Íslenski fótboltinn

Bikarmeistararnir áfram - Breiðablik vann í Árbænum
Sex leikir fóru fram í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í dag. Valur, Breiðablik og Selfoss unnu öll sína leiki og eru því komin áfram í 8-liða úrslit bikarsins.
10.07.2020 - 23:03
Börn hætti að sækja bolta á knattspyrnuleikjum
KSÍ hefur lagt til við knattspyrnufélögin að krakkar hætti að sækja bolta á leikjum hjá meistaraflokki tímabundið. Þetta kemur í kjölfar COVID-19 smita í efstu deildum karla og kvenna.
29.06.2020 - 14:12
Öllum úrvalsdeildarliðum boðið í skimun
Liðum í Pepsi Max-deildum kvenna og karla hefur verið boðið í skimun fyrir COVID-19. Þrír leikmenn í deildunum hafa verið greindir með veiruna og fjölmargir leikmenn eru í sóttkví.
29.06.2020 - 10:20
Lítið svigrúm til að fresta leikjum
Framkvæmdarstjóri KSÍ segir ekki mikið svigrúm til að fresta leikjum ef takast á að ljúka Pepsi Max deildum karla og kvenna með góðu móti. Næstu þremur leikjum karlaliðs Stjörnunnar var frestað í dag vegna COVID-19 smits í leikmannahópnum.
27.06.2020 - 20:29
Fjórar úrvalsdeildarviðureignir í 16 liða úrslitum
Búið er að draga í 16 liða úrslit Mjólkurbikars karla og þar mætast lið í efstu deild í fjórum innbyrðis viðureignum. Öll tólf lið efstu deildar karla fóru áfram í 16 liða úrslitin.
Leik í 3.deild karla frestað – beðið eftir smitrakningu
Búið er að fresta leik KFG og Ægis sem átti að fara fram í 3. deild karla í dag en þetta kemur fram á vef Knattspyrnusambands Íslands.
27.06.2020 - 10:25
Víkingur R áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni
Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Breiðablik hafði betur gegn Keflavík 3-2 og Víkingur Reykjavík komst áfram eftir sigur á Víkingi Ólafsvík í vítaspyrnukeppni.
25.06.2020 - 22:03
Viðtal
Ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á úrvalsdeildina
Andrea Rán Snæ­feld Hauks­dótt­ir, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í fótbolta, er með COVID-19 smit og hefur fjöldi manns nú verið settur í sóttkví. Ljóst er að þetta muni hafa töluverð áhrif á næstu umferðir úrvalsdeildarinnar.
25.06.2020 - 20:02
Arnór í Árbæinn
Karlalið Fylkis í knattspyrnu heldur áfram að bæta við sig leikmönnum og þá sérstaklega leikmönnum sem geta leikið framarlega á vellinum fyrir átökin í úrvalsdeildinni sem hefst á morgun.
12.06.2020 - 19:00
Tekur fram skóna með uppeldisfélaginu eftir 4 ára hlé
Kristján Gauti Emilsson hefur samið við uppeldisfélagið sitt FH út árið 2020. Kristján lagði skóna óvænt á hilluna fyrir fjórum árum aðeins 23 ára gamall.
12.06.2020 - 13:41
Úrvalsdeildirnar í fótbolta hefjast í kvöld og á morgun
Úrvalsdeild kvenna í fótbolta hefst í kvöld með einum leik. Valur og KR mætast á Origo-vellinum klukkan 19:15.
Glímir enn við eftirköst heilahristings
Andri Adolphsson leikmaður Vals í knattspyrnu glímir enn við afleiðingar höfuðhöggs sem hann hlaut í leik með liði sínu. Meiðslin og afleiðingar þeirra komu ekki strax í ljós í tilfelli Andra.
04.06.2020 - 20:22
Eftirminnilegur bikarúrslitaleikur frá 1999
Við rifjum upp eftirminnilegan bikarúrslitaleik í fótbolta í kvöld eins og undanfarin mánudagskvöld. Í kvöld sjáum við KR og ÍR berjast um bikarinn.
