Hryðjuverk

13 almennir borgarar myrtir í Miðafríkulýðveldinu
Þrettán almennir borgarar féllu í árás óþekktra vígamanna á þorp norður af Bangui, höfuðborg Miðafríkulýðveldisins í vikunni. Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna í landinu greindi frá þessu í gær. AFP-fréttastofan hefur eftir talsmanni Friðargæslunnar að liðsmenn hennar hafi fundið 13 lík í Bongboto, um 300 kílómetra norður af Bangui, á miðvikudag.
Vígamenn myrtu á annan tug almennra borgara
Vopnaðir menn á mótorhjólum myrtu minnst tíu manns í Tillaberi-héraði í vestanverðu Níger í gær, fimmtudag. Yfirvöld á staðnum telja íslamska vígamenn hafa verið að verki, en þeir hafa staðið fyrir fjölda mannskæðra árása á almenning jafnt sem hermenn í héraðinu síðustu misseri.
25.06.2021 - 02:51
Leiðtogi Boko Haram sagður allur
Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram, Abubakar Shekau, fyrirfór sér eftir bardaga við vígasveit íslamska ríkisins í Vestur-Afríku, ISWAP. Frá þessu er greint á hljóðupptöku sem barst fréttastofu AFP frá ISWAP. Orðrómur um andlát Shekau barst fyrst fyrir um hálfum mánuði.
06.06.2021 - 22:48
Hrottafengin morð vígamanna í Búrkína Fasó
Vel á annað hundrað þorpsbúa í Solhan í Búrkína Fasó voru myrtir af vígamönnum í dag. Árásin er sú mannskæðasta síðan vígamenn úr röðum íslamista  hófu innreið sína í landið árið 2015 að sögn AFP fréttastofunnar. 
06.06.2021 - 01:13
50 látnir eftir árás á skóla í Kabúl
Fimmtíu eru nú látnir af völdum sprengjuárásar fyrir utan stúlknaskóla í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Bílsprengja var sprengd fyrir utan skólann að sögn Tareq Arian, talsmanns afganska innanríkisráðuneytisins.
09.05.2021 - 05:45
16 hermenn og 24 vígamenn felldir í Níger
Glæpamenn felldu sextán nígerska hermenn í Tahoua-héraði í vestanverðu Níger í gær, laugardag. Fyrr í vikunni felldu nígerskir hermenn 24 „grunaða hryðjuverkamenn" úr röðum öfgasinnaðra íslamista þegar þeir reyndu að flýja úr haldi í nágrannahéraðinu Tillaberi.
02.05.2021 - 23:56
Myrtu minnst 15 almenna borgara í skjóli nætur
Illvirkjar vopnaðir skotvopnum drápu minnst 15 almenna borgara í næturárás á nokkur sveitaþorp í norðanverðu Búrkína Fasó aðfaranótt þriðjudags. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir ónafngreindum starfsmanni stjórnvalda í Seytenga-héraði, þar sem árásin átti sér stað. Flestir hinna látnu eru karlmenn, að hans sögn, og meirihluti þeirra var myrtur í fyrsta þorpinu sem ráðist var á.
28.04.2021 - 04:15
Heimsglugginn: Talibanar gætu tekið völd í Afganistan
Margir óttast að Talibanar nái aftur völdum í Afganistan eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti um brottför bandarískra hermanna frá landinu fyrir 11. september. Þá verða liðin 20 ár frá hryðjuverkum al-Qaeda í Bandríkjunum sem voru tilefni innrásar Bandaríkjamanna í Afganistan. Talibanar fylgja harðlínutúlkun á islam. Fyrri stjórn þeirra var sannkölluð ógnarstjórn sem bar ábyrgð á fjöldamorðum og ofsóknum á þeim sem talibanar töldu ekki fylgja ofsatúlkun þeirra á Islam.
Sex friðargæsluliðar og hermenn vegnir í Malí
Fjórir friðargæsluliðar voru vegnir í árás íslamskra vígamanna á bækistöð þeirra í norðanverðu Malí í dögun í gær, föstudag. Tveir hermenn í malíska stjórnarhernum voru felldir í annarri árás íslamskra vígamanna í gær, inni í miðju landi.
