Heilbrigðismál

Vill tvöfalt meira bóluefni og réttlátari dreifingu
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallar eftir því að lyfjaframleiðendur tvöfaldi framleiðslu sína á bóluefnum gegn COVID-19 og hvetur til réttlátari dreifingar á þvi bóluefni sem til er. Yfirgnæfandi meirihluti þess fer til ríkustu landa heims, en þróunarríki og önnur lönd sem ekki standa jafnfætis þeim allra ríkustu sitja eftir með sárt enni. Þetta segir Guterres bæði óréttlátt gagnvart fátækari ríkjunum og skaðlegt fyrir heimsbyggðina alla.
Myndskeið
Ekki of seint að kynna endurbætt smitrakningarapp
Endurbætur á smitrakningarappi voru kynntar á upplýsingafundi almannavarna. Verkefnastjóri segir ekki of seint að betrumbæta appið. Landlæknir segir brýnt að virkja appið enda viðbúið að slakað verði á sóttvarnaaðgerðum á næstunni.
Viðtal
„Það eru engar heimildir fyrir þessum refsingum“
Það er með ólíkindum hvernig komið er fram við skjólstæðinga á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans. Þetta segir formaður Geðhjálpar um það sem fram kemur í gögnum sem Embætti landlæknis hefur nú til skoðunar. Hann segir að ofbeldið, refsikúltúr og starfsandinn á deildunum sé það alvarlegasta sem fram kemur í gögnunum.
Myndskeið
Sjúklingar lokaðir inni á herbergi svo mánuðum skiptir
Dæmi er um að sjúklingar á Kleppspítala, öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans, hafi verið lokaðir inni á herbergjum sínum svo vikum og mánuðum skiptir. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að meðferðarkúltúr í geðlæknisfræðum virðist byggja á því að sýna völd.
12.05.2021 - 20:02
Myndskeið
Sóttvarnalæknir fagnar bólusetningaöfund
Sóttvarnalæknir fagnar þeirri bólusetningaröfund sem virðist sprottin upp hjá óbólusettu fólki. Það sé ánægjulegt að fólk vilji bólusetningu. Ekki liggur fyrir hverjir verða bólusettir í næstu viku. 
Myndskeið
Lyfjaþvinganir, ofbeldi og ógnarstjórnun
Embætti landlæknis hefur til athugunar alvarlegar ábendingar um slæman aðbúnað á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans. Þar er meðal annars lýst ofbeldi, lyfjaþvingunum, ógnarstjórnun og miklum samskiptavanda. Ábendingarnar koma frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum. Þær voru meðal annars teknar saman í kjölfar umfjöllunar um vistheimilið Arnarholt. Landlæknisembættið hefur farið í vettvangsheimsóknir vegna málsins og Landspítalinn hefur tekið viðtöl við fjölda starfsmanna.
Svandís segir hugsanlegar afléttingar í næstu viku
Til greina kemur að rýmka samkomutakmarkanir í næstu viku og auka þann fjölda sem má koma saman. Þetta segir heilbrigðisráðherra. Hugsanlega verður líka dregið úr tveggja metra fjarlægðarreglunni.
Uppfærslan auðveldar rakningu þegar tengsl eru óþekkt
Smitrakningarapp embættis landlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Rakning C-19, hefur verið uppfært og nýtir nú Bluetooth-virkni snjalltækja til að styðja við rakningu smita.
Tveir með indverska afbrigðið og dvelja í sóttvarnahúsi
Þrjú kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Einn þeirra smituðu var ekki í sóttkví. Að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis á eftir að greina uppruna þess smits betur. Eitt smit greindist á landamærunum. Almannavarnarstig vegna faraldursins verður fært af neyðarstig niður á hættustig í dag.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Zebranie informacyjne po polsku
Departament Ochrony Ludności oraz Naczelna Izba Lekarska zwołują spotkanie informacyjne w związku z pandemią korona wirusa na Islandii. Spotkanie rozpocznie się o godzinie 11:00 i będzie pokazywane na żywo z polskimi napisami w telewizji RÚV 2 oraz w odtwarzaczu powyżej.
12.05.2021 - 10:50
Mynd með færslu
Í BEINNI
Upplýsingafundur almannavarna 12. maí
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 11:00 í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Ölmu Möller landlækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.
Stúdentaráð hvetur HÍ til að hætta rekstri spilakassa
Stúdentaráð Háskóla Íslands álítur að skólinn eigi ekki að hafa aðkomu að rekstri spilakassa og telur ótækt að stjórnvöld fjármagni ekki byggingar, viðhald auk rannsóknar- og kennslutækja. Löngu sé tímabært að það viðhorf breytist að Háskólinn sjálfur beri ábyrgð á uppbyggingu og viðhaldi húsnæðis síns. 
Yfir 250.000 staðfest COVID-19 dauðsföll á Indlandi
Yfir 250.000 dauðsföll hafa verið rakin til COVID-19 á Indlandi, samkvæmt gögnum indverska heilbrigðisráðuneytisins, og staðfest smit eru ríflega 23 milljónir talsins. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Indlandi dóu 4.205 úr sjúkdómnum síðasta sólarhringinn þar í landi, og nær 350.000 bættust í hóp smitaðra. Þar með eru dauðsföllin orðin 254.197 samkvæmt opinberum tölum og staðfest smit um 23,3 milljónir.
