Heilbrigðismál

Bjartsýni um að nýtt bóluefni verði tilbúið á þessu ári
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin bindur vonir við að bóluefni gegn COVID-19-veikinni verði tilbúið fyrir áramót. Tilraunir á tíu bóluefnum eru þegar hafnar á fólki.
31.05.2020 - 13:08
Sóttvarnalæknir viðurkennir mistök í upphafi farsóttar
Sóttvarnalæknirinn í Svíþjóð viðurkennir að gerð hafi verið alvarleg mistök í upphafi Covid-19-faraldursins. Traust almennings á sænsku ríkisstjórninni hefur dalað mikið á síðustu dögum.
30.05.2020 - 17:46
Fjórða smitið í röð utan sóttkvíar
Einn greindist með kórónuveiruna í gær. Viðkomandi var ekki í sóttkví. Þetta er fjórða slíka tilfellið á skömmum tíma. Smitið greindist hjá íslenskri erfðagreiningu, þar sem 464 sýni voru tekin. Auk þess voru um 70 sýni tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Tvö virk smit eru nú í samfélaginu og tveir þar af leiðandi í einangrun. Enginn er á sjúkrahúsi.
30.05.2020 - 13:08
Ákvörðun Trumps getur aukið ítök Kínverja innan WHO
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað í gær að hætta öllu samstarfi Bandaríkjanna við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Ákvörðun hans gæti aukið völd Kínverja innan stofnunarinnar.
30.05.2020 - 11:49
Myndskeið
3 sektaðir fyrir brot í samkomubanni
Tvö fyrirtæki og einn einstaklingur hafa verið sektuð fyrir brot í samkomubanni. Átján mál eru til rannsóknar. Á þriðja hundrað mál hafa verið rannsökuð en reyndust ekki vera brot. Yfirlögregluþjónn fagnar því hversu fá brotin hafi verið og þakkar það samstöðu fólks.
29.05.2020 - 21:15
Eina virka smitið greindist fyrir 17 dögum
Eina virka COVID-19 smitið hér á landi er frá 12. maí. Viðkomandi er á aldrinum 13 til 17 ára og var í sóttkví þegar hann greindist með kórónuveiruna.. Enginn hefur því greinst með virkt smit síðustu 17 daga. Meðgöngutími kórónuveirunnar hefur verið sagður allt að 14 dagar.
29.05.2020 - 17:56
Mun fleiri létust í Moskvu en skýrt var frá
Heilbrigðisyfirvöld í Moskvu upplýstu í dag að meira en tvöfalt fleiri hefðu dáið af völdum COVID-19 farsóttarinnar í borginni í apríl en áður hafði verið greint frá. Til stendur að aflétta útgöngubanni borgarbúa frá næsta mánudegi.
29.05.2020 - 17:44
Landspítalinn starfar á óvissustigi í sumar
Landspítali starfar á óvissustigi fram eftir sumri. Þetta kemur fram í forstjórapistli Páls Matthíassonar sem birtur er á vefsíðu Landspítalans. Þar segir jafnframt að óhætt sé að segja að Landspítalinn hafi staðiðst mikið álagspróf í glímunni við heimsfaraldurinn og þakkar forstjórinn starfsfólkinu sérstaklega.
29.05.2020 - 16:57
Ekkert nýtt smit og aðeins einn í einangrun
Enginn greindist með kórónuveiruna í gær. Nærri 400 sýni voru tekin hjá veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu. Aðeins er einn í einangrun og er hann í aldurshópnum 13 til 17 ára. Þeim hefur fjölgað verulega sem eru í sóttkví, eru nú 1.111 en það má væntanlega rekja til þeirra sem hafa verið að koma til landsins.
29.05.2020 - 13:05
Íslendingar mega ekki gista í Kaupmannahöfn
Þótt landamæri Íslands og Danmerkur hafi verið opnuð verða ferðir Íslendinga til gömlu herraþjóðarinnar ekki án takmarkana. Þetta kom fram á blaðamannafundi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag. Til að mynda mega erlendir ferðamenn ekki gista í dönsku höfuðborginni en mega fara þangað í dagsferðir og snæða á veitingastöðum.
Búist við auknu álagi á BUGL
Biðlistar á Barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, lengdust í faraldrinum. Yfirlæknir á BUGL segist búast við aukinni þörf fyrir þjónustu deildarinnar strax í haust. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af auknum vanda barna sem mæta stopult í skóla, dæmi séu um grunnskólanemendur sem hafi ekki mætt í skóla í tvö ár.
Hefur áhyggjur af því að fólk slaki á sóttvörnum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa áhyggjur af því að fólk slaki á í sóttvörnum nú þegar nær engin smit greinast í þjóðfélaginu. Það verði hins vegar alltaf að gæta að grundvallarsóttvörnum. Hann ræddi þetta í erindi sínu á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í gær:
29.05.2020 - 08:32
Viðtal
Heilbrigðisráðherra segir búið að leysa úr ágreiningi
Heilbrigðisráðherra segir að leyst hafi verið úr misskilningi og ágreiningi við Íslenska erfðagreiningu vegna skimunar á Keflavíkurflugvelli og fyrirtækið virðist nú reiðubúið að taka þátt. 
