Heilbrigðismál

Smitrakning vegna apabólu í Osló
Smitrakning vegna apabólusmits stendur nú yfir í Osló, höfuðborg Noregs. Staðfest er að erlendur maður sem heimsótti borgina fyrr í maí er smitaður af veirunni.
21.05.2022 - 22:50
Sjónvarpsfrétt
Beðið í röðum eftir þjónustu fyrsta neyslurýmisins
Fólk býður í röðum eftir þjónustu neyslurýmis sem nú hefur verið starfrækt í tvo mánuði. Rauði krossinn annar ekki eftirspurn og kallar eftir öðru og stærra rými. 
Hægt að fækka krabbameinstilfellum um 9.000 á 30 árum
Þriðji hver Íslendingur fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Með því að útrýma helstu áhættuþáttum, svo sem reykingum og ofþyngd, væri hægt að fækka krabbameinstilfellum um þrjú hundruð á ári.
21.05.2022 - 18:53
Auknar fjárveitingar dragi úr sóun í heilbrigðiskerfinu
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja telur það lengi hafa blasað við að fjárveitingar til ríkisstofnana á Suðurnesjum hafi ekki tekið mið af fjölgun íbúa undanfarin ár. Stofnunin kallar eftir auknum fjárveitingum sem dragi í kjölfarið úr sóun í heilbrigðiskerfinu.
80 tilfelli apabólu staðfest í 12 löndum
Yfir 80 tilfelli af apabólu hafa verið staðfest í að minnsta kosti 12 löndum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að verið sé að rannsaka 50 önnur tilvik, þar sem grunur leikur á að um apabólu sé að ræða.
Hefur boðið Kínverjum og Norður-Kóreumönnum bóluefni
Joe Biden Bandaríkjaforseti segist hafa boðið stjórnvöldum í Norður-Kóreu og Kína bóluefni gegn COVID-19. Útbreiðsla faraldursins er sérstaklega mikil í Norður-Kóreu um þessar mundir og sérfræðingar telja bágborið heilbrigðiskerfi þess lítt ráða við sýnatökur, greiningar og meðferð af þeirri stærðargráðu sem við blasi.
21.05.2022 - 10:45
Frumbyggjar krefja bresku krúnuna um afsökunarbeiðni
Karl Bretaprins kveðst gera sér grein fyrir þeim miklu þjáningum sem frumbyggjar Kanada hafa mátt þola. Hann var í opinberri heimsókn í nafni Bretadrottningar og uppskar lof leiðtoga frumbyggja í landinu. Þeir fara þó fram á opinbera afsökunarbeiðni bresku krúnunnar.
Varar við útbreiðslu apabólu í Evrópu
Umdæmisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu varar við að tilfellum apabólu kunni að fjölga mjög í álfunni næstu mánuði. Vitað er að sjúkdómurinn hefur skotið sér niður í átta ríkjum.
21.05.2022 - 01:15
Meinað um sakramenti vegna stuðnings við þungunarrof
Erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í San Franscisco tilkynnti Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að henni væri óheimilt að ganga til altaris vegna afstöðu hennar til þungunarrofs. Þetta kom fram í tilkynningu erkibiskupsdæmisins í dag.
Um fjórðungur starfsfólks á Landspítala upplifað kulnun
Ríflega fjórðungur starfsfólks á Landspítala hefur upplifað einkenni kulnunar síðastliðna tólf mánuði og um fimmtungur hefur íhugað alvarlega að fara í veikindaleyfi vegna kulnunar eða örmögnunar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala segir þetta mikið áhyggjuefni og að styðja þurfi betur við heilbrigðisstarfsfólk.
20.05.2022 - 19:10
Spegillinn
Má búast við apabólu til landsins
Það er ekki laust við að setji svolítinn ugg að fólki þegar fréttir berast af sjaldgæfri veiru sem farin er að dreifa sér víðar en áður hefur sést. Yfirvöld í Svíþjóð hafa skilgreint veiruna, apabólu, sem sjúkdóm sem ógni almannaheill eftir að fyrsta tilfelli sjúkdómsins greindist þar í gær. En hvað í ósköpunum er apabóla? Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir.
20.05.2022 - 18:06
Ekki tilefni til aðgerða vegna apabólu
Sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af apabólu hérlendis, enn sem komið er. Fylgjast þurfi vel með stöðunni enda veiran ný í okkar heimshluta. Hún er skyld bólusótt og algengust á afskekktum svæðum í Mið- og Vestur Afríku. Lítið er vitað um hversu skæð veiran kunni að vera.
20.05.2022 - 11:31
Ástralir og fleiri rannsaka tilfelli apabólu
Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð og Ástralíu rannsaka nú hvort apabóla hafi komið upp þar í löndum. Staðfest er að smit hafa komið upp í Bandaríkjunum, á Spáni, Bretlandi og í Portúgal og Kanadamenn eru enn að rannsaka hvort vísbendingar um þrettán smit þar í landi eigi við rök að styðjast.
