Höfuðborgarsvæðið

Jóna sækist eftir forystusæti Samfylkingar í Kraganunum
Jóna Þórey Pétursdóttir hefur gefið kost á sér í forystusveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Kraganum. Hún var forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hún segir það vera mikla áskorun og ábyrgð að stíga fram en hún telji mikilvægt að ungt fólk hafi málsvara í forystusætum framboðslista.
24.01.2021 - 15:29
Sögur af landi
Rafíþróttadeildir: „Spretta núna upp eins og gorkúlur“
Rafíþróttadeildum um allt land hefur fjölgað mikið síðustu árin og skilningur á rafíþróttum aukist. Uppbyggingin hefur verið mest innan stóru íþróttafélaganna en slík starfsemi nær í auknu mæli til smærri staða. Í Bolungarvík er nýbúið að stofna rafíþróttafélag og á Egilsstöðum tók móðir tölvuleikjaspilara sig til og stofnaði rafíþróttadeild eftir að hafa fengið nýja sýn á áhugamál sonarins.
Þórdís hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir FASASKIPTI
Þórdís Helgadóttir, heimspekingur og rithöfundur, hlaut í gær Ljóðstaf Jóns úr Vör 2021 fyrir ljóð sitt FASASKIPTI. Í umsögn dómnefndar um ljóðið segir meðal annars að Fasaskipti sé „margrætt ljóð um umhverfingar og skil milli heima, yfirborð og himnur, mörk dags og nætur, þunnt skænið sem aðskilur veruleika okkar frá djúpinu. [...] Ljóðið hreyfist og breytist,“ segir dómnefnd, „og virðist nánast iða af göldrum góðrar ljóðlistar.“
Kveikur
Misbrestur í rannsókn lögreglu á andláti 19 ára stúlku
Perla Dís Bachmann Guðmundsdóttir lést á heimili kærasta síns sunnudaginn 22. september 2019. Hún var nýorðin 19 ára.
Mánuðir þar til hægt verður að nýta hluta háskólans
Jarðhæð Gimli og fyrirlestrasalir á jarðhæð Háskólatorgs, þeirra húsa Háskóla Íslands sem fóru verst út úr vatnsflaumnum í nótt, verða ónothæfar næstu mánuði. Öll kennsla sem farið hefur fram á Háskólatorgi og í Gimli verður nú rafræn.
Viðtal
Líklega hundraða milljóna tjón í Háskóla Íslands
Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands, segir að enn sé of snemmt að segja til um hversu mikið tjón hlaust í Háskóla Íslands af völdum vatnsflaums þegar kaldavatnslögn fór í sundur í nótt. „Við höfum bara hugmyndir um að það hlaupi á hundruðum milljóna. Það er gríðarlegt tjón.“ Hann telur að munir á Árnastofnun hafi sloppið. Listasafn er í sumum húsum en eftir á að skoða hvort það lenti í vatninu.
Þúsundir fermetra á floti í byggingum HÍ
Stór kaldavatnslögn í Vesturbæ Reykjavíkur gaf sig í nótt með þeim afleiðingum að feikimikið vatn fossaði inn í kjallara nokkurra bygginga Háskóla Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru þúsundir fermetra í Aðalbyggingu háskólans, Lögbergi, Gimli, Árnagarði, Háskólatorgi og Stúdentakjallaranum og fleiri byggingum austan Suðurgötu undir vatn áður en menn náðu að loka fyrir rennsli um lögnina. Einnig mun eitthvað af vatni hafa streymt inn í Nýja Garð.
Viðtal
Viðhaldsverkefni tekin út úr hugmyndasamkeppni
Yfir eitt þúsund hugmyndir hafa borist í hugmyndasöfnun Reykjavíkur, Hverfið mitt. Nú er kosið um hugmyndir á tveggja ára fresti, meira fjármagn er í framkvæmdasjóðinum og því stærri hugmyndir framkvæmanlegar. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að viðhaldsverkefnum hafi verið fundinn annar farvegur innan borgarkerfisins.  
18.01.2021 - 10:43
Eldur í þvottavél í einbýlishúsi í Reykjavík
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um reyk frá einbýlishúsi í Vogahverfi Reykjavíkur nú á tólfta tímanum. Allar stöðvar voru sendar að húsinu, þar sem kom í ljós að kviknað hafði í þvottavél. Tvær stöðvar voru fljótlega sendar til baka.
„Þetta er það versta sem ég hef séð í vetur“
Mikil hálka er nú á höfuðborgarsvæðinu og verið er að salta helstu aðalleiðir. Þröstur Víðisson, yfirverkstjóri hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar biðlar til vegfarenda að fara með gát. „Þetta er stórhættulegt, sérstaklega vegna þess að þetta sést svo illa,“ segir Þröstur.
14.01.2021 - 06:25
Mótmæla atvinnusvæði í suðurhlíðum Úlfarsfells
Um þúsund manns hafa skrifað undir mótmæli við breytingu á skipulagi á svokölluðum reit M22 undir Úlfarsfelli. Breyta á notkun reitsins úr blandaðri byggð íbúða og verslana í atvinnusvæði.
