Hveragerðisbær

Hús Garðyrkjuskólans að grotna niður
Aðstæður í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði eru sorglegar og óboðlegar; byggingarnar liggja undir skemmdum og sumar eru ónýtar. Þetta segir rektor Landbúnaðarháskólans. Nemendur og kennarar hafa fundið fyrir einkennum myglu. Rektor segir þær 70 milljónir sem hafi fengist á fjárlögum til framkvæmda séu hvergi nærri nóg til endurreisnar.
22.03.2017 - 15:39
Leysir til sín Friðarstaði á 63 milljónir
Bæjarstjórn Hveragerðis ákvað á fundi sínum í síðustu viku að leysa til sín jörðina Friðarstaði og ásamt spildu úr landi Vorsabæjar. Bæjarstjórnin greiðir ábúendum 63 milljónir. Ábúendurnir óskuðu eftir yfirmati á kaupverðinu en þeirri ósk var hafnað. Farsæl lausn fyrir landlítið bæjarfélag, segir bæjarstjórinn.
13.03.2017 - 09:46
Vilja bremsa af hugmynd ráðherra um veggjald
Tvö sveitarfélög á Suðurlandi leggjast gegn hugmynd Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, um gjaldtöku til að fjármagna framkvæmdir á stofnvegum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Bæjarráð Hveragerðis líkir veggjaldinu við múr.
Meint eitrun fyrir köttum kærð til lögreglu
Matvælastofnun hyggst kæra kattardráp í Hafnarfirði til lögreglu. Fimm kettir hafa drepist í Hafnarfirði eftir að hafa innbyrt frostlög. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir á Suðvesturlandi, segir að haft hafi verið samband við starfandi dýralækna og þeir beðnir að vera vakandi fyrir hugsanlegri eitrun. Staðfest sé að fimm kettir hafi drepist út af frostlegi.
Skjálfti fannst vel í Hveragerði
Kl. 02:36 varð skjálfti af stærð 2,9 á Hengilssvæðinu. Skjálftinn fannst vel í Hveragerði. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands.
26.11.2016 - 08:26
Jarðskjálfti á Hengilssvæðinu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð á Hengilssvæðinu um klukkan 8 í morgun. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar stendur nú yfir jarðskjálftahrina en skjálftinn í morgun fannst í Hveragerði. Skjálftarnir eru við Húsmúla, þar sem Orkuveita Reykjavíkur dælir niður affallsvökva frá Hellisheiðarvirkjun.
18.09.2016 - 09:28
Jörð gæti farið að skjálfa í byggð
Orkuveitan, sveitarstjórn, lögreglustjórinn á Suðurlandi og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vilja vekja athygli á því að vegna breytinga í tengslum við niðurdælingu hjá Hellisheiðarvirkjun þá telja vísindamenn að tímabundið séu auknar líkur á að jarðskjálftar verði á niðurdælingarsvæðinu. Slíkir jarðskjálftar gætu náð þeirri stærð að finnst vel í byggð. Áætlað er að aðgerðir standi yfir í dag föstudaginn 1. apríl og mánudaginn 4. apríl
01.04.2016 - 12:56
Hvergerðingar skipuleggja sérbýli
Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir byggðina nyrst í Hveragerði liggur nú frammi á skrifstofu bæjarins. Þar eru skipulögð einbýlis og parhús, ýmist á einni eða tveimur hæðum. Skipulagssvæðið afmarkast af Laufskógum, Bröttuhlíð, Klettahlíð og Þverhlíð. Gert var ráð fyrir kaupum á landi undir sérbýli í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar. Mikil fjölgun varð í Hveragerði á síðasta ári og lóðir undir sérbýli seldust upp.
01.03.2016 - 18:20
Íbúamet í Hveragerði 3. árið í röð
Aldrei hafa jafnmargir búið í Hveragerði og nú. Þar bjuggu nú um áramót 2462, að því er fram kemur á heimasíðu Hveragerðisbæjar, með tilvísun í Þjóðskrá. Sé miðað við tölur Hagstofu Íslands eru þetta þriðju áramótin í röð sem sett er met í íbúafjölda í Hveragerðisbæ.
07.01.2016 - 17:26
Í vímu á stolnum bíl með vistir
Þegar lögreglan á Suðurlandi stöðvaði bíl í Hveragerði í gærkvöld reyndust ökumaður og farþegi hans vera undir áhrifum vímuefna. Í ljós kom að bílnum hafði verið stolið á höfuðborgarsvæðinu. Í honum fundust fíkniefni og matvara sem talin er vera að minnsta kosti 200 þúsund króna virði.
