Heilbrigðismál

Alma, Víðir og Þórólfur á upplýsingafundi síðdegis
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis verða með upplýsingafund um stöðu COVID-19 faraldursins. Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða fyrir svörum ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.
28.09.2020 - 11:35
39 ný smit - nýgengi innanlands 128,2
Þrjátíu og níu greindust með COVID-19 smit í gær. 33 greindust í sýnatöku fólks með einkenni og sex í sóttkvíar- og handahófsskimunum. 87 prósent þeirra sem greindust með COVID-19 í gær voru í sóttkví við greiningu. Fjórir eru á sjúkrahúsi vegna COVID-19 veikinnar og einn er á gjörgæslu.
28.09.2020 - 11:05
Sex milljónir kórónuveirusmita á Indlandi
Yfir sex milljónir Indverja hafa smitast af kórónuveirunni. Hún breiðist hratt út um landið um þessar mundir. Um það bil níutíu þúsund smit hafa fundist á sólarhring undanfarnar vikur. Síðastliðinn sólarhring voru þau 82 þúsund.
28.09.2020 - 07:28
COVID-19 faraldurinn sá skæðasti á þessari öld
Kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 er sá banvænasti á öldinni. Yfir milljón er nú látin af völdum veirunnar á heimsvísu. H1N1 veiran, sem einnig var kölluð svínaflensan, sem fór um heiminn árið 2009 varð 18.500 að bana samkvæmt opinberum tölum. Eftir nánari eftirgrennslan töldu faraldursfræðingar að allt að 575 þúsund hafi látið lífið af völdum svínaflensunnar.
28.09.2020 - 06:57
Yfir milljón látnir af völdum COVID-19
Yfir milljón hefur nú látist af völdum COVID-19, um tíu mánuðum eftir að kórónuveiran sem veldur honum greindist fyrst í Kína. Rúmlega 33 milljónir tilfella hafa greinst á heimsvísu.
27.09.2020 - 23:28
Persónuvernd skoðar samskipti stofnana við ÍE
Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisathugun á samskiptum Embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar. Þá hefur stofnunin einnig verið í samtali við Landspítalann en hluti veirufræðideildar spítalans var flutt yfir í húsakynni Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. „Við viljum vita hvernig heilbrigðisupplýsingar um Íslendinga eru unnar þótt tilgangurinn sé góður,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Átta bóluefni við COVID-19 á lokastigum prófana
Átta bóluefni eru nú á lokastigum prófana og meira en 200 eru í þróun. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin reiknar með að niðurstöður úr prófunum fari að birtast í lok þessa árs eða byrjun næsta árs og hugsanlegt að bóluefni verði aðgengilegt um mitt næsta ár.
Djammferðinni lauk með sekt og sóttkví í heimalandinu
Ferðamennirnir fjórir sem voru handteknir í miðborg Reykjavíkur vegna brots á sóttkví þurftu hver og einn að reiða fram 250 þúsund krónur í sekt vegna brotanna. Til að bæta gráu ofan á svart þurftu þeir allir að fara í 14 daga sóttkví þegar þeir sneru aftur heim í dag.
Fleiri leita sér læknisaðstoðar vegna COVID-19
Fleiri hafa leitað á COVID-göngudeild Landspítalans til að sækja sér læknismeðferð síðustu tvo sólarhringana en dagana á undan. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þá eru fleiri komnir með litakóðann gulan sem þýðir að þeir eru með miðlungseinkenni og eru þá undir frekara eftirliti.
20 ný smit – 12 í sóttkví
20 greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Nýgengi innanlandssmita seinustu tvær vikur heldur áfram að hækka og er nú 118,1. Fjórir bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir komuna til landsins
27.09.2020 - 11:14
Fjórir ferðamenn handteknir fyrir brot á sóttkví
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld afskipti af fjórum ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví. Laust fyrir klukkan átta í gærkvöld var lögreglan kölluð til vegna ölvaðs manns sem reyndi að stofna til slagsmála á Laugavegi. Það reyndist erlendum ferðamaður sem var nýkominn til landsins og átti að vera í sóttkví.
Höfundur eðlufólksins ávarpaði mótmælendur í Lundúnum
Tíu voru handteknir og fjórir lögreglumenn slösuðust þegar til átaka kom þegar lögreglan í Lundúnum leysti upp mótmæli fólks sem er á móti aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Meira en tíu þúsund tóku þátt. Tólf lögreglumenn slösuðust í svipuðum mótmælum í síðustu viku.
Ræðst næstu tvo sólarhringa hvort aðgerðir verði hertar
Það ræðst næstu tvo sólarhringa hvort yfirvöld grípa til hertra aðgerða vegna þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. „Við vorum að vonast til að við gætum nálgast þetta með öðrum hætti.“
35 starfsmenn LSH í einangrun – 184 í sóttkví
Landspítali var færður upp á hættustig um seinustu helgi og hefur viðbragðsáætlun vegna farsótta því verið virkjuð. Margir starfsmenn hafa ýmist smitast af veirunni eða þurft að fara í sóttkví. Í dag eru 35 starfsmenn spítalans í einangrun, og 184 eru í sóttkví.
