RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Landsmenn treysta fréttum RÚV

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Ný könnun MMR á trausti, sem framkvæmd var í maí, sýnir enn og aftur að landsmenn treysta fréttum RÚV.

Traust landsmanna á fréttaflutningi er mælt tvisvar á ári, í maí og nóvember, í samræmi við þjónustusamning RÚV og menntamálaráðuneytisins. Könnun MMR, sem var gerð í lok maí, sýnir að 72% aðspurðra bera mikið traust til fréttastofu RÚV. Það hefur sambærilegt og á sama tíma í fyrra. 

Þetta eru ánægjulegar fréttir sem staðfesta traust landsmanna á fréttaþjónustu RÚV.

*Könnunin var gerð 25. maí til 1. júní og náði til Íslendinga, 18 ára og eldri, sem valdir voru handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.  Svarfjöldi var 951.