Höfuðborgarsvæðið

Björgunarsveitir leita að konu
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að leita konu sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir seint í gærkvöld. Lögregla biður þau sem hafa upplýsingar um ferðir Maríu Óskar Sigurðardóttur að hafa tafarlaust samband í síma 112. María Ósk er 43 ára og býr í Grafarvogi í Reykjavík. Hún er með húðflúr á hlið vinstri handar, 163 sm á hæð, grannvaxin og með gráleitt, axlarsítt hár.
03.07.2020 - 11:31
Stolið úr tveimur búðum og sofnað í þeirri þriðju
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð í tvær verslanir í vesturhluta borgarinnar í gær vegna búðahnupls. Þjófurinn var farinn úr annarri búðinni en í hinni var sá grunaði enn á staðnum. Í nótt var lögreglan svo kölluð að búð í þriðja sinn, að þessu sinni ekki vegna þjófnaðar heldur vegna þess að ölvaður maður hafði lagst til svefns í búðinni. Lögreglumenn vöktu manninn sem hélt við það á brott.
Rýmdu hús HD verks vegna ófullnægjandi brunavarna
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lét fyrir þremur vikum rýma Dalveg 24 vegna ófullnægjandi brunavarna. Húsið er í eigu sama fyrirtækis og Bræðraborgarstígur 1 sem brann fyrir viku. Þrír létust þá í eldsvoðanum.
03.07.2020 - 06:18
Lögreglan lýsir eftir konu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Maríu Ósk Sigurðardóttur. María Ósk er 43 ára, til heimilis í Grafarvogi í Reykjavík. Hún er 163 sentimetrar á hæð, grannvaxin, með gráleitt axlarsítt hár og með húðflúr á hlið vinstri handar. Hún er líklega klædd í svartar gallabuxur og lopapeysu, svarta og hvíta yfir mitti, að sögn lögreglunnar.
Reyndi að koma sök á systur sína
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi konu í fyrradag til 21 mánaðar fangelsisvistar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir rangar sakargiftir. Konan var sakfelld fyrir að hafa í tvígang verið staðin að akstri bifreiðar undir áhrifum fíknefna. Í annað skiptið gaf hún upp nafn og kennitölu systur sinnar og reyndi þar með að koma því til leiðar að hún yrði sökuð um brotið.
Fjórir í fangaklefa
Fjórir gistu fangaklefa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Farþegi og ökumaður voru handteknir eftir að tilkynnt var um ölvunarakstur í Norðlingaholti á tólfta tímanum í gærkvöld. Að sögn lögreglu er farþeginn grunaður um líkamsárás og fengu bæði hann og ökumaðurinn að dúsa í fangaklefa. Á svipuðum slóðum sló maður annan í andlitið í nótt og braut tvær tennur. Árásarmaðurinn uppskar næturgistingu hjá lögreglunni.
Tveir létust í umferðarslysi
Tveir létust í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi í dag. Þeir sem létust voru báðir á bifhjólinu, ökumaður og farþegi. Ökumaður annars bifhjóls sem kom aðvífandi missti stjórn á hjóli sínu og féll af því. Hann var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar og er líðan hans eftir atvikum, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Búið að opna alla vegi fyrir umferð
Mikið umferðaröngþveiti varð á vegum allt frá Mosfellsbæ norður fyrir álverið á Grundartanga eftir alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi í dag. Umferðin hreyfðist varla þegar komið var fram um kvöldmatarleyti og skipti þá litlu hvort um er að ræða þjóðveg eitt eða hjáleið sem fólki var ráðlagt að fara eftir að Vesturlandsvegur lokaðist. Skömmu fyrir sjö var aftur opnað fyrir umferð um Vesturlandsveg og léttist þá á umferðinni.
28.06.2020 - 18:24
Hált nýlagt malbik á slysstað
Mjög hált nýlagt malbik er á Vesturlandsvegi þar sem alvarlegt umferðarslys varð á Kjalarnesi í dag. Húsbíll og tvö bifhjól lentu í slysinu og slösuðust þrír alvarlega að sögn lögreglu. Alls voru fjórir í bílnum og á bifhjólunum. Ekki er grunur um hraðakstur.
Ekki búið að bera kennsl á þá látnu
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þrjá íbúa húss á horni Bergstaðastrætis og Vesturgötu í Reykjavík sem létust í eldsvoða á fimmtudag. Kennslanefnd er ekki búin að bera kennsl á viðkomandi og er enn að störfum.
28.06.2020 - 17:38
Myndskeið
Alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi
Lögregla og slökkvilið er með mikinn viðbúnað vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð á Kjalarnesi nú síðdegis. Húsbíll og tvö bifhjól lentu í árekstri á Vesturlandsvegi sunnan Hvalfjarðarganga, fyrir norðan þéttbýlið á Kjalarnesi.
28.06.2020 - 15:32
Myndskeið
Maður í gæsluvarðhaldi vegna eldsvoða
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald í allt að viku vegna rannsóknar lögreglu á eldsvoðanum mannskæða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík í gær. Frumrannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gefur til kynna að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum. Maðurinn sem nú er í gæsluvarðhaldi var handtekinn þegar hann reyndi að komast inn í rússneska sendiráðið í gær. Hann bjó í húsinu sem brann og er talið að eldurinn hafi kviknað í eða við vistarverur hans.
Myndskeið
Blankur borgarstjóri og sjálfsvorkunn vegna veðurfars
Hvað gerir blankur borgarstjóri þegar hann sér ekki fram á að hafa efni á að standa við kosningaloforðin, spurði þingmaður Miðflokksins, í viðræðum um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Þingmaður Pírata sagði að sér sýndist umræður um borgarlínu hvorki snúast um kostnað eða afstöðu til strætisvagna heldur um tíðaranda og menningu, þar sem fólk væri fast í gömlum hugmyndum um almenningssamgöngur og sjálfsvorkunn vegna veðurfars.