03.04.2021 - 04:46
Vígamenn myrtu 137 óbreytta borgara í Níger
Óþekktir vígamenn myrtu nær 140 manns í nokkrum þorpum í Tahoua-héraði í suðvesturhluta Níger á sunnudag. Enginn hefur lýst blóðbaðinu á hendur sér en vopnaðar sveitir öfgaíslamista með tengsl við Íslamska ríkið og Al-Kaída hafa herjað með þessum hætti á þessum slóðum um árabil.
23.03.2021 - 01:39
Minnst 20 fórust í sjálfsmorðsárás í Mogadishu
Minnst 20 létu lífið og tugir særðust þegar bíll var sprengdur í loft upp utan við veitingahús nærri höfninni í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í gærkvöld. Talið er víst að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Mikinn reyk lagði frá bílflakinu og sjónarvottar bera að skothríð hafi brotist út stutta stund eftir sprenginguna, en ekki er vitað hvaðan hún kom.
06.03.2021 - 03:49
Þrjár ungar fjölmiðlakonur myrtar í Jalalabad
Illvirkjar myrtu þrjár kornungar fjölmiðlakonur í tveimur árásum í afgönsku borginni Jalalabad í gær. Stjórnvöld segja talibana hafa verið að verki, en þeir þræta fyrir ódæðisverkin. Konurnar, sem voru á aldrinum 18 til 20 ára, störfuðu við talsetningu vinsælla, tyrkneskra og indverskra framhaldsþátta fyrir sjónvarpsstöðina Enikass, sem starfrækt er í Jalalabad, héraðshöfuðborg Nangarhar.
03.03.2021 - 03:55
Sendiherra Ítalíu, lífvörður hans og bílstjóri myrtir
Sendiherra Ítalíu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó var myrtur í gær, ásamt lífverði sínum og bílstjóra. Lögregluyfirvöld telja morðin vera afleiðingu misheppnaðrar mannránstilraunar.
Leiðtogi al-Kaída á Arabíuskaga í haldi síðan í haust
Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al Kaída í Jemen og á Arabíuskaganum öllum hefur verið í fangelsi um margra mánaða skeið, samkvæmt skýrslu eftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem flutt var Öryggisráðinu í gær. Samkvæmt henni var Khalid Batarfi, sem tók við stjórnartaumunum í Al Kaída á Arabíuskaganum fyrir ári síðan, handtekinn í hernaðaraðgerð í bænum Ghayda í suðausturhluta Jemen í október síðastliðnum. Næstráðandi hans, Saad Atef al-Awlaqi, er sagður hafa fallið í sömu hernaðaraðgerð.
Íranskur diplómati í 20 ára fangelsi fyrir samsæri
Belgískur dómstóll dæmdi í gær íranskan diplómata í 20 ára fangelsi fyrir aðild að samsæri um hryðjuverk sem fremja átti í Frakklandi 2018. Ætlað skotmark hryðjuverkamannanna var hópur útlægra Írana, sem kom saman til fundarhalda nærri París.
05.02.2021 - 03:46
Kanada
Proud Boys skilgreindir sem hryðjuverkahópur
Kanadísk stjórnvöld hafa skilgreint bandarísku nýfasistahreyfinguna Proud Boys sem hryðjuverkasamtök. Bill Blair, ráðherra almannaöryggis í Kanadastjórn, segir ákvörðunina meðal annars tekna vegna þess „lykilhlutverks“ sem Proud Boys léku í áhlaupinu á Bandaríkjaþing í janúar.
04.02.2021 - 03:39
Vígamenn réðust inn í hótel í Mogadishu
Minnst þrír eru látnir, þar af tveir almennir borgarar, í árás vígamanna á hótel í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Árásarmennirnir eru enn inni í hótelinu, samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar.
