Hveragerðisbær

Vigdís og Karl Gauti vilja stýra Hveragerði
Fyrrverandi þingmenn, borgarfulltrúar og bæjarstjórar eru meðal umsækjenda um starf bæjarstjóra í Hveragerði. Alls sóttu 19 um stöðuna. Þeirra á meðal eru Vigdís Hauksdóttir, fv. borgarfulltrúi, Karl Gauti Hjaltason, fv. alþingismaður og hið minnsta fjórir fv. sveitar- eða bæjarstjórar. Sjö af umsækjendunum sóttu einnig um starf bæjarstjóra Mosfellsbæjar.
Meirihlutinn í Hveragerði fallinn - O-listi stærstur
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði er fallinn. Fylgi hans fór úr 52 prósentum fyrir fjórum árum í 32,8 prósent í ár og bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins fækkaði úr fjórum í tvo. Framsóknarflokkurinn nær tvöfaldar fylgi sitt og fær 27,5 prósent og tvo bæjarfulltrúa. Okkar Hveragerði er hins vegar stærsti flokkurinn í bæjarstjórn, með 39,6 prósent og þrjá borgarfulltrúa.
Viðtal
Hart deilt á ákvörðun um nýtt uppblásið íþróttahús
Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar í Hveragerði um að reisa á ný uppblásið íþróttahús hefur sætt töluverðri gagnrýni. Minnihlutinn í bæjarstjórn segir ákvörðunin hafa verið tekna á of skömmum tíma og að ekki hafi verið skoðaðir allir kostir í stöðunni. 
15.04.2022 - 12:28
Sandra nýr oddviti Okkar Hveragerðis
Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur og athafnakona, skipar efsta sætið á lista Okkar Hveragerðis fyrir bæjarstjórnarkosningar í Hveragerði í vor. Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og bæjarfulltrúi er í öðru sæti og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, lögmaður og söngkona, í því þriðja. Okkar Hveragerði fékk þrjá af sjö fulltrúum í bæjarstjórn í síðustu kosningum.
Myndskeið
Svakaleg aðkoma að Hamarshöllinni
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að henni hafi brugðið þegar hún fékk símtal í morgun um að Hamarshöllin, uppblásið íþróttahús, væri farin. Hún segir að bæjarbúar gefist ekki upp, íþróttamannvirki verði á ný á þessum stað. Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að aðkoman hafi verið svakaleg.
22.02.2022 - 14:36
Viðtal
„Hamarshöllin bókstaflega sprakk í andlitið á honum“
Hamarshöllin, íþróttahúsið í Hveragerði, sprakk á sjöunda tímanum í morgun þegar þrír starfsmenn bæjarins voru þar við. Gat hafði komið á höllina í illviðrinu og voru starfsmenn mættir á staðinn til að meta stöðuna, þegar íþróttahúsið, sem var loftborið eða uppblásið, sprakk. Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar segir að tjónið hlaupi á hátt í hundrað milljónum króna.
22.02.2022 - 09:41
Illa gengur að halda hita á sundlaug Hvergerðinga
Erfitt hefur reynst síðustu daga að halda hita á sundlaug, heitum pottum, gufubaði og sturtum í sundlaug Hvergerðinga í Laugaskarði. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, segir að sundgestum þyki óþolandi að laugin skuli stundum vera ónothæf. Vandræðin eru vegna þrýstingsfalls í gufuveitu.
Krefja bæjarstjóra um skýringu á gjaldtöku í Reykjadal
Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent erindi til Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðis, þar sem óskað er eftir skýringum á fyrirhugaðri gjaldtöku við Reykjadal. Samtökin segjast alfarið hafna hugmyndum um einhliða gjaldtöku. Ekki sé hægt að ætlast til að ferðaþjónustufyrirtæki og ferðamenn greiði gjöld þegar þjónusta eða innviðir eru ekki til staðar.
06.09.2021 - 10:09
Hvergerðingar búnir að fá nóg af orlofi húsmæðra
Bæjarráð Hvergerðinga samþykkti á fundi sínum í gær harðorða bókun um húsmæðraorlof þar sem þingheimur er tekinn til bæna og furðu lýst á þessari „undarlegu tímaskekkju“ eins og það er kallað. Hveragerðisbæ er gert að greiða um 334 þúsund krónur til orlofsnefndar í Árnes-og Rangárvallasýslu á þessu ári.
04.06.2021 - 21:46
Enginn af bönkunum þremur vildi opna í Hveragerði
Bæjarstjórn Hveragerðis fór bónleið til búðar þegar hún óskaði eftir tilboðum í bankaviðskipti og upplýsingum um hvaða þjónustu bankarnir væru tilbúnir að veita íbúum bæjarins. Arion banki hreppti viðskiptin við bæjarfélagið þrátt fyrir að bæjaryfirvöld hefðu lýst því yfir að þau myndu endurskoða samskipti sín við bankann eftir að hann lokaði útibúi sínu í sumar.
11.09.2020 - 14:01
Hveragerði hættir við árshátíð en býður út að borða
Bæjarráð Hveragerðis hefur ákveðið að hætta við árshátíð starfsmanna á þessu ári. Í sárabætur fær starfsfólkið gjafabréf upp á 5.000 krónur sem það getur nýtt sér á veitingastöðum bæjarins.
