Húnaþing vestra

Landinn
Amma og afi prjóna fyrir Kvennaathvarfið
Í byrjun október tísti Selma Dís Hauksdóttir um ömmu sína og afa sem eru búsett á Hvammstanga. Þau eru bæði hætt að vinna en nýta stundirnar yfir sjónvarpinu á kvöldin til að prjóna. Sumt er hugsað fyrir afkomendur en þau fara líka reglulega í bæinn með poka fyrir gott málefni.
30.11.2021 - 07:50
Viðtal
Góður árangur við ræktunarstarf skilar vænni dilkum
Sláturtíð er nú víðast hvar að ljúka og fjöldi erlendra starfsmanna sláturhúsanna fer því af landi brott á næstu vikum. Hjá sláturhúsinu á Hvammstanga er meðalþyngd dilka talsvert hærri en í fyrrahaust og það þakkar sláturhússtjórinn sífellt betri árangri bænda við ræktun.
Birgir Jónasson nýr lögreglustjóri á Norðurlandi vestra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Birgi Jónasson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí.
Sýrlensku fjölskyldurnar ánægðar á Hvammstanga
Nú er lokið formlegri aðstoð við Sýrlendinga sem komu sem flóttamenn til Hvammstanga fyrir tveimur árum. Fjórar af fimm fjölskyldum búa enn á staðnum og ekkert fararsnið virðist á þeim.
05.06.2021 - 13:01
Myndskeið
Dalabyggð skoðar sameiningar austur og vestur
Dalabyggð vill skoða mögulega sameiningu við þrjú sveitarfélög. Annars vegar Húnaþing vestra og hins vegar Stykkishólmsbær og Helgafellssveit. Sveitarfélagið lagðist í valkostagreiningu í vetur og athugaði sérstaklega sameiningarmöguleika við tólf nágrannasveitarfélög sín í sex mismunandi útfærslum. Möguleikarnir teygðu sig í allar áttir, allt suður í Skorradal og norður í Árneshrepp.
Riðan á Vatnshóli mikið áfall
Talsmaður sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu segir það mikið áfall að riða hafi nú greinst á bæ í sýslunni. Bærinn er í Vatnsneshólfi þar sem riða er þekkt, en næsta varnarhólf er riðufrítt. Ristahlið á varnargirðingu milli hólfanna var fjarlægt í haust.
03.03.2021 - 11:13
Riðuveiki á bæ í Húnaþingi vestra
Riðuveiki hefur greinst í kind á bænum Vatnshóli í Húnaþingi vestra. Á bænum eru ríflega 920 fjár. Riða greindist síðast á Vatnshóli árið 1999.
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Skora á ráðherra að hafna kaupum á bújörð í Miðfirði
Sauðfjárbændur í Vestur-Húnavatnssýslu skora á landbúnaðarráðherra að hafna kaupum félagsins Flaums ehf. á jörðinni Núpsdalstungu í Miðfirði. Þá áréttar sveitarstjórn Húnaþings vestra að jarðir eigi að selja til búsetu.
Faraldurinn hefur kostað Húnaþing vestra mikið
Heildarkostnaður Húnaþings vestra vegna kórónuveirufaraldursins er nú orðinn tæpar níutíu milljónir króna. Um vikutíma í mars voru allir íbúar sveitarfélagsins í sóttkví og kostaði það sveitarfélagið um tvær og hálfa milljón króna á dag.
01.12.2020 - 12:02
Hafa þungar áhyggjur af lágu verði til sauðfjárbænda
Dalabyggð, Strandabyggð, Reykhólahreppur og Húnaþing vestra hafa þungar áhyggjur af of lágu afurðaverði til sauðfjárbænda. Sveitarfélögin skora á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð næsta árs strax fyrir áramót.
Rimlahlið á mörkum varnarsvæða fjarlægt án samráðs
Yfirdýralæknir hefur beðið sveitarstjóra Húnaþings vestra afsökunar að rimlahlið sem aðskilur varnarsvæði búfjársjúkdóma hafi verið fjarlægt án vitundar sveitarfélagsins. Hliðið verði sett aftur upp í vor og lágmarksáhætta sé á að fé fari á milli hólfa á meðan.
Skólabúðir að Reykjum fullbókaðar
Skólabúðirnar í Reykjaskóla í Hrútafirði eru í fullri starfsemi og uppbókaðar í vetur. Krakkar frá Akureyri og Reykjavík áttu að dvelja þar í vikunni.
