Hryðjuverk

Fjórir handteknir vegna morðsins á franska kennaranum
Fjórir voru handteknir í Frakklandi í nótt, grunaðir um tengsl við mann sem myrti kennara í París í dag. Kennarinn, sem hafði sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund, var hálshöggvinn við skólann sem hann starfaði í.
16.10.2020 - 23:55
Segir árásina augljóslega hryðjuverk
Franski innanríkisráðherrann Gerald Darmanin segir hnífaárásina í París í gær augljóslega hafa verið framda af íslömskum hryðjuverkamönnum. Átján ára maður af pakistönskum uppruna var handtekinn, grunaður um að hafa stungið konu og karl fyrir utan skrifstofuhúsnæði í borginni. Sex til viðbótar eru í varðhaldi að sögn fréttastofu BBC og verða yfirheyrðir vegna málsins. 
26.09.2020 - 03:30
Réttað yfir sökunautum Charlie Hebdo-árásarmanna
Réttað verður yfir fjórtán einstaklingum sem grunaðir eru um aðild að Charlie Hebdo-árásunum í París 2015 á miðvikudaginn í næstu viku. Reuters greinir frá þessu.
28.08.2020 - 15:24
Tíu almennir borgarar drepnir í hryðjuverkaárás
Tíu almennir borgarar og einn lögreglumaður létu lífið í árás vígamanna á hótel í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í dag. Fimm vígamenn úr röðum Al-Shabaab hryðjuverkasamtakanna réðust inn á hótel við strönd Mogadishu, eftir að bílsprengja var sprengd fyrir utan það. AFP fréttastofan hefur eftir Ismael Mukhtaar Omar, talsmanni upplýsingaráðuneytisins, að vígamennirnir hafi allir verið felldir. 
16.08.2020 - 23:25
Yfir 60 myrt af vígamönnum í Súdan
Yfir 60 óbreyttir borgarar voru myrtir og minnst 60 til viðbótar særðust þegar hundruð vopnaðra manna réðust á smábæ í vesturhluta Darfur-héraðs í Súdan í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar segir að árásarmennirnir hafi ráðist sérstaklega að fólki af Masalít-þjóðinni, myrðandi og meiðandi, og farið ránshendi um heimili þess áður en þeir brenndu þau til kaldra kola.
27.07.2020 - 00:42
Vígamenn íslamista felldu 23 nígeríska hermenn
23 nígerískir hermenn féllu þegar vígasveitir öfgaíslamista gerðu sveit þeirra fyrirsát í Borno-héraði í Norðuausturhluta Nígeríu í dag. Þetta er haft eftir heimildarmönnum innan Nígeríuhers. Auk þeirra sem féllu er nokkurra hermanna saknað eftir árás vígamannanna, en ekki hefur verið upplýst hversu margir eru horfnir.
09.07.2020 - 03:44
Frakkar felldu foringja Al Kaída í Norður-Afríku
Foringi Al Kaída í Norður-Afríku var drepinn af frönskum hermönnum í Malí á fimmtudag. Nánir samstarfsmenn hans voru einnig vegnir, að sögn Florence Parly, varnarmálaráðherra Frakklands. 
06.06.2020 - 01:44
Segist hafa snúið baki við hryðjuverkum og bin Laden
Zacarias Moussaoui, eini maðurinn sem var sakfelldur fyrir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001, segist hafa snúið baki við hryðjuverkum, al-Kaída og samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Hann afplánar nú lífstíðardóm í alríkisfangelsi í Colorado. 
21.05.2020 - 07:45
Íraki fyrir þýskum dómi vegna þjóðarmorðs
27 ára írakskur karlmaður mætti í dómssal í Frankfurt í Þýskalandi í gær, ákærður fyrir þjóðarmorð, morð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Hann var í hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Sem slíkur var hann sakaður um að hafa tekið þátt í að reyna að útrýma minnihlutahópi Yasída í Írak. Eins er hann sakaður um að hafa myrt fimm ára stúlku sem hann keypti sem þræl. Hún var hlekkjuð niður og lést úr þorsta í heitu sólskini.
