Innlent

Tveir meiddust á ökkla við gosstöðvarnar
Upp úr hádegi í dag voru björgunarsveitir kallaðar út með hálfrar klukkustundar millibili vegna tveggja einstaklinga sem báðir höfðu slasað sig á ökkla og þurftu aðstoð við að komast niður. 
123 smit í gær — Mesti fjöldi frá upphafi faraldursins
Nú liggur endanlegur fjöldi innanlandssmita gærdagsins fyrir en 123 innanlandssmit greindust í gær og tvö á landamærum. Aldrei hafa fleiri greinst með COVID-19 á einum degi á Íslandi. Fjöldi smitaðra sem gefinn var upp í morgun var ekki endanlegur því ekki var búið að ljúka við greiningu sýna. Tölurnar hafa nú verið uppfærðar.
27.07.2021 - 16:11
Svipt veiðileyfi vegna ítrekaðrar framhjálöndunar
Fiskiskipið Valþór GK-123 hefur verið svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni í fjórar vikur vegna ítrekaðrar framhjálöndunar. Veiðileyfissvipting gildir frá og með 24. ágúst til og með 20. september 2021.
Önnur ríki fylgjast með þróun veirunnar á Íslandi
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að alþjóðasamfélagið fylgist með þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Það sé vegna þess að engin forskrift sé til að því hvernig bregðast eigi við covid-smitum í bólusettu þjóðfélagi og því geti þróunin á Íslandi næstu vikur haft mikil áhrif á hvernig þjóðir kjósi að haga sóttvörnum sínum til framtíðar.
Covid-smit í Vinnuskóla Hafnarfjarðar
Covid-smit er komið upp hjá flokkstjóra innan Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Þetta staðfestir Jón Grétar Jónsson, umsjónarmaður Vinnuskólans í samtali við fréttastofu RÚV. 
Barnshafandi konur fara til Reykjavíkur í fósturskimun
Barnshafandi konur á Akureyri sem vilja fara í 12 vikna fósturskimun á sumarleyfistíma þurfa að fara til Reykjavíkur. Forstöðuljósmóðir á Akureyri segir að skimunin sé ekki nauðsynleg og algjörlega val foreldranna.
27.07.2021 - 15:03
Í gæsluvarðhald vegna gruns um tugi brota undanfarið
Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um tugi brota síðustu mánuði. Lögregla hefur marg oft haft afskipti af honum undanfarið og telur að hann myndi halda áfram afbrotum ef hann gengur laus. Maðurinn er atvinnulaus, heimilislaus og í mikilli neyslu
Sandspyrnukeppni á Hjörleifshöfða sögð óheimil
Kvartmíluklúbburinn stendur fyrir sandspyrnukeppni á Hjörleifshöfða sem hófst á hádegi í dag. Keppnin er hluti af kvikmyndatökuverkefni fyrir breska sjónvarpsþáttinn Top Gear sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni BBC. Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá náttúruverndarteymi Umhverfisstofnunar, segir hlutaðeigandi ekki hafa fengið leyfi til keppninnar en allar leyfisveitingar til utanvegaaksturs verði að fara í gegnum Umhverfisstofnun.
27.07.2021 - 14:34
43 skráð í bakvarðasveit frá föstudegi
43 hafa skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar frá því að hún var endurvakin á föstudag. Sjúkraliðar eru fjölmennastir, 18 úr þeirra röðum hafa skráð sig í bakvarðasveitina. Hið sama hafa sjö hjúkrunarfræðingar, fimm læknar og fjórir sjúkraflutningamenn gert. Sömuleiðis einn af hverjum; geislafræðingur, lífeindafræðingur, og lyfjafræðingur.
Skipverjar Kap VE II í sóttkví í Grundarfjarðarhöfn
Grunur leikur á um að skipverjar í áhöfn Kap VE II séu smitaðir af kórónuveirunni.
27.07.2021 - 13:14
Efnahagslegar hrakspár ótímabærar
Bólusetning gekk vel hérlendis og virðist enn sem komið er veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum, þess vegna er ótímabært að koma fram með efnahagslegar hrakspár, sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann sagðist bjartsýnn á framtíðina nú þegar lífið gengi sinn vanagang þrátt fyrir sóttvarnaaðgerðir.
27.07.2021 - 13:10
Akureyringar beðnir um að koma ekki á Hamra
Um helgina tóku hertar sóttvarnareglur gildi á Akureyri og fela þær meðal annars í sér takmarkanir á gestafjölda á tjaldsvæðum. Akureyrarbær biður bæjarbúa að fara ekki á tjaldsvæðið á Hömrum.
Vonar að lönd fari að horfa á annað en fjölda smita
Ferðamálaráðherra vonast til að á næstum vikum muni nágrannaríkin breyta viðmiðum sínum samhliða bólusetningu, þannig að ríki hætti að horfa til fjölda smita þegar flokka á lönd í rauð, appelsínugul eða græn.
