Innlent

Vilja gera spennutrylli með Julianne Moore á Íslandi
Óskarsverðlaunahafinn Julianne Moore og Sandra Oh, stjarnan úr sjónvarpsþáttunum Killing Eve, eiga að leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Stone Mattress sem byggð er á smásögu Margret Atwood, höfundi The Handmaid's Tale. Tökur eiga að hefjast hér á landi og á Grænlandi í september.
19.05.2022 - 10:11
Myndband
Menguðum jarðvegi sturtað í fjöruna á Fáskrúðsfirði
Menguðum jarðvegi er sturtað í sjóinn við leirurnar í Fáskrúðsfirði og hefur verið gert í nokkurn tíma með vitund Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits. Umhverfisstjóri Fjarðabyggðar segir að nú sé mælirinn fullur enda geti plast og olíublautt malbik skaðað viðkvæmt lífríkið.
19.05.2022 - 09:58
Skapalón
„Því miður þótti þetta ekki nógu gott"
Hönnun skiptir máli. Það er ekki sama hvernig hlutir líta út og að greina á milli þess sem er flott og þess sem er ekki flott getur verið vandasamt. Logi Pedro Stefánsson, stjórnandi þáttanna Skapalón og fyrrverandi liðsmaður hljómsveitarinnar Retro Stefson, veit þetta vel.
19.05.2022 - 09:53
Slúður og afbrýðissemi sögð kveikjan að skotárás
Maðurinn, sem var dæmdur í 8 ára fangelsi vegna skotárásarinnar á Egilsstöðum í ágúst á síðasta ári, ætlaði að ganga í hjónaband með sambýliskonu sinni þremur dögum eftir skotárásina. Rannsóknargögn og matsgerðir vörpuðu ljósi á að hann hefði verið ósáttur, stressaður og afbrýðisamur vegna samskipta sambýliskonunnar við fyrrverandi eiginmann sinn og barnsföður. Slúður um að hann hefði ógnað mági sínum með skammbyssu gerði útslagið.
19.05.2022 - 09:51
Tekur undir gagnrýni Breka á bankakerfið
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, tekur heilshugar undir gagnrýni Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakanna, sem birtist í viðtali í Fréttablaðinu, um að engin samkeppni ríki meðal íslensku bankanna varðandi notkun kreditkorta erlendis og að fákeppnin bitni á korthöfum. Þetta kom fram í samtali Þórólfs við Morgunútvarp Rásar 2.
19.05.2022 - 09:14
Ölvaður strípalingur í Laugardal
Laust fyrir klukkan 18 í gær var karlmaður handtekinn í Laugardalnum eftir að hafa berað sig. Viðkomandi var í mjög slæmu ástandi sökum ölvunar og vímuástands, svo slæmu að ekki reyndist unnt að ræða við hann á vettvangi. Er hann því enn í haldi lögreglu og reynt verður að ræða við hann ef víman er runnin af honum í morgunsárið. Að yfirheyrslu lokinni mun lögregla kanna hvort beita þurfi frekari þvingunarúrræðum vegna háttsemi mannsins.
19.05.2022 - 07:20
Væta í flestum landshlutum
Reikna má með austlægri átt 5 til 13 metrar á sekúndu og skúrum í flestum landshlutum, en samfelldari rigningu suðausturlands, í dag. Hiti verður 6 til 15 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.
19.05.2022 - 06:56
Rúm 6% ungmenna ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun
Áætlað er að um 2.500 íslensk ungmenni á aldrinum 16 til 24 ára hafi ekki stundað atvinnu, nám eða starfsþjálfun á síðasta ári. Það jafngildir um 6,3 prósentum allra innan þess aldurshóps.
19.05.2022 - 05:40
Hefja formlegar viðræður um samstarf á Akureyri
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Miðflokks á Akureyri sammæltust um að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta á fundi í kvöld. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
18.05.2022 - 23:02
„Gjörbætir möguleika þeirra sem glíma við ófrjósemi“
Nýju frumvarpi er ætlað að auðvelda fólki sem vill eignast barn að leita sér leiða, glími það við frjósemisvanda. Fyrsti flutningsmaður þess segir það auka umtalsvert möguleika þeirra sem þrá að eignast barn. Samkvæmt lögum um tæknifrjóvganir í dag er gerð krafa um hjónaband, eða sambúðarskráningu þeirra sem eiga, og vilja nýta fósturvísa,-ella er þeim eytt. Sérfræðingur í ófrjósemi segir eftirspurn eftir kynfrumum og fósturvísum mikla og sívaxandi.
18.05.2022 - 22:26
Verð á íslenskum fiski í Bretlandi í hæstu hæðum
Verð á íslenskum þorski og ýsu í Bretlandi er nú hærra en nokkru sinni hefur sést og hefur tvöfaldast á skömmum tíma. Verðhækkunin er vegna banns á innflutningi frá Rússlandi.
