Höfuðborgarsvæðið

Garðabæjarlistinn kærir ekki framkvæmd kosninga
Garðabæjarlistinn mun ekki leggja fram kæru vegna framkvæmdar utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Holtagörðum. Umboðsmaður listans lagði fram bókun í gær þar sem kallað var eftir því að það yrði gert skýrara hvaða flokkar séu í framboði.
Hættir vegna ábendingar Bankasýslunnar um „like“
Hersir Sigurgeirsson, dósent í fjármálafræði við Háskóla Íslands, hefur lokið aðkomu sinni að úttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka vegna ósættis um starfshætti Bankasýslunnar í tengslum við úttektina.
Líkfundurinn ekki rannsakaður sem sakamál
Lík konu á sjötugsaldri fannst í fjörunni við Eiðsgranda í gær. Ekki er talið að dauða konunnar hafi borið að með saknæmum hætti.
19.05.2022 - 18:10
Formlegar viðræður hafnar í Kópavogi
Formlegar viðræður um myndun meirihluta í Kópavogi eru hafnar milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá, Ásdísi Kristjánsdóttur (D) og Orra Vigni Hlöðverssyni (B), oddvitum flokkanna í sveitarfélaginu.
Telur skipta máli að Samfylkingin leiði í borginni
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur skipta afar miklu máli að Samfylkingin leiði borgina áfram ásamt Pírötum, Viðreisn og sennilega Framsóknarflokki sem sigurvegara kosninga.
Líkfundur við Eiðsgranda
Lík fannst við Eiðsgranda í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að lík hafi fundist og segir að rannsókn lögreglu sé hafin, en ekki sé hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu.
Ekkert saknæmt við eldsupptök í Auðbrekku
Íkveikja var ekki upptök eldsvoða í ósamþykktri íbúð í Auðbrekku í Kópavogi. Þetta leiddi rannsókn lögreglu á eldsvoðanum í ljós. Rannsókn eldsvoðans, sem varð í byrjun febrúar, er nú lokið og er komið á borð ákærusviðs.
Styttist í formlegar viðræður á höfuðborgarsvæðinu
Framsókn í Hafnarfirði mun gera meiri kröfur en síðast verði meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk endurnýjað. Bæjarstjórastóllinn hafi verið nefndur en sé ekki forgangsmál. Framsóknarmenn í Mosfellsbæ ákveða í kvöld við hverja verður byrjað að ræða um nýjan meirihluta.
Algjör viðsnúningur í Mosfellsbæ eftir kosningar
Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í Mosfellsbæ, fékk rúm 32% atkvæða, og fjóra menn kjörna. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna féll, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið við stjórnvölinn í bænum í áraraðir, tapaði 12% frá síðustu kosningum, og Vinstri grænir þurrkuðust út.
Guðmundur Árni vill mynda meirihluta með Framsókn
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði, hefur sett sig í samband við Valdimar Víðisson, oddvita Framsóknarflokksins í bænum, og óskað eftir viðræðum um myndun meirihluta Samfylkingar og Framsóknar.
Viðtal
Yngsti borgarfulltrúinn spennt að vinna fyrir ungt fólk
Magnea Gná Jóhannsdóttir, yngsti kjörni borgarfulltrúi sögunnar, segir að græn bylgja hafi verið yfir Íslandi á kjördag. Hún segist afar ánægð með árangur Framsóknarflokksins, bæði í borginni og á landsbyggðinni.
Vinstri græn taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum
Vinstri græn munu ekki sækjast eftir því að taka þátt í viðræðum um meirihlutasamstarf. Þetta tilkynnir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Barði dyravörð með veski
Lögregla hafði afskipti af konu sem réðst á dyravörð á veitingastað í miðborginni stuttu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Konunni hafði verið vísað út af staðnum en kom fljótlega til baka, skvetti bjór yfir dyravörðinn og byrjaði að berja hann með veski sínu. Þegar lögregla kom á vettvang hafði konan verið færð í tök og var hún þá orðin róleg. Hún var beðin um að yfirgefa svæðið.
Stærsti sigur Framsóknar - versta tap Sjálfstæðismanna
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn biðu sinn versta ósigur í Reykjavík í sögunni á sama tíma og Framsóknarflokkurinn og Píratar vinna sinn stærsta sigur.
