Innlent

Ökumenn þurfa réttindi til að aka um með stór hjólhýsi
Ökumenn þurfa að ganga úr skugga um að þeir hafi réttindi til að aka um vegi landsins með hjólhýsi og eftirvagna. Hafa verður í huga að til að draga stóra vagna þarf nógu öfluga bíla, að sögn tæknifræðings
25.05.2020 - 13:37
Varðskipið Þór fylgdi skútu til hafnar í Reykjavík
Skipstjóri seglskútu óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar í innsiglingu til Reykjavíkurhafnar í slæmu veðri í gærmorgun. Vindhraði fór yfir 40 hnúta á svæðinu á tímabili. Varðskipið Þór var í grenndinni og kom að seglskútunni skömmu síðar og fylgdi skútunni síðasta spölinn inn til hafnar. Þrír voru um borð í skútunni og voru stög í mastri skemmd og seglbúnaður sömuleiðis.
25.05.2020 - 13:12
Mikil breyting á íslenska verðbréfamarkaðnum
Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. sameinaðist formlega í dag Nasdaq CSD SE (Nasdaq CSD). Hið sameinaða félag, Nasdaq CSD, verður með starfsemi í Lettlandi, Eistlandi, Litháen og á Íslandi.
25.05.2020 - 12:37
Hátt í 30 kjósendur tóku daginn snemma
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna komandi forsetakosninga hófst hjá sýslumönnum í morgun. 26 höfðu greitt atkvæði nú rétt fyrir hádegi.
25.05.2020 - 12:30
Bræðslunni aflýst í sumar
Forsvarsmenn Bræðslunnar á Borgarfirði eystra hafa aflýst tónlistarhátíðinni í sumar. Bræðslan er langstærsti viðburður sem haldinn er á Borgarfirði ár hvert.
25.05.2020 - 12:12
Mynd með færslu
Í BEINNI
Síðasti upplýsingafundurinn í bili
Síðasti upplýsingafundur Almannavarna vegna COVID 19, í bili, verður haldinn í dag.  Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála.
25.05.2020 - 11:49
Áfram í gæsluvarðhaldi til 16. júní
Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið í haldi lögreglu frá 1. apríl vegna gruns um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 16. júní. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
25.05.2020 - 11:41
Meiri framkvæmdagleði í samkomubanni
Verulegar breytingar urðu á neyslu landsmanna í samkomubanninu. Í aprílmánuði jukust áfengiskaup hlutfallslega mest allra útgjaldaliða milli ára, um 52%, þegar litið er til greiðslukortaveltu eftir útgjaldaliðum. 
Rannsaka hvort fleiri efni hafi verið í böngsunum
Ekki liggur fyrir hvort fleiri efni en kannabis og morfín voru í hlaupböngsum sem unglingsstúlkur á Suðurnesjum borðuðu um helgina. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að innihald bangsanna sé nú til rannsóknar, en við sýnatöku, eftir að stúlkurnar höfðu verið fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús, kom í ljós að þær höfðu innbyrt kannabis og morfín við neyslu bangsanna.
25.05.2020 - 11:33
Hefði ekki trúað að til væri veira sem þessi
Vísindamenn geta breytt þekktum veirum. Þeir geta aftur á móti ekki búið til veiru frá grunni. Þetta segir Erna Magnúsdóttir, dósent í lífeinda- og líffærafræði við læknadeild HÍ. Erna segir að Novel coronavirus 2019-nCoV, kórónaveiran sem veldur COVID-19, sé það einstök að ekki hefði verið hægt að búa hana til úr annarri veiru á rannsóknarstofu. Hún segir að fyrir ári síðan hefði hún vart getað trúað því að til væri veira með þessa eiginleika.
Grunuðum barnaníðingi sleppt úr gæsluvarðhaldi
Landsréttur felldi fyrir helgi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur börnum inni á salerni á vinnustað sínum. Héraðsdómur hafði úrskurðað manninn í fimm daga varðhald.
25.05.2020 - 10:21
Neyðarstigi hefur verið aflétt
Stórt skref hefur verið stigið í afléttingu samkomutakmarkana og neyðarstigi aflétt. Nú mega 200 koma saman en ekki 50 eins og hefur verið í gildi að undanförnu. Fólki gefst nú kostur á að fara aftur í líkamsræktarstöðvar og á skemmtistaði og tveggja metra reglan orðin valkvæð. Síðasti upplýsingafundur almannavarna, í bili, verður í dag.
25.05.2020 - 07:45
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag
Kosning utan kjörfundar hefst í dag fyrir forsetakosningarnar hér á landi í lok júní. Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind og hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Kjörstaðir erlendis eru í flestum sendiskrifstofum Íslands. Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en átta ár geta nýtt atkvæðisrétt sinn.
25.05.2020 - 07:10
Auknar líkur á eldingum í dag
Úrkomusamt verður í dag og óstöðugt loft yfir landinu með auknum líkum á eldingum, einkum um landið vestanvert. Þetta kemur fram í veðurhugleiðingum dagsins frá Veðurstofu Íslands.
