Heilbrigðismál

Högg kórónuveirunnar gæti orðið þyngra en bankahrunið
Landsframleiðsla dróst saman um 10,4 prósent á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Í Evrópu var samdrátturinn hvergi meiri en á Íslandi á tímabilinu. Skýringin er algjört hrun í ferðaþjónustu. Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík segir líkur á því að höggið vegna kórónuveirufaraldursins geti orðið þyngra en í bankahruninu.
30.11.2020 - 12:39
Gátlisti almannavarna fyrir hátíðirnar
Fólk er hvatt til að velja sér jólavini og versla á netinu, í jólaleiðbeiningum Almannavarna vegna COVID-19. Markmiðið er að fækka þeim eins og kostur er sem smitast, en eiga samt góðar stundir um hátíðirnar.
30.11.2020 - 11:48
Áfram margt bannað en við megum föndra „jólakúlur”
Íslendingar eru hvattir til þess að búa sér til sínar eigin „jólakúlur” yfir hátíðarnar, sem er heiti almannavarna yfir þá þröngu hópa sem fólk má hitta á aðventunni. Þetta er í takti við það sem tíðkast víða erlendis, eins og í Danmörku og á Bretlandi. Ekki er hægt að búast við miklum tilslökunum á sóttvörnum á næstunni, samkvæmt sóttvarnarlækni. Þó er ekki verið að segja fólki að sitja inni og hitta engan, því það væri „lockdown”, sagði hann á upplýsingafundi nú fyrir hádegi.
Þrír í sóttkví við greiningu 8 nýrra innanlandssmita
8 ný innanlandssmit greindust í sýnatöku gærdagsins. Aðeins þrír voru í sóttkví við greiningu. Nú eru 187 í einangrun með COVID-19 og 716 í sóttvkí eftir að hafa komist í tæri við kórónuveiruna. 41 er á sjúkrahúsi með COVID-19, þar af 2 á gjörgæslu.
30.11.2020 - 10:59
Geta framvísað vottorði um COVID-19 smit
Frá og með 10. desember geta þeir sem hafa greinst með COVID-19 og náð heilsu á ný framvísað vottorði þess efnis við komuna til landsins. Hingað til hafa þeir sem hafa fengið COVID-19 ekki verið undanskildir þröfu um tvöfalda skimun og sóttkví, eða 14 daga sóttkví.
30.11.2020 - 10:51
Myndskeið
Upplýsingafundur almannavarna 30. nóvember
Almannavarnir og embætti landlæknis halda upplýsingafund í dag vegna heimsfaraldurs COVID-19. Fundurinn hefst klukkan 11 og verður sýndur í Sjónvarpinu og í spilaranum hér að ofan, auk þess sem honum verður útvarpað á Rás 2. Hér fyrir neðan verður beint textastreymi frá fundinum.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Zebranie informacyjne po polsku
Departament Ochrony Ludności oraz Naczelna Izba Lekarska zwołują spotkanie informacyjne w związku z pandemią korona wirusa na Islandii. Spotkanie rozpocznie się o godzinie 11:00 i będzie pokazywane na żywo z polskimi napisami w telewizji RÚV 2 oraz w odtwarzaczu powyżej.
30.11.2020 - 10:40
Hvergi meiri samdráttur í Evrópu en á Íslandi
Landsframleiðsla á þriðja ársfjórðungi dróst saman um 10,4 prósent borið við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er mesti samdráttur á þriðja ársfjórðungi í þeim Evrópulöndum sem hafa birt bráðabirgðaniðurstöðu sína.
Segir brýnast að bólusetja þá allra elstu
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fólki skuli raðað nákvæmar eftir aldri í forgangshópa fyrir bólusetningu gegn COVID-19 heldur en sóttvarnalæknir leggur til, sérstaklega í ljósi þess hversu mjög dánartíðni hækkar með aldri. Fyrst ætti að bólusetja þá allra elstu. Kári var gestur í Morgunútvarpinu í morgun.
30.11.2020 - 09:19
Nuddari og námskeiðahaldari fá ekki lokunarstyrki
Yfirskattanefnd hefur staðfest tvær ákvarðanir ríkisskattstjóra þar sem beiðnum um lokunarstyrki var hafnað. Í öðru málinu var deilt um hvort hægt hefði verið að halda rekstri áfram þrátt fyrir sóttvarnareglur en í hinu hvort rekstur viðkomandi uppfyllti skilyrði um umfang rekstrar.
Tillögum skilað til ráðherra og upplýsingafundur í dag
Almannavarnir og embætti landlæknis halda upplýsingafund í dag vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn hefst klukkan 11 og verður sýndur í Sjónvarpinu, á vefnum og honum útvarpað á Rás 2.
30.11.2020 - 09:02
Bændur í Skagafirði fá sálrænan stuðning
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og fulltrúar sveitarfélaga í Skagafirði hafa undirritað samkomulag við Kristínu Lindu Jónsdóttur sálfræðing um að veita sauðfjárbændum sálrænan stuðning og ráðgjöf vegna riðuveiki í Skagafirði.
30.11.2020 - 08:19
Fauci varar við „bylgju á bylgju ofan“ eftir helgina
Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varaði þjóðina við því í gær að fjöldi kórónuveirusmita gæti stóraukist þar í landi í kjölfar þakkargjörðarhátíðarinnar sem var haldin á fimmtudag.
