RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Eddan 2020: RÚV hlýtur 44 tilnefningar

Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut flestar tilnefningar til Edduverðlauna eða 12 talsins. Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur og Pabbahelgar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttir fengu tíu tilnefningar hvor.

Edduverðlaunin eru á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sem var stofnuð árið 1999 og er sameiginlegur vettvangur hagsmunafélaga kvikmyndagerðarmanna í landinu til að stuðla að eflingu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans.

Gjaldgeng verk til verðlaunanna voru sjónvarps- og kvikmyndaverk sem voru sýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2019 til 31. desember 2019. Alls sendu framleiðendur 121 verk inn í keppnina auk 266 innsendinga til fagverðlauna Eddunnar. Af innsendum verkum voru sjónvarpsverk alls 90 talsins. Innsendar kvikmyndir vour ellefu talsins og stuttmyndirnar þrjár. Heimildarmyndir voru 17 og ellefu verk teljast sem barna- og unglingaefni.

Það var í höndum ellefu valnefnda að fara yfir innsend verk og velja þau sem tilnefnd eru í 27 verðlaunaflokkum Eddunnar. Endanleg val er svo í höndum Akademíunnar og hefst kosningin, sem er rafræn, þann 9. mars og stendur yfir í viku. Eins og fyrri ár verður almenn kosning á RÚV.is um „sjónvarpsefni ársins“. Öll tilnefnd sjónvarpsverk, 28 talsins, keppa til þeirra verðlauna. Úrslitin verða svo kynnt á Edduhátíðinni 2020 sem verður haldin föstudagskvöldið 20. mars í Origo-höllinni og sýnd beint á RÚV.

RÚV hlýtur (sem framleiðandi eða meðframleiðandi) 44 tilnefningar alls fyrir sjónvarpsefni árið 2019.

Sögur, Söguspilið og Goðheimar hljóta tilnefningu í flokki barna og unglingaefni ársins.

Heimsleikarnir, HM Stofan og undankeppni EM Karla í Fótbolta fá tilnefningu í flokki íþróttaefni ársins. 

Hvað höfum við gert? og Kveikur fá tilnefningu í flokki frétta- og/eða viðtalsþáttur ársins. 

Nörd í Reykjavík, Veröld sem var og Svona Fólk fá tilnefningu í flokki mannlífsþáttur ársins.

Fyrir alla muni, Kiljan, Með okkar augum og Víkingur Heiðar leikur Bach hlutu tilnefningu í flokki menningarþáttur ársins.

Guðrún Sóley Gestsdóttir, Helgi Seljan og Steiney Skúladóttir eru meðal þeirra sem hljóta tilnefningu í flokki sjónvarpsmaður ársins.

Áramótaskaup 2019, Kappsmál og Vikan með Gísla Marteini fá tilnefningar í flokki skemmtiþáttur ársins. 

Í flokki heimildarmynd ársins fá Kaf, Síðasta Haustið og Vasulka áhrifin tilnefningar.

Í flokki upptöku eða útsendingastjórn ársins hljóta Salóme Þorkelsdóttir og Gísli Berg tilnefningu fyrir Söngvakeppnina 2019 og Vilhjálmur Siggeirsson fyrir Undankeppni EM Karla í fótbolta. 

Pabbahelgar sem er samstarfsverkefni Zik Zak, Cubs Production og RÚV hlýtur alls 10 tilnefningar. 

Ófærð 2 sem er samstarfsverkefni RVK Studios og RÚV hlýtur 5 tilnefningar.

Í flokki leikið sjónvarpsefni ársins hljóta Ófærð 2 og Pabbahelgar tilnefningar.

Nanna Kristín Magnúsdóttir hlýtur tilnefningu sem leikkona ársins fyrir Pabbahelgar og Sveinn Ólafur Gunnarsson hlýtur tilnefningu sem leikari ársins fyrir Pabbahelgar. Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir fær einnig tilnefningu fyrir leik í Pabbahelgum í flokknum leikkona ársins í aukahlutverki.

Hinrik Ólafsson hlýtur tilnefningu sem leikari ársins fyrir Héraðið. Arndís Hrönn Egilsdóttir hlýtur einnig tilnefningu sem leikkona ársins fyrir Héraðið.

Sólveig Arnarsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir fá tilnefningu í flokki leikkona ársins í aukahlutverki fyrir Ófærð 2. 

Nanna Kristín Magnúsdóttir, Huldar Breiðfjörð og Sólveig Jónsdóttir hljóta tilnefningu í flokknum handrit ársins fyrir Pabbahelgar.

Í flokki brellur ársins hljóta Pétur Karlsson, Eva Sólveig Þórðardóttir, Haukur Karlsson tilnefningu fyrir Ófærð 2 og Sigurgeir Arinbjarnarson fyrir Pabbahelgar.

Nanna Kristín Magnúsdóttir og Magnús Þórsson hljóta tilnefningu sem leikstjórar ársins fyrir Pabbahelgar. Grímur Hákonarson fær einnig tilnefningu í flokki leikstjóri ársins fyrir Héraðið.

Áslaug Dröfn Sigurðardóttir hlýtur tilnefningu í flokki gervi ársins fyrir Ófærð 2. Kristín Júlla Kristjánsdóttir hlýtur einnig tilnefningu í flokki gervi ársins fyrir Goðheima.

Gísli Galdur Þorgeirsson hlýtur tilnefningu í flokki tónlist ársins fyrir Pabbahelgar.

Í flokki búningar ársins hlýtur Helga Rós V. Hannam tilnefningu fyrir Ófærð 2 og Rebekka Jónsdóttir fyrir Pabbahelgar.

Við óskum öllum þeim sem fengu tilnefningu til Eddunnar til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu. Ríkisútvarpið er stolt af sínu fólki og þakklátt fyrir tilnefningarnar.

Á eddan.is má sjá öll tilnefnd verk og einstaklinga.

06.03.2020 kl.17:00
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, Í umræðunni