Höfuðborgarsvæðið

Guðjón útnefndur Reykvíkingur ársins
Guðjón Óskarsson er Reykvíkingur ársins 2021. Hann hlýtur nafnbótina fyrir frumkvæði sitt við að hreinsa tyggjóklessur af gangstéttum borgarinnar.
20.06.2021 - 11:45
Nær 1% þjóðarinnar brautskráð í dag
Á fjórða þúsund nemendur voru brautskráðir frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Bifröst í dag. Það er tæplega eitt prósent þjóðarinnar. Met var sett í fjölda brautskráðra í tveimur fyrstnefndu skólunum.
Kópavogsbær sýknaður af rúmlega hálfs milljarðs kröfu
Landsréttur sýknaði Kópavogsbæ í gær af tæplega 600 milljóna króna skaðabótakröfu verktakafyrirtækisins Dverghamars. Fyrirtækið var meðal þeirra sem vildu fá úthlutað lóðum við Álalind á Glaðheimasvæðinu í Kópavogi undir byggingar.
Talmeinafræðingar telja lausn Sjúkratrygginga ómögulega
Deila talmeinafræðinga og Sjúkratrygginga Íslands er enn í hnút og óvíst hvort yfir 60 börn missa talmeinafræðinga sína á Akureyri vegna kröfu um tveggja ára starfsreynslu. Talmeinafræðingar telja að lausn sem Sjúkratryggingar bjóða séu þvingunaraðgerðir.
Lögregla á eftir manni sem stal báti í Kópavogshöfn
Lögregla leitar nú manns eða manna sem stálu bát í Kópavogshöfn og héldu á haf út. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni fóru tveir liðsmenn sveitarinnar út á varðbátnum Óðni og ætla að freista þess að stöðva för bátsins.
Fjöldi barna missir talmeinafræðing vegna reynslukröfu
Yfir 60 börn, sem hafa fengið þjónustu hjá tveimur talmeinafræðingum á Akureyri, þurfa að fara aftur á biðlista vegna þess að talmeinafræðingarnir mega ekki sinna þeim áfram. Þeir hafi lokið námi og þurfa að ná sér í tveggja ára starfsreynslu áður en reglur sjúkratrygginga gera þeim kleift að starfa áfram á stofunni.
Enn óvíst hvað verður um Sunnutorg
Íbúar í Langholtshverfinu sem og áhugafólk hvarvetna um arkitektúr og íslenska menningarsögu bíða með kvíðablandinni eftirvæntingu eftir því að sjá hver örlög Sunnutorgs verða. Þessi sögulega bygging sem Sigvaldi Thordarson teiknaði fyrir rúmum 60 árum liggur undir skemmdum og þarfnast sárlega löngu tímabærra viðgerða. Hver er staðan á þessu sérstæða húsi núna?
Mestu vegaframkvæmdir frá því fyrir hrun
Forstjóri Vegagerðarinnar segir að vegaframkvæmdir í sumar verði þær umfangsmestu frá því fyrir hrun og jafnvel yfir lengri tíma. Alls er gert ráð fyrir framkvæmdum fyrir 35 milljarða samkvæmt samgönguáætlun, 23 milljarðar fara í nýframkvæmdir og 12 til 14 milljarðar í viðhaldsverkefni.
10.06.2021 - 08:26
Myndskeið
Byrjað að rífa við Bræðraborgarstíg
Byrjað var að rífa brunarústir hússins við Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík í dag. Tæpt ár er liðið síðan þrjú létust í bruna þar og hafa íbúar í nágrenninu ítrekað kvartað undan að húsið standi enn.
Hæstiréttur tekur peningaþvættismál fyrir
Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Hafþórs Loga Hlynssonar sem var sakfelldur fyrir peningaþvætti í janúar. Fyrir það hlaut Hafþór 20 mánaða fangelsisdóm. Hann var ákærður fyrir að afla sér fjár með ólögmætum hætti og peningaþvætti fyrir að hafa nýtt sér fé sem honum hafi ekki getað dulist að væri ávinningur af lögbrotum.
Domus Medica lokað um áramót
Rúmlega hálfrar aldar sögu lækna- og skurðstofa Domus Medica við Egilsgötu í Reykjavík lýkur um næstu áramót. Þá verður stofunum lokað og húsnæðið líklega selt.
04.06.2021 - 07:08
Bæjarstjóri segir fólksfækkun í Hafnarfirði tímabundna
Íbúum í Hafnarfirði hefur fækkað um rúmlega 200 íbúa frá áramótum, sem er þvert á íbúaþróun í nágrannasveitarfélögunum. Frá áramótum fjölgaði íbúum í Reykjavík um 721, Kópavogsbúum hefur fjölgað um 439 og íbúum Garðabæjar um 327, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár um íbúafjölda eftir sveitarfélögum.
