RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum
Útvarpsstjóri stýrði pallborðsumræðum á aðalfundi EBU
Til umfjöllunar voru þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir og hvernig takast eigi á við þær og leiða breytingar. Umræðurnar hófust með inngangserindi Martin Reeves, sem er stjórnarformaður BCG Henderson Institute í Bandaríkjunum og stjórnunarráðgjafi með meiru. Aðrir þátttakendur í umræðunni voru Frederieke Leeflang frá NPO í Hollandi, Luisa Ribeiro frá RTP í Portúgal og Katja Wildermuth sem er útvarpsstjóri Bayerischer Rundfunk í Þýsklandi.
Sérstök umræða var einnig á aðalfundinum um hlutverk almannaþjónustumiðla í fréttaflutningi af stríðsátökum, þar sem stríðið í Úkraínu var að sjálfsögðu í forgrunni. Fréttastjóri UA:PBC í Úkraínu, Angelina Kariakina, tók m.a. þátt í umræðunum í gegnum fjarfundabúnað frá Kænugarði. Þá var einnig rætt um framtíð almannaþjónustumiðla þar sem Hanna Stjärne útvarpsstjóri SVT í Svíþjóð ræddi við Tim Davie útvarpsstjóra Breska ríkisútvarpsins BBC, en BBC fagnar einmitt hundrað ára afmæli um þessar mundir.
Á fundinum var að auki sinnt hefðbundnum aðalfundarstörfum, m.a. kosningum í stjórn EBU. Nánar má lesa um það á vef EBU: https://www.ebu.ch/news/2022/07/ebu-president-and-vice-president-re-elec...