Höfuðborgarsvæðið

Ræktun ólöglegra plantna og maður með hnífa
Lögregla gerði í gærkvöld húsleit í húsnæði í Austurborginni, þar sem grunur lék á að verið væri að rækta plöntur til fíkniefnagerðar. Sá grunur reyndist á rökum reistur og var hald lagt á 77 plöntur og talsvert af tilbúnum efnum, segir í tilkynningu lögreglu. Verður hvorutveggja eytt.
Kristján Valentin er fundinn, heill á húfi
Ungi maðurinn, Kristján Valentin Jónsson, sem lögregla lýsti eftir í gær, er kominn fram, heill á húfi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í nótt, þar sem hún þakkar jafnframt veitta aðstoð við leitina.
01.10.2020 - 05:27
Gekk vel að slökkva eld í kjúklingabúi
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gekk vel að slökkva eld í húsnæði kjúklingabús í Mosfellsbæ sem kviknaði skömmu fyrir hádegi. Varðstjóri slökkviliðsins segir að snarræði starfsfólks hafi skipt miklu máli.
28.09.2020 - 12:36
Eldur í kjúklingabúi
Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kölluð út vegna elds í kjúklingabúi á Völutanga í Mosfellsbæ. Ekki er ljóst hvort eða hversu mikill eldurinn er. Reykur er í þakinu en fólk er ekki talið í hættu eins og staðan er.
28.09.2020 - 11:59
Landinn
Yngsti stýrimaðurinn í sögu Landhelgisgæslunnar
„Það er varla hægt að lýsa þessari tilfinningu að standa hérna í brúnni, þetta er virðulegt skip og með mikla sögu þannig að þetta er svolítið yfirþyrmandi,“ segir Einar Bergmann Daðason, þriðji stýrimaður á varðskipinu Tý. Einar er yngsti stýrimaður Landhelgisgæslunnar frá upphafi, aðeins átján ára gamall. 
27.09.2020 - 20:15
Fjórir ferðamenn handteknir fyrir brot á sóttkví
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld afskipti af fjórum ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví. Laust fyrir klukkan átta í gærkvöld var lögreglan kölluð til vegna ölvaðs manns sem reyndi að stofna til slagsmála á Laugavegi. Það reyndist erlendum ferðamaður sem var nýkominn til landsins og átti að vera í sóttkví.
Myndskeið
Ákærður fyrir þrjú manndráp og tíu manndrápstilraunir
Marek Moszczynski er ákærður fyrir að drepa þrjá og tilraun til að drepa tíu til viðbótar með því að kveikja í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík í sumar. Þrettán voru inni í húsinu þegar Marek kveikti eldinn. Þrjú létust og fjögur slösuðust, sum þeirra alvarlega. EInn höfuðkúpubrotnaði og annar hlaut alvarleg brunasár á stórum hluta líkamans.
Neitar sök vegna íkveikju og manndrápa
Maður sem ákærður er fyrir íkveikju og manndráp vegna eldsvoðans sem kostaði þrjár manneskjur lífið í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík í sumar neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn kvað sig saklausan af báðum liðum ákærunnar, íkveikju og manndrápi.
Fimm af átta kennurum með COVID-19
Sjö smit hafa greinst í Tjarnarskóla í Reykjavík, litlum grunnskóla á unglingastigi þar sem kennt er í þremur bekkjum. Fimm af átta kennurum hafa greinst með smit og tveir nemendur. Þrír starfsmenn Hvassaleitisskóla hafa greinst með COVID-19 og 23 starfsmenn eru farnir í sóttkví. Fimm af sjö árgöngum Hvassaleitisskóla eru komnir í sóttkví.
23.09.2020 - 11:20
17 ára tekinn á 157 kílómetra hraða
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á Kringlumýrarbraut í Reykjavík í gærkvöld. Hann hafði þá mælst á 157 kílómetra hraða en hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Ökumaðurinn reyndist vera sautján ára, þegar að var gáð, og því tiltölulega nýkominn með bílfpróf.
Ókunnur hlutur sprengdur á Sandskeiði
Kallað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar á Sandskeiði, austan við höfuðborgarsvæðið, um kvöldmatarleytið í kvöld vegna torkennilegs hlutar sem fannst þar í jörðinni. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar sprengdu hlutinn á staðnum, eins og jafnan er gert þegar hlutir sem mögulega eru hættulegir finnast. Ekki hefur fengist staðfest hvers kyns hluturinn var.
23.09.2020 - 00:15
Hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú í október
Ákveðið hefur verið að hönnunarsamkeppni varðandi brú yfir Fossvog verði haldin í október, í kjölfar þess að ákveðið var að draga val á fyrri þátttakendum til baka. Brúin verður hluti af fyrsta áfanga uppbyggingar vegna Borgarlínu milli Hamraborgar í Kópavogi og Hlemms. 
22.09.2020 - 18:13
Fjárhagsstaða stærstu sveitarfélaganna versnar
Fjárhagsstaða stærstu sveitarfélaganna versnar á fyrri árshelmingi. Þetta kemur fram í samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á árshlutauppgjöri fjögurra af fimm stærstu sveitarfélögum landsins, Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Akureyrar. Í þeim búa um 60% landsmanna, nærri 220 þúsund manns.
