Höfuðborgarsvæðið

Sömdu um hjúkrunarheimili fyrir 144
Hjúkrunarheimili fyrir allt að 144 íbúa rís við Mosaveg í Grafarvogi í Reykjavík og á það að verða tilbúið til notkunar eftir rúm fimm ár. Út á þetta gengur samningur sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í dag. Áætlað er að bygging hjúkrunarheimilisins kosti 7,7 milljarða króna. Ríkið borgar 85 prósent en borgin afganginn.
Fimm berjast um annað sætið
Tólf gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, stefnir á að leiða listann, Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, stefnir á eitt af þremur efstu sætunum og vel flestir frambjóðendur stefna á annað eða þriðja sæti listans.
Eldur í tveimur íbúðum á höfuðborgarsvæðinu
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var tvisvar kallað út í kvöld vegna elds í íbúðarhúsum. Um klukkan átta barst tilkynning úr Árbæ þar sem eldur kviknaði í rúmi.
Myndskeið
Grágæs gerði sér hreiður á þaki Háskólans í Reykjavík
Grágæs ein í Reykjavík fór ekki troðnar slóðir þegar hún valdi sér hreiðurstað, en hún liggur nú á eggjum í Háskólanum í Reykjavik og það uppi á þaki.
23.05.2021 - 20:48
Þrjú rafskútuslys og Eurovision gleði fram eftir nóttu
Þrjú rafskútuslys eru skráð í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tvö þeirra urðu í Vesturbæ Reykjavíkur. Það fyrra varð á tólfta tímanum í gærkvöld.
Leggja hjólastíga fyrir einn og hálfan milljarð
Reykjavíkurborg hefur samþykkt framkvæmdir við gerð hjólastíga og er áætlaður heildarkostnaður 1,5 milljarðar króna. Framkvæmdirnar eiga að fara fram í ár en gætu teygt sig yfir á næsta ár, samkvæmt tilkynningu frá borginni.
Slökktu varðeld skólabarna í Öskjuhlíð
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í dag vegna elds í Öskjuhlíð í Reykjavík. Þar höfðu nemendur og kennarar í grunnskóla í borginni kveikt varðeld sem var slökktur í flýti.
21.05.2021 - 13:43
Lilja og Ásmundur Einar leiða lista Framsóknar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningar í haust. Fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar skipar þriðja sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður.
Ráðherrar í efstu sætum hjá VG
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hrepptu efstu sætin í forvali Vinstri grænna fyrir alþingiskosningar í haust. Þær skipta því efstu sæti í sitt hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir næstu kosningar eins og þær fjórar síðustu.
Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Augustin Dufatanye í gær til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir nauðgun. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða konunni sem hann nauðgaði 1,9 milljónir króna í miskabætur. Upplýsingar úr heilsuforriti konunnar reyndust mikilvægar við lausn málsins.
Slökktu sinueld
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út til að slökkva sinu sem logaði á tveimur stöðum milli Seljabrautar og Breiðholtsbrautar í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. 
18.05.2021 - 18:06
Húsfélagsformaður dæmdur til að endurgreiða 3 milljónir
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi konu í dag til að endurgreiða húsfélagi tæpar þrjár milljónir króna. Hún var formaður húsfélagsins um rúmlega tveggja ára skeið. Á þeim tíma greiddi hún sér 35 þúsund krónur á mánuði í laun og lagði út í margvíslegan kostnað sem ekki hafði verið borinn undir aðra. Þegar annar íbúi var kosinn formaður í hennar stað brást konan við með því að greiða sér tæpar 600 þúsund krónur af sjóðum félagsins næsta dag.
Myndskeið
Subbuskapur og reykingastybba á sóttkvíarhóteli
Gestir sóttkvíarhótela eru ósáttir við óþrifnað og slæman viðskilnað fyrri gesta á hótelherbergjum. Þeim er sjálfum treyst til að þrífa herbergin.
Útsending frá Langahrygg liggur niðri
Útsending myndavélarinnar á Langahrygg, sem beint er að eldgosinu í Geldingadölum, liggur niðri. Ekki er vitað hvað veldur en það verður kannað með morgninum. Fylgjast má með gosinu í beinu streymi frá vélinni á Fagradalsfjalli á vefnum okkar, ruv.is. Skipt verður yfir á þá vél í sjónvarpsútsendingu rúv2 við fyrsta tækifæri.
Rótin hlaut Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar
Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa, hlaut í dag Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar. Verðlaunin eru veitt einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem valnefnd telur hafa staðið vörð um mannréttindi á eftirtektarverðan hátt. 
