Innlent

Krefjast ógildingar á úrskurði kærunefndar
Mál nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore gegn íslenska ríkinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Krafist er ógildingar á úrskurði kærunefndar útlendingamála sem staðfesti ákvörðun Útlendingamálastofnunar þess efnis að synja honum um alþjóðlega vernd fyrr í mánuðinum.
Auglýsa íslandsferðir með eldgosi á Times Square
Flennistór auglýsing Icelandair í New York hefur vakið mikla athygli. Hún þekur um níu hæðir húshorns á Times Square í New York og sýnir eldgosið í Geldingadölum í öllu sínu veldi.
20.04.2021 - 14:38
Ísland er eftirbátur annarra norrænna landa
Ísland er eftirbátur hinna norrænu landanna á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum. Í 130 ríkjum er fjölmiðlafrelsi annað hvort ekkert eða verulega skert.
20.04.2021 - 14:38
Umsvif lífeyrissjóða kalli á auknar kröfur
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að samþjöppun lífeyrissjóða á markaði sé orðin alltof mikil og það stefni í vandræði. Það kunni ekki góðri lukku að stýra að sömu aðilar eigi hluti í öllum helstu fjármálafyrirtækjum landsins.
Okkar að tryggja að stofnanir fari að lögum
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjallaði í morgun um skýrslu Ríkisendurskoðunar um fall WOW air í mars 2019 og hefur trúnaði um efni skýrslunnar verið aflétt. Þar eru gerðar margvíslegar athugasemdir við verklag Samgöngustofu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að Samgöngustofa hafi ekki sinnt fjárhagslegu eftirliti nægilega vel og fyrst vakin athygli á því 2017. Þetta sé hluti þeirrar ástæðu að ákveðið var að auglýsa starf forstjóra 2019.
20.04.2021 - 13:04
Gátu ekki tekið sýni úr dauðu gæsunum
Dánarorsök um 50 heiðagæsa sem fundust við Hvalnes í Lóni og í Suðurfjörum um helgina er óþekkt. Ekki var nægilegt hold á hræjunum til skimunar fyrir fuglaflensu.
Um 69 prósent færri gistinætur en í fyrra
Áætlaðar gistinætur á hótelum í síðasta mánuði voru um 54 þúsund. Það er fækkun um 69 prósent samanborið við mars í fyrra þegar gistinætur voru rúmlega 174 þúsund. Þetta kemur fram í nýjum skammtímahagvísi Hagstofu Íslands fyrir ferðaþjónustuna.
20.04.2021 - 12:44
Með hönd á byssunni en ekki búinn að draga hana upp
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ávallt viðbúinn að grípa til harðari aðgerða í sóttvörnum en öll smit gærdagsins tengjast leikskólanum Jörfa. Yfir fjögurþúsund sýni voru tekin í gær sem er með því mesta sem verið hefur en 21 greindist með COVID-19.   
Segir mannkynið standa á brúnum hyldýpis
Loftslagsváin stigmagnaðist á síðasta ári. Þrátt fyrir færri ferðalög og minni umferð dró ekkert úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna.
20.04.2021 - 12:21
„Það er mjög stór Pfizer dagur í dag"
Rúmlega tólf þúsund manns manns fá bólusetningu í þessari viku með tveimur tegundum bóluefna. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er stærsti hluti þeirra sem fá sprautu í þessari viku. Fyrstu vikuna í maí má svo búast við stóru stökki.
20.04.2021 - 12:00
Blaðamannafundur klukkan 16 um landamæraaðgerðir
Ríkisstjórnin heldur blaðamannafund klukkan 16 í dag þar sem kynntar verða ráðstafanir á landamærunum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna verða á fundinum. Fundurinn verður haldinn í Hörpu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá áformum um fjölmiðlakynningu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Koma fyrr heim úr skólaferðalagi og beint í skimun
Nemendur í 9. bekk Álftamýraskóla í Reykjavík þurfa að koma fyrr heim úr skólabúðum á Laugarvatni þar sem nemandi í bekknum, sem þó var ekki með í ferðalaginu, greindist með COVID-19 í gær.