30.11.2020 - 07:00
Landamæri Chile opnuð á ný eftir 8 mánaða lokun
Stjórnvöld í Chile hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir erlendum ferðalöngum eftir átta mánaða langt ferðabann, sem innleitt var til að stemma stigu við útbreiðslu kórónaveirufarsóttarinnar í landinu. Sebastián Piñera, forseti Chile, tilkynnti afnám ferðabannsins og sagði það mikilvægan áfanga í áætlun stjórnvalda um opnun landsins og tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum.
Kínverjar reyna að sverja af sér kórónaveiruna
Kínversk yfirvöld vinna nú að því hörðum höndum að reyna að breyta sögu COVID-19 farsóttarinnar og kórónaveirunnar sem veldur henni, af kínverskum ríkisfjölmiðlum að dæma. Í þeim birtast nú æ fleiri umfjallanir, þar sem dregið er í efa að SARS-CoV-2 veiran sé í raun upprunnin í kínversku borginni Wuhan, þar sem hún greindist fyrst í mönnum um þetta leyti í fyrra.
29.11.2020 - 23:56
„Ég held að það sé talsvert af smitum þarna úti“
Mikill munur er á smitstuðlinum í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins og í þeirri fyrstu. Helmingi færri COVID-19 smit greindust í gær en í fyrradag, en of snemmt er að segja til um hvort það hafi áhrif á stuðulinn. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að búast megi við að áfram muni um og yfir tuttugu smit greinast daglega.
Kastast í kekki milli Þórólfs og Kára
Svo virðist sem það hafi kastast hafi aðeins í kekki milli Þórólfs Guðnasonar og Kára Stefánssonar eftir að sá síðarnefndi lýsti þeirri skoðun sinni að skilaboð sóttvarnayfirvalda hefðu mögulega valdið því að fólk hefði slakað of mikið á í sóttvörnum. Kári segir það einfaldlega rangt að hann hafi nokkurn tímann veist að Þórólfi sem finnst ómaklega að sér vegið af fóstbróður sínum í COVID-baráttunni.
Tvö eða færri smit í fjórum landshlutum
Í fjórum af átta landshlutum eru nú tvö eða færri kórónuveirusmit. Enginn er í sóttkví á Norðurlandi vestra og einn á Austurlandi. Flestir þeirra sem nú eru með virkt smit eru á sextugsaldri. 
Tíu greindust með smit - átta voru í sóttkví
Tíu greindust með kórónuveiruna í gær. Þar af voru átta þegar í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Tölunum ber þó að taka með fyrirvara þar sem færri sýni eru yfirleitt tekin um helgar. Fjórtán greindust með veiruna á landamærunum.
Bændur fá sálfræðistuðning vegna riðuveiki í Skagafirði
Landbúnaráðherra, formaður Bændasamtaka Íslands og fulltrúar sveitarfélaga í Skagafirði hafa skrifað undir samkomulag við Kristínu Lind Jónsdóttur, sálfræðing, um að veita heimilisfólki á þeim búum þar sem riðuveiki hefur greinst sálfræðiþjónustu og ráðgjöf. Þjónustan verður í boði í Skagafirði þegar aðstæður leyfa eða í gegnum fjarfundabúnað.
29.11.2020 - 10:47
Yfir 4 milljónir COVID-smita í Bandaríkjunum í nóvember
Kórónaveirufaraldurinn geisar af ógnarkrafti í Bandaríkjunum og fátt bendir til þess að á því verði breyting á næstu dögum eða vikum. Ríflega fjórar milljónir manna hafa greinst með COVID-19 þar í landi það sem af er nóvember, meira en tvöfalt fleiri en í október, þegar 1,9 milljónir tilfella voru staðfest. Dauðsföllum af völdum sjúkdómsins fer líka fjölgandi og nálgast nú óðum að vera jafnmörg á degi hverjum og þegar verst lét í apríl og maí.
29.11.2020 - 05:33
Tugir handteknir í áköfum en fámennum mótmælum
Lundúnalögreglan handtók í gær yfir 60 manns sem létu til sín taka í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum og -reglum yfirvalda í bresku höfuðborginni í gær. Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu snemma kvölds og sagði jafnframt að líkast til yrðu handtökurnar fleiri áður en yfir lyki. Fram kemur að fólkið hafi verið handtekið fyrir ýmsar sakir, meðal annars fyrir brot á nokkrum af sóttvarnareglunum sem það var að mótmæla, þar á meðal um hópamyndun.
29.11.2020 - 05:23
Fimm smit hafa greinst í nærumhverfi Víðis
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra er á fjórða degi COVID-19 veikinda. Hann segist hafa verið verulega slappur í gær, en dagurinn í dag sé skárri.
Myndskeið
Taka ákvörðun um markaðsleyfi bóluefna fyrir jól
Ákvörðun um hvort bóluefni við COVID-19 fái markaðsleyfi í Evrópu verður tekin rétt fyrir jól. Þau þurfa að uppfylla sömu skilyrði og önnur lyf og bóluefni. Hjá Lyfjastofnun er verið að undirbúa flutning og dreifingu bóluefna hérlendis.
„Ætli ég sé ekki orðinn Íslandsmeistari í minnisblöðum“
Þau smit kórónuveirunnar sem greinst hafa síðustu daga má nær öll rekja til saklausra hópamyndana. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta til marks um hversu hratt smitin geta dreifst ef veiran fer af stað.
28.11.2020 - 14:19