Hryðjuverk

Telja sprengjumanninn í Nashville látinn
Maðurinn sem talinn er hafa sprengt húsbíl sinn í loft upp í miðborg Nashville í Tennessee að morgni jóladags hefur verið nafngreindur af lögregluyfirvöldum, sem segja hann hafa farist í sprengingunni.
27.12.2020 - 23:54
Árásin í Nashville talin sjálfsmorðsárás
Líklegt er talið að sprengingin í miðborg Nashville í Tennessee í rauðabítið á jóladag hafi verið sjálfsmorðsárás og að sprengjumaðurinn hafi verið einn að verki. Bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem tengjast rannsókn málsins.
27.12.2020 - 04:47
Þrennt slasaðist er húsbíll var sprengdur í Nashville
Þrennt særðist þegar húsbíll sem lagt hafði verið utan við byggingu fjarskiptarisans AT&T í borginni Nashville í Tennessee sprakk í loft upp að morgni jóladags. Fjarskiptakerfi duttu út á stórum svæðum í Tennessee af völdum sprengingarinnar, sem talin er hafa verið af mannavöldum og framkvæmd af yfirlögðu ráði. Lögregla telur sig hafa fundið líkamsleifar á vettvangi í kjölfar sprengingarinnar, en ekki hefur verið staðfest hvort sú er raunin.
26.12.2020 - 04:54
Óttast um afdrif allt að 400 skóladrengja í Nígeríu
Óttast er um afdrif allt að 400 nemenda í heimavistarskóla í norðvesturhluta Nígeríu, eftir að hópur þungvopnaðra manna réðst þar til atlögu seint á föstudagskvöld og nam fjölda nemenda á brott með sér. Árásarmennirnir komu að skólanum akandi mótorhjólum og skjótandi af hríðskotarifflum sínum.
12.12.2020 - 23:43
Minnst 40 fórust í sjálfsmorðsárás í Afganistan
Minnst 40 afganskir stjórnarhermenn fórust þegar bílsprengja sprakk við bækistöð hersins í Ghazni-héraði um miðbik Afganistans í morgun. Á þriðja tug til viðbótar særðust í árásinni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Ghazni. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins segir að maður hafi ekið bíl, hlöðnum sprengiefni, að herstöðinni. Hann var stöðvaður í hliðinu og virkjaði þá sprengjuna, með þessum afleiðingum.
30.11.2020 - 01:13
Nígerískir vígamenn skáru yfir 40 verkamenn á háls
Óþekktir vígamenn myrtu í dag yfir fjörutíu landbúnaðarverkamenn, sem voru að störfum á hrísgrjónaökrum í Borno-héraði norðaustanverðri Nígeríu, samkvæmt yfirvöldum og fjölmiðlum í héraðinu. Morðin voru með hrottalegasta móti. Haft er eftir sjónarvottum að árásarmennirnir hafi bundið mennina og skorið þá á háls í þorpinu Koshobe, nærri héraðshöfuðborginni Maiduguri.
29.11.2020 - 02:54
Fréttir af morði í Teheran „uppspuni í Hollywood-stíl“
Stjórnvöld í Íran segja ekkert hæft í frétt bandaríska blaðsins New York Times um að ísraelskir leyniþjónustumenn hafi myrt háttsettan leiðtoga al-Kaída á götum Teherans í sumar, að undirlagi bandarískra yfirvalda. Í yfirlýsingu íranska utanríkisráðuneytisins, sem birt var skömmu eftir að New York Times birti frétt sína af málinu, eru bandarískir fjölmiðlar varaðir við því að falla fyrir frásögnum bandarískra og ísraelskra embættismanna „í Hollywood-stíl."
15.11.2020 - 07:29
Ísraelar myrtu Al-Kaída-mann í Íran fyrir Bandaríkin
Útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad myrtu háttsettan leiðtoga hryðjuverkanetsins Al-Kaída á götu í Teheran, höfuðborg Írans í ágúst síðastliðnum, að undirlagi bandarískra stjórnvalda. Með honum var dóttir hans, sem líka var skotin til bana. Þetta hefur New York Times eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar.
