Höfuðborgarsvæðið

Hyggjast farga koldíoxíði í Straumsvík
Carbfix, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hyggst byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð í Straumsvík. Markmiðið er að farga allt að þremur milljónum tonna á ári sem verður flutt hingað með skipum frá Norður-Evrópu. Carbfix var sett á fót árið 2007 og starfrækir stöð á Hellisheiði sem fangar um fjögur þúsund tonn af koldíoxíð úr lofti árlega og fargar.
22.04.2021 - 08:36
Tekinn á 127 kílómetra hraða á leið í matinn
Lögregla stöðvaði ökumann á 127 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku í Reykjavík á níunda tímanum í gærkvöld. Þar er 80 kílómetra leyfilegur hámarkshraði. Að sögn lögreglu gaf ökumaðurinn þá skýringu á hraðakstri sínum að hann væri orðinn of seinn í mat.
Myndskeið
Sérstakt að spila við bólusetningu
Um sex þúsund manns fengu fyrstu sprautu af bóluefni frá Pfizer í dag. Í Laugardalshöll fékk fólk að hlýða á strengjaleik.
Viðtal
Næstu dagar verða úrslitastund
Víðir Reynisson yfirlögegluþjónn segir að næstu þrír sólarhringar ráði úrslitum um hvort að COVID-smitin í leikskólanum Jörfa í Reykjavík verði stórt staðbundið hópsmit eða eitthvað meira en það. Mörg hundruð gætu þurft að fara í sóttkví vegna tíu smita sem hafa greinst þar. Að auki hafa íbúar í nágrenninu verið hvattir til að fara í sýnatöku. Það er óvenjulegt en Víðir segir mikla áherslu lagða á að ná utan um máli. Yngsta barnið sem smitaðist er fimm ára.
18.04.2021 - 12:13
Þrettán ný smit greindust í gær - flest tengd Jörfa
Fleiri COVID-19 smit greindust í gær heldur en nokkurn stakan dag síðan 23. mars. Smitin í gær voru þrettán og þótt svo fimm þeirra flokkist innan sóttkvíar var sú sóttkví búin að standa stutt yfir. Í það minnsta tíu smitanna tengjast leikskólanum Jörfa í Bústaðahverfi Reykjavík. Þar greindist fyrsta smitið á föstudag og þeim fjölgaði hratt í gær þegar farið var að taka sýni úr fleiri starfsmönnum. Íbúar í næsta nágrenni leikskólans eru hvattir til að fara í skimun.
18.04.2021 - 11:14
Brunaútkall vegna elds sem enginn var
Allt tiltækt slökkvilið var sent að blokk í vesturborg Reykjavíkur um eittleytið í nótt, þegar tilkynning barst frá áhyggjufullum nágranna sem sá eldglæringar í gegnum glugga íbúðar á áttundu hæð. Þegar að var komið reyndist þó enginn eldur loga í íbúðinni heldur á stórum flatskjá í stofunni.
Um 50 manns í sóttkví vegna smits í Sæmundarskóla
Um 50 manns, nemendur og starfsfólk, eru komin í sóttkví vegna kórónaveirusmits sem greindist í nemanda í 2. bekk Sæmundarskóla í Grafarholti í Reykjavík.
Fleiri smit hafa greinst á Jörfa
Smitum sem hafa greinst á leikskólanum Jörfa í Reykjavík hefur fjölgað mikið í dag. Í morgun var greint frá því að einn starfsmaður hefði greinst með COVID-19 í gær og hefðu allir starfsmenn og börn á viðkomandi deild verið sendir í sóttkví auk stjórnenda leikskólans. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, staðfesti í samtali við fréttastofu að greindum smitum á leikskólanum hefði fjölgað í dag.
17.04.2021 - 21:13
Guðmundur Ingi varð efstur í forvali VG
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra varð efstur í forvali Vinstri-grænna í Suðvesturkjördæmi. Hann hafði betur í barátturinni við Ólaf Þór Gunnarsson þingmann um efsta sætið. Ólafur varð annar í forvalinu, Una Hildardóttir varaþingmaður varð í þriðja sæti og Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, endaði í fjórða sæti. Þóra Elfa Björnsson, setjari og kennari, varð í fimmta sæti.
Myndskeið
Hefði viljað skoða fleira en að lækka hámarkshraða
Auka á loftgæði og fækka slysum með því að lækka hámarkshraða í Reykjavíkurborg á næstu árum. Þessar breytingar munu kosta um einn og hálfan milljarð. Framkvæmdastjóri FÍB segir að skoða hefði mátt fleiri möguleika.
Mokveiði á grásleppuvertíð en hrognaverð hríðfallið
Mikið tekjutap blasir við grásleppuútgerðinni en verð fyrir grásleppuhrogn hefur hríðfallið frá síðustu vertíð. Á móti hafa veiðiheimildir sjaldan verið meiri og alger mokveiði er hjá þeim bátum sem farnir eru til veiða.
Gosstöðvarnar lokaðar almenningi í dag
Blautt og hvasst er við gosstöðvarnar í Geldingadölum og ekkert útivistarveður. Því verður svæðið lokað almenningi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum nú rétt fyrir fréttir er lögregla á vakt á Suðurstrandarvegi og verður vaktað áfram af lögreglu og björgunarsveitafólki.