01.02.2021 - 00:56
32 dáin eftir tvöfalda sjálfsvígsárás í Bagdad
Minnst 32 létu lífið í tvöfaldri sjálfsvígssprengjuárás í vinsælu verslunarhverfi í miðborg Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærmorgun. Óttast er að fleiri muni deyja af sárum sínum, því á annað hundrað særðust í árásinni, mörg þeirra alvarlega.
22.01.2021 - 01:32
Telja sprengjumanninn í Nashville látinn
Maðurinn sem talinn er hafa sprengt húsbíl sinn í loft upp í miðborg Nashville í Tennessee að morgni jóladags hefur verið nafngreindur af lögregluyfirvöldum, sem segja hann hafa farist í sprengingunni.
27.12.2020 - 23:54
Árásin í Nashville talin sjálfsmorðsárás
Líklegt er talið að sprengingin í miðborg Nashville í Tennessee í rauðabítið á jóladag hafi verið sjálfsmorðsárás og að sprengjumaðurinn hafi verið einn að verki. Bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem tengjast rannsókn málsins.
27.12.2020 - 04:47
Þrennt slasaðist er húsbíll var sprengdur í Nashville
Þrennt særðist þegar húsbíll sem lagt hafði verið utan við byggingu fjarskiptarisans AT&T í borginni Nashville í Tennessee sprakk í loft upp að morgni jóladags. Fjarskiptakerfi duttu út á stórum svæðum í Tennessee af völdum sprengingarinnar, sem talin er hafa verið af mannavöldum og framkvæmd af yfirlögðu ráði. Lögregla telur sig hafa fundið líkamsleifar á vettvangi í kjölfar sprengingarinnar, en ekki hefur verið staðfest hvort sú er raunin.
26.12.2020 - 04:54
Óttast um afdrif allt að 400 skóladrengja í Nígeríu
Óttast er um afdrif allt að 400 nemenda í heimavistarskóla í norðvesturhluta Nígeríu, eftir að hópur þungvopnaðra manna réðst þar til atlögu seint á föstudagskvöld og nam fjölda nemenda á brott með sér. Árásarmennirnir komu að skólanum akandi mótorhjólum og skjótandi af hríðskotarifflum sínum.
12.12.2020 - 23:43
Minnst 40 fórust í sjálfsmorðsárás í Afganistan
Minnst 40 afganskir stjórnarhermenn fórust þegar bílsprengja sprakk við bækistöð hersins í Ghazni-héraði um miðbik Afganistans í morgun. Á þriðja tug til viðbótar særðust í árásinni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Ghazni. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins segir að maður hafi ekið bíl, hlöðnum sprengiefni, að herstöðinni. Hann var stöðvaður í hliðinu og virkjaði þá sprengjuna, með þessum afleiðingum.
30.11.2020 - 01:13
Nígerískir vígamenn skáru yfir 40 verkamenn á háls
Óþekktir vígamenn myrtu í dag yfir fjörutíu landbúnaðarverkamenn, sem voru að störfum á hrísgrjónaökrum í Borno-héraði norðaustanverðri Nígeríu, samkvæmt yfirvöldum og fjölmiðlum í héraðinu. Morðin voru með hrottalegasta móti. Haft er eftir sjónarvottum að árásarmennirnir hafi bundið mennina og skorið þá á háls í þorpinu Koshobe, nærri héraðshöfuðborginni Maiduguri.
29.11.2020 - 02:54
Fréttir af morði í Teheran „uppspuni í Hollywood-stíl“
Stjórnvöld í Íran segja ekkert hæft í frétt bandaríska blaðsins New York Times um að ísraelskir leyniþjónustumenn hafi myrt háttsettan leiðtoga al-Kaída á götum Teherans í sumar, að undirlagi bandarískra yfirvalda. Í yfirlýsingu íranska utanríkisráðuneytisins, sem birt var skömmu eftir að New York Times birti frétt sína af málinu, eru bandarískir fjölmiðlar varaðir við því að falla fyrir frásögnum bandarískra og ísraelskra embættismanna „í Hollywood-stíl."
15.11.2020 - 07:29