Sérhæfð sjónvarps- og kvikmyndastúdíó sem og hljóðver og önnur tækniaðstaða er nú aðgengileg til leigu fyrir sjálfstæða framleiðendur sjónvarps- og kvikmyndaefnis, hvort sem það er framleiðsla fyrir RÚV eða aðra.
Útleiga á aðstöðum, tækjum og þjónustu
Í samræmi nýja stefnu hefur RÚV aukið samstarf við framleiðendur, fjölmiðla, menningarstofnanir og skapandi greinar, meðal annars með því að gera aðstöðu, tæki og þjónustu aðgengilega í meira mæli en fyrr. Með þessu vill RÚV leggja sitt af mörkum til þess að viðhalda fjölbreyttri fjölmiðlun á Íslandi.