Jafnréttismál

Konur fjórðungur stjórnarmanna í fyrirtækjum
Rúmur fjórðungur stjórnarmanna fyrirtækja, sem greiða laun og eru skráð í hlutafélagaskrá, voru konur í lok árs 2020, eða 26,5 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagstofu Íslands.
14.04.2021 - 10:14
Viðtal
„Ömmur mínar þögðu og þess vegna þjáist ég í dag“
Najmo Cumar Fiyasko var sextán ára þegar hún kom til Íslands ein síns liðs frá Sómalíu eftir háskalegt ferðalag. Hún berst fyrir réttindum sómalskra kvenna og ungmenna með myndskeiðum sem hún birtir á samfélagsmiðlum og hvetur meðal annars karlmenn til að hlusta á konur og skilja að það sé samfélaginu öllu til heilla að breyta viðhorfi til kynjahlutverka.
06.04.2021 - 17:20
„Tækifæri til að knýja fram aðgerðir í jafnréttismálum“
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir mikilvægt að efla forvarnaraðgerðir til þess að útrýma kynbundnu ofbeldi og standa vörð um framfarir á sviði jafnréttismála. Þetta var meðal þess sem hann sagði á alþjóðlegri jafnréttisráðstefnu í tengslum við átaksverkefnið „Kynslóð jafnréttis“, í gær.
COVID eykur kynjabilið en jöfnuður enn mestur á Íslandi
Heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur aukið kynjabilið á ný og tafið brúun þess um áratugi, samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Skýrslan kom út í gær og Ísland trónir þar á toppnum, tólfta árið í röð. Í henni er fjallað um kynbundinn jöfnuð, eða ójöfnuð öllu heldur, í 156 ríkjum heims, út frá 14 breytum á fjórum sviðum tilverunnar; heilsu, menntunar, efnahags og atvinnutækifæra, og stjórnmálaþátttöku.
31.03.2021 - 06:44
Sextíu ár liðin frá setningu laga um launajöfnuð kynja
Með lögum sem Alþingi samþykkti 27. mars 1961, fyrir sextíu árum, var ákveðið að konum og körlum skyldi greiða sömu laun fyrir sömu störf. Þriggja manna launajafnaðarnefnd skyldi ákveða launahækkanir uns fullum jöfnuði yrði náð að sex árum liðnum.
Óheimilt að binda NPA-samning við fjárframlag ríkisins
Héraðsdómur Reykjavíkur komst í morgun að þeirri niðurstöðu að Mosfellsbæ væri óheimilt að binda samning um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fjárframlag frá ríkinu. Bænum er gert að greiða fötluðum manni fébætur og miskabætur vegna málsins auk þess sem framferðið í garð hans er metið saknæmt.
Vill ögra ráðandi karlmennskuhugmyndum
Þorsteinn V. Einarsson, sem hefur síðustu ár haldið úti Instagram-síðunni Karlmennskan, stendur um þessar mundir fyrir átaksverkefninu Jákvæð karlmennska. Ætlunin er að vekja athygli á því hvað jákvæð karlmennska er, hvernig hún getur litið út og hvernig hún getur frelsað karla, drengi og raunar samfélagið allt.
24.03.2021 - 14:08
Viðtal
Segja atvinnulífið bera ábyrgð á kynjahlutfalli
Allir forstjórar fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru karlkyns. Þeim hefur fjölgað undanfarin ár en hlutfallið er áfram það sama. Hluthafar með mikinn eignahluta í fyrirtækjum gætu breytt þessu að mati Stefaníu Guðrúnu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Eyri Venture Management.
Braut ekki jafnréttislög með uppsögn barnshafandi konu
Kærunefnd jafnréttismála telur að Icelandair Hotels hafi ekki brotið jafnréttislög þegar félagið sagði upp barnshafandi konu þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga á síðasta ári. Fyrirtækið sagði upp 308 manns síðasta vor, þar af átta starfsmönnum í deild konunnar; sjö konum og einum karlmanni.
23.03.2021 - 11:52
Konur og loftlagsmálin
Hafdís Hanna Ægisdóttir ræddi í umhverfispistli sínum í Samfélaginu um áhrif loftlagsbreytinga á konur og hvaða áhrif þær geta haft til að draga úr þeim.
17.03.2021 - 14:10
„Stríðið gegn offitu hefur mislukkast hrapallega“
Samtök um líkamsvirðingu lýsa yfir áhyggjum af sjúkdómsvæðingu holdafars og aðgerðaleysi vegna fitufordóma og mismununar. Það eigi sér meðal annars stað innan íslenska heilbrigðiskerfisins og í stefnumótun Landlæknisembættisins.
Hádegið
Á ríkið að fara í mál við ríkið?
Í síðustu viku hafnaði héraðsdómur kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála frá því síðasta sumar. Í úrskurði kærunefndar kom fram Lilja hefði brotið jafnréttislög við skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu.
Kastljós
„Alltaf verið á móti auðmönnum“
Í Kastljósi í kvöld verður rætt ítarlega við Harald Þorleifsson sem efndi til átaksins Römpum upp Reykjavík. Hann stofnaði hönnunarfyrirtækið sitt Ueno árið 2014 einn síns liðs og seldi það fyrir milljarða í janúar á þessu ári en nákvæm tala er trúnaðarmál.
