Jafnréttismál

Silfrið
„Mannréttindabrot að skylda fólk á eftirlaun“
Jan Marie Fritz, prófessor í félagsfræði við Háskólann í Cincinnati, lítur á það sem mannréttindabrot að skylda fólk á eftirlaun við ákveðinn aldur. Hún er stödd hér á landi við rannsóknir og hefur tekið viðtöl við fjölda íslendinga sem hafa verið skikkaðir á eftirlaun, ýmist með eða gegn vilja þess.
Baráttukonan Kim Friele látin
Kim Friele, norsk baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks, er látin. Fjölskylda hennar greindi frá þessuen Friele var 86 ára.
23.11.2021 - 09:58
Nýr formaður Eflingar segir svindlara afar hugmyndaríka
Agnieszka Ewa Ziólkowska nýr formaður Eflingar segir atvinnurekendur telja auðveldara að svindla á erlendu verkafólki en innlendu. Þó segir hún ekki hægt að alhæfa um það, því svindlað hafi verið á íslensku starfsfólki þar sem hún starfaði seinast. Það hafi hreinlega ekki áttað sig á því.
Karlar sáttari með verkaskiptingu í faraldrinum
Karlar eru mun sáttari með verkaskiptingu heimilisstarfa en konur. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum úr lífskjararannsókn Hagstofu Íslands sem Hagstofan birti í dag.
19.11.2021 - 10:31
Harðari reglur um sóttkví barna hér en í nágrannalöndum
Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir að harðari reglur gildi um sóttkví barna hér á landi en í löndunum í kring.
Spegillinn
Hindranir í stafrænum heimi
Undir merkjum Stafræns Íslands er unnið að því að meginsamskiptaleið fólks og fyrirtækja við hið opinbera verði stafræn. Stöðugt stærri hluti samskipta við banka er um netið og notkun á Heilsuveru, þar sem fólk getur átt samskipti við heilbrigðisstarfsfólk, sótt sér vottorð og endurnýjað lyfseðla, hefur margfaldast. Allt er þetta gert til að einfalda líf fólks en þarna getur fólk með þroskahömlum til dæmis rekist á hindranir.
Vilja að Finnar fái að sjá launaseðla samstarfsfólks
Ríkisstjórn Finnlands leggur til að Finnar fái rétt til þess að sjá launaseðla samstarfsfólks síns ef þá grunar að þeir sæti mismunun. Með frumvarpinu vill stjórn Sönnu Marin forsætisráðherra færast nær því að útrýma launamun kynjanna.
11.11.2021 - 13:33
Kolsvört skýrsla um stjórnarhætti á Menntamálastofnun
Allir áhættuþættir sem snerta stjórnun Menntamálastofnunar eru merktir rauðir í áhættumati sem unnið var fyrir menntamálaráðuneytið, sem er til marks um alvarleg vandamál sem krefjast skjótra viðbragða. Alvarleg veikindi í hópi starfsfólks eru rakin til óstjórnar forstjórans, sem meirihluti starfsfólksins vantreystir. Þetta kemur fram í skýrslu mannauðsfyrirtækisins Auðnast, sem vann áhættumatið. Fréttablaðið greinir frá.
Faraldurinn seinkað kynjajafnrétti í stjórnun um 36 ár
Kórónuveirufaraldurinn hefur seinkað jafnrétti kynjanna í stjórnunarstöðum um 36 ár. Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga. Nauðsynlegt sé að bregðast við.
09.11.2021 - 18:55
Viðtal
ESB horfir til Íslands í jafnréttismálum
Íslensk löggjöf um launajafnrétti kynjanna verður viðmið fyrir Evrópusambandið til að vinna gegn kynbundnum launamun. Þetta segir formaður Evrópuþingsnefndar um jafnrétti kynjanna. 
Hundrað ár síðan Marie Curie var gefið gramm af radíni
Heimsóknar pólska eðlis- og efnafræðingsins Marie Curie til Bandaríkjanna árið 1921 var minnst með athöfn í franska sendiráðinu í Washington í gær. Þar var henni fært frumefni að gjöf. Rannsóknir hennar liggja meðal annars til grundvallar krabbameinsmeðferðar.
Argentína
Fagna framförum en hvetja stjórnvöld til frekari dáða
Þúsundir Argentínumanna fögnuðu í gær þeim árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinseginfólks og kvenna í landinu. Hátíðahöldin stóðu klukkustundum saman í miðborg Buenos Aires og höfðu á sér glaðlegan blæ enda 30. gleðigangan í borginni.
Búið að rumpa upp römpum um alla miðborg
Nýverið lauk smíði við ramp númer 100 í miðborg Reykjavíkur í tengslum við verkefnið Römpum upp Reykjavík. Það er fjórum mánuðum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Forsprakki verkefnisins segir mikinn meðbyr hafa verið með verkefninu.
05.11.2021 - 16:17
Ný skýrsla: Konur fá 13% lægri eftirlaun en karlar
Íslenskar konur hafa 13 prósent lægri eftirlaun en karlmenn en eftirlaun karla eru hærri en kvenna í öllum OECD ríkjunum. Íslenska lífeyrissjóðakerfið fær háa einkunn í nýrri skýrslu.
