Hekla

Myndskeið
„Frá reykjarmekkinum þeytast stór björg upp í loftið“
Sjötíu og fimm ár eru í dag frá stærsta eldgosi síðustu aldar. Snemma morguns laugardaginn 29. mars 1947 vaknaði Hekla af værum blundi þegar fjórtánda gosið í fjallinu hófst með miklum látum. Fyrirvarinn var stuttur en gosið kom fáum á óvart því fjallið hafði legið í dvala í 102 ár.
29.03.2022 - 10:05
Heklugos 1947
Stærsta gos 20. aldarinnar
„Eldsúlurnar á háfjallinu ná um 800 metra í loft upp. Þyrla þær upp glóandi björgum feikilega miklum að stærð. Stórbjörgin þeytast í loft upp með kyngikrafti en falla svo niður í eldhafið aftur,“ svona lýsti blaðamaður Morgunblaðsins gosinu, morguninn sem það hófst. Gosið stóð í rúmt ár og reyndist vera það stærsta á Íslandi á síðustu öld. „Hekla er tilbúin í næsta gos,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, „en hún gæti látið bíða eftir sér.“
29.03.2017 - 06:38
Hekla · Innlent · eldgos · Hekla 1947
Engin merki um að Hekla sé að bæra á sér
Engin merki eru um að Hekla sé farin að bæra á sér, segir jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum. Í ráði er að auka upplýsingagjöf til ferðafólks sem leggur á fjallið. Fjölmiðlaumfjöllun um Heklu síðustu daga hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana.
20.03.2014 - 12:27
Fylgjast grannt með íslenskum eldfjöllum
Hátt í hundrað mælar af ýmsu tagi eru notaðir til að fylgjast með eldfjöllum á Íslandi og var sumum þeirra komið fyrir í sumar. Mælanetið er hluti af risavöxnu rannsóknarverkefni á íslenskum eldfjöllum.
27.08.2013 - 21:34
Engar vísbendingar um eldgos
Ekki hafa komið fram neinar nýjar vísbendingar um að eldgos sé í aðsigi í Heklu.
27.03.2013 - 12:30
Óbreytt ástand við Heklu
Óbreytt ástand er við Heklu, en almannavarnir tilkynntu laust fyrir hádegi í gær óvissustig vegna óvenjulegra jarðhræringa við fjallið undanfarnar tvær vikur.
27.03.2013 - 07:09
Aukið eftirlit með gasi í Heklu
Verið er að setja upp gasmæli á Heklu sem gæti gefið vísbendingar um að eldgos sé í aðsigi. Mælingarnar hófust í fyrra, en nú á að koma þar fyrir tækjabúnaði sem stöðugt sendir upplýsingar. Verkefninu var flýtt vegna skjálftanna í Heklu síðustu vikur.
26.03.2013 - 20:45
Hekla veldur heilabrotum
Hegðun Heklu að undanförnu veldur vísindamönnum heildabrotum. Því lýstu Almannavarnir yfir óvissustigi á og við Heklu í morgun. Það verður í gildi um óákveðinn tíma en ekki gripið til annarra ráðstafana í bili.
26.03.2013 - 19:20
Ekki vissir um hvað er að gerast við Heklu
Jarðvísindamenn eru ekki vissir um hvað er að gerast við Heklu. Þeir sjá ekki merki um að gos sé yfirvofandi en jarðskjálftavirknin þar er óvenjuleg. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að jarðskjálftar hafi yfirleitt verið fyrirboði eldgoss í Heklu.
26.03.2013 - 16:21
Ekki mikið um jarðskjálfta við Heklu
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, segir ekkert hafa komið fram sem bendi til þess að eldgos sé að hefjast í Heklu Hann segir að það sé tiltölulega nýtt fyrirbæri að svona mikið af skjálftum mælist við Heklu og yfir því liggja vísindamenn.
26.03.2013 - 12:33
Seismic activity in Mount Hekla
The National Commissioner of the Icelandic Police (NCIP) and the Police Commissioner at Hvolsvöllur declare an uncertainty phase, which is the lowest level of warning, because of seismic activity in Mount Hekla. There are no observable signs that an eruption of Hekla is imminent.
26.03.2013 - 12:13
Óvenjuleg jarðskjálftahrina í Heklu
Martin Hensch á Veðurstofunni segir í samtali við vef RÚV að undanfarnar tvær vikur hafi verið óvenjuleg jarðskjálftavirkni í Heklu og mælst hafi sjö jarðskjálftar í norðausturhluta fjallsins á þessu tímabili. Því hafi almannavarnadeild ríkislögreglustjóra verið gert viðvart.
26.03.2013 - 11:42
Engin bráðahætta á eldgosi
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að eldgos sé að hefjast í Heklu. Engin bráðahætta sé á slíkum náttúruhamförum.
26.03.2013 - 11:28
Jarðhræringar í Heklu: Óvissustig í gildi
Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.
26.03.2013 - 11:21