Innlent

78 milljarða hallarekstur ríkisins á öðrum ársfjórðungi
Afkoma hins opinbera á öðrum ársfjórðungi þessa árs var neikvæð um 78,4 milljarða króna eða því sem nemur 11,2% af vergri landsframleiðslu. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins hafa haft neikvæð áhrif á tekjuöflun og útgjöld ríkisins
Einn starfsmaður CCP smitaður, var á Irishman pub
Einn starfsmaður CCP á Íslandi greindist með virkt COVID-19 smit í gær og hafa átta aðrir starfsmenn verið skimaðir og sendir í sóttkví. Sigurður Stefánsson, fjármálastjóri CCP, staðfestir þetta við fréttastofu. Fyrir liggur að viðkomandi starfsmaður fór á Irishman pub síðstliðinn föstudag.
18.09.2020 - 10:54
Menningin
Bíó Paradís opnar og Skjaldborg fer suður
Bíó Paradís lýkur upp dyrum sínum á nýjan leik eftir 5 mánaða lokun. Setning heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborgar markar nýtt starfsár hjá kvikmyndahúsinu, en hún fer vanalega fram á Patreksfirði. 
18.09.2020 - 10:34
Geta nú skráð sig í sýnatöku á netinu og létt á álagi
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið upp þá nýjung að nú getur fólk skráð sig í sýnatöku vegna COVID-19 einkenna á heilsuvera.is í stað þess að hringja á heilsugæslustöðvar. Með þessu er ætlað að létta álagið á heilsugæslustöðvunum.
Listaháskólanum lokað í dag
Listaháskóla Íslands verður lokað í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Með lokuninni vilja forsvarsmenn Listaháskólans skapa svigrúm fyrir starfsfólk til að fara yfir sóttvarnaaðgerðir og sjá hvort smitum heldur áfram að fjölga yfir helgina og hver viðbrögð sóttvarnayfirvalda verða. Stefnt er að því að opna skólann á ný á mánudag.
18.09.2020 - 10:25
Stjórn hafnaði sjö milljörðum sem nema tilboði Ballarin
Alls bárust yfir níu þúsund áskriftir að fjárhæð 37,3 milljarðar króna en stjórn Icelandair samþykkti áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða, sjö milljörðum lægra en heildaráskriftir og sem nemur tilboði Michele Edward Roosevelt Ballarin. 
18.09.2020 - 09:48
Ein ferð Icelandair á áætlun í dag – 20 ferðum aflýst
Aðeins er áætluð ein flugferð á vegum Icelandair í dag og félagið hefur aflýst 20 ferðum. Snemma í morgun var einni vél félagsins flogið til Íslands frá Boston og einni héðan til Kaupmannahafnar. Flugferðir annarra félaga, eins og Wizz Air, SAS, Air Baltic, EasyJet og Lufthansa, eru á áætlun.
18.09.2020 - 08:48
Morgunútvarpið
Margir með stoðkerfisvanda í kjölfar heimavinnu
Sjúkraþjálfarar finna fyrir aukinni ásókn frá fólki með stoðkerfisvanda sem má rekja til hreyfingarleysis vegna kórónuveirufaraldursins. Lífsstíll margra hefur breyst og erfitt getur verið að vinda ofan af því. Þetta segir Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari sem var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun.
18.09.2020 - 08:07
Hagstæðara að reisa stærra hús fyrir innanhússíþróttir
Það er um 800 milljónum króna dýrara að reisa þjóðarleikvang fyrir innanhússíþróttir sem tæki 8.600 áhorfendur en fyrir 5.000 áhorfendur. Stærra hús myndi leysa án aukakostnaðar húsnæðisþörf til langrar framtíðar auk þess sem það gæfi meiri möguleika á nýtingu til menningarviðburða. Laugardalur er fyrsta val starfshóps fyrir slíkt íþróttahús.
18.09.2020 - 07:55
Veðurblíða fyrir austan í dag
Veðurstofan spáir blíðviðri á austanverðu landinu í dag, léttskýjuðu og sæmilega hlýju veðri. Vestanlands verður skýjað og lítilsháttar væta með köflum í dag. Suðvestan 5-13 m/s en vaxandi sunnanátt og rigning seint í kvöld. Hiti verður á bilinu 7-15 stig og hlýjast austast.
18.09.2020 - 07:33
Var með beltið vitlaust spennt og lést í bílslysi
Farþegi í aftursæti Nissan-jepplings sem lést í hörðum árekstri á Borgarfjarðarbraut í í september í fyrra var ekki með bílbeltið rétt spennt. Að mati rannsóknarnefndar samgönguslysa eru líkur á því að farþeginn hefði lifað slysið af hefði öryggisbeltið verið rétt spennt. Talið er að kröftug vindhviða hafi valdið því að ökumaður bílsins missti stjórn og fór yfir á rangan vegarhelming.
18.09.2020 - 06:02
163 luku Víðavangshlaupi ÍR í kvöld
Hundrað sextíu og þrjú luku keppni í Víðavangshlaupi ÍR í kvöld, sem er jafnframt meistaramót í fimm kílómetra götuhlaupi.
