Mynd með færslu
19.09.2021 - 01:26

Danski hjólreiðakappinn Chris Anker Sørensen látinn

Danski hjólreiðakappinn Chris Anker Sørensen er látinn 37 ára að aldri. Hann varð fyrir bíl þar sem hann var staddur í Belgíu á vegum dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2.
Mynd með færslu
18.09.2021 - 22:17

„Logi er einhver sem þú segir ekki nei við"

Benedikt Guðmundsson segir að símtal frá Loga Gunnarssyni hafi haft mikið að segja um að hann tæki við þjálfun liðsins enda ekki hægt að segja nei við mann eins og Loga.
Mynd með færslu
18.09.2021 - 22:11

„Æðisleg tilfinning að gefa fólkinu þetta"

Njarðvík varð í kvöld bikarmeistari karla í körfubolta og er það fyrsti titill félagsins í áraraðir. Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, segir það vera æðislega tilfinningu að lyfta bikarnum og það skipti engu máli hvort að leikurinn sé í september eða janúar.
Mynd með færslu
18.09.2021 - 21:00

Deildarmeistararnir unnu fyrsta leik

Deildarmeistarar Hauka byrjuðu Íslandsmótið vel þegar að liðið lagði Fram af velli í fyrstu umferð efstu deildar karla í handbolta í kvöld. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik voru deildarmeistararnir betri í seinni hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu.
Mynd með færslu
18.09.2021 - 19:33

Íslands- og bikarmeistari með sitthvoru liðinu

Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, náði því í dag að verða bæði bikarmeistari og Íslandsmeistari sama tímabilið en þó með sitt hvoru liðinu. Hún sagði það vera skrítna tilhugsun en frábært að vera komin aftur í uppeldisfélagið og byrja á því að vinna stóran titil.
Mynd með færslu
18.09.2021 - 21:36

Njarðvík bikarmeistari karla í körfubolta

Njarðvík varð í kvöld bikarmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn síðan árið 2005. Liðið vann Stjörnuna í gríðarlega skemmtilegum leik. Njarðvík átti sigurinn fyllilega skilið en liðið var með yfirhöndina nær allan leikinn.