Höfuðborgarsvæðið

Myndskeið
Fimm húsleitir og alls níu í gæsluvarðhaldi
Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis vegna rannsóknar á morðinu í Rauðagerði í Reykjavík fyrir viku og eru alls níu manns í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Tveir til viðbótar handteknir vegna morðrannsóknarinnar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tvo menn í tengslum við rannsóknina á morðinu í Rauðagerði um síðustu helgi. Tíu manns eru því í haldi vegna málsins.
Myndskeið
Fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer í kvöld fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem handteknir voru í gærkvöld vegna rannsóknar á morðinu í Rauðagerði á laugardag.
Flutningabíll valt á Suðurlandsvegi
Flutningabíll með eftirvagn valt á hliðina á Suðurlandsvegi við Lækjarbotna, rétt austan við Reykjavík, á fjórða tímanum í nótt. Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að bílstjórinn hafi ekki slasast, en farmurinn, sem var fiskur og slor, dreifðist á og út fyrir veginn.
Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík eytt
Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík hefur dregið kvörtun sína til Samkeppniseftirlitsins um orkusölu Landsvirkjunar til baka eftir að fyrirtækin náðu samkomulagi um viðauka við orkusamninginn. Óvissu um framtíð álversins hafi verið eytt.
Lögreglan verst allra frétta af morðrannsókn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verst allra frétta af gangi rannsóknar á skotárás í Bústaðahverfi á laugardagskvöld. Erlendur karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana og útlengingur á sama aldri hefur verið úrskuðaður í gæsluvarðhald.
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndrápsmáls
Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar vegna rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í austurborginni um miðnætti í gærkvöld. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu lögreglunnar í kvöld.
Of margir á einum stað og opið of lengi á öðrum
Lítið var um sóttvarnabrot á veitingastöðum og öldurhúsum í gær. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri fóru í eftirlitsferðir. Á höfuðborgarsvæðinu var ástandið sagt nokkuð gott. Einn veitingastaður var þó ekki enn búinn að loka klukkan tuttugu mínútur yfir tíu í gærkvöld. Búast má við kæru út af því. Á Akureyri voru gerðar athugasemdir á einum bar og gestum vísað út uns komið var niður í leyfilegan hámarksfjölda. Aðrir staðir voru með allt sitt á hreinu.
Opið of lengi á einum veitingastað
Rekstraraðilar veitingastaðar í miðborg Reykjavíkur mega búast við kæru vegna brota á sóttvarnarreglum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í eftirlitsferð um veitingastaði miðborgarinnar í gærkvöld og var ástand víðast hvar nokkuð gott, segir í dagbók hennar.
Helga Vala og Kristrún Mjöll leiða lista Samfylkingar
Helga Vala Helgadóttir og Kristrún Mjöll Frostadóttir leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum við þingkosningar í haust. Þetta var samþykkt á allsherjarfundi flokksmanna í Reykjavík í dag. Uppstillingarnefnd lagði til lista sem var samþykktur með atkvæðum 79 prósenta þeirra 280 sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu. 17,5 prósent greiddu atkvæði gegn listanum. Talsverðar deilur risu meðan á uppstillingarferlinu stóð.
13.02.2021 - 15:22
Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun
Landsréttur staðfesti í gær tveggja og hálfs árs fangelsisdómi yfir karlmanni sem var sakfelldur fyrir að nauðga vinkonu sinni. Hann var að auki dæmdur til að greiða henni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Maðurinn nauðgaði konunni þar sem hún svaf og gat ekki komið við vörnum vegna svefndrunga og ölvunar.
Olli árekstri og stakk af
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ökumann í gærkvöld eftir að sá lenti í árekstri á Bústaðavegi, skömmu fyrir klukkan níu, og stakk svo af. Bíl ökumannsins var ekið á vegrið og kastaðist við það yfir á rangan vegarhelming. Þegar þangað var komið lenti bíllinn framan á annarri bifreið sem kom úr hinni áttinni.
Tveir veitingastaðir brutu sóttvarnarlög
Rekstraraðilar tveggja veitingastaða í miðborg Reykjavíkur geta búist við kæru fyrir brot á sóttvarnarlögum. Annar veitingastaðurinn getur jafnframt búist við kæru um brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Í dagbók lögreglu segir að á báðum stöðum hafi verið of margir gestir þegar lögregla var í eftirlitsferð.
