RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Lestin leitar að nýjum pistlahöfundum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lestin á Rás 1 leitar að nýjum pistlahöfundum fyrir komandi starfsár. Við viljum auka fjölbreytni radda og umfjöllunarefna í þættinum og hvetjum því áhugasamt fólk á öllum aldri, óháð menntun eða fyrri störfum, til að senda okkur prufupistil.

 

Pistillinn sendist í eftirfarandi formi:

  • Skrifaður pistill, á íslensku, mest 500 orð um efni að eigin vali.
  • Upptaka af höfundi að lesa pistilinn. Best er að nota snjallsíma til að lesa pistilinn inn en upptakan má vera í hljóð- eða myndbandsformi. 
  • Pistlinum skal fylgja fullt nafn, aldur og símanúmer.
  • Að auki má fylgja með stutt kynning á höfundi sem og hugmyndir að mögulegum umfjöllunarefnum. 

Efnið sendist á [email protected] fyrir föstudaginn 17. september.

Athugið að ekki er krafist sérstakrar tæknikunnáttu. Fullkomið vald á íslensku er heldur ekki skilyrði.

 

Mynd með færslu
 Mynd:
02.09.2021 kl.14:02
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, Í umræðunni