Heimalandinn

Mynd með færslu
 Mynd:

Þínar sögur úr þínum síma

Við viljum fá efni frá ykkur sem þið takið upp á síma eða aðra myndavél. Við viljum frá sögur úr sóttkví eða öðrum aðstæðum sem skapast hafa vegna COVID-19 faraldursins. Okkur langar til að fá myndskeið af skrítnum og skemmtilegum aðstæðum á heimilum eða vinnustöðum. Við viljum fyrst og fremst fá eitthvað skemmtilegt en ekki veitir af þegar ástandið er ömurlegt!

Munið bara að snúa símanum lárétt en ekki lóðrétt þegar þið takið upp myndskeið!

Svona sendið þið okkur efni:

  1. Farið í https://wetransfer.com/
  2. Ýtið á „Add your files“ og veljið myndskeiðin sem þið ætlið að senda okkur
  3. Í reitinn „Email to“ setjið þið: [email protected]
  4. Í reitinn „Your email“ setjið þið netfangið sem þið sendið frá.
  5. Í „Message“ megið þið gjarnan skrifa upplýsingar um efnið, meðal annars nöfn þeirra sem koma fram í myndskeiðunum, símanúmer sendanda og annað sem ykkur dettur í hug.
  6. Síðan er bara að ýta á „Transfer

Ef þið viljið fá  nánari upplýsingar þá sendið okkur endilega fyrirspurn á [email protected] eða í gegnum facebook síðu Landans.