12.01.2021 - 09:26
Segir leka persónugreinanlegra upplýsinga mjög slæman
Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir mjög slæmt að persónugreinanlegum upplýsingum úr rannsókn sakamáls hafi verið dreift víða. Hann þvertekur fyrir að lögreglan haldi hlífiskildi yfir afbrotamönnum gegn upplýsingum.
45 vilja stýra samskiptateymi Reykjavíkurborgar
45 umsækjendur sóttu um stöðu teymisstjóra samskiptateymis Reykjavíkurborgar. Meðal umsækjenda er Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi aðalritstjóri 365 miðla og Fréttablaðsins og Hrund Þórsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2.
11.01.2021 - 18:39
Þjófar gripnir með og á þýfi
Þrír menn voru handteknir í Hafnarfirði í nótt vegna innbrots og þjófnaðar. Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að hald hafi verið lagt á töluvert mikið þýfi sem fannst í fórum þremenninganna. Allir voru þjófarnir vistaðir í fangaklefum lögreglu vegna málsins. Þá voru tveir þjófar aðrir handteknir og færðir í fangaklefa eftir að þeir voru stöðvaðir af lögreglu í Kópavogi, þar sem þeir voru á ferðinni á feng sínum, stolinni bifreið.
Allsterkur jarðskjálfti norður af Grindavík
Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 varð á Reykjanesi klukkan 3.15 í nótt. Upptök skjálftans voru á 5,2 kílómetra dýpi, um 6 kílómetra norður af Grindavík. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að þangað hafi borist tilkynningar um skjálftann víðsvegar af Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og frá Borgarnesi.
Mikill viðbúnaður vegna áreksturs á Hafnarfjarðarvegi
Umferðarslys varð á Hafnarfjarðarvegi á ellefta tímanum í kvöld, í göngunum undir Kópavogshálsinn. Er Hafnarfjarðarvegurinn lokaður í suðurátt og umferð beint yfir hálsinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu rákust minnst fjórir bílar saman og mikill viðbúnaður var á slysstað, jafnt frá lögreglu sem slökkviliði. UPPFÆRT kl. 22.55: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu urðu engin slys á fólki við áreksturinn.
09.01.2021 - 22:48
Segir erfitt að ræða breytingar undir málaferlum
Ráðherra sveitarstjórnarmála segir erfitt að ræða breytingar á greiðslum til Reykjavíkurborgar úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga meðan staðið sé í málaferlum. Hann lýsir yfir vilja til viðræðna við borgina.
Reykjavíkurborg stefnir og kallar eftir sáttum
Reykjavíkurborg hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst rúmlega 5,4 milljarða króna vegna vangoldinna greiðslna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Á sama tíma og ríkinu er stefnt óskar borgin eftir sáttaviðræðum við ríkið um lausn á málinu.
Fimm ára dómi fyrir fjórar nauðganir áfrýjað
Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson sem var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fjórum konum sem voru í meðferð á nuddstofu hans hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Hann dæmdur til að greiða konunum samanlagt 4,3 milljónir króna í miskabætur.
Auðskilið mál
Reykjavíkurborg hirðir ekki jólatré borgarbúa
Þrettándinn er á morgun. Þá taka margir niður jólaskrautið og jólatréð. Borgin tekur ekki við jólatrjám. Það á að fara með þau í Sorpu eða borga íþróttafélögunum fyrir að sækja þau.
Láðist að auglýsa gjaldskrá, oftekin gjöld endurgreidd
Bílastæðasjóður sendi í desember út fjölda tilkynninga um oftekin gjöld vegna sekta sem rukkaðar voru á tímabilinu 1. janúar til 24. september í fyrra vegna stöðvunarbrota.
Sorphirðugjald hækkar um allt að 123%
Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka meira en önnur gjöld borgarinnar um áramótin. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, segir það vera vegna hækkunar á móttökugjaldi og launakostnaði. Dæmi eru um að hækkunin nemi rúmum 123 prósentum.
Skóflustungur teknar að stækkun hátækniseturs Alvotech
Í dag voru fyrstu skóflustungurnar teknar að viðbyggingu við hátæknisetur líftæknifyrirtækisins Alvotech í Vatnsmýri í Reykjavík. Viðbyggingin, sem er hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands, nær tvöfaldar aðstöðu Alvotech þar.
Vélhjólamaður féll í Hafravatn
Maður á vélhjóli féll í Hafravatn síðdegis er hann ók á ísi lögðu vatninu sem gaf sig. Óskað var aðstoðar slökkviliðs en manninum tókst að koma sér á þurrt land áður en það kom á vettvang.
Landinn
Undirbýr fyrstu einkasýninguna
Það er í nógu að snúast hjá hinum unga og efnilega listamanni, Sindra Ploder, núna í lok árs. Hann er nefnilega að undirbúa fyrstu einkasýninguna sem verður í Listasal Mosfellsbæjar frá 8. janúar.
28.12.2020 - 08:26