Myndskeið
epa10205206 Kenya's Eliud Kipchoge celebrates after winning Berlin Marathon 2022, in Berlin, Germany, 25 September 2022. Kipchoge broke the marathon world record with a time of 2:01.09.  EPA-EFE/FILIP SINGER
25.09.2022 - 10:52

30 sekúndna bæting á maraþonheimsmeti - Sjáðu sprettinn

Eliud Kipchoge frá Kenía setti í morgun heimsmet í maraþoni þegar hann hljóp í Berlínarmaraþoninu á 2:01:09. Hann bætti þar eigið heimsmet um heilar þrjátíu sekúndur en það setti hann árið 2018 í sama maraþoni.
Viðtal
Mynd með færslu
25.09.2022 - 08:00

„Er svo mikill karakter í þessu liði“

Valur varð Íslandsmeistari í gær eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. Ein umferð er eftir af deild þeirra bestu en ekkert lið getur náð Val að stigum. Valur hefur unnið þrefald í sumar en liðið eru Meistarar meistaranna, Bikarmeistarar og nú Íslandsmeistarar. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sitt lið sem hefur einungis tapað einum leik á þessu tímabili og ekki fengið á sig nema níu mörk
Íþróttafréttir sunnudags
epa10206234 Luka Modric (C) of Croatia in action during the UEFA Nations League soccer match between Austria and Croatia in Vienna, Austria, 25 September 2022.  EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA
25.09.2022 - 08:00

Króatía og Holland í úrslitakeppni Þjóðadeild Evrópu

Hér birtast allar helstu íþróttafréttir dagsins í dag, sunnudagsins 25.september, í lifandi uppfærslu. Úrslit, fréttir og allt það helsta á einum stað.
Viðtal
Mynd með færslu
24.09.2022 - 20:50

„Við eigum eitt verkefni eftir sem við ætlum að klára“

Valur er Íslandsmeistari 2022 og fyrirliði þessa sterka liðs er Elísa Viðarsdóttir. Valur er að verja titil sinn og einnig er liðið Bikarmeistari í ár sem og meistari Meistaranna. Elísa hefur spilað 253 leiki á KSÍ mótum á sínum ferli og skorað í þeim 20 mörk og sigurhlutfall leikja hennar eru að 71% leikja hafa unnist. Elísa er að vonum ánægð með sitt lið en krefjandi verkefni bíður liðsins í næstu viku.
Viðtal
Mynd með færslu
24.09.2022 - 20:34

„Ef þú lendir aldrei í mótlæti nærð þú aldrei árangri“

Eftir tapleikinn í gær á móti Val er ljóst að Afturelding er fallið úr Bestu deild kvenna. Liðið er með 12 stig í næst neðsta sæti deildarinnar og þegar ein umferð er eftir þá nær liðið ekki Keflavík að stigum en þær sitja í 8.sæti með 16 stig. Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur með þessa niðurstöðu en liðið hefur glímt við áföll í sumar en samt náð að sýna flotta leiki inn á milli.
Mynd með færslu
24.09.2022 - 15:58

Valskonur Íslandsmeistarar og Afturelding fallin

Valur varð í dag Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna þegar liðið hafði betur gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ. Næst síðasta umferð Bestu deildarinnar klárast á morgun en ekkert lið getur náð Val að stigum. Tap Mosfellinga þýddi sömuleiðis að Afturelding fellur ásamt KR úr efstu deild.