Heilbrigðismál

Sýkla- og veirufræðideild og ÍE snúa bökum saman
Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans flyst tímabundið til Íslenskrar erfðagreiningar. Þar með mun afkastagetan aukast til muna.
13.08.2020 - 16:11
Ætla að styðja betur við menninguna
Menntamálaráðherra á von á því að stutt verði betur við menningarlíf landsins en segir að enn þá sé ekki ljóst hvernig stuðningurinn verður útfærður. Stjórnvöld skoða nú tillögur sem félög tónlistarmanna hafa sett fram.
Bíða þess um borð að hafa siglt í fjórtán daga
Menntaskólanemar frá Öckerö í Svíþjóð bíða þess nú um borð í skútunni Gunillu rétt fyrir utan Reykjavíkurhöfn að fjórtándi dagur siglingarinnar til landsins líði. Þá hafa þau í raun verið í fjórtán daga sóttkví um borð og stíga loks í land.
13.08.2020 - 16:02
Laus úr öndunarvél og gjörgæslu
Einstaklingurinn sem lagður var inn á gjörgæsludeild og í öndunarvél er laus úr öndunarvélinni og af gjörgæslu.
13.08.2020 - 14:23
Taugríma ekki það sama og taugríma
Efnisval og fjöldi laga skiptir miklu máli þegar kemur að gagnsemi taugríma til þess að bægja frá kórónuveirusmiti. Þetta segir Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum. Jón Magnús birti grein á Vísindavefnum í dag þar sem hann ræðir kosti og galla fjölnota taugríma.
13.08.2020 - 14:23
COVID-19
Upplýsingafundur Almannavarna 13. ágúst
Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fara yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni, á 103. upplýsingafundi Almannavarna í Katrínartúni. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, er gestur fundarins sem hefst klukkan þrjár mínútur yfir tvö.
Tvö af sex smitum dagsins í Vestmannaeyjum
Tveir af þeim sex sem greindust með COVID-19 síðastliðinn sólarhring eru í Vestmannaeyjum. Lögreglan deilir tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna í Eyjum á Facebook.
13.08.2020 - 12:29
Starfsmaður hjúkrunarheimilisins Hamra smitaður
Einn starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Hömrum greindist með kórónuveirusmit í gær. Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu í morgun. Hjúkrunarheimilið verður lokað fyrir heimsóknir næstu daga og einingin þar sem smitið greindist hefur verið sett í sóttkví
13.08.2020 - 12:02
Mikill munur á verði og gæðum andlistgríma
Dýrustu andlistgrímurnar eru í Eirbergi en þær ódýrustu í Costco samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ. Verð á þriggja laga einnota andlitsgrímum var kannað í fjölda verslana, netverslana, matvöruverslana og apóteka og verðmunurinn er mikill. Vakin er athygli á því að ekki er lagt mat á gæði þeirra gríma sem nefndar eru í könnuninni.
13.08.2020 - 11:28
Kórónuveiran greinst á innfluttum matvælum í Kína
Kórónuveira hefur í tvígang greinst á frosnum matvælum í Kína, sem koma frá Suður-Ameríku. Nýsjálendingar rannsaka nú hvort nýlegt hópsmit þar sé vegna innfluttra matvæla.
13.08.2020 - 11:21
Sex innanlandssmit greindust
Sex virk innanlands greindust í gær, öll greindust þau á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Fjórir eru á aldrinum átján til 29 ára, einn á sjötugsaldri og eitt er barn á leikskólaaldri.
Morgunvaktin
„Ferðamaðurinn ekki búinn að borga fyrir ferð sína“
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að gjald fyrir hverja sýnatöku á landamærum þyrfti að hlaupa á tugum þúsunda til þess að svara kostnaðinum sem stafar af áhættunni sem fylgir „opnum“ landamærum. Hún segir að töluverður kostnaður falli á aðra en ferðamanninn vegna áhættu af komu hans. Tinna var í viðtali á Morgunvakt Rásar 1 í morgun.
Vonar að gærkvöldið gefi fyrirheit um komandi helgi
Lögreglumenn heimsóttu sex veitingahús á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir ástandið hafa að mestu leyti verið gott, í mesta lagi hafi þurft tilsögn um hvernig fylgja ætti sóttvarnarreglum.
Segir eins metra regluna breyta töluverðu fyrir HR
Rektor Háskólans í Reykjavík fagnar nýjum reglum um eins metra fjarlægðarmörk í háskólum. Hann segir það breyta töluvert miklu fyrir skólastarfið.