Myndskeið
Miðflokksmenn hættu umræðu um samgönguáætlun
Annarri umræðu um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára lauk nú í hádeginu. Þá fluttu þingmenn Miðflokksins sínar síðustu ræður. Umræðan hafði þá staðið í 46 klukkustundir. Hún stóð yfir fjóra daga í síðustu viku og var haldið áfram í gær og í dag. Umræðan stóð til klukkan tvö í nótt. Miðflokksmenn hafa varið miklum tíma í að gagnrýna áform um Borgarlínu og ítrekuðu þá gagnrýni í lok umræðunnar.
Sektuð um 15 milljónir fyrir skattsvik í Airbnb-útleigu
Yfirskattanefnd hefur lagt nærri fimmtán milljóna króna sektir á konu vegna útleigu Airbnb íbúða án þess að greiða skatt af starfseminni. Konan verður að greiða íslenskra ríkinu ellefu milljónir króna og Reykjavíkurborg 3,9 milljónir.
23.06.2020 - 11:13
Kona sem lögregla leitaði er fundin
Kona sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld er fundin. Ekkert hafði heyrst til hennar frá því klukkan hálf þrjú í dag og var talin brýn þörf á að finna hana sem finnst. Lögreglan greindi svo frá því klukkan hálf ellefu að konan væri fundin.
18.06.2020 - 22:42
Myndskeið
Hægt að fræðast um Borgarlínuna á nýrri sýningu
Hönnun borgarlínunnar og legu hennar eru gerð skil á gagnvirkri sýningu á Hönnunarmars í Ráðhúsi Reykjavíkur næstu sjö daga.
18.06.2020 - 22:00
Þingmenn Miðflokksins andmæla borgarlínu
Þingmenn Miðflokksins hafa gagnrýnt mjög áform um uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, í umræðum um samgönguáætlanir fyrir næstu fjórtán árin. Þeir hafa sagt að verkefnið sé dýrt, ólíklegt til að skila árangri og þrengi að annarri umferð en almenningssamgangna. Þeir hafa einnig fundið að því að ekki sé lögð meiri áhersla á Sundabraut. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði ræður Miðflokksmanna keimlíkar, líkt og þeir væru í fílabeinsturni að ræða málin.
18.06.2020 - 20:59
Lögreglan lýsir eftir konu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í kvöld eftir eftir konu. Ekkert hefur heyrst í henni frá því um klukkan hálf þrjú í dag. Hún er á svörtum Mitsubishi Outlander, árgerð 2019, með bílnúmerið HMH-83. Konan er 168 sm á hæð, 95 kg, klædd í svartar leggings, dökkan kjól með blómamunstri og er ljósbrúnt hár.
Myndskeið
Mótmæli, gjörningur og flugvélartruflun á hátíðarhöldum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þurfti að gera hlé á hátíðarræðu sinni á Austurvelli þegar flugvél flaug yfir meðan á hátíðarhöldum stóð. Katrín brosti í fyrstu og leit svo til himins. Mótmæli settu nokkurn svip á hátíðarhöldin þar sem menn stilltu sér upp með mótmælaskilti fyrir aftan forsætisráðherra. Lögregla hafði svo afskipti af listamanninum Snorra Ásbjörnssyni þar sem hann hélt ræðu af svölum íbúðarhúss og kvaðst vera fyrsta karlkyns fjallkonan.
Harpa hefur kostað ríki og borg 12,5 milljarða
Heildarframlag ríkisins til rekstrar tónlistarhússins Hörpu árin 2013-2019 nemur 1.144 milljónum króna á föstu verðlagi og framlag Reykjavíkurborgar á sama tímabili nemur 974 milljónum. Þessu til viðbótar bætist við endurgreiðsla á byggingakostnaði og búnaði hússins. Frá opnun hússins árið 2011 hafa ríki og borg samtals greitt tæpa 12,5 milljarða vegna hússins.
17.06.2020 - 09:25
Lögregla skakkaði leikinn milli bílstjóra og farþega
Í ýmsu var að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Á áttunda tímanum í gærkvöldi var lögregla kölluð til vegna átaka á milli strætóbílstjóra og farþega og var rætt við báða með réttarstöðu sakbornings. Minniháttar meiðsli urðu í átökunum. Sjö voru teknir, grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Tveir þeirra voru að auki án ökuréttinda og einn í þessum hópi olli óhappi.
Í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps
Hnífsstunguárás miðsvæðis í Reykjavík í gærmorgun er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Maðurinn sem réðist á konu með hnífi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. júlí.
Milljónasektir fyrir ölvunarakstur
Þrír menn hafa síðustu daga verið dæmdir til að greiða eina til tvær milljónir króna hver fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og önnur umferðarlagabrot. Samanlagt nema sektargreiðslur mannanna þriggja rúmum fimm milljónum króna.
Fjögur óska rökstuðnings eða gagna vegna ráðningar
Fjórir af átján umsækjendum um stöðu borgarritara hafa óskað eftir rökstuðningi, upplýsingum eða gögnum vegna ráðningaferlis í starf borgarritara. Borgarráð samþykkti á fundi sínum 30. apríl að ráða Þorstein Gunnarsson, þáverandi sveitarstjóra Skútustaðahrepps, í starfið. Hann tók við starfinu af Stefáni Eiríkssyni sem hætti sem borgarritari til að taka við starfi útvarpsstjóra.
15.06.2020 - 15:00