgja skollið á Danmörku, ekki síst velkist ríkisstjórnarflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn í brimróti hennar. Í byrjun vikunnar sagði Frank Jensen, varaformaður Jafnaðarmanna og borgarstjóri Kaupmannahafnar til tíu ára af sér embætti og stutt er síðan Morten Östergaard vék sem leiðtogi Radikale venstre eftir að hafa gengist við að hann hefði áreitt flokkssystur sína.
Meðalupphæð sanngirnisbóta tæpar 5 milljónir
Meðalupphæð sanngirðisbóta til fatlaðra barna sem vistuð voru á vegum hins opinbera verða tæpar fimm milljónir króna samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra. Talið er að allt níutíu manns eigi rétt á bótum.
19.10.2020 - 08:10
Þúsundir kvenna mótmæltu Trump og dómaraefni hans
Þúsundir Bandaríkjamanna - einkum Bandaríkjakvenna - tóku þátt í pólitískum göngum og fundum í gær, sem voru í senn mótmæli gegn gegn Donald Trump, Bandaríkjaforseta og baráttufundur fyrir kvenréttindum, þar sem sú fyrirætlan forsetans og Repúblikanaflokksins að skipa hina íhaldssömu Amy Coney Barrett hæstaréttardómara var fordæmd.
Segir TR hagræða hlutunum sér í hag
Formaður Öryrkjabandalag Íslands segir stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Tryggingastofnun staðfesta málflutning bandalagsins að stór hluti lífeyrisþega njóti ekki þeirra réttinda sem þeim ber. Þá hagræði Tryggingastofnun tölfræði sér í hag.
15.10.2020 - 16:54
Mælti fyrir frumvörpum um kynrænt sjálfræði
Forsætisráðherra mælti í dag fyrir þremur frumvörpum um kynrætt sjálfræði. Eitt þeirra felur í sér lækkun aldursviðmiðs sem einstaklingur má breyta opinberri kynskráningu sinni úr 18 ára í 15 ára. Aðrar breytingar snúa meðal annars að réttindum þeirra sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Gagnrýnt var af þingmanni Flokks fólksins að umskurður barna væri utan gildissviðs frumvarpsins.
13.10.2020 - 20:43
Börn með fötlun fá sanngirnisbætur
Fatlað fólk sem var á vistheimilum ríkisins sem börn og varð þar fyrir misrétti á að fá bætur. Ríkisstjórnin ætlar að leggja fram frumvarp um það á Alþingi. Með misrétti er átt við óréttlæti og illa meðferð eða aðbúnað.
13.10.2020 - 16:16
Vilja að kynjahlutföll í nefndum Alþingis verði jafnari
Kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Alþingiss verða jöfnuð nái frumvarp þess efnis um breytingar á þingsköpum fram að ganga. Steingrímur J. Sigfússon mælti fyrir frumvarpinu á þingfundi í dag fyrir hönd forsætisnefndar Alþingis.
13.10.2020 - 15:14
Myndskeið
Rætt um róttækar breytingar á lögum um mannanöfn
Dómsmálaráðherra mælti í kvöld fyrir róttækum breytingum á lögum um mannanöfn. Kona, sem hefur ekki viljað kenna sig við foreldra sína, fagnar því að geta mögulega loks tekið upp ættarnafn.
12.10.2020 - 19:46
Myndskeið
Börn með fötlun fá sanngirnisbætur frá ríkinu
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja fyrir Alþingi frumvarp um sanngirnisbætur til barna með fötlun sem dvöldust á litlum vistheimilum á vegum hins opinbera síðustu áratugi og urðu fyrir misrétti.
09.10.2020 - 16:55
Samkynhneigðir unglingar vilja flytja búferlum
Í nýrri rannsókn sem birtist í vísindatímaritinu Culture, Health and Sexuality kemur fram að samkynhneigðir unglingar á Íslandi eru tvöfalt líklegri en aðrir unglingar til að ætla að flytja burt frá sinni heimabyggð í framtíðinni.
27.09.2020 - 10:05
Beita sér fyrir bættum mannréttindum á Filippseyjum
Ísland hefur lagt fram ályktun í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um samstarf stjórnvalda á Filippseyjum við skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna um úrbætur í mannréttindamálum þar í landi.
26.09.2020 - 14:02
Taka á móti 100 flóttamönnum í ár – 15 frá Lesbos
Íslenskt stjórnvöld tilkynntu í dag að taka ætti á móti 15 flóttamönnum frá grísku eyjunni Lesbos. Þeir bætast við þá 85 sem ráðgert var að taka á móti hingað til lands í gegnum svokallað kvótaflóttamannakerfi.
