Íslenski fótboltinn

Íslenska boltanum streymt út um allan heim
Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, undirritaði í dag þriggja ára samning við tvær alþjóðlegar streymisveitur sem sýna frá efstu deild karla út um allan heim. Streymisveiturnar sýna þrjá leiki í hverri umferð efstu deildar karla og að minnsta kosti einn af þeim verður með enskri lýsingu.
22.10.2021 - 13:38
Viðtal
„Win-win“ leikur en treystir sér þó ekki til að mæta
Úrslitin í bikarkeppni karla í knattspyrnu fara fram á morgun á Laugardalsvelli en þar mætast Víkingur og ÍA. Garðar Gunnlaugsson hefur sterka tengingu við bæði lið en treystir sér þó ekki til að mæta á leikinn.
15.10.2021 - 15:50
Ágúst Gylfason ráðinn þjálfari Stjörnunnar
Ágúst Gylfason mun taka við meistaraflokki karla í knattspyrnu hjá Stjörnunni og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Ágúst kemur í Garðabæinn frá Gróttu þar sem hann starfaði í tvö ár.
15.10.2021 - 09:56
Kastljós
Vanda: „Við ætlum að laga þetta“
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands á ekki að skipta sér af vali á leikmönnum í landslið. Þetta sagði Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ  í Kastljósi í kvöld. Hún sagði mikilvægt að standa með þolendum kynferðisbrota og -áreitni, sjálf hefði hún orðið fyrir áreitni í íþróttum. Mikilvægt sé að fagfólk komi að því að leysa þá stöðu sem upp er komin innan sambandsins.
Skagamenn komnir í bikarúrslit
ÍA mun leika til bikarúrslita í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu eftir að hafa unnið Keflavík 2-0 á Akranesi í dag. Liðið mun mæta annað hvort Íslandsmeisturum Víkings eða fyrstu deildar liði Vestra sem mætast síðar í dag.
Kjartan Henry og Þórður báðir í þriggja leikja bann
Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, og Þórður Ingason, einn markvarða Víkings, fara báðir í þriggja leikja bann í kjölfar slagsmála undir loka leiks liðanna á sunnudagskvöld.
21.09.2021 - 18:21
HK vann Stjörnuna og felldi Fylki
HK og Stjarnan mættust í síðasta leik 21. umferðar úrvalsdeildar karla í kvöld. HK náði í sigur þrátt fyrir að spila síðustu 15 mínútur leiksins einum færri. Sigurinn tryggir þó ekki að liðið haldi sér í úrvalsdeildinni á næsta ári en það tryggir að Fylkismenn eru fallnir niður í 1. deild.
20.09.2021 - 21:19
KA einum sigri frá mögulegu Evrópuævintýri
KA leiðir nú baráttuna um 3. sætið eftir að liðið vann stórsigur á Val í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik en KA menn fóru á kostum í seinni hálfleik og skoruðu þrjú mörk sem tryggðu liðinu 4-1 sigur.
19.09.2021 - 20:46
Fram taplaust í gegnum mótið
Fjórir leikir fóru fram í lokaumferð næst efstu deildar karla í fótbolta í dag. Fram vann fimm marka sigur á Aftureldingu og liðið fór því taplaust í gegnum mótið.
18.09.2021 - 16:16
Tvö rauð spjöld í öruggum sigri FH á Stjörnunni
FH vann Stjörnuna í síðasta leik 20. umferðar úrvalsdeildar karla í kvöld. Sigurinn var öruggur en FH-ingar komast þó ekki ofar en í 6. sæti deildarinnar.
13.09.2021 - 22:17
Tindastóll fellur með Fylki
Keppni lauk í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Valskonur voru nú þegar orðnar Íslandsmeistarar en ennþá var óljóst hvaða lið myndu falla niður í 1. deild.
12.09.2021 - 18:03
VIðtöl
„Bara byrjaður að hugsa hvernig ég ætlaði að fagna“
Árni Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í mikilvægum sigri liðsins á Val á Kópavogsvelli í gærkvöld. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu og Árna segist hafa liðið vel á punktinum.
12.09.2021 - 12:47
Blikar færast nær Íslandsmeistaratitlinum
Breiðablik og Valur áttust við á Kópavogsvelli í 20. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Blikar tryggðu sér góðan 3-0 sigur og eru aftur komnir á toppinn á deildinni.
