Heilbrigðismál

Þórólfur segir apabólu líkjast kynsjúkdómi
Þórólfur Guðnason segir að þriðja apabólusmitið, sem greindist um helgina, tengist ekki hinum fyrri. Ekki er hægt að rekja öll smitin til sama lands. Hann segir erfitt að spá fyrir um útbreiðslu sjúkdómsins eins og er.
Alþingi samþykkir að skipa stjórn yfir Landspítala
Skipuð verður stjórn yfir Landspítala og notendaráð sett á laggirnar. Frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þess efnis hefur verið samþykkt á Alþingi.
13.06.2022 - 15:36
Aðgerðaáætlun heimilar blóðgjöf samkynhneigðra karla
Alþingi samþykkti í hádeginu þingsályktunartillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um aðgerðaáætlun um málefni hinsegin fólks 2022 til 2025 með 53 samhljóða atkvæðum.
13.06.2022 - 13:54
Berast enn óeðlilega margar tilkynningar um dauða fugla
Enn  verður óeðlilega mikils dauða vart í villtum fuglum, sér í lagi meðal þeirra tegunda sem skæð fuglaflensa hefur greinst í á þessu ári. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar.
13.06.2022 - 13:36
Covid ekki enn búið
Á annað hundrað kórónuveirusmit greinast daglega hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir talsvert um að fólk smitist af covid í fjölmennum samkomum og veislum þessa dagana.
13.06.2022 - 12:41
Þrír greinst með apabólu hér á landi
Þrír hafa greinst með apabólu hér á landi. Tveir um miðja síðustu viku og sá þriðji á laugardaginn. Það er karlmaður á miðjum aldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu.
13.06.2022 - 10:10
Staðan lítið skánað og vantar enn blóð í öllum flokkum
Blóð vantar enn í öllum flokkum hjá Blóðbankanum. Ína Björg Hjálmarsdóttir, deildarstjóri Blóðbankans, segir stöðuna grafalvarlega og treystir því að blóðgjafar svari nú neyðarkallinu. 
13.06.2022 - 08:56
758 Norðmenn drukku sig í hel í kórónuveirufaraldrinum
Heimsfaraldur kórónuveirunnar leiddi til aukinnar drykkju í Noregi og fjölgunar dauðsfalla af völdum ofdrykkju. Þetta má ráða af gögnum norsku Lýðheilsustofnunarinnar. Í frétt norska ríkisútvarpsins NRK segir að 758 Norðmenn hafi drukkið sig í hel árin 2020 og 2021, 158 fleiri en árin tvö þar á undan þegar samtals 650 manns létust vegna ofdrykkju.
13.06.2022 - 06:41
Sjónvarpsfrétt
Þróaði genameðferð sem bætir sjón fólks
Íslenskur prófessor í augnlækningum sem þróaði genameðferð sem bætir sjón fólks segir að það sé eins og draumur að geta aukið lífsgæði fólks með þessum hætti. Meðferðin var fyrst reynd á hundum og nú hafa um 400 manns víða um heim fengið bætta sjón.
11.06.2022 - 19:45
Fagnar því að heilbrigðisyfirvöld hafi áttað sig
Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að loksins hafi heilbrigðisyfirvöld gert sér grein fyrir slæmri stöðu á bráðamóttöku Landspítala og annarra sjúkrahúsa. Tími hafi verið kominn til og vonandi rætist nú úr.
Viðbragðsteymi bregst við stöðu bráðaþjónustu í landinu
Heilbrigðisráðuneytið ásamt fleiri heilbrigðisstofnunum hafa myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu vegna alvarlegrar stöðu innan hennar.
Í viðbragðsstöðu vegna apabólu
Landspítali hefur sett saman áætlun komi til þess að útbreiðsla apabólu verði meiri hérlendis, en tvö smit hafa þegar greinst. Hættustigi hefur þó ekki verið breytt á spítalanum og stendur ekki til á þessu stigi.
10.06.2022 - 16:00
Apabóla tilkynningarskyld og enn beðið staðfestingar
Ekki hafa komið fram ný apabólusmit hérlendis frá því að tvö tilfelli greindust á fimmtudag. Beðið er staðfestingar á þeirri greiningu. Sýnin voru send utan til staðfestingar. 
