Jafnréttismál

Kastljós
Vill nánari upplýsingar um fatlað fólk í LÖKE kerfinu
Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra segir að bæta þurfi úr skráningu upplýsinga í LÖKE kerfi lögreglunnar til að ná betri yfirsýn yfir ofbeldismál gagnvart fólki með fötlun.
19.01.2021 - 20:40
Pistill
Þegar spegillinn horfir til baka
Einhverfusamfélagið verður sífellt sýnilegra, ekki af því að einhverfa sé í örum vexti heldur fleygir tækninni til að greina hana fram. Þar með kemur einhverft fólk einnig betur auga á hvert annað. Guðlaug Kristjánsdóttir, nýr pistlahöfundur Lestarinnar á Rás 1, ræðir fegurðina við að tilheyra og hvernig einhverfusamfélagið tekur orðið í eigin málaflokki.
Á forræði Alþingis að ákveða kynleiðréttingargjald
Þjóðskrá Íslands segir að umdeilt gjald sem stofnunin innheimtir vegna leiðréttingar kyns fólks í þjóðskrá renni ekki til Þjóðskrár, heldur sé það innheimt í ríkissjóð í samræmi við lög um aukatekjur ríkissjóðs. Það sé sambærilegt við gjöld vegna nafnabreytinga.
11.01.2021 - 17:50
110 börn dvöldu í Kvennaathvarfinu í fyrra
138 konur og 110 börn dvöldu í Kvennaathvarfinu á árinu 2020 um lengri eða skemmri tíma. Lengd dvalarinnar var allt frá einum degi upp í 174 daga. Konur frá löndum utan EES svæðisins eru líklegri til að snúa aftur heim til ofbeldismanna en íslenskar konur.
Byko og gamla Húsasmiðjan brutu samkeppnislög
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm þess efnis að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og einnig ákvæði EES- samningsins með umfangsmiklu ólöglegu samráði við gömlu Húsasmiðjuna.
Leggja mat á umsækjendur um héraðsdómarastóla
Dómnefnd hefur skilað hæfnismati sínu á umsækjendum um fjórar stöður hérðaðsdómara. Annars vegar tvö embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og hins vegar við Héraðsdóm Reykjaness og Norðurlands eystra.
28.12.2020 - 16:08
Ríkið styrkir hjálparsamtök fyrir jólin
Níu hjálparsamtök fá 20 milljón króna viðbótarstyrk frá ríkinu til að styðja við viðkvæma hópa í samfélaginu með matarúthlutun og ráðgjöf. Aukin eftirspurn hefur orðið í samfélaginu eftir efnislegri aðstoð, ekki síst nú í aðdraganda jóla.
23.12.2020 - 12:06
Reykjavíkurborg fór yfir á rauðu ljósi
Reykjavíkurborg og Vegagerðinni hefur verið gert að greiða stjórnvaldssekt fyrir að hafa ekki boðið út uppsetningu stýribúnaðar fyrir umferðarljós. Kærunefnd útboðsmála úrskurðaði um þetta í gær.
Vilja afgreiða lög um fæðingarorlof fyrir jólin
Fundur var í velferðarnefnd Alþingis í morgun til að fjalla um frumvarp félagsmálaráðherra um fæðingar- og foreldraorlof en stefnt er að því að afgreiða það fyrir jól. Ekki náðist niðurstaða á fundinum og hefur verið boðað til nýs fundar síðar í dag.
16.12.2020 - 11:50
Enn er mótmælt í Varsjá
Þúsundir söfnuðust saman í Varsjá, höfuðborg Póllands, í dag til að mótmæla yfirvofandi lagabreytingu, sem þrengir enn frekar að takmörkuðum rétti pólskra kvenna til að ráða eigin líkama og undirgangast þungunarrof. Mótmælendur fylktu liði og tókst að komast giska nærri heimili Jaraoslaws Kaczynskis, varaforsætisráðherra og formanns stjórnarflokksins Laga og Réttlætis þrátt fyrir að fjölmennt lögreglulið reyndi að hamla för þeirra.
14.12.2020 - 00:16
Fulltrúadeild Argentínuþings heimilar þungunarrof
Meirihluti þingmanna í fulltrúadeild Argentínuþings samþykkti í gærkvöld frumvarp sem eykur mjög rétt kvenna til að undirgangast þungunarrof. 131 þingmaður samþykkti frumvarpið en 117 voru á móti. Til að lögin öðlist gildi þarf öldungadeild þingsins líka að samþykkja þau. Stjórnmálaskýrendur telja að enn mjórra verði á mununum þar en í fulltrúadeildinni. Svipað frumvarp var samþykkt í fulltrúadeildinni fyrir tveimur árum en fellt í öldungadeildinni.
„Við erum gjörsamlega komin út í móa í þessu“
Þingmenn ræddu síðdegis í dag og fram á kvöld frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur formanns atvinnuveganefndar og annarra þingmanna allra flokka nema Miðflokksins um samvinnufélög og fleira sem fjallar um viðurlög vegna hlutfalls kynja í stjórnum þar sem lagt er til að það varði dagsektum ef ekki er farið að ákvæðum laga um kynjahlutföll í stjórnum félaga.
