Húnavatnshreppur

Teflir kveðskapnum gegn íbúaflótta
Kvæðavefur Húnaflóa er ársgamall í vikunni. Ingi Heiðmar Jónsson, sem heldur utan um vefinn, segir að vefurinn sé öðru þræði áhugamál safnara og burtflutts Norðlendings, sem gjarnan vilji leggja nokkuð af mörkum til að efla menningu í heimabyggðum og snúast gegn fólksflótta af svæðinu.
02.08.2015 - 11:20
Leikskólasund bætir lund
Íslensk leikskólabörn hafa almennt ekki mörg tækifæri til að svamla um í sundlaugum á skólatímanum, að minnsta kosti ekki með reglulegu millibili.
08.12.2014 - 08:58
Einar Kristján ráðinn til Húnvatnshrepps
Einar Kristján Jónsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Húnavatnshrepps. Einar var valinn úr hópi 16 umsækjenda.
07.08.2014 - 11:24
Húnvetningar höfnuðu sameiningu
Meirihluti íbúa Húnavatnshrepps hafnaði sameiningu hreppsins við önnur sveitarfélög, eða 54%.
03.06.2014 - 10:14
A-listinn með forystu í Húnavatnshreppi
A-listinn Listi framtíðar er með forystu í Húnavatnshreppi þegar búið er að telja 279 atkvæði eða með tæplega 62 prósent atkvæða. E-listinn Nýtt afl er með rúm 38 prósent. Verði þetta niðurstaðan fær A-listi framtíðar fjóra menn kjörna, en Nýtt afl þrjá menn.
Húnavatnshreppur
Í Húnvatnshreppi bjuggu 409 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 54. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Tveir listar bjóða fram að þessu sinni, E-listi Nýs afls og A-listi Framtíðar.
14.05.2014 - 18:25
Vilja kanna hug íbúanna til sameiningar
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur ákveðið að kanna hug íbúanna til sameiningar við önnur sveitarfélög. Skoðanakönnun þess efnis fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum 31. maí.
02.04.2014 - 09:32
Takmarkaður áhugi á sameiningu
Ólíklegt er að formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu hefjist á þessu kjörtímabili. Fyrr í vetur var kynnt skýrsla sem sýndi fram á hagkvæmni slíkrar sameiningar.
Hagstætt að sameina í A-Húnavatnssýslu
Beint fjárhagslegt hagræði af sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu gæti verið allt að 50 milljónir króna á ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um hagkvæmni sameiningar. Skuldahlutfall sameinaðs sveitarfélags yrði nálægt landsmeðaltali.
Nýtt kerfi auki netöryggi
Sveitarstjóri Húnavatnshrepps vonar að nýtt þráðlaust netkerfi, sem verður sett upp í sveitarfélaginu á næstu mánuðum, auki netöryggi íbúanna.
21.07.2013 - 16:05
Húnvetningar skoða stóra sameiningu
Hafin er könnun á hagkvæmni þess að sameina öll sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu í eitt. Samvinna sveitarfélaganna er mikil en fjárhagsleg staða þeirra afar ólík.
Mikil uppbygging á Hveravöllum
Húnavatnshreppur, aðaleigandi Hveravallafélagsins ehf. hefur samið við Iceland Excursions Allrahanda ehf. um uppbyggingu ferðaþjónustu á Hveravöllum. „Mikilvægast er að ekki verði verra umhorfs í náttúrunni eftir framkvæmdir,“ segir nýr stjórnarformaður Hveravallafélagsins.
10.06.2013 - 12:52
Standa ekki undir litlum skuldum
Átta sveitarfélög sem skulda lítið geta samt ekki staðið undir skuldunum, samkvæmt nýrri úttekt. Meirihluti sveitarfélaga skuldar þó lítið og stendur vel undir skuldunum.
Frekari sameining sveitarfélaga á NV-landi
Allnokkur skriður virðist kominn á hugmyndir um frekari sameiningu sveitarfélaga í Húnavatnssýslum. Bæjarráð Blönduósbæjar hyggst leita eftir aðkomu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu að viðræðum um sameiningu.
