Jafnréttismál

Myndskeið
Ingólfsstræti málað í tilefni Hinsegin daga
Hátíðin Hinsegin dagar hófst í dag og lýkur henni á sunnudaginn. Fyrsti viðburður hátíðarinnar fólst í því að svonefndar gleðirendur voru málaðar á götu í miðborg Reykjavíkur. Þema hátíðarinnar í ár er „hinsegin á öllum aldri.“
03.08.2021 - 16:07
Götuáreitni gæti varðað við lög
Stjórnvöld í Bretlandi sögðust í dag íhuga að gera götuáreitni sem beint er að konum að glæpsamlegu athæfi, lögum samkvæmt. Þetta er í samræmi við nýja stefnu hins opinbera til að stemma stigu við ofbeldi gegn konum og stúlkum.
21.07.2021 - 14:58
ESB í hart við Ungverja og Pólverja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins höfðaði í gær mál gegn Ungerjalandi og Póllandi til varnar réttindum hinsegin fólks í ríkjunum tveimur. Stjórnvöld í Ungverjalandi og Póllandi hafa nýverið samþykkt lög sem þrengja verulega að réttindum hinsegin fólks.
Heimsókn enska landsliðsins í Downingstræti aflýst
Fyrirhugaðri heimsókn leikmanna og þjálfara enska landsliðsins til breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 hefur verið aflýst. Ástæðan er sú að leikmönnum fannst Boris Johnson og aðrir framámenn Íhaldsflokksins ekki styðja nógu vel við landsliðið meðan á EM 2020 stóð.
14.07.2021 - 16:16
Utanríkisráðherrar ræddu varnarmál og mannréttindi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands hittust á fundi í morgun og ræddu sameiginlega hagsmuni ríkjanna, mannréttindi og varnarmál.
Sjónvarpsfrétt
Gleði og litadýrð á fyrstu hinseginhátíð Vesturlands
Gleði og litadýrð einkenndu mannfjöldann sem streymdi um Borgarnes í dag. Hinseginhátíð Vesturlands og gleðigangan fóru nú fram í fyrsta skiptið, á vegum nýstofnað hinseginfélags Vesturlands. Systurnar Guðrún Steinunn og Bjargey Anna Guðbrandsdætur eru einar af skipuleggjendum hátíðarinnar og stofnendum félagsins.
10.07.2021 - 21:16
Ójöfnuður meðal íslenskra kvenna
Konur á Íslandi búa við meiri ójöfnuð sín á milli en konur á hinum Norðurlöndunum. Þetta segir Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri.
07.07.2021 - 15:30
Konur í hópi kennara við HÍ sækja í sig veðrið
Fjörutíu og níu háskólakennarar fengu á dögunum stöðuhækkun. Af fjörutíu og níu kennurum eru þrjátíu og sjö konur sem færast skör ofar í háskólasamfélaginu.
06.07.2021 - 12:19
Háir hælar herkvenna hneyksla
Myndir frá æfingum kvenna í úkraínska hernum fyrir hersýningu þar í landi hefur vakið mikla furðu og hneykslan. Þar sjást konurnar marsera í fremur óhefðbundnum skóbúnaði fyrir hermenn. Í stað herklossa eða -stigvéla eru þær klæddar skóm með háum hælum.
04.07.2021 - 07:44
UEFA varar styrktaraðila við notkun regnbogafána
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, biður auglýsendur á Evrópumótinu um að sleppa því að hafa regnbogafána hinsegin fólks á auglýsingaskiltum sínum í Baku og Sankti Pétursborg. Sambandið lýsir áhyggjum af afleiðingum þess vegna laga í Rússlandi og Aserbaísjan.
03.07.2021 - 08:06
Britney tapar
Dómstóll í Los Angeles hafnaði í gær kröfu söngkonunnar Britney Spears um að losna undan forsjá föður síns.
01.07.2021 - 09:52
Ójöfnuður er ekkert náttúrulögmál
Sérfræðingahópur verkalýðshreyfingarinnar kallar á markvissar aðgerðir til að koma í veg fyrir ójöfnuði í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Í skýrslu hópsins er bent á að með sterki afkomutryggingu og öflugri atvinnuuppbyggingu megi koma í veg fyrir afkomuvanda til frambúðar.
30.06.2021 - 14:53
Gleðigangan stöðvuð í Istanbúl eitt árið enn
Hundruð söfnuðust saman í Istanbúl í Tyrklandi í dag og freistuðu þess að ganga gleðigöngu um borgina til að fagna fjölbreytileikanum, mótmæla vaxandi fordómum í garð hinseginfólks í Tyrklandi og berjast fyrir réttindum sínum, þrátt fyrir að borgaryfirvöld hefðu afturkallað leyfi fyrir göngunni á síðustu stundu. Lögregla beitti táragasi á göngufólk og tugir voru handteknir, þar á meðal ljósmyndari AFP-fréttastofunnar.
