Hörgársveit

Alvarlegt slys á leikskóla í Eyjafirði
Alvarlegt slys varð á leikskólanum Álfasteini í Hörgársveit í dag. Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kölluð að skólanum um tvöleytið.
23.10.2020 - 19:17
Stöðva dreifingu á mjólk vegna yfirfulls haughúss
Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu mjólkur frá bæ í Hörgársveit þar sem hollustuhættir voru ófullnægjandi. Haughús var yfirfullt svo rann úr því út á heimreiðina. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur mjólkurframleiðslu verið hætt á bænum.
13.10.2020 - 12:33
Myndskeið
Hreinsa upp eftir aðventustorminn og leggja jarðstrengi
RARIK hreinsar nú upp brotna rafmagnsstaura og slitnar línur sem liggja enn á jörðu eftir óveðrið mikla í desember. 84 kílómetrar af jarðstrengjum verða lagðir á Norðurlandi í sumar í flýtiverkefnum vegna afleiðinga óveðursins.
Beið bara inni í bæ og vonaði að allt stæði
Íbúar í Hörgársveit aðstoðuðu RARIK við að koma aftur á rafmagni nú rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Línan lá á brotnum trjám í skóginum á Vöglum á Þelamörk. Það fór svo aftur af rétt eftir klukkan tíu. Tilvikið varpar ljósi á að margt þurfi að laga í kerfinu, segir íbúi á svæðinu. 
13.12.2019 - 23:09
Rafmagnslaus í 80 klukkutíma
Rafmagn er að komast á á bæjum vestan megin í Hörgárdal. Hellt var upp á kaffi til að fagna komu rafmagnsins. Bóndi á bænum Skriðu segir að það hafi orðið mjög kalt í íbúðarhúsinu. Rafmagnslaust var í um 80 klukkustundir á bænum.
13.12.2019 - 17:13
Blöndulína 3 í nýtt umhverfismat í haust
Landsnet hefur óskað eftir umhverfismati á Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Framkvæmdastjóri Landsnets segir framkvæmdina mikilvæga fyrir meginflutningskerfi landsins.
Bréfdúfur á hrakhólum á Norðurlandi
Athvarf hefur verið sett upp fyrir villtar bréfdúfur við Þelamerkurskóla í Hörgársveit. Undanfarna daga hafa borist þónokkrar ábendingar um dúfur í grennd við Akureyri og víðar á Norðurlandi. Bréfdúfunum var sleppt frá Akureyri um seinustu helgi þegar Íslandsmót Bréfdúfnafélags Íslands fór fram. Um 200 fuglum var sleppt en um 40 þeirra villtust af leið.
09.07.2019 - 20:03
Bílstjórinn mikið slasaður og barn um borð
Ökumaður strætisvagns sem fór út af á Ólafsfjarðarvegi á þriðjudag slasaðist mikið. Níu ára barn var farþegi í vagninum, en meiðsl þess voru minni háttar. Bíllinn er mjög mikið skemmdur en tildrög slyssins eru í rannsókn. Forsvarsmenn Strætó BS höfðu ekki heyrt af málinu í morgun.
07.06.2018 - 11:55
Flestir sveitarstjórar ætla að sitja áfram
Ekki er útlit fyrir mörg sveitarstjóraskipti í sveitarfélögum á Norðurlandi eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Flestir ætla sér að halda áfram, en sumir segja að bæjarstjórastóllinn á Akureyri freisti. Auglýst verður eftir nýjum sveitarstjóra í Skagafirði en meirihlutinn á Akureyri ætlar að ráða bæjarstjóra.
Tveggja milljarða framkvæmd og umferðarrask
Hitaveituframkvæmdir Norðurorku á Akureyri kosta 2,3 milljarða króna og stærstu umferðaræðarnar verða fyrir miklu raski í sumar. Tveggja kílómetra djúp hola verður boruð á Hjalteyri til að færa meira vatn til bæjarins. Núverandi hitaveitukerfi getur ekki tekið við meira vatni frá Hjalteyri og því þarf að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir innanbæjar, segir forstjóri Norðurorku.
01.06.2018 - 13:08
Vilja fleiri barnafjölskyldur í Hörgársveit
Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit, segir að yfirvöld stefni markvisst að því að fjölga ungu fólki í sveitarfélaginu. Vonast er til að íbúafjöldi í þéttbýlinu við Lónsbakka fjórfaldist á komandi árum. Tveir listar eru boðnir fram til sveitarstjórnarkosninga í Hörgársveit.
Þarf að greiða bætur vegna myglaðs húss
Seljandi íbúðarhúss í Hörgársveit þarf að greiða kaupendum hússins rúmar sex milljónir í bætur. Húsið var keypt 2014 og samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra komu ekki allir gallar í ljós við söluna. Töluverð mygla var í húsinu og skólpið nær ónýtt, án þess að kaupendur vissu það.
