Höfuðborgarsvæðið

Áætla að 100 rampa markmiði verði náð í lok október
Forsvarsmenn verkefnisins Römpum upp Reykjavík, sem er hluti af Aðgengissjóði Reykjavíkur, áætla að 100 rampa markmiðinu verði náð fyrir 31. október, rúmum fjórum mánuðum á undan áætlun.
22.09.2021 - 10:19
„Strax ljóst að það yrði ekkert grín að komast að þeim“
Mjög erfiðar aðstæður voru þegar fjórum mönnum í strönduðum gúmmíbát var bjargað á skeri við Akurey í Kollafirði í gærkvöld. „Svarta myrkur, versnandi veður, staðsetning vituð en þarf samt að taka með fyrirvara,“ segir félagi í björgunarsveitinni Ársæli þegar hann lýsir skilyrðum við upphaf útkallsins.
Velferðarsvið leigir stærra húsnæði af Landsbankanum
Borgarráð hefur samþykkt að leigja stærra húsnæði af Landsbankanum fyrir þjónustumiðstöð Breiðholts í Mjódd. Þjónustumiðstöðin er á annarri hæð í sama húsi og Landsbankinn er með útibú en samkvæmt nýjum leigusamningi bætast við rúmlega 390 fermetrar á fyrstu hæð í sama húsi. Leiguverðið hækkar um rúmar 700 þúsund krónur á mánuði.
Viðtal
„Við skjótumst ekki undan ábyrgð og viljum gera betur“
Borgaryfirvöld gangast við því að vinnubrögð hafi ekki verið nógu góð og upplýsingamiðlun nógu skýr þegar kemur að myglu- og rakavandamálum í skólahúsnæði í borginni. Dóra Björt Guðjónsdóttir segir að borgaryfirvöld séu að setja upp nýja verkferla, hvernig eigi að bregðast við þegar mygla og rakavandamál koma upp í skólum.
15.09.2021 - 09:09
Viðtal
„Þetta er svona týpískt trampólín-veður“
Vindur er kominn upp í tuttugu til þrjátíu metra á sekúndu í hviðum á Vesturlandi, en fyrsti hausthvellurinn er væntanlegur í dag. Gular viðvaranir taka gildi klukkan sex á sunnan og vestanverðu landinu.
12.09.2021 - 13:57
Kjördæmamörkum í Reykjavík breytt lítillega
Landskjörstjórn hefur ákveðið að breyta kjördæmamörkum Reykjavíkurkjördæmanna fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Eldur í fjölbýlishúsi í Breiðholti
Eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í Austurbergi í Breiðholti skömmu eftir klukkan tvö í dag. Búið er að slökkva eldinn og unnið að því að reykræsta húsið.
03.09.2021 - 14:32
Guðmundur Ingi og Jónína efst hjá Flokki fólksins
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður og Jónína Óskarsdóttir, varaþingmaður og eldri borgari, skipa tvö efstu sætin á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi. Framboðslistinn var birtur í dag. Sigurður Tyrfingsson, löggiltur fasteignasali og húsasmíðameistari er í þriðja sæti og Þóra Gunnlaug Briem tölvunarfræðingur í því fjórða.
Hjúkrunarfræðingurinn laus úr haldi
Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hjúkrunarfræðingi á sjötugsaldri. Hún er því laus úr haldi. Henni er gefið að sök að hafa orðið sjúklingi á geðdeild Landspítalans við Hringbraut að bana um miðjan mánuðinn.
Fimm í sóttkví í Laugalækjarskóla
Fimm voru sendir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá nemanda í 10. bekk Laugalækjarskóla í gær. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjórnenda til foreldra. Þrír nemendur í bekknum fara í sóttkví auk tveggja kennara. Allir eru hvattir til að fara varlega og huga að sóttvörnum, og allir sem finna fyrir einkennum COVID-19 hvattir til að bóka sér COVID-próf í gegnu heilsuveru.
Hjörvar með fullt hús á Reykjavíkurskákmótinu
Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2603 elóstig) er einn Íslendinga með fullt hús vinninga að loknum tveimur umferðum á Reykjavíkurskákmótinu - Evrópumóti einstaklinga.
28.08.2021 - 13:57
Dyravörður og kona vopnuð hælaskó handtekin
Dyravörður á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur var handtekinn um klukkan tíu í gærkvöld. Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að dyravörðurinn hafi hrint konu í veg fyrir bíl sem ók framhjá skemmtistaðnum. Konan meiddist á hendi og var flutt á slysadeild.
