Íslenski fótboltinn

Úrvalsdeildirnar í fótbolta hefjast í kvöld og á morgun
Úrvalsdeild kvenna í fótbolta hefst í kvöld með einum leik. Valur og KR mætast á Origo-vellinum klukkan 19:15.
Glímir enn við eftirköst heilahristings
Andri Adolphsson leikmaður Vals í knattspyrnu glímir enn við afleiðingar höfuðhöggs sem hann hlaut í leik með liði sínu. Meiðslin og afleiðingar þeirra komu ekki strax í ljós í tilfelli Andra.
04.06.2020 - 20:22
Eftirminnilegur bikarúrslitaleikur frá 1999
Við rifjum upp eftirminnilegan bikarúrslitaleik í fótbolta í kvöld eins og undanfarin mánudagskvöld. Í kvöld sjáum við KR og ÍR berjast um bikarinn.
KSÍ tekur yfir ferðaþátttöku- og skráningagjöld félaga
Knattspyrnusamband Íslands tekur yfir hlut knattspyrnufélaga í ferðaþátttökugjaldi 2020 og ekki innheimta skráningargjöld í Íslandsmótin 2020.
11.05.2020 - 14:20
Sportrásin
Ekki vel staðið að undirbúningi Íslandsmótsins
Nú styttist í að mót á vegum KSÍ hefjist að nýju. Þórir Hákonarson, íþróttastjóri hjá Þrótti Reykjavík og fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, segir að upplýsingaflæði til aðildarfélaga þurfi að vera betra. Enn sé óljóst hvernig leikjum og æfingum verður háttað í sumar.
11.05.2020 - 11:33
Viðtal
„Vá, ég get ekki beðið eftir því að fara í fótbolta“
Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals í fótbolta, segist ekki geta beðið eftir að hefja æfingar á ný en á morgun verður tekið fyrsta skrefið í afléttingu samkomubanns.
03.05.2020 - 20:30
Hljóp maraþon til styrktar meistaraflokkum Stjörnunnar
Frá því að kórónaveiran fór að herja á heimsbyggðina hafa hinir ýmsu styrktarleikir íþróttafélaga notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. Sumir taka þetta skrefinu lengra, eða 42,2 kílómetrum lengra, það á við í tilviki Almars Guðmundssonar sem hljóp maraþon til styrktar meistaraflokka Stjörnunnar í knattspyrnu í dag.
25.04.2020 - 17:00
Viðtal
„Menn eru hræddir við framhaldið“
Framkvæmdastjóri ÍTF segir mikla óvissu um fjármál félaga með lið í efstu deild karla vegna COVID-19 faraldursins. Ekki virðist sem félögin geti endilega greitt laun um mánaðarmótin.
26.03.2020 - 19:41
Hildur inn fyrir Alexöndru
Knattspyrnukonan Hildur Antonsdóttir sem leikur fyrir Breiðablik hefur verið kölluð inn í íslenska A-landsliðið fyrir komandi verkefni liðsins á Spáni í næstu viku.
28.02.2020 - 19:55
Viðtal
„Við fögnum valkvíðanum“
Við fögnum valkvíðanum, segir Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. Hann segir standið á landsliðsmönnum vera betra nú en það hafi verið í eitt og hálft ár. Fimm vikur eru þar til Ísland mætir Rúmeníu í umspilsleik um sæti á EM 2020.
21.02.2020 - 16:36
Fylkir Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Fjölni
Fylkir varð í gær Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn eftir 4-0 sigur á Fjölni í Egilshöll. Með sigrinum batt Fylkir enda á langa sigurgöngu Vals á Reykjavíkurmótinu.
08.02.2020 - 10:31
KSÍ: Fyrirkomulag sem hefur verið við lýði í áraraðir
KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um mun á greiðslu fyrir dómgæslu hjá körlum og konum. Þar er því gert skil hvernig leikjum og mótum sé raðað í flokka eftir erfiðleikastigo.