12.05.2021 - 05:28
Indverskt afbrigði COVID-19 hefur dreifst um allan heim
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, greinir frá því að það afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 og talið er meginorsök neyðarástandsins á Indlandi um þessar mundir hafi greinst í tugum ríkja heims. Önnur bylgja heimsfaraldurs kórónaveiru hefur geisað á Indlandi um nokkurra vikna skeið og er sóttin skæðari þar þessa dagana en nokkurs staðar annars staðar.
Kastljós
Tæpur þriðjungur ungs fólks á Íslandi notar nikótínpúða
Sala nikótínpúða hefur margfaldast á stuttum tíma. Í byrjun árs 2019 voru flutt inn 64 kíló á mánuði og í júlí í fyrra voru flutt inn tólf tonn. Áætlað er að um 116 tonn verði flutt inn á þessu ári, miðað við innflutninginn það sem af er ári.
11.05.2021 - 23:08
Rúmlega þúsund bólusett á Austurlandi
Rúmlega þúsund verða bólusett á Austurlandi á morgun, á Egilsstöðum og Eskifirði. Til stendur að klára að bólusetja 1966-árganginn með bóluefni AstraZeneca, halda áfram að bólusetja fólk á aldrinum 18-65 ára með undirliggjandi áhættuþætti með bóluefni Pfizer og Janssen, og einnig á að bólusetja þó nokkurn fjölda starfsfólks leikskóla og grunnskóla.
11.05.2021 - 21:07
Sagði „sérstakt“ að hætta bólusetningum með Janssen
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, forðaðist að gagnrýna ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að taka bóluefni Janssen út úr bólusetningaáætlun landsins en sagði hana „sérstaka“. Leiðtogi Íhaldsflokksins lagði til að forystumenn stjórnmálaflokkanna á danska þinginu yrðu bólusettir með bóluefninu í beinni útsendingu.
Spegillinn
Telur rétt að hinkra með að bólusetja unglinga
Lyfjastofnun Bandaríkjanna heimilaði í gær að bóluefni Pfizer verði notað á börn allt niður í tólf ára aldur. Valtýr Stefánsson barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins býst við ekki við að ungmenni undir 16 ára aldri verði bólusett hér fyrr en í haust í fyrsta lagi.
11.05.2021 - 16:33
Smitrakningarappið fær andlitslyftingu og bláar tennur
Búið er að uppfæra virkni smitrakningarforritsins fyrir snjalltæki þannig að það nýtir nú bluetooth-virkni snjalltækja til að styðja við rakningu smita. Talsverðar tafir hafa verið á þessari uppfærslu.
11.05.2021 - 13:26
Forsætisráðherra bólusett með Pfizer
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, bættist í hádeginu í hóp ráðherra sem hafa fengið bóluefni við COVID-19. Hún mætti í gulum bol í Laugardalshöll og fær seinni sprautuna eftir þrjár vikur. Aðrir ráðherra sem hafa fengið bóluefni eru meðal annars Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem bæði voru bólusett með AstraZeneca.
Eitt nýtt smit í Skagafirði - níu í einangrun
Níu er í einangrun á Sauðárkróki og nærri 400 í sóttkví. Eitt nýtt smit greindist þar í gærkvöld sem tengist starfsmanni grunnskólans. Sá var í sóttkví. Enginn af þeim sem smitast hefur í Skagafirði er mikið veikur.
Smit utan sóttkvíar áhyggjuefni og fleiri gætu bæst við
Þrír greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og voru tveir þeirra utan sóttkvíar. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans telur að faraldurinn sé á niðurleið en smit utan sóttkvíar valdi alltaf áhyggjum.
11.05.2021 - 12:02
Þrjú smit og tvö utan sóttkvíar
Þrjú kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Tvö þeirra greindust hjá einstaklingum sem voru ekki í sóttkví. Eitt smit greindist á landamærunum hjá einstaklingi sem var með mótefni.
11.05.2021 - 10:51
Um 200 Skagfirðingar skimaðir í dag
Um tvö hundruð Skagfirðingar voru skimaðir fyrir COVID-19 í dag og hátt í fjögur hundruð eru í sóttkví. Eina skipulagða hópskimun dagsins var í tengslum við leikskóla á Sauðárkróki þar sem smit hafði greinst, en margir fóru sjálfir í skimun vegna einkenna eða til að gæta öryggis. Þetta segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra, í samtali við fréttastofu.
10.05.2021 - 23:19
Gefa grænt ljós á bólusetningar barna í Bandaríkjunum
Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer leyfi fyrir bóluefni við COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Stofnunin segir leyfið marka tímamót í baráttunni við faraldurinn. Matvæla- og lyfjastofnunin hafði áður gefið bráðabirgðaleyfi fyrir því að efnið yrði gefið börnum niður í sextán ára aldur.
10.05.2021 - 22:10