25.04.2020 - 04:55
Vígamenn felldu tugi þorpsbúa í Mósambík
Vígahreyfing herskárra íslamista felldi 52 þorpsbúa í norðurhluta Mósambík fyrr í mánuðinum. Talið er að fórnarlömbin hafi neitað að ganga til liðs við hreyfinguna. Guardian hefur eftir Orlando Mudumane, talsmanni lögreglu, að vígamennirnir hafi sóst eftir liðstyrk ungs fólks í þorpinu, en mætt andstöðu þeirra. Vígamennirnir hafi brugðist reiðir við því að stráfellt unga fólkið á hrottafenginn hátt. Rannsókn er hafin og árásarmannanna leitað.
22.04.2020 - 04:37
Stórt glæpagengi myrti 47 í nígerískum sveitaþorpum
Stór hópur vopnaðra glæpamanna á yfir 100 mótorhjólum myrti 47 manns í skipulögðum og samræmdum árásum á nokkur sveitaþorp í Katsinahéraði í norðaverðri Nígeríu aðfaranótt sunnudags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Katsinahéraði. Talsmaður Muhammadus Buharis, Nígeríuforseta, staðfesti þetta í yfirlýsingu frá forsetaembættinu, og kallaði byssumennina „bófa“.
20.04.2020 - 00:52
Eitrað fyrir 44 föngum úr röðum Boko Haram
44 fangar sem handteknir voru hernaðaraðgerðum gegn vígasveitum Boko Haram í Tjad, fundust látnir í fangageymslunni á fimmtudag. Grunur leikur á að þeim hafi verið byrlað eitur. Ríkissaksóknari Tjad greindi frá þessu á laugardag.
19.04.2020 - 00:35
Þúsund vígamenn felldir við Tsjad-vatn
Stjórnarherinn í Tsjad kveðst hafa fellt eitt þúsund vígamenn úr Boko Haram við Tsjad-vatn. 52 hermenn létu lífið í aðgerðinni að sögn Azem Bermendoa Agouna, talsmanns hersins. 
10.04.2020 - 04:49
Fjórir hermenn og tugir vígamanna féllu í Níger
Fjórir nígerskir stjórnarhermenn og tugir vígamanna, sem taldir eru tilheyra íslömskum hryðjuverkasamtökum, féllu í hörðum bardaga í vesturhluta Níger á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu nígerska varnarmálaráðuneytisins, sem birt var í fjölmiðlum í kvöld. Þar segir að sveit stjórnahermanna hafi ráðist á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Tillaberi-héraði nærri landamærunum að Malí á fimmtudag.
04.04.2020 - 01:31
Fjöldamorðingi skiptir um skoðun og játar
Fjöldamorðinginn sem var 51 að bana í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra játaði í dag sök í öllum ákæruatriðum. Hann hafði áður neitað sök vegna 51 morðs, 40 morðtilrauna og fyrir að fremja hryðjuverk. Engar ástæður voru gefnar upp um hvers vegna maðurinn skipti um skoðun. 
26.03.2020 - 01:35
Þúsundir minntust fórnarlamba og fordæmdu kynþáttahatur
Þúsundir söfnuðust saman í miðborg Hanau í Þýskalandi í dag til að minnast fórnarlamba fjöldamorðsins sem þar var framið á miðvikudag og mótmæla kynþáttahatri, mannfyrirlitningu og ofbeldi hvers konar. Mótmælendur voru um 6.000 talsins og héldu á lofti skiltum og borðum með áletrunum á borð við „Þarf að drepa fólk til að þið bregðist við?" og „Fasismi og rasismi drepa, alstaðar!“
22.02.2020 - 23:41
Felldu „120 hryðjuverkamenn“ í Níger
Nígerskar og franskar hersveitir felldu á fimmtudag 120 hryðjuverkamenn og haldlögðu hvort tveggja búnað til sprengjuframleiðslu og fjölda farartækja sem vígasveitirnar höfðu yfir að ráða. Frá þessu er greint í tilkynningu nígerska varnarmálaráðuneytisins.