Leita vitna að alvarlegu umferðarslysi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi sem varð á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ á fimmtudag, á móts við Leirvogstungu.
Myndskeið
Hrauntunga ógnar vestari varnargarðinum
Talsverður gangur hefur verið í gosinu í Geldingadölum í gærkvöld og nótt. Seint á tólfta tímanum í gærkvöld mátti sjá hvar rauðglóandi hrauntunga tók að vella inn í myndina í beinu streymi frá rúv-vélinni á Langahrygg, úr norðaustri til suðvesturs, og nú er svo komið að hrauntungan er komin alveg að vestari varnargarðinum sem reistur var í sunnanverðum Meradölum. Fari svo fram sem horfir mun hraun renna yfir varnargarðinn áður en langt um líður og þaðan niður í Nátthaga.
Þjófar réðust á starfsmann sem elti þá uppi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um líkamsárás í Kópavogi á sjöunda tímanum í gærkvöld. Tveir menn í annarlegu ástandi höfðu þá stolið úr apóteki og hlaupið út með vörur.
Þyngdu refsingu fyrir að hjálpa ekki deyjandi manneskju
Landsréttur þyngdi í gær refsingu Kristjáns Markúsar Sívarssonar, sem Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í fyrra fyrir brot gegn lífi og líkama með því að láta það ógert að koma barnsmóður sinni undir læknishendur þegar hún veiktist lífshættulega af kókaíneitrun, með þeim afleiðingum að hún lést.
Hátt í 40 metrar á sekúndu í hviðum á Reykjanesbraut
Stormur er á Reykjanesbrautinni þar sem vindur mælist 23 metrar á sekúndu og hefur vindurinn farið í 37 metra á sekúndu í hviðum. Vonskuveður er í Skarðshlíðarhverfi og á Völlunum í Hafnarfirði. Girðingar sem komið hefur verið upp við framkvæmdasvæði þar sem hús eru í byggingu hafa lagst á hliðina og vindur er svo mikill að fólk hefur fokið við það að fara fyrir horn. Vindurinn lætur til sín taka á Reykjanesskaganum.
28.05.2021 - 21:18
Myndskeið
Björgunarsveitir sinna fjölda verkefna í rokinu
Vonskuveður er víða á suðvestanverðu landinu. Veðrið tók að versna nú á sjötta tímanum og björgunarsveitarmenn hafa farið í fjölda verkefna, mest á höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan fjall. Þau tengjast flest trampólínum eða garðhúsgögnum sem eru farin að fjúka.
28.05.2021 - 18:07
Loftmengun frá suðurströndinni leggur yfir borgina
Mikil svifryksmengun mældist á höfuðborgarsvæðinu í morgun og fram eftir degi. Hið sama gildir um stóran hluta suðvesturhornsins. Mengunin stafaði ekki af eldgosinu á Reykjanesskaga, heldur blása suðaustlægar áttir upp svifryki af ströndum Suðurlands.
26.05.2021 - 17:20
Grunaður um fjölda brota og reyndi að komast undan
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um stolinn bíl í Kópavogi á fimmta tímanum í nótt. Lögreglumenn komu auga á bifreiðina á Snorrabraut í Reykjavík skömmu síðar, en ökumaðurinn fór ekki að skipun lögreglu um að stöðva.
Sömdu um hjúkrunarheimili fyrir 144
Hjúkrunarheimili fyrir allt að 144 íbúa rís við Mosaveg í Grafarvogi í Reykjavík og á það að verða tilbúið til notkunar eftir rúm fimm ár. Út á þetta gengur samningur sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í dag. Áætlað er að bygging hjúkrunarheimilisins kosti 7,7 milljarða króna. Ríkið borgar 85 prósent en borgin afganginn.
Fimm berjast um annað sætið
Tólf gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, stefnir á að leiða listann, Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, stefnir á eitt af þremur efstu sætunum og vel flestir frambjóðendur stefna á annað eða þriðja sæti listans.
Eldur í tveimur íbúðum á höfuðborgarsvæðinu
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var tvisvar kallað út í kvöld vegna elds í íbúðarhúsum. Um klukkan átta barst tilkynning úr Árbæ þar sem eldur kviknaði í rúmi.
Myndskeið
Grágæs gerði sér hreiður á þaki Háskólans í Reykjavík
Grágæs ein í Reykjavík fór ekki troðnar slóðir þegar hún valdi sér hreiðurstað, en hún liggur nú á eggjum í Háskólanum í Reykjavik og það uppi á þaki.
23.05.2021 - 20:48
Þrjú rafskútuslys og Eurovision gleði fram eftir nóttu
Þrjú rafskútuslys eru skráð í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tvö þeirra urðu í Vesturbæ Reykjavíkur. Það fyrra varð á tólfta tímanum í gærkvöld.