18.09.2020 - 01:28
Mikil eftirspurn var eftir hlutabréfum Icelandair
Umframeftirspurn eftir hlutum í hlutafjárútboði Icelandair sem lauk í dag, var um 85%. Alls bárust yfir níu þúsund áskriftir, samtals 37,4 milljarðar króna.
18.09.2020 - 00:49
Hæstiréttur þyngir dóm úr þremur árum í sex ár
Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í sex ára fangelsi fyrir tvær nauðganir gegn eiginkonu sinni og blygðunarsemisbrot gagnvart syni sínum. Landsréttur hafði áður mildað dóm Héraðsdóms Reykjaness úr fjórum árum í þrjú. Maðurinn var einnig fundinn sekur um að hafa brotið 950 sinnum gegn nálgunarbanni og fyrir að setja eftirfarabúnað í bíl eiginkonu sinnar.
„Einhver hundruð“ með eftirköst COVID-19
Landlæknir segir að það sé lykilatriði að fá á hreint hversu umfangsmikið vandamál eftirköst COVID-19 sé hér á landi. Hún segir að vinna sé þegar hafin við að hjálpa fólki sem er með eftirköst. Ljóst sé að „einhver hundruð“ glími við þau hér á landi.
Ætla að loka hjólhýsahverfinu á Laugarvatni
Sveitastjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hætta rekstri hjólhýsasvæðis við Laugavatn innan tveggja ára. Ástæðan er sögð sú að öryggi fólks sé verulega ábótavant komi þar upp eldur. Bæði lögreglustjórinn á Suðurlandi og slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu hafa bent á að ástandið á svæðinu sé með öllu óviðunandi með tilliti til brunavarna og öryggis fólks. Þá hefur Húsnæðis-og mannvirkjastofnun sagt að það sé á ábyrgð Bláskógabyggðar að tryggja fullnægjandi aðgerðir gegn eldsvoða.
17.09.2020 - 21:09
Myndskeið
Skýrsla Björns sögð nýr kafli í norrænni samvinnu
Utanríkisráðherra segir að vel hafi verið tekið í skýrslu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um þróun samstarfs Norðurlandanna í utanríkis- og öryggismálum. Björn kynnti norrænu utanríkisráðherrunum niðurstöður sínar í Danmörku í dag.
17.09.2020 - 20:32
Þarf að kalla fleiri konur í nánari skoðun en talið var
Krabbameinsfélagið þarf að kalla fleiri konur inn til frekari skoðunar en í fyrstu var talið, vegna endurskoðunar á um sex þúsund sýnum vegna mistaka sem komu upp á leitarstöð félagsins.
„Ég vil ekki spá einhverri stórri bylgju“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki reiðubúinn að spá því að hér sé að skella einhver stór bylgja af kórónuveirusmitum. Það sé þó viðbúið að virkum smitum muni fjölga næstu daga. Þá tölu verði samt að skoða í því ljósi að verið sé að skima miklu meira í samfélaginu. „Það er mjög líklegt að við finnum fólk sem er einkennalítið eða einkennalaust og það verður líta á það í því samhengi.“
Í BEINNI
Beethoven-veisla með Víkingi Heiðari
Í ár er þess minnst um allan heim að 250 ár eru liðin frá fæðingu Ludwigs van Beethovens.
„Þrettán hundruð milljóna tap á fyrstu sex mánuðunum“
Allt stefnir í fordæmalausan hallarekstur Akureyrarbæjar. Halli aðalsjóðs bæjarins gæti orðið allt að þrír milljarðar króna. Formaður bæjarráðs segir að ráðast þurfi í aðhaldsaðgerðir og útilokar ekki að grípa þurfi til uppsagna.
17.09.2020 - 19:36
Viðtöl
Leitt að sjá á eftir Rósu sem þykir stefna VG dapurleg
„Það er auðvitað alltaf mjög leiðinlegt þegar leiðir skilja og ekki síst þegar um er að ræða félaga sem hefur lengi verið með okkur og er nú bara ágæt vinkona mín, þannig að það er auðvitað alltaf mjög leitt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, um brotthvarf Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur úr þingflokknum og hreyfingunni í dag.
Segir að Ballarin vilji ekki tjalda til einnar nætur
Michelle Ballarin skráði sig fyrir allt að sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði Icelandair sem lauk í dag. Talsmaður hennar segir að hún vilji hafa áhrif á rekstur félagsins og ætli sér ekki að tjalda til einnar nætur. Þátttaka lífeyrissjóða í útboðinu var góð.
17.09.2020 - 19:25
Myndskeið
RIFF verður á netinu: „Fólk þarf afþreyingu“
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stefnir að því að ná til enn fleiri landsmanna en áður, þrátt fyrir COVID-19, með því að færa hátíðina að stóru leyti á netið. Stjórnandi hátíðarinnar segir afþreyingu sjaldan hafa verið mikilvægari.
Leggur til að krám og skemmtistöðum verði lokað
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ætlar að leggja til við heilbrigðisráðherra að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina. Staðan verði síðan endurmetin eftir helgina. Þetta er gert til að bregðast við mikilli fjölgun smita sem Þórólfur segir að megi að mestu leyti rekja til skemmtanahalds.