Húnaþing vestra

Faraldurinn hefur kostað Húnaþing vestra mikið
Heildarkostnaður Húnaþings vestra vegna kórónuveirufaraldursins er nú orðinn tæpar níutíu milljónir króna. Um vikutíma í mars voru allir íbúar sveitarfélagsins í sóttkví og kostaði það sveitarfélagið um tvær og hálfa milljón króna á dag.
01.12.2020 - 12:02
Hafa þungar áhyggjur af lágu verði til sauðfjárbænda
Dalabyggð, Strandabyggð, Reykhólahreppur og Húnaþing vestra hafa þungar áhyggjur af of lágu afurðaverði til sauðfjárbænda. Sveitarfélögin skora á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð næsta árs strax fyrir áramót.
Rimlahlið á mörkum varnarsvæða fjarlægt án samráðs
Yfirdýralæknir hefur beðið sveitarstjóra Húnaþings vestra afsökunar að rimlahlið sem aðskilur varnarsvæði búfjársjúkdóma hafi verið fjarlægt án vitundar sveitarfélagsins. Hliðið verði sett aftur upp í vor og lágmarksáhætta sé á að fé fari á milli hólfa á meðan.
Skólabúðir að Reykjum fullbókaðar
Skólabúðirnar í Reykjaskóla í Hrútafirði eru í fullri starfsemi og uppbókaðar í vetur. Krakkar frá Akureyri og Reykjavík áttu að dvelja þar í vikunni.
06.10.2020 - 14:28
Sauðfjárbændur í Miðfirði fá aðgöngumiða í réttir
Áður en réttað verður í Miðfjarðarrétt á laugardaginn fá bændur afhenta miða sem gefa rétt til þátttöku í réttarstörfum. Þá verður fé rekið í réttina í þrennu lagi til að lágmarka fjölda.
31.08.2020 - 16:25
Rimlahlið á mörkum varnarlína verða ekki fjarlægð
Yfirdýralæknir segir að ekki standi til að fjarlægja rimlahlið á hringveginum í Húnavatnssýslum og Skagafirði á mörkum varnarlína búfjársjúkdóma. Gerð hafi verið mistök þegar tilkynnt var að hliðin yrðu fjarlægð.
Bíræfnir þjófar stálu tveimur tonnum af rækjum
Lögreglan á Norðurlandi vestra rannsakar býsna bíræfinn þjófnað en tveimur tonnum af rækjum var stolið frá einni elstu rækjuverksmiðju landsins, Meleyri á Hvammstanga, um helgina.
24.08.2020 - 14:47
Ræktin á Hvammstanga lokuð sjö sinnum á dag vegna þrifa
Þreksal íþróttamiðstöðvarinnar á Hvammstanga verður lokað sjö sinnum á dag svo hægt sé þrífa og sótthreinsa. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.
14.08.2020 - 13:55
Myndskeið
„Þá var þetta að byrja og það fór allt á hliðina“
Ekki var búið að ráða bót á því tjóni sem varð í Húnaþingi Vestra í storminum í desember þegar faraldurinn kom í sveitarfélagið. Fyrir mánuði voru allir þar í úrvinnslusóttkví og 32 greindust smitaðir.
26.04.2020 - 11:03
200 lausir úr sóttkví í Húnaþingi vestra
Í gærkvöld lauk tveggja vikna sóttkví starfsfólks og nemanda Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga. Sveitarstjórinn þakkar bæjarbúum fyrir góða samstöðu í því ástandi sem þar hefur ríkt undanfarið.
31.03.2020 - 10:35
Þurfti að kveða niður sögusagnir um hvar hún smitaðist
Arna Rós Bragadóttir, hjúkrunarnemi sem greindist með Covid-19 fyrir hálfum mánuði, fann sig knúna til að kveða niður kjaftasögur um hvar og hvenær hún smitaðist af veirunni. Hún vill vekja fólk til umhugsunar um hvernig það talar um aðra í ástandinu sem ríkir í samfélaginu vegna faraldursins.
29.03.2020 - 18:26
Má lítið út af bregða hjá litlum heilbrigðisstofnunum
Sautján hafa greinst með kórónuveirusmit í Húnaþingi vestra. Yfirlæknir á Hvammstanga hefur áhyggur af mönnun heilbrigðisstofnana, lítið megi út af bregða.
„Bíð eftir að vakna upp af draumi“
Allir íbúar Húnaþings vestra sæta nú tímabundinni úrvinnslusóttkví, en í henni felst henni felst að einungis einn af hverju heimili getur hverju sinni yfirgefið heimilið til að afla aðfanga. Þá mega að hámarki aðeins fimm koma saman.
24.03.2020 - 09:00
Fimm með COVID-19 í Húnaþingi vestra
Fimm smit hafa verið staðfest í Húnaþingi vestra. 1.181 búa í sveitarfélaginu. Hálfgert útgöngubann var sett vegna gruns um víðtækt smit en frá klukkan tíu í gærkvöld var öllum íbúum gert að sæta svokallaðri úrvinnslusóttkví. Það felst í því að aðeins einn af hverju heimili má sækja aðföng. Þá er hámarksfjöldi þeirra sem má koma saman fimm.
