Kvennalandslið Íslands hefur í dag leik í b-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí. Keppt er í Zagreb í Króatíu og fyrsti leikur Íslands er gegn Suður-Afríku. Beint streymi frá leiknum má sjá hér, en flautað var til leiks kl. 14.
Sjöttu umferð Bestu deildar karla lauk í kvöld með þremur leikjum. Í stórleikur kvöldsins vann Breiðablik sannfærandi 3-0 sigur á Íslandsmeisturum Víkings. Liðin tvö háðu harða baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra.
Fótboltamaðurinn Emil Pálsson lenti í hjartastoppi á æfingu með FH í síðustu viku. Hann lenti sömuleiðis í hjartastoppi í leik með Sogndal í Noregi í nóvember á síðasta ári en hafði fengið grænt ljós frá læknum til að spila aftur.
Jake Daniels, 17 ára leikmaður Blackpool á Englandi, hefur greint frá því opinberlega að hann sé samkynhneigður. Hann er með því annar spilandi atvinnumaðurinn í fótbolta sem greinir frá samkynhneigð sinni en á síðasta ári var Ástrali sem gerði það sama í þeirri von að fleiri myndu feta í hans spor.