Í umræðunni

Metáhorf á Verbúðina í spilara RÚV
Verbúðin hefur farið frábærlega af stað. Margir tala um að þessi magnaða þáttaröð Vesturports, sem sýnd er á sunnudagskvöldum á RÚV sé besta íslenska þáttaröð sem framleidd hefur verið!
14.01.2022 - 11:02
Magnaður árangur og mikið áhorf á EM í handbolta
Þrátt fyrir erfiða stöðu í leik gærkvöldsins þá hefur áhugi landsmanna á EM í handbolta sjaldan verið meiri.
Auglýst er eftir fréttastjóra og dagskrárstjóra Rásar 2
Við leitum að öflugu, stefnumiðuðu og framsýnu fólki sem vill leiða mikilvægt starf á skapandi og líflegum vinnustað.
19.01.2022 - 13:29
Menningarviðurkenningar RÚV 2021
Menningarviðurkenningar RÚV voru kynntar á Rás 1 og Rás 2 í dag, auk þess sem valið á orði ársins 2021 var kunngjört. Kristín Helga Gunnarsdóttir hlýtur verðlaun rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins. Það var samdóma álit stjórnar sjóðsins að beina sjónum...
Vera Illugadóttir hlaut viðurkenningu á degi íslenskrar tungu
Vera Illugadóttir, umsjónarmaður Í ljósi sögunnar á Rás 1, sem er jafnframt vinsælasta hlaðvarp landsins, hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember.
18.11.2021 - 11:34
Rakel Þorbergsdóttir lætur af starfi fréttastjóra um áramótin
Rakel Þorbergsdóttir hefur ákveðið að láta af starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins um næstu áramót. Rakel hefur gegnt starfi fréttastjóra frá því í apríl 2014.
09.11.2021 - 13:03
Viðmælendagreining RÚV - 3. ársfj. 2021
Í stefnu RÚV sem gildir til út 2021 eru jafnréttismál í forgrunni. Árið 2016 voru teknar upp markvissar mælingar á hlutfalli karla og kvenna í hópi viðmælenda í föstum þáttum og fréttum.
22.10.2021 - 13:16
Verum til!
Starfsfólki RÚV var ljúft og skylt að minna á átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufuna.
15.10.2021 - 14:05
Hugmyndadagar 19.-20. október
Hugmyndadagar RÚV verða haldnir í áttunda sinn 19.-20. október 2021. Innsendingarfrestur hugmynda er til 30. september.
15.09.2021 - 09:19
Lestin leitar að nýjum pistlahöfundum
Lestin á Rás 1 leitar að nýjum pistlahöfundum fyrir komandi starfsár. Við viljum auka fjölbreytni radda og umfjöllunarefna í þættinum og hvetjum því áhugasamt fólk á öllum aldri, óháð menntun eða fyrri störfum, til að senda okkur prufupistil.
02.09.2021 - 14:02
Höfundar Áramótaskaupsins 2021
Höfundar Áramótaskaupsins í ár eru þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Leikstjórn verður í höndum Reynis Lyngdals.
27.08.2021 - 14:43
Guðrún Hálfdánardóttir hefur störf á Rás 1
Gengið var frá ráðningu Guðrúnar Hálfdánardóttur á RÚV í vikunni. Guðrún leysir Þórunni Elísabetu Bogadóttur af á Morgunvaktinni á Rás 1 næsta hálfa árið.
20.08.2021 - 15:53
Viðmælendagreining RÚV 2021
Skráning á kynjahlutfalli viðmælenda er birt til samræmis við stefnu RÚV í jafnréttismálum. Tölur fyrir fyrri helming 2021 liggja nú fyrir.
17.08.2021 - 13:00
Kosningaumfjöllun RÚV
Undirbúningur fyrir umfjöllun RÚV fyrir alþingiskosningarnar 2021 er hafinn. Umfjöllunin verður á sérstökum kosningavef, í sjónvarpi, útvarpi og hlaðvarpi. Kosningaumfjöllun RÚV hefst 31. ágúst með leiðtogaumræðum í sjónvarpssal.
11.08.2021 - 09:27
Táknmálstúlkun með kvöldfréttum frá og með 1. september 2021
Nýr samningur RÚV við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra tryggir að aðalfréttatíminn kl. 19 verður framvegis túlkaður á táknmál. Samhliða verður einnig byrjað að senda Krakkafréttir út með táknmálstúlkun.
02.07.2021 - 11:35