Jafnréttismál

Ætla að tvöfalda fjölda kvenna í tækniteymum
Snap Inc., móðurfélag smáforritsins Snapchat, ætlar að tvöfalda fjölda kvenkyns starfsmanna í tækniteymum sínum á næstu fimm árum. Sömuleiðis hyggst fyrirtækið tvöfalda fjölda starfsmanna í tækniteymum sem tilheyra minnihlutahópum. Í dag gaf fyrirtækið út skýrslu yfir fjölbreytileika starfsfólks í fyrsta skipti.
29.07.2020 - 23:32
Yfir 900 stúlkur og konur hafa horfið í Perú í vor
Yfir 900 stúlkur og konur hurfu í Perú á meðan útgöngubann var þar í gildi í vor vegna kórónaveirufaldursins. Óttast er að þeim hafi verið ráðinn bani. Heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum hefur lengi verið mikið og landlægt vandamál í Perú.
Pólland segir sig frá sáttmála gegn kynbundnu ofbeldi
Pólland hyggst segja sig frá sáttmála Evrópuráðsins, sem miðar að því að draga úr heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum. Dómsmálaráðherra Póllands tilkynnti þetta á laugardag. Ráðherrann, Zbigniew Ziobro, sagði sáttmálann, sem oftast er kenndur við Istanbúl, vera „skaðlegan" þar sem hann brjóti gegn réttindum foreldra með því að skikka skóla til að kenna börnum eitt og annað um málefni kynjanna, kynvitund og kynhneigð.
26.07.2020 - 01:52
Ósáttur við umfjöllun RÚV um stöðu hinsegin fólks
Sendiherra Póllands á Íslandi er ósáttur við að fjallað sé um versnandi stöðu hinsegin fólks í Póllandi í íslenskum fjölmiðlum. Hann sendi fréttastofu yfirlýsingu þess efnis. Staða hinsegin fólks er verst í Póllandi, af öllum löndum ESB.
23.07.2020 - 17:53
Skipuleggjandi harmar umræðu um tónleika á Egilsstöðum
Fernir tónleikar hafa verið auglýstir á hótelinu Valaskjálf á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir það á samfélgsmiðlum að engar konur skuli koma fram. Þráinn Lárusson, eigandi hótelsins, segir í samtali við fréttastofu að sér finnist afskaplega leiðinlegt að tónleikarnir hafi raðast niður með þessum hætti og segist sammála því að það sé vont að engin kona stígi á svið þessa helgi. 
Þjóðkirkjan braut jafnréttislög
Þjóðkirkjan braut gegn jafnréttislögum þegar sóknarprestur var skipaður í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sem fjallaði um málið og kvað upp úrskurð fyrr í þessum mánuði. Nefndin segir að Þjóðkirkjan hafi ekki sýnt fram á að önnur sjónarmið en kyn umsækjenda hafi ráðið úrslitum um hver var valinn sóknarprestur. Í yfirlýsingu frá Þjóðkirkjunni segir að lærdómur verði dreginn af úrskurði kærunefndar unnið að tillögum um umbætur.
18.07.2020 - 14:48
Telur kærunefnd jafnréttismála fara út fyrir valdsviðið
Umboðsmaður Alþingis segir að kærunefnd jafnréttismála hafi ekki brugðist við athugasemdum sem henni hafa borist frá embættinu, þótt bent hafi verið á annmarka í störfum hennar og umboðsmaður gert athugasemdir við að hún færi út fyrir valdsvið sitt.
„Get ímyndað mér að ég fengi möguleikana karl og karl“
Stofnanir og fyrirtæki hafa sex mánuði til að verða við kröfum laga um kynrænt sjálfræði sem nú eru orðin eins árs. Þar á meðal eru kvaðir um að bjóða upp á hlutlausa kynskráningu. Samtökin 78 og Trans Ísland hafa ráðist í átak til að leiðbeina fyrirtækjum. Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Ugla Stefanía ræddu átakið á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
Engin Drusluganga í ár – gefa út vefrit
Hin árlega Drusluganga verður ekki farin í Reykjavík þetta sumarið vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað hennar hefur verið ákveðið að gefa út vefrit sem hefur fengið nafnið Drusla x Flóra. Vefritið kemur út í ágúst.
13.07.2020 - 15:35
Franskir femínistar kalla á afsögn innanríkisráðherra
Þúsundir kvenna söfnuðust saman í París og rúmlega 50 frönskum borgum og bæjum til viðbótar á föstudag til að mótmæla skipun nýs innanríkisráðherra í ríkisstjórn Emmanuels Macrons, Frakklandsforseta. Ástæðan er sú að ráðherrann, Gérald Darmanin, sætir nú rannsókn vegna nauðgunarkæru.
Verja skipun ráðherra sem sakaður er um nauðgun
Gérald Darmanin, innanríkisráðherra í nýskipaðri ríkisstjórn Emmanuels Macrons, Frakklandsforseta, sætir rannsókn vegna ásökunar um nauðgun. Forsetinn og aðrir ráðherrar í stjórninni verja skipun Darmanins en kvenréttindasamtök gagnrýna hana harðlega.
Barist og sungið fyrir réttindum kvenna
105 ár eru í dag frá því að konur fengu fyrst kosningarrétt á Íslandi. Þess var minnst víða um borgina í dag.
