Hryðjuverk

Var sendur á forvarnarnámskeið gegn öfgahyggju
Maðurinn sem talinn er hafa myrt breska þingmanninn David Amess á föstudag hafði áður vakið athygli lögreglu og var skikkaður á forvarnarnámskeið þar sem þess er freistað að snúa öfgamönnum og mögulegum öfgamönnum af rangri braut.
17.10.2021 - 04:48
Íslamska ríkið lýsir árásinni í Kandahar á hendur sér
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki segjast hafa framið sprengjuárásina í einni stærstu mosku sjíamúslíma í afgönsku borginni Kandahar í dag. Samtökin sendu frá sér tilkynningu í kvöld þar sem þau lýstu ódæðisverkinu á hendur sér. Minnst 37 létu lífið þegar þrír hryðjuverkamenn réðust inn í Bibi Fatima-moskuna í Kandahar og sprengdu sig í loft upp þegar föstudagsbænir stóðu sem hæst. Hátt í sjötíu manns særðust í árásinni.
Fimm handteknir fyrir að undirbúa hryðjuverk á Spáni
Spænska lögreglan hefur handtekið fimm menn í Madríd og Barcelona, sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru allir alsírskir ríkisborgarar og eru þeir taldir meðlimir í sveit Íslamska ríkisins.
14.10.2021 - 11:17
Íslamska ríkið kveðst bera ábyrgð á árásum í Afganistan
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu í kvöld yfir ábyrgð á árasum á talibana í borginni Jalalabad í Afganistan um helgina. Vígahreyfingin segist hafa gert þrjár sprengjuárásir á þrjú farartæki talibana á laugardag, auk fjórðu sprengjuárásarinnar í dag.
Fréttaskýring
Tuttugu ár frá hryðjuverkunum 11. september
Tuttugu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásum Al-Kaída í Bandaríkjunum, 11. september 2001. Nærri þrjú þúsund létust þegar fjórum flugvélum var rænt á innan við klukkustund og þeim flogið á þrjár byggingar. Þær áttu reyndar að vera fjórar.
11.09.2021 - 07:30
Réttað yfir 20 manns vegna hryðjuverka í París
Ein mestu réttarhöld í franskri nútímasögu hefjast í dag, vegna hryðjuverkanna í París árið 2015. Tuttugu eru ákærðir í málinu og viðbúið að réttarhöld standi í níu mánuði.
08.09.2021 - 08:28
Hrottafengin morð vígamanna í Kongó
Vígamenn frá Úganda gengu berserksgang í þorpi í austanverðu Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó á föstudag. Al Jazeera hefur eftir lögreglu að nítján almennir borgarar hafi fundist látnir. Vígamennirnir kveiktu í fólki og limlestu.
29.08.2021 - 06:55
Vara við trúverðugri hótun í Kabúl
Bandaríska sendiráðið í Kabúl biður bandaríska ríkisborgara í nágrenni við flugvöll borgarinnar að koma sér þaðan strax. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Í neyðartilkynningu sendiráðsins til Bandaríkjamanna í Afganistan segir að mjög ítarleg og trúverðug hótun um árás nærri flugvellinum hafi borist. 
29.08.2021 - 01:32
Bandaríkin réðust gegn vígamanni í Afganistan
Bandaríkjaher gerði drónaárás á híbýli vígamanns hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki í Afganistan. Frá þessu greinir bandaríska varnarmálaráðuneytið í yfirlýsingu í kvöld.
Vígasveitir myrtu tugi almennra borgara í Búrkína Fasó
Vígamenn úr röðum öfga-íslamista drápu fjölda fólks þegar þeir réðust til atlögu í Búrkína Fasó í vestanverðri Afríku í gær, miðvikudag. Opinberir fjölmiðlar í landinu greina frá því að minnst 47 hafi fallið í árás íslamistanna í norðanverðu landinu; 30 almennir borgarar, 14 hermenn og þrír félagar í vopnaðri hreyfingu sem er hliðholl stjórnvöldum.
19.08.2021 - 03:55
13 almennir borgarar myrtir í Miðafríkulýðveldinu
Þrettán almennir borgarar féllu í árás óþekktra vígamanna á þorp norður af Bangui, höfuðborg Miðafríkulýðveldisins í vikunni. Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna í landinu greindi frá þessu í gær. AFP-fréttastofan hefur eftir talsmanni Friðargæslunnar að liðsmenn hennar hafi fundið 13 lík í Bongboto, um 300 kílómetra norður af Bangui, á miðvikudag.
Vígamenn myrtu á annan tug almennra borgara
Vopnaðir menn á mótorhjólum myrtu minnst tíu manns í Tillaberi-héraði í vestanverðu Níger í gær, fimmtudag. Yfirvöld á staðnum telja íslamska vígamenn hafa verið að verki, en þeir hafa staðið fyrir fjölda mannskæðra árása á almenning jafnt sem hermenn í héraðinu síðustu misseri.
25.06.2021 - 02:51
Leiðtogi Boko Haram sagður allur
Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram, Abubakar Shekau, fyrirfór sér eftir bardaga við vígasveit íslamska ríkisins í Vestur-Afríku, ISWAP. Frá þessu er greint á hljóðupptöku sem barst fréttastofu AFP frá ISWAP. Orðrómur um andlát Shekau barst fyrst fyrir um hálfum mánuði.
06.06.2021 - 22:48
Hrottafengin morð vígamanna í Búrkína Fasó
Vel á annað hundrað þorpsbúa í Solhan í Búrkína Fasó voru myrtir af vígamönnum í dag. Árásin er sú mannskæðasta síðan vígamenn úr röðum íslamista  hófu innreið sína í landið árið 2015 að sögn AFP fréttastofunnar. 