Þrjú af 21 innanlandssmiti í gær eru utan sóttkvíar
Þrír voru utan sóttkvíar af þeim 21 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með veiruna á landamærununum og bíður sá niðurstöðu mótefnamælingar.
Segir af og frá að borgin hafi ekki vitað af asbesti
Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi ekki verið kunnugt um að asbest væri í húsnæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi.
20.04.2021 - 09:52
Um 62 prósent landsmanna vildu sóttkvíarhótelskyldu
Rúmlega 62 prósent landsmanna hefðu viljað að farþegar sem kæmu til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli og að gerð hefði verið breyting á sóttvarnalögum sem heimilaði slíka kvöð. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
20.04.2021 - 09:13
Segir sóttkvíareftirlit í skötulíki
Búist er við því að ríkisstjórnin ræði á fundi sínum á eftir hvernig tryggja megi lagastoð fyrir því að skikka fólk í sóttkví í sóttkvíarhúsi. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að bregðast verði við strax því eftirlit með þeim sem áttu að vera í sóttkví hafi brugðist.
Landinn
Af hverju er plantan mín svona döpur?
„Fyrsta blómið sem ég átti, svona prívat og persónulega, það var Iðna-Lísa, sem ég kom til og þar á eftir fylgdi síðan Gyðingur. Ég hef verið svona níu eða tíu ára," segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður sem hefur varið sinni starfsævi meira og minna í að fræða fólk um plöntur og hvetja til ræktunar.
20.04.2021 - 08:39
Funda um WOW skýrslu
Fulltrúar Ríkisendurskoðunar hafa verið boðaðir á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í dag klukkan 9 til að ræða skýrslu embættisins um fall Wow Air. Ríkisendurskoðun telur að Samgöngustofa hafi brugðist eftirlitshlutverki í aðdraganda gjaldþrots félagsins árið 2019.
20.04.2021 - 08:22
Umferð á Suðurstrandarvegi jókst um 484% eftir gos
Umferð um Suðurstrandarveg jókst um 484% allt frá því hann var opnaður eftir að gosið hófst í Geldingadölum og til 15. apríl. Þetta kemur fram í samantekt Vegagerðarinnar en umferðartölur fyrri ára auðvelda áætlanir um hver venjubundin umferð hefði verið á þessum tíma.
Geta og þekking verður að vera til í glímu við faraldra
Íslensk erfðagreining byrjaði í gær að boða fólk í handahófsskimanir vegna hópsýkinganna sem nú hafa komið upp.
Þrjár líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í gærkvöldi og í nótt. Einn var handtekinn á öðrum tímanum í nótt eftir að hafa ráðist að öðrum og veitt honum áverka með eggvopni.
Vestlæg átt í dag, skýjað og éljagangur norðaustantil
Veðurstofan spáir vestlægri átt í dag, golu eða kalda, skýjað með köflum og éljagangur einkum norðaustantil á landinu. Hiti verður yfir frostmarki, tvær til sex gráður að deginum. Gasmengun berst því til austurs frá gosstöðvunum.
20.04.2021 - 06:46
Engin sátt í tylft mála hjá Mannréttindadómstól Evrópu
Engin sátt hefur náðst í tólf af átján málum gegn íslenska ríkinu sem til umfjöllunar eru hjá Mannréttindadómstóli Evrópu og byggð eru á sömu málsástæðum og Landsréttarmálið svonefnda og því líklegt að þau verði tekin til efnislegrar meðferðar við dómstólinn.
Leikskóla á Selfossi lokað vegna smits hjá starfsmanni
Leikskólanum Álfheimum á Selfossi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með kórónuveiruna. Leikskólinn verður lokaður á morgun, þriðjudag, og verða allir starfsmenn sendir í sýnatöku.
Leggur mögulega fram frumvarp um sóttkvíarhótel
Ríkisstjórnin ræðir á fundi sínum í fyrramálið mögulegar útfærslur á lagafrumvarpi um hvernig tryggja megi lagastoð fyrir þeirri aðgerð að skikka fólk í sóttkví í sóttkvíarhúsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er mögulegt að heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp þess efnis.