Höfuðborgarsvæðið

Slökkvilið kallað út vegna gróðurelda
Tveir dælubílar og tankbíll slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út nú á tólfta tímanum vegna gróðurelda við Þorláksgeisla í Grafarholti.
17.05.2020 - 23:56
Sumaráætlun Strætó tekur gildi á morgun
Strætó á höfuðborgarsvæðinu mun aka samkvæmt sumaráætlun frá og með morgundeginum. Í tilkynningu frá Strætó segir að þjónustuskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins sé því lokið og allar leiðir hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu munu því aka samkvæmt óskertri áætlun fyrir utan leiðir 18, 24 og 28, en þær munu áfram aka á 30 mínútna fresti í sumar. 
17.05.2020 - 18:18
Olíumengaður jarðvegur fannst í Elliðaárdal
Töluvert fannst af olíumenguðum jarðvegi í Elliðaárdal í Reykjavík á fimmtudaginn þegar verktaki á vegum Veitna var við framkvæmdir við Rafstöðvarveg. Jarðvegurinn fannst í steyptu mannvirki sem talið er að sé gamall olíutankur og er aðeins 15-20 metra frá bakka Elliðaáa.
17.05.2020 - 15:07
Telur Seltjarnarnes setja á bann án laga og raka
Seltjarnarnesbær bannar fólki að stunda sjóíþróttir á Seltjörn af ótta við að það trufli fuglavarp. Íþróttaiðkendur hafa efnt til undirskriftasöfnunar til að gagnrýna bannið. Þeir telja það hvorki byggt á rökum né lagaheimildum.
17.05.2020 - 12:30
Samþykkja smáhýsi í Hlíðunum fyrir heimilislausa
Borgarráð samþykkti í gær að tveimur smáhýsum fyrir heimilislausa verði komið fyrir á lóð á mörkum Skógarhlíðar og Hringbrautar. Í tilkynningu frá borginni segir að reiturinn sem húsin verði á sé við jaðar íbúabyggðar, þau verði skermuð af til að tryggja hljóðvist og að settur verði gróður í kring til að skapa skjól og betri ásýnd.
Síðdegisútvarpið
Rafvæðing hafnarinnar stórt skref í umhverfismálum
Í dag var undirrituð viljayfirlýsing um háspennubúnað fyrir flutningaskip í Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík. Skúli Helgason, borgarfulltrúi, segir að um ákveðin tímamót sé að ræða þar sem verkefnið sé nú fullfjármagnað með með þessari undirritun. Umhverfis- og auðlindaráðherra segir þetta stórt skref vegna loftslagsbreytinga.
15.05.2020 - 16:59
Hljóðmynd
Daði og Gagnavagninn á ferð um borgina
Farþegar Strætó fá að heyra í tónlistarmanninum Daða Frey og ferðast í Gagnavagninum næstu daga í tilefni af því að Eurovision hefði átt að vera um helgina. Keppninni hefur verið frestað en Euro-stemmningunni er haldið á lofti víða.
14.05.2020 - 12:06
Lögðu hald á 11 kíló af amfetamíni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn í byrjun vikunnar og lagði hald á rúmlega ellefu kíló af amfetamínni. Mennirnir þrír voru úrskurðaðir í allt að tveggja vikna gæsluvarðhald í fyrradag.
Fjölskylda slapp úr brennandi íbúð
Nær allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í ellefu hæða fjölbýlishúsi í Grafarvogi í morgun. Eldur logaði í íbúð á þriðju hæð. Heimilisfólk komst út af sjálfsdáðum en slökkviliðsmenn björguðu hundi út úr íbúðinni.
10.05.2020 - 11:50
Reyndu að neyða ungan mann til að taka fé úr hraðbanka
Tveir menn réðust á ungan mann í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þeir tóku veskið hans af honum og reyndu að neyða hann til að taka peninga út úr hraðbanka. Maðurinn kallaði til lögreglu og er málið til rannsóknar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar, eftir nóttina.
10.05.2020 - 07:59
Ráðist á mann fyrir framan fjölda fólks
Fólki sem sat fyrir utan og á veitingastöðum í Pósthússtræti í miðborg Reykjavíkur um klukkan átta í kvöld var brugðið þegar hópur manna réðist á einn mann. Vitni sögðu að fimm menn hefðu ráðist á manninn og börðu hann. Fólk sem sat við borð í nágrenninu stökk til og reyndi að stöðva árásina.
Dæmdur fyrir að stinga tvo bræður
Landsréttur staðfesti í gær 20 mánaða dóm yfir karlmanni fyrir líkamsárás. Maðurinn var sakfelldur fyrir að stinga tvo bræður með hnífi. Hann bar við neyðarvörn og kvaðst hafa talið sig í lífshættu. Dómarar gáfu lítið fyrir þau rök hans, bæði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti. Maðurinn fór vopnaður hnífi inn í húsið á eftir manni sem hann hafði hitt utandyra. Þegar inn var komið kom til átaka og þá stakk maðurinn bræðurna tvo.
