Heilbrigðismál

Nýjar reglur um fullbólusetta ferðamenn til Bretlands
Fullbólusettir Bandaríkjamenn og fólk frá ríkjum Evrópusambandsins þurfa ekki lengur að sæta sóttkví við komuna til Bretlands. Forsvarsmenn flugfélaga kalla eftir því að fleiri lönd komist á grænan lista í landinu.
Útgöngubann framlengt í Brisbane og næsta nágrenni
Áströlsk yfirvöld hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í Brisbane og nærliggjandi héruðum í suðvesturhluta Queensland. Aflétta átti banninu á þriðjudagsmorgun en það verður framlengt fram á næsta sunnudag.
Þrjú ný kórónuveirusmit á Grænlandi
Enn fjölgar kórónuveirusmitum á Grænlandi. Þrennt greindist með COVID-19 í gær og því eru alls fjörutíu og fjögur smituð í landinu.
Telur unnt að komast hjá hörðum samkomutakmörkunum
Ekki er búist við að grípa þurfi til harðra samkomutakmarkana í Bandaríkjunum þrátt fyrir talsverða fjölgun kórónuveirusmita af Delta-afbrigðinu.
Pfizer og Moderna hækka verð bóluefna sinna
Nýjasti afhendingarsamningur um covid-bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna til Evrópusambandsins leiðir í ljós að verðið á hverjum skammti hefur hækkað. Sambandið stefnir að því að stærstur hluti fólks verði fullbólusettur innan skamms.
Nýtt farsóttarhús tekið til notkunar
Nýtt farsóttarhús var tekið til notkunar í dag og er það til húsa í Storm Hóteli við Þórunnartún. Þar með bætast 80 herbergi við þau sem farsóttarhúsin hafa þegar til afnota. Umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins vonar að starfsemin sé þar með komin fyrir vind.
Smit hjá starfsmanni á Grund
Starfsmaður á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Grund greind­ist með kór­ónu­veiruna í gær. Þegar eru tveir heim­il­is­menn og einn starfsmaður með veiruna.
01.08.2021 - 14:42
Tregða til bólusetninga
Yfirvöld í fjölmörgum ríkjum hafa áhyggjur af því að hægar gangi að bólusetja gegn COVID-19 eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir. Víða hefur verið gripið til ráðstafana til að hvetja fólk til láta bólusetja sig. Bólusetningatregða er misjafnlega útbreidd, töluverður hluti Bandaríkjamanna, Frakka og Rússa, svo dæmi séu tekin, er tortrygginn eða andvígur bólusetningum. Hið sama gildir í mörgum ríkjum í Austur-Evrópu.
Tvær innlagnir á spítala í gær
Óbólusettir komufarþegar fá ekki lengur að fara í skimunarsóttkví í farsóttarhúsum og segir forstöðumaður húsanna að það létti verulega á álaginu. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær.
83 smit í gær - helmingur í sóttkví
83 covid-smit greindust innanlands í gær, þar af var rétt rúmlega helmingur í sóttkví. Þetta er minnsti fjöldi smita sem greinist frá síðasta sunnudegi en alla jafna fara færri í sýnatöku um helgar en virka daga og sömuleiðis greinast færri smit. Litlu hærra hlutfall þeirra sem mættu í sýnatöku í gær reyndist smitað en var raunin í fyrradag, 3,2 prósent á móti 3,1 prósenti.
01.08.2021 - 11:01
Forsetinn vill huga betur að lýðheilsu og geðheilsu
Það er víðtækri bólusetningu að þakka að fáir hafa veikst alvarlega enn sem komið er í síðustu bylgju covid, segir Guðni Th. Jóhannesson forseti. Þetta segir Guðni í pistli sem hann skrifar í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá því hann tók við embætti. Forsetinn segir nauðsynlegt fyrir Íslendinga að huga fyrr eða síðar rækilega að framtíð heilbrigðismála í heild sinni. Mest sé um vert að gera enn betur en nú í lýðheilsu, geðheilsu og forvirkum aðgerðum á þeim sviðum.
YouTube bannar sjónvarpsstöð Murdoch vegna falsfrétta
Streymisveitan YouTube tilkynnti í dag að sjónvarpsstöðinni Sky News í Ástralíu verði bannað að hlaða efni inn á síðuna í eina viku, vegna falsfréttaflutnings af kórónuveirunni. 