25.05.2020 - 06:41
Leigusali fær skaðabætur vegna kannabisræktunar
Kærunefnd húsamála telur að leigusali eigi rétt á skaðabótum frá leigjanda vegna skemmda sem urðu á íbúð vegna kannabisræktunar. Upp komst um ræktunina þegar íbúi á hæðinni fyrir neðan varð var við leka. Kærunefndin tók ekki afstöðu til þess hversu háar skaðabæturnar ættu að vera en leigusalinn vildi fá tæpar fjórar milljónir.
24.05.2020 - 21:52
Myndskeið
Einmanalegt og stórfurðulegt að vera landvörður núna
Það er stórfurðulegt og dálítið einmanalegt að vera landvörður á tímum kórónuveirunnar, segir landvörður Reykjanesfólkvangs. Síðasta sumar komu þúsund ferðamenn á dag á jarðhitasvæðið Seltún en núna koma fáir eða allt að hundrað á góðum degi.
Myndskeið
Má treysta á gull og verðtryggingu
Hraðar stýrivaxtalækkanir valda því að þau sem eiga sparifé eiga orðið erfiðara með að finna leiðir til að ávaxta það. Gull og verðtrygging virðist vera það sem hægt er að treysta á í ástandi sem þessu.
24.05.2020 - 19:28
Viðtal
Ætlar að halda áfram að lifa lífinu eftir brunann
Sólrún Alda Waldorff, 23 ára kona sem var um tíma í bráðri lífshættu eftir bruna í kjallaraíbúð í Mávahlið í október, hefur verið útskrifuð af spítala og er komin heim. Sólrún var í dái í Svíþjóð í mánuð og hefur gengist undir fjölda aðgerða vegna annars og þriðja stigs brunasára. Hún er ákveðin í að halda áfram að lifa lífinu þrátt fyrir að mikil endurhæfing og húðígræðslur séu fram undan næstu árin.
24.05.2020 - 19:00
Ráðist á mann á Selfossi - lögregla lýsir eftir vitnum
Ráðist var á mann fyrir utan Lyfju á Selfossi um klukkan 13:00 í dag og lýsir Lögreglan á Suðurlandi eftir vitnum að árásinni. Karlmaður á fertugsaldri var sleginn með einhvers konar áhldi í höfuðið. Hann kinnbeinsbrotnaði. Talið er að gerandinn hafi farið strax í burt í bíl.
24.05.2020 - 18:21
Trampólín fuku og vinir slógust
Tvö trampólín fuku á höfuðborgarsvæðinu í dag og urðu skemmdir á tveimur bílum. Þá hafði lögreglan afskipti af tveimur vinum sem voru að rífast og slást í Kópavogi. Nokkur meiðsl hlutust af þessum vinaslag en hvorugur ætlar að kæra.
24.05.2020 - 17:35
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á morgun
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs 27. júní hefst á morgun við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá sýslumanninum.
24.05.2020 - 15:36
19 stafi þarf til að geta lesið
Ný rannsókn Hermundar Sigmundssonar prófessors í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann í Þrándheimi sýnir að börn þurfa að kunna að minnsta kosti 19 bókstafi til að geta lesið. Hann segir þessar niðurstöður sýna hversu mikilvægt sé að hefja lestrarkennslu á því að kenna bókstafi og hljóð. Hann gagnrýnir að aðferðir, þar sem áherslan sé á aðra þætti, séu notaðar í um helmingi grunnskóla hér á landi. 
24.05.2020 - 14:12
Innlent · Menntun · Börn · Lestur · nám · Grunnskólar · vísindi
Ekkert smit og mjög fá sýni tekin
Ekkert smit greindist í gær, samkvæmt nýjum tölum á covid.is. Aðeins voru 58 sýni tekin, öll hjá veirufræðideild Landspítalans. Þar hefur ekki greinst smit síðan 12. maí eða í ellefu daga. 789 eru í sóttkví og þrír eru með virkan sjúkdóm. Enginn er á sjúkrahúsi. Stórt skref verður stigið í afléttingu samkomutakmarkana á morgun; líkamsræktarstöðvar verða opnaðar og tveggja metra reglan verður valkvæð. Þá verður 200 leyft að koma saman en ekki 50 eins og nú.
24.05.2020 - 12:58
Play skoðar að hefja flug í sumar
Forstjóri Play segir að félagið geti hafði áætlunarflug með nokkrurra daga eða vikna fyrirvara. Félagið hafi tryggt sér nokkrar Airbus-vélar. Til skoðunar sé að hefja áætlunarflug í sumar eða haust.
24.05.2020 - 12:29
Björgunarsveitir leita skipverjans í Vopnafirði í dag
Leit í Vopnafirði að skipverjanum sem saknað er hófst um klukkan hálf tíu í morgun. Leitarsvæðið nær frá Selnibbu norðanmegin í Vopnafirði, inn fjörðinn, um sandfjörur og út að Búri sunnan megin í firðinum.
24.05.2020 - 11:00