Heilbrigðismál

Þórólfur: Ekki búið að uppræta veiruna úr samfélaginu
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að mikilvægt sé að viðhafa áfram ýtrustu varkárni á landamærunum og það sé í raun lykill að því að hægt sé að slaka á innanlands. Ekki sé búið að uppræta veiruna úr samfélaginu en það hafi tekist að koma í veg fyrir að stærri hópsýkingar nái útbreiðslu.
Viðtal
Tuttugu mega koma saman - sund og líkamsrækt opna á ný
Tuttugu manns fá að koma saman í stað tíu og sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða opnaðar að hluta samkvæmt nýjum sóttvarnareglum sem eiga að gilda í þrjár vikur frá og með næsta fimmtudegi. Tillögur sóttvarnalæknis voru ræddar á ríkisstjórnarfundi sem lauk klukkan tólf. Engar breytingar verða gerðar á landamærunum.
Endurskoðar tillögur ef smitum fjölgar á næstu dögum
Sóttvarnalæknir segir það töluvert áhyggjuefni að þrír hafi greinst með COVID-19 utan sóttkvíar í gær. Ef smitum fjölgi á næstu dögum kunni hann að endurskoða tillögur sínar um tilslakanir, sem búist er við að taki gildi á föstudag.
Vilja stöðva notkun bóluefnis Janssen í Bandaríkjunum
Farsóttastofnun og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna vilja að hætt verði að nota bóluefni Janssen að sinni vegna mögulegra tengsla við blóðtappa.
13.04.2021 - 11:46
Þrír greindust utan sóttkvíar í gær
Þrír greindust með kórónuveiruna í gær og voru þeir allir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Nýgengi smita heldur samt áfram að lækka og er nú komið í 16 smit á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur. Einn liggur á sjúkrahúsi, 147 eru í sóttkví og 93 í einangrun með virkt smit. Ríkisstjórnin ræðir nú tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir á aðgerðum innanlands og er búist við að þær verði kynntar að fundi loknum.
Bretar ná tilsettu bólusetningarmarkmiði
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gærkvöld að markmiði stjórnvalda um að allir yfir fimmtugu verði bólusettir gegn COVID-19 fyrir miðjan mánuðinn sé náð. AFP fréttastofan greinir frá.
13.04.2021 - 03:53
Vill skýrari svör um afléttingu sóttvarna
Forsætisráðherra segir að áætlun um afléttingar sóttvarna verði kynnt um leið og áætlun um bólusetningar skýrist. Þingmaður Viðreisnar segir fólk og fyrirtæki þurfa svör til að skipuleggja sig fyrir næstu mánuði og vísar í áætlanir sem Norðmenn og Danir hafa þegar kynnt.
Verslanir, barir og líkamsrækt opnuð á ný í Bretlandi
Barir, verslanir, líkamsræktarstöðvar og önnur þjónusta hófu starfsemi í Bretlandi í morgun eftir þriggja mánaða lokun vegna Covid nítján faraldursins. Bretar eru bjartsýnir á að ekki þurfi að grípa til víðtækra lokana aftur.
12.04.2021 - 19:02
Hafði áhyggjur af lagastoð eftir ríkisstjórnarfund
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, fékk áhyggjur af því að ekki væri nægileg lagastoð fyrir því að skikka farþega, sem búsettir væru hér á landi, í sóttkvíarhótel við Þórunnartún eftir fund ríkisstjórnarinnar þann 30. mars. Hún lét því ráðuneytið útbúa álitsgerð þar sem komu fram efasemdir um lagastoðina. Álitsgerðin var send heilbrigðisráðuneytinu laugardaginn 3. apríl eða sama dag og ljóst var að látið yrði reyna á dvölina fyrir dómstólum.
80 prósent vilja harðari aðgerðir á landamærunum
Alls virðast 92 prósent landsmanna frekar vilja að aðgerðir á landamærum verði hertar en aðgerðir innanlands, og um 80 prósent vilja mun harðari eða nokkuð harðari aðgerðir á landamærunum eins og staðan er nú. Aðeins eitt prósent kýs heldur að sóttvarnir innanlands verði hertar en aðgerðir á landamærunum. Þetta eru niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.
8.200 bólusettir með Pfizer í þessari viku
8.200 verða bólusettir með Pfizer í þessari viku, samkvæmt upplýsingum frá embætti sóttvarnalæknis. Byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi áhættuþætti. Búið er að fullbólusetja 1 af hverjum 10 sem stjórnvöld ætla að bólusetja en það eru allir Íslendingar, 16 ára og eldri. Von er á fyrstu skömmtunum frá lyfjaframleiðandanum Janssen á miðvikudag.
Góðar hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptaríkjum Íslands
Hagvaxtarhorfur eru góðar í helstu viðskiptaríkjum Íslands, samkvæmt efnahagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem birt var í síðustu viku. Hagfræðideild Landsbankans birti í dag samantekt á hagvaxtarspá AGS í þeim ríkjum sem vega þyngst í utanríkisviðskiptum Íslands.
