Innlent

Myndskeið
Endalausar frostnætur og lambær enn á fullri gjöf
Lítil sem engin spretta hefur verið í kuldatíð á Norður- og Austurlandi síðustu vikur og gróður er um þremur vikum seinna á ferðinni en venjulega. Skepnur sem jafnan eru komnar á beit eru enn á fullri gjöf og lítið bólar á korni sem sáð var í apríl.
Engin fleiri smit hjá íslenska Eurovision-hópnum
Engin ný kórónuveirusmit greindust hjá íslenska Eurovision-hópnum eftir sýnatöku í Rotterdam í gær. Beðið var eftir niðurstöðum í um þrjátíu klukkustundir, en allir fóru í skimun eftir að einn úr hópnum greindist jákvæður í gær. Viðkomandi var ekki einn þeirra sem stíga á svið á fimmtudag.
17.05.2021 - 19:55
Myndskeið
Blinken kominn til landsins
Flugvél Anthony Blinkens, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lenti á Keflavíkurflugvelli á áttunda tímanum í kvöld. Blinken kom til landsins frá Danmörku, þar sem hann varði deginum.
17.05.2021 - 19:51
Myndskeið
Breytum ekki leiknum en stjórnum sviðsljósinu
Utanríkisráðherrar allra aðildarríkja Norðurskautsráðsins koma saman í Hörpu en það er aðeins í þriðja skipti sem það gerist. Ekki er búist við að miklar breytingar verði á starfsemi ráðsins þegar Rússar taka við keflinu af Íslendingum.
Myndskeið
Lögðum mikið í þessa formennsku
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir áhuga aðildarríkjanna á fundinum sýna aukið vægi Norðurskautsráðsins. Hann er ánægður með hvernig til hefur tekist þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn.
Fréttavaktin
Valdabarátta í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins
Fundur Norðurskautsráðsins í Hörpu á fimmtudag markar lok tveggja ára formennsku Íslendinga í ráðinu en Rússar taka við formennskunni. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, lagði línurnar fyrir fundinn í gær þegar hann varaði vestræn ríki við að gera kröfu til Norðurheimskautssvæðisins. Það væri öllum ljóst að það tilheyrði Rússlandi. Lavrov og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætla að hittast í fyrsta sinn hér á landi í vikunni en í dag ætlar Blinken að ræða við ráðamenn hér.
Spegillinn
Lægstu laun á íslenskum vinnumarkaði
Íslenska flugstéttarfélagið sendi í dag sáttasemjara ríkisins kjarasamninga sem það hefur gert fyrir flugmenn og flugliða flugfélagsins Play. Sáttasemjari hafði ítrekað leitað eftir að fá samningana því skylda er að skila öllum kjarasamningum til embættisins. Forseti ASÍ segir að sér hafi brugðið þegar hún sá samning flugfreyja. Hann kveði á um lægstu laun sem sést hafi á íslenskum vinnumarkaði núna.
17.05.2021 - 17:20
Furða sig á beinni samkeppni ríkisins vegna sumarúrræða
Félag atvinnurekenda gagnrýnir að endurmenntunardeildir Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri bjóði á ný upp á niðurgreidd námskeið í beinni samkeppni við námsframboð einkafyrirtækja. Framkvæmdastjórinn segir að ríkið veiti fyrirtækjunum í raun tvöfalt högg í miðjum heimsfaraldri.
Spegillinn
Skilja má ummæli Lavrovs á tvo vegu
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir að skilja megi orð Sergeis Lavrovs, utanríkiráðherra Rússlands, á tvennan hátt. Annars vegar sem hernaðarleg ummæli og hins vegar að ræða þurfi yfirráðasvæði á fundum Norðurheimskautsráðsins. Lavrov varaði vestræn ríki við því að gera kröfu til Norðurheimskautssvæðisins.
Unnið í takt við samkomulag um flugvallarmál
Vinna sem tengist Reykjavíkurflugvelli og hugsanlegum öðrum flugvelli í hans stað gengur sinn eðlilega gang, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á Alþingi í dag. Hann svaraði þar fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hvernig staðið hefði verið við samkomulag Reykjavíkurborgar og stjórnvalda frá því í nóvember 2019 um að hrinda í framkvæmd verkefnum og nauðsynlegum rannsóknum vegna flugvallarmála á suðvesturhorni landsins.
„Viljum fá að vera með í þessari heildaruppbyggingu"
Verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands segir að breytingar sem gerðar hafa verið á markaðssetningu Akureyrarflugvallar séu úr takti við yfirlýsingar stjórnvalda um að efla millilandaflug á landsbyggðinni. Hann óttast að tækifærum eigi eftir að fækka.
