Húnavatnshreppur

Ljúka við að leggja ljósleiðara yfir Kjöl
Fyrirhuguð lagning 84 km ljósleiðara yfir Kjöl er ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Míla lýkur því síðasta áfanga af þremur við að tengja Suðurland og Norðurland með ljósleiðara í nóvember.
Myndband
Álftir gerðu uppreisn gegn dróna
Álftir gerast gjarnan heimakomnar í túnum bænda og éta þar gras og annan gróður. Bændum er mörgum hverjum ekki vel við slíkar gestakomur og reyna að halda þeim fjarri með ýmsum ráðum.
02.06.2020 - 16:14
Endurnýja ekki samning um málefni fatlaðra
Húnaþing vestra ætlar ekki að endurnýja samstarfssamning sem er í gildi til áramóta á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðra. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið ætli sjálft að veita þjónustuna með skilvirkari hætti en áður.
Vilja að afurðir séu fullnýttar heima í héraði
Aðferðir til að fullnýta afurðir heima í héraði voru rauði þráðurinn á íbúafundi í Varmahlíð. Óskað var eftir hugmyndum íbúa á Norðurlandi vestra vegna vinnu við sóknaráætlun fyrir árin 2020-2024. Umhverfismál vega þyngra en áður í nýrri sóknaráætlun og meðal annars er mælst til þess að mötuneyti á svæðinu kaupi meira beint frá býli eða beint úr bát.
Blöndulína 3 í nýtt umhverfismat í haust
Landsnet hefur óskað eftir umhverfismati á Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Framkvæmdastjóri Landsnets segir framkvæmdina mikilvæga fyrir meginflutningskerfi landsins.
Bíða eftir útspili stjórnvalda
Stór skref í átt að sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu verða ekki stigin fyrr en stjórnvöld sína spilin. Þetta segir formaður sameiningarnefndar, sem telur að íbúakosning gæti í fyrsta lagi orðið næsta vor.
Vilja ljúka viðræðum um sameiningu
Allar líkur eru á að viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnvatnssýslu hefjist að nýju á næstunni. Stefnt er að sameiningu fjögurra sveitarfélaga, en hlé var gert á viðræðum vegna sveitarstjórnarkosninga. Tvær af fjórum sveitarstjórnum hafa tilnefnt fulltrúa í nýja sameiningarnefnd. 
Sameiningarviðræður gætu hafist fljótlega
Þrjár sveitarstjórnir af fjórum í Austur-Húnavatnssýslu hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Beðið er eftir Skagabyggð, sem þarf að ákveða hvort á að sameinast Austursýslunni eða Skagafirði.
Öllu fé slátrað sem fór yfir Blöndu í sumar
Á fjórða hundrað fjár sem fór yfir sjúkdómavarnarlínu Blöndu í sumar verður slátrað í haust, samkvæmt ákvörðun Matvælastofnunar. Oddviti Húnavatnsshrepps segir vinnubrögðin óboðleg og líklegt að bændur kæri ákvörðunina. 
11.09.2017 - 12:25
Hreppur hirðir sorphirðugjald af bæjarfulltrúa
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hafnaði kröfu eiganda sumarhúss í Húnavatnshreppi sem vildi að ákvörðun sveitarfélagsins um að leggja sorphirðugjald á húsið yrði ógild. Eigandinn, Oddný María Gunnarsdóttir, er bæjarfulltrúi í nágrannasveitarfélaginu Blönduósi og hún hélt því fram að húsið væri eyðibýli. Hreppurinn taldi þau rök vart halda vatni - húsið væri notað sem sumarhús þar sem ljósleiðari hefði verið lagður í það á síðasta ári.
04.09.2017 - 22:20
Sameining Austur-Húnavatnssýslu til skoðunar
Sveitarstjórnir í Austur-Húnavatnssýslu taka á næstunni afstöðu til þess hvort skuli hefja formlegar sameiningarviðræður. Þetta var ákveðið á fundi sveitarfélaganna í morgun. Forsvarsmenn Skagabyggðar er nú þegar í viðræðum við Skagafjörð um sameiningu og þurfa að ákveða hvoru megin borðsins þeir ætla að vera. 