14.11.2020 - 07:16
Vínarbúar slegnir vegna árásanna
Katla Hannesdóttir, sem hefur búið í Vínarborg í um tíu ár, segir mikið hafa verið um að vera í borginni í kjölfar mannskæðrar árásarinnar sem gerð var á gesti og gangandi í miðborginni í gærkvöld. Allir viðbragðsaðilar hafi verið kallaðir út þyrlur voru á sveimi yfir borginni í leit að grunuðum árásarmanni eða -mönnum. Hún segir borgarbúa afar slegna vegna árásarinnar, enda hafi enginn átt von á neinu í líkingu við þetta.
03.11.2020 - 07:15
Ódæðismaður í Vínarborg sagður tengjast Íslamska ríkinu
Fjögur létu lífið í skotárásum í Vínarborg í gærkvöld, þar á meðal einn árásarmaður, og óttast er að minnst einn árásarmaður gangi enn laus, samkvæmt fréttum frá Austurríki. Hundruð lögreglumanna taka þátt í leitinni að hinum grunaða, bæði í Vínarborg og utan hennar. Nýjustu tíðindi frá Austurríki herma að árásarmennirnir hafi að líkindum tengsl við Íslamska ríkið.
03.11.2020 - 06:44
Þrjú látin í Vín og minnst einn árásarmaður gengur laus
Kona sem særðist alvarlega í skotárás í Vínarborg í gærkvöld lést í nótt af sárum sínum. Þar með eru dauðsföllin sem tengjast þessu voðaverki orðin þrjú. Að minnsta kosti einn árásarmaður gengur enn laus í Vínarborg, samkvæmt fréttum frá Austurríki.
03.11.2020 - 02:50
Fjórir handteknir vegna morðsins á franska kennaranum
Fjórir voru handteknir í Frakklandi í nótt, grunaðir um tengsl við mann sem myrti kennara í París í dag. Kennarinn, sem hafði sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund, var hálshöggvinn við skólann sem hann starfaði í.
16.10.2020 - 23:55
Segir árásina augljóslega hryðjuverk
Franski innanríkisráðherrann Gerald Darmanin segir hnífaárásina í París í gær augljóslega hafa verið framda af íslömskum hryðjuverkamönnum. Átján ára maður af pakistönskum uppruna var handtekinn, grunaður um að hafa stungið konu og karl fyrir utan skrifstofuhúsnæði í borginni. Sex til viðbótar eru í varðhaldi að sögn fréttastofu BBC og verða yfirheyrðir vegna málsins. 
26.09.2020 - 03:30
Réttað yfir sökunautum Charlie Hebdo-árásarmanna
Réttað verður yfir fjórtán einstaklingum sem grunaðir eru um aðild að Charlie Hebdo-árásunum í París 2015 á miðvikudaginn í næstu viku. Reuters greinir frá þessu.
28.08.2020 - 15:24
Tíu almennir borgarar drepnir í hryðjuverkaárás
Tíu almennir borgarar og einn lögreglumaður létu lífið í árás vígamanna á hótel í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í dag. Fimm vígamenn úr röðum Al-Shabaab hryðjuverkasamtakanna réðust inn á hótel við strönd Mogadishu, eftir að bílsprengja var sprengd fyrir utan það. AFP fréttastofan hefur eftir Ismael Mukhtaar Omar, talsmanni upplýsingaráðuneytisins, að vígamennirnir hafi allir verið felldir. 
16.08.2020 - 23:25
Yfir 60 myrt af vígamönnum í Súdan
Yfir 60 óbreyttir borgarar voru myrtir og minnst 60 til viðbótar særðust þegar hundruð vopnaðra manna réðust á smábæ í vesturhluta Darfur-héraðs í Súdan í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar segir að árásarmennirnir hafi ráðist sérstaklega að fólki af Masalít-þjóðinni, myrðandi og meiðandi, og farið ránshendi um heimili þess áður en þeir brenndu þau til kaldra kola.