Myndband
Margar dyr opnar í meirihlutaviðræðum
Oddvitar flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn lýstu allir vilja á að komast í meirihlutasamstarf í umræðum í sjónvarpssal en voru misjafnlega opinskáir um hvert væri óskasamstarfið. Oddviti Framsóknarflokksins sagðist engan hafa rætt við um hugsanlegt samstarf. Forystumenn núverandi meirihluta lýstu áhuga á að halda því samstarfi áfram í einhverri mynd og oddviti Sósíalista kallaði eftir félagshyggjustjórn vinstrimanna.
Handtekinn eftir árekstur á Miklubraut
Harður árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar á öðrum tímanum í nótt. Tveir bílar skullu saman og fjórir slösuðust og voru fluttir á Bráðadeild. Annar ökumaðurinn var handtekinn í kjölfarið, grunaður um ölvun við akstur. Eftir aðhlynningu á Bráðadeild var hann vistaður í fangelsi lögreglu.
14.05.2022 - 09:00
Tiltölulega lítill munur á afstöðu kynja - en munur þó
Hlutfall karla og kvenna sem segjast ætla að kjósa Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningunum í dag er jafnt, og það á líka við kynjahlutfall þeirra sem ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn og Flokk fólksins. Fleiri karlar en konur ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Miðflokkinn, en Framsóknarflokkurinn, Píratar og Vinstri græn njóta meiri hylli meðal kvenna en karla.
Mjótt á muninum í fylgiskönnun Maskínu
Samfylkingin mælist með mest fylgi í fylgiskönnun Maskínu. 22,8% þátttakenda segjast ætla að kjósa Samfylkinguna í kosningunum á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20,5% fylgi.
X22 - Kosningapróf
Oddvitar meirihlutans ósammála um sameiningu
Oddvitar þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni greinir á um hvort huga ætti að því að sameina Reykjavík öðrum sveitarfélögum. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, og borgarstjóri og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, vilja sameiningu en Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, er alfarið á móti því. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, tekur ekki afstöðu til þessarar spurningar í kosningaprófi RÚV sem er aðgengilegt á kosningavefnum.
Fylgi flokka í Hafnarfirði
Samfylkingin í stórsókn og meirihlutinn í fallhættu
Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist verulega meðal hafnfirskra kjósenda, samkvæmt nýrri könnun Prósents, sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Verði niðurstaða kosninganna í takt við niðurstöður þessarar könnunar er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fallinn, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínu fylgi og Framsóknarflokkurinn bæti lítið eitt við sig.
Hildur bjartsýn þrátt fyrir lélegt gengi í könnunum
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segist ekki leggja neina sérstaka merkingu í nýja fylgiskönnun sem Prósent gerði og Fréttablaðið birti í morgun.
Stærð hjúkrunarheimilisins Hamra tvöfölduð
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu í gær samning um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra í Mosfellsbæ. Við þetta rúmlega tvöfaldast stærð heimilisins þannig að þar geti 77 búið, en þeir eru nú 33.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 út af Reykjanestá
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist laust eftir klukkan hálf þrjú í nótt um sjö kílómetra norður af Reykjanestá. Skjálftinn fannst á svæðinu, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
Boða að þjóðarhöll rísi í Laugardal 2025
Íþróttahús sem uppfyllir kröfur fyrir alþjóðlega keppni í innanhússíþróttum og bætir íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög á að rísa í Laugardal og verða tilbúið árið 2025. Þannig hljómar viljayfirlýsing sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu og kynntu í dag.
06.05.2022 - 15:30
Mosfellsbær braut á fötluðum einstaklingi
Hæstiréttur dæmdi Mosfellsbæ í gær til að greiða manni 700 þúsund krónur í miskabætur vegna dráttar sem varð á því að hann fengi notendastýrða persónulega aðstoð hjá bænum. Maðurinn sótti um þjónustuna í október árið 2018 en fékk hana ekki fyrr en í febrúar í fyrra. Hæstiréttur segir að bænum hafi mátt vera ljóst hversu brýnt það var fyrir manninn að fá úrlausn mála sinna.