04.01.2016 - 16:33
Fjölgar hratt í Hveragerði
Íbúum í Hveragerðisbæ fjölgaði um tæp 3 prósent á nýliðnu ári. Það er nokkuð yfir landsmeðaltali. Samkvæmt greinargerð með fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár hefur lóðaúthlutun gengið vel í ár og margar nýjar íbúðir verið teknar í notkun. Í áætlun bæjarins er gert ráð fyrir að sveitarfélagið kaupi byggingarland.
Féll á vespu og fótbrotnaði
Maður féll á litlu rafmagnsvélhjóli í Hveragerði um hádegisbilið. Hált var á götunni og hjólið mun hafa runnið til. Ökumaðurinn brotnaði á fæti og var fluttur á Slysadeild Landspítalans í Reykjavík.
14.12.2015 - 15:43
Skólinn rýmdur á tæpum þremur mínútum
Grunnskólinn í Hveragerði var rýmdur á tæpum þremur mínútum í gær. Þar var haldin rýmingaræfing í tilefni af Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna 2015 sem hófst í gær. Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu fengu bæjarstjórann til liðs við sig og fræddu börn í þriðja bekk um eldvarnir.
Hveragerðisbær kaupir Edensreitinn
Hveragerðisbær hefur keypt lóðina við Austurmörk 25 í Hveragerði af Landsbankanum. „Það er mikið ánægjuefni að lóðin verði á forræði Hveragerðisbæjar sem þar með getur unnið að skipulagi hennar í samræmi við stefnumörkun bæjarins“, segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri á heimasíðu bæjarins.
30.09.2015 - 17:30
Lúpína slegin í Hveragerði
Bæjarráð Hveragerðis hefur samþykkt að öll lúpína verði slegin við Suðurlandsveg og í Þverbrekkum. Bæjarráð beinir því jafnframt til íbúa að kerfill og njóli verði sleginn í öllum heimagörðum og hvar sem því verður við komið.
30.07.2015 - 08:16
Kniplað af miklum móð
Íslenskar hannyrðir eru miklu meira en slétt og brugðið og krosssaumur og margt er til mun flóknara. Eitt fínlegasta og flóknasta handverkið er knipl. Það er þekkt um alla Evrópu og kemur trúlega hingað á sínum tíma frá Danmörku.
23.03.2015 - 12:04
Rætt um sameiningu Hveragerðis og Ölfuss
Til greina kemur að sameina sveitarfélögin Hveragerði og Ölfus. Meirihluti íbúa í Hveragerði er fylgjandi sameiningu við annað sveitarfélag. Bæjarstjórn Ölfuss ákveður á næstunni hvort kanna eigi hug íbúa til mögulegrar sameiningar.
Drullusvað eftir ferðamenn - myndir
Til tals hefur komið að takmarka umferð um Reykjadal í Ölfusi, rétt ofan við Hveragerði, segir Sigurður Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss. Stígurinn er sumstaðar eitt drulluflag eftir gangandi, ríðandi og hjólandi ferðamenn.
Hveragerði vill skoða sameiningu við Ölfus
Bæjarstjórn Hveragerðis hefur óskað eftir sameiningarviðræðum við sveitarfélagið Ölfus og er meirihluti Hvergerðinga jákvæður í garð sameiningar. Sveitastjórn Ölfuss kannaði ekki hug íbúa til sameiningar þrátt fyrir áskorun þar um.
Eyþór forseti bæjarstjórnar
Eyþór H. Ólafsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar sem haldinn var í gær.
19.06.2014 - 22:50
Sjálfstæðismenn með 60% í Hveragerði
Sjálfstæðisflokkur hlaut tæp 60% atkvæða í Hveragerði. Nægir það til að tryggja Sjálfstæðismönnum 4 sæti í sveitarstjórn flokkurinn er þá með hreinan meirihluta en tapar einum fulltrúa.
3 framboð í Hveragerði
Við höldum áfram umfjöllun okkar um stærstu sveitarfélög landsins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar. Í kvöld heimsækjum við Hveragerði.
Hveragerðisbær
Hveragerði er fremur ungur bær. Hveragerðishreppur varð til árið 1946 og Hveragerðisbær árið 1987. Íbúar sveitarfélagsins eru í dag 2333 en þeim hefur fjölgað um ríflega 300 á tíu árum.
15.05.2014 - 11:24
Undrast jákvæða umsögn um undanþágu
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, undrast vegna jákvæðrar umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um tímabundna undanþágu frá hertum reglum um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Umsögnin var rædd í bæjarráði Hveragerðis þann 30. apríl og er hún þar fordæmd.
Frjálsir með Framsókn í Hveragerði
Garðar Rúnar Árnason kennari skipar oddvitasætið á framboðslista Framsóknarflokksins, Frjálsra með Framsókn, í Hveragerði. Framsóknarflokkurinn bauð ekki fram B-lista í bænum fyrir fjórum árum en tók þá þátt í framboði A-listans.