26.09.2020 - 15:28
Kári kemur frönsku ferðamönnunum til varnar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hafnar því að tveir franskir ferðamenn séu ábyrgir fyrir þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir landið. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar tóku upp frétt þess efnis að rekja mætti meira en hundrað smit á Íslandi til ferðamannannna tveggja.
26.09.2020 - 15:16
Smit í Lundarskóla á Akureyri
Starfsmaður Lundarskóla á Akureyri hefur greinst með kórónuveiruna. Skólinn verður lokaður til 1.október þar sem kennarar skólans fara í sóttkví á meðan unnið er að smitrakningu.
26.09.2020 - 14:23
Verður snöggur að skila tillögum um harðari aðgerðir
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist verða snöggur að skila tillögum um harðari aðgerðir til heilbrigðisráðherra ef á þarf að halda. „En það er ekkert gaman að fara í harðari aðgerðir því það mun setja mikið úr skorðum ef við förum í aðgerðir eins og í vetur.“
38 smit - nýgengi hvergi hærra á Norðurlöndum en hér
38 greindust með innanlandssmit í gær. Rúmlega helmingur var í sóttkví. Alls eru nú 435 í einangrun, sá elsti er á níræðisaldri, sá yngsti innan við eins árs. Nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur er nú hvergi hærra á Norðurlöndum en á Íslandi eða 113,2 smit.
Metfjöldi tilfella í Bretlandi og Frakklandi í gær
Metfjöldi tilfella kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 greindist bæði í Bretlandi og Frakklandi síðasta sólarhring. Yfir 16 þúsund sýni reyndust jákvæð í Frakklandi hefur CNN eftir þarlendum heilbrigðisyfirvöldum, og rúmlega 6.600 ný tilfelli voru greind í Bretlandi.
26.09.2020 - 02:14
Fáir sem ekki eru „grænir“ hjá COVID-göngudeildinni
„Verkefnin hafa aukist mjög undanfarnar vikur, samhliða aukningu í fjölda smita,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir COVID-göngudeildar Landspítalans. Flestir sem hafi greinst að undanförnu séu þó með fremur væg einkenni. Hann segir álagið þó ekkert í líkingu við það sem var í vor þegar meira var um heimsóknir sjúklinga sem þurftu á meðferð að halda á staðnum.
Stokkað upp í Sjúkratryggingum en engar uppsagnir
Stjórn Sjúkratrygginga Íslands kynnti í dag nýtt skipurit fyrir stofnunina. Það byggir á nýrri langtímastefnu stofnunarinnar sem stjórn Sjúkratrygginga setti af stað seinasta sumar. Engum starfsmönnum verður sagt upp en stjórnendum verður fækkað og þeir færðir til í starfi.
25.09.2020 - 20:43
Danskir gestgjafar þurfa að fækka á gestalistanum
Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til enn frekari aðgerða til að reyna hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Aðeins mega 50 koma saman og gildir þá einu hvort það sé á veitingastöðum eða í einkaveislum. Reglurnar taka gildi á hádegi á morgun. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt fyrir þá sem höfðu skipulagt veislu á morgun. Þeir verða að beita niðurskurðahnífnum á gestalistann,“ sagði heilbrigðisráðherra Danmerkur á blaðamannafundi í dag.
Óttast að tvær milljónir láti lífið af völdum veirunnar
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur líklegt að tvær milljónir láti lífið af völdum COVID-19, taki þjóðir heimsins ekki höndum saman til að sigrast á faraldrinum. Fjöldi dauðsfalla á heimsvísu nálgast óðum eina milljón.
Smitstuðull þriðju bylgjunnar náði nýjum hæðum
Smitstuðull þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins náði nýjum hæðum fyrir rúmri viku þegar hann mældist 6. Hann er núna á hraðri niðurleið. Mest hefur smitstuðullinn hér á landi verið 4 sem var í annarri bylgjunni í sumar. Thor Aspelund, prófessor í líftölufræði, telur nauðsynlegt að fylgjast betur með smithraðanum en áður því hugsanlega verði næstu bylgjur öðruvísi.
Yfir 500 börn í sóttkví í Reykjavík
Í þriðju bylgju faraldursins hefur talsvert meira verið um smit á meðal ungmenna og barna á leik- og grunnskólaaldri miðað við fyrr í faraldrinum. Hið minnsta 534 börn eru í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu vegna 22 smita í grunnskólum og leikskólum, ýmist meðal barna eða starfsmanna.
25.09.2020 - 17:12