11.03.2021 - 17:06
Greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa verða endurskoðaðar
Vinnumálastofnun ætlar að endurskoða greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa til fjögurra starfsmanna starfsmannaleigunnar Manna í vinnu. Það hafi verið yfirsjón að afgreiða kröfurnar án tillits til dóms héraðsdóms sem vísaði í lok febrúar frá kröfum fyrrverandi starfsmanna starfsmannaleigunnar Manna í vinnu á hendur starfsmannaleigunni og fyrirtækinu Eldum rétt
10.03.2021 - 20:41
Spegillinn
Vilja tryggja rétt til fjarvinnu í kjarasamningum
Yfir 60% félagsmanna Bandalags háskólamanna, sem svöruðu könnun þess, vilja að BHM beiti sér fyrir því að réttur til að vinna heima verði tryggður í næstu kjarasamningum. Þá telja yfir 70% svarenda mikilvægt að kjarasamningar kveði skýrt á um að vinnuveitandi skuli greiða fyrir og útvega búnað sem nauðsynlegur er vegna fjarvinnu.
10.03.2021 - 18:51
Viðtal
Katrín segir dómsmálið alfarið á forræði Lilju
Forsætisráðherra segir að menntamálaráðherra hafi ekki rætt niðurstöðu héraðsdóms þess efnis að menntamálaráðherra hafi brotið jafnréttislög eftir að niðurstaða lá fyrir. Hún segir málið sé alfarið á forræði Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra.
09.03.2021 - 14:20
Óvissa um framtíð neyðarathvarfs fyrir konur á götunni
Tíu heimilislausar konur, sem fengu inni í neyðarathvarfi sem sett var á fót vegna heimsfaraldursins, eru komnar í tryggt húsnæði. Sérfræðingur í málefnum heimilislausra hjá Reykjavíkurborg vill að úrræðið verði varanlegt. 
Hvetur nauðgara til að kvænast barnungum brotaþola
Undirskriftasöfnun er hafin á Indlandi þar sem kallað er eftir afsögn forseta hæstaréttar, eftir að hann ráðlagði manni sem ákærður er fyrir nauðgun, að kvænast þolandanum, stúlku á skólaaldri, til að forða sér frá fangelsisdómi. „Ef þú vilt giftast [henni], þá getum við hjálpað þér,“ sagði dómarinn, Sharad Arvind Bobde, við sakborninginn þegar réttað var yfir honum. „Ef ekki, þá missirðu vinnuna og ferð í fangelsi.“
05.03.2021 - 04:18
„Árangur næst í umhverfi sem fyllir fólk ástríðu“
Ráðstefna Ungra athafnakvenna í dag „Frá aðgerðum til áhrifa - Vertu breytingin“ er sú fyrsta sem haldin er með gestum í Hörpu frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Ráðstefnan var haldin í Norðurljósasal og var einnig streymt á vefnum. 
Félög eldri borgara vilja örugg sæti á listum flokkanna
Öllum stjórnmálaflokkum hefur verið send áskorun um að tryggja eldri borgurum örugg sæti á framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar í haust. Eldra fólk vilji komast á þing til að hafa áhrif.
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál“
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál,“ segir Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Hann segir bættar samgöngur einnig mikilvægar fyrir ungt fólk svo það geti sætt sig við að setjast niður á stöðum úti á landi.
„Við erum stöðnuð í jafnréttismálum“
„Við erum stöðnuð í jafnréttismálum. Það er engin raunveruleg framþróun,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um þann mikla mun á tekjum kvenna og karla sem fréttastofa fjallaði um í gær. Konur í sambúð með meistaragráðu hafa að jafnaði næstum hundrað þúsund krónum lægri heildartekjur á mánuði en karlar í sambúð með grunnháskólamenntun. Konur með grunnháskólamenntun hafa svipaðar heildartekjur og karlar sem aðeins hafa lokið grunnskóla og á landsbyggðinni hafa þeir hærri tekjur en þær.
„Jafna verður kynjahlutfall í mörgum stéttum“
Háskólamenntaðar konur eru jafntekjuháar og ómenntaðir karlar samkvæmt nýrri úttekt íslenskra stjórnvalda. Forsætisráðherra segir ganga alltof hægt að ná jafnrétti á Íslandi. Stefnt sé að því að útrýma launamun fyrir árið 2030.
18.02.2021 - 21:14
Nýjar tölur sýna marglaga misrétti á vinnumarkaði
„Þessar tölur varpa ljósi á marglaga misrétti á vinnumarkaði og í samfélaginu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um nýuppfærða Tekjusögu stjórnvalda sem sýnir mikinn mun á heildartekjum kynjanna. Tölurnar sýna meðal annars að konur í sambúð með meistaragráðu hafa að jafnaði næstum hundrað þúsund krónum lægri heildartekjur á mánuði en karlar í sambúð með grunnháskólamenntun eða bakkalárgráðu.
18.02.2021 - 12:31
Skerðingar brot á stjórnarskrá og mannréttindasáttmála
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því á þriðjudag að máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu verði vísað frá dómi. Ríkið hélt uppi þeim rökum að þau skorti lögvarða hagsmuni í málinu.