KSÍ tekur yfir ferðaþátttöku- og skráningagjöld félaga
Knattspyrnusamband Íslands tekur yfir hlut knattspyrnufélaga í ferðaþátttökugjaldi 2020 og ekki innheimta skráningargjöld í Íslandsmótin 2020.
11.05.2020 - 14:20
Sportrásin
Ekki vel staðið að undirbúningi Íslandsmótsins
Nú styttist í að mót á vegum KSÍ hefjist að nýju. Þórir Hákonarson, íþróttastjóri hjá Þrótti Reykjavík og fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, segir að upplýsingaflæði til aðildarfélaga þurfi að vera betra. Enn sé óljóst hvernig leikjum og æfingum verður háttað í sumar.
11.05.2020 - 11:33
Viðtal
„Vá, ég get ekki beðið eftir því að fara í fótbolta“
Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals í fótbolta, segist ekki geta beðið eftir að hefja æfingar á ný en á morgun verður tekið fyrsta skrefið í afléttingu samkomubanns.
03.05.2020 - 20:30
Hljóp maraþon til styrktar meistaraflokkum Stjörnunnar
Frá því að kórónaveiran fór að herja á heimsbyggðina hafa hinir ýmsu styrktarleikir íþróttafélaga notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. Sumir taka þetta skrefinu lengra, eða 42,2 kílómetrum lengra, það á við í tilviki Almars Guðmundssonar sem hljóp maraþon til styrktar meistaraflokka Stjörnunnar í knattspyrnu í dag.
25.04.2020 - 17:00
Viðtal
„Menn eru hræddir við framhaldið“
Framkvæmdastjóri ÍTF segir mikla óvissu um fjármál félaga með lið í efstu deild karla vegna COVID-19 faraldursins. Ekki virðist sem félögin geti endilega greitt laun um mánaðarmótin.
26.03.2020 - 19:41
Hildur inn fyrir Alexöndru
Knattspyrnukonan Hildur Antonsdóttir sem leikur fyrir Breiðablik hefur verið kölluð inn í íslenska A-landsliðið fyrir komandi verkefni liðsins á Spáni í næstu viku.
28.02.2020 - 19:55
Viðtal
„Við fögnum valkvíðanum“
Við fögnum valkvíðanum, segir Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. Hann segir standið á landsliðsmönnum vera betra nú en það hafi verið í eitt og hálft ár. Fimm vikur eru þar til Ísland mætir Rúmeníu í umspilsleik um sæti á EM 2020.
21.02.2020 - 16:36
Fylkir Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Fjölni
Fylkir varð í gær Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn eftir 4-0 sigur á Fjölni í Egilshöll. Með sigrinum batt Fylkir enda á langa sigurgöngu Vals á Reykjavíkurmótinu.
08.02.2020 - 10:31
KSÍ: Fyrirkomulag sem hefur verið við lýði í áraraðir
KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um mun á greiðslu fyrir dómgæslu hjá körlum og konum. Þar er því gert skil hvernig leikjum og mótum sé raðað í flokka eftir erfiðleikastigo.
08.02.2020 - 10:15
Sjónvarpsrétturinn mögulega seldur til útlanda
Birgir Jóhannsson segir að auka megi tekjur íslenskra félagsliða með því að selja sjónvarpsrétt til útlanda. Birgir var nýverið ráðinn framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, ÍTF, hagsmunasamtaka félaga sem reka lið í efstu deildum karla í knattspyrnu. Hann segir að stór verkefni séu framundan hjá samtökunum sem sjá m.a. um markaðssetningu efstu deilda karla og kvenna.
07.02.2020 - 16:33
Fá 135% meira fyrir að dæma hjá körlunum en konunum
Greiðsla fyrir dómgæslu í leik í efstu deild karla í knattspyrnu er 135 prósentum hærri en fyrir leik í efstu deild kvenna. Framkvæmdastjóri KSÍ segir ekki útséð með það hvort munurinn verði minnkaður að einhverju leyti á komandi leiktíð.
Sigurður Egill áfram á Hlíðarenda
Knattspyrnumaðurinn Sigurður Egill Lárusson verður áfram í herbúðum Vals næstu þrjú árin. Kantmaðurinn skrifaði undir samning við félagið í dag en framtíð hans hefur verið stórt spurningamerki undanfarið.
03.10.2019 - 14:30