Íslenski fótboltinn

Viðtal
Hefði haldið áfram ef Eiður Smári hefði ekki hætt
Atli Guðnason á frábæran feril að baki með FH. Hann spilaði 378 leiki fyrir liðið og skoraði 93 mörk. Atli er margfaldur Íslands- og bikarmeistari auk þess að vera markahæsti íslenski leikmaðurinn í Evrópukeppnum. Það stefndi þó lengi vel í að Atli myndi ekki leggja fótbolta fyrir sig og hann var nokkrum sinnum nálægt því að hætta áður en ferillinn fór á flug.
18.01.2021 - 07:52
Baldur Sigurðsson inn og Grétar Snær út hjá Fjölni
Breytingar hafa orðið á leikmannahópi Fjölnis í fótbolta. Baldur Sigurðsson verður spilandi aðstoðarþjálfari liðsins á næsta tímabili og í dag skrifaði Grétar Snær Gunnarsson undir samning við KR.
07.11.2020 - 20:21
Viðtal
„Við erum í algerri forréttindastöðu“
Valur mætir HJK frá Helsinki í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna í fótbolta annað kvöld. Leikmenn og þjálfarar segja það forréttindi að fá yfir höfuð að spila.
03.11.2020 - 16:23
Lögregla rannsakar fögnuð Íslandsmeistaranna
Lögregla rannsakar nú fögnuð karlaliða Vals og Leiknis í fótbolta. Bæði lið virtu sóttvarnarreglur að vettugi í fagnaðarlátum á föstudag.
Smit í leikmannahópi karlaliðs Þórs
COVID-19 smit hefur greinst í karlaliði Þórs í fótbolta. Bæði karla- og kvennalið félagsins, Þór/KA, eru nú í sóttkví.
28.10.2020 - 13:12
Viðtal
KSÍ: Farsælast fyrir hreyfinguna í heild sinni
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að varla verði hægt að klára Íslandsmótin í fótbolta ef bann við æfingum fótboltaliða á höfuðborgarsvæðinu verður ekki aflétt fyrir 3. nóvember. KSÍ hefur fundið fyrir miklum þrýstingi frá knattspyrnufélögum í landinu vegna ákvörðunar um framhaldið. Guðni segir það farsælast fyrir hreyfinguna í heild sinni að stefna á að klára mótin.
20.10.2020 - 20:57
Myndskeið
Vissi að hún myndi senda fjölda fólks í sóttkví
Það er óhætt að segja að árið hafi verið viðburðarríkt fyrir fótboltakonuna Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur. Hún bar með sér kórónuveiruna til Íslands í júní sem setti Íslandsmótið í fótbolta í uppnám.
18.10.2020 - 17:11
Myndskeið
Erfið ákvörðun sem bíður KSÍ
Guðni Bergsson segist reikna með ákvörðun frá KSÍ um framhald Íslandsmótsins eftir að auglýsing heilbrigðisráðherra um reglugerðir varðandi íþróttaiðkun á höfuðborgarsvæðinu birtist.
17.10.2020 - 19:37
Sigrún Ösp til Ítalíu
Knattspyrnukonan Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir hefur skrifað undir lánssamning við ítalska liðið Apulia Trani og mun hún spila með liðinu í vetur.
17.10.2020 - 11:41
Guðni Bergs segir að mótið verði ekki fært inn
Svigrúmið til að klára Íslandsmótið í fótbolta þrengist stöðugt. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið stefni enn á að klára Íslandsmótið í fótbolta. Ekki komi til greina að flytja alla leiki á velli innanhúss.
12.10.2020 - 14:05
Meirihluti leikmanna vill blása fótboltaleiktíðina af
Leikmannasamtök Íslands segir erfitt að hundsa niðurstöður könnunar sem gerð var meðal leikmanna í efstu deild karla og kvenna í fótbolta vegna COVID-19. Þegar svör karla og kvenna eru tekin saman vilja fleiri hætta keppni en halda áfram.
12.10.2020 - 12:42
Rúnar Már og Sverrir Ingi koma inn í byrjunarliðið
Erik Hamrén gerir tvær breytingar á íslenska byrjunarliðinu frá sigrinum gegn Rúmeníu fyrr í vikunni. Liðið mætir Danmörku á Laugardalsvellinum í kvöld.
