Höfuðborgarsvæðið

Betur fór en á horfðist í þriggja bíla árekstri
Betur fór en á horfðist þegar þriggja bíla árekstur varð á Nýbýlavegi í Kópavogi laust eftir klukkan átta í morgun. Tveir sjúkrabílar og einn slökkvibíll voru sendir á staðinn.
04.05.2020 - 08:34
Tvö brot gegn samkomubanni í gærkvöld og nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í tvígang afskipti af samkomum á veitingahúsum í borginni, þar sem fleira fólk var samankomið en reglur um fjöldasamkomur leyfa. Þær reglur kveða á um að ekki skuli fleiri en 20 manns koma saman á einum og sama staðnum.
Halla Bergþóra nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu
Halla Bergþóra Björnsdóttir hefur verið skipuð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu frá 11. maí. Hún var valin úr hópi þriggja umsækjenda til að gegna starfinu. Halla Bergþóra var metin hæfust umsækjenda af hæfnisnefnd.
30.04.2020 - 18:18
15 mánaða fangelsi fyrir skattsvik
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi byggingaverktaka í gær til fimmtán mánaða fangelsisvistar, þar af eru tólf mánuðir skilorðsbundnir. Maðurinn var sakfelldur fyrir að standa ríkinu ekki skil á virðisaukaskatti sem hann innheimti af viðskiptavinum. Þetta er í annað skipti á þremur árum sem sami maður hlýtur dóm fyrir skattalagabrot, í fyrra skiptið fékk hann tólf mánaða skilorðsbundinn dóm.
Eiga að finna framtíðarlausn fyrir Sundabraut
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fyrir starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar, að meta á ný hönnun og legu Sundabrautar. Starfsfhópurinn á að gera nýtt kostnaðarmat fyrir jarðgöng og lágbrú og leggja til framtíðarlausn um legu Sundabrautar. Niðurstaðan á að liggja fyrir í lok ágúst.
Leggja til stofnun félags um bættar samgöngur
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um stofnun opinbers hlutafélags í eigu ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Félagið á að stuðla að „greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum“ samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta á meðal annars að gera með uppbyggingu innviða, þar á meðal innviða almenningssamgangna í samstarfi við sveitarfélögin og Vegagerðina.
29.04.2020 - 13:20
Réðist á nágranna sem kvartaði undan hávaða
Lögregla var kölluð á vettvang í Austurborg Reykjavíkur á ellefta tímanum í gær þegar mjög ölvuð kona brást ókvæða við kvörtun nágranna undan hávaða. Var hún handtekin fyrir líkamsárás og vinkona hennar sem var að skemmta sér með henni var líka handtekin fyrir reyna að hindra lögreglu við störf sín.
Opnað fyrr fyrir umsóknir á Stúdentagarðana
Stjórn Félagsstofnunar stúdenta hefur ákveðið að opna fyrir móttöku nýrra umsókna um húsnæði á Stúdentagörðum frá og með 1. maí í stað 1. júní líkt og áður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. 
27.04.2020 - 13:45
Myndskeið
Í folfi, fótafimi eða fljúgandi á svifvængjum
Fjöldi fólks skemmti sér í folfi og svifvængjaflugi í dag og þið megið telja hvað eru mörg eff í því. Fólk naut veðurblíðunnar í dag ýmist á jörðu niðri eða skýjum ofar.
26.04.2020 - 19:31
Einn á slysadeild eftir árekstur
Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla við Sprengisand í Reykjavík um klukkan ellefu í kvöld. Ekki er vitað hversu alvarlega slasaður einstaklingurinn er. Tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn, að sögn varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Loftpúðar opnuðust ekki í bílunum og ekki þurfti að beita klippum á bílinn til þess að ná hinum slasaða út.
26.04.2020 - 00:16
Stórt vatnstjón, eldur í gámi og fótbrot á Úlfarsfelli
Það hefur verið töluverður erill hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í dag. Nú er verið að klára að ráða niðurlögum elds sem kviknaði í pappagámi við Varmárskóla í Mosfellsbæ, en gámurinn verður svo tekinn upp á bíl og sturtað úr honum svo hægt sé að slökkva eld að fullu.
Gripnir glóðvolgir eftir innbrot í skartgripabúð
Um stundarfjórðungi eftir fjögur í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um innbrot í skartgripaverslun í miðborginni. Lögreglan fór á vettvang og handtók tvo menn, grunaða um innbrotið, í næstu götu frá vettvangi. Þeir voru vistaðir í fangageymslu og málið er nú í rannsókn.