07.12.2020 - 21:44
Segir COVID koma í veg fyrir mótmæli eldri borgara
Formaður Landssambands eldri borgara segir kjaragliðnun hafa orðið og eldri borgarar hafi setið eftir. Þeir verst settu búi við fátækt. Ef ekki væri COVID væru eldri borgarar mættir á Austurvöll.
Spegillinn
Áform í barnafrumvarpi lofa góðu
Formaður Félagsráðgjafafélags Íslands og framkvæmdastjóri Heimilis og skóla fagna nýju frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamála-ráðherra um velferð barna og samþætta þjónustu við börn sem kynnt var fyrr í vikunni. Þær segja áformin sem felast í frumvarpinu lofa góðu, en það standi og falli með góðri samvinnu þeirra sem vinni að á málum barna.  
02.12.2020 - 14:39
Fjárfesting á við Kárahnjúkavirkjun
Kostnaður samfélagsins vegna áfalla í barnæsku er áætlaður 100 milljarðar króna á ári. Með nýju frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra, sem miðar að því að samþætta þjónustu við börn og velferð þeirra, er stefnt að því að lækka þennan kostnað verulega.
30.11.2020 - 19:19
Hafa ekki beitt dagsektum vegna jafnlaunavottunar
Rúmlega 60% þeirra fyrirtækja og stofnana sem eiga að vera komin með jafnlaunavottun fyrir áramót, eru komin með slíka vottun. Um fjórðungur þeirra sem áttu að vera komin með vottun fyrir síðustu áramót er ekki kominn með vottun. Jafnréttisstofa hefur ekki beitt neinum dagsektum, þrátt fyrir að hafa heimild til þess.
30.11.2020 - 12:24
Viðtal
Þurfa að ræða klám og samskipti við ungmenni
Afleiðingar af klámáhorfi birtast í því að ungir menn telja sig mega gera hvað sem þeir vilja við kærustur sínar, segir Sigurbjörg Harðardóttir, ráðgjafi hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Ungir menn sem telji sig gera hvað sem þeir vilja við kærustu sína þegar þeir eru komnir í samband.
30.11.2020 - 09:42
Myndskeið
Friðrik Sigurðsson handhafi Kærleikskúlunnar 2020
Friðrik Sigurðsson, frumkvöðull í réttindabaráttu fatlaðs fólks hlaut í dag Kærleikskúluna árið 2020. Hann fékk fyrsta eintak kúlunnar afhent fyrir utan vinnustað sinn. Hulunni verður svipt af kúlunni í Vikunni hjá Gísla Marteini í kvöld. Þá verður einnig tilkynnt hver skapaði kúluna í ár.
Tíðavörur eru nú ókeypis í Skotlandi
Skotland varð í gær fyrsta landið í heiminum þar sem tíðavörur standa öllum sem þær þurfa til boða, án endurgjalds. Lagafrumvarp þessa efnis var einróma samþykkt þegar það var borið undir atkvæði á skoska þinginu að kvöldi þriðjudags. Samkvæmt lögunum ber sveitarstjórnum og heilbrigðisyfirvöldum á hverjum stað að tryggja að tíðatappar, tíðabindi og aðrar tíðavörur séu jafnan aðgengilegar „öllum sem á þeim þurfa að halda," viðkomandi að kostnaðarlausu.
25.11.2020 - 01:27
Auðskilið mál
Tikynningum um heimilisofbeldi fjölgar
Fleiri tilkynningar hafa borist um heimilisofbeldi á þessu ári en á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.
Guðmundur Fylkisson hlýtur viðurkenningu Barnaheilla
Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2020 fyrir störf í þágu barna og ungmenna sem eru í vanda og þá nálgun sem hann hefur í samskiptum sínum við þau.
FIFA: Fæðingarorlof frá fótbolta frá og með næsta ári
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ætlar að setja reglugerð sem gerir kvenmönnum í atvinnumennsku kleift að fara í fæðingarorlof frá knattspyrnu frá og með 1. janúar 2021.
19.11.2020 - 20:20
Sjóvá hlýtur hvatningarverðlaun jafnréttismála
Sjóvá hlaut hvatningarverðlaun jafnréttismála á fjarfundi um jafnréttismál í morgun. Pink Iceland fékk sérstök sprotaverðlaun. Að verðlaununum standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Háskóli Íslands.
18.11.2020 - 10:16
„Utangarðsskrá“ lent utangarðs hjá Þjóðskrá Íslands
Það sem áður hét utangarðsskrá í bókum Þjóðskrár Íslands heitir nú kerfiskennitöluskrá, í samræmi við hugtakanotkun í nýrri löggjöf um skráningu einstaklinga hér á landi. Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði, gerði hugtakið „utangarðsskrá“ að umræðuefni um mánaðamótin síðustu og sagði notkun Þjóðskrár á þessu gildishlaðna orði hreinlega misnotkun á tungumálinu og stofnuninni til háborinnar skammar.
Auðskilið mál
Ill meðferð á fólki á Arnarholti kemur upp á yfirborðið
Farið var illa með fólk sem dvaldi á vistheimilinu Arnarholti allt til ársins 1971. Það var til dæmis látið vera í einangrun í litlum fangaklefa í margar vikur.