21.08.2020 - 08:17
ÍAV átti lægsta boð í tvöföldun Suðurlandsvegar
Tilboð í annan áfanga breikkunar Hringvegar á milli Hveragerðis og Selfoss voru opnuð í gær. Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í verkið sem felst í nýbyggingu Hringvegar að hluta og breikkun og endurgerð að hluta á rúmlega sjö kílómetra vegkafla.
Efling boðar fleiri ótímabundin verkföll
Fleiri verkföll en hjá Reykjavíkurborg eru í bígerð hjá Eflingu. Greidd verða atkvæði um ótímabundin verkföll í fimm sveitarfélögum og samúðarverkföll í einkareknum leik- og grunnskólum. Þau hefjast í 9. mars verði þau samþykkt
Hvergerðingar undrandi á nágrönnum sínum
Bæjarráð Ölfuss hefur hafnað beiðni íbúa við Brúarhvammsveg í Ölfusi sem óskuðu eftir því að mörkum sveitarfélagsins yrði breytt þannig að hús þeirra, lóðir og annað sem þeim tilheyrir fylgi framvegis sveitarfélaginu Hveragerði. Bæjarráð Hveragerðis er undrandi á „afdráttarlausri afstöðu Ölfusinga til viðræðna.“
19.08.2019 - 08:27
Neistar kveiktu bál á Blómstrandi dögum
Neistar af flugeldum kveiktu eld í Hveragerði á ellefta tímanum í kvöld. Árleg flugeldasýning var haldin í bænum í kvöld í tilefni Blómstrandi daga. Mjög þurrt hefur verið í Hveragerði, líkt og víðar á sunnan- og vestanverðu landinu undanfarnar vikur. Því dugðu neistarnir til þess að kveikja nokkurn eld í skraufþurru grasinu.
18.08.2019 - 00:26
Myndskeið
Ekki gerð krafa um geðlækni í Hveragerði
Markaðsstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði segir engar breytingar verða á geðheilbrigðisþjónustu þó að forstjóranum hafi verið sagt upp. Hann var eini geðlæknirinn sem starfaði á staðnum. Ekki er gerð krafa um geðlækni í samningi stofnunarinnar við Sjúkratryggingar.
13.07.2019 - 19:30
Myndskeið
Sviðsetning á huglægu rými
„Þetta er ekki heimildarmynd,“ segir myndlistarmaðurinn Ólafur Sveinn Gíslason um sýningu sína Huglæg rými í Hveragerði. „Þetta er frjáls leikur og sviðsetning. Hún er allsstaðar í öllu, einhver bygging sem ég set saman og miðlar ástandi.“
28.02.2019 - 15:44
Enn eru kettir drepnir í Hveragerði
Fjölda margir kettir hafa fundist dauðir í Hveragerði undanfarin misseri og svo virðist sem eitrað hafi verið fyrir þeim. Kettir sona Magnúsar Þórs Sigmundssonar tónlistarmanns voru drepnir nýlega. Magnús Þór segir að mikil hætta geti stafað af hegðun mannsins og biður hann að hætta þessum drápum.
25.06.2018 - 13:57
Hreinn meirihluti hélt í Hveragerði
Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta sínum í Hveragerði og fjórum mönnum. Okkar Hveragerði fékk tvo menn og Frjálsir með Framsókn einn mann.
Álfar fá pláss á byggingarsvæði í Hveragerði
Fyrsta skóflustungan var tekin í dag í Hveragerði að 77 litlum íbúðum. Álfar munu líka búa á lóðinni. 
23.05.2018 - 19:20
Segja eitrað fyrir köttum í Hveragerði
Samtökin Villikettir á Suðurlandi greina frá því á Facebook síðu sinni að þrír kettir í sömu götu í Hveragerði hefðu veikst og einkenni bentu til eitrunar. Einn þeirra hefði drepist en hinir tveir væru mjög veikir.
05.05.2018 - 16:19
Vilja hafa áfram lokað í Reykjadal
Úttekt var gerð á göngustíg í Reykjadal í gær eftir að svæðið hafði verið lokað í tæpar tvær vikur. Umhverfisstofnun telur mikilvægt að svæðið verði lokað áfram næstu fjórar vikur.
13.04.2018 - 10:30
Eyþór efstur og Aldís í fjórða sæti
Listi Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar í Hveragerði í vor var samþykktur á félagsfundi í kvöld. Eyþór H. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, skipar efsta sæti listans og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri það fjórða. Í öðru sætinu er Bryndís Eir Þorsteinsdóttir verslunarstjóri og Friðrik Sigurbjörnsson bæjarfulltrúi er í því þriðja.
Vill að bærinn yfirtaki eign vegna Eden-reits
Eigandi garðplöntusölunnar Borgar vill að Hveragerðisbær yfirtaki eign sína fallist bæjaryfirvöld ekki á þá kröfu hans að lækka nýbyggingar á tveimur lóðum á Eden-reitnum niður í eina hæð. Hann telur að nýbyggingarnar muni hafa veruleg áhrif á rekstur hans og valda honum gríðarlegu fjártjóni.
03.03.2018 - 14:10
Kæra vegna Eden-reits barst 3 dögum of seint
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála vísaði á föstudaginn frá kæru eiganda garðplöntusölunnar Borgar vegna deiliskipulags á Eden-reitnum í Hveragerði þar sem kæran barst þremur dögum of seint.
13.02.2018 - 10:33