Hilmir vann óvæntan sigur á ungverskum stórmeistara
Skákmaðurinn ungi, Hilmir Freyr Heimisson, vann stórglæsilegan sigur á sterkum stórmeistara frá Ungverjalandi, Tamas Banusz, í fyrstu umferð Reykjavíkurskákmótsins sem hófst í dag. Hilmir varð tvítugur á dögunum.
26.08.2021 - 20:50
Forsætisráðherra setti Reykjavíkurskákmótið
Hið árlega Reykjavíkurskákmót, EM einstaklinga, hófst í dag á Hótel Natura (Loftleiðum). Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lék fyrsta leik mótsins þegar hún færði peð á E4 fyrir enska stórmeistarann Gawain Jones.
26.08.2021 - 18:10
Samskipti vegna Fossvogsskóla hluti af vandanum
Borgarstjóri segir að hluti af vandanum í Fossvogsskóla sé samskiptalegs eðlis. Nú sé unnið að nýjum verkferlum, vakni upp grunur um myglu. 
25.08.2021 - 23:24
Minna um afbrot á höfuðborgarsvæðinu í júlí
Skráð voru 895 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í júlí og fækkaði brotum allnokkuð á milli mánaða í öllum flokkum nema einum.
Einn á slysadeild vegna elds í Kópavogi
Kallað var eftir aðstoð lögreglu um klukkan fimm í morgun vegna manns sem var að berja á glugga á húsi í Kópavogi. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að þegar lögregla kom á staðinn reyndist eldur vera í herbergi á jarðhæð hússins. Slökkvilið var kallað út og voru dælubílar frá tveimur stöðvum sendir á vettvang.
Hávaðasöm teiti, rafskutluslys og líkamsárásir
Erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Eitt hundrað mál voru skráð í bækur lögreglu frá klukkan sautján í gær til fimm í morgun, slagsmál, líkamsárásir, ölvunar- og hraðakstur, rafskutluslys og hávaðakvartanir víða um borg. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar.
Óboðlegur seinagangur í Fossvogsskóla segir ráðherra
Gera þarf allsherjar úttekt á skólum landsins og bæta eftirlit með skólabyggingum. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í viðtali í Morgunblaðinu í dag, þar sem hún er meðal annars spurð út í ástandið í Fossvogsskóla í Reykjavík.
Vesturbærinn heitavatnslaus lengur en til stóð
Öllu lengri tíma tekur að koma heitu vatni aftar á í Vesturbæ Reykjavíkur en ráð var fyrir gert. Veitur tóku heita vatnið af um klukkan þrjú í nótt vegna tengingar heitavatnslagnar við nýja Landspítalann. Upphaflega var gert ráð fyrir að heita vatnið væri aftur farið að hlýja Vesturbæingum um klukkan fjögur í dag en nú er útlit fyrir að það verði ekki fyrr en um klukkan tíu í kvöld.
17.08.2021 - 19:24
Sjónvarpsfrétt
Regndans eina ráðið við lágri grunnvatnsstöðu
Grunnvatnsstaða í vatnsbólum kringum höfuðborgina er með allra lægsta móti. Ekki er þó ástæða til að biðja fólk að spara vatn. Landsmenn mættu þó ganga betur um auðlindina að mati Veitna.
Maðurinn er fundinn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í kvöld eftir 69 ára karlmanni sem ekki hafði spurst til eftir hádegi í dag. Hann fannst skömmu fyrir miðnætti heill á húfi.
12.08.2021 - 22:32
Sjónvarpsfrétt
Útsýnispallur tekinn í notkun á Úlfarsfelli
Útsýnispallur á Stórahnjúki á toppi Úlfarsfells í Mosfellsbæ var opnaður með formlegum hætti klukkan tvö í dag. Neyðarlínan, RÚV og Vodafone stóðu saman að byggingu útsýnispallsins sem er við hlið fjarskiptamasturs sem þau reistu á fjallinu.
12.08.2021 - 16:10
Slasaður maður sóttur á Móskarðshnjúka
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir göngumanni sem ökklabrotnaði á leið sinni niður Móskarðshnjúka um átta leytið í kvöld. Sjúkrabílar frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru í fyrstu sendir á staðinn og nutu sjúkraflutningamenn aðstoðar Björgunarsveitarinnar í Mosfellsbæ við að komast til mannsins.
Ruddi ólöglegan göngustíg gegnum nýrunnið hraunið
Lögregla stöðvaði nýverið stjórnanda vinnuvélar sem var að ryðja göngustíg í gegnum nýrunnið hraun í Geldingadölum. Bannað er að raska nýrunnu hrauni og var þetta gert án samráðs við nokkra þá sem leita þarf til um slíkar framkvæmdir, að sögn sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Lögregla telur gröfumanninn hafa verið á vegum landeigenda.