Hrunamannahreppur

Grænmetisbændur fagna komu vorsins
Bændur vinna nú myrkranna á milli við hin ýmsu verk. Garðyrkjubændur ætla að bæta í framleiðslu sína til að anna aukinni eftirspurn eftir íslensku grænmeti.
Tvö brot á varnarlínum til rannsóknar hjá lögreglu
Matvælastofnun hefur óskað eftir að lögreglan rannsaki meintan flutning fjögurra lambhrúta frá Vestfjörðum til Norðurlands eystra. Ekki er heimilt að flytja sauðfé yfir varnarlínur nema í sérstökum undantekningartilfellum. Til þess þarf að fá leyfi Matvælastofnunar. Sambærilegt mál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Uppskera með betra móti hjá grænmetisbændum
Uppskerutími grænmetisbænda stendur nú sem hæst. Bændur, handverksfólk og matvælaframleiðendur í Hrunamannahreppi fögnuðu uppskeru sumarsins í dag. Matarkistan Hrunamannahreppur er yfirskrift uppskeruhátíðarinnar. Meðal viðburða í dag var árlegur bændamarkaður í félagsheimilinu á Flúðum. Bændur eru ánægðir með uppskeru sumarsins.
31.08.2019 - 19:30
Eldsupptök enn ókunn á Flúðum
Eldur kom upp í gærkvöldi í pökkunarhúsi garðyrkjustöðvarinnar Reykjaflatar. Húsið, sem er 200 fermetrara að stærð, er mikið skemmt en ekki er ljóst á þessari stundu hvort það sé ónýtt.
15.08.2018 - 14:59
Stöðugleiki í Hrunamannahreppi
Pólitískur og efnahagslegur stöðugleiki hefur einkennt líðandi kjörtímabil í Hrunamannahreppi, segir sveitarstjórinn. Hann segir engin hitamál eða ágreining vera hjá íbúum í sveitarfélaginu. Áframhaldandi þróun og uppbygging eru meðal þess sem er í forgrunni. Sveitarstjórinn telur að umræðan um þjóðgarð á hálendinu verði mesta áskorun þeirra sem taka við.
Seyran græðir upp afréttinn
Mestöll seyra úr uppsveitum Árnessýslu verður á næstu árum nýtt til landgræðslu á afréttum. Fimm sveitarfélög hafa tekið saman höndum um þetta í samkomulagi við Landgræðslu ríkisins og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Seyran er nú þegar blönduð með kalki og síðan borin á landið. Blöndunarstöð hefur þegar verið tekin í notkun í nágrenni Flúða.
Ferðamanni bjargað af Bláfellshálsi
Sveit Björgunarfélagsins Eyvindar í Hrunamannahreppi kom í gærmorgun til bjargar erlendum ferðamanni sem hafði fest bíl í skafli á Kjalvegi. Ferðamaðurinn var á jepplingi sem hann hafði leigt og var kominn upp á Bláfellsháls, tæplega 30 kílómetrum ofan við Gullfoss. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er Kjalvegur ófær.
Kartöflugeymsla fékk nýtt hlutverk
Í Birtingaholti í Hrunamannahreppi hafði gömul kartöflugeymsla staðið ónotuð í þónokkur ár, fyrir utan að hýsa ótæpilegt magn af drasli, þegar eigendur hennar fengu þá hugmynd að færa henni nýjan tilgang.
15.12.2014 - 10:21
Hveragerði vill skoða sameiningu við Ölfus
Bæjarstjórn Hveragerðis hefur óskað eftir sameiningarviðræðum við sveitarfélagið Ölfus og er meirihluti Hvergerðinga jákvæður í garð sameiningar. Sveitastjórn Ölfuss kannaði ekki hug íbúa til sameiningar þrátt fyrir áskorun þar um.
H-listinn bætti við sig í Hrunamannahreppi
H-listinn sigraði í kosningunum í Hrunamannahreppi, fékk 68,6% atkvæða og fjóra menn kjörna og bætti við sig einum manni. Á-listinn fékk 31,4% og einn mann kjörinn og missti einn. Alls greiddu 411 atkvæði af 563 á kjörskrá. Kjörsókn var því 73%. Auðir seðlar voru 12 og ógildir seðlar fjórir.
Bjarney leiðir Á-lista í Hrunamannahreppi
Bjarney Vignisdóttir leiðir framboð Á-listans í Hrunamannahreppi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er nú með tvo fulltrúa af fimm í hreppsnefndinni.
