Hrunamannahreppur

Seinni sláttur í fullum gangi í hreppum
Við getum slegið fram að jólum ef að tíðin er þannig sagði Unnsteinn Hermannsson bóndi á Langholtskoti í Hrunamannahreppi í Morgunglugganum á Rás eitt. Annars hefur þetta verið mjög erfitt tíðarfar og gert vinnu bænda erfiða þar sem mest hefur ringt.
05.09.2013 - 11:37
Erfitt að fjármagna heilsuferðaþjónustu
Áform tveggja kínverskra fyrirtækja um allt að sjö milljarða fjárfestingu í heilsuþorpi á Flúðum eru úr sögunni. Fjármögnun einkarekins sjúkrahúss í Mosfellsbæ miðar hægt.
15.08.2013 - 19:45
Dúkkuhúsið á Flúðum
Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn kemur 7. júlí. Morgunútvarpið sló á þráðinn til Margrétar Emilsdóttur sem rekur Dúkkusafnið á Flúðum.
05.07.2013 - 10:07
Krefja ríkið um greiðslu á girðingu
Aðalmeðferð í máli eigenda og ábúenda félagsbúsins Tungufells í Hrunamannahreppi gegn íslenska ríkinu fór fram í gær. Málið er höfðað vegna vangoldinnar kröfu um greiðslu hlutdeildarkostnaðar í afréttargirðingu. Þess er krafist að stefnda verði gert að greiða stefnendum ríflega 2,4 milljónir.
23.05.2013 - 08:26
Milljón í sekt fyrir að framleiða áfengi
Rúmlega fimmtugur karlmaður í Hrunamannahreppi hefur verið dæmdur til að greiða íslenska ríkinu rúma milljón í sekt fyrur að hafa á heimili sínu framleitt 172 lítra af ólöglegu áfengi frá því í júlí 2011 til janúar 2013. Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi.
02.05.2013 - 18:28
Gróf landann í jörðu
Lögreglan á Selfossi fann í gær um 170 lítra af 40% prósent landa sem var grafinn í jörðu á bæ í Hrunamannahreppi. Gryfjan var um tveir metrar á lengd og einn metri á breidd.
04.03.2013 - 12:19
Flóðahætta á Suðurlandi er liðin hjá
Flóðahætta á Suðurlandi er liðin hjá. Vatnsrennslið náði hámarki í Ölfusá við Selfoss klukkan ellefu í morgun þegar það mældist 1.311 rúmmetrar á sekúndu, eins og spáð hafi verið. Eðlilegt rennsli er 300-350 rúmmetrar á sekúndu.
27.02.2013 - 12:45
Vatnavextir hafa líklega náð hámarki
Talið er að vatnavextir á Suðurlandi hafi náð hámarki í kvöld og að vatnsmagn í ám fari að minnka á næstu klukkustundum. Vatnavextir settu svip sinn á Suðurlandið í dag.
26.02.2013 - 23:25
Vatnavextir setja svip sinn á Suðurlandið
Vatnavextir vegna rigninga og hlýinda hafa sett svip sinn á Suðurlandið í dag, án þess þó að valda teljandi vandræðum. Veðurstofan telur flóðin í Ölfusá og Hvítá nái hámarki í kvöld.
26.02.2013 - 18:01
Flóðin ekki jafn mikil og árið 2006
Vegurinn út í Auðsholt í Hraunamannahreppi er ófær nema mjög stórum farartækjum þar sem rúmlega eins metra djúpt vatn er á veginum. Flóðin nú eru þó ekki nærri jafn mikil og árið 2006.
26.02.2013 - 12:35
Handritin á Flúðum
Fyrir rúmum sjötíu árum var dýrmætum handritum komið í skjól í barnaskólahúsi á Flúðum í Hrunamannahreppi.
25.02.2013 - 09:56
Stofna rafveitu í uppsveitum
Sveitarfélög og garðyrkjubændur í uppsveitum Suðurlands hafa stofna fyrirtæki til að sjá um dreifingu rafmagns í Bláskógabyggð og Hrunamannahreppi. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja þetta bestu leiðina til að lækka raforkukostnað.
16.02.2013 - 12:26
Garðyrkjubændur stofna rafveitu
Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps hafa ásamt garðyrkjubændum stofnað félagið Uppsveitaorka ehf.