18.05.2022 - 22:00
Sjónvarpsfrétt
Jafningjamatsforrit sé liður í að bæta frammistöðumat
Forstöðumaður starfsmanna í farþegarými flugvéla Icelandair segir smáforrit sem byggist á jafningjamati verða nýtt til frambúðar og telur að það verði jákvætt þegar upp verður staðið.
18.05.2022 - 20:15
Sjónvarpsfrétt
Jarðskjálftar í þúsundavís á Reykjanesskaga
Vísindaráð segir ennþá hættu á jarðskjálfta upp á sex komma fimm sem hefði veruleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Sjónum er nú þó einkum beint að Grindavík og Svartsengi þar sem landris, kvikuinnskot og þúsindir jarðskjálfta valda ugg. Forstöðumaður hjá HS Orku í Svartsengi segir starfsfólk ekki sérlega áhyggjufullt núna enda áætlanir til reiðu. 
Sjónvarpsfrétt
Lífsbjargandi nefúði markar tímamót í skaðaminnkun
Nefúði sem getur komið í veg fyrir dauðsföll vegna lyfjamisnotkunar er nú aðgengilegur vímuefnanotendum þeim að kostnaðarlausu. Kristín Davíðsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum, segir þjónustuna marka tímamót. 
18.05.2022 - 18:55
Minjasafnið á Akureyri hlaut Íslensku safnaverðlaunin
Minjasafnið á Akureyri hlaut í dag Íslensku safnaverðlaunin 2022, sem afhent voru nú síðdegis. Fimm söfn voru tilnefnd til verðlaunanna í ár.
18.05.2022 - 18:22
Kvikugangur að myndast við Þorbjörn
Aukin kvikusöfnun hefur verið skammt norðvestan Þorbjarnar og þar mælist nú töluvert meiri þensla en um mánaðamót. Samkvæmt GPS mælingum og gervihnattamyndum er kvikusöfnunin mjög áþekk því sem var í hitteðfyrra og veldur hún umtalsverðri jarðskjálftavirkni.
18.05.2022 - 18:08
Telur skipta máli að Samfylkingin leiði í borginni
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur skipta afar miklu máli að Samfylkingin leiði borgina áfram ásamt Pírötum, Viðreisn og sennilega Framsóknarflokki sem sigurvegara kosninga.
Heimild til bólusetningar barna staðfest
Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru konu sem kærði synjun Embættis landlæknis, um að barn hennar yrði ekki bólusett gegn Covid-19.
Veislan
„Þetta smakkast eins og eitthvað allt annað"
Smurbrauð að dönskum sið er í grunninn bara brauð með einhverju ofan á. Rækjur, egg, sítrónumajónes og vel valdar jurtir eru settar ofan á litla brauðsneið en útkoman getur orðið stórfengleg. Þessu og fleiru kynntist Dóri DNA í fjórða þætti Veislunnar.
18.05.2022 - 15:48
Líkfundur við Eiðsgranda
Lík fannst við Eiðsgranda í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að lík hafi fundist og segir að rannsókn lögreglu sé hafin, en ekki sé hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu.
Meirihlutaviðræður hafnar í nýjum sveitarfélögum
Á fyrsta sinn var kosið í tveimur nýjum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra á laugardaginn. Í báðum sveitarfélögum eiga B- og D- listar í meirihlutaviðræðum.
B- og D-listi ræða saman í Húnaþingi vestra
Fulltrúar B og D-lista eru komnir vel á veg í formlegum viðræðum um meirihlutasamstarf í Húnaþingi vestra. D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra bauð ekki fram í kosningunum 2018.
Ekkert saknæmt við eldsupptök í Auðbrekku
Íkveikja var ekki upptök eldsvoða í ósamþykktri íbúð í Auðbrekku í Kópavogi. Þetta leiddi rannsókn lögreglu á eldsvoðanum í ljós. Rannsókn eldsvoðans, sem varð í byrjun febrúar, er nú lokið og er komið á borð ákærusviðs.
Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna sameinast
Blaðamannafélag Íslands og félagar í Félagi fréttamanna, stéttarfélagi fréttamanna á Ríkisútvarpinu, hafa samþykkt að sameina félögin undir merkjum Blaðamannafélags Íslands.
Árný Margrét kemur fram á Newport Folk Festival
Söngkonan unga Árný Margrét mun troða upp á Newport-tónlistarhátíðinni í Rhode Island-ríki í júlí. Hátiðin er ein sú nafntogaðasta í tónlistarheiminum. Þetta er í fyrsta sinn sem Árný Margrét er bókuð á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum.
18.05.2022 - 13:51