Mynd með færslu
26.10.2021 - 22:22

Amanda: „Geggjað að fá tækifærið“

Amanda Jacobsen Andradóttir spilaði sinn fyrsta byrjunarliðslandsleik í sigurleiknum gegn Kýpur í kvöld. Þetta var auk þess aðeins annar landsleikur Amöndu en hún spilaði vel og lagði meðal annars upp eitt mark.
Mynd með færslu
26.10.2021 - 22:11

Sjáðu mörkin fimm úr leik Íslands og Kýpur

Ísland vann góðan 5-0 sigur á Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld. Fimm íslensk mörk litu dagsins ljós en þau má sjá hér í spilaranum fyrir ofan.
Mynd með færslu
26.10.2021 - 22:01

„Er með frábæra hausa þarna inni í teig sem eru gammar“

Elísa Viðarsdóttir lagði upp þrjú mörk í 5-0 sigri Íslands á Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld. Elísa segist sátt með dagsverkið en þakkaði þó frábæru hausunum inni í teig sem tóku við fyrirgjöfunum.
Mynd með færslu
26.10.2021 - 21:41

„Alveg ótrúleg framtíð í íslenska kvennalandsliðinu“

Sif Atladóttir kom aftur inn í íslenska kvennalandsliðið eftir tveggja ára hlé þegar hún leiddi liðið inn á völlinn í 5-0 sigri gegn Kýpur í kvöld. Sif segir ótrúlega framtíð búa í íslenska liðinu.
Mynd með færslu
26.10.2021 - 21:24

„Höfum spilað betur en erum ekki fúl yfir 5-0 sigri“

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var sáttur með 5-0 sigurinn gegn Kýpur í kvöld þó hann segi að liðið hafi oft spilað betur.
Mynd með færslu
26.10.2021 - 17:20

Fjórar úr byrjunarliðinu gegn Tékkum byrja gegn Kýpur

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur kynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld. Aðeins fjórir leikmenn sem byrjuðu leikinn gegn Tékkum síðastliðinn föstudag byrja leikinn í kvöld.