Innlent

„Ég er orðinn eins og hrópandinn í eyðimörkinni“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir erfitt að segja til um hver áhrif breyttra sóttvarnareglna verða. Til skoðunar er að slaka á reglum um sóttkví á næstunni.
19.10.2021 - 17:04
Samkomulag við Breta eykur líkur námsmanna á styrkjum
Samkomulag sem utanríkisráðherra gerði við bresk stjórnvöld í sumar eykur möguleika íslenskra námsmanna á að fá styrki til náms þar í landi. Íslenskir háskólanemar í Bretlandi segja stöðu sína þunga vegna hárra skólagjalda.
Myndskeið
Segist ekki sjá neitt ástand vegna COVID á sjúkrahúsinu
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kveðst ekki sjá neitt ástand sem skýrist af kórónuveirufaraldrinum á Landspítalanum. Hann kveðst hins vegar fagna þeirri góðu stöðu sem Ísland er komið í. Í dag var tilkynnt um afléttingu allra sóttvarnaaðgerða í skrefum næstu fjórar vikur.
Mannlegi þátturinn
„Að sumu leyti hefur Andri orðið daprari“
Samband Ólafs Darra Ólafssonar við lögreglumanninn Andra Ólafsson er orðið langt. Leikarinn bregður sér á ný í hlutverkið í þriðju þáttaröð Ófærðar og segist kunna vel við sig í sporum hans.
19.10.2021 - 16:07
Hárgreiðslufólk fagnar — „Þetta var svona Vúhú! móment“
Meðal breytinga á sóttvarnareglum sem taka gildi á miðnætti er afnám grímuskyldu. Því fagna vafalítið margir en fáir líklega jafn mikið og hárgreiðslufólk sem hefur þurft að bera grímu við störf sín nær linnulaust frá því að faraldur hófst.
19.10.2021 - 16:01
ASÍ höfðar mál gegn SA vegna Ólafar Helgu og Icelandair
Stefna Alþýðusambands Íslands gegn Samtökum atvinnulífsins vegna uppsagnar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns Eflingar hjá Icelandair, var þingfest í Félagsdómi í dag. ASÍ krefst þess að viðurkennt verði með dómi að uppsögnin feli í sér brot gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og sé því ólögmæt, Icelandair verði sektað og SA greiði málskostnað.
19.10.2021 - 15:49
Innlent · Félagsdómur · Icelandair · SA · ASÍ
Kona dæmd fyrir kynferðisbrot gagnvart samstarfskonu
Kona hlaut nýverið tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart samstarfskonu á hótelherbergi í Reykjavík þar sem þær voru saman í vinnuferð. Héraðsdómur Reykjavíkur gerði konunni jafnframt að greiða 450 þúsund krónur í miskabætur. Konurnar voru saman í vinnuferð í Reykjavík ásamt fimm öðrum konum.
Vinna hafin við að breyta Adam & Evu í leikskóla
Framkvæmdir við nýjan sex deilda leikskóla við Kleppsveg 150 til 152 í Reykjavík eru hafnar. Þar var áður arkitektastofa og kynlífstækjabúðin Adam & Eva.
19.10.2021 - 15:45
Pfizer gæti fengið leyfi fyrir yngri börn í desember
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hefur hafist handa við að meta umsókn sem varðar notkun COVID-19 bóluefnis Pfizer og BioNTech hjá börnum 5-11 ára. Nefndin metur gögn sem berast úr klínískri rannsókn sem nú stendur yfir í þessum aldurshópi.
19.10.2021 - 14:44
Tekjur af fiskeldi aldrei jafnmiklar og í fyrra
Tekjur af fiskeldi hafa hafa aldrei verið eins miklar og í fyrra, eða um 33,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Deloitte um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja árið 2020.
19.10.2021 - 14:30
Bætist í hóp Afgana hér á landi á næstunni
Aðeins hluti þeirra 90 til 120 Afgana sem ríkisstjórnin ákvað að veita hæli í kjölfar valdatöku Talibana í ágúst hefur komist til landsins. Nú er þess vænst að fleiri bætist í hópinn fljótlega.
Áhugi í Vogum fyrir sameiningu
Nokkurn áhuga mátti greina á íbúafundi í sveitarfélaginu Vogum á að hefja sameiningaviðræður við annað sveitarfélag. Grindavík er það sveitarfélag sem fékk flest atkvæði en einnig var töluverður áhugi á Suðurnesjabæ. Rúmlega þrettán hundruð eru búsett í Vogum.