04.11.2021 - 06:12
Kastljós
Mikilvægt að geta rætt málin án þess að dæma strax
Samfélagið verður að vera reiðubúið að taka umræðuna um kynferðisbrot og uppgjör vegna þeirra segir Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur. Fólk verði þá líka að vera reiðubúið að hlusta hvert á annað án þess að dæma fólk strax. Það sé reyndar þvert á það sem samfélagsmiðlar ali á. Hún segir pólun samfélagsins eitt stærsta vandamálið í lýðræðismenningu samtímans.
03.11.2021 - 20:53
Ólga í Póllandi vegna andláts þungaðrar konu
Margmenni safnaðist saman bæði í Kraká og Varsjá í Póllandi í gær til þess að minnast þungaðrar konu sem lést í september. Konan var á tuttugustu og annarri viku meðgöngu og lést vegna blóðeitrunar, en dánarorsök hennar var opinberuð á dögunum. Málið hefur vakið mikla athygli í ljósi þeirra ströngu laga sem nú gilda um þungunarrof í landinu og líta margir á þetta sem fyrsta andlátið af völdum laganna.
02.11.2021 - 20:53
Talíbanar vilja leysa út fryst fjármagn
Ríkisstjórn Talíbana í Afganistan hefur krafist þess að fá að losa út milljarða dollara í eigu afganska ríkisins úr erlendum bönkum. Afganska ríkið á eignir og fé í bönkum í Evrópu og Bandaríkjunum, en það fjármagn var fryst þegar Talíbanar tóku völdin í landinu. Reuters hefur eftir talsmanni Talíbana að landið sé á leið í djúpa efnahagskreppu sem muni leiða til hungursneiðar í landinu, og aukins straums flóttamanna til Evrópu.
29.10.2021 - 19:21
Nítján leitað til neyðarmóttöku vegna hópnauðgunar
Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, vegna hópnauðgunar, það sem af er árinu. Það þýðir að gerendur eru tveir eru fleiri. Verkefnastjóri á neyðarmóttökunni segir fjölgunina ógnvænlega.
Kvennafrídagurinn – Konur vinna launalaust eftir 15:10
Hinn árlegi kvennafrídagur er í dag en hann fór fyrst fram 24. október 1975. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er: „Leiðréttum skakkt verðmætamat“. Konur hafa sex sinnum lagt niður störf á kvennafrídeginum til þess að mótmæla kynbundnu misrétti, fyrst 1975, svo 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Þá hafa konur gengið út af vinnustöðum, á þeim tíma sem reiknað er að konur hafi unnið fyrir launum sínum, miðað við meðalatvinnutekjur karla.
SÍ skoðar bótagreiðslur fjögur ár aftur í tímann
Sjúkratryggingar Íslands hafa ákveðið að endurskoða ákvarðanir sem tengjast bótagreiðslum sjúklinga- og slysatrygginga vegna miska eða læknisfræðilegrar örorku síðustu fjögur ár.
22.10.2021 - 15:06
ÖBÍ skorar á þingmenn að sýna hugrekki og dug
Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn af sýna hugrekki og dug til að rétta hlut fatlaðs fólks. Þuríður Harpa Sigurðardóttir var endurkjörin formaður sambandsins á aðalfundi þess sem lauk í dag.
Spegillinn
Hnignun í Blackpool og loforð Borisar Johnsons
Jöfnun aðstöðumunar milli og innan landshluta er stóra loforð Borisar Johnsons forsætisráðherra Breta. Vandinn er bæði að aðstöðumunurinn er mikill og verður ekki jafnaður á einu kjörtímabili. En líka að það er mjög á reiki hvað forsætisráðherra á nákvæmlega við með loforðum sínum.
16.10.2021 - 10:30
Sjónvarpsfrétt
Vill kynjakvóta í framkvæmdastjórnir líka
Forstjóri álversins í Straumsvík vill að kynjakvóti í framkvæmdastjórnir fyrirtækja verði lögfestur líkt er um stjórnir þeirra. Þetta kom fram á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu þar sem viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar voru afhentar
Íslenskir „hommabanar“ ógna hinsegin fólki
Svo virðist sem hópur fólks stundi það að áreita hinsegin fólk, einkum homma og transfólk með símtölum. Fatlaðir hafa einnig orðið fyrir barðinu á ásóknunum. Formaður Samtakanna '78 segir skorta úrræði gegn hatursglæpum í íslenska löggjöf.
Morgunútvarpið
Atvinnutækifæri ungs fatlaðs fólks
Um síðustu helgi fór fram ráðstefna um atvinnumál fatlaðra undir heitinu Göngum í takt. Þar kom fram að víða er pottur brotinn í þeim málum og úrbóta og framfara er þörf, sem og þegar kemur að menntunartækifærum fatlaðs fólks. Sara Dögg Svanhildardóttir verkefnastjóri hjá Þroskahjálp brennur fyrir þessi málefni.