06.10.2020 - 14:28
Sauðfjárbændur í Miðfirði fá aðgöngumiða í réttir
Áður en réttað verður í Miðfjarðarrétt á laugardaginn fá bændur afhenta miða sem gefa rétt til þátttöku í réttarstörfum. Þá verður fé rekið í réttina í þrennu lagi til að lágmarka fjölda.
31.08.2020 - 16:25
Rimlahlið á mörkum varnarlína verða ekki fjarlægð
Yfirdýralæknir segir að ekki standi til að fjarlægja rimlahlið á hringveginum í Húnavatnssýslum og Skagafirði á mörkum varnarlína búfjársjúkdóma. Gerð hafi verið mistök þegar tilkynnt var að hliðin yrðu fjarlægð.
Bíræfnir þjófar stálu tveimur tonnum af rækjum
Lögreglan á Norðurlandi vestra rannsakar býsna bíræfinn þjófnað en tveimur tonnum af rækjum var stolið frá einni elstu rækjuverksmiðju landsins, Meleyri á Hvammstanga, um helgina.
24.08.2020 - 14:47
Ræktin á Hvammstanga lokuð sjö sinnum á dag vegna þrifa
Þreksal íþróttamiðstöðvarinnar á Hvammstanga verður lokað sjö sinnum á dag svo hægt sé þrífa og sótthreinsa. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.
14.08.2020 - 13:55
Myndskeið
„Þá var þetta að byrja og það fór allt á hliðina“
Ekki var búið að ráða bót á því tjóni sem varð í Húnaþingi Vestra í storminum í desember þegar faraldurinn kom í sveitarfélagið. Fyrir mánuði voru allir þar í úrvinnslusóttkví og 32 greindust smitaðir.
26.04.2020 - 11:03
200 lausir úr sóttkví í Húnaþingi vestra
Í gærkvöld lauk tveggja vikna sóttkví starfsfólks og nemanda Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga. Sveitarstjórinn þakkar bæjarbúum fyrir góða samstöðu í því ástandi sem þar hefur ríkt undanfarið.
31.03.2020 - 10:35
Þurfti að kveða niður sögusagnir um hvar hún smitaðist
Arna Rós Bragadóttir, hjúkrunarnemi sem greindist með Covid-19 fyrir hálfum mánuði, fann sig knúna til að kveða niður kjaftasögur um hvar og hvenær hún smitaðist af veirunni. Hún vill vekja fólk til umhugsunar um hvernig það talar um aðra í ástandinu sem ríkir í samfélaginu vegna faraldursins.
29.03.2020 - 18:26
Má lítið út af bregða hjá litlum heilbrigðisstofnunum
Sautján hafa greinst með kórónuveirusmit í Húnaþingi vestra. Yfirlæknir á Hvammstanga hefur áhyggur af mönnun heilbrigðisstofnana, lítið megi út af bregða.
„Bíð eftir að vakna upp af draumi“
Allir íbúar Húnaþings vestra sæta nú tímabundinni úrvinnslusóttkví, en í henni felst henni felst að einungis einn af hverju heimili getur hverju sinni yfirgefið heimilið til að afla aðfanga. Þá mega að hámarki aðeins fimm koma saman.
24.03.2020 - 09:00
Fimm með COVID-19 í Húnaþingi vestra
Fimm smit hafa verið staðfest í Húnaþingi vestra. 1.181 búa í sveitarfélaginu. Hálfgert útgöngubann var sett vegna gruns um víðtækt smit en frá klukkan tíu í gærkvöld var öllum íbúum gert að sæta svokallaðri úrvinnslusóttkví. Það felst í því að aðeins einn af hverju heimili má sækja aðföng. Þá er hámarksfjöldi þeirra sem má koma saman fimm.
22.03.2020 - 08:21
Grunur um víðtækt smit í Húnaþing vestra
Grunur leikur á víðtæku kórónuveirusmiti í Húnaþingi vestra. Aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur tekið þá ákvörðun að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða strax á meðan unnið er að smitrakningu. Aðeins einn má yfirgefa heimilið til að afla aðfanga og tekur þetta gildi klukkan tíu í kvöld.
21.03.2020 - 18:46
Söngvarar framtíðarinnar kepptu á Hvammstanga
„Við erum mjög stressaðar,“ sögðu vinkonurnar Ísey Lilja Waage og Valdís Freyja Magnúsdóttir rétt áður en þær stingu á sviðið í söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra á dögunum. Fjallað var um keppnina í Landanum á sunnudagskvöld.
12.02.2020 - 14:48