Heilbrigðismál

Nýra úr svíni grætt í mann
Tilraun bandarískra vísindamanna við að græða nýra úr svíni tímabundið í manneskju gekk að óskum og er vísir að miklum framtíðarmöguleikum að þeirra mati. Nýrað var tekið úr sérræktuðu svíni, og grætt í heiladauðan mann í öndunarvél, með samþykki fjölskyldu mannsins.
Sjónvarpsfrétt
Fór í aðgerð á vinstra auga - kom blindur út á hægra
Karlmaður, sem gekkst undir leysiaðgerð á vinstra auga en kom blindur út á því hægra, er ósáttur við þá skoðun Landlæknis að mistök hafi ekki verið gerð. Upplýsingagjöf augnlæknis til mannsins er talin ámælisverð. Dómkvaddir matsmenn telja víst að mjög sjaldgæfur fylgikvilli aðgerðar hafi valdið sjóntapinu. 
Mögulega takmarkanir haski fólk sér ekki í bólusetningu
Ef raunin verður sú að ekki nógu hátt hlutfall fólks láti bólusetja sig við covid á Englandi þá þarf líklega að grípa til takmarkana á ný. Þetta kom fram í máli Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, á upplýsingafundi nú síðdegis. Smitum hefur fjölgað hratt á Englandi að undanförnu.
20.10.2021 - 18:55
Starfsfólk New Yorkborgar skikkað í bólusetningu
Borgaryfirvöld í New York fyrirskipuðu í dag öllum borgarstarfsmönnum sem enn hafa ekki látið bólusetja sig að fullu gegn kórónuveirunni að drífa í því fyrir næstu mánaðamót. Að öðrum kosti verði þeir sendir í launalaust leyfi.
20.10.2021 - 17:27
Bandaríkin
Stefna að bólusetningu á 5 til 11 ára á næstunni
Byrjað verður að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára við COVID-19 í Bandaríkjunum á næstunni, samkvæmt tilkynningu sem Hvíta húsið sendi út í dag. Sóttvarnastofnun landsins og Matvæla- og lyfjaeftirlitið eiga eftir að gefa grænt ljós á bólusetningar barna.
Spegillinn
Bólusetning leysir ekki allan COVID-vandann
Eftir að vera í fararbroddi í að bólusetja gegn COVID-19 hafa Bretar nú tapað þeirri forystu. Ensk heilbrigðisyfirvöld felldu niður varnir í sumar, aðrir landshlutar hafa farið sér hægar. Vonir um að víðtæk bólusetning myndi eins og sér ráða niðurlögum veirufaraldursins hafa ekki gengið eftir. Nýjum tilfellum fjölgar mjög, nýtt breskt Delta-afbrigði komið upp. Vetrarhorfurnar eru því heldur kvíðvænlegar þó vísindamenn búist ekki að það verði þörf á lokunum líkt og í fyrravetur.
Rússar verða sendir í frí vegna COVID-19
Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði í dag að landsmenn taki sér frí frá vinnu dagana 30. október til 7. nóvember. Þetta er gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.
20.10.2021 - 14:06
Staða í skólum að mörgu leyti erfiðari en áður í COVID
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur telur stöðuna í skólum að mörgu leyti erfiðari við að eiga nú en á fyrri stigum Covidfaraldursins. Dæmi eru um að skólabörn hafi þurft að fara allt að sjö sinnum í sóttkví.
20.10.2021 - 08:19
Afléttingar sem tóku gildi á miðnætti
Talsverðar afléttingar hafa tekið gildi. Almenn grímuskylda er ekki lengur við lýði og nú mega 2.000 manns koma saman. Gert er ráð fyrir að öllum samkomutakmörkunum verði aflétt eftir fjórar vikur.
20.10.2021 - 07:23
Leggja til átta daga frí í Rússlandi
Rússneska stjórnin leggur til að landsmenn fái átta daga frí frá vinnu um næstu mánaðamót í þeirri von að smitum af kórónuveirunni fækki. Ástandið fer hríðversnandi og bólusetning gegn veirunni gengur mun hægar en stefnt var að.
19.10.2021 - 17:31
Myndskeið
Segist ekki sjá neitt ástand vegna COVID á sjúkrahúsinu
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kveðst ekki sjá neitt ástand sem skýrist af kórónuveirufaraldrinum á Landspítalanum. Hann kveðst hins vegar fagna þeirri góðu stöðu sem Ísland er komið í. Í dag var tilkynnt um afléttingu allra sóttvarnaaðgerða í skrefum næstu fjórar vikur.
Pfizer gæti fengið leyfi fyrir yngri börn í desember
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hefur hafist handa við að meta umsókn sem varðar notkun COVID-19 bóluefnis Pfizer og BioNTech hjá börnum 5-11 ára. Nefndin metur gögn sem berast úr klínískri rannsókn sem nú stendur yfir í þessum aldurshópi.