27.07.2020 - 00:42
Vígamenn íslamista felldu 23 nígeríska hermenn
23 nígerískir hermenn féllu þegar vígasveitir öfgaíslamista gerðu sveit þeirra fyrirsát í Borno-héraði í Norðuausturhluta Nígeríu í dag. Þetta er haft eftir heimildarmönnum innan Nígeríuhers. Auk þeirra sem féllu er nokkurra hermanna saknað eftir árás vígamannanna, en ekki hefur verið upplýst hversu margir eru horfnir.
09.07.2020 - 03:44
Frakkar felldu foringja Al Kaída í Norður-Afríku
Foringi Al Kaída í Norður-Afríku var drepinn af frönskum hermönnum í Malí á fimmtudag. Nánir samstarfsmenn hans voru einnig vegnir, að sögn Florence Parly, varnarmálaráðherra Frakklands. 
06.06.2020 - 01:44
Segist hafa snúið baki við hryðjuverkum og bin Laden
Zacarias Moussaoui, eini maðurinn sem var sakfelldur fyrir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001, segist hafa snúið baki við hryðjuverkum, al-Kaída og samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Hann afplánar nú lífstíðardóm í alríkisfangelsi í Colorado. 
21.05.2020 - 07:45
Íraki fyrir þýskum dómi vegna þjóðarmorðs
27 ára írakskur karlmaður mætti í dómssal í Frankfurt í Þýskalandi í gær, ákærður fyrir þjóðarmorð, morð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Hann var í hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Sem slíkur var hann sakaður um að hafa tekið þátt í að reyna að útrýma minnihlutahópi Yasída í Írak. Eins er hann sakaður um að hafa myrt fimm ára stúlku sem hann keypti sem þræl. Hún var hlekkjuð niður og lést úr þorsta í heitu sólskini.
25.04.2020 - 04:55
Vígamenn felldu tugi þorpsbúa í Mósambík
Vígahreyfing herskárra íslamista felldi 52 þorpsbúa í norðurhluta Mósambík fyrr í mánuðinum. Talið er að fórnarlömbin hafi neitað að ganga til liðs við hreyfinguna. Guardian hefur eftir Orlando Mudumane, talsmanni lögreglu, að vígamennirnir hafi sóst eftir liðstyrk ungs fólks í þorpinu, en mætt andstöðu þeirra. Vígamennirnir hafi brugðist reiðir við því að stráfellt unga fólkið á hrottafenginn hátt. Rannsókn er hafin og árásarmannanna leitað.
22.04.2020 - 04:37
Stórt glæpagengi myrti 47 í nígerískum sveitaþorpum
Stór hópur vopnaðra glæpamanna á yfir 100 mótorhjólum myrti 47 manns í skipulögðum og samræmdum árásum á nokkur sveitaþorp í Katsinahéraði í norðaverðri Nígeríu aðfaranótt sunnudags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Katsinahéraði. Talsmaður Muhammadus Buharis, Nígeríuforseta, staðfesti þetta í yfirlýsingu frá forsetaembættinu, og kallaði byssumennina „bófa“.
20.04.2020 - 00:52
Eitrað fyrir 44 föngum úr röðum Boko Haram
44 fangar sem handteknir voru hernaðaraðgerðum gegn vígasveitum Boko Haram í Tjad, fundust látnir í fangageymslunni á fimmtudag. Grunur leikur á að þeim hafi verið byrlað eitur. Ríkissaksóknari Tjad greindi frá þessu á laugardag.
19.04.2020 - 00:35
Þúsund vígamenn felldir við Tsjad-vatn
Stjórnarherinn í Tsjad kveðst hafa fellt eitt þúsund vígamenn úr Boko Haram við Tsjad-vatn. 52 hermenn létu lífið í aðgerðinni að sögn Azem Bermendoa Agouna, talsmanns hersins. 
10.04.2020 - 04:49
Fjórir hermenn og tugir vígamanna féllu í Níger
Fjórir nígerskir stjórnarhermenn og tugir vígamanna, sem taldir eru tilheyra íslömskum hryðjuverkasamtökum, féllu í hörðum bardaga í vesturhluta Níger á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu nígerska varnarmálaráðuneytisins, sem birt var í fjölmiðlum í kvöld. Þar segir að sveit stjórnahermanna hafi ráðist á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Tillaberi-héraði nærri landamærunum að Malí á fimmtudag.
04.04.2020 - 01:31