RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Opið Efstaleiti - Útleiga á aðstöðum og tækjum til sjálfstæðrar framleiðslu

Mynd:  / 
Í nýrri stefnu RÚV sem kynnt var á vordögum 2017 og unnin með aðkomu á annað þúsund landsmanna og hagaðila víða að úr samfélaginu, er dregið upp hvernig þjónusta RÚV mun þróast á næstu árum í takt við þarfir nútímafólks.

Sérhæfð sjónvarps- og kvikmyndastúdíó sem og hljóðver og önnur tækniaðstaða er nú aðgengileg til leigu fyrir sjálfstæða framleiðendur sjónvarps- og kvikmyndaefnis, hvort sem það er framleiðsla fyrir RÚV eða aðra. 

Útleiga á aðstöðum, tækjum og þjónustu

Í samræmi nýja stefnu hefur RÚV aukið samstarf við framleiðendur, fjölmiðla, menningarstofnanir og skapandi greinar, meðal annars með því að gera aðstöðu, tæki og þjónustu aðgengilega í meira mæli en fyrr. Með þessu vill RÚV leggja sitt af mörkum til þess að viðhalda fjölbreyttri fjölmiðlun á Íslandi.

Mynd með færslu
 Mynd: Freykja Gylfadóttir - RÚV

Í þessu skyni hafa einnig verið gerðar skipulagsbreytingar innan RÚV og sérstök eining stofnuð, RÚV-stúdíó, sem þjónustar útleigu á tækjum og aðstöðu til sjálfstæðra framleiðenda og annarra fjölmiðla. Í haust flytur útsending daglegra sjónvarpsfréttatíma í sjálfstætt, sérhæft fréttastúdíó, og þá opnast möguleikar fyrir viðameiri framleiðslu sem hentað geta sjálfstæðum framleiðendum.

Mynd með færslu
 Mynd:

Framleiðsla í Efstaleiti

Í Útvarpshúsinu í Efstaleiti er sérhæfð aðstaða til framleiðslu mynd- og hljóðefnis. Þar eru framleiddar hundruðir klukkustunda af dagskrárefni fyrir alla miðla RÚV með afar fjölbreyttum hætti. Aðrir framleiðendur og miðlar geta nú leigt aðstöðu hjá RÚV til sinnar framleiðslu, burtséð frá miðlunarleið.

Stúdíó A og B

Myndver RÚV sem kölluð eru Stúdíó A og B eru einu sérhæfðu myndver landsins sem byggð hafa verið frá grunni til  sjónvarpsframleiðslu með fjölda myndavéla. Þau hafa hýst alla framleiðslu RÚV allt frá árinu 2000, þegar Sjónvarpið flutti úr „Sjónvarpshúsinu“ við Laugaveg og í Útvarpshúsið við Efstaleiti. Myndverin voru uppfærð í HD á liðnu ári og þar er hægt að taka upp og eða senda í beinni útsendingu allar gerðir framleiðslu með upp að átta myndavélum með krana.   

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage

Fullkomin mynd- og hljóðstjórn er við myndverin, þar sem hægt er að stýra grafík, effectum, fókusdýpt, ljósopum og fleira jafnóðum og framleiðslan fer fram. Stórt, rafstýrt ljósaloft er í Stúdíói A, sem auðveldar og styttir allan undirbúningstíma. Mismunandi bakgrunnar, horizontar eru í báðum myndverunum.

Myndstjórn Efstaleiti
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage

Förðun, búningar og leikmynd

Aðstaða fyrir listamenn og gesti er til fyrirmyndar og góð aðstaða til förðunar og búningaskipta. Búninga- og leikmunasafn RÚV er einnig opið framleiðendum og leigir út muni og búninga til fjölbreyttra verkefna í sjónvarpi og kvikmyndum. Myndverin eru studd af stóru smíðaverkstæði þar sem aðstaða er fyrir smíði leikmynda.

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV

Stúdíó 12

Í leiklistar- og tónlistarstúdíói RÚV á Útvarpsleikhúsið heimili sitt og hvern föstudag heimsækja tónlistarmenn stúdíóið og flytja þaðan lifandi tónlist í beinni útsendingu á Rás 2. Í stúdíói 12 er nýr fullkominn digital hljóðmixer LAVO MC 66 með 64 rása upptöku.

Mynd með færslu
 Mynd: NR - RÚV
Stúdíó 12 er með nýuppfærðan LAVO MC 66 með 64 rása upptöku.
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV

Upptökubíll RÚV (OB)

Upptökubíll RÚV er fullkomið háskerpumyndver á hjólum þar sem hægt er að taka upp og senda í beinni útsendingu stærri íþrótta- og menningarviðburði með allt að tíu myndavélum.

Mynd með færslu
 Mynd: Jón Páll Pálsosn - RÚV

Smelltu hér til að opna verðskrá og lista yfir aðstöður og tæki sem aðgengileg eru hjá RÚV stúdíó.

Allar nánari upplýsingar um þær aðstöður RÚV sem hægt er að leigja til framleiðslu fást hjá RÚV stúdíó. Hafðu samband og bókaðu heimsókn og kynningu á aðstöðunum og þjónustunni sem í boði er.

Tengiliðir: 
Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla
[email protected]

Jón Páll Pálsson, forstöðumaður RÚV stúdíóa
[email protected]

 

 

 

 

26.04.2018 kl.16:31
steinunnth's picture
Steinunn Þórhallsdóttir
vefritstjórn
Birt undir: Í umræðunni, Í umræðunni