RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

RÚV 2021

Mynd: Freyja Gylfadóttir / RÚV
Í hátt í níutíu ár hefur RÚV verið með þjóðinni jafnt á stóru stundunum sem hversdags. RÚV er almannaþjónustumiðill í eigu íslensks almennings og vill upplýsa, fræða og skemmta á degi hverjum. En hvað þýðir það árið 2020?

Fjölmiðlaneysla almennings hefur tekið stökkbreytingum. Hún tvístrast – sjónvarp er ekki lengur „baðstofan“ nema þegar stórviðburðir í beinni útsendingu eru á dagskrá. Útvarpshlustun er að breytast og vefurinn tekur við mörgum verkefnum, gerir aðrar kröfur og þjónar dreifðum og þá jafnframt minni hópum hverju sinni. Nú er flóknara en áður að ná til allra hópa samfélagsins og uppfylla hlutverk almannaþjónustumiðilsins. Til þess þarf að stokka upp forgangsröðun og hugmyndir okkar um fjölmiðlun.

Ný stefna RÚV er árangur umfangsmikilla rannsókna, rýni á stefnu annarra almannaþjónustumiðla og samtals við starfsfólk, almenning og hagaðila. Stefnan verður leiðarljós Ríkisútvarpsins næstu ár og er uppskriftin að því hvernig RÚV ætlar að halda traustu sambandi við allan almenning til framtíðar.

Smelltu hér til að lesa stefnu RÚV 2021 (PDF)

 

 

Fyrirlesarar

Helen Boaden starfaði hjá BBC í 34 ár sem fréttastjóri og síðar yfirmaður útvarpsþjónustu. Hún leiddi þróun myBBC, persónusniðinnar þjónustu BBC. Boaden stundar nú fjölmiðlarannsóknir við Harvard-háskóla. Á ráðstefnunni ræðir hún framtíð frétta, mikilvægi traustra og áreiðanlegra frétta almannaþjónustumiðla og áskoranir á tímum sífellt hraðari símiðlunar og ónákvæmni í fréttaflutningi og hverni „hægar fréttir“ geta þjónað almenningi.

Erindi Helenar

Marianne Furevold er aðalframleiðandi og höfundur hinnar geysivinsælu norsku þáttaraðar SKAM. Á ráðstefnunni segir hún söguna af ótrúlegri velgengni þáttanna sem farið hafa sigurför um heiminn og miðlar af árangri NRK í að ná til ungmenna.

Erindi Marianne

Piv Bernth er yfirmaður leikins efnis hjá danska ríkissjónvarpinu en DR hefur verið leiðandi í slíkri framleiðslu á undanförnum árum. Á ráðstefnunni ræðir hún um þau afrek sem DR og Norðurlandaþjóðirnar hafa unnið í framleiðslu og dreifingu á leiknu efni.

Erindi Piv

Ruurd Bierman leiddi vinnu EBU, Sambands evrópskra fjölmiðla í almannaþjónustu, við Vision 2020 sem lýsir framtíðarsýn fyrir almannaþjónustumiðla. Fjölmargir almannaþjónustumiðlar hafa haft Vision 2020 að leiðarljósi við stefnumótun. Á ráðstefnunni ræðir Bierman áskoranir og mikilvægi almannaþjónustumiðla til næstu fimm ára, á tímum harðnandi samkeppni þegar fjölmiðlaneysla færist í auknum mæli yfir á stafrænt form.

Erindi Ruurd

Mynd: Kastljós / Kastljós
Erindi Helen Boaden um framtíð frétta
Mynd: RÚV / RÚV
Erindi Piv Bernth um leikið efni DR
Mynd: RÚV / RÚV
Erindi Marianne Furevold um SKAM
Mynd: RÚV / RÚV
Erindi Ruurd Bierman um fjölmiðla í almannaþjónustu
19.05.2017 kl.13:58
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, Í umræðunni