Höfuðborgarsvæðið

Myndskeið
Segja mikilvægt að öll börn í heiminum fái sama rétt
„Það er sumt sem fullorðið fólk fattar ekki en börn geta fattað," segir níu ára nemandi í Giljaskóla á Akureyri. Skólinn fékk í dag viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Þá fékk Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, viðurkenningu Barnaheilla.
Tveggja ára nauðgunardómi snúið í Landsrétti
Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sakfellt mann fyrir nauðgun og dæmt hann til tveggja ára fangelsisrefsingar. Héraðsdómur taldi sannað að maðurinn hefði í janúar 2016 notfært sér ölvun og svefndrunga konu og haft við hana samræði og kynferðismök. Það hefði verið án hennar samþykkis en hún ekki getað spornað við verknaðinum. Landsréttur telur þetta allt ósannað.
Kuldi í húsakynnum fólks vegna uppfærslu á dælustöð
Íbúar í vesturhluta Reykjavíkurborgar gætu fundið fyrir lægri þrýstingi á heitu vatni vegna uppfærslu á dælustöð Veitna í Öskjuhlíð. Fréttastofu hafa borist ábendingar frá íbúum í miðbænum sem ná ekki að kynda híbýli sín.
19.11.2020 - 18:38
Ræða við sóttvarnayfirvöld um opnun skíðasvæða
Forstöðumenn skíðasvæða eiga nú í viðræðum við sóttvarnayfirvöld um leiðir til að geta opnað skíðabrekkurnar um og eftir næstu mánaðamót. Nægur snjór verður brátt í brekkunum en miðað við núverandi reglur er bannað að hleypa fólki í lyfturnar.
19.11.2020 - 12:49
Myndskeið
Sundlaugarvörður sinnir heimilislausum í faraldrinum
Forstöðumaður gistiskýlis fyrir heimilislausa segir skipta öllu máli að geta haft opið allan sólarhringinn eftir að óvæntur liðsstyrkur barst frá sundlaugarvörðum og fleirum sem hafa lítið að gera þessa dagana. Þetta er erfiðara en mitt venjulega starf, segir einn þeirra. 
16.11.2020 - 18:47
Rúta gjöreyðilagðist í eldi
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á fimmta tímanum vegna elds í gamalli númerslausri rútu sem stóð við Köllunarklettsveg í Reykjavík. Rútan var alelda þegar að var komið en slökkvistörf gengu greiðlega og lauk þeim seint á sjötta tímanum. Engin hætta var á að eldurinn teygði sig í önnur farartæki eða mannvirki, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu, þar sem rútan stóð nokkuð frá öllu slíku.
Myndskeið
Þurftu ekki lengur að laumast í önnur sveitarfélög
30 ár eru í dag liðin síðan borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að afgreiðslutími smávöruverslana skyldi gefinn frjáls. Deilur höfðu staðið um það árum saman hvort borgaryfirvöld ættu að ráða opnunartíma verslana í borginni eða búðareigendur, og hvort að aukið frjálsræði yrði neytendum til góða eða yki einfaldlega álag á starfsfólk og kaupmenn. Á sama tíma höfðu Reykvíkingar margir hverjir keyrt yfir í nágrannasveitarfélögin sem buðu upp á rýmri opnunartíma verslana heldur en höfuðborgin.
15.11.2020 - 08:27
Lögregla hafði afskipti af fimm ungmennum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum verkefnum á næturvaktinni. Nokkuð var um að ökumenn væru teknir undir áhrifum vímuefna, húsleit var gerð hjá tveimur mönnum sem reyndust vera með fíkniefni í fórum sínum, reynt var að brjótast inn í bílskúr og kveikt var í póstkassa í fjölbýlishúsi. Þá hafði lögreglan afskipti af nokkrum ungmennum.
Ítrekað tilkynnt um ökumann á Vesturlandsvegi
Ökumaður var í dag handtekinn grunaður um ölvun við akstur á Vesturlandsvegi og samkvæmt heimildum fréttastofu var töluverður viðbúnaður hjá lögreglu vegna málsins.
Myndskeið
Dagur felldi Óslóartréð í Heiðmörk
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri felldi Óslóartréð í Heiðmörk í morgun. Fyrir valinu varð myndarlegt sitkagrenitré, sem var að líkindum gróðursett á tíu ára afmæli Heiðmarkar fyrir sextíu árum. Tréð verður flutt niður á Austurvöll í vikunni.
14.11.2020 - 13:13
Leikskóli í stað kynlífstækjabúðar
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í morgun að festa kaup á húsnæði við Kleppsveg þar sem áður var til húsa kynlífstækjaverslunin Adam og Eva. Til stendur að koma þar upp nýjum 120 barna leikskóla.
