Höfuðborgarsvæðið

Sjónvarpsfrétt
Jólaljósin tendruð á Óslóartrénu
Kveikt var á ljósum Óslóartrésins við Austurvöll í Reykjavík í kvöld. Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, stýrði athöfninni og henni til halds og trausts var hin norsk-íslenska Laufey Beitea Pálsdóttir sem kveikti ljósin.
28.11.2021 - 21:47
Ráða vel við álagið þrátt fyrir þúsundir á dag
Þeim fjölgar dag frá degi í stórum stökkum sem koma í hraðpróf til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut að sögn Mörtu Maríu Arnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Heilsugæslunni. Metfjöldi mætti í sýnatöku í gær, um 5.500 manns, þar af langflestir í viðburðasýnatöku.
27.11.2021 - 19:11
Myndskeið
Jólastemning á jólamarkaði í Heiðmörk
Það er jólalegt um að litast í Heiðmörk þar sem árlegur jólamarkaður var opnaður í hádeginu í dag. Þar er lagt áherslu á ljúfa og notalega jólastemningu. Sönghópur úr Norðlingaskóla söng jólalög við opnunina. Fréttastofa var á staðnum við opnunina.
27.11.2021 - 15:06
Jákvætt sýni hjá starfsmanni á Kleppi
Einn starfsmaður á geðendurhæfingadeild á Kleppi greindist með COVID-19 í skimun í dag. Ákveðið var að skima alla starfsmenn á deildinni sem höfðu komið inn á hana í einhverjum erindagjörðum frá því á föstudag eftir að sjúklingur á deildinni greindist með COVID-19 í reglubundinni skimun. Lokað er fyrir innlagnir á deildina á meðan.
25.11.2021 - 21:00
Morgunútvarpið
Segja að opna verði borgina
Opna verður borgina og gefa fólki val um hvar það vill búa segja oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, ræddu húsnæðismál í Morgunútvarpinu á Rás 2.
23.11.2021 - 09:08
Yngra fólk kaupir meira og minna
Um þriðjungur allra kaupenda íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði var að kaupa sína fyrst eign. Þetta hlutfall hefur aldrei verið hærra. Mest er sóknin í minnstu íbúðirnar en þar er fermetraverðið hátt því meðalkaupverð íbúða fyrstu kaupenda á höfuðborgarsvæðinu er um 50 milljónir króna.
22.11.2021 - 09:59
Nemendur Hagaskóla læra í Hótel Sögu
Nemendur 8. bekkjar í Hagaskóla þurfa ekki að færa sig langt á meðan tekist er á við mygluvandamál í skólanum. Þeir fá aðstöðu á Hótel Sögu, þar sem skólinn fær til umráða 1.100 fermetra rými.
19.11.2021 - 18:54
Mátti segja konu upp - ekki lengur ríkisstarfsmaður
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Þjóðkirkjuna í gær af 70 milljóna króna stefnu konu sem var sagt upp störfum í fyrra. Konan taldi að brotið hefði verið á rétti sínum og krafðist bóta. Dómari dæmdi að vegna samkomulags ríkis og kirkju árið 2019 teljist starfsmenn kirkjunnar ekki lengur ríkisstarfsmenn eða embættismenn ríkisins. Því njóti þeir ekki sömu verndar og áður.
Borgin eignast Hafnarhúsið að fullu
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær drög að kaupsamningi á eignarhluta Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu. Faxaflóahafnir ætla að leigja hluta húsnæðisins áfram. Reykjavíkurborg átti áður 39 prósent af húsinu, en eignast það nú að fullu.
Löggan má rannsaka síma grunaðs dópsala
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu megi rannsaka farsíma sem hún lagði hald á í sumar. Lögreglan telur að í símanum sé að finna upplýsingar sem geti nýst við rannsókn á meintri fíkniefnasölu eigandans.
Einn allsber og annar gekk í hús undir fölsku flaggi
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um erlendan mann sem beraði sig við íþróttavöll í Laugardal. Einnig var tilkynnt um mann sem gekk á milli húsa í Breiðholti og sagðist vera að safna fyrir Landsbjörgu.
17.11.2021 - 23:12
Mygla í Hagaskóla
Mygla hefur greinst í Hagaskóla og þarf að fella niður kennslu í 8. bekk skólans á morgun vegna þessa. Ráðast á strax í aðgerðir til að uppræta mygluna og klæða allan skólann að utan næsta sumar.
Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur
Harður árekstur varð í Kópavogi, nærri Byko við Smiðjuveg, þegar tveir jeppar lentu saman nú um hádegisbil. Ökumennirnir voru einir í bílum sínum og þurfti að klippa annan út úr bílnum.
