Innlent

„Óþægileg óvissa að vita ekki hvar við erum í röðinni“
Ísak Sigurðsson, formaður FSMA, samtaka einstaklinga með sjúkdóminn SMA (Spinal Muscular Atrophy) og aðstandenda þeirra, segir ekki alveg ljóst hvort hópurinn tilheyri áhættuhópi þegar kemur að bólusetningu vegna COVID-19.
Þórólfur: Fáum okkar skammta frá Pfizer í næstu viku
15 prósent færri skammtar berast frá Pfizer til Evrópulanda næstu fjórar vikur. Þetta segir Richard Bergström, sem á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og hefur umsjón með dreifingu bóluefna frá Svíþjóð til Íslands og Noregs. Sóttvarnalæknir segir að Ísland fái þá 3.000 skammta sem áætlaðir höfðu verið í næstu viku. Ekki sé ljóst hvernig skert framleiðsla bitni á bólusetningu hér á landi næstu vikur.
Fær ekki að setja upp samlokusjálfsala á Akureyri
Tomasz Piotr Kujawski, sem á og rekur pylsuvagninn í Hafnarstræti á Akureyri, er afar ósáttur við bæjaryfirvöld eftir að skipulagsráð hafnaði beiðni hans um að setja upp samlokusjálfsala í bænum. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að fylla miðbæinn af sjálfsölum.
15.01.2021 - 13:47
Myndskeið
Bjarni segir að reglugerð snerti takmarkað viðfangsefni
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að skylda alla flugfarþega í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli sé afskaplega takmarkað viðfangsefni.
Mikilli rigningu spáð fyrir austan - staðan metin
Yfirvöld Almannavarna meta nú í samstarfi við Veðurstofuna hvort grípa þarf til sérstakra aðgerða á Seyðisfirði í ljósi mikillar rigningar sem þar er spáð í nótt og á morgun. Reiknað er með niðurstöðu fljótlega eftir hádegi.
15.01.2021 - 12:57
Viðtal
Guðmundur Felix vaknaður eftir handleggjaágræðslu
Guðmundur Felix Grétarsson er vaknaður eftir hálfs sólarhrings aðgerð þar sem græddir voru á hann handleggir og axlir. Eiginkona hans segir að þau hafi fengið símtal tveimur dögum fyrir aðgerðina um að hugsanlega væri handleggjagafi fundinn. Læknarnir séu afar ánægðir með hvernig aðgerðin tókst.
Myndskeið
Litakerfi tekið upp 1. maí, vel ígrundað segir Katrín
Frá og með 1. maí verða sóttvarnaaðgerðir á landamærunum byggðar á áhættumati Sóttvarnarstofnunar Evrópu þar sem ríki eru flokkuð í græn, appelsínugul, rauð og grá eftir stöðu faraldursins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli. Gangi áætlanir eftir verði bólusetningu viðkvæmustu hópanna lokið á þessum tíma.
„Þar gildir sama fyrir Jón og séra Jón“
Farsóttarnefnd Landspítala hefur fengið fjölmargar beiðnir frá ýmsum hópum innan spítalans um að þeir fái forgang í bólusetningu við kórónuveirunni. Forstjóri spítalans segir að ekki hafi verið orðið við slíkum beiðnum, virða verði þá forgangsröðun sem sett hafi verið fram sem byggi á því að þeir sem séu í mestri áhættu gangi fyrir.
Pfizer neyðist til að draga úr afhendingu bóluefnis
Lyfjaframleiðandinn Pfizer hefur neyðst til að draga aðeins úr framleiðslu á bóluefni og því fækkar þeim skömmtum sem Evrópulönd áttu að fá á næstunni. Þetta er rakið til breytinga á framleiðslunni og þegar þeim verður lokið áætlar fyrirtækið að það geti aukið framleiðsluna úr 1,3 milljörðum skammta í 2 milljarða skammta á ári. Breytingin bitnar væntanlega einnig á Íslandi.
Vilja stöðva fyrirhugað niðurrif bragga á Eskifirði
Hafin er söfnun undirskrifta gegn því að Sporðsbraggarnir svokölluðu á Eskifirði verði rifnir. Fjarðabyggð keypti húsin til niðurrifs á síðasta ári til að fá meira pláss á svæðinu. Húsin standa mjög nálægt þjóðvegi. Minjastofnun hefur málið til skoðunar.
15.01.2021 - 11:40
Morgunútvarpið
Segja veitingastaði geta gætt sóttvarna betur en búðir
Samtök fyrirtækja í veitingarekstri skora á stjórnvöld að bregðast við erfiðri stöðu veitingageirans tafarlaust áður en fleiri veitingastaðir gefast upp. Þau hvetja til meiri gagnsæis í sóttvarnaaðgerðum og að jafnræðis sé gætt. 
Fimm innanlandssmit greindust í gær
Fimm greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Fjórir voru í sóttkví. Tveir greindust með virkt smit við landamærin og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fimm sýnatökum.
Viðtal
Skólarúta og jeppi fóru út af veginum í hálku
Flughált er víða á landinu, þar á meðal á Biskupstungnabraut þar sem skólarúta og jeppi runnu út af veginum. Engin meiðsl urðu þó á fólki. Margir eru hins vegar í vandræðum með að komast leiðar sinnar.
