Fjórum leikjum er lokið í Dominosdeild karla í körfubolta. Keflavík er áfram með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar eftir sigur á Þór Þorlákshöfn. Stjarnan slapp með skrekkinn gegn Hetti.
Keppt var til úrslita á Íslandsmótinu í borðtennis í dag í TBR-húsinu. Í einstaklingskeppninni freistuðu þau Ingi Darvis og Agnes Brynjarsdóttir úr Víkingi þess að verja Íslandsmeistaratitla sína.
Manchester-liðin tvö, United og City, áttust við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. United tókst að minnka forskot City í 11 stig með sigri á útivelli.