Hrunamannahreppur
Mörk sveitarfélagsins hafa verið óbreytt frá árinu 1950. Íbúar hreppsins felldu sameiningu allra sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu árið 1993 og einnig sameiningu við Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Grímsnes- og Grafningshrepp og Bláskógabyggðar árið 2005.
02.05.2014 - 11:49
Ragnar leiðir áfram H-lista
Frambjóðendur H-listans í Hrunamannahreppi vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor voru kynntir á opnum fundi í gærkvöldi. Ragnar Magnússon núverandi oddviti leiðir listann áfram. H-listinn hefur verið í meirihluta í hreppnum á þessu kjörtímabili.
Vill eitt sveitarfélag í Árnessýslu
Framkvæmdastjóri Árborgar telur að sameina ætti öll sveitarfélög í Árnessýslu í eitt. Samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor ætlar bærinn að kanna hug íbúa til til sameiningar og fylgir með því fordæmi Hvergerðinga.
Sveitarfélög í Árnessýslu skoða sameiningu
Að minnsta kosti fimm sveitarfélög í Árnessýslu ætla sér að kanna viðhorf íbúa til mögulegrar sameiningar sveitarfélaga. Viðhorfskönnunin mun fara fram samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor.
Útgjöld til félagsþjónustu afar misjöfn
Útgjöld sveitarfélaga til félagsþjónustu á hvern íbúa eru afar mismunandi. Sveitarfélögin sýna mismikla félagslega ábyrgð segir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Seinni sláttur í fullum gangi í hreppum
Við getum slegið fram að jólum ef að tíðin er þannig sagði Unnsteinn Hermannsson bóndi á Langholtskoti í Hrunamannahreppi í Morgunglugganum á Rás eitt. Annars hefur þetta verið mjög erfitt tíðarfar og gert vinnu bænda erfiða þar sem mest hefur ringt.
05.09.2013 - 11:37
Erfitt að fjármagna heilsuferðaþjónustu
Áform tveggja kínverskra fyrirtækja um allt að sjö milljarða fjárfestingu í heilsuþorpi á Flúðum eru úr sögunni. Fjármögnun einkarekins sjúkrahúss í Mosfellsbæ miðar hægt.
15.08.2013 - 19:45
Dúkkuhúsið á Flúðum
Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn kemur 7. júlí. Morgunútvarpið sló á þráðinn til Margrétar Emilsdóttur sem rekur Dúkkusafnið á Flúðum.
05.07.2013 - 10:07
Krefja ríkið um greiðslu á girðingu
Aðalmeðferð í máli eigenda og ábúenda félagsbúsins Tungufells í Hrunamannahreppi gegn íslenska ríkinu fór fram í gær. Málið er höfðað vegna vangoldinnar kröfu um greiðslu hlutdeildarkostnaðar í afréttargirðingu. Þess er krafist að stefnda verði gert að greiða stefnendum ríflega 2,4 milljónir.
23.05.2013 - 08:26
Milljón í sekt fyrir að framleiða áfengi
Rúmlega fimmtugur karlmaður í Hrunamannahreppi hefur verið dæmdur til að greiða íslenska ríkinu rúma milljón í sekt fyrur að hafa á heimili sínu framleitt 172 lítra af ólöglegu áfengi frá því í júlí 2011 til janúar 2013. Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi.
02.05.2013 - 18:28
Gróf landann í jörðu
Lögreglan á Selfossi fann í gær um 170 lítra af 40% prósent landa sem var grafinn í jörðu á bæ í Hrunamannahreppi. Gryfjan var um tveir metrar á lengd og einn metri á breidd.
04.03.2013 - 12:19
Flóðahætta á Suðurlandi er liðin hjá
Flóðahætta á Suðurlandi er liðin hjá. Vatnsrennslið náði hámarki í Ölfusá við Selfoss klukkan ellefu í morgun þegar það mældist 1.311 rúmmetrar á sekúndu, eins og spáð hafi verið. Eðlilegt rennsli er 300-350 rúmmetrar á sekúndu.
27.02.2013 - 12:45
Vatnavextir hafa líklega náð hámarki
Talið er að vatnavextir á Suðurlandi hafi náð hámarki í kvöld og að vatnsmagn í ám fari að minnka á næstu klukkustundum. Vatnavextir settu svip sinn á Suðurlandið í dag.
26.02.2013 - 23:25
Vatnavextir setja svip sinn á Suðurlandið
Vatnavextir vegna rigninga og hlýinda hafa sett svip sinn á Suðurlandið í dag, án þess þó að valda teljandi vandræðum. Veðurstofan telur flóðin í Ölfusá og Hvítá nái hámarki í kvöld.
26.02.2013 - 18:01