17.05.2021 - 16:10
Myndskeið
Flokkar kortleggja kjósendur fyrir kosningar
Forstjóri Persónuverndar segir að þverpólitískt frumvarp um upplýsingaskyldu stjórnmálaflokka vegna vinnslu persónuupplýsinga kjósenda gangi ekki nógu langt. Stjórnmálaflokkarnir hafi fæstir sinnt skyldum sínum nægilega samkvæmt lögum um persónuvernd fyrir síðustu kosningar og þurfi að breyta verklagi sínu.
Kálfar á bæ Árnýjar fengu nöfnin Gagna og Magna
Kýrin Taug á bæ fjölskyldu Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttir Gagnarmagnara frá Norðurgarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, bar tveimur kálfum um hádegisbil í dag. Kvígurnar hafa fengið nöfnin Gagna og Magna. Ýmsar hugmyndir voru uppi um nafngiftir en þetta var niðurstaðan, tvö íslensk og góð nöfn, sem hæfa þeim vel.
Víða flaggað gegn fordómum í garð hinsegin fólks
Í dag, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans fólks. Þann dag árið 1990 tók Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samkynhneigð af lista sínum yfir geðsjúkdóma.
Ræðir við Blinken og Lavrov um árásir á Gaza
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að ræða ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs við Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar þeir koma hingað til lands í vikunni. Hún ætlar að hvetja bæði ríkin til að beita sér á alþjóðavettvangi til að ná fram friðsamlegri lausn.
Viðbúnaður er Blinken lendir í kvöld
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í kvöld. Lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna komu hans og annarra utanríkisráðherra sem sækja ráðherrafund Norðurskautsráðsins í vikunni.
„Við tökum niðurstöðunum þegar þær koma“
Greinist ekki fleiri smit í íslenska hópnum aukast líkurnar á að Daði og Gagnamagnið stígi á svið á fimmtudagskvöld. Þetta kom fram í máli Felixar Bergssonar í hádegsifréttum útvarps. Öllum líður vel en honum fannst leitt að missa af opnunarhátíð Eurovision-keppninnar í gær.
Vonar að almenningur nýti sér ferðagjöfina í sumar
Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til að gildistími nýrrar ferðagjafar stjórnvalda verði lengdur um einn mánuð til að mæta óskum ferðaþjónustufyrirtækja. Flutningsmaður tillögunnar vonar að gjöfin ýti undir ferðalög innanlands í sumar líkt og í fyrra.
17.05.2021 - 12:36
Örlítil hjöðnun í maí en verðbólgan er samt þrálát
Tólf mánaða verðbólga mælist 4,4% í maí gangi spá greiningardeildar Íslandsbanka eftir en hún var 4,6% í apríl. Það byggir á spá bankans um 0,4% lækkun vísitölu neysluverðs í mánuðinum.
ÁTVR vill lögbann á vefverslanir með áfengi
ÁTVR hyggst fara fram á lögbann á áfengssölu á netinu og kæra starfsemina til lögreglu. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir það mat fyrirtækisins að netsalan sé ólögleg og að úr því verði að fá skorið.
17.05.2021 - 12:18
Ekkert smit í Skagafirði í gær — Takmörkunum aflétt
Hertum sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði og Akrahreppi var aflétt á miðnætti. Fjórir greindust með veiruna þar um helgina, allir í sóttkví. Alls er nú tuttugu og einn í einangrun í sveitarfélaginu en ekki er vitað til þess að nokkur þeirra sé alvarlega veikur. Ekkert smit greindist á svæðinu í gær.
17.05.2021 - 11:58
Gagnamagnshljóðfærin verða á sviðinu, sama hvað
Hljóðfærin í íslenska Eurovision-atriðinu eru heimasmíðuð og runnin undan Suðurlandi, eins og Gagnamagnið allt. Árný Fjóla Ásmundsdóttir átti hugmyndina að hinu þrískipta píanói sem er áberandi í atriðinu og sameinast í hring. Lagið er samið sérstaklega útfrá hljóðfærunum. 
17.05.2021 - 11:52
Tvö smit innanlands og bæði í sóttkví
Tveir greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær, báðir í sóttkví. Smit greindist síðast utan sóttkvíar miðvikudaginn tólfta maí. Tvö smit greindust á landamærunum. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr þeim sýnum til að sannreyna hvort þau voru virk eða gömul.
17.05.2021 - 11:00
Spennan eykst í Rotterdam - stífar æfingar fram undan
Eurovision-vikan er hafin, fyrri undankeppnin er annað kvöld, sú síðari á fimmtudagskvöld og svo nær fjörið hámarki á laugardagskvöld þegar 26 keppendur gera hvað þeir geta til að heilla Evrópu með söng, dansi, vindvélablæstri og eldglæringum.
Fimmföld aukning í kaupum á ferðaþjónustu
Íslendingar voru í ferðahug í apríl og greiddu rúmlega fimmfalt meira fyrir ferðaþjónustu í ár en í fyrra. Landsbankinn telur góða framvindu í bólusetningum fyrir COVID-19 og afléttingar takmarkana skýra þennan aukna ferðavilja.