Hrunamannahreppur

Landinn
Varð sérfræðingur í sólskinstómötum á mettíma
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir er alin upp á Snæfellsnesi á bænum Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi. Amma hennar var mikil garðyrkjukonan og þær voru mikið saman. Engu að síður valdi hún sér hugvísindanám og lærði heimspeki, siðfræði, miðausturlandafræði og arabísku svo eitthvað sé nefnt. Hana langaði samt alltaf í Garðyrkjuskólann og lét að lokum slag standa.
08.05.2022 - 20:50
Víðtækar aðgerðir á Flúðum vegna smits í Flúðaskóla
Flúðaskóli verður lokaður á morgun, föstudag, sem og leikskólinn á Flúðum, sundlaugin, íþróttahúsið og tækjasalurinn, efitr að starfsmaður Flúðaskóla greindist með COVID-19. 
25.11.2021 - 22:11
Heil brú boðin til sölu
Það ekki á hverjum degi sem heil brú sést auglýst til sölu en um síðustu mánaðamót birtist slík auglýsing í Bændablaðinu. Brúin er allnokkurt mannvirki en áhugasamir virðast ekki láta það á sig fá og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa.
21.08.2021 - 12:05
Virðast komin fyrir vind á Suðurlandi
Einn greindist með COVID-19 í skimun í Hrunamannahreppi í gær. Sá hafði verið í sóttkví síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. Sveitarstjórinn segist bjartsýnn á að tekist hafi að hefta útbreiðslu sýkingarinnar í sveitinni. Þá virðast bönd vera að komast á hópsýkingu í Þorlákshöfn.
Tvö COVID-smit í Hrunamannahreppi
Tvö COVID-smit hafa greinst í Hrunamannahreppi og 24 eru í sóttkví. Fyrra smitið greindist í fyrradag og varð það til þess að fólk sem tengdist fjölskyldu eða vinnustað viðkomandi var sett í sóttkví og sent í skimun í gær. Eitt þeirra greindist með COVID-19 en aðrir fengu neikvæða niðurstöðu. Fleira fólk fór í skimun í dag og er niðurstöðu að vænta síðar í dag eða í kvöld.
29.04.2021 - 14:22
Fornleifar fundust í Hrunamannahreppi
Fornminjar hafa fundist við bæinn Gröf í Hrunamannahreppi. Talið er að þær séu frá landnámsöld. Gera þarf breytingar á uppbyggingu íbúðahverfis vegna þessa.
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Samkaup kemur til móts við ósátta íbúa
Samkaup býður nú viðskiptavinum sínum í Búðardal, Reykjahlíð, Hólmavík og Flúðum að fá vörur sendar úr netverslun Nettó. Framtakið er ætlað að mæta óskum viðskiptavina. Íbúi í Mývatnssveit segir alltaf hægt að gera betur.
07.09.2020 - 16:27
Fullsödd af sóðaskap næturgesta í Hrunalaug
Partýstand og óþrifnaður hefur verið við Hrunalaug við Flúðir í vor. Landeigendur eru þar á vöktum um nætur til að vísa fólki burt. Þeir ætla að setja upp búnað svo að hægt verði að tæma laugina þegar þurfa þykir.
Grænmetisbændur fagna komu vorsins
Bændur vinna nú myrkranna á milli við hin ýmsu verk. Garðyrkjubændur ætla að bæta í framleiðslu sína til að anna aukinni eftirspurn eftir íslensku grænmeti.
Tvö brot á varnarlínum til rannsóknar hjá lögreglu
Matvælastofnun hefur óskað eftir að lögreglan rannsaki meintan flutning fjögurra lambhrúta frá Vestfjörðum til Norðurlands eystra. Ekki er heimilt að flytja sauðfé yfir varnarlínur nema í sérstökum undantekningartilfellum. Til þess þarf að fá leyfi Matvælastofnunar. Sambærilegt mál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Uppskera með betra móti hjá grænmetisbændum
Uppskerutími grænmetisbænda stendur nú sem hæst. Bændur, handverksfólk og matvælaframleiðendur í Hrunamannahreppi fögnuðu uppskeru sumarsins í dag. Matarkistan Hrunamannahreppur er yfirskrift uppskeruhátíðarinnar. Meðal viðburða í dag var árlegur bændamarkaður í félagsheimilinu á Flúðum. Bændur eru ánægðir með uppskeru sumarsins.
