Heilbrigðismál

Yfir 5,5 milljónir hafa greinst með smit
Fleiri en 5,5 milljónir manna hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni þar af meira en tveir þriðju í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í samantekt  fréttastofunnar AFP sem birt var í morgun. Ríflega 346.000 hafi látist úr COVID-19 á heimsvísu.
26.05.2020 - 08:48
Gera athugasemdir við að læknir sé gerður ábyrgur
Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna gerir athugasemd við að læknir sé gerður ábyrgur fyrir ávísun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á getnaðarvarnapillunni. Gert er ráð fyrir að reglugerð sem heimilar hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa getnaðarvarnalyfjum taki gildi þegar frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga verður að lögum.
26.05.2020 - 08:20
Á fimmta hundrað létust vegna reyks af gróðureldum
Talið er að 445 hafi látið lífið og yfir fjögur þúsund hafi þurft að leita á sjúkrahús vegna reyks af völdum gróðureldanna í Ástralíu. Reykurinn hafði áhrif á um 80 prósent landsmanna. Þetta kemur fram í úttekt sérfræðinga á vegum ríkisins. 
26.05.2020 - 06:33
Biden meðal almennings í fyrsta sinn í tíu vikur
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, fór út á meðal fólks í gær í fyrsta sinn í yfir tvo mánuði. Hann hefur haldið sig í sóttkví sökum kórónuveirufaraldursins.
Rutte gat ekki fylgt móður sinni til hinstu hvílu
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, gat ekki heimsótt móður sína á dánarbeðinum vegna heimsóknarhafta í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Ráðuneyti Ruttes greindi frá þessu í dag. Hann greindi frá því fyrr í dag að móðir hans, hin 96 ára gamla Mieke Rutte-Dilling, hafi látið lífið á dvalarheimili í Haag 13. maí. Þá voru um tveir mánuðir síðan öllum dvalarheimilum var lokað fyrir utanaðkomandi heimsóknum í Hollandi.
26.05.2020 - 02:11
Myndskeið
Getum fagnað þessum áfanga, segir Þórólfur
Í dag voru tímamót í kórónuveirufarsóttinni hérlendis. Verulegar tilslakanir á samkomutakmörkunum tóku gildi og lífið færist smám saman í eðlilegra horf. Sóttvarnalæknir sagði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag að Íslendingar gætu vel fagnað árangrinum í baráttunni við kórónuveiruna. Aðeins sex hafa greinst í maí. Þríeykið steig á stokk í tilefni dagsins.
„Mjög skýr skilaboð um það hver krafan er“
Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Þar er fólki skipt upp í vinnuhópa sem fer yfir stöðuna heilt yfir. „Við ætlum að funda sem mest alla þessa viku og taka stöðuna í vikulokin,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
25.05.2020 - 19:57
Ágreiningur um veiruviðbrögð í Þýskalandi
Ágreiningur er kominn upp meðal stjórnvalda í Þýskalandi um hvort ástæða sé til að framlengja ýmsar varúðarráðstafanir gegn kórónuveirunni fram í júlí. Stjórnendur tveggja sambandsríkja í austurhluta landsins vilja aflétta takmörkunum að mestu.
25.05.2020 - 18:00
Mögulega bakslag í loftslagsmálum vegna COVID-19
Sveitarfélög í Evrópu hafa áhyggjur af mögulegu bakslagi í loftslagsmálum vegna COVID-19 segir Óttar Freyr Gíslason, forstöðumaður Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ótti við smit gæti t.d. fælt fólk frá almenningsamgöngum. Hjá Evrópusamtökum sveitarfélaga velti menn fyrir sér hvort nú sé tækifæri til að snúa við blaðinu.  
25.05.2020 - 16:42
Veiran hugsanlega veiklaðri en í byrjun faraldurs
Þeir sem veikst hafa af COVID-19 upp á síðkastið eiga það allir sameiginlegt að hafa ekki orðið alvarlega veikir. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á síðasta upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis sem haldinn er, í bili að minnsta kosti. Þórólfur sagði að þetta kunni hugsanlega að þýða að veiran hafi veikst eitthvað frá því að hún kom fyrst til landsins í lok febrúar.
25.05.2020 - 14:50
Bíða 35 daga eftir klínískri brjóstaskoðun
Konur sem grunur leikur á að séu með krabbamein í brjóstum þurftu að bíða að meðaltali þrjátíu og fimm daga á síðasta ári eftir klínískri rannsókn á Landspítalanum. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að biðlistarnir séu á köflum allt of langir
25.05.2020 - 13:49
Neyðarástandi aflétt í Japan
Neyðarástandi vegna kórónuveirufaraldursins í Japan var aflétt í dag. Varað er við því að smit kunni að aukast að nýju verði ekki farið að öllu með gát. Shinzo Abe forsætisráðherra tilkynnti á fréttamannafundi sem var sjónvarpað um allt land að svo góður árangur hefði náðst í baráttunni við veiruna að óhætt væri að aflétta neyðarástandinu.
25.05.2020 - 11:52
Mynd með færslu
Í BEINNI
Síðasti upplýsingafundurinn í bili
Síðasti upplýsingafundur Almannavarna vegna COVID 19, í bili, verður haldinn í dag.  Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála.
25.05.2020 - 11:49
Neyðarstigi hefur verið aflétt
Stórt skref hefur verið stigið í afléttingu samkomutakmarkana og neyðarstigi aflétt. Nú mega 200 koma saman en ekki 50 eins og hefur verið í gildi að undanförnu. Fólki gefst nú kostur á að fara aftur í líkamsræktarstöðvar og á skemmtistaði og tveggja metra reglan orðin valkvæð. Síðasti upplýsingafundur almannavarna, í bili, verður í dag.