Þreifingar í sameiningu sveitarfélaga NV-lands
Sveitarfélögin Skagafjörður og Skagabyggð eru að hefja formlegar sameiningarviðræður. Formaður samninganefndar og oddviti Skagabyggðar segir öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra sterkari sameinuð. Oddviti Húnaþings vestra segir allsherjarsameiningu sveitarfélaganna níu ekki koma til greina eins og staðan er.
Var of þungur fyrir brúna yfir Vatnsdalsá
Rannsóknarnefnd Samgönguslysa segir mikilvægt að tryggt sé að brýr þoli þann þunga sem er leyfður og beinir því til Vegagerðarinnar að taka þetta mál til sérstakrar skoðunar í ljósi þess að víða séu enn eldri brýr í notkun.
23.11.2016 - 07:02
Gera athugasemd við brúarframkvæmd
Minjastofnun hefur gert athugasemdir við að framkvæmdir við nýja brú yfir Vatnsdalsá væru hafnar áður en stofnunin hafði skilað inn umsögn um framkvæmdina. Bráðabirgðabrú yfir ána hefur verið tekin í gagnið.
23.09.2015 - 15:13
Teflir kveðskapnum gegn íbúaflótta
Kvæðavefur Húnaflóa er ársgamall í vikunni. Ingi Heiðmar Jónsson, sem heldur utan um vefinn, segir að vefurinn sé öðru þræði áhugamál safnara og burtflutts Norðlendings, sem gjarnan vilji leggja nokkuð af mörkum til að efla menningu í heimabyggðum og snúast gegn fólksflótta af svæðinu.
02.08.2015 - 11:20
Leikskólasund bætir lund
Íslensk leikskólabörn hafa almennt ekki mörg tækifæri til að svamla um í sundlaugum á skólatímanum, að minnsta kosti ekki með reglulegu millibili.
08.12.2014 - 08:58
Einar Kristján ráðinn til Húnvatnshrepps
Einar Kristján Jónsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Húnavatnshrepps. Einar var valinn úr hópi 16 umsækjenda.
07.08.2014 - 11:24
Húnvetningar höfnuðu sameiningu
Meirihluti íbúa Húnavatnshrepps hafnaði sameiningu hreppsins við önnur sveitarfélög, eða 54%.
03.06.2014 - 10:14
A-listinn með forystu í Húnavatnshreppi
A-listinn Listi framtíðar er með forystu í Húnavatnshreppi þegar búið er að telja 279 atkvæði eða með tæplega 62 prósent atkvæða. E-listinn Nýtt afl er með rúm 38 prósent. Verði þetta niðurstaðan fær A-listi framtíðar fjóra menn kjörna, en Nýtt afl þrjá menn.
Húnavatnshreppur
Í Húnvatnshreppi bjuggu 409 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 54. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Tveir listar bjóða fram að þessu sinni, E-listi Nýs afls og A-listi Framtíðar.
14.05.2014 - 18:25
Vilja kanna hug íbúanna til sameiningar
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur ákveðið að kanna hug íbúanna til sameiningar við önnur sveitarfélög. Skoðanakönnun þess efnis fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum 31. maí.
02.04.2014 - 09:32
Takmarkaður áhugi á sameiningu
Ólíklegt er að formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu hefjist á þessu kjörtímabili. Fyrr í vetur var kynnt skýrsla sem sýndi fram á hagkvæmni slíkrar sameiningar.
Hagstætt að sameina í A-Húnavatnssýslu
Beint fjárhagslegt hagræði af sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu gæti verið allt að 50 milljónir króna á ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um hagkvæmni sameiningar. Skuldahlutfall sameinaðs sveitarfélags yrði nálægt landsmeðaltali.
Nýtt kerfi auki netöryggi
Sveitarstjóri Húnavatnshrepps vonar að nýtt þráðlaust netkerfi, sem verður sett upp í sveitarfélaginu á næstu mánuðum, auki netöryggi íbúanna.
21.07.2013 - 16:05
Húnvetningar skoða stóra sameiningu
Hafin er könnun á hagkvæmni þess að sameina öll sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu í eitt. Samvinna sveitarfélaganna er mikil en fjárhagsleg staða þeirra afar ólík.