„Hvar hefur þjóðaröryggisráð verið síðastliðin 2 ár?“
Stjórnarandstaðan krefst þess að ítarlegri umræða verði um fyrirhugaða sölu á dótturfyrirtæki Símans, Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Formaður Viðreisnar hefur óskað eftir að forsætisráðherra hitti formenn allra flokka til að ræða málið. Hún furðar sig á að ríkisstjórnin og þjóðaröryggisráð hafi ekki verið búin að bregðast fyrr við fyrirhugaðri sölu á fyrirtækinu. „Og ég spyr einfaldlega: hvar er Þjóðaröryggisráð búið að vera síðastliðin tvö ár?,“ spyr Þorgerður Katrín.
19.10.2021 - 13:35
Taldi sér skylt samkvæmt lögum að aflétta aðgerðum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir í minnisblaði sem hún kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að þótt aflétting allra takmarkana í sumar hafi leitt til stærstu bylgju kórónuveirufaraldursins væri henni skylt samkvæmt sóttvarnalögum að leitast í sífellu við að aflétta gildandi sóttvarnaráðstöfunum í samræmi við þróun farladursins.
Áfram landris við Öskju þó hægt hafi á risinu
Landris heldur áfram við Öskju og nemur nú 15 sentimetrum. Sér­fræðing­ur á sviði jarðskorpu­hreyf­inga á Veðurstofunni segir margt benda til að hægt hafi á risinu.
19.10.2021 - 13:08
Gagnrýni
Ómöguleiki lífs þar sem svo margt rekst á
Hryllingur stríðs verður ljóslifandi í bók Khaleds Khalifa, Dauðinn er barningur, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. „Fegurðin liggur í óskapnaðinum að einhverju leyti, í andstæðum hins mennska og ómennska sem eru dregnar sterkum dráttum.“
Skólp grófhreinsað meðan á viðgerð stendur
Viðgerð á safnlögn í hreinistöð fyrir skólp við Ánanaust hefst á morgun og búist er við að hún taki um þrjár vikur. Ætla má að magn kólígerla í fjörum aukist umfram viðmiðunarmörk meðan á viðgerðinni stendur.
19.10.2021 - 12:38
Arðgreiðslur í sjávarútvegi tvöfölduðust milli ára
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu tuttugu og einn og hálfan milljarð króna í arðgreiðslur í fyrra, sem tvöfölduðust frá árinu á undan. Þetta kemur fram í samantekt Deloitte sem var kynnt á Sjávarútvegsdeginum í morgun.
Innflytjendur 15,5% mannfjöldans á Íslandi
Innflytjendum heldur áfram að fjölga á Íslandi en þeir voru fimmtán og hálft prósent mannfjöldans um síðustu áramót. Það hlutfall fer í 17,1% sé önnur kynslóð innflytjenda talin með. Pólverjar eru líkt og undanfarin ár fjölmennastir í hópi þeirra sem hingað hafa flust.
Gular viðvaranir, hvassviðri og úrkoma í kortunum
Gular viðvaranir, hvassviðri og úrkoma einkenna veðurkortin í dag. Vetrarfærð er víða á fjallvegum um landið vestan-, norðan- og austanvert og aðstæður vara­sam­ar öku­tækj­um sem taka á sig mik­inn vind.
19.10.2021 - 11:34
Gylfi Þór laus gegn tryggingu til 16. janúar
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu til 16. janúar. Hann hefur verið laus gegn tryggingu eftir að hafa verið handtekinn um miðjan júlí vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni.
19.10.2021 - 11:02
Ísland efst í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu
Íslenska lífeyriskerfið er í fyrsta sæti samkvæmt alþjóðlegri lífeyrisvístölu Mercer - CFA Institute. Lífeyrisvísitalan er gefin út árlega og byggist á heildareinkunn út frá ýmsum þáttum lífeyriskerfsins.
19.10.2021 - 10:52
Hraðamyndavélar teknar í notkun við Hörgárbraut
Nýjar stafrænar hraðamyndavélar voru teknar í notkun nærri ljósastýrðri gangbraut við Hörgárbraut á Akureyri í morgun. Uppsetning þeirra er hluti af umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og er ætlað að draga úr brotum og slysum á brautinni.
Nefndarmenn fylgjast með talningu á ónotuðum seðlum
Þrír nefndarmenn undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa eru komnir til Borgarness þar sem þeir fylgjast með fulltrúum frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis og sýslumanninum á Vesturlandi telja ónotaða atkvæðaseðla frá því í Alþingiskosningunum.
80 smit greindust í gær - helmingur utan sóttkvíar
80 greindust með kórónuveiruna í gær, þar af var tæplega helmingur utan sóttkvíar. Ekki hafa jafn mörg smit greinst á einum degi síðan í lok ágúst. Staðan á Landspítalanum er óbreytt; sjö liggja inni en enginn þeirra er á gjörgæslu.