11.09.2021 - 22:16
Víkingar á toppinn eftir öruggan sigur á HK
Karlalið Víkings í knattspyrnu er komið á toppinn á úrvalsdeild karla, í það minnsta tímabundið, eftir góðan 3-0 sigur á HK í Fossvogi í dag.
11.09.2021 - 19:05
ÍA náði í nauðsynleg stig og botnbaráttan galopin
Þrír leikir voru spilaðir í 20. umferð úrvalsdeildar karla í dag. Skagamenn sóttu mikilvæg stig til að hjálpa sér í fallbaráttunni á meðan Fylkir og Keflavík, sem heyja sömu baráttu töpuðu.
11.09.2021 - 16:47
Markasúpa í Garðabænum
Stjarnan og Breiðablik gerðu 3-3 jafntefli í gríðarlega fjörugum leik í efstu deild kvenna í dag. Leikurinn bauð upp á mikla dramatík, nóg af mörkum rautt spjald og víti.
05.09.2021 - 14:00
Fylkir fallið úr efstu deild
Fjórir leikir fóru fram í efstu deild kvenna í fótbolta í dag. Fylkir er fallið úr deildinni eftir tap í dag. Keflavík náði óvæntu stigi á heimavelli gegn Íslandsmeisturum Vals og sigur Tindastóls á Selfossi þýðir að spennan verður mikil í lokaumferðinni.
04.09.2021 - 16:08
Toppbaráttan galopin eftir sigur Víkings á Val
Spennan er orðin gífurleg á toppi úrvalsdeildar karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur Víkings á Val í kvöld. Með sigrinum er Víkingur kominn upp að hlið Vals á toppnum en bæði lið eru með 36 stig.
22.08.2021 - 21:11
Breiðablik einu stigi frá toppsætinu eftir sigur á KA
Breiðablik og KA mættust í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Liðin voru fyrir leikin í 3. og 4. sæti deildarinnar en með sigrinum kom Breiðablik sér upp í 2. sætið, aðeins einu stigi frá toppliði Vals.
21.08.2021 - 19:54
Jónatan Ingi með þrennu í stórsigri FH
Keflavík og FH mættust í fyrsta leik 18. umferðar úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í dag. Leikið var í Keflavík og óhætt að segja að sigur Hafnfirðinga hafi verið öruggur en leiknum lauk með 5-0 sigri.
21.08.2021 - 16:36
Alfreð endurnýjar ekki á Selfossi
Þjálfari kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu, Alfreð Elías Jóhannsson, hefur tilkynnt að hann ætli ekki að halda áfram þjálfun liðsins eftir þetta keppnistímabil. Alfreð hefur stýrt liðinu síðustu fimm ár.
19.08.2021 - 12:40
Skórnir komnir á hilluna hjá Hólmfríði
Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur lagt skóna á hilluna. Hólmfríður er næst leikjahæsta knattspyrnukona Íslandssögunnar í deildarkeppni þar sem hún hefur spilað 334 leiki.
18.08.2021 - 08:39
Fjögur rauð spjöld í leikjum kvöldsins
Þrír leikir fóru fram í 17. umferð úrvalsdeildar karla í kvöld. Þar áttust við lið á sitthvorum enda tölfunnar, Fylkir og Víkingur, HK og KR og Breiðablik og ÍA, en fjögur rauð spjöld litu dagsins ljós í leikjum kvöldsins.
16.08.2021 - 21:28
Valur rígheldur í efsta sætið
Valur vann góðan sigur gegn Keflavík í efstu deild karla í fótbolta í kvöld. Valur er nú með sex stiga forystu á toppi deildarinnar en hefur leikið einum leik meira en liðin í öðru og þriðja sæti.
15.08.2021 - 21:10
FH skoraði fimm gegn Leikni
FH-ingar hrukku í gang í efstu deild karla í fótbolta þegar þeir unnu Leikni 5-0 í Kaplakrika í kvöld. Staðan var 1-0 í hálfleik en FH-ingar voru óstöðvandi í seinni hálfleik þegar þeir bættu fjórum mörkum við.
15.08.2021 - 19:01