Hryðjuverk

Myrtu yfir 130 óbreytta borgara í Malí
Illskeyttar vígasveitir, sem yfirvöld telja tilheyra hreyfingu öfgasinnaðra íslamista, myrtu yfir 130 óbreytta borgara í þremur bæjum um miðbik Malí um liðna helgi. AFP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir starfsmönnum yfirvalda á svæðinu að vel vopnaðir morðingjarnir hafi drepið fólkið með kerfisbundnum og miskunnarlausum hætti í bænum Diallassagou og tveimur nálægum smábæjum.
22.06.2022 - 06:18
Hrina hryðjuverka skyggir á ramadan
Í Afganistan hefur röð mannskæðra sprengjuárása varpað skugga á seinni helming hins helga föstumánaðar ramadan, sem lýkur í dag. Íslamska ríkið hefur lýst nokkrum þeirra á hendur sér en öðrum ekki.
01.05.2022 - 06:47
Minnst tíu fórust í sjálfsmorðsárás í Sómalíu
Minnst tíu manns fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í sómölsku borginni Beledweyne í gær, daginn fyrir kosningar í borginni. Sprengjumaðurinn réðst til atlögu á vinsælum veitingastað í miðborginni, þar sem stjórnmála- og embættismenn eru tíðir gestir, segir í frétt BBC.
20.02.2022 - 07:32
Réttargeðlæknir segir Breivik jafnhættulegan og áður
Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik er jafnhættulegur samfélaginu og fyrir tíu árum. Þetta er mat réttargeðlæknis sem bar vitni á öðrum degi málflutnings varðandi umsókn hans um reynslulausn.
15 ára fangelsi fyrir hryðjuverk á Balí
Zulkarnaen, indónesískur vígamaður, tengdur Al-Kaída, var dæmdur í 15 ára fangelsi í dag vegna þáttar síns í sprengjuárásum á Balí árið 2002. Yfir tvö hundruð manns létu lífið í árásinni.
19.01.2022 - 09:07
Þjóðarsorg í Búrkína Fasó
Tveggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í Búrkína Fasó eftir að vígamenn urðu minnst 41 að bana úr vopnaðri sveit sjálfboðaliða, VDP, fyrr í vikunni. VDP er fjármögnuð úr ríkissjóði Búrkína Fasó og og þjálfuð til að berjast gegn vígasveitum íslamista.
26.12.2021 - 15:44
Hvítrússneskir stjórnleysingjar í langa fangavist
Dómstóll í Hvíta Rússlandi hefur dæmt hóp stjórnleysingja í allt að tveggja áratuga fangelsi. Þeir voru ákærðir fyrir hryðjuverk og ólöglega vopnaeign. Þarlend mannréttindasamtök fullyrða að hátt í þúsund pólítískir fangar og stjórnarndstæðingar sitji í fangelsi.
Konur og barn fórust er bílsprengja sprakk í Sýrlandi
Tvær konur og barn úr sömu fjölskyldu fórust í sprengjuárás í sýrlensku borginni Minbej á laugardag. Fimm til viðbótar særðust í árásinni. Minbej er í norðurhluta Sýrlands. Borgarbúar eru flestir Arabar en Kúrdar fara þar með völdin. Sprengja sprakk við borgarmörkin þegar bifreið var ekið framhjá henni. Allir í bílnum voru almennir borgarar.
28.11.2021 - 01:34
Sprengjan hefði getað valdið miklu manntjóni
Sprengjan sem sprakk inni í leigubíl fyrir utan sjúkrahús í Liverpool á sunnudag hefði getað valdið umfangsmiklu tjóni á mannslífum að sögn bresku lögreglunnar. Sprengjan var heimagerð, og var maðurinn sem bjó sprengjuna til sá eini sem lést þegar hún sprakk inni í leigubíl sem hann sat í.
19.11.2021 - 18:15
Mannskæð sprengjuárás í Aden
Bráðabirgðastjórnar Suður-Jemen, sem á aðild að opinberri ríkisstjórn landsins, sagði bílsprengju hafa verið sprengda „til að drepa fjölda friðsamra borgara, þar á meðal börn, og særa marga til viðbótar.“ Þrjár vikur eru síðan sex manns fórust í bílsprengju sem beint var gegn héraðsstjóra Aden.
31.10.2021 - 05:23
Var sendur á forvarnarnámskeið gegn öfgahyggju
Maðurinn sem talinn er hafa myrt breska þingmanninn David Amess á föstudag hafði áður vakið athygli lögreglu og var skikkaður á forvarnarnámskeið þar sem þess er freistað að snúa öfgamönnum og mögulegum öfgamönnum af rangri braut.
17.10.2021 - 04:48
Íslamska ríkið lýsir árásinni í Kandahar á hendur sér
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki segjast hafa framið sprengjuárásina í einni stærstu mosku sjíamúslíma í afgönsku borginni Kandahar í dag. Samtökin sendu frá sér tilkynningu í kvöld þar sem þau lýstu ódæðisverkinu á hendur sér. Minnst 37 létu lífið þegar þrír hryðjuverkamenn réðust inn í Bibi Fatima-moskuna í Kandahar og sprengdu sig í loft upp þegar föstudagsbænir stóðu sem hæst. Hátt í sjötíu manns særðust í árásinni.
