Íslenski fótboltinn

Sjáðu mörkin
Víkingur bikarmeistari eftir framlengdan úrslitaleik
Víkingur Reykjavík tryggði sér í kvöld bikarmeistaratitil karla í fótbolta í þriðja sinn í röð með sigri á FH í framlengdum leik, 3-2. Víkingur hefur nú unnið bikarinn þrisvar í röð.
Breiðablik fór í úrslit - Sjáðu mörkin
Selfoss tók á móti Breiðabliki í seinni undanúrslitaleik kvenna í bikarkeppninni í fótbolta, Mjólkurbikarnum. Leikurinn var jafn og spennandi og þar til í uppbótatíma seinni hálfleiks skildi aðeins eitt mark liðin að. Agla María Albertsdóttir kom Breiðabliki yfir á 19. mínútu eftir klaufagang í vörn Selfoss. Helena Ósk Hálfdánardóttir tryggði svo sigur Blika í uppbótatíma. 2-0 sigur og Breiðablik mætir Val í úrslitaleik eftir sléttar tvær vikur.
13.08.2022 - 13:40
Elísa: „Mér er bara drullusama hvaða lið við fáum“
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir að henni sé drullusama hvaða liði Valskonur mæti í úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu, hún ætli bara að mæta á Laugardalsvöll og vinna. Valur vann Stjörnuna 3-1 í kvöld í fyrri undanúrslitaleik bikarkeppninnar.
Góð frammistaða Ægis dugði ekki til
KA og Ægir mættust í fyrsta leik átta liða úrslita bikarkeppninnar í fótbolta karla, Mjólkurbikarsins, á Akureyri í kvöld. Bæði lið eru í þriðja sæti sinnar deildar, KA í efstu deild en Ægir í þriðju efstu deild. Ægismenn stóðu þó heldur betur í Akureyringum sem tókst ekki að skora fyrr en um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Lokatölur urðu 3-0, heimamönnum í vil.
10.08.2022 - 20:05
Vinkillinn
FH ekki verið svo neðarlega í 20 ár - markalaus mánuður
FH var síðast í 10. sæti íslenskrar deildarkeppni árið 2002. Þá hefur liðið ekki skorað í 482 mínútur, en síðasta mark þeirra kom fyrir meira en mánuði síðan. Vera FH í efstu deild hefur verið nær óslitin sigurganga síðan félagið mætti í efstu deild árið 2001.
08.08.2022 - 21:30
Viðtal
Hermann Hreiðarsson: "Djöfull vorum við flottir"
Hermann Hreiðarsson var að vonum gífurlega sáttur eftir 1-4 útisigur gegn Leiknismönnum í dag. Fór hann yfir tvískiptingu deildarinnar, bekkjarsetu Guðjóns Pétur og Andra Rúnars, innkomu Heimis í teymi ÍBV og fjölda Eyjamanna í liðinu.
24.07.2022 - 17:26
Nýr Greifavöllur vígður í kvöld
Í kvöld fer fram fyrsti leikurinn á nýjum tímabundnum heimavelli Knattspyrnufélags Akureyrar þegar KA tekur á móti Fram í Bestu deild karla.
16.06.2022 - 17:29
Helstu ævintýrin í sögu bikarkeppni kvenna
Í kvöld fara fram 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna með pompi og prakt. Við litum yfir söguna á helstu bikarævintýri sögunnar. Dramatíkin sem bikarinn býður upp á er gífurleg, hvort sem það er taplið Þróttar árið 2021, hið óstöðvandi lið ÍBV 2004 eða ótrúlegt seiglulð Selfoss árið 2019. Eru ný ævintýri í uppsiglingu í kvöld?
10.06.2022 - 16:11
Sjónvarpsfrétt
Frá Mariupol til Akureyrar — „Tek bara einn dag í einu”
Ungur Úkraínumaður, sem kom frá Mariupol til Akureyrar til að spila fótbolta með KA, segist taka einn dag í einu. Húsið hans og allar eigur voru lagðar í rúst skömmu eftir að hann kom til landsins.
02.05.2022 - 13:39
Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna endurvakin
Til stendur að endurvekja Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna á föstudaginn kemur. Samtökin voru stofnuð 1990 en hafa ekki verið starfrækt undanfarin ár.
Viðtal
Fjölskyldan stór ástæða þess að Aron snýr aftur heim
Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur skrifað undir samning við Val eftir ellefu ár í atvinnumennsku erlendis. Aron segir mismunandi ástæður vera fyrir því að hann komi heim á þessum tímapunkti en aðallega séu þær fjölskyldutengdar.