05.03.2018 - 15:21
Myndskeið
„Mamma horfir alltaf á fréttir og Dr. Filló”
Leikskólinn Álfasteinn í Hörgársveit hlaut hvatningarverðlaunin Orðsporið á degi leikskólans í dag, en þar er hlutfall leikskólakennara hæst á landinu. Dagurinn er nú haldinn hátíðlegur í ellefta sinn. Börnin á Álfasteini sungu fyrir gesti og veltu meðal annars fyrir sér hvernig leikskólar væru ef þar væru engir leikskólakennarar og hvernig fréttir eru búnar til. Á sama tíma sungu um 200 leikskólabörn í Menningarhúsinu Hofi.
06.02.2018 - 19:15
Brennsluofn enn í notkun án leyfis
Brennsluofn sláturhússins B. Jensen, sem ekki fékkst áframhaldandi starfsleyfi fyrir vegna lyktarmengunar, er enn í notkun á sama stað. Heilbrigðisfulltrúi segir að ef ofninn verði ekki færður verði gripið til þvingunarúrræða en lögmaður B. Jensen vill fá að fyrirtækið fái að brenna á meðan málið er í kæruferli. 
14.11.2017 - 14:49
Ofbeldismálum tengdum eyfirskum börnum fjölgar
Barnaverndarmálum á Akureyri og nágrenni hennar hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Mest hefur tilkynningum frá lögreglu fjölgað, en einnig alvarlegum málum eins og kynferðisbrota- og vanrækslumálum. Unglingapartý eru þó nánast úr sögunni, samkvæmt forstöðumanni barnaverndar, sem undirstrikar að ofbeldi gegn börnum geti haft gífurlega alvarlegar afleiðingar. Fyrir fjórum árum voru tilkynningarnar tæplega 350 en árið 2016 er gert ráð fyrir að þær verði um 500, sem gerir fjölgun um 45 prósent.
Ný lög ýta undir jarðlínur
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir ný lög eiga að gera raflínulagnir í jörð að betri kosti en áður var. Hann á ekki von á því að þingið bregðist við dómi Hæstaréttar sem ógilti eignarnám Landsnets í jörðum á línustæði Suðvesturlínu. Bæði landeigendur á línustæði Blöndulínu og Kröflulínu vilja nýtt umhverfismat í framhaldi af dóminum.
Blöndulína: „Fer ekki á möstrum hér í gegn“
Eigendur lands í Skagafirði þar sem leggja á Blöndulínu þrjú vilja að gert verði nýtt umhverfismat í kjölfar dóm Hæstaréttar um Suðurnesjalínu. Þeir ljá ekki máls á öðru en að háspennulínan verði lögð í jörð. Helga Rós Indriðadóttir, einn landeigenda, segir þá margítrekað hafa beðið um jarðstreng.
Gróska sigurvegari í Hörgársveit
Gróska hlaut meirihluta í Hörgársveit, 46,8 prósent atkvæða og þrjá fulltrúa. Lýðræðislistinn fékk 26,9 prósent og einn fulltrúa og Nýir tímar 26,3% og einn fulltrúa. Kjörsókn var 72,2%.
Hörgársveit
Sveitarfélagið varð til í núverandi mynd árið 2010 þegar samþykkt var að sameina Hörgárbyggð og Arnarneshrepp. Hörgárbyggð hafði áður orðið til árið 2001 með sameiningu Glæsibæjarhrepps, Öxnadalshrepps og Skriðuhrepps.
02.05.2014 - 11:40
Taka þurfti 18% af líkamanum
Guðmundur Sigvaldason fékk beinkrabba í hægri fótinn og losnaði ekki við hann fyrr en allur fóturinn var tekinn af við mjaðmalið. Aðgerðin var í maí og aðeins tveimur mánuðum síðar réðst Guðmundur í framkvæmdir, það þurfti að ljúka við skjólvegg við húsið. Og hann tók því til hendinni.
02.12.2013 - 14:11
Eitt sveitarfélag af sjö búið að svara
Af sjö sveitarfélögum á starfssvæði Einingar-Iðju stéttarfélags hefur aðeins eitt svarað fyrirspurn um hvort og hvaða breytingar séu ráðgerðar á gjaldskrám.
Milljarðauppbygging fyrirhuguð á Dysnesi
Þjónustuhöfn við olíu- og námuvinnslu fyrir norðan Ísland gæti risið í Dysnesi við Eyjafjörð, ef áform félags sem var stofnað í dag, verða að veruleika.
23.05.2013 - 11:20
Eldað undir berum himni á Þelamörk
Krakkarnir í Þelamerkurskóla í Hörgárdal láta snjó og kulda ekki trufla sig og hafa lært matreiðslu úti undir berum himni í allan vetur. Það er óneitanlega tilbreyting frá því að sitja inni yfir skólabókunum.
21.03.2013 - 21:27
Drap mink heima við íbúðarhús
Davíð Jónsson, bóndi í Kjarna í Hörgársveit, veiddi mink í gildru heima hjá sér, rétt við íbúðarhúsið. Talið er víst að um sé að ræða dýr sem hefur sloppið úr búri í flutningum.
21.12.2012 - 11:31
Borga skuld með skáldajörð
Til greina kemur að Íslandsbanki taki hluta af landi Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal upp í skuld. Frístundabyggð er skipulögð á svæðinu.
20.09.2012 - 13:41