Umhverfismál

Náttúrunni hnignar hraðar en áður og staðan er verri en nokkru sinni í sögu mannkyns. Um 120 þúsund ferkílómetrum hitabeltisskóga var eytt af manna völdum í fyrra.  Jöklar á Íslandi hafa minnkað um sem nemur flatarmáli átta Þingvallavatna á átján árum. Breska þingið hefur lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Umhverfismál og loftslagsbreytingar eru sagðar mikilvægustu mál 21. aldarinnar.

Myndskeið
Björgunarsveitir aðstoða grindhvali í Mjófirði
Þrír bátar frá björgunarsveitunum á Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík eru á leiðinni í Mjóafjörð til að aðstoða grindhvali sem virðast hafa strandað á skeri í Þernuvík. Ragnar Högni Guðmundsson í aðgerðarstjórn segir að þetta séu á bilinu 10 til 15...
30.07.2020 - 17:19
Skipta malbiki út fyrir gras til að draga úr hita
Borgaryfirvöld í hollensku borginni Arnhem vinna nú að endurskipulagi borgarinnar með það í huga að draga úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar. Meðal aðgerðanna er áætlun um að skipta 10% af malbiki í borginni út fyrir gras.
Kæra vegaframkvæmdir í Vesturdal
Náttúruverndarsamtök á Norðurlandi hafa kært vegaframkvæmdir í Vesturdal til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þau segja veginn ekki í samræmi við umhverfið og vilja endurhanna hann frá grunni.
28.07.2020 - 18:03
Nær þrír milljarðar dýra drápust í gróðureldum Ástralíu
Nærri þrír milljarðar dýra ýmist drápust eða hröktust frá heimkynnum sínum í gróðureldunum miklu sem herjuðu á Ástralíu í vetur sem leið. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við nokkra ástralska háskóla. Í skýrslu þeirra...
Dregur úr asparfræjum en grasfrjó enn á sveimi
Aðeins er farið að draga úr asparfræjunum sem svifið hafa um undanfarið í hvítum bómullarhnoðrum. Ellý Guðjohnsen, sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að tveir til þrír toppar hafi verið af grasfrjói í sumar en enn þá sé mikið eftir...
27.07.2020 - 15:54
Slæmur utanvegaakstur á Snæfellsöræfum
Ökumenn ollu miklum skemmdum á Snæfellsöræfum í síðustu viku þegar þeir óku utan vegslóða. Af myndum af vettvangi má ráða að skemmdarverkin hafi verið unnin af ásetningi. Landvörður telur að það taki áratugi fyrir landið að jafna sig.
27.07.2020 - 12:23
Miklir skógareldar í Portúgal
Á áttunda hundrað slökkviliðsmanna berjast við mikla skógarelda um miðbik Portúgals þessa dagana. Eldarnir kviknuðu fyrir rúmri viku og loga enn stjórnlaust þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir slökkviliðs. Nokkur hús hafa þegar orðið eldunum að bráð...
27.07.2020 - 04:20
Þrefalt fleiri eldar í stærsta hitabeltisvotlendi heims
Gróðureldum í Pantanal, víðfeðmasta hitabeltisvotlendi heims, hefur fjölgað mjög síðustu ár og það sem af er þessu ári hafa þeir verið þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Geimvísindastofnun Brasilíu, Inpe, greindi frá því á föstudag að þar hefðu...
Ísland eftirbátur annarra ríkja Evrópu
Ísland stendur verr en mörg ríki Evrópu þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Greint var frá því í gær að Ísland væri í þriðja sæti yfir grænustu lönd álfunnar samkvæmt greiningu breska fjármálafyrirtækisins Nimble Fins. Þrátt fyrir þann...
23.07.2020 - 16:27
Myndskeið
Tyggjóið í ruslið, en kyngja því annars
Guðjón Óskarsson, sjötugur Reykvíkingur,  er kominn í herferð gegn tyggjóklessum á gangstéttum, en honum blöskraði sóðaskapurinn. Hann segir að ef fólk geti ekki hent í ruslið eigi bara að kyngja því, það komi út eins og það fór inn.  Hann býst við...
22.07.2020 - 19:50
Ísland í þriðja sæti yfir grænustu lönd í Evrópu
Ísland er í þriðja sæti yfir grænustu lönd álfunnar samkvæmt greiningu breska fjármálafyrirtækisins Nimble Fins. Svíþjóð er á toppi listans og Noregur er í öðru sæti. Greiningin er byggð á gögnum frá Eurostat, Umhverfisstofnun Evrópu og...
22.07.2020 - 11:00
Lokun Gróttu framlengd til mánaðamóta
Ákveðið hefur verið að framlengja árlega lokun friðlandsins í Gróttu í Seltjarnarnesbæ til mánaðamóta. Grótta átti vera opnuð aftur 15. júlí en þar hefur verið lokað frá 1. maí til að vernda fuglavarp.
20.07.2020 - 14:23
Nýr vegur í Vesturdal spillir landslaginu
Breiður og mjög upphækkaður vegur í Vesturdal sunnan Hljóðakletta gnæfir yfir tjaldstæði og spillir landslaginu. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, fyrrverandi þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum segir að lagning vegarins á þennan hátt séu mikil mistök...
Veðurtepptir í Surtsey
Leiðangursmenn í hinum árlega Surtseyjarleiðangri Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar hafa verið veðurtepptir í eynni síðan í gær. Þeir bjuggu sig undir brottför til lands eftir hádegið.
17.07.2020 - 14:41
Myndskeið
Molta nýtt í ríkari mæli til skógræktar og landgræðslu
Notkun moltu hefur gefið góða raun í landgræðslu og skógrækt. Í kjölfar faraldursins settu stjórnvöld aukinn kraft í uppgræðsluverkefni með aðstoð moltu, annars vegar í Krísuvík og hins vegar á Norðurlandi.
16.07.2020 - 21:46