RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Menningarviðurkenningar RÚV

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Menningarviðurkenningar Ríkisútvarpsins verða afhentar miðvikudaginn 20. janúar í Víðsjá og í Menningunni.

Í Víðsjá verður tilkynnt hvaða rithöfundur hlýtur að þessu sinni viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins en hún verður afhent í þættinum. Útvarpað verður frá ávarpi formanns stjórnar Rithöfundasjóðsins, sem og þakkarávarpi rithöfundarins sem hlýtur viðurkenninguna að þessu sinni. Einnig verður rætt við höfundinn.

Menningin verður einnig helguð menningarviðurkenningunum. Tilkynnt verður hvaða orð varð fyrir valinu sem orð ársins 2020, handhafi viðurkenningar úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins flytur ávarp og Rás 2 afhendir tónlistarmanni Krókinn fyrir framúrskarandi lifandi flutning á árinu.  

19.01.2021 kl.09:49
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, Í umræðunni