Heilbrigðismál

Í BEINNI
(V)ertu úlfur? – samtal um geðheilbrigði utan hringsins
Þjóðleikhúsið, Geðhjálp, Hlutverkasetur, Geðlæknafélag Íslands og heilbrigðisráðuneytið standa fyrir samtali um geðheilbrigði á stóra sviði Þjóðleikhússins í tengslum við hina leiksýninguna Vertu úlfur.
20.09.2021 - 19:30
Lætur reyna á þungunarrofslöggjöf
Læknir í Texas-ríki í Bandaríkjunum hefur greint frá því að hann hafi framkvæmt þungunarrof hjá konu sem var gengin meira en sex vikur á leið. Læknirinn tilkynnir þetta í innsendri grein í Washington Post en ljóst er að hann vill láta reyna á ný lög, sem tóku gildi í Texas í byrjun mánaðar.
„Við erum að brjóta mannréttindi sjúklinganna okkar“
„Við erum að brjóta mannréttindi sjúklinganna okkar. Mér finnst eðlilegt að vekja athygli stjórnmálamanna á þessu. Þeirra er valdið. Þeirra er skömmin.“ Svona lýkur nýjum pistli Eggerts Eyjólfssonar, bráðalæknis á bráðamóttöku Landspítalans, á Facebook þar sem hann vekur athygli á aðbúnaði á bráðamóttökunni. Jón Magnús Kristjánsson, kollegi hans, segir ekkert hafa breyst á síðustu árum.
20.09.2021 - 13:57
Heilbrigðismál númer eitt meðal kjósenda allra flokka
Heilbrigðismálin eru efst í huga kjósenda allra flokka þegar gengið verður til kosninga á laugardaginn. Þetta sýnir ný könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Umhverfismál skipta kjósendur mun meira máli en í fyrri kosningum.
Óvíst hvaða aldurshópar frá örvunarskammt
Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að fólki yngra en sextíu ára verði boðið upp á örvunarskammt af bóluefni við COVID-19 hér á landi. Þessa dagana fara fram örvunarbólusetningar fyrir fólk sem er eldra en sjötugt.
20.09.2021 - 13:21
Vonar að framtíð faraldursins ráðist ekki af kosningum
Sóttvarnalæknir segist jafnvel hafa búist við að sóttvarnamál yrðu meira áberandi í kosningabaráttunni en þau eru. Hann vonar að framtíð faraldursins hér á landi ráðist sem minnst af niðurstöðum alþingiskosninganna.
Morgunvaktin
„Er einhver sem hefur tekið 15 ár í að reisa spítala?“
Það er óviðunandi hversu langan tíma hefur tekið að byggja nýjan Landspítala ekki síst í ljósi þess að sá sem fyrir er er löngu hættur að standast nútímakröfur sjúkrahúsa. Efla þarf eftirlit með heilbrigðiskerfinu. Þetta er mat formanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélags Íslands.
Pfizer: Bóluefnið öruggt fyrir börn frá fimm ára aldri
Prófanir á Pfizer-bóluefninu við COVID-19 gefa til kynna að efnið sé öruggt fyrir börn á aldrinum 5-11 ára, samkvæmt yfirlýsingu bandaríska lyfjafyrirtækisins Pfizer og þýska lyfjaþróunarfyrirtækisins BioNTech.
20.09.2021 - 11:36
Samtal um geðheilbrigði á stóra sviði Þjóðleikhússins
Þjóðleikhúsið í samstarfi við Geðhjálp, Hlutverkasetur, Geðlæknafélag Íslands og heilbrigðisráðuneytið stendur fyrir samtali um geðheilbrigði í tengslum við leiksýninguna Vertu úlfur.
20.09.2021 - 11:24
25 smit innanlands í gær
67 kórónuveirusmit greindust innanlands síðustu þrjá daga, en tölur um fjölda smita frá því um helgina voru ekki uppfærðar fyrr en í morgun. 23 smit greindust á föstudag, 19 á laugardag og 25 í gær. Fjöldinn er svipaður og dagana á undan.
20.09.2021 - 11:04
Ber engan kala til Íslands eftir 11 daga í einangrun
Bandarískur skattheimtumaður, sem fékk 6 daga ferð til Íslands í afmælisgjöf frá eiginkonu sinni, eyddi fríinu í einangrun á farsóttahúsi. „Þú máttir ekki opna hurðina og ef ég hefði farið hefði ég verið handtekinn.“ Hann segist ekki vera reiður út íslensk yfirvöld þrátt fyrir þessa meðferð . „Bandaríkjamenn myndu samt aldrei sætta sig við þetta. Íslendingar gera bara það sem þeir geta til að halda smitum niðri.“
Útgöngubanni aflétt í Melbourne í lok október
Íbúar Melbourne, næststærstu borgar Ástralíu, mega búast við að útgöngubann verði ekki lengur í gildi seinni hluta október-mánaðar gangi bólusetningaráætlanir stjórnvalda eftir. Um fimm milljónir íbúa borgarinnar hafa þurft að halda sig heimavið frá því 5. ágúst síðastliðinn.
