Hvalfjarðarsveit

Hvalfjarðarsveit
Sveitarfélagið varð til í núverandi mynd árið 2004 þegar fjögur sveitarfélög voru sameinuð; Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur.
02.05.2014 - 11:54
Hvalfjarðarsveit vill kísilver
Hvalfjarðarsveit hefur borist erindi frá nefnd ríkisins um ívilnanir vegna nýfjárfestinga vegna áhuga bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials. Fyrirtækið hefur hug á að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga.
02.05.2014 - 08:48
Stækka iðnaðarsvæði á Grundartanga
Sveitastjórn Hvalfjarðasveitar hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi á Grundartanga og stækka iðnaðarsvæðið úr 180 hekturum í rúmlega 230.
01.04.2014 - 09:09
Persónukosningar líklegar í vor
Allt bendir til að óhlutbundnar kosningar, eða persónukosningar, fari fram í sveitarfélagi Hvalfjarðarsveitar í vor.
22.03.2014 - 07:27
Hvalfirðingar verða að sjóða neysluvatn
Íbúar Hvalfjarðarsveitar og notendur vatns á svæði Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar ættu að sjóða allt vatn til neyslu, þar sem síað yfirborðsvatn verður leitt tímabundið inn á neysluvatnslögn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vatnsveitufélaginu. Viðvörunin gildir frá kl. 19.00 í kvöld.
10.03.2014 - 17:50
Vilja ekki sameiningu
Meirihluti íbúa Skorradalshrepps vill að hreppurinn verði áfram sjálfstætt sveitarfélag eða 59 prósent. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem hreppurinn lét gera og framkvæmd var af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Kanna hug íbúa til sameiningar
Á sveitarstjórnarfundi í Skorradalshreppi í kvöld verður farið yfir niðurstöður skoðanakönnunar um hvort ræða eigi við Hvalfjarðarsveit eða Borgarbyggð um sameiningu eða hvort hreppurinn eigi áfram að vera sjálfstæður.
24.02.2014 - 12:54
Kannar hug íbúa til sameiningar
Skorradalshreppur kannar þessa dagana hug íbúa til að ræða við annaðhvort Hvalfjarðarsveit eða Borgarbyggð um sameiningu sveitarfélaganna. Niðurstöðu er að vænta í næstu viku.
13.02.2014 - 18:12
Vilja reisa sólarkísilverksmiðju
Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur óskað eftir lóð á Grundartanga fyrir stóra sólarkísilverksmiðju. Áætlaður byggingarkostnaður er 77 milljarðar króna og fyrirtækið vill hefja framkvæmdir næsta haust.
10.02.2014 - 10:30
Ræða sameiningu í fimmta sinn
Líkur eru á að kosið verði um sameingu Skorradals við önnur sveitarfélög, í fimmta sinn í vor. Þreifingar eru hafnar og valið stendur á milli Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar.
03.01.2014 - 17:00
Borgarbyggð hafnar Skagamönnum
Borgarbyggð hefur hafnað tillögu bæjarstjórnar Akraneskaupsstaðar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á sunnanverðu Vesturlandi. Þetta kemur fram á Skessuhorn.is.
Yrði tíunda stærsta sveitarfélag landsins
Akranes ætlar að halda sínu striki og ræða við Borgarbyggð og Skorradalshrepp um sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga, þrátt fyrir að Hvalfjarðarsveit ætli ekki að vera með í viðræðunum.
Vilja ekki sameinast Skagamönnum
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vill ekki sameinast Akranesi, Borgarbyggð og Skorradalshreppi. Ósk bæjarstjórnar Akraness um viðræður um slíka sameiningu var hafnað í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar í gær.
Kostnaður fámennra sveitarfélaga mun meiri
Stærðarhagkvæmni í rekstri sveitarfélaga kemur glögglega í ljós þegar framlög þeirra til mennta-, menningar og æskulýðsmála eru reiknuð eftir íbúafjölda. Fámennustu sveitarfélögin verja mun hærri fjárhæðum á hvern íbúa til þessara mála en þau fjölmennari.
Akranes óskar eftir sameiningarviðræðum
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Gunnars Sigurðssonar og Einars Brandssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að óska eftir viðræðum við sveitastjórnir Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar um mögulega sameiningu.
Mengunaróhapp á Grundartanga
Mengunaróhapp varð í Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga í dag og lagði þykkan reykmökk upp frá verksmiðjunni.
29.06.2013 - 17:52
Aukin flúormengun
Mælingar staðfesta vaxandi flúormengun utan þynningarsvæðis iðjuberanna á Grundartanga. Uppsafnaður flúor í grasbítum er í sumum tilvikum kominn yfir skilgreind þolmörk.
21.11.2012 - 18:54
Milljarðaframkvæmdir á Grundartanga
Verkefni fyrir á annan tug milljarða eru í farvatninu hjá Norðuráli á Grundartanga. Fyrirhugaðar framkvæmdir gætu aukið framleiðslugetu álversins um 30 til 50 þúsund tonn á ári.
10.10.2012 - 18:10
Sláttur hafinn á Vesturlandi
Sláttur er hafinn hjá nokkrum bændum í Borgarfirði og Hvalfjarðarsveit.
11.06.2012 - 14:03
Hernámssetur opnað í Hvalfirði
Bresku dátarnir sem stigu fyrstir á land í Hvalfirði á styrjaldarárunum voru hálfgerðir kálfar svo ungir og óreyndir voru þeir. Þetta segir Vífill Búason sem þá var aðeins tíu ára. Hann var meðal gesta við opnun Hernámsseturs í dag.
19.05.2012 - 19:12
Framkvæmdir á Grundartanga
Byrjað verður að byggja fjögur þúsund fermetra hús undir endurvinnslufyrirtækið GMR á Grundartanga í næstu viku. Skessuhorn segir frá því að áætlað sé verksmiðjan taki til starfa á fyrri hluta næsta árs.
08.02.2012 - 11:00
Vilja ekki Tindaskóla
Íbúar í Hvalfjarðarsveit eru svo ósáttir við að sameinaður grunn- og leikskóli fái nýtt nafn að þeir eru byrjaðir að safna undirskriftum gegn nafnabreytingunni.
23.01.2012 - 13:05
Vestlendingur ársins 2011
Haraldur Magnússon bóndi og frumkvöðull í Belgsholti í Hvalfjarðarsveit er Vestlendingur ársins 2011 að mati lesenda Skessuhorns.
04.01.2012 - 14:24
Virkjar vind í Melasveit
Haraldur Magnússon bóndi í Belgsholti í Hvalfjarðarsveit hóf skipulegar veðurathuganir hjá sér árið 2003 með lítilli veðurathugunarstöð. Þetta leiddi til þess að nú í sumar gangsetti hann 30 kw. vindrafstöð sem er sú fyrsta á Íslandi sem er tengd beint inn á landsnetið.
28.11.2011 - 11:45
Hafnar kæru um Grundartanga
Innanríkisráðuneytið hefur í úrskurði hafnað stjórnsýslukæru Sigurbjörns Hjaltasonar og Ragnheiðar Þorgrímsdóttur gegn Hvalfjarðarsveit vegna ákörðun sveitarstjórnar um breytingu á aðalskipulagi á Grundartangasvæði.
04.11.2011 - 10:55