Smit í Öldutúnsskóla – Um 30 í sóttkví
Hátt í 30 nemendur í fimmta bekk í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og þrír kennarar þurfa að fara í sóttkví eftir að staðfest kórónuveirusmit kom upp í árganginum. Þetta kemur fram í bréfi frá skólastjóranum til foreldra.
Gasmengun á Vatnsleysuströnd og höfuðborgarsvæðinu
Gasmengun frá gosstöðvunum í Geldingadölum leggur að líkindum yfir Vatnsleysuströnd og höfuðborgarsvæðið í nótt og á morgun en á fimmtudag snýst vindur í suðaustanátt og mun mengunin þá mögulega leggjast yfir Reykjanesbæ. Ekki er þó talið að hætta stafi af.
Morgunútvarpið
Segir heiðarlega fasteignasala gæta hagsmuna beggja
Mikill gangur hefur verið á fasteignamarkaði undanfarið, talað um seljendamarkað og að kaupendur hafi ekki tóm til að skoða eignir nægilega vel. Formaður Neytendasamtakanna hefur bent á að hér sé ekki gætt nægilega vel að hagsmunum kaupenda. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, segir að vissulega hafi verið mikil spenna og áhugi á markaðnum frá því um mitt ár í fyrra.
Flugvél hlekktist á í lendingu
Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Svo virðist sem nefhjólið hafi gefið eftir. Engin meiðsl urðu á fólki eftir því sem næst verður komist.
12.04.2021 - 23:40
Níu mánaða fangelsi fyrir að skjóta að mönnum
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í dag í níu mánaða fangelsi. Maðurinn var sakfelldur fyrir að skjóta í átt að tveimur mönnum við heimili hans og fyrir vörslu fíkniefna. Maðurinn var handtekinn í mars 2019 eftir að hann skaut fjórum skotum úr skammbyssu út um glugga sinn. Þar voru tveir menn sem komið höfðu að húsinu skömmu áður og látið ófriðlega.
Myndskeið
Báðu stjórnvöld að senda fólk ekki til Grikklands
Flóttamenn efndu til mótmæla á Austurvelli, fyrir framan Alþingi, í dag til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd til Grikklands. Í fréttum RÚV á föstudag kom fram að Útlendingastofnun hefur vísað níu flóttamönnum til Grikklands það sem af er ári. Til stendur að vísa 25 til viðbótar til Grikklands á næstu mánuðum.
Maður bjargaðist úr snjóflóði í Skálafelli
Snjóflóð féll á skíðasvæðinu í Skálafelli um klukkan hálf tvö í dag. Einn maður lenti í flóðinu en hann er fundinn og heill á húfi. Mikið viðbragð var vegna snjóflóðsins. Meðal annars var kallað út fjölmennt lið sjúkraflutningamanna, lögreglumanna og annarra en upp úr klukkan tvö stóð til að kalla hluta liðsins aftur. Þá þótti ljóst að betur hefði farið en í fyrstu var óttast.
08.04.2021 - 14:12
Árekstur á Vesturlandsvegi en umferð annars gengið vel
Tveggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi við Korputorg í morgun og olli töfum á umferð.
07.04.2021 - 08:57
Gosstöðvarnar lokaðar almenningi fram eftir morgni
Stórt svæði umhverfis eldstöðvarnar á Reykjanesskaga var rýmt um leið og gjósa tók úr tveimur sprungum norðaustur af Geldingadölum í hádeginu í gær og verður það lokað almenningi fram eftir morgni hið minnsta. Þórir Þorsteinsson, vettvangsstjóri lögreglu við gosstöðvarnar, sagði í samtali við fréttastofu á miðnætti, að fulltrúar viðbragðsaðila, almannavarna og vísindamanna komi saman til fundar klukkan níu í fyrramálið og fari yfir stöðuna.
Loftgæði hafa aukist verulega í Vogum
Loftgæði í Vogum á Vatnsleysuströnd hafa stórbatnað og teljast nú hvorki óholl né hættuleg fólki. Loftgæði þar voru skilgreind sem óholl þar fyrr í kvöld vegna mikils brennisteinsdíoxíðs sem þangað lagði frá gosstöðvunum við Geldingadali, og var fólki þar ráðlagt að loka öllum gluggum og kynda vel. Nú teljast loftgæði hins vegar sæmileg í Vogum.
Mynd með færslu
Beint streymi frá Meradalahlíðum
Vefmyndavél hefur verið komið upp í Meradalahlíðum og frá henni streyma nú myndir af gosinu í Geldingadölum og hraunstreyminu úr nýju sprungunum norður af þeim.
Gosið hefur vaxið - 10 rúmmetrar af kviku á sekúndu
Um sjö rúmmetrar kviku renna úr nýju sprungunni milli Geldingadala og Meradala á hverri sekúndu og heildarrennsli er að líkindum í kringum 10 rúmmetrar á sekúndu. Þetta eru niðurstöður mælinga sem vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands gerðu með loftmyndatöku úr flugvél í dag.
Nafn mannsins sem lést í árásinni í Kópavogi
Maðurinn sem lést á laugardag af áverkum sem honum voru veittir í líkamsárás utan við heimili sitt í Kópavogi á föstudag hét Daníel Eiríksson. Þetta kemur fram í Facebook-færslu systur hans. Daníel var þrítugur þegar hann lést, fæddur árið 1990.