Heilbrigðismál

Myndskeið
Brýnir fyrir heilbrigðisstarfsfólki að taka sýni
„Þegar kemur að snemmgreiningu þá er ekki ásættanlegt að heyra sögur af því að fólk sem er með einkenni komist ekki í sýnatöku. Ég vil brýna fyrir heilbrigðisstarfsfólki að hafa lágan þröskuld á því að taka sýni,“ sagði Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag.
01.08.2020 - 14:38
Greindust smituð eftir að hafa verið neitað um sýnatöku
„Ég ætlaði í langt ferðalag um landið með félaga mínum. Ef ég hefði fylgt leiðbeiningum hjúkrunarfræðings væri ég sennilega núna á Borgarfirði eystra,“ segir Gilad Peleg í samtali við fréttastofu. 
01.08.2020 - 14:21
Haldið verður áfram að taka sýni um helgina
Töluverð aðsókn var á heilsugæslur í gær og voru Covid-sýni tekin fram eftir degi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að haldið verði áfram að taka sýni um helgina og fólk verði einnig kallað inn í seinni skimun.  
Vikulokin
Ná hugsanlega utan um hópsýkingarnar fyrr
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að hugsanlega séu þau að ná utan um hópsýkingarnar sem blossað hafa upp að undanförnu hraðar en þau þorðu að vona. Þau séu þó enn í myrkrinu um hvernig veiran komst til landsins. 
Fóru í hlífðargöllum að handtaka foreldri með COVID-19
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á heimili fjögurra barna fjölskyldu í gær vegna erfiðleika annars foreldrisins við að framfylgja reglum um einangrun í heimahúsi. Sá hafði fengið jákvæða niðurstöðu úr sýnatöku í gær og í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að aðrir íbúar á heimilinu hafi verið orðnir úrræðalausir. Eins og stendur er óljóst hver tilkynnti um vandræðin.  
Sjö ný smit greindust í gær
Sjö ný smit greindust í gær, að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Smitin greindust öll innanlands og eitt sýni úr landamæraskimun er í bið, samkvæmt upplýsingum frá almannavörum. Enn hafa ekki fengist upplýsingar um það hvort þeir smituðu hafi verið í sóttkví.
01.08.2020 - 10:03
Björk frestar tónleikum
Á Facebook-síðu Bjarkar kemur fram að fresta þurfi að minnsta kosti sumum af tónleikum hennar, Björk Orkestral, sem auglýstir höfðu verið í Hörpu 9., 15., 23., og 29. ágúst næstkomandi.
01.08.2020 - 09:45
Reikna með fleiri smitum í Snæfellsbæ
Bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ reikna með að fleiri smit greinist í bænum eftir að leikmaður Víkings í Ólafsvík greindist með kórónuveiruna. Þetta kemur fram á Facebook-síðu bæjarfélagsins. „Ljóst er að veiran er ólseig og búast má við því að fleiri smit greinist hér á næstu dögum og vikum.“
„Veikindin mín í vor voru COVID-19“
„Ég var að komast að því núna eftir mótefnamælingu hjá ÍE að veikindin mín í vor voru COVID,“ skrifar Alexandra Ýr van Erven í Twitter-færslu í dag.  
Myndskeið
Skoðað að skima alla landsmenn tvisvar við heimkomu
Sóttvarnarlæknir segir til skoðunar að allir búsettir hér verði að sæta heimkomusmitgát við komuna til landsins og fara tvisvar í sýnatöku. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að málið sé metið nú og hvort unnt sé að auka afkastagetu í sýnatöku og rannsóknum. Þórólfur segir viðbúið að fleiri smit greinist daglega næstu daga.
Leikmaður Víkings í Ólafsvík með COVID-19
Leikmaður meistaraflokks karla hjá fyrstu deildarliðinu Víkingi í Ólafsvík er smitaður af COVID-19. Félagið staðfestir þetta í stöðufærslu á Facebook. Nokkrir knattspyrnumenn hafa greinst með COVID-19 að undnförnu, meðal annars í kvennaliðum Breiðabliks og Fylkis og hjá karlaliði Stjörnunnar.
31.07.2020 - 18:05
Forsetafrúin í Brasilíu kórónuveirusmituð
Michelle Bolsonaro, forsetafrú í Brasilíu hefur greinst með kórónuveiruna. Forsetinn, eiginmaður hennar, var hálfan mánuð í sóttkví eftir að hafa smitast.