13.08.2020 - 08:25
Þrír ráðherrar á Indlandi greinst með Covid-19
Yfir 47 þúsund hafa nú látist vegna Covid-19 á Indlandi en þar er faraldurinn í hröðum vexti. Varnarmálaráðherra landsins greindist með veiruna í gær, og því eru nú þrír ráðherrar í ríkisstjórninni með staðfest smit.
Allir nemar HÍ fái staðkennslu að einhverju marki
Leitast verður við að allir nemendur við Háskóla Íslands fái staðkennslu að einhverju marki á haustmisseri. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, sendi starfsfólki og nemendum í gær. Þar segir jafnframt að kennsla við Háskóla Íslands í haust verði skipulögð sem rafræn kennsla og geti með stuttum fyrirvara orðið að fullu rafræn ef þörf krefur.
13.08.2020 - 07:50
Handteknir fyrir að selja klór gegn COVID-19
Sjálfskipaður erkibiskup sértrúarsöfnuðar í Flórída var handtekinn í Kólumbíu að beiðni bandarískra yfirvalda. Hann seldi fólki klór á þeim forsendum að efnið væri kraftaverkameðal gegn COVID-19. Sonur hans var einnig handtekinn, og er búist við því að þeir verði framseldir til Bandaríkjanna á næstunni. Ríkissaksóknari í Kólumbíu sagði meðal feðganna hafa orðið sjö Bandaríkjamönnum að bana.
Myndskeið
Segir tilslakanir mikilvægar fyrir skólastarf
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir tillögur sóttvarnalæknis skynsamlegar. Hún segir þær sérstaklega mikilvægar fyrir skólastarf í framhaldsskólum og háskólum.
Viðtal
Breytingar á reglum setja leikmenn í erfiða stöðu
Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands og leikmaður Fylkis í fótbolta, segir að breyttar reglur um snertiíþróttir setji leikmenn í erfiða stöðu. Hann segist ekki vita til þess að leikmenn hafi ýtt mikið á eftir því að mótin hæfust aftur, íþróttafélög hafi verið þar fremst í flokki auk fjölmiðlafólks. Þá gagnrýnir Arnar KSÍ fyrir að hafa ekki haft samráð við leikmenn við gerð draga að reglum sambandsins um sóttvarnir. Arnar var gestur í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag. 
12.08.2020 - 19:12
Áhrifaríkast að skima alla farþega og í tvígang
Í þeim tillögum sem sóttvarnalæknir reifar í minnisblaði til heilbrigðisyfirvalda um skimun segir hann að núverandi fyrirkomulag, tvær skimanir og heimkomusmitgát, sé sennilega næmasta aðgerðin til að koma í veg fyrir að kórónuveiran berist til landsins, en hún sé kostnaðarsöm.
Evrópuríki eiga í vök að verjast
Smitum fjölgar hratt víða í Vestur-Evrópu þessa dagana og yfirvöld bregðast við með auknum takmörkunum og grímuskyldu. Sérfræðingar á Spáni og í Frakklandi segja næstu daga skera úr um það hvort takist hafi að ná böndum á faraldrinum. BBC greinir frá.
12.08.2020 - 16:19
Þúsundum tónlistarviðburða aflýst
Samstarfshópur tónlistarfólks á í viðræðum við stjórnvöld um hvernig halda megi tónlistarlífi í landinu gangandi. Gríðarlegt tekjufall hefur orðið hjá tónlistarfólki og tengdum greinum því þúsundum viðburða hefur verið aflýst. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs og María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri hjá Tónlistarborginni Reykjavík, segja að horfurnar séu dökkar. 
Náðu fleiri tilfellum hér í samanburði við aðrar þjóðir
Viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum í vor gerðu það að verkum að Íslendingar náðu hlutfallslega að greina fleiri tilfelli en aðrar þjóðir. Þetta segir Elías Eyþórsson, læknir og fyrsti höfundur nýrrar rannsóknar á sjúkdómseinkennum COVID-smitaðra einstaklinga hérlendis.
12.08.2020 - 15:20
Enginn þeirra sem greindust í sóttkví
Enginn þeirra fjögurra sem greindust með COVID-19 við skimun í gær var í sóttkví, en smitin voru öll staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 
Leyfa eins metra reglu í skólum og snertiíþróttir
Eins metra nándarregla verður í framhaldsskólum og háskólum og snertiíþróttir verða leyfðar með skilyrðum í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á miðnætti 14. ágúst. Annað verður óbreytt. Nýjar reglur gilda til 27.ágúst.