Almannavarnafundur
Óbólusettum hættara við smiti
Óbólusettir eru hlutfallslega fleiri í hópi þeirra sem hafa smitast af covid undanfarið heldur en þeir eru í samfélaginu. Þetta er til marks um að bólusetningin gerir gagn, sagði Kamilla SIgríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Alma Möller landlæknir sagði að bylgjan sem nú rís valdi vonbrigðum en sagði að vonbrigðin hefðu orðið enn sárari ef bólusetningin væri ekki svo langt komin sem raun ber vitni. Án hennar hefðu smitin orðið fleiri.
27.07.2021 - 11:56
Gosmökkurinn sjáanlegri en eldgosið lítið breyst
Lítið hefur breyst í virkni eldgossins á Reykjanesskaga undanfarna daga. Virkni hefur verið lotubundin, hún liggur niðri í sjö til þrettán tíma og svo gýs álíka lengi á milli.
27.07.2021 - 11:49
Myndskeið
Heilu rúturnar skila af sér ferðamönnum í sýnatöku
„Það er alveg stöðugt streymi fólks sem að hlykkjast hérna í næstu götur,“ segir Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikil ásókn er í að komast í sýnatöku á Suðurlandsbraut og er búist við álíka fjölda og í gær þegar um 4.300 manns mættu.
Bilun í öðrum sæstrengnum sem tengir Ísland við Evrópu
Bilun átti sér stað í ljósleiðaranum FARICE-1 á hádegi í gær en hann er annar af tveimur fjarskiptasæstrengjum sem tengja Ísland við Evrópu. Ljósleiðarinn liggur frá Seyðisfirði til Skotlands en allt samband lá niðri á milli klukkan 13:00 og 05:00. FARICE-1 var lagður árið 2003 en hættan á bilunum eykst eftir því sem sæstrengirnir eldast. Örugg tenging er þá gríðarlega mikilvæg, til dæmis fyrir alla þá þjónustu sem reiðir sig á stafrænar lausnir.
27.07.2021 - 10:59
96 smit innanlands í gær og enn verið að greina sýni
Í gær greindust 96 með COVID-19 smit innanlands. Fjórtán daga nýgengi smita er komið í 176,2 á hverja hundrað þúsund íbúa innanlands og í 14,7 á landamærunum.
27.07.2021 - 10:47
Myndskeið
Upplýsingafundur almannavarna vegna COVID-19
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar um stöðu kórónuveirufaraldursins klukkan ellefu.
27.07.2021 - 10:35
COVID-sjúkraflutningar valda miklu álagi á slökkvilið
Mikið álag er á Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna COVID-19 þessa dagana. Sjúkraflutningamenn fóru í 48 covid-flutninga í gær og 44 í fyrradag. Það er með því allra mesta sem gerst hefur frá upphafi faraldursins. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að álagið sé svo mikið að kalla hafi þurft fólk út í aukavinnu. Reynt sé að forðast að kalla fólk inn úr sumarfríi.
27.07.2021 - 10:35
Á hendi yfirvalda hvort lík Johns Snorra verði sótt
Leitin að John Snorra Sigurjónssyni, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í hlíðum K2 bar árangur í gær þegar lík þeirra fundust. Í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra segir að nú sé það alfarið á hendi pakistanskra yfirvalda hvort reynt verði að ná líkum þeirra niður af fjallinu.
27.07.2021 - 08:31
Hertar landamærareglur tóku gildi á miðnætti
Á miðnætti tóku gildi nýjar og hertar reglur á landamærunum sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir viku.
Sextán ára gripinn við innbrot í gáma
Hinn langi armur laganna náði í nótt í skottið á 16 ára gömlum dreng eftir að tilkynnt hafði verið um grunsamlegar mannaferðir á byggingasvæði. Ungi maðurinn var gripinn glóðvolgur við að reyna að brjótast inn í gáma. Lögregla færði drenginn á lögreglustöð, hringdi í móður hans og ók honum síðan heim.
27.07.2021 - 06:54
Þurrt og bjart á suðvesturhorninu
Veðurmynstrið sem Íslendingar hafa vanist undanfarnar vikur hefur nú snúist við. Samkvæmt Hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar verður lengst af þurrt og bjart á suðvestanverðu landinu í dag en rigning og þokusúld á norðausturlandi þar sem veðrið hefur leikið við íbúa undanfarin mánuð eða svo.
27.07.2021 - 06:46
Hraunið rennur meira í austurátt og niður í Meradali
Töluverður gangur hefur verið í eldgosinu við Fagradalsfjall í kvöld og nótt, og það hefur sést afar vel frá höfuðborgarsvæðinu. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir virknina svipaða og verið hefur, hún liggi niðri í 7 - 13 tíma og svo gjósi álíka lengi á milli. Til að sjá, með augum leikmanns, virðist þó sem nokkur breyting hafi orðið á gosinu; að jafnvel glitti í tvo lítil gosop austur, niður og jafnvel norður af stóra gígnum.