Heilbrigðismál

Smitin í Kringlunni einangruð við skrifstofur í húsinu
Tvö smit sem sagt var að hafi tengst verslunarmiðstöð komu upp á skrifstofum í húsnæði Kringlunnar í Reykjavík, en ekki í verslunarmiðstöðinni sjálfri. Sagt var frá smitunum á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar smitrakning var enn í gangi.
26.11.2020 - 16:42
Vill sömu undanþágur fyrir framhaldsskólanema
Menntamálaráðherra vill að sömu undanþágur gildi fyrir framhaldsskólanemendur og nemendur á unglingastigi grunnskóla þannig að þeim verði tryggt staðnám. Þetta sagði ráðherra á Alþingi í dag.
26.11.2020 - 16:12
Hækkandi smitstuðull viðvörun um framhaldið
Smitstuðull utan sóttkvíar hefur leitað upp á við seinustu daga og er nú orðinn 1,5. Það er viðvörun um þróun faraldursins á næstunni. Þetta kemur fram í nýju spálíkani Háskóla Íslands sem birtist í dag.
26.11.2020 - 15:56
Borgarstjóri Óslóar sendir stjórnvöldum neyðarkall
Borgarstjórinn í Ósló biður borgarbúa að láta það vera að ferðast til útlanda um jólin. Hann biður stjórnvöld um fjárhagsaðstoð og segir ástandið í landinu hvergi verra en í höfuðborginni. Sóttvarnarreglur, sem átti hugsanlega að slaka á um næstu mánaðamót hafa verið framlengdar fram í miðjan desember.
26.11.2020 - 15:39
Viðtal
Útgöngubann nýtist betur þegar önnur vá steðjar að
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hefði ekki hafa beitt útgöngubanni hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins, jafnvel þó skýr heimild væri fyrir því í lögum. Slíkt ákvæði í lögum væri algert neyðarúrræði, að sögn Þórólfs og nýtist betur þegar önnur vá steðjar að.
26.11.2020 - 15:34
Ráðherra samþykkir fyrirkomulag krabbameinsskimana
Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur landlæknis varðandi fyrirkomulag skimana fyrir krabbameini í brjóstum, leghálsi, ristli og endaþarmi. Tillögurnar eru í samræmi við álit skimunarráðs þessa efnis.
26.11.2020 - 14:47
Rannsaka uppruna svifryks á götum Akureyrar
Hjá Akureyrarbæ hófst nýlega verkefni þar sem kanna á uppruna og efnasamsetningu svifryks á götum bæjarins. Markmiðið er að finna bestu aðferðir til að útrýma svifryki.
26.11.2020 - 13:56
Myndskeið
Reyndist smitaður eftir óvæntan heimkomufögnuð
„Við höfum dæmi um einstakling sem var að koma til landsins og var að taka út sína fimm daga sóttkví og honum var haldið óvænt heimkomupartí. Síðan reyndist hann jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar,“ segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.
26.11.2020 - 13:38
Vonbrigði að smit séu rakin til verslunarmiðstöðva
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir það vonbrigði, sem fram kom i máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag, að kórónuveirusmit hafi verið rakin til stórra verslunarmiðstöðva síðustu daga.
26.11.2020 - 12:58
Myndskeið
Smit í verslunum og vísbendingar um háan smitstuðul
Nú eru uppi vísbendingar um að jákvæð þróun kórónuveirufaraldursins gæti verið að snúast við og smitstuðullinn að hækka. Samfélagssmit virðist hafa aukist aftur síðustu daga og smitin eru einna helst rakin til stórra verslunarmiðstöðva og veisluhalds. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
26.11.2020 - 11:21
11 ný smit – aðeins þrír í sóttkví
Ellefu ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví.
26.11.2020 - 11:01
Mynd með færslu
Í BEINNI
Zebranie informacyjne po polsku
Departament Ochrony Ludności oraz Naczelna Izba Lekarska zwołują spotkanie informacyjne w związku z pandemią korona wirusa na Islandii. Spotkanie rozpocznie się o godzinie 11:00 i będzie pokazywane na żywo z polskimi napisami w telewizji RÚV 2 oraz w odtwarzaczu powyżej.
26.11.2020 - 10:43
Breytt lyktar- og bragðskyn stundum einu einkennin
Sumir þeirra sem smitast af COVID-19 finna engin einkenni nema breytingar á lyktar- og bragðskyni. Talið er að bragð- og lyktarskyn breytist hjá 40-50 prósentum þeirra sem sýkjast. Þetta kemur fram í nýju svari Jóns Magnúsar Jóhannessonar, deildarlæknis á Landspítalanum, á Vísindavefnum.