19.10.2021 - 14:44
Taldi sér skylt samkvæmt lögum að aflétta aðgerðum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir í minnisblaði sem hún kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að þótt aflétting allra takmarkana í sumar hafi leitt til stærstu bylgju kórónuveirufaraldursins væri henni skylt samkvæmt sóttvarnalögum að leitast í sífellu við að aflétta gildandi sóttvarnaráðstöfunum í samræmi við þróun farladursins.
80 smit greindust í gær - helmingur utan sóttkvíar
80 greindust með kórónuveiruna í gær, þar af var tæplega helmingur utan sóttkvíar. Ekki hafa jafn mörg smit greinst á einum degi síðan í lok ágúst. Staðan á Landspítalanum er óbreytt; sjö liggja inni en enginn þeirra er á gjörgæslu.
Morgunvaktin
Segir brýnt að halda áfram skimun við landamærin
Með áframhaldandi skimun við landamærin er hægt að komast hjá því að hingað berist skæð og smitandi afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands.
Grímuskyldu aflétt og tvö þúsund mega koma saman
Öllum sóttvarnaaðgerðum verður aflétt í tveimur skrefum á næstu fjórum vikum. Fyrra skrefið verður tekið á miðnætti þegar grímuskyldu verður aflétt, tvö þúsund mega koma saman og opnunartími skemmtistaða lengist um klukkutíma. Eftir fjórar vikur stendur til að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum ef allt gengur að óskum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, upplýsti um þetta eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun.
19.10.2021 - 09:51
Þorgerður vill rífa plásturinn af - Inga fylgir Þórólfi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vill að ríkisstjórnin taki skrefið til fulls og aflétti öllum sóttvarnatakmörkunum. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vill fylgja ráðleggingum Þórólfs Guðnasonar og taka varfærin skref. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að nýta eigi svigrúmið núna til að létta aðeins á. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að ef ástandið á Landspítalanum væri í lagi væri hægt að aflétta öllu.
Metfjöldi covid-smita á Nýja-Sjálandi
Metfjöldi COVID-19 smita greindist á Nýja-Sjálandi í gær. Heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í morgun að 94 hefðu greinst með COVID-19 síðasta sólarhringinn. Fyrra met hljóðaði upp á 89 smit á einum degi og er síðan í apríl á síðasta ári. Tilkoma delta-afbrigðisins veldur þessu, en hröð útbreiðsla þess varð til þess að stjórnvöld á Nýja-Sjálandi sáu sér ekki annað fært en að hverfa frá fyrri stefnu sinni um „Núll-covid.“
Þýskaland
Neyðarstigi vegna COVID-19 aflétt í lok nóvember
Neyðarstigi vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar verður aflétt í Þýskalandi 25. nóvember næstkomandi, rúmlega hálfu öðru ári eftir að því var lýst yfir, þar sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara ekki fram á frekari framlengingu þess.
19.10.2021 - 01:17
Færeyingum býðst þriðja og jafnvel fjórða sprautan
Landlæknir Færeyja hvetur landsmenn til að þiggja þriðju bólusetninguna gegn COVID-19 en hann útilokar ekki frekari bólusetningar gegn veirunni í framtíðinni.
Bólusetning hafin gegn inflúensu
Byrjað var að bólusetja gegn inflúensu víða á landinu í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að að fólk í forgangshópum geti komið á heilsugæslustöðvar milli klukkan hálfníu og hálffjögur alla virka daga til að fá bólusetningu.
18.10.2021 - 16:51
Þingmaður vill gera aðgengi að skotvopnum erfiðara
Þingmaður vill herða vopnalöggjöf í Grænlandi til verndar börnum og þeim sem eiga við andlega erfiðleika að stríða. Lögreglan í landinu viðurkennir vandann en allmörg dæmi eru um að börn hafi orðið fyrir voðaskoti og látið lífið. Tíðni sjálfsvíga er jafnframt einhvers sú mesta í heimi.
Miklu færri börn látast af slysförum en áður
Dánartíðni barna hér á landi er margfalt lægri en fyrir fimmtíu árum og sérstaklega hefur þeim fækkað sem látast af slysförum. Á árunum 1971-1978 létust 188 börn af slysförum, hlutfallslega fleiri en í nágrannalöndunum, en mjög tók að draga úr dánartíðni vegna slysa á seinni hluta 20. aldar og til samanburðar voru dauðsföllin 31 á tímabilinu 2009-2018.
18.10.2021 - 15:48
20-40 bíða á bráðamóttöku
Það ræðst af mörgum þáttum hvort færa þarf Landspítala af óvissustigi yfir á hættustig. Þetta kemur fram í minnisblaði til heilbrigðisráðuneytisins. Ef spítalinn verður færður á hættustig verður dregið úr annarri starfsemi. Sóttvarnalæknir óttast að ef öllum takmörkunum verði hætt fjölgi smitum líkt og gerðist síðasta sumar. 
18.10.2021 - 15:09
Myndskeið
Heilsupössum mótmælt á Ítalíu
Lögregla í Trieste á Ítalíu beitti táragasi og háþrýstidælum í dag til að sundra hópi hafnarverkamanna, sem mótmæla reglum um svonefnda heilsupassa. Þá þurfa allir að hafa til að mega mæta til vinnu.
18.10.2021 - 14:12