31.08.2019 - 19:30
Eldsupptök enn ókunn á Flúðum
Eldur kom upp í gærkvöldi í pökkunarhúsi garðyrkjustöðvarinnar Reykjaflatar. Húsið, sem er 200 fermetrara að stærð, er mikið skemmt en ekki er ljóst á þessari stundu hvort það sé ónýtt.
15.08.2018 - 14:59
Stöðugleiki í Hrunamannahreppi
Pólitískur og efnahagslegur stöðugleiki hefur einkennt líðandi kjörtímabil í Hrunamannahreppi, segir sveitarstjórinn. Hann segir engin hitamál eða ágreining vera hjá íbúum í sveitarfélaginu. Áframhaldandi þróun og uppbygging eru meðal þess sem er í forgrunni. Sveitarstjórinn telur að umræðan um þjóðgarð á hálendinu verði mesta áskorun þeirra sem taka við.
Seyran græðir upp afréttinn
Mestöll seyra úr uppsveitum Árnessýslu verður á næstu árum nýtt til landgræðslu á afréttum. Fimm sveitarfélög hafa tekið saman höndum um þetta í samkomulagi við Landgræðslu ríkisins og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Seyran er nú þegar blönduð með kalki og síðan borin á landið. Blöndunarstöð hefur þegar verið tekin í notkun í nágrenni Flúða.
Ferðamanni bjargað af Bláfellshálsi
Sveit Björgunarfélagsins Eyvindar í Hrunamannahreppi kom í gærmorgun til bjargar erlendum ferðamanni sem hafði fest bíl í skafli á Kjalvegi. Ferðamaðurinn var á jepplingi sem hann hafði leigt og var kominn upp á Bláfellsháls, tæplega 30 kílómetrum ofan við Gullfoss. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er Kjalvegur ófær.
Kartöflugeymsla fékk nýtt hlutverk
Í Birtingaholti í Hrunamannahreppi hafði gömul kartöflugeymsla staðið ónotuð í þónokkur ár, fyrir utan að hýsa ótæpilegt magn af drasli, þegar eigendur hennar fengu þá hugmynd að færa henni nýjan tilgang.
15.12.2014 - 10:21
Hveragerði vill skoða sameiningu við Ölfus
Bæjarstjórn Hveragerðis hefur óskað eftir sameiningarviðræðum við sveitarfélagið Ölfus og er meirihluti Hvergerðinga jákvæður í garð sameiningar. Sveitastjórn Ölfuss kannaði ekki hug íbúa til sameiningar þrátt fyrir áskorun þar um.
H-listinn bætti við sig í Hrunamannahreppi
H-listinn sigraði í kosningunum í Hrunamannahreppi, fékk 68,6% atkvæða og fjóra menn kjörna og bætti við sig einum manni. Á-listinn fékk 31,4% og einn mann kjörinn og missti einn. Alls greiddu 411 atkvæði af 563 á kjörskrá. Kjörsókn var því 73%. Auðir seðlar voru 12 og ógildir seðlar fjórir.
Bjarney leiðir Á-lista í Hrunamannahreppi
Bjarney Vignisdóttir leiðir framboð Á-listans í Hrunamannahreppi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er nú með tvo fulltrúa af fimm í hreppsnefndinni.
Hrunamannahreppur
Mörk sveitarfélagsins hafa verið óbreytt frá árinu 1950. Íbúar hreppsins felldu sameiningu allra sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu árið 1993 og einnig sameiningu við Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Grímsnes- og Grafningshrepp og Bláskógabyggðar árið 2005.
02.05.2014 - 11:49
Ragnar leiðir áfram H-lista
Frambjóðendur H-listans í Hrunamannahreppi vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor voru kynntir á opnum fundi í gærkvöldi. Ragnar Magnússon núverandi oddviti leiðir listann áfram. H-listinn hefur verið í meirihluta í hreppnum á þessu kjörtímabili.
Vill eitt sveitarfélag í Árnessýslu
Framkvæmdastjóri Árborgar telur að sameina ætti öll sveitarfélög í Árnessýslu í eitt. Samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor ætlar bærinn að kanna hug íbúa til til sameiningar og fylgir með því fordæmi Hvergerðinga.
Sveitarfélög í Árnessýslu skoða sameiningu
Að minnsta kosti fimm sveitarfélög í Árnessýslu ætla sér að kanna viðhorf íbúa til mögulegrar sameiningar sveitarfélaga. Viðhorfskönnunin mun fara fram samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor.
Útgjöld til félagsþjónustu afar misjöfn
Útgjöld sveitarfélaga til félagsþjónustu á hvern íbúa eru afar mismunandi. Sveitarfélögin sýna mismikla félagslega ábyrgð segir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.