25.05.2020 - 07:45
Bandaríkin banna ferðalanga frá Brasilíu
Bandarísk yfirvöld tilkynntu í kvöld að þeir sem hafa verið Brasilíu  minnst fjórtán dögum áður en þeir sækja um landvistarleyfi fái ekki að koma til landsins. Bannið á ekki við um bandaríska ríkisborgara.
Gagnrýnir Tegnell og segir stefnu Svía byggða á sandi
Nærri fjögur þúsund eru látnir af völdum COVID-19 sjúkdómsins í Svíþjóð. Sex andlát voru staðfest síðasta sólarhringinn sem er talsverð fækkun frá deginum áður þegar 67 létust. Þennan mikla mun má mögulega rekja til þess að nú er helgi. Annika Linde, fyrrverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segir draum sænskra yfirvalda um að vernda eldra fólk án þess að grípa til róttækra aðgerða hafa verið byggðan á sandi. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, segir að landið sé í „hræðilegri stöðu“.
24.05.2020 - 15:14
Ekkert smit og mjög fá sýni tekin
Ekkert smit greindist í gær, samkvæmt nýjum tölum á covid.is. Aðeins voru 58 sýni tekin, öll hjá veirufræðideild Landspítalans. Þar hefur ekki greinst smit síðan 12. maí eða í ellefu daga. 789 eru í sóttkví og þrír eru með virkan sjúkdóm. Enginn er á sjúkrahúsi. Stórt skref verður stigið í afléttingu samkomutakmarkana á morgun; líkamsræktarstöðvar verða opnaðar og tveggja metra reglan verður valkvæð. Þá verður 200 leyft að koma saman en ekki 50 eins og nú.
24.05.2020 - 12:58
Þrjár veirur úr leðurblökum voru til rannsóknar í Wuhan
Veirufræðistofnunin í Wuhan var með þrjár kórónuveirur úr leðurblökum til rannsóknar þegar faraldurinn fór af stað í desember í fyrra. Engin þeirra væri þó tengd þeirri sem veldur COVID-19. Wang Yanyi, stjórnandi stofnunarinnar, segir stofnunina hafa fengið sýni af nýju veirunni 30. desember.
24.05.2020 - 07:41
Fúkyrði og fátt um faraldur á fundi Brasilíustjórnar
Umhverfisráðherra Brasilíu vildi nýta kórónuveirufaraldurinn og allt umtalið um hann til þess að draga úr reglugerðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram á upptöku af fundi ríkisstjórnar Jair Bolsonaros 22. apríl síðastliðinn. 
24.05.2020 - 06:14
„Óbætanlegur missir“ af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum
New York Times birtir á forsíðu sinni í dag nöfn eitt þúsund fórnarlamba COVID-19 í Bandaríkjunum. Það eru um eitt prósent þeirra sem eru látnir af völdum sjúkdómsins í landinu. Við hlið nafnanna eru birt aldur, heimili og örstutt ágrip um þau látnu.
23.05.2020 - 23:43
Lýsa notkun á Remdesivir við COVID sem uppgötvun ársins
Bráðabirgðarannsókn á meira en þúsund COVID-19 sjúklingum í 22 löndum bendir til þess að ebólulyfið Remdesivir minnki líkur á dauðsfalli um 80 prósent. Lyfið er til hér á landi en hefur ekki verið notað.„Þetta eru góðar fréttir. Það er alltaf þannig ef eitthvað virkar,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Danskir kollegar hans lýsa þessu sem uppgötvun ársins.
23.05.2020 - 15:40
Eitt smit greindist í gær - var ekki í sóttkví
Einn greindist með kórónuveiruna í gær í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann var ekki í sóttkví. Nú er því þrír með virkan sjúkdóm en alls hafa 1.804 greinst með veiruna.
23.05.2020 - 13:19
Lögreglan í Tíról aflaði upplýsinga um 90 Íslendinga
Lögreglunni í Tíról í Austurríki var falið að að afla upplýsinga um þá níutíu Íslendinga sem höfðu dvalist í Ischgl frá miðjum febrúar til byrjun mars. Tveir Íslendingar skrifuðu yfirvöldum í Tíról og greindu frá því að þeir teldu yfirgnæfandi líkur á því að þeir hefðu smitast af COVID-19 í flugi frá München til Keflavíkur.
23.05.2020 - 12:24
Prófa ónæmislyf á mjög veikum COVID-19 sjúklingum
Vísindamenn í Bretlandi vonast til þess að lyf sem þegar er til gefi góða raun meðal sjúklinga sem verða hvað veikastir vegna COVID-19. Rannsóknir sýna að þeir sem hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á sjúkdómnum eru með fáar ónæmisfrumur í líkamanum, svonefndar T-frumur. T-frumur vinna gegn sýkingum í líkamanum.
23.05.2020 - 06:43
Valkvæð 2 metra regla og helst að koma með vatn sjálfur
Tveggja metra reglan svokallaða verður valkvæð þegar líkamsræktarstöðvar opna á mánudag. Sóttvarnalæknir biðlar þó til fólks um virða hana eins og best má verða. Iðkendur verða hvattir til að koma með vatn í brúsa í stað þess að nota vatnsbrunna og tryggja þarf að þeir geti þrifið áhöld og tæki fyrir og eftir notkun með sóttvarnarlegi eða sápu.
22.05.2020 - 18:38