16.02.2013 - 05:10
Ákvörðun um eignarnám ógilt
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands sem ógilti ákvörðun Hrunamannahrepps um að taka eignarnámi land í eigu Árna Hjaltasonar. Hrunamannahreppur þarf að greiða Árna hálfa milljón króna í málskostnað.
07.12.2012 - 09:03
Segja uppsögn valda ójafnræði
Hreppsnefnd Hrunamannahrepps harmar uppsögn fréttaritara RÚV á Suðurlandi. Í bókun nefndarinnar segir að fréttaflutningur af Suðurlandi skerðist óhjákvæmilega og það valdi ójafnræði milli landshluta.
07.09.2012 - 16:41
Kínverjar vilja byggja heilsuþorp
Kínverska fyrirtækið Smart Cities International Limited hefur ritað undir yfirlýsingu um að það hafi áhuga á að koma að fjármögnun og byggingu á heilsuþorpi á Flúðum sem fyrirtækið Flúðir Spa hefur áhuga á að byggja. Þetta kom fram á Stöð 2 í kvöld.
29.08.2012 - 21:07
Greiðir 14 milljónir í riðubætur
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða bændum á jörðunum Skollagróf og Jötu í Hrunamannahreppi tæplega 14 milljónir króna með dráttarvöxtum auk þess að greiða stefnendum 600 þúsund krónur í málskostnað.
02.07.2012 - 17:50
Fyrstu kartöflur komnar í hús
Þurrkar hafa hamlað heyskap víða um land og tún eru nokkuð brunnin á Norðurlandi. Heyskapur er almennt hafinn á Suðurlandi og í Auðsholti í Hrunamannahreppi eru bændur meira að segja farnir að taka upp kartöflur.
26.06.2012 - 09:46
Óvenju frjósöm vegna Huppusteins
Kýrin Unnsteina á Sólheimum í Hrunamannahreppi þykir óvenju frjósöm. Hún hefur eignast fjóra kálfa, tvo tvíbura eða tvíkelfinga á einu ári, allt kvígur.
18.06.2012 - 10:00
Eignaðist fjóra kálfa á ellefu mánuðum
Kýrin Unnsteina á Sólheimum í Hrunamannahreppi er einstaklega frjósöm. Hún eignaðist fjóra kálfa á ellefu mánuðum - tvenna tvíkelfinga. Unnsteina var sædd í síðustu viku og eru miklar líkur á að hún beri þriðju tvíkelfingum sínum eftir níu mánuði.
16.06.2012 - 20:00
Holdagriparæktun í Hrunamannahreppi
Í Langholtskoti í Hrunamannahreppi eru ræktaðir holdanautgripir. Þeir eru blendingar af íslenska kúakyninu og þremur holdakynjum sem flutt hafa verið til landsins í gegnum árin.
30.04.2012 - 10:00
Ósáttir við hækkun hjá Rarik
Hækkun á gjaldskrá Rarik um áramótin kemur sér afar illa fyrir garðyrkjubændur á Flúðum sem borga margar milljónir á mánuði fyrir rafmagnið. Oddviti sveitarfélagsins gagnrýnir að ríkisfyrirtæki eins og Rarik komist upp með verðhækkun, sem bitnar harðar á dreifbýlinu heldur en þéttbýlinu.
19.02.2012 - 13:00
Kínverskt hótel á Flúðum?
Árni Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður og ritstjóri ræddi um þessar hugmyndir í Síðdegisútvarpinu en frétt um að Kínverskir fjárfestar vilja leggja fé í byggingu heilsuþorps á Flúðum vekur athygli.
19.01.2012 - 18:52
Kínverjar vilja fjárfesta á Flúðum
Kínverskir fjárfestar vilja leggja fjármuni í byggingu heilsuþorps á Flúðum. Að líkindum um 6 til 7 milljarða króna. Hvatamaður verkefnisins segist ekki óttast að fjárfestingin verði umdeild.
19.01.2012 - 17:41
Matarsmiðja opnuð á Flúðum
Þriðja Matarsmiðjan á vegum Matís var opnuð í dag á Flúðum en hinar tvær eru á Höfn og Egilsstöðum. Það var Jón Bjarnason, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, sem opnaði smiðjuna formlega en tilgangur hennar er annars vegar að efla smáframleiðslu matvæla á Suðurlandi með því að bjóða um á aðstöðu,
12.05.2011 - 17:05