04.11.2021 - 16:47
Íslenska boltanum streymt út um allan heim
Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, undirritaði í dag þriggja ára samning við tvær alþjóðlegar streymisveitur sem sýna frá efstu deild karla út um allan heim. Streymisveiturnar sýna þrjá leiki í hverri umferð efstu deildar karla og að minnsta kosti einn af þeim verður með enskri lýsingu.
22.10.2021 - 13:38
Viðtal
„Win-win“ leikur en treystir sér þó ekki til að mæta
Úrslitin í bikarkeppni karla í knattspyrnu fara fram á morgun á Laugardalsvelli en þar mætast Víkingur og ÍA. Garðar Gunnlaugsson hefur sterka tengingu við bæði lið en treystir sér þó ekki til að mæta á leikinn.
15.10.2021 - 15:50
Ágúst Gylfason ráðinn þjálfari Stjörnunnar
Ágúst Gylfason mun taka við meistaraflokki karla í knattspyrnu hjá Stjörnunni og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Ágúst kemur í Garðabæinn frá Gróttu þar sem hann starfaði í tvö ár.
15.10.2021 - 09:56
Kastljós
Vanda: „Við ætlum að laga þetta“
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands á ekki að skipta sér af vali á leikmönnum í landslið. Þetta sagði Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ  í Kastljósi í kvöld. Hún sagði mikilvægt að standa með þolendum kynferðisbrota og -áreitni, sjálf hefði hún orðið fyrir áreitni í íþróttum. Mikilvægt sé að fagfólk komi að því að leysa þá stöðu sem upp er komin innan sambandsins.
Skagamenn komnir í bikarúrslit
ÍA mun leika til bikarúrslita í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu eftir að hafa unnið Keflavík 2-0 á Akranesi í dag. Liðið mun mæta annað hvort Íslandsmeisturum Víkings eða fyrstu deildar liði Vestra sem mætast síðar í dag.
Kjartan Henry og Þórður báðir í þriggja leikja bann
Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, og Þórður Ingason, einn markvarða Víkings, fara báðir í þriggja leikja bann í kjölfar slagsmála undir loka leiks liðanna á sunnudagskvöld.
21.09.2021 - 18:21
HK vann Stjörnuna og felldi Fylki
HK og Stjarnan mættust í síðasta leik 21. umferðar úrvalsdeildar karla í kvöld. HK náði í sigur þrátt fyrir að spila síðustu 15 mínútur leiksins einum færri. Sigurinn tryggir þó ekki að liðið haldi sér í úrvalsdeildinni á næsta ári en það tryggir að Fylkismenn eru fallnir niður í 1. deild.
20.09.2021 - 21:19
KA einum sigri frá mögulegu Evrópuævintýri
KA leiðir nú baráttuna um 3. sætið eftir að liðið vann stórsigur á Val í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik en KA menn fóru á kostum í seinni hálfleik og skoruðu þrjú mörk sem tryggðu liðinu 4-1 sigur.
19.09.2021 - 20:46
Fram taplaust í gegnum mótið
Fjórir leikir fóru fram í lokaumferð næst efstu deildar karla í fótbolta í dag. Fram vann fimm marka sigur á Aftureldingu og liðið fór því taplaust í gegnum mótið.
18.09.2021 - 16:16
Tvö rauð spjöld í öruggum sigri FH á Stjörnunni
FH vann Stjörnuna í síðasta leik 20. umferðar úrvalsdeildar karla í kvöld. Sigurinn var öruggur en FH-ingar komast þó ekki ofar en í 6. sæti deildarinnar.
13.09.2021 - 22:17
Tindastóll fellur með Fylki
Keppni lauk í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Valskonur voru nú þegar orðnar Íslandsmeistarar en ennþá var óljóst hvaða lið myndu falla niður í 1. deild.
12.09.2021 - 18:03
VIðtöl
„Bara byrjaður að hugsa hvernig ég ætlaði að fagna“
Árni Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í mikilvægum sigri liðsins á Val á Kópavogsvelli í gærkvöld. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu og Árna segist hafa liðið vel á punktinum.
12.09.2021 - 12:47
Blikar færast nær Íslandsmeistaratitlinum
Breiðablik og Valur áttust við á Kópavogsvelli í 20. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Blikar tryggðu sér góðan 3-0 sigur og eru aftur komnir á toppinn á deildinni.
11.09.2021 - 22:16
Víkingar á toppinn eftir öruggan sigur á HK
Karlalið Víkings í knattspyrnu er komið á toppinn á úrvalsdeild karla, í það minnsta tímabundið, eftir góðan 3-0 sigur á HK í Fossvogi í dag.
11.09.2021 - 19:05