06.06.2021 - 01:13
50 látnir eftir árás á skóla í Kabúl
Fimmtíu eru nú látnir af völdum sprengjuárásar fyrir utan stúlknaskóla í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Bílsprengja var sprengd fyrir utan skólann að sögn Tareq Arian, talsmanns afganska innanríkisráðuneytisins.
09.05.2021 - 05:45
16 hermenn og 24 vígamenn felldir í Níger
Glæpamenn felldu sextán nígerska hermenn í Tahoua-héraði í vestanverðu Níger í gær, laugardag. Fyrr í vikunni felldu nígerskir hermenn 24 „grunaða hryðjuverkamenn" úr röðum öfgasinnaðra íslamista þegar þeir reyndu að flýja úr haldi í nágrannahéraðinu Tillaberi.
02.05.2021 - 23:56
Myrtu minnst 15 almenna borgara í skjóli nætur
Illvirkjar vopnaðir skotvopnum drápu minnst 15 almenna borgara í næturárás á nokkur sveitaþorp í norðanverðu Búrkína Fasó aðfaranótt þriðjudags. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir ónafngreindum starfsmanni stjórnvalda í Seytenga-héraði, þar sem árásin átti sér stað. Flestir hinna látnu eru karlmenn, að hans sögn, og meirihluti þeirra var myrtur í fyrsta þorpinu sem ráðist var á.
28.04.2021 - 04:15
Heimsglugginn: Talibanar gætu tekið völd í Afganistan
Margir óttast að Talibanar nái aftur völdum í Afganistan eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti um brottför bandarískra hermanna frá landinu fyrir 11. september. Þá verða liðin 20 ár frá hryðjuverkum al-Qaeda í Bandríkjunum sem voru tilefni innrásar Bandaríkjamanna í Afganistan. Talibanar fylgja harðlínutúlkun á islam. Fyrri stjórn þeirra var sannkölluð ógnarstjórn sem bar ábyrgð á fjöldamorðum og ofsóknum á þeim sem talibanar töldu ekki fylgja ofsatúlkun þeirra á Islam.
Sex friðargæsluliðar og hermenn vegnir í Malí
Fjórir friðargæsluliðar voru vegnir í árás íslamskra vígamanna á bækistöð þeirra í norðanverðu Malí í dögun í gær, föstudag. Tveir hermenn í malíska stjórnarhernum voru felldir í annarri árás íslamskra vígamanna í gær, inni í miðju landi.
03.04.2021 - 04:46
Vígamenn myrtu 137 óbreytta borgara í Níger
Óþekktir vígamenn myrtu nær 140 manns í nokkrum þorpum í Tahoua-héraði í suðvesturhluta Níger á sunnudag. Enginn hefur lýst blóðbaðinu á hendur sér en vopnaðar sveitir öfgaíslamista með tengsl við Íslamska ríkið og Al-Kaída hafa herjað með þessum hætti á þessum slóðum um árabil.
23.03.2021 - 01:39
Minnst 20 fórust í sjálfsmorðsárás í Mogadishu
Minnst 20 létu lífið og tugir særðust þegar bíll var sprengdur í loft upp utan við veitingahús nærri höfninni í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í gærkvöld. Talið er víst að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Mikinn reyk lagði frá bílflakinu og sjónarvottar bera að skothríð hafi brotist út stutta stund eftir sprenginguna, en ekki er vitað hvaðan hún kom.
06.03.2021 - 03:49
Þrjár ungar fjölmiðlakonur myrtar í Jalalabad
Illvirkjar myrtu þrjár kornungar fjölmiðlakonur í tveimur árásum í afgönsku borginni Jalalabad í gær. Stjórnvöld segja talibana hafa verið að verki, en þeir þræta fyrir ódæðisverkin. Konurnar, sem voru á aldrinum 18 til 20 ára, störfuðu við talsetningu vinsælla, tyrkneskra og indverskra framhaldsþátta fyrir sjónvarpsstöðina Enikass, sem starfrækt er í Jalalabad, héraðshöfuðborg Nangarhar.
03.03.2021 - 03:55
Sendiherra Ítalíu, lífvörður hans og bílstjóri myrtir
Sendiherra Ítalíu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó var myrtur í gær, ásamt lífverði sínum og bílstjóra. Lögregluyfirvöld telja morðin vera afleiðingu misheppnaðrar mannránstilraunar.
Leiðtogi al-Kaída á Arabíuskaga í haldi síðan í haust
Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al Kaída í Jemen og á Arabíuskaganum öllum hefur verið í fangelsi um margra mánaða skeið, samkvæmt skýrslu eftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem flutt var Öryggisráðinu í gær. Samkvæmt henni var Khalid Batarfi, sem tók við stjórnartaumunum í Al Kaída á Arabíuskaganum fyrir ári síðan, handtekinn í hernaðaraðgerð í bænum Ghayda í suðausturhluta Jemen í október síðastliðnum. Næstráðandi hans, Saad Atef al-Awlaqi, er sagður hafa fallið í sömu hernaðaraðgerð.
Íranskur diplómati í 20 ára fangelsi fyrir samsæri
Belgískur dómstóll dæmdi í gær íranskan diplómata í 20 ára fangelsi fyrir aðild að samsæri um hryðjuverk sem fremja átti í Frakklandi 2018. Ætlað skotmark hryðjuverkamannanna var hópur útlægra Írana, sem kom saman til fundarhalda nærri París.
05.02.2021 - 03:46