01.08.2021 - 08:57
Slökkvilið fór í 56 covid-flutninga síðasta sólarhring
Síðasti sólarhringur var erilsamur hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem fór í 155 sjúkraflutninga og þar af 56 covid-flutninga sem krefst meiri viðbúnaðar.
Herstjórnin í Mjanmar lofar kosningum árið 2023
Min Aung Hlaing, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, tilkynnti í sjónvarpsávarpi að neyðarástandi yrði aflétt í landinu og gengið til kosninga fyrir ágúst árið 2023.
01.08.2021 - 05:57
Unnið að þróun bóluefnis í töfluformi gegn COVID-19
Ísraelska lyfjafyrirtækið Oramed vinnur nú að þróun lyfs við COVID-19 sem hægt væri að taka í pilluformi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir lyf á töfluformi hafa marga kosti umfram þau sem gefin eru með sprautu.
Sóttvarnahús verða bara fyrir fólk í einangrun
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að breyta reglugerð þannig að farsóttarhús verði aðeins fyrir fólk í einangrun. Fólk sem þarf í sóttkví vegna COVID-19 verður að leita annað. Undanfarið hefur verið mikið álag á sóttvarnahús og tvísýnt um pláss fyrir fólk sem er í einangrun vegna covid-smits.
31.07.2021 - 18:30
Smitrakningarteymið hringir bara í þau sem smitast
Smitrakningarteymið hringir nú aðeins í það fólk sem hefur smitast af covid. Þau sem eru útsett fyrir smiti og þurfa að fara í sóttkví fá skilaboð en ekki símtal.
31.07.2021 - 17:47
Skyldubólusetningu og heilsupassa mótmælt í Frakklandi
Þúsundir komu saman á götum Parísar og fleiri borga Frakklands í dag til þess að mótmæla nýjum lögum sem samþykkt voru í vikunni.
31.07.2021 - 14:48
Óttast að metið verði slegið aftur eftir helgi
Búist er við að met í fjölda covid-smita verði slegið í næstu viku og að álag á heilbrigðiskerfið aukist, en aldrei hafa fleiri smit greinst og í gær. Varðstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins býst við miklum fjölda covid-tengdra sjúkraflutninga á næstunni. 
31.07.2021 - 12:48
Aldrei fleiri smit innanlands
145 covid-smit greindust innanlands í gær. Þau hafa aldrei verið fleiri hérlendis í faraldrinum. Jafnframt hefur sýnum frá fimmtudegi þar sem covid-smit greinist fjölgað úr 112 í 124. Enn er verið að greina sýni og því gætu tölur dagsins hækkað eftir uppfærslu á morgun.
31.07.2021 - 10:54
Hvetur til bólusetningar ófrískra kvenna vegna delta
Ný rannsókn á afleiðingum delta-afbrigðis COVID-19 varð til þess að bresk yfirvöld skoruðu á ófrískar konur að fara í bólusetningu. Rannsóknin leiddi í ljós að samfara því að delta hefur breiðst út í Bretlandi hefur þeim ófrísku konum sem veikjast alvarlega fjölgað mjög.
31.07.2021 - 10:39
Ekkert nýtt smit á Ási
Ekkert nýtt covid-smit greindist meðal heimilisfólks og starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði þegar það var skimað í gær. Starfsmaður Áss greindist með covid í vikunni og því voru 33 heimilismenn og tveir starfsmenn skimaðir. Áfram verður lokað fyrri heimsóknir á Ási.
31.07.2021 - 09:46
Erilsamur sólarhringur að baki hjá Slökkviliðinu
Talsverður erill var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins undanfarinn sólarhring. Liðið fór í um 156 sjúkraflutninga, 32 forgangsútköll og 29 vegna COVID-19. Nokkuð var um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna í gærkvöld og í nótt.
Andlátum vegna ópíóðafíknar fjölgar ekki hér á landi
Dauðsföllum vegna ópíóðafíknar hefur ekki fjölgað vegna lyfjaeitrunar þrátt fyrir aukna neyslu. Fleiri voru lögð inn á Vog vegna ópíóðafíknar á síðasta ári en árin þar á undan. Yfirlæknir á Vogi telur að þakka megi meðferð og velferðarkerfi að andlátin séu ekki fleiri hér.
Þriggja daga útgöngubann í Queensland í Ástralíu
Milljónum íbúa Brisbane, þriðju stærstu borgar Ástralíu, og Queensland verður gert að halda sig heima í þrjá daga vegna aukinnar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Ráðstafanirnar taka gildi síðdegis í dag laugardag.
31.07.2021 - 05:18