Landinn
Nemar reiðmannsins frá átján til áttatíu ára
„Núna erum við með nemanda hjá okkur sem er um áttatíu ára og sá yngsti er átján. Við höfum meira að segja verið með afa með barnabörnin sín í náminu hjá okkur,“ segir Hinrik Þór Sigurðsson, reiðkennari og umsjónarmaður námsbrautarinnar reiðmannsins sem er á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands.
12.11.2020 - 08:30
Fólk sem bíður eftir félagshúsnæði gæti kært úthlutun
Fólk á biðlista sveitarfélags eftir húsnæði getur átt rétt á að kæra ákvörðun um úthlutun. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis á máli fatlaðrar konu sem hafði kært ákvörðun úrskurðarnefndar velferðarmála um að vísa frá kæru hennar um að annar en hún fékk úthlutað sértæku húsnæðisúrræði í Reykjavík. Í álitinu er lagt til að borgin meti hvort endurskoða þurfi verklag í þessum málaflokki.
Hefja viðræður um nýjan þjóðarleikvang
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um gerð nýs þjóðarleikvangs. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist í fréttatilkynningu vera bjartsýn á að nýr leikvangur rísi á næstu fimm árum. Hann myndi koma í stað Laugardalsvallar.
Orka náttúrunnar sýknuð í máli Áslaugar Thelmu
Orka náttúrunnar var í dag sýknuð af ásökunum fyrrum starfsmanns fyrirtækisins, Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, um að hún hafi sætt kynbundnum launamismun. Einnig var fyrirtækið sýknað af kröfu hennar um skaða- og miskabætur vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar á ráðningarsamningi hennar. Áslaug Thelma starfaði sem forstöðumaður einstaklingsmarkaða þegar henni var sagt upp.
Viðtal
Börn í Fossvogsskóla veikjast vegna myglu
Að minnsta kosti sex börn í Fossvogsskóla sýna einkenni vegna myglu í Fossvogsskóla þrátt fyrir miklar viðgerðir á húsinu til að uppræta myglu.
Myndskeið
Biðja fólk að ganga frá lausamunum
Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum um suðvestanstorm sem gengur yfir stærstan hluta landsins og biður fólk að ganga vel frá öllu því sem gæti fokið. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir um allt land nema á miðhálendinu og Suðausturlandi.
05.11.2020 - 15:05
Myndskeið
Byggingakrani féll á hús
Byggingakrani féll á hús í Urriðaholti í Garðabæ í dag. Engum varð meint af. Vinnueftirlitið fór á staðinn og bað svo Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu að líta á aðstæður vegna gaskúts sem var undir krananum. Ekki er útlit fyrir að frekar verði aðhafst fyrr en á morgun, þegar veður gengur niður.
05.11.2020 - 14:13
Tvö ný smit sem tengjast Landakoti
Tvö smit starfsmanna Landspítalans sem greindust í gær eru talin tengjast hópsmitinu á Landakoti. Það voru fyrstu smitin sem tengjast því hópsmiti sem greinast í þrjá daga. Þessu greindi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, frá á fundi velferðarnefndar Alþingis með fulltrúum Landspítala, landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins í dag.
04.11.2020 - 10:25
Landinn
Framleiða mýkra ullarband úr lambsull
Undanfarin ár hafa prjóna- og saumaverksmiðja Varma og Ístex unnið að þróunarverkefni sem felst í að mýkja íslenska ullarbandið. „Það er þekkt að íslenska ullin stingur,” segir Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri og eigandi  Varma. „En ég fór að hugsa að við hljótum að geta gert eitthvað í þessu og lyft  íslenska ullarbandinu meira í áttina að því sem fólk vill vera í.“ 
04.11.2020 - 09:05
Eldur við Engjateig
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út um klukkan hálf fimm í morgun vegna elds í ruslageymslu í skrifstofuhúsnæði við Engjateig í Reykjavík. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu gekk fljótt að ná tökum á eldinum, og hafa einhverjir verið kallaðir til baka nú þegar.
„Fara býsna nálægt því að brjóta þagnarskyldu“
Dagbjört Hákonardóttir, persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar, segir umhugsunarvert hvernig fósturforeldrar og starfsfólk sveitarfélaga segi ítarlega frá högum barna í þáttunum Fósturbörn á Stöð 2.
Ekið á hross
Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi í og við Akureyri í nótt. Í öðru tilfellinu var bíl ekið á hross á Eyjafjarðarbraut. Hesturinn drapst og bíllinn eyðilagðist. Ökumaðurinn kvartaði undan verk í höfði og var fluttur á slysadeild til skoðunar.
Metfjöldi sjúkraflutninga í október
Sjúkrabílar hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru boðaðir í 30% fleiri útköll í október, samanborið við sama mánuð í fyrra.
Myndi taka allan daginn að gefa nemendum hádegismat
Plássleysi gerir skólastjórnendum erfitt um vik að viðhafa tveggja metra regluna. Börnum í 5. bekk og eldri er skylt að bera grímu þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð, en skólar útvega ekki grímur.