26.11.2020 - 10:10
Bandaríkin
Yfir 2.400 dauðsföll og nær 200.000 ný COVID-19 smit
Ríflega 2.400 manns dóu úr COVID-19 í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn, samkvæmt gögnum Johns Hopkins-háskólans í Baltimore. Svo mörg hafa ekki fallið í valinn af þessum sökum vestra um hálfs árs skeið, segir í frétt AFP. Þá greindust nær 200.000 ný smit í landinu og eru þau orðin nær 12,8 milljónir talsins. Þessi mikli fjöldi nýsmita vekur enn meiri áhyggjur heilbrigðisyfirvalda nú en endranær, þar sem þakkargjörðarhátíðin fer í hönd og milljónir Bandaríkjamanna á faraldsfæti.
26.11.2020 - 04:04
Leggja til 65 milljarða útgjaldaauka ríkissjóðs
Lagt er til að auka heimildir til útgjalda ríkissjóðs um ríflega 65 milljarða í nýju frumvarpi til fjáraukalaga, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Rúmlega 55 af þessum 65 milljörðum má rekja beint til heimsfaraldursins og afleiðinga hans en tæpir 10 milljarðar fara í aðra málaflokka. Mótvægisaðgerðir ríkissjóðs, aukið atvinnuleysi og aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu vega þyngst.
Myndskeið
Ábendingum um þvinganir og frelsissviptingu fjölgar
Alvarlegum ábendingum til Geðhjálpar um þvinganir og frelsissviptingu hefur fjölgað að undanförnu. Starfsfólk á stofnunum er meðal þeirra sem benda á misbresti. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir líklegt að einhver mál verði send til rannsóknar hjá embætti Landlæknis.
Ekkert nýtt smit á Norðurlandi eystra
Ekkert nýtt smit greindist á Norðurlandi eystra síðasta sólarhring. Virkum smitum í fjórðungnum fer fækkandi - enn eru þó 22 í einangrun og 19 sóttkví.
Viðtal
Smitaðist af eiginkonunni – óvíst hvar hún smitaðist
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að það hafi verið óskemmtilegt að fá þær fréttir að hann sé smitaður af Covid-19. Hann sé einkennalaus og nokkuð brattur þrátt fyrir allt. Eiginkona hans smitaði hann af veirunni, en smit hans hefur ekki áhrif á starfsemi almannavarna.
25.11.2020 - 17:01
Víðir með COVID-19 – Aðrir í teyminu ekki í sóttkví
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er með COVID-19. Hann hefur verið í sóttkví síðan á mánudag eftir að smit kom upp í nærumhverfi hans. Víðir fór aftur í sýnatöku í dag og þá reyndist sýni úr honum jákvætt. Hann finnur ekki fyrir einkennum og er kominn í einangrun. Smitið hans hefur ekki áhrif á almannavarnateymi ríkislögreglustjóra sem sinnir aðgerðum gegn COVID-19.
25.11.2020 - 15:37
Á sjöunda hundrað létust í Póllandi
Fleiri létust síðastliðinn sólarhring úr COVID-19 í Póllandi en nokkru sinni frá því að farsóttin braust út, eða 674. Staðfest kórónuveirusmit í landinu fóru í gær yfir níu hundruð þúsund, þar af um fimmtán þúsund í gær.
25.11.2020 - 13:59
Hlýhugur almennings til Kvennaathvarfsins skipti sköpum
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir aðsókn í Kvennaathvarfið hafa verið mikla það sem af er ári og að fjárstuðningur til samtakanna hafi margfaldast. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tilkynningar um kynferðisbrot sveiflast með samkomutakmörkunum.
Ekki hægt að segja til um hvort bótaskylda gefi fordæmi
Krabbameinsfélagið fagnar því að tryggingafélag þeirra hafi viðurkennt bótaskyldu í máli konu sem fékk ranga greiningu vð skimun. Framkvæmdastjóri félagsins segir þó ekki hægt að segja til um hvort það gefi fordæmi í málum fleiri kvenna sem telja sig hafa fengið ranga greiningu hjá félaginu.  
Myndskeið
Hvetur atvinnurekendur til að gefa fólki tækifæri
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að mikil tækifæri séu til staðar fyrir atvinnurekendur að ráða til sín fólk í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun. Það gefi fólki sjálfstraust og kraft að verða virkt á atvinnumarkaði.
25.11.2020 - 11:59
Sjö smit í gær – fimm utan sóttkvíar
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru fimm utan sóttkvíar við greiningu. Einn greindist við komuna til landsins. Nýgengi smita er nú 34,4 á hverja 100.000 íbúa seinustu 14 daga. 43 eru á sjúkrahúsi vegna COVID-19, þar af eru 2 á gjörgæslu. 176 eru í einangrun og 291 í sóttkví.
25.11.2020 - 11:08
COVID-19
Upplýsingafundur almannavarna 25. nóvember 2020
Velferð og atvinnumál eru í brennidepli á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna COVID-19 klukkan 11 í dag. Fundurinn er sýndur í beinni útsendingu í spilaranum hér að ofan, í Sjónvarpinu og á Rás 2.
25.11.2020 - 10:40