Stal bíl og reyndi að stinga lögreglu af á hlaupum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í kvöld eftir eftirför. Hann reyndi fyrst að komast undan lögreglu á stolnum bíl. Þegar hann stöðvaði reyndi hann svo að hlaupa á brott.
Unnið í takt við samkomulag um flugvallarmál
Vinna sem tengist Reykjavíkurflugvelli og hugsanlegum öðrum flugvelli í hans stað gengur sinn eðlilega gang, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á Alþingi í dag. Hann svaraði þar fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hvernig staðið hefði verið við samkomulag Reykjavíkurborgar og stjórnvalda frá því í nóvember 2019 um að hrinda í framkvæmd verkefnum og nauðsynlegum rannsóknum vegna flugvallarmála á suðvesturhorni landsins.
Gripu sprúttsala með skottið fullt af áfengi
Lögregla stöðvaði bifreið á Reykjanesbrautinni í Kópavogi um klukkan hálfþrjú í nótt, þar sem hún hafði ökumanninn grunaðan um að aka undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Sýni sem tekið var reyndist þó neikvætt en þar með er ekki öll sagan sögð því tveir farþegar voru í bílnum og skottið fullt af áfengi.
Dæmdur fyrir að aka á gangandi vegfaranda
Landsréttur staðfesti í dag eins mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir karlmanni á sjötugsaldri sem keyrði á gangandi vegfaranda. Bílstjórinn þótti hafa valdið líkamsmeiðingum með gáleysi sem leitt hafi til þess að hann ók á gangandi manninn. Landsréttur sneri hins vegar við ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness um fjögurra milljóna króna miskabætur. Maðurinn sem varð fyrir bílnum var ellefu daga í öndunarvél og er að mati læknis eins og barn í vitrænum þroska eftir slysið.
Ríki og borg gefa Hörpu flygil og útilistaverk
Harpa fær nýjan Steinway-konsertflygil og útilistaverkið Vindharpa sem varð til í samkeppni um útilistaverk við Hörpu 2008 verður sett upp á Hörputorgi. Þetta tilkynntu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í dag, á samkomu tíu árum eftir að Harpa var formlega opnuð.
13.05.2021 - 15:39
Handsömuðu innbrotsþjóf og biðu eftir lögreglu
Manni sem reyndi að brjótast inn í hús í Árbænum í Reykjavík upp úr miðnætti varð ekki kápan úr því klæðinu. Það sást til mannsins og var innbrotstilraunin tilkynnt til lögreglu. Þegar lögreglan kom á staðinn var innbrotsþjófurinn enn á staðnum, í haldi þess sem tilkynnti um innbrotið og annars manns. Þeir höfðu handsamað manninn við innbrotið og biðu eftir komu lögreglu. Innbrotsþjófurinn gisti fangaklefa í nótt.
Vara við skelfilegu menningarslysi í Hallgrímskirkju
Félagar í Tónskáldafélagi Íslands furða sig á fréttum af þróun tónlistarmála í Hallgrímskirkju og hvetja yfirstjórn kirkjunnar til að forða „því skelfilega menningarslysi“ sem þeir telja að felist í brotthvarfi kantors og kóra kirkjunnar. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Tónskáldafélags Íslands í gær.
Þrettán ljómandi fisvélar vöktu athygli á jörðu niðri
Fólk á höfuðborgarsvæðinu rak upp stór augu á tólfta tímanum í kvöld vegna mikils ljósagangs yfir höfuðborginni og nágrenni hennar. Jónas Sverrisson, formaður Fisfélags Reykjavíkur staðfesti í samtali við fréttastofu að þarna hafi hann og tólf félagar hans í Fisfélaginu verið á sveimi á fisum sínum í fyrsta hópflugi sumarsins.
13.05.2021 - 00:37
Geymslur ekki bótaskyldar vegna stórbruna
Fyrirtækið Geymslur sem rak samnefnt geymsluhúsnæði í Miðhrauni í Garðabæ er ekki bótaskylt vegna tjóns sem varð í eldsvoða í apríl 2018. Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis í dag. Húsnæðið brann til grunna og misstu margir allt það sem þeir geymdu í húsnæðinu.
Böndum komið á gróðureld í Guðmundarlundi
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu réð niðurlögum gróðurelds í Guðmundarlundi í Kópavogi nú á öðrum tímanum. Vel gekk að koma tækjum og tólum á staðinn til að hefta útbreiðslu eldsins að sögn slökkviliðsstjóra.