Íslenski fótboltinn

Breiðablik þarf sigur í Skotlandi eftir viku
Breiðablik mætti skoska liðinu Aberdeen í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Nóg var um mörk í leiknum sem lauk með 3-2 sigri Aberdeen.
Breiðablik upp í þriðja sæti eftir stórsigur
Breiðablik vann í kvöld 4-0 stórsigur gegn Víkingum frá Reykjavík í efstu deild karla í knattspyrnu. Liðin voru fyrir leik kvöldsins í öðru og fjórða sæti deildarinnar og var því búist við jöfnum og spennandi leik.
Öruggt hjá Valskonum gegn Fylki
Valur og Fylkir mættust í 12. umferð Pepsi Max deildar kvenna í kvöld. Valur tryggði stöðu sína á toppi deildarinnar með góðum sigri 5-1 en Fylkiskonur sitja á botninum. Leiknum hafði verið frestað vegna covid-smits í leikmannahópi Fylkis.
30.07.2021 - 19:12
Breiðablik mætir Aberdeen í 3. umferð
Breiðablik mun mæta skoska liðinu Aberdeen í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Blikar tryggðu sig áfram í keppninni eftir 2-0 sigur á Austria Wien í Kópavogi í kvöld.
29.07.2021 - 20:06
Evrópuævintýrið á enda hjá Val og FH
Valur og FH eru bæði úr leik í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Seinni leikir 2. umferðar fóru fram í dag en bæði lið spiluðu á útivelli, Valsmenn mættu Bodö/Glimt og FH mætti Rosenborg.
29.07.2021 - 18:57
Fylkismenn burstaðir í Vesturbænum
Síðasti leikurinn í 14. umferð Pepsi Max deild karla fór fram í Vesturbænum í kvöld þar sem KR-ingar mættu Fylki. KR-ingar tryggðu sér stigin þrjú eftir góðan 4-0 sigur.
26.07.2021 - 21:12
Markasúpa í leikjum kvöldsins
Þrír leikir fóru fram í 14. umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld og í þeim voru sannarlega skoruð mörk. Keflavík vann nokkuð óvæntan sigur á Keflavík, 2-0, Valur vann HK 3-0 og Víkingur skoraði sömuleiðis þrjú mörk í leik sínum gegn Stjörnunni sem lauk 3-2.
25.07.2021 - 21:50
Lennon með þrennu á Skaganum - KA vann í Breiðholti
FH og KA unnu sína leiki í 14. umferð Pepsi Max deildar karla í dag. FH vann góðan sigur á ÍA, 3-0, þar sem Steven Lennon skoraði þrennu og Norðanmenn gerðu góða ferð í Breiðholtið þar sem þeir unnu Leikni 1-0.
25.07.2021 - 18:51
Vonbrigði hjá Val og FH gegn norsku liðunum
Valur og FH léku bæði heimaleiki í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Valsmenn fengu Noregsmeistara Bodö/Glimt í heimsókn og annað norskt lið, Rosenborg, mætti í Kaplakrika.
22.07.2021 - 20:53
Íþróttavarp RÚV
Slefpróf á fjögurra daga fresti fyrir fjölmiðlafólk
Fjölmiðlafólk á Ólympíuleikunum í Tókýó þarf að taka Covid-próf á fjögurra daga fresti. Prófin eru þó ekki eins og við Íslendingar erum vön þar sem sýni eru tekin úr nefi eða hálsi heldur eru prófin í Tókýó slefpróf.
Blikar í ágætri stöðu eftir jafntefli í Austurríki
Karlalið Breiðabliks í knattspyrnu mætti austurríska liðinu Austria Wien í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í Austurríki í dag. Niðurstaða leiksins var 1-1 jafntefli en mörkin komu sitthvoru megin við leikhlé.
22.07.2021 - 18:06
Ekkert markvert í Kórnum
HK og Víkingur R. gerðu markalaust jafntefli í seinni leik kvöldsins í efstu deild karla í fótbolta. Fátt markvert gerðist í leiknum en stigið dugar gestunum til að komast í 2. sæti deildarinnar. HK er hins vegar enn í fallsæti.
13.07.2021 - 21:10
Selfoss blandar sér í toppbaráttuna
Selfoss vann Keflavík með einu marki gegn engu í lokaleik tiundu umferðar í efstu deild kvenna í kvöld. Yfirburðir heimakvenna voru talsverðir í leiknum þrátt fyrir að mörkin væru ekki fleiri.
