Innlent

Íbúinn ekki með kórónuveirusmit
Ekki reyndist um kórónuveirusmit að ræða hjá íbúa á Hrafnistu. Greint var frá því fyrr í dag að sterkur grunur hefði vaknað um COVID-19 smit hjá einum íbúanna sem veiktist og hafði verið fluttur á Landspítalann.
08.08.2020 - 16:26
Herða heimsóknarreglur á Droplaugarstöðum
Heimsóknarreglur verða hertar á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum frá og með mánudeginum. Reglurnar sem nú gilda miða við eina heimsókn á dag. Í tilkynningu frá Droplaugarstöðum segir að samkvæmt hertari reglum verði heimsóknir takmarkaðir við einn náinn aðstandanda. Sá þarf sjálfur að vera í nokkurs konar sóttkví utan þess að koma í heimsókn á Droplaugarstaði.
08.08.2020 - 16:10
Nafn mannsins sem lést í slysi í Reyðarfirði
Maðurinn sem lést er sexhjól sem hann ók valt í Reyðarfirði á föstudag hét Andrés Elisson. Andrés var fæddur árið 1957 og búsettur á Eskifirði.
08.08.2020 - 15:37
Tvö smitanna tengjast hópsýkingu í Eyjum
Tveir þeirra sem greindust með virkt kórónuveirusmit í gær tengjast hópsýkingu í Vestmannaeyjum. Alma Möller landlæknir greindi frá þessu á upplýsingafundi almannavarna í dag.
08.08.2020 - 14:41
Sterkur grunur um COVID-smit á Hrafnistu
Íbúar á tveimur hjúkrunardeildum Hrafnistu í Laugarási hafa verið settir í sóttkví vegna gruns um kórónuveirusmit hjá einum íbúanna. María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri Hrafnistu, segir að ákveðið hafi verið að setja deildirnar Sólteig og Mánateig í sóttkví eftir að grunurinn vaknaði í hádeginu í dag.
08.08.2020 - 14:39
Þórdís Kolbrún: Rétt að hleypa ferðamönnum inn
Ferðamálaráðherra segir að rétt hafi verið að opna fyrir flæði erlenda ferðamanna til landsins. Góð innlend eftirspurn í ferðaþjónustu sé ekki sjálfbær þar sem hún komi að hluta úr sameiginlegum sjóðum. 
Í BEINNI
Upplýsingafundur almannavarna: Beint streymi
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Alma Möller, landlæknir, fara yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. Gestur fundarins verður Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga.
08.08.2020 - 13:53
Vikulokin
„Vissum ekki það sem við vitum núna“
Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir að miðað við núverandi stöðu þekkingar á kórónuveirunni sé óhætt að mæla með grímunotkun fyrir almenning ef ekki er hægt að gæta fjarlægðatakmarkana. Hún segir jafnframt að falskt öryggi hafi hugsanlega verið fólgið í landamæraskimun.
08.08.2020 - 12:51
Vill að hagfræðin taki meira mið af raunveruleikanum
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar vísar því á bug að greinin hafi beitt þrýstingi til að opna landið fyrir ferðamönnum. Málið snúist um sóttvarnir og efnahagslegar afleðingar vegna COVID og sóttvarnir hafi ráðið ferðinni. Hann telur að hagfræðin þyrfti stundum að taka aðeins meira mið af raunveruleikanum.
08.08.2020 - 12:42
Tífalt fleiri Íslendingar heimsóttu Ásbyrgi
Gestir í Ásbyrgi voru helmingi fleiri í sumar en í fyrra og Íslendingar voru tífalt fleiri að sögn Magnúsar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðar.
08.08.2020 - 12:32
Fjárhagslegri endurskipulagningu ekki lokið
Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair er enn í gangi. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við fréttastofu.
Þrjú innanlandssmit greindust í gær
Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Tvö virk smit greindust við landamærin og beðið er eftir mótefnamælingu tveggja jákvæðra sýna. Einstaklingum í sóttkví fjölgaði um 32 milli daga - í gær voru þeir 914 en í dag 946. Flestir þeirra sem eru í sóttkví eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Einn er á gjörgæslu vegna kórónuveirusýkingar.
08.08.2020 - 11:11
Ekki í myndinni að framhaldsskólar fái undanþágu
Ekki kemur til greina að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis að veita framhaldsskólum samskonar undanþágu fyrir skólahaldi og leikskólar og grunnskólar hafa fengið.
