Íslenski fótboltinn

Valsarar óstöðvandi - FH komið í annað sætið
Fjórir leikir voru í úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. Stórleikur kvöldsins var viðureign toppliðsins, Vals, og eina taplausa liðs deildarinnar, Stjörnunnar. Valur fór illa með Stjörnuna í fyrri hálfleik sérstaklega og lauk leiknum með stórsigri Vals.
21.09.2020 - 21:49
Skagamenn skoruðu mörkin
Einum leik er lokið úrvalsdeild karla í knattspyrnu. ÍA vann nýliða Gróttu nokkuð örugglega og er Grótta komið í erfiða stöðu upp á að halda sæti sínu í deildinni á næsta tímabili.
21.09.2020 - 18:23
„Þetta var bara stórskrýtin atburðarás“
Arnar Grétarsson þjálfari KA manna í knattspyrnu var hissa á umræðunni um að hann ætlaði að hætta sem þjálfari liðsins eftir tímabilið. Hann segir báða aðila sátta með samstarfið hingað til.
19.09.2020 - 17:54
Tíu KA menn sóttu stig í Grafarvog
KA heimsótti Fjölni í eina leik úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í dag. Manni færri tókst KA að koma í veg fyrir fyrsta sigur Fjölnis í deildinni.
19.09.2020 - 16:16
FH í annað sætið og Valur styrkir stöðu sína á toppnum
Tveir leikir voru í úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. Valur vann ÍA 2-4 á Skaganum og FH vann Víking 1-0 í Kaplakrika.
17.09.2020 - 18:39
Valdimar til Strömsgodset
Knattspyrnumaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson er genginn í raðir Strömsgodset í Noregi. Valdimar sem er uppalinn Fylkismaður hefur átt gott tímabil með Fylki sem situr í fimmta sæti úrvalsdeildar karla sem stendur.
16.09.2020 - 22:04
Hólmfríður aftur í atvinnumennsku
Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Avaldsnes og mun því ekki leika meira með Selfyssingum í sumar.
16.09.2020 - 20:11
Tveimur leikjum frestað vegna veðurs
Tveimur leikjum í Lengjudeildinni, 1.deild karla, hefur verið frestað vegna verðurs. Toppslag Keflavíkur og Fram annars vegar og leik Grindavíkur og Leiknis hins vegar.
16.09.2020 - 14:04
Stjarnan í annað sætið eftir dramatískan sigur á KR
Stjarnan tyllti sér í annað sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta með 1-2 sigri á KR á Meistaravöllum í dag. Mikil dramatík var á lokamínútunum.
13.09.2020 - 16:05
Stórleikir í undanúrslitum bikarsins í nóvember
Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna og karla í fótbolta gærkvöld. KR og Valur tryggðu sér sæti í undanúrslitunum hjá körlunum í gærkvöld.
Sveindís með stórleik í sigri Breiðabliks
Tveir leikir fóru fram í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þór/KA gerði góða ferð í bæinn og náði jafntefli gegn Þrótti, á Kópavogsvelli vann Breiðablik Stjörnuna.
09.09.2020 - 21:59
Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana
Heil umferð er leikin í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Þremur leikjum er þegar lokið, FH vann Fylki 3-1, KR burstaði ÍBV, 3-0 og á Selfossi voru Íslandsmeistararnir í heimsókn þar sem Valur náði sér í stigin þrjú á lokamínútum leiksins.
09.09.2020 - 19:44
Toppbaráttan harðnar eftir sigur Breiðabliks
Eftir sterka byrjun hjá nýliðunum gegn Breiðabliki tóku gestirnir að lokum öll völd og unnu sannfærandi sigur.
Markasúpa í efstu deild kvenna
Fjórum leikjum er lokið í efstu deild kvenna í fótbolta í dag. Alls voru skoruð 21 mark í leikjunum. Selfoss missteig sig illa á heimavelli og FH vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttuslagnum.
Fleiri áhorfendur frá og með morgundeginum
Frá og með morgundeginum verður hægt að fjölga áhorfendum á íþróttaviðburðum hér á landi og mega því allt að 200 áhorfendur vera í hverju hólfi. Knattspyrnusamband Íslands hefur þegar birt nýjar reglur um framkvæmt knattspyrnuleikja.
06.09.2020 - 09:58
Breiðablik upp í annað sæti
Einn leikur fór fram í Pepsi Max deild karla í dag þegar Fjölnir tók á móti Breiðablik í Grafarvoginum. Sigur Breiðabliks var í raun aldrei í hættu eftir að þeir náðu forystu snemma leiks. Breiðablik fer í annað sæti deildarinnar við sigurinn en staða Fjölnis á botninum er orðin ansi svört.
KR aftur á beinu brautina
KR vann í dag ÍA á heimavelli í úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þetta er fyrsti sigur KR í deildinni síðan liðið vann Fylki á útivelli 19.júlí.
30.08.2020 - 19:55
Jafntefliskóngarnir gerðu jafntefli á Akureyri
KA og Stjarnan mættust í fyrsta leik dagsins í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Greifavellinum á Akureyri í dag. Leiknum lauk með jafntefli líkt og viðureign liðanna fyrr í vikunni.
30.08.2020 - 16:22
Fram á toppi deildarinnar eftir leiki dagsins
Fjórum leikjum er lokið í Lengjudeild karla í dag og er Fram nú í efsta sæti deildarinnar. Víkingur Ólafsvík náði stigi á heimavelli gegn ÍBV þrátt fyrir að spila einum leikmanni færri stóra hluta leiksins.
29.08.2020 - 16:54
Þróttur R. af fallsvæðinu eftir óvæntan sigur
Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna í dag og voru áhorfendur leyfðir á öllum leikjunum eftir að nýjar reglur varðandi íþróttaviðburði tóku gildi í dag. Óvæntustu úrslit dagsins voru að lið Fylkis tapaði gegn nýliðum Þróttar.
29.08.2020 - 16:07
Liðin undirbúa komu áhorfenda í dag
Ákvörðunin um að leyfa áhorfendur kom flatt upp á marga innan knattspyrnuhreyfingarinnar í dag. Þrátt fyrir skamman fyrirvara hafa liðin flest nú þegar gert ráðstafanir um hvernig miðasalan verður fyrir leikina í dag.
29.08.2020 - 12:17
Tvö mörk Elínar Mettu komu Val á toppinn
Valur komst í kvöld í toppsæti úrvalsdeildar kvenna í fótbolta með 2-0 sigri á Þór/KA á Akureyri. Valur nú með stigi meira en Breiðablik í öðru sætinu, sem á leik til góða.
28.08.2020 - 19:46
Íslensku liðin úr leik í Evrópudeildinni
Víkingur, Breiðablik og FH féllu öll úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Víkingar, sem voru manni færri frá fimmtu mínútu, töpuðu í framlengdnum leik í Slóveníu.
27.08.2020 - 19:15
Dagný fyrst til að skora gegn Breiðabliki
Þrír leikir fóru fram í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stærstu tíðindin voru þau að topplið Breiðabliks sem hafði leikið níu leiki án þess að fá á sig mark þurfti að hirða boltann úr netinu í kvöld.
24.08.2020 - 21:20
Breiðablik sigraði á Seltjarnarnesi - Jafnt í Árbæ
Tveir leikir fóru fram í efstu deild karla í knattspyrnu í dag. Fylkir fékk taplausa Stjörnumenn í heimsókn á meðan Óskar Hrafn Þorvaldsson kíkti á kunnuglegar slóðir með lærisveina sína í Breiðabliki.
21.08.2020 - 21:39