20.05.2022 - 06:48
Næstum allt þungunarrof bannað í Oklahoma
Löggjafarþing Oklahomaríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær lög sem banna þungunarrof allt frá getnaði, með örfáum undantekningum. Lögin eru þau hörðustu sem samþykkt hafa verið í málaflokknum vestra.
Smit enn víða - 150 ný tilfelli daglega
Daglega greinast nú um 150 ný kórónuveirutilfelli og enn er töluvert um smit víða úti í samfélaginu. Veiran getur áfram reynst skæð, sérstaklega í eldri aldurshópunum, segir sóttvarnalæknir.
Spegillinn
Fjöldi kvartana vegna lýtaaðgerða í Svíþjóð
Að minnsta kosti 300.000 aðgerðir með bótoxi eða fylliefnum eru gerðar á ári hverju í Svíþjóð. Eftirlitið var hverfandi og litlar kröfur gerðar til þeirra sem framkvæmdu, þar til í fyrra, að ný lög voru sett. Síðan þá hafa meira en þúsund tilkynningar eða kvartanir borist til yfirvalda.
19.05.2022 - 14:03
Níu á Landspítala með COVID-19
Þeim sem liggja á spítala með Covid-19 hefur aftur fjölgað, eru níu en voru tveir í byrjun maímánaðar. Þegar hámarki faraldursins var náð, voru alls 88 á spítala með sjúkdóminn.
Heimsglugginn
Sjötta hvert dauðsfall vegna mengunar
Skýrsla the Lancet Commission bendir til þess að dauðsföll vegna megnunar hafi verið vanmetin. Í skýrslunni segir að rekja megi sjötta hvert dauðsfall í heiminum árið 2019 til mengunar, langmest loftmengunar. 
19.05.2022 - 10:06
Guterres hvetur Rússa til að opna hafnir Úkraínu
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við hættu á að hungur kunni að steðja að stórum hluta mannkyns verði ekki þegar brugðist við. Hann hvetur Rússa til að heimila kornflutning frá Úkraínu.
Apabólutilfelli í Portúgal og á Spáni
Um það bil fjörutíu tilfelli af því sem talið er vera apabóluveira hafa greinst á Spáni og í Portúgal. Bretar greindu frá sjö tilfellum veikinnar í síðasta mánuði.
19.05.2022 - 00:30
Erlent · Afríka · Evrópa · Heilbrigðismál · Náttúra · Tækni og vísindi · apabóla · Spánn · Portúgal · Bretland · Veirur · Madrid · Lissabon · apar · nagdýr · Kongó · dropasmit · bólusótt
„Gjörbætir möguleika þeirra sem glíma við ófrjósemi“
Nýju frumvarpi er ætlað að auðvelda fólki sem vill eignast barn að leita sér leiða, glími það við frjósemisvanda. Fyrsti flutningsmaður þess segir það auka umtalsvert möguleika þeirra sem þrá að eignast barn. Samkvæmt lögum um tæknifrjóvganir í dag er gerð krafa um hjónaband, eða sambúðarskráningu þeirra sem eiga, og vilja nýta fósturvísa,-ella er þeim eytt. Sérfræðingur í ófrjósemi segir eftirspurn eftir kynfrumum og fósturvísum mikla og sívaxandi.
18.05.2022 - 22:26
Sjónvarpsfrétt
Úrvinda og gat ekki meira eftir álag á Landspítala
Barnalæknir á Landspítalanum sem glímdi við kulnun eftir langvarandi álag í starfi segir að heilbrigðiskerfið verði að opna augun fyrir þeim afleiðingum sem það geti haft á starfsfólk og sjúklinga. Sjálfur hafi hann verið hættur að sofa og stundum varla munað eftir bílferðinni í vinnuna. Illa geti farið ef fólk fái ekki tækifæri til að stíga til hliðar og draga andann.
18.05.2022 - 19:10
Sjónvarpsfrétt
Lífsbjargandi nefúði markar tímamót í skaðaminnkun
Nefúði sem getur komið í veg fyrir dauðsföll vegna lyfjamisnotkunar er nú aðgengilegur vímuefnanotendum þeim að kostnaðarlausu. Kristín Davíðsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum, segir þjónustuna marka tímamót. 
18.05.2022 - 18:55
Heimild til bólusetningar barna staðfest
Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru konu sem kærði synjun Embættis landlæknis, um að barn hennar yrði ekki bólusett gegn Covid-19.
Um það bil 1,7 milljón Norður-Kóreumanna með COVID-19
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu kennir leti og vanrækslu embættismanna um sífellt aukna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Nú eru skráð tilfelli COVID-19 komin í 1,7 milljónir.