Jafnréttismál

Stúdentar krefjast nærri fjögurra milljarða frá ríkinu
Stúdentaráð Háskóla Íslands hyggst fyrir hönd stúdenta krefjast endurgreiðslu þess atvinnutryggingagjalds sem tekið hefur verið af launum stúdenta allt frá árinu 2010. Upphæðin nemur um 3,9 milljörðum króna. Námsmenn hafa haft verulegar áhyggjur af afkomu sinni vegna kórónuveirunnar og samkomubannsins sem henni hefur fylgt.
Spegillinn
Telur þurfa viðurlög til að rétta kynjahalla
Konur eru innan við fjórðungur framkvæmastjóra og stjórnarformanna. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sem hafa fleiri en fimmtíu í vinnu  var rétt tæp 35% í fyrra og hafði hækkað um rétt rúmt prósentustig frá fyrra ári. Fyrir tíu árum voru lög um að hlutur hvors kyns færi ekki undir 40% samþykkt og þau tóku að fullu gildi þremur árum síðar. Konur hafa ekki náð 40% hlut á þeim tíma.
07.05.2020 - 22:07
Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja aldrei uppfyllt
Lög sem krefjast þess að í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn séu hlutfall hvors kyns yfir 40% hafa aldrei verið uppfyllt frá því þau tóku gildi árið 2013. Hlutfall kvenna er nú 34,7%.
06.05.2020 - 11:16
Umskurn stúlkna gerð refsiverð í Súdan
Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn stúlkubarna. Skal slík limlesting hér eftir teljast refsivert athæfi og falla undir hegningarlög. Viðurlög við broti gegn banninu eru þriggja ára fangelsi og sektir. Baráttusamtök gegn umskurn og limlestingu stúlkna og kvenna fagna lögunum og á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að þau marki tímamót í réttindamálum stúlkna í landinu.
01.05.2020 - 06:55
Segðu mér
„Ég stend mig enn að því að tala við pabba“
„Heldur þú að ég ali dætur mínar upp sem vinnukonur fyrir syni þína?“ sagði Gunnar Eyjólfsson leikari við vin sinn sem hneykslaðist á því að karlmaðurinn á heimilinu væri að ryksuga. Dóttir hans, Þorgerður Katrín er fyrsta konan sem situr í formannssæti hægri flokks á Íslandi. Hún býr að því að vera alin upp af hvetjandi foreldrum.
Lára Björg aðstoðar ríkisstjórnina í jafnréttismálum
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að ráða Láru Björgu Björnsdóttur, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, sem nýjan aðstoðarmann ríkisstjórnar á sviði jafnréttismála og annarra samstarfsverkefna ráðuneyta.
24.04.2020 - 12:29
Verðum að forða bakslagi í kynjajafnréttismálum
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók í gær þátt í fjarfundi kvenleiðtoga um áhrif COVID-19 á jafnréttismál og stöðu kvenna. Á þriðja tug kvenna sem vinnur á vettvangi ríkisstjórna, alþjóðastofnana og frjálsra félagasamtaka tóku þátt í fundinum. 
21.04.2020 - 13:30
Verja þarf konur gegn heimilisofbeldi sem aldrei fyrr
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur ríkisstjórnir heims til að hafa vernd kvenna á meðal forgangsatriða í aðgerðum sínum og viðbrögðum við COVID-19 heimsfaraldrinum.
Spegillinn
Staða stúlkna 25 árum eftir Peking-ráðstefnuna
Fyrir tuttugu og fimm árum var kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna haldin í Peking og þar gefin fyrirheit um bættan hlut kvenna. Stjórnvöld  margra landa samþykktu framkvæmdaáætlun sem átti skila árangri í jafnréttismálum. Íslensk stjórnvöld einsettu sé að stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði, brúa launabil og auðvelda körlum og konum að deila ábyrgð á fjölskyldu og heimilisstörfum. Þá var sjónum beint sérstaklega að réttindum telpna, þær væru enda konur framtíðarinnar.