27.06.2021 - 00:27
Nýnasistar skemma styttu af George Floyd
Stytta af George Floyd var í gær skemmd með málningu og merkt nafni nýnasistahóps í New York, að því er lögreglan sagði á fimmtudag, innan við viku eftir að hún var afhjúpuð. Skemmdarverkin eru talin tengjast því að dómur verður kveðinn upp yfir Derek Chauvin, lögreglumanninum sem drap Floyd, í dag.
Þríburafaðir leggur fæðingarorlofssjóð
Í byrjun árs synjaði fæðingarorlofssjóður föður væntanlegra þríbura töku á orlofi meira en mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag. Hinn væntanlegi faðir kærði úrskurðinn til úrskurðarnefndar velferðarmála.
UEFA var í dauðafæri að gera jákvæða hluti
Neitun knattspyrnusambands UEFA á ósk borgaryfirvalda í München að lýsa Allianz Arena-leikvanginn í regnbogalitum veldur hneysklan margra.
23.06.2021 - 13:59
Myndskeið
„Fórnarkostnaður kvenna hærri“
Fjórtán sinnum fleiri konur en karlar í stjórnendastöðum bera ábyrgð á heimilishaldi og kvenkyns stjórnendum finnst þær frekar þurfa að sanna sig. Karlar fá minni stuðning en konur til að samræma starf og fjölskyldulíf. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, einn aðstandenda rannsóknarinnar, segir að konur þurfi að fórna meiru til að verða stjórnendur en karlar.
Ósátt við veru Boga á auglýsingu Kvenréttindafélagsins
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir mynd Kvenréttindafélags Íslands í auglýsingu sem birtist í gær á kvenréttindadeginum. Þar eru ýmsar konur og karlar sem raðast upp svipað eins og fulltrúar á frægu málverki af þjóðfundinum 1851. Sólveig Anna lýsir óánægju sinni með að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sé meðal þeirra sem eru á myndinni.
20.06.2021 - 16:33
Einstæðir foreldrar og einbúar oftast í fjárhagsvanda
Fjöldi fullorðinna á heimili virðist hafa lykiláhrif á fjárhag þess og börn hafa fyrst og fremst áhrif á fjárhaginn ef aðeins einn fullorðinn býr á heimilinu, samkvæmt niðurstöðum sem kynntar voru í dag á vef Hagstofu Íslands.
Fjórar konur vinna saman í rafmagni
Hjá fyrirtæki á Akureyri starfa fjórar konur við raf- og rafeindavirkjun. Þó konum hafi fjölgað talsvert í karllægum iðngreinum síðustu ár má það þó enn teljast óvenjulegt.
17.06.2021 - 18:25
Kastljós
Slaufunarmenning og dómstólar götunnar
„Cancel culture“ eða slaufunarmenning hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið í tengslum við #metoo-bylgjuna. Áhrifin af slíkri slaufun geta verið víðtæk og áhrifarík. Kastljós fékk Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, baráttukonu gegn kynferðislegu ofbeldi, og Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði, til að spjalla um þetta eldfima málefni.
Kína verður ekki hunsað
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO, segir að bandalagið þurfi að takast saman á við áhrif af uppgangi Kína en leggur áherslu á að Kína sé ekki andstæðingur bandalagsins. Leiðtogar 30 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ráða nú ráðum sínum í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er á leiðtogafundinum ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann segir að bandalagið standi nú á ákveðnum tímamótum.
Kastljós
Fjórðungi ódýrara áfengi en hjá ÁTVR
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti í gær til sýslumanns þá skoðun að áfengissalinn Arnar Sigurðsson væri að brjóta lög með vefsölu sinni á áfengi. Arnar telur sig aftur á móti hafa fundið leið framhjá ÁTVR og selur áfengi samdægurs af lager sem hann heldur á Íslandi, á meðan fyrirtækið er skráð í Frakklandi og flokkast því sem erlend netverslun. 
Segja orð Þórólfs skapa ótta og fordóma
Hátt í 20 hjálpar- og mannúðarsamtök segja orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um skoðanir hælisleitenda í garð faraldursins og bólusetninga vera til þess fallin að skapa ótta og fordóma í garð hælisleitenda.
07.06.2021 - 15:11
Trudeau lofar aðgerðum í þágu frumbyggja
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hét því í gær að stjórnvöld leggi meira fé til að sporna gegn ofbeldi gegn konum, stúlkum og hinsegin fólki úr röðum frumbyggja landsins. Trudeau segir tíma kominn til breytinga, og mörkuð verði leið til þess að binda enda á kerfisbundinn rasisma, kynjamisrétti, fötlunarfordóma og þann efnahagslega ójöfnuð sem viðheldur ofbeldinu.
04.06.2021 - 07:03