Myndskeið
Flúði lögregluna á hlaupum
Lögreglan stöðvaði bíl á Bústaðaveginum á tíunda tímanum í morgun. Að minnsta kosti einn úr bílnum forðaði sér á hlaupum og eltu lögreglumenn hann uppi.
09.05.2020 - 09:58
Báðir ökumenn reyndust ölvaðir í umferðarslysi
Lögregla handtók mann og konu á höfuðborgarsvæðinu klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um fíkniefna- og lyfjasölu. Konan er jafnframt grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla lagði hald á ýmis efni og peninga en þau voru bæði látin laus að skýrslutöku lokinni.
Síðdegisútvarpið
Deilihagkerfið mun ráða ríkjum í nýju bíllausu hverfi
Í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýju hverfi í Gufunesi í Reykjavík. Þar verða 137 íbúðir sem eru hugsaðar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og verður um margt einstakt. Íbúðirnar eru hannaðar með umhverfismarkmið í huga og á deilihagkerfi að ríkja að miklu leyti innan hverfisins, sem einnig verður bíllaust.
07.05.2020 - 17:35
120 milljónir í endurgerð á opnum leiksvæðum í borginni
Reykjavíkurborg ætlar að verja 120 milljónum króna í að endurgera fimm opin leiksvæði í sumar. Ekki er um árlegt viðhald að ræða, heldur eru um að ræða svæði sem komin eru á tíma og forgangsraða þurfti eftir ástandsskoðun.
07.05.2020 - 14:01
16,5 prósent segjast henda rusli í klósettið
Um 16,5prósent landsmanna segjast hafa hent einnota blaut- og sótthreinsiklútum og öðru rusli í klósettið. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir Veitur fyrri hluta aprílmánaðar.
07.05.2020 - 13:19
Myndskeið
Sinubruni á Kjalarnesi
Eldur kviknaði í gróðri á Kjalarnesi síðdegis í dag. All nokkur reykur steig upp og sást víða að. Eldurinn logaði við ströndina, fyrir neðan meðferðarheimilið Vík.
05.05.2020 - 15:42
Vinnusamir skólanemar bættu fyrir gjörðir sínar
Framhaldsskólanemendur á höfuðborgarsvæðinu gáfu sig fram við Umhverfisstofnun og viðurkenndu að hafa unnið skemmdir á klöpp í Helgafelli í Hafnarfirði með því að krota á hann. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að nemendurnir hafi boðist til þess að lagfæra skemmdirnar. 
05.05.2020 - 11:53
Betur fór en á horfðist í þriggja bíla árekstri
Betur fór en á horfðist þegar þriggja bíla árekstur varð á Nýbýlavegi í Kópavogi laust eftir klukkan átta í morgun. Tveir sjúkrabílar og einn slökkvibíll voru sendir á staðinn.
04.05.2020 - 08:34
Tvö brot gegn samkomubanni í gærkvöld og nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í tvígang afskipti af samkomum á veitingahúsum í borginni, þar sem fleira fólk var samankomið en reglur um fjöldasamkomur leyfa. Þær reglur kveða á um að ekki skuli fleiri en 20 manns koma saman á einum og sama staðnum.
Halla Bergþóra nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu
Halla Bergþóra Björnsdóttir hefur verið skipuð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu frá 11. maí. Hún var valin úr hópi þriggja umsækjenda til að gegna starfinu. Halla Bergþóra var metin hæfust umsækjenda af hæfnisnefnd.
30.04.2020 - 18:18
15 mánaða fangelsi fyrir skattsvik
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi byggingaverktaka í gær til fimmtán mánaða fangelsisvistar, þar af eru tólf mánuðir skilorðsbundnir. Maðurinn var sakfelldur fyrir að standa ríkinu ekki skil á virðisaukaskatti sem hann innheimti af viðskiptavinum. Þetta er í annað skipti á þremur árum sem sami maður hlýtur dóm fyrir skattalagabrot, í fyrra skiptið fékk hann tólf mánaða skilorðsbundinn dóm.
Eiga að finna framtíðarlausn fyrir Sundabraut
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fyrir starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar, að meta á ný hönnun og legu Sundabrautar. Starfsfhópurinn á að gera nýtt kostnaðarmat fyrir jarðgöng og lágbrú og leggja til framtíðarlausn um legu Sundabrautar. Niðurstaðan á að liggja fyrir í lok ágúst.
Leggja til stofnun félags um bættar samgöngur
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um stofnun opinbers hlutafélags í eigu ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Félagið á að stuðla að „greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum“ samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta á meðal annars að gera með uppbyggingu innviða, þar á meðal innviða almenningssamgangna í samstarfi við sveitarfélögin og Vegagerðina.
29.04.2020 - 13:20