13.07.2021 - 21:06
Mikilvægur sigur hjá Fylki
Fylkir vann afar mikilvægan sigur á KA í efstu deild karla í fótbolta fyrr í kvöld. Fylkismenn voru betri stóran hluta leiks og komust í 2-0 áður en Hallgrímur Mar minnkaði muninn fyrir KA. Undir lok leiks gerði KA harða atlögu að marki Fylkis í leit að jöfnunarmarki en án árangurs.
13.07.2021 - 19:54
Toppliðin með góða útisigra
Tveir leikir fóru fram í efstu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Topplið Vals vann góðan útisigur í Garðabæ á meðan að Breiðablik fór létt með Fylki í Árbænum.
12.07.2021 - 21:48
Heimasigrar í báðum leikjum kvöldsins
Tveir leikir fóru fram í efstu deild karla í fótbolta í kvöld. KR vann Keflavík 1-0 eftir frábært mark í upphafi leiks. Í Breiðholtinu fór fram sannkallaður botnslagur þar sem Leiknir vann heimasigur á botnliði ÍA.
12.07.2021 - 21:16
Þróttur sigraði nýliðana - Jafnt fyrir norðan
10. umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu hófst í dag með tveimur leikjum. Þór/KA og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli en Þróttur vann nýliða Tindastóls 2-0.
11.07.2021 - 18:09
Ian Jeffs tekur við kvennaliði ÍBV
Kvennalið ÍBV í knattspyrnu hefur samið við Ian Jeffs um að taka við þjálfun liðsins út yfirstandandi tímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu ÍBV.
10.07.2021 - 14:02
HK með mikilvægan sigur í botnbaráttuleik
HK gerði góða ferð í Árbæinn í kvöld þegar liðið lagði Fylki af velli í efstu deild karla í fótbolta. Fylkir náði forystunni í fyrri hálfleik en tvö mörk HK í seinni hálfleik tryggðu þeim þrjú nauðsynleg stig í botnbaráttunni.
09.07.2021 - 21:07
Varið víti og góð endurkoma heldur vonum Vals á lífi
Valsmenn mættu króatíska liðinu Dinamo Zagreb í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Síðustu mínútur leiksins voru fjörugar hjá Valsmönnum en lokatölur þrátt fyrir það 3-2 fyrir Zagreb.
07.07.2021 - 19:06
Nóg af mörkum í sólinni
Tveir leikir fóru fram í efstu deild karla í fótbolta í dag. Í Kópavogi vann Breiðablik öruggan 4-0 sigur á nýliðum Leiknis. Í Garðabæ var spennan öllu meiri. Þar náðu Keflvíkingar að komast í 3-0 áður en Stjarnan náði að minnka muninn í eitt mark. Mörkin urðu því ekki fleiri og gestirnir unnu því góðan sigur.
03.07.2021 - 15:51
Þrjú víti fóru forgörðum í Vestmannaeyjum
Tveimur leikjum er lokið í efstu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Þrjár vítaspyrnur fóru forgörðum í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tapaði gegn Þrótti R. Í botnslag á Akureyri gerðu Þór/KA og Fylkir markalaust jafntefli.
29.06.2021 - 20:05
Dramatískar lokamínútur í leikjum kvöldsins
Dramatíkin var allsráðandi í leikjum kvöldsins í efstu deild karla í fótbolta. Breiðablik sigraði nágranna sína í HK eftir að hafa verið undir þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Á sama tíma jafnaði Fylkir gegn Val á lokamínútu leiksins.
27.06.2021 - 21:24
Bikarmeistararnir úr leik
Þróttur R. vann nokkuð óvæntan útisigur gegn bikarmeisturum Selfoss í kvöld og bikarmeistararnir því úr leik. Þá vann Lengjudeildarlið FH efstu deildar lið Fylkis í Árbænum. Breiðablik vann svo öruggan sigur á Aftureldingu.
25.06.2021 - 21:33
Stjörnumenn æfir eftir umdeilt sigurmark KA
Stjörnumenn voru æfir í leikslok þegar að liðið datt út úr bikarkeppninni eftir umdeild sigurmark KA í uppbótartíma. Keflavík sló svo út Breiðablik með tveimur mörkum í framleningu og 3. deildar lið KFS vann 1.deildar lið Víkings Ó örugglega í Vestmannaeyjum.
23.06.2021 - 22:42