28.05.2020 - 20:27
Kári þakkaði Svandísi fyrir nærveru hennar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, bauð Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sérstaklega velkomna á fræðslufund fyrirtækisins um veiruna þegar hann opnaði fundinn. 
28.05.2020 - 17:45
Frönsk veitinga- og kaffihús opnuð á ný
Veitingamönnum í Frakklandi verður heimilt frá næsta þriðjudegi, öðrum júní, að opna matsölustaði sína, bari og kaffihús. Þeim var lokað um miðjan mars. Almenningsgarðar verða einnig opnaðir að nýju eftir helgi.
28.05.2020 - 17:42
Beint
Ræða næstu skref í glímunni við COVID-19
Íslensk erfðagreining heldur fræðslufund um COVID-19 klukkan 17 þar sem glíman við sjúkdóminn er rædd. Beint streymi af fundinum er hér meðfylgjandi.
28.05.2020 - 16:45
Ekkert smit greindist í gær
Enginn greindist með kórónuveiruna í gær, hvorki hjá veirufræðideild Landspítalans né Íslenskri erfðagreiningu. Rúmlega 500 sýni voru tekin. Áfram eru því aðeins þrjú virk smit á landinu. Alls hafa 1.805 greinst með COVID-19 hér á landi en 1.792 hafa náð bata. 947 eru í sóttkví en 20.517 hafa lokið sóttkví. Nú er búið að taka rúmlega 60 þúsund sýni. 16 dagar eru síðan síðast greindist jákvætt sýni hjá veirufræðideildinni.
28.05.2020 - 13:05
COVID lagt jafnmarga Bandaríkjamenn og 44 ár af stríði
Jafn margir Bandaríkjamenn hafa látist úr COVID-19 sjúkdómnum og í stríðsrekstri landsins síðustu 44 ár; í Kóreu, Víetnam, Írak og Afganistan. Yfir hundrað þúsund hafa nú látist úr sjúkdómnum og staðfest tilfelli eru 1,7 milljónir, um þrjátíu prósent allra staðfestra smita í heiminum. Hvergi eru dauðsföll jafn mörg og hvergi hafa jafn margir smitast.
28.05.2020 - 08:14
Myndskeið
Kári er búinn að loka fyrir símtöl frá Þórólfi
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið komi ekki að skimunum á Keflavíkurflugvelli ef verkefnið verður unnið undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Hann segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hegða sér eins og tíu ára barn. 
Brýnt að auka afköst og sjálfvirkni við sýnagreiningu
Yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans segir brýnt að fá öflug og sjálfvirk tæki til að greina sýni. Deildin geti greint fimmhundruð sýni á dag í takmarkaðan tíma og því spurning hvort fá eigi fleiri til að greina sýni á meðan ástand deildarinnar sé svona. Aukin sjálfvirkni auki afkastagetu og dragi úr hættu á mistökum.
27.05.2020 - 18:13
Samstarf Norðurlandanna um lyfjakaup er hafið
Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð hafa saman óskað eftir því að kaupa lyfið Zynteglo. Þetta er fyrsta lyfið sem Norðurlöndin sækjast eftir að kaupa sameignlega en samstarf Norðurlandanna á þessu sviði hefur lengi verið til umræðu.
27.05.2020 - 17:30
Efast um upplýsingar um veirusmit í Venesúela
Mannréttindavaktin, Human Rights Watch, og vísindamenn við Johns Hopkins háskólann í Bandaríkjunum draga í efa upplýsingar frá stjórnvöldum í Venesúela um útbreiðslu kórónuveirufarsóttarinnar þar í landi. Samkvæmt þeim höfðu tólf hundruð og ellefu smitast af veirunni og ellefu dáið af völdum COVID-19 síðasta sunnudag. Í Venesúela búa um þrjátíu milljónir.
Ólíðandi að konur bíði margar vikur eftir brjóstaskoðun
Brynja Björk Gunnarsdóttir, formaður Brjóstaheilla segir ekki sé hægt að sætta sig við það að konur þurfi að bíða í margar vikur eftir því að komast að í rannsókn eða meðferð. Kona sem fór í skimun fékk að vita sjö vikum síðar, að hún væri með mein í brjósti. Hún hefur kvartað til Landlæknis og Landspítalans. 
27.05.2020 - 13:20
Þriðja smitið í röð hjá einstaklingi utan sóttkvíar
Eitt nýtt kórónuveirusmit greindist hér á landi síðasta sólarhringinn. Viðkomandi var ekki í sóttkví, en greindist í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þrjú slík tilfelli hafa komið upp síðustu átta daga, en ekki hefur greinst smit hjá veirufræðideild Landspítalans í tvær vikur.
27.05.2020 - 13:11
„Það var of snemmt að byrja að drekka 11 ára“
„Ég og áfengi áttum aldrei samleið, eða ég og fíkniefni,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar sem byrjaði að neyta áfengis á barnsaldri, en drakk sinn síðasta drykk fyrir 25 árum. Foreldrar hans voru óreglufólk svo hann segir neyslu sína að mörgu leyti hafa verið óumflýjanlega þróun.