Innlent

Dómstólar nýta ekki fjarfundarbúnað sem skyldi
Ákærendafélag Íslands segir að dómstólar séu of illa búnir til að geta nýtt sér bráðabirgðaheimild til málsmeðferða í gegnum fjarfundarbúnað. Umsýsla dómstóla segir að tæknilausnir séu til staðar en að unnið sé að úrbótum.
Aðeins lítill hluti gæludýra borgarinnar skráður
Skráningar gæludýra í Reykjavík eru í óvissu og aðeins um 2.000 hundar eru skráðir í borginni. Líklegt er talið að um 9.000 hundar gangi um götur borgarinnar samkvæmt skýrslu stýrihóps um þjónustu við gæludýr sem lögð var fram í umhverfis og heilbrigðisráði í vikunni.
30.10.2020 - 07:04
Skiptast á skin og skúrir í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt á landinu í dag, 8 til 15 metrum á sekúndu. Hvassast verður á annesjum og rigning með köflum. Talsverð úrkoma verður fram eftir degi suðaustantil á landinu.
30.10.2020 - 06:10
Kostar 354 milljónir að gera við sögufrægan skóla
Borgarráð samþykkti í dag að kaupa hlut ríkisins í Vörðuskóla sem stendur við hlið Austurbæjarskóla. Skólinn var teiknaður af Guðjóni Samúelssyni en hefur staðið auður í eitt og hálft ár. Húsnæðið er 3.229 fermetrar með íþróttasal og búningsklefum og er kaupverðið um 260 milljónir. Viðgerðarkostnaður er hins vegar metinn á 354 milljónir.
29.10.2020 - 22:23
Myndskeið
Fresta um 110 valkvæðum aðgerðum hvern dag
Um og yfir 110 valkvæðum aðgerðum er frestað á dag hjá fjórum stærstu heilbrigðisfyrirtækjum og stofnunum landsins. Yfirlæknir hjartalækninga segir að ef þriðja bylgjan dregst á langinn lengist biðlistar samhliða.
Vél Icelandair lenti án heimildar eftir óhapp
Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú tvö atvik sem komu upp í Keflavík í október á síðasta ári. Þá rann sjúkraflugvél frá Bandaríkjunum út af flugbrautarenda og inn á öryggissvæði utan flugbrautarinnar. Þetta leiddi til þess að vélum var beint til Akureyrar. Flugstjóri vélar Icelandair, sem var að koma frá Seattle, lýsti hins vegar yfir neyðarástandi eftir 17 mínútna biðflug vegna eldsneytisstöðu og lenti án heimildar á annarri flugbraut.
29.10.2020 - 21:46
Myndskeið
Smitum fjölgar hratt á Norðurlandi eystra
Smitum á Norðurlandi eystra fjölgar hratt og tuttugu og fjögur ný smit hafa greinst þar tvo síðustu daga. Varðstjóri í aðgerðastjórn Almannavarna orðar það svo að menn séu nánast á hengifluginu. Heimsóknabann tekur gildi hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri á morgun.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Kvöldfréttir og Kastljós: Hertar aðgerðir vegna COVID
Ríkisstjórnin fjallar um nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á morgun en þar eru lagðar til hertar sóttvarnaaðgerðir. Ef það verður ekki gert dregur ekki úr fjölda smita fyrr en í febrúar á næsta ári, samkvæmt nýju spálíkani. Árásarmaður varð þremur að bana í hnífaárás í borginni Nice í Frakklandi í morgun. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. Hátt í 60 björgunarsveitamenn leituðu að göngumanni við erfiðar aðstæður í Lóni í nótt og í morgun. Maðurinn fannst heill á húfi.
29.10.2020 - 18:36
Skipulagðar skimanir meðal starfsmanna Landspítala
Vegna hópsýkingar á Landakoti hefur verið ákveðið að skima starfsmenn Landspítalans með skipulögðum hætti.
29.10.2020 - 18:15
Uppsagnir hjá Bláa lóninu í þriðja sinn vegna COVID
Bláa lónið hefur sagt upp 26 starfsmönnum frá og með næstu mánaðamótum. Lónið verður áfram lokað eins og það hefur verið frá því snemma í þessum mánuði, en stefnt er að því að hafa opið um helgar í desember.
29.10.2020 - 17:52
Árangur gæti náðst fyrir fyrsta sunnudag í aðventu
Smitstuðullinn utan sóttkvíar er nú 2,1 og hefur mikil dreifing á veirunni og stór hópsmit og lítil í mörgum klösum sett strik í reikninginn. Þetta kemur fram í nýju spálíkani Háskóla Íslands. Samkvæmt finnsku spálíkani dregst faraldurinn á langinn miðað við núverandi aðgerðir og að það fari ekki að draga úr fjölda smita fyrr en í febrúar á næsta ári. Með svokölluðu „lockdown“ spáir finnska líkanið því að faraldurinn gengi niður og að smit yrðu undir 20 á dag um miðjan desember.
