Icesave

Viðtal
Lærdómur hrunsins hafi gleymst í átökum
Icesave-málið og Landsdómsmálið stóðu því fyrir þrifum að íslensk stjórnvöld drægju nægilegan lærdóm af efnahagshruninu. Þetta segir Vilhjálmur Árnason heimspekiprófessor, sem fór fyrir teyminu sem ritaði siðfræðihluta rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út 2010. Deilurnar um þessi tvö mál kæfðu að sumu leyti umræðuna um hvað mætti læra af hruninu. Hann segir að stjórnmálamenn hafi í fyrstu lýst miklum vilja til umbóta, sem síðan gleymdust í átökunum um Landsdómsmálið og Icesave. 
30.09.2018 - 15:41
Blés á óánægju með Icesave-dóminn
Icesave-deilan er stærsta málið sem EFTA-dómstóllinn hefur tekið fyrir. Niðurstaðan varð Íslandi í hag, þrátt fyrir mikinn pólitískan þrýsting frá Bretum, Hollendingum og Evrópusambandinu. Svisslendingurinn Carl Baudenbacher hefur verið forseti dómstólsins frá 2003 og telur stöðu hans síst veikari en Evrópudómstólsins, þrátt fyrir stærðarmuninn. Gæði dóma snúist ekki um stærð.
16.03.2016 - 14:46
Beiting hryðjuverklaga óásættanleg
Beiting hryðjuverkalaga gegn Íslandi 2008 var algjörlega óásættanleg. Þessum skilaboðum kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra á framfæri á fundi með David Cameron, forsætisráðherra Breta.
29.10.2015 - 12:12
Sigmundur segir Icesave-málinu lokið
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir Icesave-málinu endanlega lokið og óskar landsmönnum öllum - á Facebook-síðu sinni - „til hamingju með fullnaðarsigur.“ Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, deildi innleggi forsætisráðherra með orðunum „Við efuðumst aldrei.“
18.09.2015 - 16:48
„Stærð bankakerfisins skipti ekki máli“
Íslensku bankarnir féllu vegna fjandsamlegrar framkomu annarra þjóða gagnvart Íslandi á erfiðum tímum og fundargerðir Englandsbanka sem birtar voru í síðustu viku bera þess vitni að bankinn hefði verið andvígur því að Ísland væri gert að fjármálamiðstöð.
14.01.2015 - 18:45
Deutsche Bank kaupir Icesave-kröfur
Seðlabanki Hollands hefur selt Deutsche Bank kröfur sínar á hendur Landsbankanum vegna Icesave. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef hollenska seðlabankans, sem fyrst var greint frá á Kjarninn.is.
27.08.2014 - 10:42
Slitastjórnin vill greiða 265 milljarða
Slitastjórn Landsbankans hefur greitt meira en helming af forgangskröfum í þrotabú bankans. Slitastjórnin vill greiða jafnvirði 265 milljarða króna til viðbótar en Seðlabankinn hefur ekki afgreitt beiðni hennar um undanþágu frá gjaldeyrishöftum.
12.03.2014 - 11:44
Íhuga að selja kröfu vegna skatts
Sveitarstjórnin í Kirklees í Bretlandi ætlar að selja kröfu sína í þrotabú Gamla Landsbankans vegna fregna um að íslensk stjórnvöld hyggist skattleggja slitastjórnir föllnu bankanna þriggja.
09.10.2013 - 18:07
Landsbankinn biður um lengri frest
Nýi Landsbankinn hefur beðið kröfuhafa gamla Landsbankans um meiri tíma til endurgreiða skuldabréf upp á 250 milljarða króna í erlendum gjaldmiðlum, sem nýi bankinn gaf út á þann gamla árið 2009.
27.09.2013 - 21:14
200 milljarðar falla á Breta
Meira en milljarður punda fellur á breska banka vegna útgjalda breskra stjórnvalda við að greiða sparifjáreigendum innstæður í íslenskum bönkum og dótturfélögum þeirra eftir hrun.
01.09.2013 - 18:04
Kröfu innistæðueigenda Landsbankans hafnað
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Íslenska ríkisins, tryggingasjóðs innistæðueigenda á Bretlandi, Seðlabanka Hollands og annarra hollenskra og breskra kröfuhafa í máli gegn slitastjórn Landsbankans. Málið varðar forgangskröfur í þrotabú Landsbankans, þar á meðal kröfur vegna Icesave.
17.07.2013 - 17:15
Lögfræðingur ársins fyrir Icesave-málið
Tim Ward, sem var aðalmálflutningsmaður Íslands í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum, var í gær valinn málflutningsmaður ársins af breska tímaritinu The Lawyer.
