Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Erindi Piv Bernth um leikið efni DR

19.05.2017 - 15:09
Mynd: RÚV / RÚV
Piv Bernth er yfirmaður leikins efnis hjá danska ríkissjónvarpinu en DR hefur verið leiðandi í slíkri framleiðslu á undanförnum árum. Á ráðstefnunni ræðir hún um þau afrek sem DR og Norðurlandaþjóðirnar hafa unnið í framleiðslu og dreifingu á leiknu efni.