19.06.2020 - 19:00
Stúdentar krefjast nærri fjögurra milljarða frá ríkinu
Stúdentaráð Háskóla Íslands hyggst fyrir hönd stúdenta krefjast endurgreiðslu þess atvinnutryggingagjalds sem tekið hefur verið af launum stúdenta allt frá árinu 2010. Upphæðin nemur um 3,9 milljörðum króna. Námsmenn hafa haft verulegar áhyggjur af afkomu sinni vegna kórónuveirunnar og samkomubannsins sem henni hefur fylgt.
Spegillinn
Telur þurfa viðurlög til að rétta kynjahalla
Konur eru innan við fjórðungur framkvæmastjóra og stjórnarformanna. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sem hafa fleiri en fimmtíu í vinnu  var rétt tæp 35% í fyrra og hafði hækkað um rétt rúmt prósentustig frá fyrra ári. Fyrir tíu árum voru lög um að hlutur hvors kyns færi ekki undir 40% samþykkt og þau tóku að fullu gildi þremur árum síðar. Konur hafa ekki náð 40% hlut á þeim tíma.
07.05.2020 - 22:07
Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja aldrei uppfyllt
Lög sem krefjast þess að í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn séu hlutfall hvors kyns yfir 40% hafa aldrei verið uppfyllt frá því þau tóku gildi árið 2013. Hlutfall kvenna er nú 34,7%.
06.05.2020 - 11:16
Umskurn stúlkna gerð refsiverð í Súdan
Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn stúlkubarna. Skal slík limlesting hér eftir teljast refsivert athæfi og falla undir hegningarlög. Viðurlög við broti gegn banninu eru þriggja ára fangelsi og sektir. Baráttusamtök gegn umskurn og limlestingu stúlkna og kvenna fagna lögunum og á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að þau marki tímamót í réttindamálum stúlkna í landinu.
01.05.2020 - 06:55
Segðu mér
„Ég stend mig enn að því að tala við pabba“
„Heldur þú að ég ali dætur mínar upp sem vinnukonur fyrir syni þína?“ sagði Gunnar Eyjólfsson leikari við vin sinn sem hneykslaðist á því að karlmaðurinn á heimilinu væri að ryksuga. Dóttir hans, Þorgerður Katrín er fyrsta konan sem situr í formannssæti hægri flokks á Íslandi. Hún býr að því að vera alin upp af hvetjandi foreldrum.
Lára Björg aðstoðar ríkisstjórnina í jafnréttismálum
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að ráða Láru Björgu Björnsdóttur, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, sem nýjan aðstoðarmann ríkisstjórnar á sviði jafnréttismála og annarra samstarfsverkefna ráðuneyta.
24.04.2020 - 12:29
Verðum að forða bakslagi í kynjajafnréttismálum
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók í gær þátt í fjarfundi kvenleiðtoga um áhrif COVID-19 á jafnréttismál og stöðu kvenna. Á þriðja tug kvenna sem vinnur á vettvangi ríkisstjórna, alþjóðastofnana og frjálsra félagasamtaka tóku þátt í fundinum. 
21.04.2020 - 13:30
Verja þarf konur gegn heimilisofbeldi sem aldrei fyrr
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur ríkisstjórnir heims til að hafa vernd kvenna á meðal forgangsatriða í aðgerðum sínum og viðbrögðum við COVID-19 heimsfaraldrinum.
Spegillinn
Staða stúlkna 25 árum eftir Peking-ráðstefnuna
Fyrir tuttugu og fimm árum var kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna haldin í Peking og þar gefin fyrirheit um bættan hlut kvenna. Stjórnvöld  margra landa samþykktu framkvæmdaáætlun sem átti skila árangri í jafnréttismálum. Íslensk stjórnvöld einsettu sé að stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði, brúa launabil og auðvelda körlum og konum að deila ábyrgð á fjölskyldu og heimilisstörfum. Þá var sjónum beint sérstaklega að réttindum telpna, þær væru enda konur framtíðarinnar.
08.03.2020 - 14:03
Níu af tíu Jarðarbúum með fordóma gagnvart konum
Hartnær 90 prósent Jarðarbúa af öllum kynjum ala með sér einhverja kynbundna fordóma í garð kvenna. Þetta er meginniðurstaða könnunar Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, sem birt var í gær í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna á sunnudaginn kemur.
06.03.2020 - 06:27
Taldi sig ekki vera í aðstöðu til að kæra á réttum tíma
Kærunefnd jafnréttismála vísaði í byrjun mánaðarins frá kæru karlmanns sem taldi Reykjavíkurborg hafa brotið jafnréttislög þegar kona var ráðin í starf sviðsstjóra fjármála-og áhættustýringar. Kæran barst eftir að sex mánaða kærufrestur var liðinn. Maðurinn gaf þá skýringu að vegna hagsmuna hans í umsóknarferli um aðrar stöður hefði hann ekki talið sig vera í aðstöðu til að koma kæru sinni á framfæri áður en kærufrestur væri liðin.
Kanna einelti og áreitni á Alþingi
Félagsvísindastofnun annast rannsókn fyrir Alþingi þar sem kanna á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu Alþingis. Þar er lögð sérstök áhersla á einelti, kynferðislega áreitni og kynbundna áreitni. Rannsóknin tekur mið af sambærilegri rannsókn Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á evrópskum þjóðþingum.
20.01.2020 - 10:37
Þarf að vera skýrt hvernig brotaþolar sækja sér bætur
Í jafnréttislögum þarf að vera skýrt hvernig sá sem brotið er gegn sækir sér bætur að mati Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu.
16.01.2020 - 10:28