Flensueinkenni hjá lögreglu eftir bólusetningu
Flensueinkenni vegna COVID sprautu gærdagsins hafa höggvið skarð í lögreglu og slökkvi- og sjúkraflutningalið höfuðborgarsvæðisins. Yfirlögregluþjónn segir að slappleikinn hafi ekki valdið vandræðum þar á bæ, en hjá slökkviliðinu þurfti að kalla út auka mannskap.
Beittu piparúða á óstýriláta farþega
Lögreglan beitti piparúða gegn mönnum sem reyndu að hindra störf lögreglu á vettvangi í Hafnarfirði laust fyrir klukkan tvö í nótt. Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglan hafi stöðvað bíl vegna gruns um að bílstjórinn væri undir áhrifum vímuefna.
Spegillinn
Átak í íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál
Reykjavíkurborg ætlar að bæta verulegu fjármagni í íslenskukennslu fyrir börn sem hafa annað móðurmál en íslensku. Formaður Skóla- og frístundaráðs segir þetta mjög mikilvægt enda þörfin mikil.
Eyjamenn ánægðastir með búsetuskilyrði sín
Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður koma best út hvað varðar búsetuskilyrði, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Verst koma Dalir og Sunnanverðir Vestfirðir út. Þetta segja niðurstöður skoðanakönnunar sem var gerð af landshlutasamtökum sveitarfélaga og Byggðastofnun. Þetta er í fyrsta skipti sem könnun sem þessi nær til landsins alls en hér eftir á að endurtaka hana á tveggja til þriggja ára fresti.
Partístand borgarbúa hélt lögreglu við efnið í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til rúmlega tuttugu sinnum í nótt vegna hávaða frá samkvæmum í borginni. Þá höfðu lögreglumenn einnig afskipti af veitingahúsi í miðborginni vegna brots á sóttvarnalögum, en gestir voru enn inni á staðnum eftir klukkan ellefu í gærkvöld.
Myndskeið
Sjö bílar lentu í árekstri í Ártúnsbrekku
Það urðu miklar umferðartafir í Ártúnsbrekkunni í Reykjavík á fjórða tímanum eftir að tveir árekstrar urðu í brekkunni. Fjórir bílar skullu saman í öðrum þeirra og þrír í hinum. Þrír voru fluttir á sjúkrahús úr einum bílnum en meiðsli þeirra eru öll talin minniháttar.
06.02.2021 - 15:32
Ruddust inn í partí og börðu frá sér
Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuborgarsvæðinu. Skömmu eftir miðnætti var lögreglu tilkynnt um líkamsárás í Vesturbænum, en maður með áverka á höfði var fluttur á sjúkrahús. Sá sem veitti honum áverkana var á bak og burt en var handtekinn stuttu síðar.
Myndskeið
Gera ráð fyrir fyrstu vögnunum í byrjun árs 2025
Fyrstu áfangar Borgarlínu kosta um þrjátíu milljarða króna og stefnt er að því að fyrstu vagnarnir leggi af stað eftir fjögur ár. Almenningi býðst nú að gera athugasemdir við þessi áform.
05.02.2021 - 17:45
Styður niðurstöðu starfshóps um Sundabraut
Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fagnar niðurstöðu starfshóps um lagningu Sundabrautar og segir að hefjast þurfi handa.
Landinn
Þurfti að hætta í fótbolta en nýtti keppnisskapið áfram
Halldór Már Kristmundsson eða Dói æfði fótbolta sem strákur en þegar hann var rúmlega 11 ára meiddist hann og þurfti að hætta. „Keppnisskapið var það mikið hjá mér að mig langaði áfram að keppa en ég mátti ekki hreyfa mig og þá komu tölvuleikirnir sterkir inn,“ segir Dói. 
04.02.2021 - 08:31
Viðtöl
Brú myndi kosta 14 milljörðum minna en göng
Starfshópur sem samgönguráðherra skipaði til að taka út kosti um lengu Sundabrautar segir að brú yrði fjórtán milljörðum króna ódýrari í framkvæmd heldur en göng undir sundin. Að auki yrði meiri umferð um brúna auk þess sem hún gæfi færi á almenningssamgöngum og því að hjólreiðafólk og fótgangandi færu um brúna en slíkt gengi ekki í göngum.
03.02.2021 - 17:02
Ofbeldisfullur og erfiður nágranni telst fasteignagalli
Kaupandi fasteignar þarf ekki að greiða einnar milljónar króna lokagreiðslu þar sem seljandi hafði leynt upplýsingum um ofbeldisfullan og erfiðan nágranna, samkvæmt dómi Landsréttar. Með dómi sínum staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness.