Heilbrigðismál

Biður fólk að hætta þessu COVID-væli
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hvetur landsmenn til að hætta öllu COVID-væli. Þrettán hundruð manns hafa dáið af völdum farsóttarinnar að meðaltali síðustu daga.
Neyðarástand framlengt í Japan
Stjórnvöld í Japan framlengdu neyðarástand vegna COVID-19 farsóttarinnar um hálfan mánuð í dag, til 21. mars. Það nær til höfuðborgarinnar Tókýó og næstu héraða.
05.03.2021 - 15:47
Vill afnema einkaleyfi fyrir bóluefni við COVID-19
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hvatti í dag til þess að einkaleyfi fyrir bóluefnum við COVID-19 yrðu afnumin til þess að tryggja að hægt væri að framleiða og selja ódýrar eftirgerðir af þeim.
Viðtal
Engar tilslakanir í kortunum í bili
Sóttvarnayfirvöld huga ekki að frekari tilslökunum eins og stendur, enda hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagst ekki telja æskilegt að slaka á sóttvarnareglum á meðan jarðhræringarnar á Reykjanesskaga standa sem hæst.
05.03.2021 - 13:48
Hefur tilkynnt borgina til barnaverndaryfirvalda
Ingvar Páll Ingason, faðir drengs í Fossvogsskóla, hefur tilkynnt barnaverndaryfirvöldum um það sem hann nefnir ofbeldi Reykjavíkurborgar gagnvart barninu. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Ingvars.
Ekkert nýtt smit innanlands
Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Tveir greindust á landamærunum og að minnsta kosti annað smitanna er virkt en enn er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu á hinu sýninu.
05.03.2021 - 11:10
27 þúsund fengið að minnsta kosti fyrri bólusetningu
Alls hafa rétt rúmlega 27 þúsund Íslendingar fengið að minnsta kosti fyrri bólusetningu við COVID-19 og hátt í 13 þúsund eru fullbólusettir. Fimm þúsund voru bólusettir í þessari viku, fólk í aldurshópnum 80-89 ára og heilbrigðisstarfsfólk.
05.03.2021 - 10:48
Myndskeið
Bagalegt að dreifingaráætlun skorti eftir mars
Sóttvarnalæknir segir að ekki sé rétti tíminn til að létta á sóttvarnaaðgerðum á meðan jörð skelfur á Reykjanesskaga, þrátt fyrir að einungis eitt smit hafi greinst undanfarna tólf daga. Hann segir bagalegt að áætlun fyrir dreifingu bóluefna eftir mars liggi ekki fyrir. Ljóst sé að bóluefnasamstarf Evrópuríkjanna hafi þróast með öðrum hætti en vonir stóðu til. 
Vinna saman í baráttu við veiruna
Leiðtogar Danmerkur, Austurríkis og Ísraels sammæltust í dag um að stofna sjóð til að efla þróun og framleiðslu bóluefnis gegn COVID-19. Þau hittust í dag á fundi í Jerúsalem. Mette Frederiksen vísar á bug að með fundinum hafi hún átt þátt í að styrkja stöðu Benjamíns Netanyahus fyrir komandi þingkosningar.
04.03.2021 - 17:53
Foreldrar krefjast tafarlausra úrbóta í Fossvogsskóla
Foreldrar barna, sem hafa fundið fyrir veikindum vegna mygluvanda í Fossvogsskóla, telja mjög alvarlegt að foreldrum hafi ekki verið greint frá því tafarlaust að skaðlegar sveppategundir finnast víða í skólanum. Borgin hljóti að íhuga að rýma skólann þar til lausn er fundin.
Allt að ársbið eftir tíma hjá geðlækni
Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafn erfitt að fá tíma hjá geðlækni og nú. Þetta segir formaður Geðlæknafélagsins. Sjálfstætt starfandi læknar taka sjaldnast nýja sjúklinga og biðtími er allt að ár. Dæmi eru um að fólk hafi gefist upp á biðinni og leitað til útlanda eftir læknisþjónustu.
04.03.2021 - 16:05
HSU tekur við hjúkrunarheimilinu í Vestmannaeyjum
Heilbrigðisstofnun Suðurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmannaeyjum um næstu mánaðarmót. Bæjarráð Vestmannaeyja segir fráleitt að ásaka sveitarfélög um að nota fjármagn, sem ætlað er til reksturs hjúkrunarheimila, í óskyldan rekstur.
Mygla fannst í Álfhólsskóla
Einni álmu í Álfhólsskóla í Kópavogi var í dag lokað vegna myglu sem greindist í þaki byggingarinnar, sem hýsir meðal annars stofur fyrir list- og verkgreinar auk sérkennslustofa.
04.03.2021 - 14:58
Búið að bólusetja 4 milljónir Rússa
Rúmlega tvær milljónir Rússa hafa verið bólusettar tvisvar sinnum með Sputnik V bóluefninu og tvær milljónir til viðbótar einu sinni. Vladimír Pútín upplýsti þetta þegar hann ræddi við sjálfboðaliða í Moskvu í dag.
04.03.2021 - 14:57
Fleiri komu en vænst var og bóluefni kláraðist
Um fimmtíu manns á níræðisaldri þurfti að hverfa frá Laugardalshöll þegar bóluefni kláraðist í gær. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk hafa tekið þessu almennt mjög vel. 
Einn greindist með suðurafrískt afbrigði COVID-19
Frá því að krafa um neikvætt PCR próf við komuna til landsins hafa 1.600 slíkum vottorðum verið framvísað. Af þeim hafa 8 verið með virkt smit sem hafa greinst við sýnatöku. Fyrr í vikunni greindist svokallað suður afríska afbrigði veirunnar. 
04.03.2021 - 12:07
Sputnik til skoðunar hjá Lyfjastofnun Evrópu
Lyfjastofnun Evrópu hefur tekið til skoðunar Sputnik, rússneska bóluefnið við kórónuveirunni. Verði bóluefnið samþykkt verður það hið fyrsta sem tekið er í notkun í Evrópusambandsríkjum framleitt utan Vesturlanda. 
04.03.2021 - 11:53
Mynd með færslu
Í BEINNI
Zebranie informacyjne po polsku
Departament Ochrony Ludności oraz Naczelna Izba Lekarska zwołują spotkanie informacyjne w związku z pandemią korona wirusa na Islandii. Spotkanie rozpocznie się o godzinie 11:00 i będzie pokazywane na żywo z polskimi napisami w telewizji RÚV 2 oraz w odtwarzaczu powyżej.
04.03.2021 - 10:34
Upplýsingafundur
Upplýsingafundur almannavarna 4. mars 2021
Almannavarnir og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar klukkan 11 í dag. Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir svara spurningum fjölmiðlamanna í dag.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Sturgeon í kröppum dansi
Íhaldsflokkurinn í Skotlandi hefur lagt fram vantrauststillögu á Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands og leiðtoga Skoska þjóðarflokksins, SNP, vegna meintra ósanninda hennar um meðferð kærumála kvenna á Alex Salmond, fyrrverandi leiðtoga SNP. Sturgeon bar vitni fyrir þingnefnd í allan gærdag. Fréttaskýrendur telja hana hafa staðið af sér atlögu Íhaldsmanna sem þó segja spurningum ósvarað og ætla að halda vantrauststillögunni til streitu.
Ástralía lokuð fram í miðjan júní hið minnsta
Ástralía verður lokuð erlendu ferðafólki til 17. júní hið minnsta, til að hamla útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19. Þetta upplýsti heilbrigðisráðherrann Greg Hunt á þriðjudag. Áströlsk stjórnvöld framlengja þannig allsherjarsóttkví landsmanna um hálfan fjórða mánuð, en þau lokuðu landinu fyrir erlendum ferðalöngum í mars í fyrra.
04.03.2021 - 03:50
Enn fjölgar COVID-dauðsföllum í Brasilíu
Metfjöldi dauðsfalla var rakinn til COVID-19 í Brasilíu í gær, annan daginn í röð, og geisar farsóttin nú af svo miklum þunga í fjölmennustu borg landsins, Sao Paulo, að yfirvöld í borginni og samnefndu ríki ákváðu að grípa til víðtækra lokana. 1.910 dauðsföll voru rakin til COVID-19 í Brasilíu síðasta sólarhringinn, samkvæmt gögnum heilbrigðisráðuneytisins og nálgast þau nú 260.000. Eru þau hvergi fleiri, utan Bandaríkjanna.
Slakað á sóttvarnaaðgerðum í Þýskalandi
Angela Merkel, Þýskalandskanslari, boðar tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum frá og með mánudegi. Mjög hefur verið þrýst á stjórnina í Berlín síðustu vikur, að draga úr fjölda- og samkomutakmörkum og heimila opnun og starfsemi margs konar verslana og þjónustufyrirtækja sem verið hafa lokuð mánuðum saman. Hefur sá þrýstingur ekki síst komið frá stjórnvöldum hinna einstöku sambandsríkja, en líka frá almenningi, sem er orðinn langþreyttur á þeim þröngu skorðum sem hversdeginum er settur í farsóttinni.
04.03.2021 - 00:50
HSA tekur við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð
Heilbrigðisstofnun Austurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar á Eskifirði og Uppsala á Fáskrúðsfirði 1. apríl. Fjarðabyggð var eitt fjögurra sveitarfélaga sem sagði upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimila.
Útgöngubann í Slóvakíu
Stjórnvöld í Slóvakíu lýstu í dag yfir útgöngubanni frá átta að kvöldi til fimm að morgni. Það gengur í gildi í kvöld og stendur að minnsta kosti til nítjánda mars. Jafnframt er því beint til landsmanna að halda sig sem mest heima að degi til nema til að fara til og frá vinnu, til læknis eða til að viðra heimilisdýrin. 
03.03.2021 - 16:02