Vill sameina öll sveitarfélögin á svæðinu
Oddviti Húnavatnshrepps vill skoða sameiningu allra sveitarfélaga í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslum í eitt. Sameining færri sveitarfélaga skili litlu. Aðstæður sveitarfélaga séu orðnar þannig að þörf sé á stærri og sterkari einingum.
Sameining Blönduóss og Húnavatnshrepps
Bæjarstjórn Blönduósbæjar vill kanna möguleika á sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Sveitarfélögin hafa nú þegar starfað náð saman í mörg ár og því sé rökrétt að skoða með hvaða hætti sameiginlegt sveitarfélag getur tekist á við verkefni komandi ára.
13.12.2012 - 10:16
Kynningarferli vegna Blöndulínu 3
Hafin er kynning á frummatsskýrslu vegna lagningar Landsnets hf. á Blöndulínu 3, 220 kV háspennulínu frá Blöndustöð til Akureyrar. Línan mun liggja um sex sveitarfélög; Húnavatnshrepp, Sveitarfélagið Skagafjörð, Akrahrepp, Hörgársveit og Akureyrarkaupstað, um 107 km leið.
Tekist á um Svínavatnsleið
Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa boðað forsvarsmenn tveggja sveitarfélaga í Húnavatnssýslum á fund til að ræða ágreining um lagningu vegar um svokallaða Svínavatnsleið. Húnvetningar hafa alfarið lagst gegn þessari vegagerð en bæjarstjórinn á Akureyri vonast til að þeir skipti um skoðun.
17.03.2011 - 12:12
Skýri andstöðu við Svínavatnsleið
Umhverfisráðuneytið hefur óskað eftir rökstuðningi frá sveitarfélögunum Húnavatnshreppi og Blönduósbæ við þá afstöðu þeirra að leggjast gegn því að nýr vegur verið lagður um svokallaða Svínavatnsleið. Vegurinn myndi stytta hringveginn um allt að fjórtán kílómetra en heimamenn hafa mótmælt lagningu h
08.03.2011 - 14:03
Skipulagsstofnun hafnar Húnavallaleið
Skipulagsstofnun leggur til að aðalskipulag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps verði samþykkt þrátt fyrir að þar sé ekki gert ráð fyrir Húnavallaleið. Hátt í tvöhundruð athugasemdir bárust þegar aðalskipulag sveitarfélaganna var auglýst í haust og sneru þær allar að því að ekki er gert ráð fyrir Húnav
14.12.2010 - 15:37
Fornleifaskráning sveitafélögum dýr
Kostnaður við fornleifaskráningu vegna aðalskipulagsgerðar í Húnavatnshreppi er áætlaður allt að þrjátíu milljónir króna eða á sjöunda tug þúsund á hvern íbúa í sveitarfélaginu. Það samsvarar um sex milljörðum króna á höfuðborgarsvæðinu.
23.10.2010 - 13:40
Ræða frekari uppbyggingu
Húnavatnshreppur, ríkið og ferðaþjónustan í heild sinni verða í sameiningu að koma að frekari uppbyggingu á Hveravöllum til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna sem þangað leggja leið sína. Þetta er skoðun framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Málþing er í dag í Húnaveri um H
23.10.2010 - 11:24
Húnavallaleið ekki á aðalskipulagi
Ekkert verður af lagningu Húnavallaleiðar, samkvæmt nýju aðalskipulagi Húnavatnshrepps. 190 athugasemdir voru gerðar við það að hún er ekki á aðalskipulaginu. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra telja lagninguna ekki tímabæra.
09.09.2010 - 22:46
Vegagerðin vill Húnavallaleið
Vegagerðin hefur gert tillögu að nýrri 17 kílómetra veglínu fyrir þjóðveg eitt í Húnaþingi, sem kölluð er Húnavallaleið - en hún er á milli Brekkukots í Húnavatnshreppi og Skriðulands í Blönduósbæ. Með þessari veglínu myndi leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur styttast um 14 kílómetra. Hér er um að
01.02.2010 - 16:03
  •