08.08.2020 - 10:50
Lægð nálgast úr suðri
Hæg suðvestanátt er á landinu í dag og skýjað, en úrkomulítið og milt í veðri. Helstar eru líkurnar á að sólin nái að skína á Austurlandi seinni partinn, þar sem hiti getur náð 18 stigum.
08.08.2020 - 08:00
Líkamsárás í Skeifunni
Tilkynnt var um líkamsárás í Skeifunni á fyrsta tímanum í nótt. Þar höfðu þrír veist að ungum manni, rænt síma hans og greiðslukorti áður en þeir hurfu af vettvangi.
Skjálfti upp á 4,6 skammt norður af Eyjafirði
Snarpur jarðskjálfti, 4,6 að stærð, varð skammt norð-norðvestur af Gjögurtá út af Eyjafirði klukkan sautján mínútur í fjögur í nótt. Íbúar við Eyjafjörð og á Tröllaskaga fundu rækilega fyrir skjálftanum, og í Skíðadal fann fólk líka vel fyrir öflugum eftirskjálfta á sömu slóðum tíu mínútum síðar. Sá reyndist 3,7 að stærð. Rúmlega 40 smáskjálftar fylgdu í kjölfar þeirra stóru.
08.08.2020 - 04:12
Stefnt að því að hefja allt skólahald á tilsettum tíma
Stefnt er að því að allt skólahald hefjist á tilsettum tíma, þrátt fyrir nýja bylgju faraldursins. Menntamálaráðherra hefur falið skólastjórnendum að útfæra starfsemina í samræmi við sóttvarnarreglur. Áhersla verður lögð á að kennsla raskist sem minnst. 
07.08.2020 - 21:05
Lögreglan lýsir eftir 21 árs konu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Önnu Sigrúnu Birgisdóttur, 21 árs. Anna er til heimilis í Reykjavík. Hún er 170 sentimetrar á hæð, með ljóst axlarsítt hár og brún augu. Hún er klædd í svartar íþróttabuxur, bleikan „bolakjól“ og ljósa peysu.
07.08.2020 - 21:03
Opnun landamæra stefndi almannagæðum og efnahag í hættu
„Það er ekki rétt að það hafi verið nauðsynlegt fyrir efnahagslífið að opna fyrir flæði ferðamanna,“ skrifar Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, í grein sem birtist í Vísbendingu í dag. Greinin ber yfirskriftina „Voru gerð mistök í sumar?“ og þar færir Gylfi rök fyrir því að stjórnvöld hafi gert mistök með því að „opna“ landið fyrir ferðamönnum.  
Maðurinn er kominn í leitirnar
Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í dag er kominn í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni sem barst á níunda tímanum.
07.08.2020 - 20:50
Myndskeið
Starfsmaður Landsnets gleðst yfir að vera heill heilsu
Starfsmaður Landsnets sem var inni í tengivirkinu á Rangárvöllum þegar skammhlaup varð þar á miðvikudaginn slapp ómeiddur. Hann segist ekki vera reiður þótt mannleg mistök hafi verið gerð, einungis glaður yfir að vera heill.
07.08.2020 - 20:46
Myndskeið
„Eigum eftir að sjá ýmislegt áður en vikan er liðin“
Kórónuveirufaraldurinn er skollinn á að nýju, segja almannavarnir. Sautján greindust með COVID hér á landi í gær og einn er alvarlega veikur í öndunarvél. Hann er rúmlega þrítugur. Sóttvarnalæknir segir það ráðast um helgina hvort það þurfi að herða sóttvarnaraðgerðir. Hann segir það geta tekið lengri tíma að ná tökum á faraldrinum núna en í vor.
07.08.2020 - 20:08
Myndskeið
Aukningin er verulegt áhyggjuefni, segir Katrín
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aukningu smita vera verulegt áhyggjuefni og að líklega hafi allir orðið fyrir nokkrum vonbrigðum þegar samkomutakmarkanir voru hertar.
07.08.2020 - 18:50
Viðtöl
20 ár frá Skerjafjarðarslysinu: „Alltaf erfiður dagur“
Tuttugu ár eru í dag frá mannskæðu flugslysi í Skerjafirði sem kostaði sex mannslíf. Kona sem missti son sinn í slysinu segist á hverju ári finna til með foreldrum sem bíða eftir að börnin þeirra skili sér heim eftir verslunarmannahelgi. 
07.08.2020 - 18:39
Tónleikarnir fara fram snemma í haust
Tilkynnt hefur verið um nýjar dagsetningar þrennra tónleika Bjarkar sem upphaflega áttu að fara fram í sumar. Þeim var frestað vegna hertra samkomutakmarkana.
07.08.2020 - 18:09