Jafnréttismál

Skera upp herör gegn hatursorðræðu
Vísbendingar um vaxandi hatursorðræðu vegna kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar eru helstu ástæður þess að forsætisráðherra vill samhæfa aðgerðir stjórnvalda gegn hatursorðræðu í íslensku samfélagi.
„Við hækkum bara róminn og berjumst áfram“
Afganskar sjónvarpskonur heita því að berjast áfram fyrir réttindum sínum. Talibanar hafa fyrirskipað þeim að hylja andlit sitt í útsendingu. Karlmenn sem starfa við afganskar sjónvarpsstöðvar sýndu konunum stuðning í verki.
23.05.2022 - 01:20
Næstum allt þungunarrof bannað í Oklahoma
Löggjafarþing Oklahomaríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær lög sem banna þungunarrof allt frá getnaði, með örfáum undantekningum. Lögin eru þau hörðustu sem samþykkt hafa verið í málaflokknum vestra.
„Gjörbætir möguleika þeirra sem glíma við ófrjósemi“
Nýju frumvarpi er ætlað að auðvelda fólki sem vill eignast barn að leita sér leiða, glími það við frjósemisvanda. Fyrsti flutningsmaður þess segir það auka umtalsvert möguleika þeirra sem þrá að eignast barn. Samkvæmt lögum um tæknifrjóvganir í dag er gerð krafa um hjónaband, eða sambúðarskráningu þeirra sem eiga, og vilja nýta fósturvísa,-ella er þeim eytt. Sérfræðingur í ófrjósemi segir eftirspurn eftir kynfrumum og fósturvísum mikla og sívaxandi.
18.05.2022 - 22:26
Heimild til bólusetningar barna staðfest
Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru konu sem kærði synjun Embættis landlæknis, um að barn hennar yrði ekki bólusett gegn Covid-19.
Talibanastjórnin leggur niður nokkrar stofnanir
Leiðtogar talibanastjórnarinnar í Afganistan greindu í gær frá þeirri ákvörðun sinni að leggja niður fimm stofnanir sem þeir telja ónauðsynlegar. Þeirra á meðal er mannréttindaskrifstofa landsins.
Átta fylki Mexíkó hafa lögleitt þungunarrof
Fylkisþingið í Guerrero sunnanvert í Mexíkó staðfesti í dag lög sem gerir þungunarrof á allt að tólftu viku meðgöngu löglegt og refsilaust. Þar með hafa átta af 32 fylkjum Mexíkó farið þá leið.
Konur 35% stjórnarmanna í stórum fyrirtækjum
Hlutfall kvenna í stjórnum stórra fyrirtækja, með þrjá stjórnarmenn, var 34,8 prósent fyrir almenn hlutafélög árið 2021 og 29,3 prósent fyrir einkahlutafélög. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði Hagstofu Íslands.
17.05.2022 - 13:18
Grikkir banna bælingarmeðferðir
Gríska þingið samþykkti í dag frumvarp um að banna svokallaðar bælingarmeðferðir fyrir hinsegin ungmenni. Það er að segja meðferðir sem snúa að því að bæla niður kynhneigð eða kynvitund ólögráða Grikkja.
11.05.2022 - 18:30
Væntanlegum úrskurði um þungunarrof mótmælt
Fjöldi fólks safnaðist í gær saman í borgum víðs vegar um Bandaríkin til að lýsa yfir stuðningi við að þungunarrof verði áfram löglegt í landinu. Óttast er að meirihluti hæstaréttar felli í sumar úr gildi úrskurð í máli sem tryggði stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
Adidas og fleiri noti bómull frá þrælavinnu í Xinjiang
Bómull frá Xinjiang-héraði í Kína hefur fundist í fatnaði frá þýsku tískurisunum Adidas, Puma og Hugo Boss. Í Xinjiang er um hálf milljón manna úr minnihlutaættbálkum neydd af stjórnvöldum til þess að tína bómull.
05.05.2022 - 20:23
Viðtal
Umönnunarbilið hafi neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna
BSRB hefur ráðist í viðamikla rannsókn á stöðu leikskólamála hér á landi en samtökin hafa lengi gert þá kröfu að ríki og sveitarfélög grípi til aðgerða til að öllum börnum verði tryggð leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi.
Sjónvarpsfrétt
Mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu kvenna á flótta
Það er mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu kvenna og stúlkna í ríkjum þar sem átök geisa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra sem er nýsest í stjórn UN Women á Íslandi. Samtökin hafa hrint úr vör nýrri herferð til þess að vekja almenning til umhugsunar um áhrif stríðs.