08.03.2020 - 14:03
Níu af tíu Jarðarbúum með fordóma gagnvart konum
Hartnær 90 prósent Jarðarbúa af öllum kynjum ala með sér einhverja kynbundna fordóma í garð kvenna. Þetta er meginniðurstaða könnunar Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, sem birt var í gær í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna á sunnudaginn kemur.
06.03.2020 - 06:27
Taldi sig ekki vera í aðstöðu til að kæra á réttum tíma
Kærunefnd jafnréttismála vísaði í byrjun mánaðarins frá kæru karlmanns sem taldi Reykjavíkurborg hafa brotið jafnréttislög þegar kona var ráðin í starf sviðsstjóra fjármála-og áhættustýringar. Kæran barst eftir að sex mánaða kærufrestur var liðinn. Maðurinn gaf þá skýringu að vegna hagsmuna hans í umsóknarferli um aðrar stöður hefði hann ekki talið sig vera í aðstöðu til að koma kæru sinni á framfæri áður en kærufrestur væri liðin.
Kanna einelti og áreitni á Alþingi
Félagsvísindastofnun annast rannsókn fyrir Alþingi þar sem kanna á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu Alþingis. Þar er lögð sérstök áhersla á einelti, kynferðislega áreitni og kynbundna áreitni. Rannsóknin tekur mið af sambærilegri rannsókn Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á evrópskum þjóðþingum.
20.01.2020 - 10:37
Þarf að vera skýrt hvernig brotaþolar sækja sér bætur
Í jafnréttislögum þarf að vera skýrt hvernig sá sem brotið er gegn sækir sér bætur að mati Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu.
16.01.2020 - 10:28
Jafnrétti kynjanna mest á Íslandi, ellefta árið í röð
Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, í Genf um kynjajafnrétti, ellefta árið í röð. Noregur er í öðru sæti, eins og í fyrra og hitteðfyrra. Árleg skýrsla Alþjóðaefnahagsráðsins, Global Gender Gap Report, fjallar um kynbundið jafnrétti - eða ójafnrétti - í 153 löndum heims, sem greint er út frá 14 breytum á fjórum sviðum tilverunnar; heilsu, menntun, atvinnuþátttöku og efnahags, og stjórnmálaþátttöku.
17.12.2019 - 02:28
Myndskeið
Margrét Lára: „Hefði átt að fresta mótinu“
Margrét Lára Viðarsdóttir fyrrverandi knattspyrnukona og Guðni Bergsson, formaður KSÍ ræddu stöðu kvennaíþrótta í Kastljósi kvöldsins. Karlaíþróttum er oft gert hærra undir höfði en kvennaíþróttum sem meðal annars kemur fram í því að úrslitaleikir karla í knattspyrnu voru settir á sama tíma og úrslitaleikir kvenna á HM í knattspyrnu fór fram í sumar.
04.12.2019 - 21:45
Morgunútvarpið
Flóttafólk jaðarsett í heilbrigðiskerfinu
Heilbrigðisstarfsfólk sem gaf út vottorð um að albönsk kona væri fær um að fara í flug kastar rýrð á stéttina í heild og dregur úr trúverðugleika hennar. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem unnið hefur að réttindabaráttu flóttafólks hér á landi.
Viðtal
Þakklæti efst í huga eftir áratuga baráttustarf
Svanfríður Larsen hefur í gegnum tíðina lagt réttindabaráttu fatlaðs fólks lið og unnið ötullega að málaflokknum. Hún lauk nýlega við að skrifa bókina Á réttri leið ásamt Bjarna Kristjánssyni. Þar er farið yfir uppbyggingu og þróun í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi eystra á árunum 1959-1996. Svanfríður sagði sögu sína í útvarpsþættinum Sögum af landi á Rás 1.
