Héraðslistinn

Steinar Ingi og Kristjana leiða Héraðslistann
Héraðslisti - Samtök félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði samþykkti samhljóða tillögu uppstillingarnefndar á fundi samtakanna mánudagskvöldið 23. apríl.
Héraðslista tókst að manna efstu sæti
Aðalfundur Héraðslistans á Fljótsdalshéraði felldi á laugardag tillögu stjórnar um að listinn myndi ekki bjóða fram í kosningunum í næsta mánuði. Stjórnin lagði til að listinn drægi sig í hlé þar sem ekki hafði tekist að manna efstu sæti, en Héraðslistinn á tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Aðalfundurinn ákvað hins vegar að í stað þess að gefast upp á leitinni skyldi skipuð uppstillingarnefnd sem ynni að því að manna listann.
Vill breytingar til að fleiri bjóði sig fram
Enginn af félagsmönnum Héraðslistans á Fljótsdalshéraði er tilbúinn að sitja í efstu sætum og óbreyttu býður hann ekki fram. Fráfarandi oddviti segir það ekki ganga til lengdar að sveitarfélögum sé stjórnað í áhugamennsku á kvöldin og um helgar. Líta þurfi á starf í bæjarstjórn sem launaða vinnu svo fleiri eigi kost á að bjóða sig fram.
Átök um fjárhag Fljótsdalshéraðs
„Ég ætla ekki að lofa neinu, enda hef ég ekkert efni á því.“ Þannig hófst framboðsfundur á Fljótsdalshéraði með ræðu Ingunnar Bylgju Einardóttur sem skipar 4. sæti Héraðslistans. Lítið var um stór kosningaloforð frá fulltrúum þeirra fimm framboða sem bjóða fram fyrir sveitastjórarkosningarnar.
Leggjast gegn olíuvinnslu á Drekasvæðinu
Ragnhildur Rós Indriðadóttir, fulltrúi Héraðslistans í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs, leggst gegn olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þrátt fyrir það tóku fulltrúar listans undir bókun þar sem því er fagnað að Eykon Energy hafi valið Reyðarfjörð og Egilsstaði undir þjónustumiðstöð fyrir olíuleit.
Fimm framboð á Fljótsdalshéraði
Fljótsdalshérað er víðfeðmasta sveitarfélag landsins og það næst fjölmennasta á Austurlandi með tæplega 3.500 íbúa.