Hagfræðingar telja framtíð bjarta fyrir stjórn Støres
Norskir hagfræðingar álíta framtíðina bjarta fyrir nýja ríkisstjórn Jónasar Gahr Støre formanns Verkamannaflokksins. Efnahagurinn sé á uppleið, bæði í Noregi og helstu viðskiptalöndum og kórónuveirusmitum sé jafnframt tekið að fækka.
Um 200 starfsmenn komið að hönnun nýja Landspítalans
Framkvæmdastjóri nýja Landspítalans segir að þrátt fyrir ólíkar skoðanir séu allir þeir sem koma að framkvæmdum vissir um að vera á réttri leið. Reiknað er með að lyklarnir að sjúkrahúsinu verði afhentir eftir 5 til 6 ár.
18.09.2021 - 19:16
Kári við TV 2: Kemur ekki verra afbrigði en delta
„Ég held að delta-afbrigðið verði mest smitandi afbrigði sem við munum sjá. Við ættum ekki að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran eigi eftir að stökkbreytast og þróast í enn meira smitandi afbrigði en það,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við norsku sjónvarpsstöðina TV 2.
Annað barnið útskrifað
Valtýr Thors læknir á Barnaspítalanum segir að búið sé að útskrifa annað barnanna sem lagðist inn á spítalann vegna COVID 19
18.09.2021 - 12:46
16 smit á Reyðarfirði
Þrjú ný kórónuveirusmit bættust við á Reyðarfirði eftir sýnatöku gærdagsins og því hafa 16 greinst á Reyðarfirði. Alls eru 22 í einangrun á Austurlandi.
Ístak reynir að losa starfsmenn úr sóttkví í Nuuk
60 iðnaðarmenn, sem eru að byggja nýjan skóla í Nuuk á Grænlandi á vegum íslenska verktakafyrirtækisins Ístak, hafa verið sendir í sóttkví eftir að samstarfsmaður þeirra greindist með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Reynir Viðarsson, yfirverkfræðingur hjá verktakafyrirtækinu, í samtali við grænlenska ríkisútvarpið.
18.09.2021 - 08:29
Hörð mótmæli vegna útgöngubanns í Ástralíu
Átök brutust út í gær milli mótmælenda og lögreglu í Melbourne næststærstu borg Ástralíu þegar hundruð mótmæltu sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda.
Englendingar taldir flykkjast utan eftir reglubreytingu
Búist er við að Englendingar sækist í ferðalög til útlanda eftir að ríkisstjórnin tilkynnti einfaldaðar reglur um ferðalög milli landa í gær. Fullbólusett fólk sem kemur frá löndum sem ekki eru á rauðum lista þarf ekki lengur að fara í kórónuveirupróf fyrir brottför.
Pelé fluttur tímabundið aftur á gjörgæslu
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé var tímabundið fluttur í dag á gjörgæsludeild Albert Einstein sjúkrahússins í Sao Paulo í Brasilíu. Hann segist sjálfur vera á góðum batavegi.
18.09.2021 - 03:31
Mæla með örvunarskammti fyrir ákveðna hópa
Nefnd bandarískra heilbrigðissérfræðinga mælir einróma með notkun örvunarskammta bóluefnis Pfizer fyrir 65 ára og eldri og fyrir fólk sem er í hættu á að veikjast alvarlega af COVID-19. Eins á það við um heilbrigðisstarfsfólk.
Segist vilja byrja á úrræðum fyrir börn í mestum vanda
Barnamálaráðherra bindur miklar vonir við nýsamþykktar breytingar í málefnum barna sem auka eiga samvinnu og bæta samfellu í þjónustu við börn. Hann vill að byrjað verði á þjónustu við börn sem eiga í mestum vanda. 
Yfir 50 milljónir Frakka hafa fengið fyrri skammtinn
Yfir fimmtíu milljónir íbúa Frakklands hafa fengið að minnsta kosti fyrri bólusetningu sína við COVID-19. Alls eru íbúar landsins rúmlega sextíu og fimm milljónir.
17.09.2021 - 17:43
Mótmæla öryggisvistun í íbúabyggð í Reykjanesbæ
Yfir 800 manns hafa undirritað yfirlýsingu þar sem fyrirhugaðri byggingu öryggisvistunar fyrir ósakhæfa einstaklinga í Njarðvík er mótmælt. Forskrift mótmælanna er „Ekki öryggisvistun nálægt börnum“ og vísar ábyrgðarmaður í slæma reynslu höfuðborgarbúa af nábýli við slík úrræði.
17.09.2021 - 17:10