25.11.2019 - 13:57
Furðar sig á að ekki megi vera kynlaus salerni
Dóra Björg Guðjónsdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, furðar sig á því að Vinnueftirlitið geri Reykjavíkurborg afturreka með kynlaus salerni. Áður en kynjamerkingar á salernum starfsfólks borgarinnar í Borgartúni og Ráðhúsinu hafi verið fjarlægðar, hafi verið leitað samþykkis Vinnueftirlitsins og það fengist. Ákvörðun Vinnueftirlits sé í andstöðu við nýleg lög um kynrænt sjálfræði.
20.11.2019 - 10:57
18. september verður alþjóðlegur jafnlaunadagur
18. september verður árlegur alþjóðlegur jafnlaunadagur. Ályktun þess efnis var samþykkt einróma í mannréttindanefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Ísland var í forystu fyrir ályktuninni ásamt sjö öðrum ríkjum. Um hundrað ríki til viðbótar voru meðflytjendur að ályktuninni.
15.11.2019 - 18:02
Fjölmennustu móttökur flóttafólks hingað til
Ríkisstjórnin samþykki á fundi sínum í seinustu viku tillögu flóttamannanefndar þess efnis að tekið yrði á móti 85 flóttamönnum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Sýknaðir af hópnauðgun vegna ölvunar þolanda
Fimm fullorðnir karlmenn voru í gær sýknaðir af ákæru um hópnauðgun fjórtán ára stúlku í Barselóna, en dæmdir fyrir kynferðismisnotkun. Dómari vísaði í spænsk lög sem kveða á um að kynferðisbrot geti því aðeins talist nauðgun, að gerandinn beiti brotaþola ofbeldi eða hótunum. Stúlkan hafi hins vegar verið svo drukkin og bjargarlaus, að mennirnir hafi hvorki þurft að hóta henni né beita hana valdi til að koma fram vilja sínum, og því geti þetta ekki talist nauðgun í skilningi laganna.
01.11.2019 - 02:33
Viðtal
Fátækt hluti af jafnréttisumræðunni
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir að fátæktarumræðan sé samofin jafnréttisbaráttunni. Hún fagnar því að fyrirtæki setji upp kynjagleraugu, eins og Íslandsbanki sem ætlar að kaupa auglýsingar með hliðsjón af kynjahalla í fjölmiðlum. Stéttavinkilinn vanti hins vegar inn í umræðuna og áherslur á hvernig jafnréttisbaráttan geti þjónað hagsmunum láglaunakvenna.
29.10.2019 - 09:11
Spegillinn
Aldrei áður fengið önnur eins viðbrögð
Það er óhætt að segja að heimildamyndaröðin Svona fólk sem sýnd var á RÚV síðastliðin fimm sunnudagskvöld hafi vakið verðskuldaða athygli. Svona fólk fjallar um mannréttindabaráttu homma og lesbía, hinsegin fólks, hér á landi síðastliðin rúm 40 ár, frá því að Samtökin 78 voru stofnuð.
Myndskeið
Ekki megi ganga á sjálfstæði fjölmiðla
Fjölga þarf konum í stjórnum fyrirtækja og hjá fjölmiðlum án þess þó að ganga á ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla, segir forsætisráðherra. Það sé jákvætt að Íslandsbanki hugi að jafnréttismálum. Þó verði að fara með aðgát þegar kemur að samspili stórfyrirtækja og fjölmiðla og horfa til sérstöðu fjölmiðla sem fjórða valdsins í samfélaginu.
25.10.2019 - 19:35
Ekki ætlunin að skipta sér af efnistökum
Edda Hermannsdóttir, yfirmaður samskipta og greininga hjá Íslandsbanka segir að fyrirtækið ætli ekki að skipta sér af rekstri eða efnistökum fjölmiðla þótt svo fyrirtækið ætli í framtíðinni að ákveða auglýsingakaup með hliðsjón af kynjahalla í fjölmiðlum. Bankinn vilji hins vegar nýta innkaup sín til góðs. „Við kveðjum auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla,“ sagði Edda í nýlegri grein. Hún varð tilefni umræðu á Alþingi í dag þar sem deilt var á bankann.
24.10.2019 - 12:00