22.03.2020 - 08:21
Grunur um víðtækt smit í Húnaþing vestra
Grunur leikur á víðtæku kórónuveirusmiti í Húnaþingi vestra. Aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur tekið þá ákvörðun að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða strax á meðan unnið er að smitrakningu. Aðeins einn má yfirgefa heimilið til að afla aðfanga og tekur þetta gildi klukkan tíu í kvöld.
21.03.2020 - 18:46
Söngvarar framtíðarinnar kepptu á Hvammstanga
„Við erum mjög stressaðar,“ sögðu vinkonurnar Ísey Lilja Waage og Valdís Freyja Magnúsdóttir rétt áður en þær stingu á sviðið í söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra á dögunum. Fjallað var um keppnina í Landanum á sunnudagskvöld.
12.02.2020 - 14:48
Rás 1 liggur niðri í Húnaþingi
Vegna bilunar í útsendingarkerfi Ríkisútvarpsins liggja útsendingar Rásar 1 niðri svæði frá utanverður Hrútafirði að hluta Skagafjarðar þar með talið eru Hólmavík, Hvammstanga, Blönduós Skagaströnd og innsti hluti Skagafjarðar. Hægt er að ná útsendingum RÚV á öðrum miðlum svo sem í Rúv Appinu, á sjónvarpsdreifikerfum símafélaga, á vefnum okkar ruv.is og á Langbylgju frá Gufuskálum á 189kHz.
14.01.2020 - 15:29
Aftur rafmagnslaust í Vestur-Húnavatnssýslu
Rafmagnslaust er nú á svæðinu frá Hvammstanga að Vigdísarstöðum og frá Reykjaskóla að Laugabakka í Húnaþingi, samkvæmt tilkynningu frá RARIK. Verið er að leita að bilunum í Vestur-Húnavatnssýslu og búið er að koma rafmagni á Miðfjörð og Hrútafjörð frá Hrútatungu að Reykjaskóla og á Heggstaðanesi.
17.12.2019 - 10:14
Hross drepast í fannferginu
Unnið er að viðgerð á Dalvíkurlínu og víðar á Norðurlandi. Landsnet greindi frá því í morgun að fleiri stæður séu skemmdar á Dalvíkurlínu en áður var talið. Um 60 staurar eru brotnir, en viðgerðir eru í gangi með viðbótarmannskap frá Rarik, Veitum og verktökum.
13.12.2019 - 12:47
Húnaþing vestra: Innviðir samfélagsins hafa brugðist
Sveitastjórn Húnaþings vestra gagngrýnir harðlega að grunnstofnanir samfélagsins, RARIK, Landsnet og fjarskiptafyrirtækin hafi ekki verið betur undirbúin og mönnuð en raun ber vitni. Aftur á móti hafi björgunarsveitirnar og Rauði krossinn verið vel undirbúin og komin með tæki og fólk á staðinn áður en veðrið skall á.
12.12.2019 - 19:12
Viðkvæmt ástand í fjósum vegna rafmagnsleysiss
Rafmagnsleysi og flökt undanfarna tvo daga hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og valdið tjóni víða. Bændur hafa þurft að handmjólka kýr þar sem mjaltabúnaður krefst rafmagns. Sum fjós eru búin varaafli en mjög víða er ekki slíkur búnaður til staðar.
Ekkert rafmagn á hjúkrunardeild á Hvammstanga
Það er ófremdarástand á svæðinu, segir Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE), um rafmagnsleysið á Hvammstanga þar sem útibú HVE er. Engin vararafstöð er við deildina á Hvammstanga þar sem um sextán manns dvelja á hjúkrunardeild. Notast þarf við ljós með rafhlöðum til þess að lýsa deildina upp. Rafmagnslaust hefur verið frá því um klukkan þrjú í gær.
11.12.2019 - 18:41
Eins og að róa í kjötsúpu
Íbúum í nágrenni Hvammstanga líkar bölvanlega við mikið mávager sem heldur til við frárennsli sláturhússins í bænum. Bændur óttast að mávarnir geti borið smit í menn og búfénað og étið unga úr æðarvarpi.
Myndband
Ferðamenn segi frá slæmum Vatnsnesvegi
Íbúar á Vatnsnesi hafa lengi barist fyrir bættum vegasamgöngum. Umferð um nesið hefur aukist mikið seinustu ár. Íbúar hafa biðlað til ferðamanna að vekja athygli á ástandi vegarins á samfélagsmiðlum.
20.09.2019 - 21:00
Endurnýja ekki samning um málefni fatlaðra
Húnaþing vestra ætlar ekki að endurnýja samstarfssamning sem er í gildi til áramóta á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðra. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið ætli sjálft að veita þjónustuna með skilvirkari hætti en áður.