Þungunarrof yrði samstundis bannað í 22 ríkjum
Búist er við því að þungunarrof verði bannað í fjölda ríkja í Bandaríkjunum eftir að hæstiréttur kveður upp dóm sinn í þungunarrofsmáli í sumar. Drög að meirihlutaáliti voru birt í gær en þau sýna að meirihluti réttarins hyggst fella úr gildi úrskurð í máli sem tryggði réttinn til þungunarrofs fyrir hálfri öld.
Hæstiréttur fjallar um að fella Roe gegn Wade úr gildi
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur til umfjöllunar að draga úr rétti kvenna til þungunarrofs í landinu. Þetta kemur fram í gögnum sem lekið hefur verið í fjölmiðla.
„Þetta er með því alvarlegra sem ég hef séð"
Forseti Alþýðusambandsins segir að ekki hafi náðst samstaða allra í miðstjórn um að fordæma hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar. Drífa Snædal hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún sækist eftir endurkjöri í haust.
20.04.2022 - 20:19
Bandaríkjamenn bæta kynsegin merkingu í vegabréf
Frá og með 11. apríl verður Bandaríkjamönnum kleift að merkja kyn sitt með bókstafnum X í vegabréfum. Þá verði kynsegin fólki ekki lengur gert skylt að merkja við þau séu annað hvort karl- eða kvenkyns, heldur standi þeim til boða þriðji möguleikinn.
01.04.2022 - 02:56
Kastljós
Þarf að reiða sig á maka eða vinnuveitanda
Erlendir sérfræðingar sem koma til starfa á íslenskum vinnumarkaði eru oft háðir vinnuveitanda sínum eða maka um starfsöryggi. Umsóknarferli um atvinnuleyfi er niðurlægjandi, segir Alondra Silva Munoz, sem kom frá Chile til að starfa hér á landi á grundvelli sérþekkingar sinnar í ferðaþjónustu.
30.03.2022 - 12:47
„Svona mál eru algjör undantekning“
Formaður Ljósmæðrafélagsins segist kannast við gagnrýni á að ekki sé hlustað á konur þegar kemur að fæðingu. Hún segir að mál á borð við mál Bergþóru Birnudóttur sem Kveikur fjallaði um í gærkvöldi sé algjör undantekning.
30.03.2022 - 12:36
Fleiri ríki herða að rétti kvenna til að rjúfa meðgöngu
Lög voru samþykkt í Idaho ríki Bandaríkjanna í gær, sem gera ættmennum þungaðra kvenna heimilt að lögsækja heilbrigðisstarfsmenn fyrir að rjúfa meðgöngu þeirra. Með lögunum verður væntanlegum feðrum einnig heimilt að kæra framkvæmd þungunarrofs.
24.03.2022 - 02:23
Kastljós
Segir barn sitt hrætt við að tala íslensku
Börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn fer fjölgandi í samfélaginu, sem tengja má við aukna fólksflutninga og alþjóðavæðingu íslensks samfélags. Þessi þróun hefur í för með sér nýjar áskoranir í skólastarfi, en rannsóknir sýna fram á að nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn standa höllum fæti í skólakerfinu.  
23.03.2022 - 09:39
Kváradagurinn haldinn hátíðlegur í dag
Kynsegin fólk heldur kváradaginn hátíðlegan í fyrsta sinn í dag. Dagurinn er í anda bóndadags og konudags og varð dagsetningin fyrir valinu þar sem í dag er fyrsti dagur einmánaðar.
22.03.2022 - 17:03
Landinn
Fann sig í föðurhlutverkinu og fræðir nú aðra
„Að vera pabbi er fyrir mér eitt það skemmtilegasta en á sama tíma eitt það erfiðasta sem ég hef gert,“ segir Björn Grétar Baldursson, tveggja barna faðir á Akureyri.
22.03.2022 - 13:39
Kastljós
Spurði forsætisráðherra út í stöðu fatlaðs flóttafólks
Alþjóðadagur vitundarvakningar um málefni fólks með Downs-heilkenni var í gær. Af því tilefni fékk Kastljós til liðs við sig Finnboga Örn Rúnarsson. Hann heldur úti Instagram- og Facebooksíðu undir nafninu Fréttir með Finnboga.
Eliza hitti Jill og Joe Biden
Eliza Reid forsetafrú er nú stödd í Washington þar sem hún átti á tíunda tímanum í kvöld einkafund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu. Eliza hitti einnig Joe Biden forseta Bandaríkjanna, en tók þátt í hluta fundar forsetafrúanna.
15.03.2022 - 22:17