Þjófar handteknir í Reykjavík
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir við hús í Garðabæ í dag. Lögreglu var jafnframt tjáð að hugsanlega væri verið að bera þýfi úr húsinu. Þegar lögreglumenn komu á vettvang varð þeim ljóst að búið væri að brjótast inn í einn bílskúr hið minnsta og stela þaðan verðmætum. Þjófarnir voru hins vegar á bak og burt.
Vilja breyta Hegningarhúsinu í fullveldisgarð
Stúdentafélag Reykjavíkur vill að Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í Reykjavík verði breytt í fullveldisgarð; sögusafn til minningar um fullveldisbaráttu Íslendinga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið hefur sent þingmönnum og fjölmiðlum á 150 ára afmæli sínu.
Tveir á bráðamóttöku með stungusár og tveir í haldi
Lögregla var kölluð að Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt vegna harðra slagsmála utan við verslunina. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að slagsmál hafi brotist út á milli manna í Garðabæ og þau hafi endað með því að tveir menn hlut stungusár.
Slagsmál og hnífaárás í Garðabæ
Lögregla var kölluð að Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt vegna harðra slagsmála utan við verslunina. Samkvæmt heimildum mbl.is og Vísis var hnífi að líkindum beitt í átökunum og var lögregla með mikinn viðbúnað á vettvangi.
Bótaskylda vegna Rafskinnu lækkuð
Landsréttur lækkaði í dag verulega þær bætur sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt afkomendur Gunnars Bachmann og Fabrik til að greiða afkomendum Jóns Kristinssonar auglýsingateiknara vegna sýningar á verkum úr Rafskinnu árið 2013. Gunnar hélt úti auglýsingamiðlinum Rafskinnu í miðbæ Reykjavíkur í nærri aldarfjórðung frá 1933 til 1957 og vakti fyrirbærið oft mikla athygli.
Landsréttur: Kærustupar ekki í nánu sambandi
Landsréttur mildaði í dag dóm yfir karlmanni sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í tveggja ára fangelsi. Hann fékk eins og hálfs árs dóm. Landsréttur sneri við nokkrum niðurstöðum héraðsdóms svo sem um að maðurinn hefði beitt konu ofbeldi í nánu sambandi og að ummæli hans hefðu verið til þess fallin að særa blygðunarkennd konunnar. Landsréttur sagði, ólíkt héraðsdómi, ósannað að maðurinn hefði barið konuna, þótt svo hún heyrðist kveinka sér ítrekað í hljóðupptöku sem var meðal sönnunargagna.
Mildi að ekki fór verr þegar tjörupapparúlla féll á bíl
Mildi þykir að ekki fór verr þegar tjörupapparúlla féll ofan af þaki byggingar við Grettisgötu í Reykjavík og lenti á þaki fólksbíls sem stóð í bílastæði fyrir neðan. Bíllinn er mjög illa farinn og jafnvel ónýtur.
12.11.2021 - 13:53
Fyrsta banaslysið á rafskútu
Banaslys varð norðan við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar í Reykjavík um klukkan átta í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól skullu saman. Sá sem var á rafskútunni lést en hinn er alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. Báðir voru með hjálm. Annar er á sextugsaldri en hinn á fimmtugsaldri.
Banaslys við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar
Banaslys varð norðan við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól skullu saman. Annar ökumannanna lést og hinn er alvarlega slasaður á sjúkrahúsi.
10.11.2021 - 13:42
Haraldur gefur ekki kost á sér í vor
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, gefur ekki kost á sér í bæjarstjórnarkosningum í vor. Þetta tilkynnti hann á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Haraldur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í bænum, hefur verið bæjarstjóri frá 2007 og setið í bæjarstjórn frá 2002.
10.11.2021 - 09:37
Gert ráð fyrir afgangi hjá Kópavogsbæ
Á næsta ári verður tæpra fjórtán milljóna króna afgangur af rekstri Kópavogsbæjar og 89 milljóna afgangur af rekstri samstæðu Kópavogsbæjar ef fjárhagsáætlun næsta árs gengur eftir. Hún var lögð fram í dag og tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs.
09.11.2021 - 22:34
Tíu ára drengur fannst heill á húfi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í kvöld eftir tíu ára dreng úr Háaleitishverfi í Reykjavík. Ekki var vitað um ferðir hans síðan um klukkan þrjú í dag þegar hann var við Krónuna í Austurveri. Um tuttugu mínútur í sjö í kvöld voru allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út til leitar auk leitarhunda og sporhunda. Drengur fannst svo um stundarfjórðung í klukkan átta, heill á húfi.
09.11.2021 - 19:22