22.02.2020 - 01:30
Morðinginn í Hanau haldinn „djúpstæðu kynþáttahatri“
Lögregla í Þýskalandi gengur út frá því sem vísu, að útlendinga- og kynþáttahatur liggi að baki ódæðisverkum 43 ára Þjóðverja í borginni Hanau í gærkvöld. Maðurinn réðist að viðskiptavinum á tveimur veitingastöðum og einni hverfisverslun og skaut alls níu manns til bana og særði sex til viðbótar, áður en hann hélt heim á leið. Þar er hann talinn hafa myrt móður sína áður hann framdi sjálfsvíg.
21.02.2020 - 00:50
Fimm féllu í sjálfsmorðsárás í Kabúl
Minnst fimm létu lífið og tólf særðust í sjálfsmorðsárás í Kabúl í morgun. Sjónarvottar greina frá því að öflug sprengja hafi sprungið við inngang herskóla í borginni um sjöleytið að staðartíma. Nasrat Rahimi, talsmaður innanríkisráðuneytisins, segir að þrír hermenn og tveir óbreyttir borgarar hafi fallið í árásinni, auki árásarmannsins.
Lýsir vígi hryðjuverkaleiðtoga á hendur Bandaríkjanna
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti í gær vígi leiðtoga al-Kaída hryðjuverkasamtakanna á Arabíuskaga á hendur Bandaríkjunum. Bandaríkin „framkvæmdu árangursríka hernaðaraðgerð gegn hryðjuverkum í Jemen, þar sem Qassim al-Rimi, leiðtogi og einn stofnenda al-Kaída á Arabíuskaga var upprættur," segir Trump í tilkynningu frá Hvíta húsinu.
07.02.2020 - 03:52
Bifreið ekið á flokk hermanna í miðborg Jerúsalem
Allt að fimmtán ísraelskir hermenn meiddust, þar af einn lífshættulega, þegar bíl var ekið á flokk hermanna á göngu eftir fjölfarinni götu í miðborg Jerúsalem í í nótt. Ísraelska blaðið Jerusalem Post hefur eftir talsmanni lögreglu að atvikið sé rannsakað sem hryðjuverk.
06.02.2020 - 05:40
Breyta afplánun hryðjuverkamanna
Neyðarlög verða lögð fram á breska þinginu þar sem komið verður í veg fyrir að dæmdir hryðjuverkamenn losni úr fangelsi eftir að hafa afplánað helming dóms síns. Dómsmálaráðherrann Robert Buckland greindi þingmönnum neðri málstofu þingsins frá þessu í gær.
04.02.2020 - 02:09
Árásarmaðurinn nýsloppinn úr fangelsi
Breska lögreglan greindi frá því í gær að maðurinn sem hún skaut til bana hafi nýverið losnað úr fangelsi eftir að hafa afplánað helming 40 mánaða dóms vegna hryðjuverka. Sudesh Amman var tvítugur, og undir reglulegu lögreglueftirliti þegar hann gerði árásina í gær. Hann stakk þrjá einstaklinga, en engan þeirra lífshættulega.
03.02.2020 - 04:12
Íslamska ríkið fer vaxandi á ný
Hryðjuverkasveitinni sem kennir sig við íslamskt ríki vex ásmegin í Miðausturlöndum. Liðsmenn hennar bíða færis á að gera árás í vesturlöndum að sögn Sameinuðu þjóðanna.
Eldflaugaárás á bandaríska sendiráðið í Bagdad
Þrjú flugskeyti lentu á byggingum bandaríska sendiráðsins í Bagdad í kvöld. Engar sögur fara af mannfalli en óstaðfestar fregnir herma að einn maður hafi særst. Bandaríkjastjórn skorar á Íraka að tryggja öryggi sendiráðsins og starfsmanna þess.
27.01.2020 - 00:33