10.06.2022 - 11:19
Sjónvarpsfrétt
Fyrrum vistmaður vill að þjóðfélagið læri af sögunni
Karlmaður sem bjó á vistheimilum í 15 ár vill að í kjölfar skýrslunnar, sem birt var í gær, að haldið verði áfram að rannsaka aðbúnað og meðferð á fólki svo að þjóðfélagið geti lært af þeim. Sjálfur var hann beittur ofbeldi á öllum heimilunum. 
09.06.2022 - 19:00
Tveir hafa greinst með apabólu á Íslandi
Tveir karlmenn hafa greinst með apabólu úr fyrsta prófi á Íslandi. Sýnin verða send til útlanda eins fljótt og hægt er svo hægt verði að staðfesta greininguna. 
09.06.2022 - 11:20
Vill hækka tóbakskaupaaldur á hverju ári
Hækka ætti tóbakskaupaaldur í Bretlandi um eitt ár í einu á hverju ári til að gera Bretland reyklaust. Þetta segir í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir bresk stjórnvöld og var birt í dag.
09.06.2022 - 10:49
„Mjög alvarleg staða“ hjá Blóðbankanum
Blóð vantar í öllum flokkum hjá Blóðabankanum. Ína Björg Hjálmarsdóttir, deildarstjóri Blóðbankans, segir að verði ekkert að gert muni reynast erfitt að tryggja öryggi sjúklinga. 
09.06.2022 - 09:59
Yfir 1.000 tilfelli apabólu hafa greinst utan Afríku
Yfir 1.000 tilfelli apabólu hafa verið staðfest í 29 ríkjum utan Afríku á síðustu vikum. Þetta kom fram á fréttafundi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, á miðvikudag. Yfirmenn stofnunarinnar segja það umhugsunar- og áhyggjuefni að apabólan skuli ekki hafa vakið meiri athygli umheimsins fyrr en hún byrjaði að herja á Evrópubúa, því hún hafi lengi verið verið vandamál í Afríku.
Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
Nýtt efni virkar betur gegn omíkron
Þátttakendur í tilraun lyfjafyrirtækisins Moderna með bóluefni sem beinist bæði gegn upprunalegu afbrigði kórónuveirunnar og omíkron-afbrigðinu mældust með 75 prósent meira mótefni gegn omíkron-afbrigðinu eftir þessa fjórðu sprautu en þeir sem fengu gamla bóluefnið í fjórða sinn. 
08.06.2022 - 13:44
Bárurnar syntu yfir Ermarsundið á 16 tímum
Sjósundshópurinn Bárurnar synti boðsund yfir Ermarsundið á þriðjudag og lauk því laust eftir klukkan átján, eftir nær sextán tíma sund. Greint er frá þessu á mbl.is. Bárurnar, sex hraustar afrekskonur, syntu frá Bretlandi til Frakklands. Ermarsundið er 34 kílómetra breitt þar sem það er mjóast en þar sem synda þarf undan straumi er sundið töluvert lengra.
08.06.2022 - 00:50
Segir vanda Landspítalans liggja víðar en í fjárskorti
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að vandi Landspítalans leysist ekki með því að leggja honum til auknar fjárveitingar.
07.06.2022 - 16:33
Ísland kaupir 80 skammta af apabóluefni
Engin tilfelli apabólu hafa greinst hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að smit eigi eftir að berast hingað til lands fyrr en síðar. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa gengið frá kaupum á nokkrum tugum skammta af bóluefni.
Nauðungarvistaðir hafa aðgengi að lokuðum garði
Umboðsmaður Alþingis lagði inn fyrirspurn til Landspítala í byrjun maí eftir að ábending barst um verklag spítalans á útiveru nauðungarvistaðra á geðdeild 33A.
Börn með þunglyndi fá síður aðstoð en ADHD-börn
Börn sem glíma við kvíða og þunglyndi eru síður líkleg til að fá greiningu og úrræði en börn sem þjást af röskun sem truflar aðra. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar barna hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir vísbendingar um að hópur þeirra sem glíma við síður sýnilegan vanda fari stækkandi.