Neytendum stafar ekki hætta af smiti í matvælafyrirtæki
Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar eru sammála um að neytendum stafi engin hætta af smiti sem greindist í gær hjá starfsmanni fyrirtækis sem flytur inn og dreifir matvælum.   
Vaxandi álag á heilsugæslustöðvar
Álag á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur aukist verulega vegna hópsýkingarinnar sem nú hefur brotist út og hefur þurft að endurskipuleggja starfsemina og fresta sumarfríum starfsfólks. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins segir að tekin verði sýni á einni heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu og á Læknavaktinni um helgina.  
Myndskeið
Hvorki tveggja metra regla né grímuskylda í strætó
„Þó við höfum notað orðið grímuskylda þá var nú ekki meiningin að gera þetta að skyldu,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, um tilkynningu sem Strætó sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni kom fram að farþegum yrði skylt að bera grímur í strætó.
Myndskeið
Engin ástæða til að óttast vöruskort
Starfsmenn matvöruverslana grípa nú til ráðstafana á borð við þær sem viðskiptavinir máttu venjast í vor. Við innganga standa starfsmenn og telja fjölda þeirra sem koma inn í verslanir og sjálfsafgreiðsluborð eru þrifin milli viðskiptavina. Framkvæmdastjóri Bónus segir ekki bera á því að fólk hamstri vörur, enda sé engin ástæða til að óttast vöruskort.
„Virðist vera komin ný bylgja af faraldrinum“
Ekki hefur tekist að rekja uppruna smitsins í umfangsmikilli hópsýkingu sem er í gangi núna og segir sóttvarnalæknir það ákveðið áhyggjuefni. Ekki sé vitað hvernig hún hefur komist til landsins og óljóst er hvort yfirvöld komist nokkurn tímann að því. „Í þessari hópsýkingu getum við sagt að sýkingavarnir innanlands hafi brugðist.“ Verulega hafi verið slakað á í einstaklingsbundnum sóttvörnum hjá öllum. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að svo virðist sem ný bylgja sé komin.
31.07.2020 - 14:29
Myndskeið
Enginn fer grímulaus um borð í Herjólf
„Í næstu ferð fer enginn um borð nema með grímu,“ segir skipstjóri Herjólfs. Margir voru með grímur um borð í morgun áður en nýju reglurnar tóku gildi, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að ofan.
31.07.2020 - 14:13
Í BEINNI
Upplýsingafundur Almannavarna
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi á upplýsingafundi Almannavarna klukkan tvö í dag í Katrínartúni.
9 af 11 sem greindust í gær voru ekki í sóttkví
Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví, samkvæmt upplýsingum frá smitrakningateyminu. Verið er að taka saman gögn til að sjá hvort þeir hafi haft tengsl við þá sem hafa greinst síðustu daga og ætti það að liggja fyrir á upplýsingafundinum í dag. Þrír til viðbótar greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun, einn reyndist vera með mótefni, annar með virkt smit og beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá þeim þriðja.
31.07.2020 - 12:05
Danmörk: Mælt með grímum í almenningsfarartækjum
Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku mæltu með því í dag að fólk setji upp andlitsgrímur ef margir farþegar eru í strætisvögnum, lestum, jarðlestum eða ferjum.
31.07.2020 - 10:52
Grímuskylda í strætisvögnum frá hádegi í dag
Strætó bs hefur tekið ákvörðun um að skylda farþega til að bera grímur í strætisvögnum, þrátt fyrir ummæli forsvarsmanna almannavarna í gær um að Strætó á höfuðborgarsvæðinu sé undanþeginn grímuskyldu. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Strætó. Grímuskyldan tekur gildi klukkan 12:00 á hádegi í dag.
31.07.2020 - 09:39
Unga fólkið má ekki sofna á verðinum
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), ítrekaði á blaðamannafundi í dag að ungt fólk þyrfti að vera á varðbergi gagnvart kórónuveirufaraldrinum.
Nokkur ný smit greindust eftir hádegi
Fimm til tíu innanlandssmit hafa greinst eftir hádegi í dag. Þetta staðfesti Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis, í samtali við mbl.is. Haft er eftir Kamillu að sum smitanna séu með þekktar tengingar við eldri smit.
30.07.2020 - 23:00
Takmarka heimsóknir til eldri borgara
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að takmarka fjölda gesta til íbúa á hjúkrunarheimilum, í þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara, íbúakjörnum og sambýlum fyrir fatlað fólk. Þetta er gert til þess að vernda viðkvæma hópa gegn kórónuveirusmiti.
30.07.2020 - 20:03