Fimm handteknir fyrir að undirbúa hryðjuverk á Spáni
Spænska lögreglan hefur handtekið fimm menn í Madríd og Barcelona, sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru allir alsírskir ríkisborgarar og eru þeir taldir meðlimir í sveit Íslamska ríkisins.
14.10.2021 - 11:17
Íslamska ríkið kveðst bera ábyrgð á árásum í Afganistan
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu í kvöld yfir ábyrgð á árasum á talibana í borginni Jalalabad í Afganistan um helgina. Vígahreyfingin segist hafa gert þrjár sprengjuárásir á þrjú farartæki talibana á laugardag, auk fjórðu sprengjuárásarinnar í dag.
Fréttaskýring
Tuttugu ár frá hryðjuverkunum 11. september
Tuttugu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásum Al-Kaída í Bandaríkjunum, 11. september 2001. Nærri þrjú þúsund létust þegar fjórum flugvélum var rænt á innan við klukkustund og þeim flogið á þrjár byggingar. Þær áttu reyndar að vera fjórar.
11.09.2021 - 07:30
Réttað yfir 20 manns vegna hryðjuverka í París
Ein mestu réttarhöld í franskri nútímasögu hefjast í dag, vegna hryðjuverkanna í París árið 2015. Tuttugu eru ákærðir í málinu og viðbúið að réttarhöld standi í níu mánuði.
08.09.2021 - 08:28
Hrottafengin morð vígamanna í Kongó
Vígamenn frá Úganda gengu berserksgang í þorpi í austanverðu Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó á föstudag. Al Jazeera hefur eftir lögreglu að nítján almennir borgarar hafi fundist látnir. Vígamennirnir kveiktu í fólki og limlestu.
29.08.2021 - 06:55
Vara við trúverðugri hótun í Kabúl
Bandaríska sendiráðið í Kabúl biður bandaríska ríkisborgara í nágrenni við flugvöll borgarinnar að koma sér þaðan strax. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Í neyðartilkynningu sendiráðsins til Bandaríkjamanna í Afganistan segir að mjög ítarleg og trúverðug hótun um árás nærri flugvellinum hafi borist. 
29.08.2021 - 01:32
Bandaríkin réðust gegn vígamanni í Afganistan
Bandaríkjaher gerði drónaárás á híbýli vígamanns hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki í Afganistan. Frá þessu greinir bandaríska varnarmálaráðuneytið í yfirlýsingu í kvöld.
Vígasveitir myrtu tugi almennra borgara í Búrkína Fasó
Vígamenn úr röðum öfga-íslamista drápu fjölda fólks þegar þeir réðust til atlögu í Búrkína Fasó í vestanverðri Afríku í gær, miðvikudag. Opinberir fjölmiðlar í landinu greina frá því að minnst 47 hafi fallið í árás íslamistanna í norðanverðu landinu; 30 almennir borgarar, 14 hermenn og þrír félagar í vopnaðri hreyfingu sem er hliðholl stjórnvöldum.
19.08.2021 - 03:55
13 almennir borgarar myrtir í Miðafríkulýðveldinu
Þrettán almennir borgarar féllu í árás óþekktra vígamanna á þorp norður af Bangui, höfuðborg Miðafríkulýðveldisins í vikunni. Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna í landinu greindi frá þessu í gær. AFP-fréttastofan hefur eftir talsmanni Friðargæslunnar að liðsmenn hennar hafi fundið 13 lík í Bongboto, um 300 kílómetra norður af Bangui, á miðvikudag.
Vígamenn myrtu á annan tug almennra borgara
Vopnaðir menn á mótorhjólum myrtu minnst tíu manns í Tillaberi-héraði í vestanverðu Níger í gær, fimmtudag. Yfirvöld á staðnum telja íslamska vígamenn hafa verið að verki, en þeir hafa staðið fyrir fjölda mannskæðra árása á almenning jafnt sem hermenn í héraðinu síðustu misseri.
25.06.2021 - 02:51
Leiðtogi Boko Haram sagður allur
Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram, Abubakar Shekau, fyrirfór sér eftir bardaga við vígasveit íslamska ríkisins í Vestur-Afríku, ISWAP. Frá þessu er greint á hljóðupptöku sem barst fréttastofu AFP frá ISWAP. Orðrómur um andlát Shekau barst fyrst fyrir um hálfum mánuði.
06.06.2021 - 22:48
Hrottafengin morð vígamanna í Búrkína Fasó
Vel á annað hundrað þorpsbúa í Solhan í Búrkína Fasó voru myrtir af vígamönnum í dag. Árásin er sú mannskæðasta síðan vígamenn úr röðum íslamista  hófu innreið sína í landið árið 2015 að sögn AFP fréttastofunnar. 
06.06.2021 - 01:13
50 látnir eftir árás á skóla í Kabúl
Fimmtíu eru nú látnir af völdum sprengjuárásar fyrir utan stúlknaskóla í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Bílsprengja var sprengd fyrir utan skólann að sögn Tareq Arian, talsmanns afganska innanríkisráðuneytisins.
09.05.2021 - 05:45