08.02.2020 - 10:15
Sjónvarpsrétturinn mögulega seldur til útlanda
Birgir Jóhannsson segir að auka megi tekjur íslenskra félagsliða með því að selja sjónvarpsrétt til útlanda. Birgir var nýverið ráðinn framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, ÍTF, hagsmunasamtaka félaga sem reka lið í efstu deildum karla í knattspyrnu. Hann segir að stór verkefni séu framundan hjá samtökunum sem sjá m.a. um markaðssetningu efstu deilda karla og kvenna.
07.02.2020 - 16:33
Fá 135% meira fyrir að dæma hjá körlunum en konunum
Greiðsla fyrir dómgæslu í leik í efstu deild karla í knattspyrnu er 135 prósentum hærri en fyrir leik í efstu deild kvenna. Framkvæmdastjóri KSÍ segir ekki útséð með það hvort munurinn verði minnkaður að einhverju leyti á komandi leiktíð.
Sigurður Egill áfram á Hlíðarenda
Knattspyrnumaðurinn Sigurður Egill Lárusson verður áfram í herbúðum Vals næstu þrjú árin. Kantmaðurinn skrifaði undir samning við félagið í dag en framtíð hans hefur verið stórt spurningamerki undanfarið.
03.10.2019 - 14:30
Heimir kynntur hjá Val í vikunni
Heimir Guðjónsson verður kynntur til leiks sem þjálfari Vals í vikunni. Þetta er fullyrt í færeysku fréttasíðunni info. Þar segir að nú sé það fullvíst sem orðrómur hefur verið um síðan skömmu eftir ólafsvöku. 
29.09.2019 - 23:16
HK og Víkingur slíta samstarfi
HK í Kópavogi og Víkingur í Reykjavík sendu frá sér tilkynningu í kvöld um að ákveðið hafi verið að slíta samstarfi meistaraflokks, 2. flokks og 3. flokks kvenna hjá félögunum. Félögin hafa sent sameiginlegt lið í flokkunum frá aldamótum.
27.09.2019 - 00:22
Viðtöl
KR Íslandsmeistari í 27. sinn
Valur tók á móti KR í úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn var ljóst að KR-ingar yrðu Íslandsmeistarar með sigri. Sú varð raunin og 27. Íslandsmeistaratitill KR því staðreynd.
16.09.2019 - 21:42
Leiðin á fjórða Evrópumótið hefst í kvöld
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins sem haldið verður í Englandi sumarið 2021. Ísland mætir Ungverjum á Laugardalsvelli klukkan 18:45 í kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppninni.
29.08.2019 - 08:19
Dramatík á Hlíðarenda
Átjándu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu lauk í kvöld þegar Valur og Stjarnan gerðu jafntefli á Hlíðarenda og Fylkir vann mikilvægan sigur á HK í Árbænum.
26.08.2019 - 21:40
Ágúst hetjan í mikilvægum sigri Víkings
Víkingur R. vann í kvöld 1-0 sigur á Grindavík í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Víking í botnbaráttu deildarinnar.
25.08.2019 - 21:08
Markalaust hjá KA og KR
KA og KR gerðu markalaust jafntefli í dag í 18. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. KR-ingar sitja þó áfram fast á toppi deildarinnar og með þægilega forystu, en KA er áfram í fallhættu.
25.08.2019 - 17:54
Luka Kostic tekinn við Haukum
Haukar hafa ráðið Luka Kostic sem þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta út yfirstandandi leiktíð. Hann tekur við af Búa Vilhjálmi Guðmundssyni se hætti fyrir helgi.
25.08.2019 - 17:46
Allt óbreytt í toppbaráttunni
Valur vann í dag öruggan 5-1 sigur á Fylki í 15. umferð Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta. Á sama tíma vann Breiðablik 2-0 sigur á Stjörnunni. Staðan er því óbreytt í toppbaráttunni. Valur hefur 43 stig á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir af Íslandsmótinu en Breiðablik 41 stig í 2. sæti.
25.08.2019 - 16:28
Leikjum frestað í dag
Leik FH og Breiðabliks sem fara átti fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta klukkan 18:15 á Kaplakrikavelli í dag hefur verið frestað til klukkan 18:00 annað kvöld. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.
25.08.2019 - 13:10