Samfélagið
Lengi vitað að stór hluti veikra aldraða er vannærður
Um fimmtíu prósent aldraðra sem lagðir eru inn á Landspítalann eru vannærð. Þetta sýna tölur frá spítalanum. Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringarfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, segir að það hafi verið vitað í nokkuð mörg ár að stór hluti aldraðra sé vannærður en því miður hafi lítið sem ekkert breyst. Hún segir að til að ná tökum á þessu þurfi heilbrigðisstéttir að vinna betur saman að því að leysa þennan vanda.   
12.04.2021 - 13:00
Vantar um 400 milljónir og þjónustuskerðing blasir við
Tuttugu manns hefur verið sagt upp störfum á Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi og tíu til viðbótar á öðrum Hrafnistuheimilum vegna erfiðra rekstarskilyrða. Forstjóri Hrafnistu segir stöðuna óhugnanlega og þjónustuskerðing blasi við. Ef fer sem horfir sér hún fram á þrjú til fjögur hundruð milljóna hallarekstur á árinu.
12.04.2021 - 12:58
Þórólfur fór ekki í bólusetningu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir afþakkaði bólusetningu sem heilbrigðisstarfsmaður utan stofnana og ætlar að bíða þar til kemur að aldurshópi hans. "Ég vil fara eftir mínum eigin tilmælum,“ segir hann. Búast má við að slakað verði á sóttvarnatakmörkunum á föstudaginn. Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að skila minnisblaði í dag.
Vonar að hægt verði að slaka á aðgerðum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, reiknar með að skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag með tillögum að næstu skrefum varðandi aðgerðir innanlands. Ráðherra mun væntanlega kynna drög að nýrri reglugerð á ríkisstjórnarfundi á morgun. Hann vonar að hægt verði að slaka eitthvað á. Áfram greinist fólk utan sóttkvíar sem Þórólfur segir að sýna að veiran sé enn í gangi þótt hún hafi ekki náð sér á flug. „Við þurfum að fara að öllu með gát.“
Einn greindist með COVID í gær - var í sóttkví
Einn greindist með kórónuveiruna í gær. Hann var í sóttkví. Nýgengi heldur áfram að lækka og er nú 18 en var 20,7 á föstudag þegar vefurinn covid.is var síðast uppfærður. Með nýgengi er átt við hversu margir greinast með veiruna á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur. Þeim fjölgar sem eru í sóttkví, þeir voru 111 á föstudag en 128 í dag. Þeir sem eru í einangrun með virkt smit eru 98 en voru 103 fyrir helgi.
12.04.2021 - 10:58
Stór bólusetningardagur í Danmörku
Bólusetja á 100 þúsund manns í Danmörku við COVID-19 í dag með bóluefnum frá Pfizer og Moderna. Í byrjun árs greindu dönsk heilbrigðisyfirvöld frá því að stefnt væri að því að bólusetja 100 þúsund á dag og á það reynir núna.
12.04.2021 - 09:11
Miklar uppsagnir á hjúkrunarheimilum Hrafnistu
Tuttugu stjórn­endum, hjúkr­un­ar­fræðingum, ræsti­tæknum og öðru starfsfólki hefur verið sagt upp störfum á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg. Uppsagnirnar voru um síðustu mánaðamót og næstu á undan en á annan tug starfsmanna var sagt upp á öðrum Hrafnistuheimilum.
Sjónvarpsfrétt
Markmið um bólusetningu gætu náðst fyrir miðjan júlí
Fyrstu skammtar af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Miðað við fyrirliggjandi dreifingaráætlanir lyfjaframleiðenda og væntingar um aukna framleiðslu ætti markmið stjórnvalda um að bólusetja 280 þúsund manns fyrir miðjan júlí að nást. 
Annasöm vika framundan í bólusetningum
Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er bjartsýnn að bólusetning 280 þúsund Íslendinga náist á tilsettum tíma. Hann sagði í kvöldfréttum sjónvarps að framundan væri annasöm vika í bólusetningum.
Vakt verður við gosstöðvarnar til miðnættis
Lögregla og Björgunarsveitir vakta gosstöðvarnar í Geldingadölum miðnættis en þar verður lokað klukkan 21 í kvöld. Rýming svæðisins hefst tveimur tímum síðar og ætlað að henni verði lokið um miðnætti.
Bóluefni Janssen lendir á miðvikudaginn
2.400 skammtar af bóluefni Janssen eru væntanlegir 14. apríl og er það fyrsta sendingin af því bóluefni sem kemur til landsins. 2.400 skammtar til viðbótar eru væntanlegir 26. apríl.
11.04.2021 - 12:28
Tuttugu handtekin í COVID-mótmælum í Helsinki
Nokkur hundruð mótmæltu sóttvarnaraðgerðum finnskra stjórnvalda í miðborg Helsinki höfuðborgar Finnlands í dag. Um tuttugu voru handtekin eftir að hafa neitað að hverfa á brott en ekki hafði fengist leyfi fyrir mótmælunum.
Fyrri skimun allra farþega Norrænu reyndist neikvæð
Fjórir farþegar sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar á miðvikudag þáðu gistingu í sóttvarnarhúsi á Hótel Hallormsstað á Egilstöðum. Allir komu frá svokölluðum rauðum svæðum en fimm aðrir frá slíkum svæðum áttu í önnur hús að venda.