27.06.2013 - 10:48
Fitch hækkar lánshæfismat Íslands
Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað lánshæfismat Íslands úr BBB- í BBB. Horfur í efnahagsmálum eru stöðugar að mati fyrirtækisins. Í greinargerð Fitch Ratings segir að hækkun lánshæfismats endurspegli þann bata sem orðið hafi í efnahagsmálum eftir hrun.
14.02.2013 - 17:14
Engin merkjanleg áhrif af Icesave-dómi
Icesave-dómurinn hefur engin merkjanleg áhrif haft á íslenskan efnahag, segir Jón Bjarki Bentson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. Hann segir að gjaldeyrishöft og alþjóðleg efnahagslægð skýri það að einhverju leyti.
04.02.2013 - 13:12
Niðurstaða Icesave ekki áfellisdómur
Í setningarræðu sinni á Landsfundi Samfylkingarinnar sagði Jóhanna Sigurðardóttir að Samfylkingin hafi gengið í gegnum sögulega tíma á kjörtímabilinu.
01.02.2013 - 16:25
40% vilja að ráðherrar segi af sér
Tæplega 40 prósent kjósenda vilja að þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segi af sér vegna niðurstöðu Icesave-málsins ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö.
01.02.2013 - 08:31
Sagði af sér vegna Icesave
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segist hafa sagt af sér ráðherraembætti haustið 2009 vegna kröfu um að styðja Icesave samninginn. Að öðrum kosti myndi ríkisstjórnin falla.
31.01.2013 - 13:00
Bera ekki upp vantraust á stjórnina
Framsóknarmenn ætla ekki að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina eða einstaka ráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar, segir best að þjóðin kveði upp sinn dóm í kosningunum í lok apríl.
30.01.2013 - 22:23
„Nýtt áhættutímabil“ vegna Icesave-dómsins
Sú ákvörðun EFTA-dómstólsins að vísa frá öllum kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart Íslandi vegna Icesave-málsins hefur afleiðingar fyrir alla sparifjáreigendur í Bretlandi. Þetta er mat bresks fjármálaráðgjafa.
30.01.2013 - 13:17
Tillaga um vantraust á stjórnina ólíkleg
Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknar, segir að staða ríkisstjórnarinnar hafi veikst með Icesave-dómnum. Ríkisstjórnin og einstakir ráðherrar hljóti að skoða stöðu sína en vantraust sé ólíklegt.
30.01.2013 - 12:18
FT: Sigur skynseminnar
Financial Times segir að dómur EFTA-dómstólsins sé sigur heilbrigðrar skynsemi, bæði í efnahagslegum og lagalegum skilningi. Þá segir blaðið að dómstóllinn hafi tekið mið af lögum um innstæðutryggingar en ekki draumaórakenndum skrifum ESA með stuðningi Breta og Hollendinga.
29.01.2013 - 19:22
Tafði útborgun en truflaði ekki áætlunina
Franek Roswadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, tekur undir með Seðlabankastjóra um að milliríkjadeilur eigi ekki að hafa áhrif á lánveitingar sjóðsins. Þó svo að Icesave-deilan hafi tafið aðra útborgun á láni sjóðsins hafi deilan ekki haft áhrif samstarfsáætlun Íslands og sjóðsins.
29.01.2013 - 19:05
Icesave flækti aðstoð AGS
Ekki á að leyfa milliríkjadeilum að hafa áhrif á áætlanir Alþjóðagjaldeyrisjóðsins um aðstoð við ríki. Þetta segir Franek Rozwadowski, fulltrúi sjóðsins hér á landi, og tekur að hluta til undir gagnrýni Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Deilan hafi þó ekki sett áætlunina út af sporinu.
29.01.2013 - 18:20
Vill að stjórnin segi af sér
Eðlilegast væri að ríkisstjórnin bæðist afsökunar á Icesave-málinu og segði af sér í kjölfarið eftir þá útreið sem hún fékk í gær með dómi EFTA-dómstólsins. Þetta segir þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar fyrrverandi fjármálaráðherra vera mesta í þessu máli.
29.01.2013 - 15:57
Ólafur Ragnar hitti Ward og Kristján Andra
Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu er sigur fyrir íslensku þjóðina og lýðræðið í landinu, segir á vef forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímsson. Hann átti fund með Tim Ward og Kristjáni Andra Stefánssyni úr málflutningshópi Íslands um niðurstöður EFTA-dómstólsins í gær.
29.01.2013 - 15:18