Landsbankinn hagnaðist um fjóra milljarða
Landsbankinn hagnaðist um fjóra milljarða á þriðja ársfjórðungi og nemur hagnaður bankans um 700 milljónum fyrstu níu mánuði þessa árs. Á þriðja ársfjórðungi í fyrra nam hagnaðurinn 3,2 milljörðum.
29.10.2020 - 17:21
Icelandair gert að greiða bætur fyrir aflýst flug
Samgöngustofa kvað upp úrskurð þess efnis í fyrradag að Icelandair skyldi greiða vissum viðskiptavinum sínum 400 evrur í bætur vegna flugs sem var aflýst. Icelandair hafnaði kröfunni þar sem aðstæður hefðu verið óviðráðanlegar vegna faraldursins.
29.10.2020 - 17:10
Auðskilið mál
Tvær hópuppsagnir um mánaðamótin
Tvær hópuppsagnir taka gildi núna um mánaðamótin. Í annarri uppsögninni missa 35 manns vinnuna og 36 í hinni.
29.10.2020 - 17:05
Spegillinn
Nær öll fíkniefnaviðskipti fara fram með snjallforriti
Í nýrri rannsókn á íslenska fíkniefnamarkaðinum kemur fram að auðvelt er að selja og nálgast vímuefni með því að nota snjallforrit. Þar kemur einnig fram að seljendur óttast ekki mikið afskipti lögreglu. Ágóðinn af sölunni vegi þyngra en afleiðingarnar. Félagsfræðingur sem gerði rannsóknina segir að um háar peningaupphæðir sé að ræða á íslenska fíkniefnamarkaðinum.
29.10.2020 - 17:00
Tímabært að leggja Jafnréttisráð niður
Tímabært er að leggja Jafnréttisráð niður og finna vinnu þess annan farveg. Þetta er mat Samtaka atvinnulífsins sem kemur fram í umsögn þeirra um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Enn meiri áhersla lögð á símtöl og rafræn samskipti
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins bíður átekta eftir því hvort sóttvarnaaðgerðir verði hertar. Stjórnendur hafa farið yfir stöðuna í dag og í gær hvort setja þurfi sérstakar vinnureglur vegna ástandsins, en enn meiri áhersla verður nú lögð á símtöl og rafræn samskipti við skjólstæðinga.
Auðskilið mál
Þórólfur hvetur til að aðgerðir verði hertar
Ekki er hægt að slaka á sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
29.10.2020 - 16:30
Gæti kynnt aðgerðir á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun
Stefnt er að því að heilbrigðisráðherra geti lagt eitthvað fram til kynningar á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun varðandi hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, kom síðdegis í dag í heilbrigðisráðuneytið.
Auðskilið mál
Grunur um fjárdrátt í Skálatúni
Starfsmaður Skálatúns í Mosfellsbæ er grunaður um að hafa tekið peninga úr rekstri heimilsins. Starfsmaðurinn var launafulltrúi og bókari í Skálatúni.
29.10.2020 - 15:55
Þrjár stórar hópsýkingar í rakningu—ein á Akureyri
Smitrakningateymi almannavarna er nú að rekja þrjár hópsýkingar sem hafa komið upp síðustu daga í þriðju bylgju faraldursins. Þetta er hópsmitið á Landakoti, hjá nemendum og starfsmönnum Ölduselsskóla og á Akureyri en smitrakningateymið hefur flokkað smitin þar sem eina hópsýkingu.
29.10.2020 - 15:31
Rúmlega 70 missa vinnuna í tveimur hópuppsögnum
Vinnumálastofnun hefur borist tilkynningar um tvær hópuppsagnir sem taka eiga gildi núna um mánaðamótin. Annars vegar er um að ræða fyrirtæki í veitingageiranum og hins vegar fyrirtæki í verslunarrekstri.
„Setja okkur í stórhættu með aksturslagi sínu“
Tuttugu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur undanfarna þrjá daga í nágrenni vinnusvæðis við Héraðsvatnabrú. Þar af hafa átta misst ökuréttindi. Verktakinn á svæðinu segir ökumenn sýna starfsmönnum litla virðingu.
29.10.2020 - 15:15
Vertar sigta út Kára fyrir ummæli hans um veitingastaði
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði segja að aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins hafi gert það að verkum að rekstrarforsendur þeirra séu algjörlega brostnar. Þá hafi fólk verið hvatt til að forðast þessa staði og nefna samtökin þar Kára Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sérstaklega í því samhengi. Hann hafi ítrekað mælst til þess í fjölmiðlum að veitingahúsum verði lokað til að forðast útbreiðslu.
Grunur um fjárdrátt í Skálatúni
Starfsmaður Skálatúns í Mosfellsbæ er grunaður um að hafa dregið sér fé úr rekstri heimilsins. Starfsmaðurinn starfaði sem launafulltrúi og bókari á heimilinu. Grunur um fjárdrátt kviknaði í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar í sumar.
29.10.2020 - 14:34