11.10.2020 - 17:29
KR sektað vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga
KSÍ hefur sektað Knattspyrnudeild KR um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars Kristinssonar, þjálfara karlaliðs KR, eftir leik KR og Fylkis þann 27. september.
08.10.2020 - 15:25
KKÍ frestar öllu til 19. október en KSÍ í viku frestun
Rétt í þessu bárust tilkynningar frá tveimur af stærstu aðildarsamböndum ÍSÍ varðandi áframhald íþrótta í landinu. Körfuknattleikssamband Íslands fetar svipaðar slóðir og HSÍ og frestar öllu mótahaldi um tæpar tvær vikur en Knattspyrnusamband Íslands frestar öllu um eina viku.
07.10.2020 - 19:24
KSÍ frestar leikjum dagsins
KSÍ hefur nú frestað leikjum dagsins líkt og HSÍ og KKÍ þrátt fyrir að reglur um hertar sóttvarnir á höfuðborgarsvæðinu virðast leyfa knattspyrnu utanhúss.
07.10.2020 - 16:15
Leikjum frestað en má samt spila á landsbyggðinni?
Leikjum í 32-liða úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta sem áttu að vera í kvöld hefur verið frestað sem og fjórum leikjum í Dominosdeild kvenna í körfubolta. KKÍ hefur ekki enn frestað leikjum lengra fram í tímann vegna óvissu um ákveðna þætti.
07.10.2020 - 14:41
Viðtal
Óskar: Mikilvægt að láta gagnrýnina ekki stjórna sér
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var að vonum ánægður eftir sigurinn gegn Fylki í gærkvöld. Breiðablik hefur fengið sinn skerf af gagnrýni í sumar og Óskar segir mikilvægt að láta gagnrýni ekki stjórna því hvernig maður vaknar á morgnana.
05.10.2020 - 14:17
Viðtal
Ólafur Ingi: „Þetta er bara búið og gleymt og grafið“
Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Fylkis, tekur afsökunarbeiðni Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, góða og gilda. Rúnar var harðorður í garð Ólafs eftir leik KR og Fylkis.
05.10.2020 - 12:46
Viðtöl
„Við höfum ekki alveg náð að smella saman í sumar“
Þróttur kom sér úr fallhættu í bili með 5-0 sigri á KR í dag. KR og FH eru nú á botninum en fyrirliði KR hefur trú á að liðið bjargi sér en þær eiga fleiri leiki eftir en hin liðin.
04.10.2020 - 21:12
Selfoss kom til baka og vann
Botnlið KR heimsótti Selfoss í eina leik dagsins í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik kom Selfoss liðið sterkt inn í seinni hálfleikinn og vann.
30.09.2020 - 18:34
„Ekki allir sem hefðu þorað að taka þessa ákvörðun“
Garðar Örn Hinriksson fyrrverandi knattspyrnudómari segir það algengt að menn reyni ýmislegt á vellinum til að veiða mótherja sína í vitleysu. Hann segir þrátt fyrir það að rauða spjaldið á Beiti Ólafsson, markvörð KR, hafi verið réttur dómur.
28.09.2020 - 18:35
Tvö rauð spjöld og dramatík í lokin
Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í kvöld. Í báðum leikjum var boðið upp á dramatík á lokamínútum leiksins.
27.09.2020 - 22:04
Hallgrímur Mar með þrennu gegn Gróttu
Staða KA í deildinni hefur batnað mikið að undanförnu en þeir fjarlægðust fallsvæðið enn frekar í dag með góðum útisigri gegn Gróttu þar sem Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þrennu.
27.09.2020 - 19:15
Auðveldur sigur Breiðabliks gegn ÍBV
Einn leikur fór fram í efstu deild kvenna í fótbolta í dag. Breiðablik mætti ÍBV í Kópavogi í leik sem átti upphaflega að fara fram í gær. Breiðablik átti ekki í neinum vandræðum og skoraði átta mörk í dag án þess að fá á sig mark.
27.09.2020 - 17:23
Víti og tvö rauð spjöld í Vesturbænum
Þremur leikjum er nú lokið í efstu deild karla í fótbolta í dag. Mesta dramatíkin var á heimavelli KR-inga þar sem Sam Hewson tryggði Fylki sigur með marki á lokasekúndum leiksins. FH-ingar sigruðu Fjölni í Kaplakrika og ÍA og Víkingur R. gerðu jafntefli í fjögurra marka leik.
27.09.2020 - 16:46