25.09.2020 - 15:08
Viðtal
Hagsmunamat barnanna hafi verið í mýflugumynd
Magnús D.Norðdal lögmaður Egypsku fjölskyldunnar sem fékk dvalarleyfi hér á landi í gær segir að í máli Egypsku Kehdr-fjölskyldunnar og fleiri málum sé mat á hagsmunum barnanna af hálfu stjórnvalda í mýflugumynd. Hagsmunamat ætti að endurtaka á síðari stigum í meðferð mála.
25.09.2020 - 09:17
Viðtal
Líkja ástandi í flóttamannabúðum við helvíti á jörð
Sjötíu og níu og hálf milljón manns voru á flótta í heiminum í lok árs 2019. Þar af eru 46 milljónir í þeirri stöðu að vera á flótta innan síns heimalands. Læknar án landamæra hafa líkt ástandinu í flóttamannabúðum á Lesbos og Moria við helvíti á jörð.
22.09.2020 - 10:01
Dósent sem laug til um uppruna hættir störfum
Hvít kona sem taldi fólki trú um það árum saman að hún væri þeldökk, ýmist af afrískum eða karabískum uppruna, lét í dag af starfi sem dósent við George Washington háskóla í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Upp komst um blekkingar Jessicu Krug á dögunum. Hún er sérfræðingur í sögu Afríku og fólks af afrískum uppruna víða um veröld.
09.09.2020 - 23:19
Fordæma orðræðu gagnvart konunum tveimur
Kvenréttindafélag Íslands fordæmir umræðu og orðræðu í garð kvennanna tveggja sem hittu enska landsliðsmenn í knattspyrnu á hóteli í Reykjavík á laugardaginn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag.
Stjórnarandstaðan í regnbogalitum við embættistöku Duda
Hópur pólskra þingmanna í stjórnarandstöðu klæddist regnbogalitum til stuðnings hinsegin fólks við innsetningarathöfn Andrzej Duda forseta landsins í morgun. Þingmenn stjórnarflokksins Laga og réttlætis fögnuðu forsetanum ákaft.
06.08.2020 - 12:07
Kröfðust þess að Tyrkland standi við Istanbúlsáttmálann
Þúsundir kvenna fylktu liði á götum nokkurra tyrkneskra borga í gær, þar sem þær mótmæltu kynbundnu ofbeldi og kröfðust þess að stjórnvöld létu allar hugmyndir um að segja Tyrkland frá Istanbúl-sáttmálanum lönd og leið.
06.08.2020 - 06:22
Ætla að tvöfalda fjölda kvenna í tækniteymum
Snap Inc., móðurfélag smáforritsins Snapchat, ætlar að tvöfalda fjölda kvenkyns starfsmanna í tækniteymum sínum á næstu fimm árum. Sömuleiðis hyggst fyrirtækið tvöfalda fjölda starfsmanna í tækniteymum sem tilheyra minnihlutahópum. Í dag gaf fyrirtækið út skýrslu yfir fjölbreytileika starfsfólks í fyrsta skipti.
29.07.2020 - 23:32
Yfir 900 stúlkur og konur hafa horfið í Perú í vor
Yfir 900 stúlkur og konur hurfu í Perú á meðan útgöngubann var þar í gildi í vor vegna kórónaveirufaldursins. Óttast er að þeim hafi verið ráðinn bani. Heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum hefur lengi verið mikið og landlægt vandamál í Perú.
Pólland segir sig frá sáttmála gegn kynbundnu ofbeldi
Pólland hyggst segja sig frá sáttmála Evrópuráðsins, sem miðar að því að draga úr heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum. Dómsmálaráðherra Póllands tilkynnti þetta á laugardag. Ráðherrann, Zbigniew Ziobro, sagði sáttmálann, sem oftast er kenndur við Istanbúl, vera „skaðlegan" þar sem hann brjóti gegn réttindum foreldra með því að skikka skóla til að kenna börnum eitt og annað um málefni kynjanna, kynvitund og kynhneigð.
26.07.2020 - 01:52
Ósáttur við umfjöllun RÚV um stöðu hinsegin fólks
Sendiherra Póllands á Íslandi er ósáttur við að fjallað sé um versnandi stöðu hinsegin fólks í Póllandi í íslenskum fjölmiðlum. Hann sendi fréttastofu yfirlýsingu þess efnis. Staða hinsegin fólks er verst í Póllandi, af öllum löndum ESB.
23.07.2020 - 17:53
Skipuleggjandi harmar umræðu um tónleika á Egilsstöðum
Fernir tónleikar hafa verið auglýstir á hótelinu Valaskjálf á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir það á samfélgsmiðlum að engar konur skuli koma fram. Þráinn Lárusson, eigandi hótelsins, segir í samtali við fréttastofu að sér finnist afskaplega leiðinlegt að tónleikarnir hafi raðast niður með þessum hætti og segist sammála því að það sé vont að engin kona stígi á svið þessa helgi.