Oddur Grétarsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur framlengt samning sinn við Balingen-Weilstetten. Hann verður því hjá þýska félaginu að minnsta kosti fram til vorsins 2022.
Malik Beasley, einn lykilmanna Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið úrskurðaður í 12 leikja bann í deildinni eftir að hafa hlotið dóm fyrir að hóta fólki með byssu.