15.01.2021 - 09:31
Alþjóðaflugfélög vinna að heilsupassa fyrir farþega
Alþjóðasamtök flugfélaga vinna nú að undirbúningi sérstaks alþjóðaheilsupassa fyrir fólk sem ferðast á milli landa, eða eftir atvikum innanlands, til að samræma aðgerðir vegna Covid-19. Reglur eru mjög misjafnar milli landa, það er að segja hvort fólk þurfi að framvísa vottorði, þurfi ekki að sýna fram á neitt eða megi ekki koma inn í landið. Ritstjóri Túrista.is segir reglur breytast mjög hratt víða um heim og það sé oft bagalegt fyrir flugfélögin og vellina, en ekki síst farþegana sjálfa.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Ríkisstjórnin ræðir aðgerðir á landamærunum
Á ríkisstjórnarfundi í dag verður rætt um heimildir til sóttvarnaaðgerða á landamærunum. Búast má við að í framhaldinu verði gefin út ný reglugerð þar að lútandi.
4x4 segir sig úr Landvernd vegna harðlínustefnu
Ferðaklúbburinn 4x4 hefur sagt sig úr Landvernd. Ástæðan er sögð stefna Landverndar sem að mati klúbbsins hefur gengið of langt í öllum sínum gjörðum og gengið þvert gegn hagsmunum Landverndar. Stefnan hafi undanfarin ár verið öfgakennd og markast af harðlínu og er stefna Landverndar um að loka skuli ökuleið um Vonarskarð sérstaklega tiltekin.
15.01.2021 - 06:47
Sunnan og slydduél. Gul viðvörun á Austfjörðum
Í dag er spáð sunnan 5-13 m/s, skúrum eða slydduéljum, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Gengur í austan 13-20 sunnanlands eftir hádegi með rigningu eða slyddu. Mun hægari vindur og lengst af þurrt á norðurhelmingi landsins. Norðaustan 10-18 í nótt og í fyrramálið. Talsverðri eða mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum aðfaranótt laugardags og þangað til síðdegis á morgun, dregur síðan úr úrkomu.
15.01.2021 - 06:34
Viðtal
Bíður enn eftir að sér finnist hún örugg
Kona á Flateyri segir þreytandi að bíða eftir að sér finnist hún örugg. Eitt ár er liðið frá því að snjóflóð féllu í Súgandafirði og Önundarfirði.
14.01.2021 - 23:42
Þrír í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásar í miðborginni
Þrír karlar á þrítugsaldri voru í kvöld í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í átta daga gæsluvarðhald, til 22. janúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í miðborg Reykjavíkur í nótt.
Myndskeið
Segir að taka þurfi mark á samfélaginu
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að taka þurfi mark á samfélaginu og að ákvörðun um breytingu á aldursviðmiði fyrir brjóstaskimun verður ekki tekin fyrr en að lokinni fullnægjandi umræðu. 35 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til ráðherra um að 40 ára aldursviðmið haldist óbreytt.
14.01.2021 - 22:37
Myndskeið
Faðir Guðmundar segir aðgerðina hafa gengið vel
Faðir Guðmundar Felix, sem varð í gær fyrstur í heiminum til að fá á sig grædda nýja handleggi og axlir, segir að aðgerðin hafi gengið vel, ekkert feilspor hafi verið tekið. Hann trúi varla enn tíðindunum.
14.01.2021 - 22:29
Vilja kalla saman þing á morgun og fjalla um sóttvarnir
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því við forseta Alþingis að þing verði kallað saman á morgun til þess að leggja fram frumvarp um tvöfalda skimun á landamærum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir þurfa að afgreiða nauðsynlegar lagabreytingar sem tryggja tvöfalda skimun á landamærum án réttar til valkvæðrar sóttkvíar.
14.01.2021 - 21:12
Viðtal
„Litla Ísland er ekki svo öruggt lengur“
Móðir drengs sem varð fyrir árás í Borgarholtsskóla í gær segir að efla þurfi öryggi nemenda í framhaldsskólum. Það snerti foreldrahjörtu illa að sjá myndbönd af ofbeldi í garð barnanna sinna. Hún vonar að þeir sem voru þar að verki fái aðstoð og komist á beinu brautina í sínu lífi.
14.01.2021 - 20:13
Myndskeið
„Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir“
Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir val um 14 daga sóttkví vera smugu á landamærunum. Fjölmörg dæmi séu um að fólk segist ætla í sóttkví en geri það svo ekki. Heilbrigðisráðherra hefur ekki fallist á tillögur sóttvarnalæknis um að fólk verði skikkað í skimun eða sóttkví í farsóttarhúsi. 
Myndskeið
Handleggir græddir á Guðmund Felix í Lyon
Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi skammt frá Hafravatni fyrir meira en tveimur áratugum, gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu í Lyon í gær þar sem græddar voru á hann tveir handleggir. Samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla er honum haldið sofandi á gjörgæsludeild. Þetta er sögð einstök aðgerð í sögu læknavísindanna.
14.01.2021 - 18:27