Þrír í haldi lögreglu eftir líkamsárás
Rétt fyrir klukkan hálf tólf í gærkvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um líkamsárás. Þrír menn voru handteknir á vettvangi og fluttir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins, en fórnarlambið var flutt með sjúkrabíl á bráðadeild. Ekki er vitað um ástand þess, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Hundrað milljóna sekt fyrir skattalagabrot
Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur til að greiða 107 milljónir króna í sekt fyrir stórfelld skattalagabrot. Hann var að auki dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Ef maðurinn greiðir ekki sektina verður hann að sæta eins árs fangelsi. Maðurinn var sakfelldur fyrir að halda eftir virðisaukaskatti og opinberum gjöldum af launum starfsfólks í fyrirtæki sem hann stjórnaði.
Ráðist á unga konu í Kópavogi
Karlmaður og kona réðust á unga konu og veittu henni áverka í Kópavogi rétt eftir klukkan tíu í morgun. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að atvikið gerðist utandyra og að konunni var ekið á slysadeild. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni.
Komur 100 skemmtiferðaskipa verið afboðaðar
Komur um eitthundrað skemmtiferðaskipa hafa nú verið afboðaðar í þeim þremur höfnum hér á landi sem taka á móti flestum skipum. Komur í maí og júní hafa nær alfarið þurrkast út og mikil óvissa ríkir um næstu mánuði þar á eftir.
Myndskeið
Réttindalausir leita aðstoðar hjá borginni
Erlent starfsfólk sem nýtur engra réttinda í kerfinu hefur leitað á náðir félagsþjónustu Reykjavíkur eftir að COVID-19 faraldurinn hófst. Fólkið var ekki skráð inn í landið og laun þess voru ekki gefin upp.
20.04.2020 - 09:09
Eltust við hænur á Reykjanesbraut eftir óhapp
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um umferðaróhapp flutningabíls á Reykjanesbraut um klukkan 19 í gær. Bíllinn var að flytja hænur en geymslur hans opnuðust með þeim afleiðingum að hænurnar léku lausum hala um allan veg.
Jarðstrengur gaf sig - rafmagn komið aftur á í Fossvogi
Rafmagn er komið á aftur í Fossvogi, þar sem rafmagn fór af skömmu fyrir miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur var það gamall háspennustrengur í jörðu sem gaf sig, með þeim afleiðingum að straumur fór af sex dreifistöðvum í Fossvogi, neðan Bústaðavegar og austan Borgarspítala.
20.04.2020 - 04:48
Rafmagnslaust í Fossvogi
Rafmagnslaust er í Fossvogi og nágrenni vegna bilunar í háspennubúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur fór rafmagn af sex dreifistöðvum í Fossvogi, neðan Bústaðavegar og austan Borgarspítala laust fyrir eitt í nótt. Rafmagn er á Borgarspítalanum. Rafvirkjar eru nýmættir á vettvang til að leita bilunarinnar, en ekki er vitað enn hvort bilunin er í dreifistöð eða í jarðstreng.
20.04.2020 - 01:28
Tíu útköll vegna hávaðasamra heimasamkvæma
Hvort sem það er langþráð vorið, langvinn samkomubann og lokanir skemmtistaða eða eitthvað enn annað sem veldur, þá virðast óvenju margir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa gengið heldur rösklega fram í heimagleðinni í nótt. Þetta má ráða af tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helstu verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Þar á meðal eru ekki færri en tíu útköll þar sem óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna samkvæmishávaða í fjölbýlishúsum.
Tveir handteknir með skotvopn eftir hótanir í Vesturbæ
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra hafa vakið athygli íbúa í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld og ljóst að um töluverðan viðbúnað er að ræða.
Alvarlega slasaður eftir fall af nýbyggingu
Maður var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann rétt fyrir klukkan fimm síðdegis eftir vinnuslys, en hann féll af nýbyggingu í austurhluta borgarinnar.
Stórt útkall slökkviliðs reyndist eldur í ruslageymslu
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um tíuleytið í morgun eftir að tilkynning barst um að svartur reykur stæði upp úr þaki á sjö hæða húsi í Vesturbæ Reykjavíkur.
Lögreglan lýsir eftir konu á áttræðisaldri
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Kristrúnu B. Jónsdóttur, 78 ára, til heimilis í Reykjavík, en síðast er vitað um ferðir hennar í Geitlandi síðdegis í dag á milli klukkan fimm og sex. UPPFÆRT: Kristrún er fundin, heil á húfi. Lögregla þakkar veitta aðstoð.
16.04.2020 - 00:06