Landinn
Tólf ára töfrar fram búninga
„Þetta byrjaði allt þegar ég byrjaði að búa til lítil hús úr pappakössum, síðan einn daginn þegar var öskudagur þá hugsaði ég bara: „Heyrðu, ég get bara búið til minn eigin búning. Það gekk nú býsna vel og ég ákvað að gera önd,“ segir hin 12 ára gamla Katrín Arnbjarnardóttir. Hún hefur frá tíu ára aldri skapað hinar ýmsu furðuverur með því að hann og sauma búninga.
21.09.2020 - 07:30
Gera ráð fyrir að nota 500 grímur á dag
Fjarnám eykst í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Misjafnt er þó á milli skóla hversu mikið nám flyst yfir í fjarnám. Sumt nám verður að stunda á staðnum. Skólastjórinn í Borgarholtsskóla gerir ráð fyrir að þar þurfi nemendur, kennarar og annað starfsfólk að nota 500 grímur á dag.
20.09.2020 - 19:25
Viðtal
Smit í þremur grunnskólum og einum leikskóla
COVID-19 smit hafa greinst í þremur grunnskólum í Reykjavík og einum leikskóla. Allir nemendur í sjöunda bekk Vesturbæjarskóla fóru í sóttkví sem og sjö starfsmenn eftir að einn nemandi greindist með COVID-19. Tveir starfsmenn í Hvassaleitisskóla greindust með veikina og hafa allir nemendur í fjórða bekk verið settir í sóttkví. Einn starfsmaður Tjarnarskóla hefur greinst með smit og er verið að kanna hvaða áhrif það hafi á skólastarf.
Einn með COVID á Reykjalundi og 18 í sóttkví
Einstaklingur á Reykjalundi hefur greinst með COVID-19 veikina og er það í fyrsta sinn sem það gerist. Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar, segir að þegar í stað hafi markvissir ferlar um sóttvarnir og varnir gegn smitleiðum verið settir í gang.
20.09.2020 - 14:04
Upptaka
Breikka sjóvarnagarðinn við Eiðsgranda
Undirbúningur er hafinn að því að breikka verulega sjóvarnagarðinn við Eiðsgranda þar sem öldur ollu skemmdum í gærkvöld og í morgun. Innkauparáð tekur tilboð fyrir í vikunni og ef allt gengur upp verður ráðist í breikkun innan skamms.
20.09.2020 - 13:27
Orðið greiðfært við Skrauthóla
Búið er að opna veginn á Kjalarnesi við Skrauthóla að sögn Vegagerðarinnar.
19.09.2020 - 21:28
Myndskeið
Miklar öldur rifu upp torfur og lentu á hjólreiðamanni
Mikill sjávargangur hefur verið á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Há sjávarstaða og sterkir straumar hafa valdið því að öldur hafa gengið á land. Ein aldan lenti á hjólreiðamanni sem átti þar leið um, eins og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni.
19.09.2020 - 20:50
Nafngreina staði hér eftir ef þörf krefur
Sóttvarnayfirvöld ætla hér eftir að nafngreina þá staði sem tengjast COVID-19 smitum ef yfirvöld þurfa að ná til gesta þeirra og hafa ekki til þess önnur ráð. Þetta kemur fram í svari Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn fréttastofu.
19.09.2020 - 20:06
Erfiður tími fyrir fólk í farsóttahúsi
Fólk sem hefur leitað í farsóttahús Rauða krossins á Rauðarárstíg í Reykjavík í gær og í dag er farið að nálgast að vera 20 manns. Fimmtíu manns leituðu í aðstöðuna í fyrstu bylgjunni en nú hafa samtals 374 dvalið í sóttvarnarhúsum frá upphafi. Dvöl í sóttkví getur lagst þungt á fólk, segir umsjónarmaður farsóttahúsa.
19.09.2020 - 19:27
COVID-19 smit á Brewdog
Starfsmaður barsins Brewdog á Hverfisgötu í Reykjavík hefur greinst með COVID-19 veikina og er hann talinn hafa smitast af viðskiptavini um síðustu helgi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu staðarins. Viðskiptavinir sem voru á Brewdog föstudaginn 11. september og laugardaginn 12. september eru hvattir til þess að fara í skimun.
19.09.2020 - 17:41
Viðtal
Sér ekki hvað bannar að upplýst sé um bari
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekkert í persónuverndarlöggjöf komi í veg fyrir að upplýst verði um staðina sem tengjast nýlegum COVID-19 smitum. Sóttvarnaryfirvöld telja sig ekki hafa heimild til að nafngreina þá staði sem tengjast nýlegum smitum og eigendur staðanna vilja ekki láta nafngreina þá opinberlega, að því er fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag. Helga segir að almannahagsmunir og heilsa trompi viðskiptahagsmuni fyrirtækja.
19.09.2020 - 16:55
Myndskeið
Eigendur skemmtistaða vilja ekki láta nafngreina þá
Sóttvarnayfirvöld hafa ítrekað hvatt eigendur skemmtistaða þar sem smit hefur greinst til að stíga fram og hvetja viðskiptavini sína til að fara í skimun. Eigendur hafa hins vegar óskað eindregið eftir því að nöfn staðanna komi ekki fram. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Yfirvöld telja sig ekki hafa heimild til að greina frá nafni staðanna.
19.09.2020 - 15:06